Lögrétta

Issue

Lögrétta - 31.03.1909, Page 1

Lögrétta - 31.03.1909, Page 1
AígTeiðslu- og innheimtum.: arinbj. sveinbjarnarson. LangftTey 41. Talsimi 74. LOGRJETTA Ritstj®ri: ÞORSTEINN GISLA8ÖN, Pingholtssiræti 17. Talsími 178. M ÍO. Reykiayík 31. mars 1900. IV. árg. Kosning prests í 2. prestsembœttid við dómkirkjuna fer frarn í barnaskólabyggingu Regkjavíkurbœjar laugar- daginn 3. n. m. (3. apríl); hefst 47. 10 árdegis. Kj alarnespró fastsdœm i. p. t. Reykjavik 19. mars 1909. cJans cTálsson. Augnlækning ókeypis i. og 3. þrd. í mán. kl. 2—3 á pítalanum. Lækning ók. í læknask. þrd. og fsd. 12—1. Tannlækning ók. (í Pólthússtr. 14) I. og 3. md. í mán. 11—1. Lapdakotsspítali opinn f. sjúkravitj. io1/* —12 og 4-5. Hlutabankinn ppinn 10—272 og 5V2—1 • Landsbankinn io1/^—2T/a. Bnkstj. við 12—1. Lagaskólinn ók. leiðbeining 1. og 3. ld. í mán. 7—8 e. m. Landsbókasafnið opið hv. virkan dag kl. 1—3 og 5—8. HAf NARSTR' I7-I81920 2l-22'KOLASI-2' I.ÆKJAKT-12 • REYKJAVIK • Með ,Ceres‘ komu margar nýjar tegundir af í heilkössum, hálfkössum og kvartkössum. Fyrirtak að gœðum, en verðið Idgt. Lestrarsalurinn í nýja húsinu opnaður til afnota. Síðastliðinn sunnudag, kl. i'á, hafði Jón Jakobsson landsbókavörður boðið bæði alþingismönnum og mörgum fleirum, alls um 150 manns, út í bóka- safnshúsið nýja, til að skoða það, með því að lokið var þá öllum út- búnaði á lestrarsalnum og hann skyldi frá þeim degi vera opinn til afnota. Leist mönnum mjög vel á þann sal, og þar söfnuðust gestirnir fyrst sam- an. Bókavörður hjelt þá ræðuna. sem hjer fer á eftir, en söngflokkur, sem Sigfus Einarsson styrði, söng kvæðið, sem einnig er prentað hjer { blaðinu, eftir Þ. G., og hafði Sig- fús gert við það nýtt lag. Að þV; búnu var húsið sýnt, bæði bókasafns' herbergin, náttúrugripasafnið of forn. menjasatnið. Bygging þessa vand- aða húss yfir söfn landsins er mikið og gott framfaraspor, en því er lýst í ræðu bókavarðar hjer á eftir. Ræða .JÓ118 Jakobssouai' hókavarðar. Nú, þegar sú iangþráða stund loks er upp runnin, að hús þetta má kalla fullgert og að *því er komið, að Landsbókasafn íslands getur opn- að lestrarsal sinn til afnota fyrir al- menning, þykir mjer hlýða, að fara nokkrum orðum bæði um húsið og stofnun þá, sem aðallega á að njóta þess, þar sem jeg annars vegar hef þann heiður að vera forstöðumaður þessarar stofnunar og er hins vegar einn þeirra 3 manna, er alþingi 1905 valdi í byggingarnefnd þá, er skip- uð var til aðstoðar landsstjórninni. Jeg skal þá í örfáum orðum minn- ast á tildrög þessarar byggingar og s'ógu hennar. Þegar stiftisbókasafnið árið 1881 skifti um nafn og verustað og flutti (af dómkirkjuloftinu) í hið nýreista al- þingishús, var það víst einróma álit manna, að þá hefði landsbókasafni ísland hlotnast svo mikið húsrúm, að nægja mundi svo mannsöldrum skifti. En bókasöfn vaxa fljótt. Og hver varð raunin áf Sú, að safnið var búið að sprengja af sjer umbúðirnar áður en 20 ár voru liðin frá þeim tíma. Þrengslin voru þegar orðin nokkur, er jeg kom að safninu árið 1895, enda var nokkru áður farið að hreyfa því meðal þingmanna, að þörf mundi vera á sjerstakri bygg- ingu handa söfnum landsins, og var það eitt af áhugamálum Ben. sál. Sveinssonar á hans síðustu þingum, þótt honum eigi auðnaðist að sjá framgang þess máls. Þegar kom fram yfir aldamót, voru þrengslin orð- in svo mikil, að til stór-vandræða horfði. Þannig varð t. d. hin höfð- inglega og ágæta dánargjöf próf. W. Fiskes (f 17. sept. 1904) að liggja í kössum, óupptekin, í 4 ár, þar til nú í vetur, að hún loks varð tekin inn í safnið. Þegar hjer var komið, hreyf- ir stjórnarnefnd safnsins á fundi sín- um 22. nóv. 1904 þessu máli og er það einhuga álit hennar, „að vinda þurfi bráðan bug að því, að koma upp húsi handa safninu, nægilega stóru til frambúðar". Þá er það, að hin nýja, innlenda stjórn vor tekur málið í sína hönd og leiðir það til farsællegra lykta. Á alþingi 1905 ber ráðherra Hannes Hafstein fram frumvarp til laga um stofnun bygg- ingarsjóðs og bygging opinberra bygginga; 6. gr. þess frv. heimilar stjórninni, að byggja bókasafnsbygg- ing úr steini fyrir 160 þús. kr., svo stóra, er nægi iandsbókasafninu og landsskjalasafninu í 50—60 ár, en hýsi jafnframt hin önnur söfn lands- ins, meðan húsrúm leyfir. Alþingi 1905 tók málinu vel, samþykti lög um þetta efni, er öðluðust kgl. stað- festingu 22. okt. 1905, og kaus í sameinuðu þingi báða þáverandi þing- menn Reykjavíkur: bankastjóra Tr. Gunnarsson og landlækni Guðmund Björnsson, og þáverandi 2. þm. Hún- vetninga í byggingarnefnd, til að- stoðar landstjórninni, svo sem gert hafði verið, þegar alþingishúsið var bygt. Hjer skal fljótt yfir sögu far- ið og þess að eins getið, að bygg- ingin var auglýst og tókst að lokum að ná samningum við trjesmíðafje- lagið »Völund«, er tók alt verkið að sjer (bæði stein- og trjesmíði) fyrir IÖO þús. kr. með vissum skilyrðum, er samningur þess við stjórnarráðið ber með sjer. í utanför sinni rjeði svo ráðherra arkitekt Magdahl Niel- sen fyrir yfirmeistara að byggingunni og sendi hann seinna arkitektFr. Kjör- boe hingað til að hafa yfirumsjón með verkinu fyrir sína hönd. Ráðn* ing hr. Magd. Nielsens var mjög heppileg, því að hann hefur sjer- staka æfing og þekkingu í bygging bókasafna um fram aðra menn þjóð- ar sinnar, og þótt oss hafi stundum þótt biðin löng með ýmislegt frá hans hendi, þá er hins að gæta, að alt hefur verið að lokum snildarlega af hendi leyst, enda mun húsið sjálft, útlit þess og stíll, best „lofa meist- arann". Framan af miðaði byggingu þess- ari seint sökum snjóþyngsla og frosta fyrsta veturinn, sem starfað var að steinsmíðinu. Síðar kom og ýmis- legt fyrir, sem olli töfum, vöntun á ýmsum teikningum, þegar til átti að taka, mikill dráttur á sending bóka- skápa frá útlendum verksmiðjum, og að síðustu sein skil á innanstokks- munum, sem hindrað hafa afnot þessa sals um tvo mánuði eftir að öðru var lokið. Umboðsmaður „Völundar" við bygginguna hafði falið hr. trjesmíða- meistara Guðm. Jakobssyni að vera umboðsmaður sinn við bygginguna, en fyrir steinsmíðinu stóð hr. Guðjón Gamalíelsson, fyrir trjesmíðinu stóð Heigi snikkari Thordersen og járn- smíðið annaðist hr. Páll Magnússon. Innanstokksmuni flesta, svo sem borð og stóla o. s. trv., tók hr.Jón snikk- ari Halldórsson að sjer, entrjeskurð hef ur annast trjeskeri Stefán Eiríksson. Ollum þessum mönnum, ásamt um- boðsmanni arkitektsins, Kiörboe, kann jeg hinar bestu þakkir fyrir góða samvinnu og trausta og vel af hendi leysta vinnu. Byggmg og tilhógun. Veggir eru tvöfaldir, ytri veggir úr grásteini, 16” áþykt, innriveggir 9” á þykt, úr Stein- ars-steini (sandsteini), en milli þeirra autt bil, 3 þml. Járnbitar eru íloftinu með Monier-útbúnaði í millibilum. Salur þessi, sem vjer nú erum í, er 27 ál. á lengd og ij ál. á breidd. Sökum hinnar miklu breiddar er yfir honum loft úr steinsteypu með sjer- stakri gerð, er nefnist Hennebique- gerðin, og hefur hún á voru landi ein- ungis verið notuð hjer og í verksmiðj- unnilðunni. Stigarallir erusteinsteypt- ir og tröppurnar múraðar á aðra hlið, 8” inn í múrveggina. Alt er húsið frá kjallaragólfi upp að efra lofti alger- lega eldtraust, 19—20 ál. á hæð. .Miðsfóðvarhihin er í húsinu, svo nefnt „Recks Patent", með hitaleiðslu í öllum herbergjum í sambandi við hitaklefa-kerfi í kjallaranum, er leiðir heitt loft inn í lestrarsalinn, út- lánsstofu og skrifstofur, en dregur hins vegar út óhreina loftið. Alt er húsið 60—70 álnir á stærð. Hyllulengd safnsins er samtals 3800 ál. = ca 95 þús. binda rúm (tæpur þuml. pr. bindi). í safninu var áætlað 1905 um 60 þús. bindi. Ennfr. rúm fyrir um 35 þús. bindi, eða rúm fyrir árl. 1500 binda vexti í 23 ár. Náttúrugripasafnið hefur nú fyrst um sinn til afnota stofusalinn, sem er jafnstór lestrarsalnum. Þegar hann verður tekinn til notkunar fyrir bóka- safnið, verður hyllulengd hans 1800 ál„ er rútnar 45 þús. bindi, með sama reikningi og áður. Með isoobinda vexti á ári yrði safnið 30 ár að fylla hann. Á 53 árum ætti þannig bóka- safnið að fylla alt sitt húsrúm og inni- halda 5600 álna hyllulengd og 140 þús. bindi. En hjer við er það að athuga, að safnið er nú orðið um 70 þús. bindi. Á síðastl. ári hafa bæst við það 3000 bindi frá prestaskólanum, frá læknaskólanum liðlega 500 bindi og dánargjöf Fiskes 2500 bindi, samtals yfir 6000 bindi, (jeg hef enn eigi haft tíma til að innfæra og merkja leyf- arnar sökum flutnings og röðunar). Með ársviðbótinni 1906 og 1907 mun því láta nærri, að safnið hafi nú að geyma um 70 þús. bindi og því rjettara að áætla að eins 15—20 ár, þar til náttúrugripasafnið verður að víkja, og þar aí leiðandi 45—50 ár þar til alt húsrúmið er fylt. Kostnaður. Samkv. uþplýsingum, sem hr. arkitekt Kjörboe hefur góð- fúslega látið mjer í tje, hefur húsið sjálft kostað kr. 184,600. Til inn- anstokksmuna hafa gengið þær 38 þús. kr„ sem alþingi 1907 veitti í þessu skyni. Samtals er það 222,600 kr. — 24,600 kr. yfir hina upphaflegu áætluðu upphæð, en í aðra hönd: kjallari undir öllu húsinu, granit í tröppum og portal, Hennebique-loft og tvöfaldir veggir. Tvær aðrar fjárveitingar, sem al- j þingi 1907 veitti landsbókasafninu, voru kr. 2000 til flutnings á safninu úr þinghúsinu í bókasalnsbygginguna og 2000 kr. til bókbandsáhalda. Af hinum fyrri 2000 kr. hefur safnið ein- ungisnotað liðugan lU, eðakr. 531,34, en bókbandsáhaldakostnaðurinn hef- ur aftur á móti íarið 43 kr. 57 au. fram úr veitingu, sem stafar af hinni stórkostlegu verðhækkun áöllum bók- bandsáhöldum síðastl. ár(20 %>). Aðöðr- um kosti hefðu einnig nokkur hund- ruð sparast á þessum lið. Vatnsveita, þvotlastaður. Þess skal getið, að þar sem vatnsveita Reykja- víkurbæjar er enti ókomin á, þá vant- ar einnig enn allan útbúnað til þvotta og ræstingar m. m. inn af fordyr- inu hjer niðri, en sá kostnaður er óumflyjanlegur vegna þeirra, er lestr- arsalinn sækja. Garður og girðing. Annan galla skal einnig nefna, sem bráðlega þarf að verða bót á ráðin. Flestum, sem hingað koma, mun verða starsýnt á, hvernig hjer er umhorfs úti fyrir. Engir, sem ráð hafa á að kaupa dýr- indis gimstein, telja eftir sjer að verja nokkru fje til umgerðar um hann. Hús þetta er gimsteinn, en umgerð- arlaus enn sem komið er. Girðing fyrir framail húsið er bráðnauðsyn- leg, helst með litlum garði, svo að húsið geti notið sín. Auk þess ligg- ur hjer umhverfis stór og dýr land- sjóðslóð, sem sjálfsagt er að verja fyrir auðn og ágangi. Hús þetta er dýrt — þó eigi dýr- ara en svo, að verð þess mun fylli- lega þola samjöfnuð við aðrar opin- berar byggingar og það verða ó- dýrara en þær (Isl. banki um 6 kr. ten.al.; alþingishúsið um kr. 5,81 ten.al.; Landsbankinn kr. 5,15 ten. al., eftir því sem jeg kemst næst, en bókasafnsbyggingin kr. 4,80 ten.al), og þótt allur kostnaður við það o. fl. því tilheyrandi færi upp í 240 þús. kr. eða 3 kr. á hvert manns- barn á landinu, þá er það líka í sjer- stökum skilningi þjóðarinnar hús framar öllum öðrum byggingum, jafn- opið háum sem lágum, ríkum sem fátækum, hverju mannsbarni á land- inu, sem fræðslu vill þar leita og getur það. Að sfðustu skal jeg taka það fram, að bygging þessi markar nýtt tíma- bil í byggingarsögu íslands; gleði- legt, að geta sagt það, að vegleg- asta og vandaðasta steinhús þessa lands er bygt eingöngu af íslending- um, undir forstjórn ísl. manna; því nær hvert handtak er íslensktá húsi og munum. —7 Vonandi, að landsjóður hætti að byggja nokkra opinbera byggingu úr trje. Stjórnarnefnd landsbókasafnsins. Því nær samtímis vistaskiptum þeim, sem þetta safn hafði, skeði önnur mjög þýðingarmikil breyting á fyr- irkomulagi þess, er alþingi samþykti lagafrumvarp það, er ráðherra vor lagði fyrir það um stjórn safnsins. Lög frá 22. nóv. 1907. Við árs- byrjun 1908 fluttist starf það, er stjórnarnefndin hatði frá byrjun haft, yfir í hendur landsbókavarðar. Við þetta tækifæri finn jeg mjer skylt, í natni þessarar stofnunar, að' þakka þeím mönnum, lífs og liðnum, sem átt hafa sæti í þessari nefnd, fyrir öll þau mörgu og þörfu verk, sem þeir hafa unnið — ætíð endurgjalds- laust — í þarfir safnsins; nægir að tilnefna af núlifandi mönnum M. landshöfðingja Stephensen, er í nefnd- inni sat í 15 ár (1871 —1886), og er nú einn á lífi sinna samnefndarmanna, prestaskólakennara Eirík Briem, sem var meðlimur og gjaldkeri nefndar- innar frá 1886 og til ársbyrjunar 1908, að jeg tók við fjárhag satns- ins, eða í meira en 20 ár, og adjunkt Pálma Pálsson, sem um því nær 20 ár hefur verið við safnið riðinn, fyrst sem aðstoðarbókavörður (til ársloka 1905) og síðan sem meðlimur stjórn- arnefndarinnar og formaður hennar. Þá vil jeg. leyfa mjer að þakka hæstv. ráðherra fyrir nýmæli þau, sem hann hefur fram borið á þingunum 1905 og 1907 safninu í hag, sem og öll afskifti hans af þessari stofnun frá því hann varð æðsti valdsmaður vors lands. Sömuleiðis undanförnum þingum fyrir ríflegri útlát til safnsins en áður hefur verið, og nú síðast hv. neðri deild, að hún hefur samþykt tillögur mínar, er stjórnin tók upp á tjárlögin, um 6000 kr. á ári á næsta fjárhagstímabili til bóka og handrita- kaupa (einungis fyrir þau 2 ár) og • hækkun á spjaldskrártillaginu um 300 kr. á ári sem sárabætur fyrir það, að safnið hefur eigi getað hag- nýtt sjer hinn veitta styrk um nokk- ur undanfarin ár. Ef jeg væri ekki hræddur um að á mjer kynni að sannast, að „leiðir verði langþurfa- mennirnir", þá mundi jeg sterklega leggja til að alþingi veitti nú, helst á fjáraukalögum, 5—700 kr. til út- vegunar á svo nefndu „Card Cabi- net" eða spjaldaskáp, svo að hægt væri að raða spjöldum þeim og nota þau, sent þegar eru skráð, í stað þess að geyma þau í pökkum og pappa-öskjum, eins og nú á sjer stað. Góð skrásetning margfaldar notagildi hverrar bókar; óskrásettar bækur eru sem ’nulinn fjársjóður. Jeg fór í fyrra fram á að fá nokkra upphæð af ó- eyddu spjaldskrárfje frá 1907 til kaups á þessari hirslu, en það þótti eigi heimilt með því að í fjárlögunum var upphæðin veitt til samningar spjaldskrár. Mundi reyna að leggja þetta fje út af áhaldakontó safnsins, ef hægt væri, en sje eigi fært, því fyrst af öllu er að reyna að rjetta svo. við fjárhag safnsins, að það vaði

x

Lögrétta

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Lögrétta
https://timarit.is/publication/196

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.