Lögrétta

Issue

Lögrétta - 06.10.1909, Page 2

Lögrétta - 06.10.1909, Page 2
187 L0GRJET'! A. Tr. G-unnarsson bankastjóri. Þess er áður getið hjer í blaðinu, að Tr. Gunnarsson var einn af þeim, sem ráðherra hafði úr að velja í bankastjórastöðurnar nýju. Lögr. heíur fengið að sjá umsóknarskjal Tr. G. og leyfi til að birta það. Ástæðurnar, sem hann færir því, að hann vilji halda áfram störfum við bankann, eru allar rjettmætar. Af- setning hans verður ekki rjettlætt með neinu. Hún er heiftarverk, gert í óvirðingarskyni við ágætis- mann. En hún verður, og er orð- in, ráðherranum til óvirðingar, en ekki Tr. G. Ráðherra sýndi það líka í sumar, að hann annaðhvort var hræddur við afleiðingarnar af þessu verki, eða skammaðist sín fyrir það, þar sem hann ljet ekki birta Tr. G. afsetningarskjalið fyr en hann sjálfur (ráðherra) var kom- inn út á haf. Til þess að koma þessu verki fram, hefur ráðherra hvorki hikað við að leggja gjaldabyrði á landsjóð nje heldur að traðka hagsmunum bankans, því það er ómótmælanlega rjetti- lega fram tekið, sem Tr. G. segir í umsóknarskjali sínu hjer á eftir, að skuldum bankans er ver borgið eftir að hann fer frá honurn. Umsóknar- skjalið er svohljóðandi: „Með brjefi þessu leyfi jeg mjer að sækja um bankastjórastöðuna við Landsbanka íslands. Það, sem hvetur mig til að gera það, er eftirfylgjandi: 1. Að jeg vil spara fje landsins og ekki vera ómagi landssjóðs, heldur vinna sjálfur fyrir mínum þörfum meðan heilsa mín er góð. 2. Aðjegvil eigi flýja af hólmi þegar mest á reynir, en nú er einmitt sá tími fyrir bankanum, sem mest reynir á að bjarga inn lánum, sem upp- haflega voru vel trygð, en eru nú sum komin í hættu vegna skulda- basls almennings, fyrir húsabyggingar og tap á sjávarútvegi og land- búnaði næstliðin ár og þó einkum vegna óráðs og eyðslusemi lántak- enda. Til þess að bjarga skuldum er nauðsynleg lægni og þekking á efnahag manna, en jeg held að örfáir menn hjer á landi sjeu kunnugri en jeg efnahag margra hjer í Reykjavík og víða á landinu, þar sem jeg nú í nær því 40 ár hef kynst viðskiftum við menn í stórum stíl, bæði við stóra verslun og bankastörf. Jeg verð því að hafa þá skoðun, að bankinn missi meira af skuldum, ef ókunnugir menn eigi að innheimta þær, heldur en ef kunnugir gera það. 3- JeS þykist hafa kröfu til þess, að fá uppreisn fyrir órjett þann, sem mjer vargerðurmeð skipunrannsóknarnefndarábankann og afsetningufrá stöðu minni án ástæða. Jeg verð að lfta svo á, að svo hafi verið, þar sem engin ástæða var til færð í uppsagnarbrjefinu til mín, og ekkert er fram komið síðan, sem rjettlætir það. Utan að hef jeg heyrt að elli væri ástæðan, en um hana get jeg og viðskiftamenn bankans borið, fult eins vel og stjórnarráðið. Þó líf entist, mundi jeg ekki sitja leng- ur en jeg fyndi það vera skaðlaust fyrir bankann. 4. Síðan jeg kom til bankans hefur hann aukist svo að efnum og við- skiftum, að mjer virðist það vera sanngjarnt, að jeg væri látinn njóta þess fremur en gjalda. Tryggvi Gunnarsson". Ráðherra hefur fengið að heyra það, ekki aðeins úr mótstöðu- flokki sínum, heldur líka frá flokksmönnum sínum, að framferði hans gegn Tr. G. og landsbankanum er afarilla þokkað. Fyrir þetta lítur út fyrir að hann vilji nú enn hefna sín með nýrri árás á bankann; hann leigir sjer aftur nýja hjálparmenn til hennar fyrir fje úr landsjóði, og er nú svo langt komið, að engum manni ætti að vera vanvirðulaust framar að gerast þý hans í öðru eins máli öujuskipasaraningarnir. Fjárlagabrot. ísaf. helur sagt ósatt. Þeir eru nú loksins komnir út í stjórnartíðindunum. í útdrætti þeim, sem ráðherrablaðið hefur áður gefið af Thorefjelagssamningnum, er mjög farið í kring um sannnleikann, til þess að gylla samninginn f augum al- mennings og breiða yfir gallana, eins °g Lögr. gat til áður. En blaðið hefur gert betur. Það hefur borið fram bein ósannindi um samninginn. Það hefur sagt rangt til um styrk þann, sem fjelaginu er þar ætlaður af landsjóði, enda eru ekki heimild- ir fyrir honum öllum til í fjárlögun- um. Samningurinn er svo hljóðandi: Thorefjelags-samningurinn. 1. gr. Fjelagið skuldbindur sig til að halda uppi strandferðum þeim kringum ísland, sem áskildar eru í fjárlögunum fyrir árin 1910—1911. Fjelagið skuldbindur sig til að halda uppi að minsta kost 20 ferðum á ári milli Kaupmannahafnar og íslands, og að gera ferðaáætlun þeirra 20 ferða að minsta kosti með ráði stjórn- j arráðsins og dönsku póststjórnarinn- ar, og sje þá millilandaferðunum hag- að svo sem framast verður við kom- ið eftir ferðaáætlun þess fjelags, sem j fær danska pósttillagið til millilanda- | ferðanna; þó áskilur fjelagið sjer í j því efni að fá að vita um ferða- áætlun þessa fjelags í síðasta lagi í fyrstu viku desembermánaðar. Loks skuldbindur fjelagið sig til að halda uppi minst 4 ferðum á ári milli Hamborgar, Leith og íslands. Fjelaginu er skylt að afhenda stjórnarráðinu og dönsku póststjórn- inni, er kemur til millilandaferðanna, ferðaáætlun sína til samþykkis í síð- asta lagi 14 dögum eftir að ofan- greind áætlun hefur verið send fje- laginu. 2. gr. Strandferðáskipin. Tvö þeirra mega ekki vera að neinu leyti síðri en gufuskipin Hólar og Skál- holt, sem hafa haldið þessum ferð- um uppi að undanförnu. Hin þriðja skal vera 100—150 smálestir að stærð. Eitt skipið að minsta kosti skal vera nýtt. í tveim skipunum skal vera kælirúm hentugt til að flytja í kjöt og nýjau fisk. Millilandaskipin. Eitt skipið á að vera með kælirúmi hentugu til að flytja í kjöt og nýjan fisk alla þá leið, sem skipið fer, og fari það skip 7—9 áætlunarferðir. Hamborgarskipin skulu taka minst 450 smálestir af flutningi. Fjelaginu er ekki skylt að nota kælirúminí milli landaskipunum, nema sagt sje til fyrirfram kælirúmsflutn- ings fyrir minst 50 kr. fyrsta árið og IOO kr. síðar. 3. gr. Fargjöld og flutningsgjöld skula vera samþykt af stjórnarráði íslands og mega ekki hærri vera, hvorki milli landa nje strandlengis, heldur en samskonar gjöld eru látin vera í samningi þeim, sem gerður var við Sameinaða gufuskipafjelagið um gufuskipaferðir 1908 og 1909. Þessi gjöld mega og ekki hærri vera milli Hamborgar og íslands, en milli Kaupmannahafnar og íslands. Fargjöld og farmgjöld milli tveggja staða má ekki hækka, þó skift sje um skip á leiðinni, en skyldur er þá larþegi að nota fyrsta skip, sem á að fara þangað sem ferð er heitið. Á ferðum þeim milli íslands, Leith og Kaupmannahafnar, sem ræðir um í samningi þessum, skal veita alt að 25 stúdentum og alt að 50 efnalitl- um iðnaðarmönnum og alþýðumönn- um þá ívilnun í fargjaldi, að þeir geti ferðast í 2. farrými báðar leið- ir fyrir sama fargjald og annars er áskilið fyrir aðra leiðina, enda sýni þeir vottorð frá forstjóra íslensku stjórnarráðsskrifstotunnar í Kaupm,- höfn eða þá sýslumanni eða bæjar- fógeta í sýslu þeirri eða kaupstað, þar er maðurinn á heima. Loks skuldbindur fjelagið sig til að flytja innflytjendur til íslands frá Leith fyrirsama fargjald eins og hing- að til hefur verið tekið af farþegum í 3. farrými frá íslandi til Leith. Fjelagið skal koma sjer saman við Sameinaða gufuskipafjelagið um farm- gjaldsgreiðslu fyrir flutninga til og frá viðkomustöðum strandferðaskip- anna, þann veg, að farmgjaldið hækki eigi þótt skift sje um skip. 4. gr. Um flutning á munum til og frá viðkomustöðum strandferða- skipanna og á Hamborgarskipunum, er fjelagið stranglega skuldbundið til að hafa hann eklci í fyrirrúmi fyrir öðrum flutningi, þó að framkvæmda- stjóri fjelagsins eða firma, sem hann á hlut í, eigi sjer arðs von af hon- um, og má framkvæmdastjórinn eigi, hvernig sem á stendur, nota sjálfur meira en í hæsta lagi einn þriðja hluta af farrúmi skips í þessum ferð- um, svo framarlega, sem slíkt veldur því, að neita verður um flutning fyr- ir aðra, sem beiðst hafa flutnings hæfilega snemma. 5. gr. Fjelaginu er skylt að flytja á öllum þeim ferðum, sem getur um í 1. gr., póstflutning allan, brjef og bögla — í millilandaferðunum milli Danmerkur og íslands fram og aftur þó aðeins eftir sjerstökum samningi og fleS?n sjerstöku gjaldi — og ber ábyrgð á öllum póstflutningum með- an hann er í vörslum skipsins, þ. e. a. s. frá því er skipverjar taka við honum og þar til er hann er feng- inn í hendur þjónum póststjórnarinn- ar. Hann skal geyma mjög vand- lega f lokuðu herbergi, nema brjef- kassann, hann skal látinn vera þar, sem allir geta að honum komist. Fje- lagið ber ábyrgð á því tjóni eða þeim missi eða skemdum, sem póst- flutningur kann að verða fyrir sökum þess, að hans er illa gætt. Farist skip eða hlek.kist því á, skal reyna að bjarga póstflutningnum svo, vel sem framast er kostur á og flytja hann til næsta pósthúss. Þurfi mað- ur að fylgja póstflutningi á skipinu sökum þess, hve mikill hann er eða dýrmætur, fær hann ókeypis far bæði fram og aftur, en sjálfur verður hann að sjá sjer fyrir fæði. 6. gr. Póstflutning skal afhenda á skipsfjöl og af samkvæmt skrá og gegn kvittun skipstjóra og hlutaðeig- andi pósteinbættismanns. Sýni við- takandi að póstflutningurinn sje eigi samkvæmur skránni, er afnendanda skylt að rita undir athugasemd þar að lútandi. Þegar eftir komu gufuskips skal flytja póstflutning úr skipi, hvort sem það liggur við land eða fyrir akker- um á sjó úti, til næsta pósthúss, og skal fjelagið bera kostnaðinn af flutn- ingi þeim, nema í Kaupmannahöfn; þar verður póstflutningurinn sóttur. Sömu regium skal fylgja um að koma póstflutningi á skip. 7. gr. Fjelagið skuldbindur sig til að sjá um, að enginn skipverji eða nokkur maður annar flytji með sjer muni, er skylt er að senda með pósti. Sá skal vera skiprækur, er slíkt verður uppvíst um, og greiði að auki Iögboðna sekt. Þó er skip- stjóra vítalaust að flytja brjef um mál- efni skipsins frá útgerðarmönnum þess til afgreiðslumanna og þeirra á milli. 8. gr. Fjelagið skuldbindur sig til að fá íslenska yfirmenn og íslenska háseta á strandferðaskipin, eftir því sem við verður komið. 9. gr. Fjelagið greiðir öll útgjöld, enda bera því öll fargjöld og farm- gjöld. Fyrir allar þær skyldur, sem fje- lagið hefur undir gengist, þar með talinn póstflutning á strandferðaskip- unum og Hamborgarskipunum, fær fjelagið það endurgjald úr landsjóði, er nemur 60,000 kr. —- sextíu þús- und krónum — á ári. En með því að fjelagið hefur eigi tekið að sjer gufuskipaferðir þær milli íslands og Danmerkur, sem styrkur er veittur til, að því undanskildu, er fyr greinir, áskilur það sjer rjett til sjerstaklegs endurgjalds fyrir að flytja póstsend- ingar milli Islands og Danmerkur; um þóknum fyrir póstflutning frá Danmörku verður fjelagið sjálft að leita samninga við dönsku póststjórn- ina, þó er stjórnarráð íslands fúst til þess að mæla með því við stjórnar- ráð innanríkismálanna, að þóknun sú verði hækkuð, sem greidd hefurverið undanfarið fyrir þann póstflutning. Fjelaginu er skylt að sjá um póst- flutning frá íslandi til annara landa (að Hamborg undanskilinni) með þeim skilyrðum, sem til eru tekin í 13. gr. A. 2. tölulið fjárlaga íslands um árin 1910—1911, gegn 6000 kr. -— sex þúsund króna — þóknun úr landsjóði, og á helmingur þóknunarinnar að greiðast I. júlí. og hinn helmingur- inn 31. desember ár hveit. Umsaminn ársstyrkur, 6000 kr., verður greiddur sem hjer segir, hafi fjelagið þá fullnægt skyldum sínum eftir samningi: 6000 kr. í aprílmán- uði, 6000 kr. mánaðarlega eftir það og afgangurinn, 6000 kr., eftir að síðustu ferð í desember er lokið. 10. gr. Hamli ís því, að lokið verði einhverri strandferð og tilhlýði- iegar sönnur eru á það færðar af fjelagsins hálfu, skal ekki draga neitt frá umsaminni ársþóknun. En sannist það ekki, að ís hafi tálmað ferð, sem fallið hefur niður að nokkru eða öllu leyti, eða láti fjelagið eigi mót von fara umsamd- ar strandferðir, Hámborgarferðir éða millilandaferðir rneð kæliskipi, skal það greiða 1000 kr. sekt fyrir hverja ólokna ferð, nema skipi hafi hlekst á, og skal auk þess draga 2500 kr. frá ársþóknuninni fyrir hverja ólokna ferð. 11. gr. Fjelagið gengur að því, að gestarjettur Reykjavíkurkaupstað- ar sje varnarþing í málum, er þeir menn, sem heima eiga á íslandi, eða þá stjórnarráð Islands, kynnu að höfða gegn fjelaginu ýt af samnings- rofi um strandferðirnar, þó því að- eins, að stjórnarráðið láti uppi það álit sit.t fyrirfram, í hverju dæmi ein- stöku fyrir sig, að málshöfðunin sje rjettmæt, og hafi fjelaginu verið veittur kostur á að tjá sig áður um málið. 12. gr. Samningur þessi gildir fyrir árin 1910—1919, að báðum árum meðtöidum, svo framarlega sem fjelagið fullnægir settum skilmálum, og svo framarlega sem hið danska fjárveitingarvald veitir á þessu tíma- bili af hálfu Danmerkur þá póstflutn- ingsþóknun, sem heitin er Sameinaða gufuskipafjelaginu í samningi milli þess, stjórnarráðs innanríkismálanna og stjórnarráðs íslands, dagsettum í dag. Eftir fjárhæðinni 10 sinnum 60,000 kr , er stimpilgjaldið fyrir samning- inn 100 kr., og greiði hvor samnings- aðili helming þess, Samningur þessi er gerður í 2 samritum og fær stjórnarráð íslands og gufuskipafjelagið Thore sitt ein- takið hvort. Samningurinn við Sam. gufu- skipafjelagið. Fjelagið skuldbindur sig til að halda uppi ferðum milli Khafnar, Leith og íslands samkv. uppkasti að ferðaáætlun, sem mun vera uppkast alþingis (þingskj. nr. 679), er gerir ráð fyrir 25 ferðuin milli landa. — Annars eru mörg ákvæði þar eins og í Thorefjel.samningnum, svo sem um það, hvenær fjelaginu sje skylt að nota kælivjelina, um fargjöld og farmgjöld (nema hvað fjelagið má hækka farþegagjald á „Botníu", eða því skipi, sem kemur í hennar stað, upp í allt að 100 kr. á I. farrými og 65 kr. á öðru, fyrir aðra ferð, og 170 og 115 kr. fyrir ferð fram og aptur), um ívilnanir til stúdenta og iðnaðarmanna og innflytjenda, en því þar bætt við, að það á að sýna sömu ívilnun dönskum bændastjettarmönn- um, 10—15. — um skyldur viðvíkj- andi póstflutningi og um ferðahaml- anir eða niðurfall ferða og gjalds- afdrátt þar fyrir o. s. frv. Fyrir ferðir sínar fær fjelagið 40 þús. kr. úr ríkissjóði. í einu atriði er verulegur munur á samningunum, en hann er sá, að í þessum samningi eru ákvæði um það, hvernig farrýmin eigi að vera til fólksflutninga, og eru þau svo hljóð- andi: „Á skipunum skal vera 1. og 2. farrými. Fýrsta farrými skal auk þess fylgja sjerstakt kvennaherbergi. Fyrsta farrými á að geta tekið 30 farþega að minsta kosti, og annað farrými á tveim skipunum um 50, og 3 um 35 farþega". Athugasemdir. í 13. gr. A. 2. tölul. fjárlaganna eru veittar 12,000 kr. hvort ár fjár- lagatímabilsins „fyrir að flytja póst- sendingar með skipum, sem ekki njóta fasts tillags". Af þessu fje ætlar ráð- herra að taka 6000 kr. á ári handa Thorefjelaginu. En fjárlögin banna með berum orðum, að veita þetta fje til skipa, sem njóta fasts tillags, og Thorefjelagið hefvr nú alt fasta tillagið frá íslandi. Tilraunirnar í 5. og 9. greín samningsins, til þess að fara í kringum þetta ákvæði fjárlag- anna, eru svo fjarri öllu lagi, að þær ná engri átt. Jafnvesælt yfirklór er verra en ekki neitt. Ráðherra hefur ekki aðeins í heimildarleysi, heldur þvert ofan í fjárlögin, um þann tíma sem þau ná til, skuldbundið landsjóð til þess að greiða Thorefjelaginu 6000 kr. á ári í 10 ár, alls 60 þús. kr. Hvað segja menn um annað einsf Auðvitað getur þingið heimtað þetta fje af honum aftur inn í land- sjóð, og er skyldugt til að gera það. En hann gerir sjer auðsjáanlega vonir um, að verða einráður á næstu þing- um. Annars er óskiljanlegt, að hann leyfði sjer þetta og því líkt. Og gæti hann borgað þetta, þótt til kæmi, að hann yrði krafinn um þaðf — Það er alls óvíst. En fjárgræðgi mannsins fyrir Thorefjelagið ríður ekki við einteyming, þar sem hann grípur til annars eins og þessa til þess að fullnægja henni. Hafi það verið satt, sem sagt var í vetur, að sonur hans annar ætti að fá 25,000 kr. fyrir að selja landsjóði Thorefje- lagsskipin, — hvað á hann þá skilið nú af fjelaginu, eftir alt það, sem faðir hans hefur gert fyrir það síðan þingi sleitf í samningunum við Sam. gufu- skipafjelagið, sem gerður er af dönsk- um ráðherra, eru fjelaginu sett skil- yrði um það, hvernig farrými eigi að vera til fólksflutninga í skipum þess. En um þetta er ekki eitt orð í samn- ingi ráðherra okkar við Thorefjelagið. Það getur sent hrossaskip og nauta- skip í allar ferðirnar, sem um er samið við það, án þess að brjóta samninginn. Ákvæðið um varnarþingið í Reykja- vík, sem ráðherrablaðið var að grobba af áður, er einskis virði, eins og frá því er gengið í samningnum. Það er eitt af því, sem blaðið hefur verið látið skýra rangt frá. En því hefur ráðherra látið blaðið bera út ósannar fregnir af samningn- umf Og því hefur hann svo strang- lega haldið samningnum leyndumf Hann mátti þó þegar vita, að hann gæti ekki komist hjá því til lengdar, að birta hann, og að leynimakkið alt yrði þá til þess eins, að spilla fyrir honum og gera sakir hans svartari. ísland erlendis. íslensk lög á að fara að kenna íhaust við háskólann í Khöfn, og er sagt, að það starf sje ætlað dr. Knud Berlin. Norskur konsúll í Reykjavík. Ríkisráðið norska ákvað á fundi 10. september, að gefa launalausa, norska konsúlnum í Reykjavík, O. Olafsson, lausn í náð, en útnefndi jafnframt T. Klingenberg launaðan norskan konsúl í Reykjavík. Hann hefur ver- ið vicekonsúll í norska konsúlatinu í New-York. Trúlofuð eru í Khöfn Pjetur Boga- son stud. med. og frk. Lára Itidriða- dóttir skrifstofustjóra Einarssonar. Dáinn er 9. f. m. Gísli Ólafsson kaupm. í Winnipeg, einhver ríkasti maður Islendinga vestra sagður, fædd- ur 1855 * Landamótaseli í Lljósa- vatnsskarði, en fluttist vestur 1886. Sagður bæði duglegur maður og greindur. Yaldeniar Erlemlsson cand. med. er nýorðinn aðstoðarlæknir á sjúkra- húsi á Jótlandi. Ofurefli, saga Einars Hjörleifsson- ar, kvað koma út í haust í þýskri þýðingu eftir Erik v. Mendelson, blaðamanninn þýska, sem hjer var í fyrra" sumar. Jarðskjálftar. 22. þ. m. voru jarðskjálftar á Suður-Frakklandi Avo miklir, að hús hrundu og skaðar urðu töluverðir af, segir Parísarblaðið „Le Petit Journal" frá 23. f. ni. Einnig höfðu þá verið jarðskjálftar á Sikil- ey og Grikklandi. Jarðskjálftamælirinn hjer sýndi tölu- verðan hristing þennan dag. Á laug- ardaginn var sýndi hann einnig all- mikinn hristing, svo að þá munu ein- hversstaðar hafa verið jarðskjálftar að mun.

x

Lögrétta

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Lögrétta
https://timarit.is/publication/196

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.