Lögrétta - 30.06.1909, Síða 3
L0GRJETT A.
131
Tekjur landsímans 1. ársfjórðung 1909.
Símskeyti innanlands:
Almenn skeyti .
V eðurskeyti .
Símskeyti til útlanda:
Almenn skeyti .
Veðurskeyti . .
Símskeyti frá útlöndum
Símasamtöl ....
Talsímanotendagjald
3409.70
1200,00 4609,70
1730,42
312.47
Viðtengingargjöld og einkaleyfisgjald
Aðrar tekjur........................
20,42,89
1098,76 Kr. 7751,35 (3598.04*)
7990,40 ( 3946,85)
i727.95 1 2370,76)
500,00 í ' '
647,80 ( 397,46)
Samtals kr. 18617,50 (10313,01)
Reykjavík 26. júní 1909.
O. Forberg.
*) 1. ársfjórðungur 1908.
til þess að ljetta syndapokann á herð- ;
um „húsbóndans".
Fjarstæða ein er það hjá ísaf., að
ekki hefði verið gerlegt að setja
annan mann við hlið Tr. G. í bank-
anum, að hann mundi ekki hafa þolað
það. En mátti hann þá ekki segja
af sjer starfinu, ef honum hefði fund-
ist þetta óþolandi, — sem annars er
ekki svo hætt við að orðið hefði?
Hann hefur stjórnað bankanum hing-
að til með tvo gæslustjóra við hlið
sjer, svo að tngin ástæða var til að
óttast vandræði af því, þótt fjórða
manninum væri bætt þar við.
Einum svartasta skugganum yfir
þessa ráðherra-athöfn kastar einmitt
það, að Tr. G. var ekki einu sinni
gefinn kostur á, að segja starfinu af
sjer. Hann var alls ekki látinn vita
af því, að til stæði, að honum yrði
vikið frá, þótt það sje annars algeng
regla, þegar slíkt stendur til, enda
þótt um óvalda menn sje að ræða.
Það er eins og ráðherra hafi ekki
getað neitað sjer um þá ánægju, að
vtkja Tr. G. frá. Og þó er kjarkur-
inn hins vegar svo veill, að hann
lætur ekki birta frávikningarskjalið
fyr en hann er kominn burt frá
landinu.
Þetta er ómennileg aðferð og lítt
sæmandi þeim manni, sem falið er
að fara með vald í nafni heillar
þjóðar.
Það á hjer enn við, sem þingmað-
urinn sagði í vetur um bankarann-
sóknarráðstöfunina, að völd í hönd-
um B. J. væru sama sem opinn voði
í óvita höndum.
Eftirmæli.
Merkiskonan Vilborg Eiríksdóttir
andaðist hinn 17. okt. 1908 að heim-
ili sínu Kotvogi. Hún var fædd 31.
okt. 1834 að Tjörfastöðum á Landi;
fluttist hún þaðan 2 ára gömul með
foreldrum sínum að Litlalandi í Ölfusi.
Er hún var á 9. ári, misti hún móð-
ur sína, en dvaldi svo hjá föður sín-
um á Litlalandi, þar til hún árið 1857
fluttist að Kirkjuvogi í Höfnum, og þar
giftist hún 22. janúar 1858 hinum al-
kunna merkismanni dbrm. Katli Ket-
ilssyni frá Kotvogi, sem dó hinn 13.
maí 1902. í Kotvogi byrjuðu þau
búskap og bjuggu þar í 2 ár, en
vorið 1859 fluttust þau hjón að Hvals-
nesi, en voru þar aðeins 1 ár, og
fluttust vorið 1860 að Kotvogi og
bjuggu þar með rausn og sóma í 42
ár, enda var hún samtaka manni
sínum í allri bústjórn og starfsemi.
Eftir það að hún misti mann sinn,
eða 6 síðustu árin, hafði elsti sonur
hennar aðallega búsforræði með henni,
uns hún hætti alveg við búskap á
næstliðnu vori. Þau hjón eignuðust
7 börn, en af þeim eru 5 á lífi, 3
synir og 2 dætur; 1 son mistu þau
uppkominn og annan á ungum aldri.
Vilborg sál. var fyrirmynd sem
eiginkona, móðir og húsmóðir. Hún
naut og að maklegleikum elsku og
virðingar í sinni sveit, sem ein hin
mikihlæfasta og merkasta kona bygð-
arlagsins. Með mikilli hepni gegndi
hún Ijósmóðurstörfum f Hafnarhreppi
yfir 40 ár. Allir bágstaddir og fá-
tækir, sem nálæg henni voru, leituðu
hennar og áttu, þar sem hún var, ör-
ugt athvarf með framkvæmdarsama
og örláta hjálpsemi.
Kunnugur.
Á Vífilstöðum.
Hjer líður svali fjöllum frá
og fríkka tekur sveitin,
en þó er eins og þrútni brá,
er þennan lít jeg reitinn;
því hjer er sem jeg horfi á val,
er helja laugar blóði. —
Á velli þessum vígi skal
þó verja’ af dug og móði.
Hvað er vort þyngsta þjóðarböl?
Hvað þjáir fólkið sárast?
Hvað veldur tíðast kröm og kvöl
svo kærleiks-augun tárast?
Það er án vafa veikin sú,
sem veldur hvítadauða.
Því hefjum allir hendur nú
og heftum árás nauða.
Og hjer skal reisa hælið það,
sem hjálp má besta veita,
því hingað á hinn hreina stað
mun hópur þjáðra leita.
Hjer veitist svölun særðum lýð
í sólarblænum þýða,
og drjúpi líknardöggin fríð
þeim dauðans sem að bíða.
Hvert kærleiksverk, sem unnið er,
mun ávöxt bera sfðar;
þess sönnun full mun finnast hjer
í framrás seinni tfðar. —
Ef viltu þerra þrungna brá
og þú átt gull í hlöðum,
jeg ræð þjer til að reisa þá
eitt rúm á Vífilstöðum.
Pjetur Pálsson.
Reykjavík.
Æskuvlnir og vandamenn trú-
boðskonunnar íslensku frá Kína,
Steinunnar Hayes, biðja »Lögrjettu"
að flytja þeim öllum sínar hlýjustu
þakkir, sem tekið hafa þátt í að
veita henni og manni hennar, dr.
Hayes, góðar viðtökur, bæði hjer í
Reykjavík og á Akranesi, þennan
stutta tíma, sem þau hafa dvalið
hjer.
Til Ameríkn lögðu hjeðan á stað
með „Ceres" á sunnudaginn nokkrir
menn, yfir 20 alls. Þar á rneðal
var Sigurður Sölvason söðlasmiður
með fjölskyldu sína, er heim fluttifyrir
tveimur árum, og mun flest af þessu
fólki áður hafa verið heim flutt að
vestan, en því leist ekki á atvinnu-
útlit hjer nú, þótt tíðin megi heita
einmuna góð bæði til lands og sjávar.
Ringlioltsstræti hefur nú verið
lengt alla leið suður á Laufásveg,
og mun eiga að lengjast síðar norð-
ur að Hverfisgötu, enda væri sú
breyting mjög til hægðar stórum
parti af bænum.
Stúdentar. Úr Almenna menta-
skólanum útskrifuðust í dag:
Skólanemendur: Eink. stig.
Jónas Jónasson .... . I ág.106
Sveinbj. Theódór Jakobsson I. 103
Halldór Kristjánsson . . . I. 102
Kristján Ólafur Björnsson . I. 97
Bjarni Snæbjörnsson . . . I. 93
Þórður R. A. Þorgríinsson . I. 88
Halldór J. Þorsteinsson . . I. 87
Halldór Kristinsson . . .11. 82
Símon J. Þórðarson . . .11. 78
Eiríkur Einarsson . . . .11. 78
Vigfús I. Sigurðsson . . .11. 73
Utanskólanemendur:
Guðmundur Ásmundsson .11. 79
Jón Jóhannesson . . . .11. 77
Marten A. Th. Bartels . .11. 72
Jónas Stephensen . . . III. 62
Þetta er síðasti árgangurinn f skól-
anum, sem próf tekur í grísku.
Frá útlöndnm eru nýlega komin:
Ó Ólafsen konsúll, Guðjón Sigurðs-
son úrsmiður, Guðm. Oddgeirsson
verslunarmaður, frú Kristín Pálsson,
stúdentarnir Alex. Jóhannesson, Ingv.
Sigurðsson og Tr. Þórhallsson.
Ói. H. Johnsen, fyrv. yfirkennari
í Odense, er nýlega kominn hingað
og dvelur hjer í sumar um tíma,
eins og undanfarin sumur.
Haniel Bruun kapt. er hjer nú
staddur, og fer hjeðan í fornmenja-
rannsóknir ásamt Finni Jónssyni pró-
fessor, sem enn er þó eigi kominn
hingað, en fór frá Khöfn upp til
Austljarða.
„Óðinn“. í júníblaðinu er mynd
af Einari Helgasyni garðyrkjufræð-
ingi og 4 myndir úr gróðrarstöð-
inni í Reykjavfk og grein um hana;
upphaf á fróðlegri og skemtilegri
grein um Jökuldal, eftir Jón heit.
Pálsson, sem nýlega andaðist í Reyk-
holti; 2 kvæði eftir Jónas Guðlaugs-
son; rnynd af sfra Jóni Jónssyni frá
Stað og Hringhendur eftir Ben. Guð-
mundsson.
ísland erlendis.
Frá Khöfn er skrifað 13 júní
síðastl.: „Heldur brosa landar hjer
að „ísafold". Hún er að fárast yfir
því að Heimastjórnarmenn sjeu altaf
að skrifa um Björn ráðgjafa í dönsk
blöð. En svo er mál með vexti, að
maður sá sem skrifar lang mest af
íslenskum frjettum í dönsk blöð, er
einmitt blaðamaður við „ísafold",
skrifar þar undir nafninu „Svipall",
en í „Politiken" skrifar hann íslensk-
ar frjettir undir merkinu - n - n. Sá
hinn sami mun og ekki vera óvið-
komandi Hafnarfregnrita blaðskeyta-
sambandsins „ísafoldar", „Ingólfs"
og „Þjóðólfs". Mönnum hjer finnst,
að „ísafold" og Björn ráðgjafi ættu
að hafa betri gætur á sfnum eigin
húskörlum og kenna ekki öðrum
mönnum um þeirra gerðir".
Próf í stjórnfræði tóku nýlega í
Khöfn Georg Ólafsson (gullsmiðs í
Rvík) og Ólafur Björnsson (ráðhefra),
báðir með 2. eink.
Frk. Hulda Hansen, kenslukona
frá Rönne á Bornhólmi, hefur nú
haldið hjer þrjá fyrirlestra um Albert
Thorvaldsen, og heidur hinn fjórða
og sfðasta í kvöld. Hún er alvön
því, að halda fyrirlestra, talar vel og
með glöggum skilningi og áhuga á
efninu. í fyrsta fyrirlestrinum rakti
hún ræturnar að listastefnu Thor-
valdsens og sagði frá æskuárum hans,
alt til þess, er hann varð frægur
myndhöggvari fyrir Jasons-líkneski
sitt. Næst sýndi hún skuggamyndir
af hinum helstu karlmannalíkneskjum
Thorvaldsens og skýrði frá því, hvern-
ig hver um sig hefði hefði orðið til
og, hvernig frægð Thorvaldsens barst
út um heiminn. í þriðja fyrirlestr-
inum sýndi hún helstu kvenlíkneski
Thorvaldsens með skuggamyndum,
og svo ýmsar af greypimyndum hans,
og lýsti hvorutveggja. í kvöld ætlar
hún að tala um listaverk hans í Frú-
arkirkjunni í Khöfn og sýna myndir
af hinum helstu þeirra.
Góður rómur hefur verið gerður
að þessum fyrirlestrum, og aðgang-
urinn að þeim hefur verið svo ódýr,
sem fremst má verða, aðeins 25 au.
á hvern, ef aðgangur hefur verið
keyptur að öllum í einu, en annars
50 au.
Á föstudagskvöldið kemur ætlar
frk. Hulda Hansen að tala um kven-
rjettindahreyfinguna í Danmörku. En
3. n. m. fer hún norður um Iand,
dvelur á Akureyri um tíma og ætlar
að halda þar fyrirlestra um Thor-
valdsen, og ef til vill einnig á ísa-
firði og Seyðisfirði. Hingað kemur
hún aftur sunnan um land 26. n. m.
Þá ráðgerir hún að halda fyrirlestra
um Georg Brandes og ef til vill einn-
ig um atvinnulíf í Danmörku.
82 83
burt, en annar nýr og jainstór settur
upp í staðinn. Hugbjartur hafði með
sigrinum, sem á undan var genginn,
unnið sjer íjett til þess að skjóta fyrst.
Hann miðaði með mikilli nákvæmni
og mældi fjarlægðina með auganu, en
hjelt boganum framundan sjer með
örina á strengnum. Svo stje hann eitt
skref fram, lyfti boganum og dró hann.
Orin þaut í markið, og hitti það innan
við innri hringinn, en þó ekki i mið-
depilinn.
»Þú hefur ekki tekið nægilegt tillit
til golunnar«, sagði Húnbogi og dró
boga sinn. »Annars hefði þetta skot
hepnast þjer betur«. Um leið og hann
sagði þetta, stje hann á blettinn, sem
skotmönnunum var afmarkaður, og
skaut sinni ör til marksins svo fljótt,
og að því er virtist svo athugalaust, að
áhorfendurnir urðu þess varla varir, að
hann liti þangað. Þó stóð ör hans í
skotspæninum, og tveimur þumlung-
um nær miðdeplinum en ör Hugbjarts.
»Látirðu þennan gortara sigra þig,
þá ættirðu skilið að hengjast«, sagði
Ji'ihann prins við Hugbjart.
»Enginn gerir betur en hann getur,
og eigi heldur, þótt hann búist við
hengingu«, svaraði Hugbjartur eins og
áður. »En afi minn fjekk orð fyrir að
vera góður bogmaður.. . .«
»Hvern fjandann varðar okkur hjer
um afa þinn og ætt þina!« sagði prins-
inn og tók fram í fyrir honum. »Skjóttu
nú aftur, þræll, og skjóttu eins vel og
þú getur, — annars skaltu hafa verra
af«.
Hugbjartur stje nú aftur á skotmanna-
blettinn, dró boga sinn og hitti í þetta
sinn alveg í miðdepil skotmarksins.
»Það var fallega gert! Fallega gert,
Hugbjartur!« hrópuðu áhorfendurnir,
því Hugbjartur átti þar marga kunn-
ingja, en Húnbogi var öllum óþektur.
»Alveg í miðdepilinn! Alveg i mið-
depilinn!« kallaði hver til annars.
»Lengi lifi Hugbjartur!« var hrópað.
»Betur getur þú ekki skotið«, sagði
Jóhann prins og leit háðslega til Hún-
boga.
»Jeg ætla samt að reyna að merkja
örina hans«, sagði Húnbogi.
Siðan skaut hann aftur, og var nú
sýnilegt, að hann vandaði sig meira
en áður, enda hitti hann ör Húnboga
svo vel, að hann klauf hana. Áhorf-
endurnir stóðu eins og steini lostnir.
Þetta kom öllum svo óvænt, að þeir
gleymdu að láta aðdáum sína í Ijósi
með ópum, eins og þó var venjulegt.
»Það er fjandinn sjálfur, en ekki nokk-
ur menskur maður«, hvisluðu bænd-
urnir hver að öðrum. »Annað eins
skot og þetta hefur ekki áður sjest á
Englandk.
»Nú bið jeg prinsinn um leyfi til að
setja skotmálið eins og tíðkanlegt er
norður í landi«, sagði Húnbogi. »0g
vel sje hverjum vöskum bónda, sem
reyna vill það skotmál til þess að á-
vinna sjer bros frá þeirri stúlku, sem
hann ann«.
Hann sneri sjer við og bjóst að ganga
burt frá leiksviðinu. »Láttu þjóna
þína gæta mín, prins, ef þjer svo líst«,
mæiti hann. »Ánnars ætla jcg aðeins
að bregða mjer burtu til þess að skera
mjer ör af næstu trjágrein«.
Jóhann prins gaf nokkrum af mönn-
um sinum merki um, að þeir skyldu
elta Húnboga og sjá um að hann stryki
ekki buirt. En mannþyrpingin fór þá
að fussa og sveia, svo að hann tók þá
fyrirskipun aftur.
Hennar þurfti heldur ekki, því Hún-
bogi kom aftur að vörmu spori með
hjer um bil sex feta langa píiviðar-
grein, þráðbeina og litlu gildari en
mannsfingur. Hann fór með gætni að
íletta af henni berkinum og sagði uin
leið, að það væri lítilsvirðandi fyrir
góðar s-kyttur, að bjóða þeim að skjóta
eptir jafnstórum skotspæni og þeim,
sem áður hefði verið notaður þarna.
Sagði hann, að hver sjö ára gamall
drengur ætti að geta hitt svo stórt
mark. »En þann, sem hittir þessa píl-
viðargrein úr eitt hundrað og fimtíu
álna fjarlægð; kalla jeg bogmann, sem
verður væri þess, að heita konunglegui’
bogmaður, og það jafnvel hjá öðrum
eins manni og Rákharði Englandskon-
ungi«, sagði hann, gekk yfir leiksviðið
og stakk þar niður greininni.
»Afi minn var annálaður bogmaður
eftir orustuna við Hastings«, sagði Hug-
bjartur, »og hef jeg þó aldrei lieyrt
þess getið, að hann hafi sett sjer annað
eins skotmark og þetta, enda reyni jeg
mig ekki á því. Ef þessi maður ætlar
sjer að kljúfa greinina þarna, og gerir
það, þá gefst jeg upp fyrir lionum,
því jeg álit, að slíkt geti enginn maður,
nema með djöfulsins hjálp. Enginn
gerir betur en hann getur, og jeg vil
ekki skjóta eftir því marki, sem jeg er
fyrirfram viss 11 m að hMta ekki«.
»Þú ert huglaus rakkk, sagði .Tóhann
prins. »En skjóttu þá, Húnbogi! Hittir
þú þetta mark, þá segi jeg það, að þú
ert einstakur maður. En þú slcalt ekki
hrósa þjer af því fyr en þú hefur sýnt,
að þjer takist það«..
»Jeg skal gera hvað jeg get, eins og
Hugbjartur segir«, svaraði Húnbogi;
»en meira gerir enginn«.
»Siðan dró hann boga sinn, en i
þetta sinn var auðsjeð, að hann vand-
aði sig sem best. TTann reyndi bog-
ann fyrst og setti á hann nýjan streng,
því hinn var farinn að verða slakur.
Svo midaði hann með gætni á skot-
markið, en áhorfendurnir biðu þess
fullir eftirvæntingar, að örin flygi af
strengnum. Og skotmanninum brást
ekki bogalistin; örin klauf pílviðar-
greinina. Þá var lostið upp djmjandi
fagnaðarópi, og Jóhann prins varð svo
lunfinn, að hann gleymdi í bráðina
aliri gremju til Húnboga. »Þessir þrjá-
tíu dúkatar eru þin eign, og eins þetta
veiðihorn«, sagði hann; »þú hefur vel
unnið til hvorstveggja. Og jeg skal
tvöfatda upphæðina, ef þú vilt ganga
i þjónustu mína og í lífvörð minn. Því
aldrei hef jeg sjeð önnur eins tök á
boga og þú hefur, nje aðra eins skot-
hæfni«.
»Fyrirgefðu, herra prins«, svaraði
Húnbogi. »En það heiti hef jeg unnið,
að ef jeg gengi nokkru shmi íþjónustu