Lögrétta

Tölublað

Lögrétta - 15.09.1909, Blaðsíða 3

Lögrétta - 15.09.1909, Blaðsíða 3
L0GRJETTA. 175 Stóra útsalan hjá Th. Thorsteinsson aö Ing'ólfshvoli heldur áfram. <3résanáing JfL S'JL'S l 0 á * f I iá| jBt - sneiöip sjálf pylsur, osta og skinke eftir vild. eMs I*jer hygnu húsmæður! Veitið þessu athygli: Það sparar yður tíma, Það sparar yður ómak og er tvöfalt drýgra á borðinu. ¥ W w Komið og reynið osta, pylsur og skinke, skorið í pylsu- maskínunni í „LIVERPOOL11. Bæjarins stærsta, fjölbreyttasta og besta úrval af: Ostum, Pylsum og Nkínke er ávalt nýtt í & f i i ¥ I © I „Liverpool“ er nýkomin inaskíua. sem ^ flf 4 e f I © Tals. 43. ,Liverpool‘. Tals. 43. f yiltskonar ávextir nýkomnir. f -h *«©*»*—©—*«*©*»>— Smjörverslunin á Laugavegi 22 hefur fengið nú með »Sterling« alveg óviðjafnanlega gott Marg- arine, sem selst afar-lágu verði næstu 5. daga. Þetta er e k k i skrum. Virðingarfylst. Hjörtur F. Fjeldsted. Stúlka óskast í vetrarvist ná þegar, gott kaup. Uppl. í verslun Á. Árnasonar, Hveríisgötu 3. eins og blóðsugur, pína hann sjúkan og plága, eins og kjóar hafa það við veiðnari fuglana. Hans embætt- isbyrði er nógu þung og hans sjúk- dómur er nógu sár, þótt þið aukið ekki á þetta hvorttveggja. Sjúkdómur ráðherrans er alvöru- mál fyrir þjóðina alla. Embættið er svo mikilvægt og vandasamt, að ekki veitir af, að sá hafi alla krafta sína heila, andlega og líkamlega, sem það er falið að rækja. Og umfram alt verður þjóðin að kretjast þess, að sú pólitiska klíka, sem nú umkringir ráðherrann, blandi sjer ekki hina minstu vitund í gerð- ir hans og framkvæmdir, — en lofi honum að starfa í samráði við þá embættismenn, er vinna eiga með honum svo að hann njóti eigin krafta sem allra mest óhindraður, og fái ekki þyngri áfellisdóm en hann á skilið. Alv'óruniaðnr. Skríí yflr bitlinga og annað góðgæti, sem hinn »valdalystarlausi« meirihluti hefnr tekið til sín á fyrsta þingi. 1. Ari Jónsson varð bankaráðs- maður og fær fyrir um 1700 kr. á ári, og aðstoðarmaður í stjórnarráð- inu, og fær þar 1500 kr. 2. Ben Sveinsson endurskoðari við landsbankann — 750 kr. á ári. Auk þess fjekk hann til brúar yfir Sandá, í fáfarnasta hreppi landsins, 10,000 kr. 3. Bjarni Jónsson verslunarráða- nautur frá 1. ág. þ. á., og að minsta kosti næsta fjárhagstímabil, og fær fyrir það alls 29,000 kr. — En þar af gengur víst töluvert til að borga með skuldir, sem ráðherra og aðrir flokksmenn hans ábyrgjast. 4. Björn Jónsson ráðherra með 15,000 kr. árslaunum, að meðtöldum formannslaunum bankaráðsins og risnufje, sem hann ekki brúkar í því skyni. Sem aukagetu má nefna nokkurra mánaða veru í Danmörku á landsins kostnað. 5. Björn Kristjánsson er væntan- legur bankastjóri með 6000 kr. árs- launum. Auk þess er hann „privat- sekretæri" ráðherra og siglir með honum á landsins kostnað. 6. Hannes Þorsteinsson endurskoð- unarmaður landsreikninganna með 400 kr. á ári. Sem forseti tekur hann ritstjórn alþingistfðindanna og ávísar sjer fyrir það fram undir IOOO kr. 7. Jón Þorkelsson fær 2500 kr. fyrir að semja rit um þjóðrjettarstöðu íslands, og fjekk veittar 800 kr. ár- lega til aðstoðar við forngripasafnið, og er sú staða ætluð syni hans. 8. Kristján Jónsson tekur að sjer sem forseti ritstjórn þingtíðindanna fyrir góða borgun. Sennilega lætur honum það betur en að lesa próf- arkir af dómasafninu, sem ekki hefur komið út nú í full tvö ár. Auk þess á sonur hans, nýskroppinn frá exa- mensborðina, að fá annaðhvort auka- kennarastöðuna við lagaskólann, eða aðstoðarmannssýslan á íslensku stjórn- arskrifstofunni ytra, með 1600 kr. launum, hvort sem honum geðjast betur, þeim unga manni. Síðari staðan losnar í haust. 9. Magnús Blöndahl hefur verið kosinn bankaráðsmaður með um 1700 kr. árslaunum. 10. Sigurður Gunnarsson hefur ekki fengið neitt sjálfur ennþá, svo menn viti. En handa tengdasyni sínum útvegaði hann setningu í prestaskóla- kennarastöðu, sem hjáverk við vanda- samt aðalstarf, og 1200 kr. í laun fyrir það á ári, líka sumarmánuðina, meðan ekkert er kent. 11. Skúli Thoroddsen ljet sjer nægja með óskiljanlega lítið handa sjálfum sjer, einar 400 kr. á ári fyrir endurskoðum landsreikninganna, en til uppbóta ljet hann búa til alveg óþarft læknishjerað handa tilvonandi tengdasyni sínum, og má landsjóði blæða fyrir það 1500 kr. árlega. Hinir valdalystarlausu mennirnir hafa, að því er sjeð verður, ekki fengið ennþá neitt handa sjálfum sjer, eða sínum, en handa kjördæm- um sínum hafa þeir fengið ýmsa bita, svo sem til að festa þá í sessi. 12. Björn Sigfússon, sem mest blaðrar um sparsemi, fjekk veittar gegn öllum fyrri reglum 5000 kr. til kaupstaðarvegar út á Hvamstanga. Þá átti hann það að þakka meirihluta- stöðu sinni, að hann fjekk Kornsá keypta fyrir gjafverð. 13. Gunnar Ólafsson fjekk 12,000 kr. til Skaftárhraunsvegar, sem fáir fara um. Það er og í almæli hjer í bænum, að víkja eigi frá bókaranum við landsbankann og Gunnar eigi svo að öðlast þann bita. 14. Hálfdán Guðjónsson fjekk a- samt Kornsár-Birni fjelaga sínum hinn alræmda Hvammstangaveg, og auk þess fengu þeir styrkinn til Blöndu- óss-skólans, sem bygður var „i trássi við guð og góða menn“, hækkaðan um 2400 kr. árlega. Minna þóttust þessir sparnaðarmenn ekki geta kom- ist af með. 15. Jens Pálsson Garðaguðsmaður var ásamt Birni Kr. svo frekur, að láta hækka styrkinn til Flensborgar- skólans um 3500 kr. árlega, svo að þessi skóli, sem hann og fjelagar hans rússa með, er nú alveg kostað- ur af landsfje. 16. Sigurður Hjörleifsson fjekk með ofurefii flokksins komið því til leiðar, að ein besta jörð landsins, Kjarni, var seld kjördæmi hans fyr- ir gjafverð, þrátt ofan í skýlaus mót- mæli hreppsnefndar þeirrar, sem átti forkaupsrjett til jarðarinnar að lög- um. 17. Sigurður Stefánsson ljet setja upp unglingaskóla í kjördæmi sínu með 2500 kr. tillagi úr landsjóði ár- lega. Ljet bæta við nýju læknis- hjeraði, þar sem hann er búsettur, en gætti þess þó, að láta sitt eigið býli heyra undir ísafjarðarkaupstað, þar sem búast má við að ávalt sje góður læknir. En hinir bæirnir í sóknum hans mega hafa lakari lækni. 18. Þorleifur Jónsson var ekki feiminn, þó nýgræðingur væri á þingi. Hann ljet veita sjer 10,000 kr. til brúar yfir Laxá í Hornafirði, svo að hann gæti rekið fjenað sinn yfir brúna og þyrfti ekki að væta hann1). Þessi piltur verður efnilegur með tímanum. Þeir fáu þingmenn, sem eftir eru úr flokknum, hafa að því er virðist engan bita fengið, enda eru þeir flestir nýir, og sumir þeirra svo sjálf- stæðir, t. d. Jón á Hvanná og Jón á Haukagili, að þeir voru í litlum hávegum hjá höfðingjunum. Aðgœtinn. „Beskjrtteren“ fór hjeðan í fyrra dag alfarinn, en hefur verið hjer til strandgæslu öðru hvoru í sumar. Ekki kvað ráðherra okkar hafa sýnt yfir- mönnum skipsins neina viðurkenn- ingu um það, að neinuleyti, aðhon- um þætti nökkurs um vert starf þeirra, jafnnauðsynlegt og það þó er land- inu. Hann hefur aldrei boðið þeim til sín, ekki svo mikið sem boðið þeim einn vindil. Ráðherra hefur þó 2000 kr. í risnufje af landsjóði, fje, sem beint er til þess ætlað, að hann haldi uppi virðingu landsins með 1) Þorleifur hefur lýst því yfir ( einhverju blaðinu ekki alls fyrir löngu, að fleiri hafi dálítil not af þessari brú, en hann einn. sómasamlegum viðtökum viðþámenn, sem honum er sjerstaklega ætlað að taka á móti fyrir landsins hönd. Kenni hann veikindum sínum um, þá er því þar til að svara, að hann hefði geta lagt fyrir landritara, að koma þarna fram í sinn stað og nota eitt- hvað af því fje, sem veitt er f þessu skyni. Cook og Peary. Frá Khöfn er símað 10. þ. m.: „Peay sakar Cook harðlega um svik. Menn, sem vit hafa á, treysta þó „Cook“. Smjörsalan. Símskeyti 14. þ. m. frá konsul G. Davidsen í Leith tilkynn- ir, að smjör það, sem sent var með e/s „Ceres“ 7. þ. m., hafi alt selst fyrir 97—100 sh. pr. Centw., að öll- um kostnaði frádregnum. Herra J. V. Faber & Co. í New- castle símar 14. þ. m.: „Smjörið, sem sent var með e/s „Ceres", kom hingað í dag og er þegar selt. Verðið varð 4 til 5 krónum hærra en síðast fyrir hundrað pundin. Markaðurinn er fastur". 128 125 »Þegar þú, jungfrú Róvena, ert orðin heitmey mín, þá dirfist enginn að gera frænda þínum og fósturbróður neitt mein hjer inni. En með ást þinni verður þú að kaupa honum vernd. Jeg er ekki svo barnslegur í hugsunar- hætti, að jeg fari að halda verndar- hendi yfir manni, sem jeg veit um, að eftir á mundi ræna mig hamingju- vonum mínum. Látirðu að óskum mínum, þá er hann óhultur, en neit- irðu þeim, þá er hann á valdi Regin- valds og innan skams örendur, en þú sjálf ekki írelsinu nær en nú«. »Jeg heyri það á málrómi þínum, að ásetningur þinn er ekki eins vondur og orð þín«, sagði Róvena. »Teldu þjer þá trú um það«, svaraði Breki, »þangað til tíminn sýnir þjer, að það er misskilningur. Unnusti þinn liggur særður hjer í kastalanum. Hann er eigandi að Hlújárnsljeninu, sem Reginvaldur hefur sótt mjög fast að fá. Nú þarf ekki nema eina hnifs- stungu til þess að tryggja Reginvaldi ljenið. Ef þú hugsar þjer, að Regin- valdur hræðist afleiðingarnar af öðru eins verki, þá er líka til önnur leið. Hann þarf ekki annað en að fá lækni sinn til þess, að gefa honum rangt meðal, eða þjóninn eða þjónustustúlk- una, sem gætir hans, til þess, að láta fara öðru vísi um hann en fyrirskipað er, — þá er Ivar frá. — Og svo er Siðríkur —«. »Já, Siðríkur fóstri minn«, sagði Ró- vena og greip íram i fyrir Breka. »Honum hefði jeg ekki átt að gleyma af umhugsun um son hans«, »Það er líka undir þjer komið, hvað gert verður við Siðrik«, sagði Breki. »Þú skalt sjálf dæma hann«. Kjarkur Róvenu var þrotinn, og Breki fór þá að hughreysta hana og sagði, að enn sem komið væri þyrfti hún ekkert að óttast. En í því heyrð- ist hornablásturinn úti fyrir hliðinu, sem áður hefur verið lýst, og truflaði bæði máltíð þeirra Siðríks og Aðal- steins og fyrirætlanir Reginvalds í fangaklefanum hjá Gyðingnum. En Rreki var nærri feginn trufluninni, því tal hans við Róvenu var komið inn á þann rekspöl, að honum fanst jafn- ógerlegt fyrir sig, að halda kröfum sínum fram, eins og að falla frá þeim. XXIV. Meðan þessu fór fram, sem nú hef- ur verið lýst, gerðust aðrir atburðir í herbergi því, sem Rebekka hafði ver- ið færð inn í. Það var turnherbergi, og hafði hún verið flutt þangað af tveimur af þeim mönnum, sem verið höfðu í ránsförinni um nóttina. Her- bergið var lítið og í þvi sat fyrir, þegar komið var með Rebekku, gömul, norn- arleg kerling, spann á snældu og raul- aði gamalt, engilsaxneskt lag. Hún leit upp, þegar Rebekka kom inn, og gaut til hennar illum augum. »Þú átt að fara hjeðan, kelli min«, sagði annar af mönnunum. Húsbónd- mina en um limi mína. Píndu mig svo mikið sem þú viltl Jeg gef þjer ekkert silfur, nema jeg gæti helt því bráðnu ofan í kverkar þjer. Nei, nei, Nasarei, — þú færð ekkert hjá mjer, og fengir ekki, þótt jeg gæti með því leyst þig frá þeim eilífu kvölum, sem þú hefur verðskuldað. Deyddu mig, ef þú hefur ánægju af þvi, og þú skalt sjá, hvort Gyðingurinn ber sig altaf eins illa og þið Kristsmennirnir látið«. »Við skulum reyna«, sagði Regin- valdur. »Þú skalt fá að þola þær verstu pislir, sem til eru. — Klæðið þið hann úr fötunum, þrælar, og bindið þið hann við járnstengurnar«. Gyðingurinn reyndi að verja sig, en samt tók það stutta stund fyrir þræl- unum, að ná honum úr ytri fötunum. Svo fóru þeir að bisa við að koma honum úr nærfötunum. En þá var alt í einu blásið i horn ú.ti fyrir kast- alahliðinu, og heyrðist það glögt niður i klefann. Rjett á eftir var kallað af mörgum uppi í kastalanum á Regin- vald riddara. Hann vildi ekki, að komið væri að sjer þarna niðri, benti þrælunum, að þeir skyldu sleppa Gyð- ingnum og fá honurn aftur fötin, lauk upp hurðinni, fór út, kallaði á þræl- ana með sjer og lokaði svo klefanum. ísak varð þar aftur einn eftir. XXIII. Stofan, sem jungfrú Róvena hafði verið færð inn í, var töluvert skreytt. En óflmlega var því skrauti fyrir komið. Þó bar allur útbúnaður herbergisins vott um, að betri meðferð átti að haía á henni, en hinum föngunum. Þetta hafði áður verið herbergi konu Reginvalds, en hún var nú fyrir löngu dáin, og merkin um veru hennar þar voru nú orðin fá eftir. Veggtjöldin voru víða rifin, en sumstaðar upplituð af sólarljósinu. Samt var nú ekki annað herbergi til í kastalanum, er talið væri betur til þess liæft, að bjóða Róvenu. Hún var skilin þar ein eftir, meðan riddararnir sátu á ráðstefnu og gerðu um það sín á milli, hvern hlut hver um sig skyldi hreppa af ránsfengnum. Þeir Reginvaldur, Breki og Brjánn áttu um þetta langt viðtal, áður þeir gætu orðið allir á eitt sáttir. Tilræðið var upphaflega gert fýrir Breka, og átti hann nú að bera það úr býtum, að fá Róvenu fyrir eigin- konu. En komið var fram á miðjan dag áður hann væri til þess búinn, að ganga fram fyrir hana og bera upp erindið. Reyndar stóð ráðstefna þeirra riddaranna ekki svo lengi yfir. En Breki þurfti þar á eftir langan tíma til þess að búa sig sem best. Hann klæddi sig úr grænu fötunum og í skrautkápu, ljet skrýfa liár sitt og rak- aði sig. En innan undir kápunni var hann í fögrum kyrtli, er náði niður á miðja leggi og haldið var saman með gullsaumuðu belti, en í því hjekk sverð hans. Skórnir voru afarlangir, að þeirra tíma tísku, og undnir upp að framan eins og hrútshorn. Hann hafði hvirfilhúfu á höfði úr silkiflosi. Þegar hann kom inn i herbergið til

x

Lögrétta

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögrétta
https://timarit.is/publication/196

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.