Lögrétta

Eksemplar

Lögrétta - 17.02.1909, Side 1

Lögrétta - 17.02.1909, Side 1
Afgreiöslu- og innhcimlnm.: AnlNBJ. SVEINBJARNARSON. Lau^avc^; 41. Talsími 74. LOGRJETTA Blitstjóri1 Þorsteinn gislason, Pingholtsstrati 17. TaUimi 178. Reykiavík 17. febrúar 1909. IV. Afg-. Augnlækning ókeypis i. og 3. þrd. í mán. kl. 2—3 ! spítaíanum. Lækning ók. í læknask. þrd. og fsd. 12—1. Tannlækning ók. (( Pósthússtr. 14) i.og 3. md. í mán. 11 — 1. Landakotsspítali opinn f. sjúkravitj. io1/.— 12 og 4—5. Hlutabankinn opinn 10—2^/2 og 5V2—7. Landsbankinn 10V2—2J/2. Bnkstj. við 12—I. Lagaskólinn ók. leiðbeining 1. og 3. ld. í mán. 7—8 e. m. HAfNARSTR-I7I8I9-20 21-22-KOUS 1-2'LÆKJAKT1-2 « REYKJAVIK • m IIS lAliASÍ er lang-fjölbreyttasta verslunin. 1 Pakkhústleildinni eru seldar allar matvörur og aðrar þunga- vörur, alt til sjávarútgerðar, timb- ur, járn, saumur, farfi o. s. frv. í Nýlenduvörudeildinni (Ný- höfn) allar matvörur (nauðsynja- og sælgætisvörur) í smærri kaup- um, nýlenduvörur, tóbak o. s. frv. L Kjallaradeildinni allar drykkj- arvörur, áfengar og óáfengar. 1 Yefnaðarvörudeildinni allar mögulegar vefnaðarvörur og alt sem kvenfólk og börn þurfa til fata, inst sem yst. í Klæðskerndeildinni alí sem karlmenn þurfa til fata, hátt og lágt. 1 Basardeildinni allar mögu- legar járnvörur, ljósáhöld, gler- vörur, glysvörur o. s. frv. Thomsens Magasín er langbesta verslunin, því aðaláherslan er lögð á það, að vörurnar sjeu sem vandaðastar, en um leið svo ó- dýrar sem unt er. Thomsens Magasín er lang- þœgilegasta og hagkvcemasta versl- unin, því annars fjölgaði ekki viðskiitamönnum hennar dag frá degi og ár frá ári. rz [ 11 Bóka- og pappírsverslun Arinbj. Syeinbjarnarsonar Laugaveg 41. Talsími 74. Alþing- sett. hað var sett, eins og til stóð, á mánudaginn var, 15. þ. m. stundu eftir hádegi. Á undan var guðþjón- usta í dómkirkjunni að gamalli venju. Þar flutti ræðu síra Hálfdán Guðjóns- son. Þá komu þingmenn saman í sal . neðrideildar. Ráðherra las upp boð- skap konungs til þingsins og setti það. Júlíus amtmaður Hafsteen er nú aldursforseti sameinaðs þings og stjórnaði hann í fyrstu fundinum. Prófun kjörbrjefa stóð lengi yfir og voru allar kosningarnar þegar teknar g'ldar, nema Seyðisfjarðarkaupstaðar. ° engin kæra lægi fyrir yfir henni, er þingið gæti tekið til greina, var samþykt með 24 atkv. gegn 16 að kjósa nefnd til að ransaka hana. í þá nefnd voru kosnir með hlutfalls- kosningu: Jón Magnússon, L. H. Bjarnason, Bjarni Jónsson, Kr. Jóns- son og Skúli Thoroddsen. Embættiskosningar í samein. þingi fóru svo: Forseti varð Björn gamli Jónsson, en skrifarar síra Sig. Stefáns- son og síra Eggert Pálsson; vara- forseti Skúli Thoroddsen. Til efri deildar voru kosnir: Ari Jónsson, Gunnar Ólafsson, síra Jens Pálsson, Jósef Björnsson, sira Kristinn Daníelsson, Kristján Jónssson, Sig. Hjörleifsson og síra Sig. Stefánsson. Efri deild kaus Kr. Jónsson forseta, en skrifara Stgr. Jónsson og síra Kr. Daníelsson; varaforsetar síra Jens Pálsson og síra Sig. Stefánsson. En neðri deild kaus Hannes Þor- steinsson forseta, en skrifara Jón Ólafsson og Bjarna Jónsson; vara- forsetar Ól. Briem og síra Sig. Gunn- arsson. Skrifstofustjóri alþingis er Einar Hjörleifsson skáld og andatrúarsafn- aðarforseti, en á skrífstofu þingsins eru auk hans: V. Knudsen kaupm. frá Akureyri, síra Hafsteinn Pjeturs- son frá Khöfn og Einar Þorkelsson. Á lestrarsalnum er ól. Ólafsson verslunarmaður (sá er best þótti leika hjer einu sinni í fyrra vetur). Guð- mundi Magnússyni skáldi, sem þar hefur verið á undanförnum þingum, var nú sparkað burt af skrifstofunni, líklega til hefnda fyrir það, að mörg- um þykir hann nú rita betur skáld- sögur en aðrir menn, sem hjer fást við það. Svo var bætt við nýjum manni á skrifstofuna, með 6 kr. kaupi á dag, líklega með tilliti til væntan- iegra frátafa skrifstofustjóra við safn- aðarstörf. Annars hafði orðið kepni um skrifstofustjórastöðuna, því land- varnarmenn vildu koma þar að Ein- ari Gunnarssyni, en urðu undir. Þetta eru gjörðir þingsins fyrsta daginn. Fyrsta þinghneixlið var kosn- ing forseta sameinaðs þings. Hann er sá maður, sem mest og berust ó- sannindi hefur borið út um það mál, sem þingið er kosið til að ráða til lykta. Telja má víst, að þingið láti hann leggja niður ritstjórn ísaf. með- an hann gegnir þessu embætti, því ef ausið verður út óhróðri um menn og málefni á þinginu, eins og áður hefur gert verið í ísaf., í blaði, sem forseti sameinaðs þings ber ábyrgð á, þá er það slíkt hneyxli, að þessu þingi er jafnvel ekki trúandi til að l(ða það. Forsetastörfin byrjaði maðurinn með því, að ætla að neita minni hlutan- um um hlutfallskosningu til nefndar- skipunar, en aðrir menn úr flokki hans hörkuðu þó af sjer, að hindra það. í gær voru lögð fram stjórnarfrum- vörp, 10 í neðri deild og 9 í efri. Þá flutti ráðherra í neðri deild ræðu þá, sem prentuð er hjer í blaðinu. Forseta sam. þings fjell svo þungt að heyra, í hve góðu lagi fjárhagur landsjóðs væri, að hann hjelst ekki við í sæti sínu. Þetta eru frumvörpin, sem lögð voru fyrir neðri deild: 1. Frumvarp til stjórnarskipunar- laga um breyting á stjórnarskrá um hin sjerstaklegu málefni íslands, 5. jan. 1874 og stjórnskipunarlögum 3. okt. 1903. 2. Frumvarp til laga um ríkisrjett- arsamband Danmerkur og íslands. 3. Frumvarp til laga um skipun varabiskup. 4. Frumvarp til laga um styrktar- sjóð handa barnakennurum. 5- Frumvarp til laga um löggild- ingu Viðeyjar. 6. Frumvarp til fjárlaga iyrir ádn 1910 og 1911. 7. Frumvarp til fjáraukalaga fyrir árin 1906 og 1907. 8. Frumvarp til fjáraukalaga fyrir árin 1908 og 1909. 9. Frumvarp til laga um samþykt á landsreikningunum fyrir árin 1906 og 1907. 10. Frumvarp til laga um bráða- birgðarhækkun á aðflutningsgjaldi. En þessi voru lögð fyrir efri deíld: 1. Frumvarp til laga um stofnun háskóla. 2. Frumvarp til Iaga um laun há- skólakennara. 3. Frumvarp til laga um breyt- ingu á 26. gr. 1. lið í lögum nr. 46, 16. nóv. 1907 um laun sóknarpresta. 4. Frumvarp til laga um dánar- skýrslur. 5. Frumvarp til laga um almenn- an ellistyrk, 6. Frumvatp til laga um fiskimat. 7. Frumvarp til laga um stofnun vátryggingarfjelaga fyrir fiskiskip. 8. Frumvarp til laga um meðferð skóga, kjarrs og friðun á lyngi o. fl. 9. Frumvarp til laga um breyting á 2. gr. í lögum nr. 29, 20. okt. 1905 um stofnun byggingarsjóðs og bygging opinberra bygginga. í dag fór fram kosning í fjárlaga- nefnd og voru kosnir í hana: Björn Sigfússon, Pjetur Jónsson, Jón frá Múla, Sig. Sigurðsson, Björn Jóns- son, Skúli Thoroddsen, Eggert Páls- son. Sfra E. P. var kosinn með hlut- kesti um hann og Jón frá Haukagili. Alt framferði meiri hlutans ber vott um ramman flokksaga. Þó menn eins og Kr. Jónsson og 01. Briem brytu hann af sjer í gær, þegar of- beldisverkið var framið á dr. Valtý, sem frá er skýrt á öðrum stað, þá sýndi sú atkvæðagreiðsia, að þeir »lílilsigldu«, sem ísaf. titlaði svo í haust, eru undir hörðum aga, og ekki annað en auðmjúkir þjónar enn sem komið er. grcytingar á stjórnar- skránni. Hjer eru prentaðar allar nýjar greinar f frumvarpi stjórnarinnar og ailar þær greinar, sem einhverju er breytt í. I. Fyrir 1.—3. gr. stjórnarskrárinnar kemur hjer 1.—7. gr. 1. gr. Stjórnarfyrirkomulagið er þingbundin konungstjórn. ísland hef- ur konung sameiginlegan við Dan- mörk. Um ríkiserfðir, rjett konungs til að hafa stjórn á hendi í öðrum löndum, trúarbrögð konungs, mynd- ugieika hans og um ríkisstjórn, er konungur er ófuilveðja, sjúkur eða fjarstaddur, svo og um það, er kon- ungdómurinn er Iaus og enginn rík- isarfi til, fer eptir ákvæðum laganna um ríkisrjettarsamband Danmerkur og íslands. 2. gr. ísland er í sambandi við Danmörku um þau mál, sem eftir samkomulagi beggja landanna eru talin sameiginleg í 3. gr. sbr. 9. gr. í lögunum um ríkisrjettarsamband Danmerkur og íslands. Um með- ferð þessara mála fer eftir fyrirmæl- um 6. greinar í sambandslögunum. Að öllu öðru leyti er löggjafarvaldið hjá konungi og alþingi í sameiningu, framkvæmdarvaldið hjá konungi og dómsvaldið hjá dómendum. 3. gr. Konungurinn vinnur eið að stjórnarskrá íslands, þegar hann kem- ur til ríkis, hafi hann eigi þegar unn- ið þann eið sem ríkisarfi. Af eið- staf konungs skal gera tvö sam- hljóða frumrit, og skal senda alþingi annað þeirra til geymslu; hitt skal geyma í landskjalasafninu. 4. gr. Konungurinn hefur hið æðsta vald í öllum máltfnum ís- lands, með þeim takmörkunum, sem settar eru í stjórnarskrá þessari, og lætur ráðherra íslands framkvæma það í öllum efnum, sem ákvæðið í 2. málsgrein f 2. gr. stjórnarskrár þessarar tekur eigi til. 5. gr. Konungurinn er ábyrgðar- laus; hann er heilagur og friðhelgur. Ráðherrann ber ábyrgð á stjórnar- athöfnum eftir því, sem iög mæla fyrir um það. Alþingi getur kært ráðherrann fyrir embættisrekstur hans. Landsdómur dæmir þau mál. 6. gr. Konungur skipar ráðherra íslands og leysir hann frá embæfti. Aðsetur ráðherra skal vera í Reykja- vík. Hann fer svo oft sem nauð- syn krefur á konungsfund, til þess að bera upp fyrir konungi lög og mikilvægar stjórnarráðstafanir. Undir- skrift konungs undir ályktanir þær, sem snerta löggjöf og stjórn, veitir þeim gildi þegar ráðherrann ritar undir þær með honum. Nú deyr ráðherrann, og gegnir landritari þá ráðherrastörfum á eigin ábyrgð, þangað til skipaður hefur verið nýr ráðherra. Breyta má þessu með lögum. 7. gr. Með lögum má ákveða að ráðherrar skuli vera fleiri en einn. Nú er ráðherrum fjölgað, og skift- ir konungur þá störfuin með þeim. Einn þeirra kveður hann til forsætis, og stýrir hann ráðherrastefnum. Starfsvið ráðherrastefnu skal nánar ákveðið í lögunum. Hver ráðherra undirskrifar með konungi ályktanir um þau málefni, er undir hann liggja sjerstaklega, og ber ábyrgð á stjórnarathöfnum. Sá ráðherra sem konungur hefur til for- sætis hvatt, ber að jafnaði málin fram fyrir konung, einnig fyrir hönd hinna ráðherranna. Þegar hann þann- ig ber fram fyrir konung mál, sem annar ráðherra hefur nafnsett, ber hann að eins ábyrgð á því, að mál- ið sje rjett framflutt, nema hann sjer- stakleg taki að sjer stjórnskipulega ábyrgð á efni málsins, með því að setja einnig nafn sitt undir það. Að öðru leyti gilda um hvern einstakan ráðherra þau íyrirmæli, sem sett eru um ráðherra ísiands í stjórnarskrá þessari. 4.—10. gr. eru óbreyttar. J5- gr (11. gr. stjskr). Þegar brýna nauðsyn ber til, getur konungur gefið út bráðabirgðalög milli alþinga; þó mega slík lög eigi koma í bága við stjórnarskrána, enda falla þauúr gildi, nema næsta alþingi á eftir samþykki þau. Eigi má gefa út bráðabirgða- fjárlög fyrir það fjárhagstímabil, er fjárlög eru samþykt fyrir af alþingi. 12. og 13. gr. eru óbreyttar. IÍ. í stað 14.—18. gr. kemurhjeri8. til 22. gr.: 18. gr. Á alþingi eiga sæti 36 þjóðkjörnir alþingismenn. Kosning- arnar gilda venjulega fyrir 6 ára tímabil. Tclu þingmanna og lengd kjörtímabils má breyta með lögum. Deyi nokkur eða fari frá af þeim er kosnir eru meðan á kjörtímanum stendur, skal kjósa eða kveðja til þingsetu fyrir það tímabil, sem eftir er af kjörtímanum. 19. gr. Alþingi skiftist í tvær deildir, efri þingdeild og neðri þing- deild. í efri deildinni eiga sæti 12 þingmenn, í neðri deildinni 24. Þó má breyta tölum þessum með lög- um. 20. gr. Alla þingmenn efri þing- deildar svo og varaþingmenn, til að fylla sæti er auð kunna að verða f efri deild á kjörtímanum, skal kjósa hlutfallskosningum um land alt f einni heild. Til neðri þingdeildar skal kosið í kjördæmum, er skulu vera sem jöfnust að stærð og nánar skulu ákveðin í kosningalögunum. Þar skulu og settar hinar nánari regiur um kosningar allar til beggja þing- deilda og um fylling auðra sæta í efri þingdeild. 21. gr. Kosningarrjett til neðri deildar alþingis hefur hver karlmað- ur, sem hefur óflekkað mannorð, er orðinn fullra 25 ára að aldri þegar kosningin fer fram, hefur þá verið heimilisfastur í kjördæminu eða kaup- staðnum eitt ár, er fjár síns ráðandi, enda sje honum ekki lagt af sveit, eða hafi hann þegið sveitarstyrk, að hann hafi endurgoldið hann eða hon- um verið gefinn hann upp. Kosningarrjett til efri deildar al- þingis hefur hver sá, er kosningar- rjett á til neðri deildar, ef hann er orðinn fullra 40 ára að aldri, þegar kosning fer fram. Með lögum má veita kosningar- rjett konum, giftum sem ógiftum, ef þær að öðru leyti fullnægja áður- greindum skilyrðum fyrir kosningar- rjetti. 22. gr. Kjörgengur til neðri deild- ar alþingis er hver sá, sem hefur kosningarrjett samkvæmt 21. gr., ef hann er ekki ríkisþegn utan veldis Danakonungs, eða að öðru leyti í þjónustu annara ríkja, hefur að minsta kosti í síðustu 5 ár verið á íslandi eða í Danmörku og er orðinn fullra 30 ára að aidri þegar kosning fer fram. Kjósa má þó mann, er á heima utan kjördæmis eða hefur verið inn- an kjördæmis skemur en eitt ár. Kjörgengur til efri deildar alþing- is er hver sá, er kjörgengur er til neðri deildar, ef hann er fullra 40 ára að aldri þegar kosning fer fram. Konurn, giftum sem ógiftum, má með lögum veita kjörgengi, enda full- nægi þær öllum öðrum skilyrðum fyrir kjörgengi samkvæmt þessari grein. III. 3. kafli stj.skr. er óbreyttur að öðru en því, að bætt er inn í hann þessum tveimur greinum og felt burt ákvæðið um ríkissjóðstillagið samkv. sambandslagafrv.: 25. gr. Alþingi er friðheilagt. Enginn má raska friði þess eða frelsi. 35. gr. Enginn útlendingur getur öðlast fæðingjarjett nema með lög- uin, sbr. 5. lið 3. greinar í lögum um ríkisrjettarsamband Danmerkur og íslands. IV. 48. gr. Konungur getur með sam- þykki alþingis kært mann fyrir lands- dómi fyrir þesskonar glæpi, er hon- um virðast einkar háskalegir fyrir ísland. V. í 5. kafla eru 46. og 47. gr. ó- breyttar að efni til, en í stað 45. gr. kemur: 52. gr. Hin evangeliska lúterska kirkja er þjóðkirkja á íslandi, og skal þjóðfjelagið því styðja hana og vernda. Sambandinu milli þjóðkirkju og landstjórnar skal skipa með lögum. 54. gr. Enginn er skyldur að inna af hendi persónuleg gjöld til neinnar annarar guðsdýrkunar en þeirrar, er hann sjáltur aðhyllist, en gjalda skal hann til skóla hin lögboðnu persónu- legu gjöld þjóðkirkjunnar, ef hann samar ekki, að hann heyri til öðr- um trúarbragðaflokki, er viðurkendur er í landinu. 55. gr. Rjettindi trúarbragðaþeirra, er greinir á við þjóðkirkjuna, skulu ákveðin með lögum. IV. 48. gr. stj.skr. er breytt þannig: 57.gr. Hvern þann, sem tekinn er fastur, skal án undandráttar leiða fyrir dómara. Sje hannþá eigi jafnskjóttlát- ►

x

Lögrétta

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lögrétta
https://timarit.is/publication/196

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.