Lögrétta

Ataaseq assigiiaat ilaat

Lögrétta - 06.10.1909, Qupperneq 3

Lögrétta - 06.10.1909, Qupperneq 3
L0GRJETTA. 188 Lögrjetta kemur út á liverjum miö- vikudegi og auk pess aukablöð við og við, minst 60 blöð als á ári. Verð: 4 kr. árg. á íslandi, erlendis 5 kr. Gjalddagi 1. júlí. í 31. tbl. sínu reynir »Ingólfur« að sýna fram á, hve dýrt aðflutnings- bannið verði þjóðinni. Hann segir: 1. Víntollurinn og leyfisbrjefa- gjöldin nemi um 300,000 kr. árlega og þá upphæð verði að leggja á aðr- ar vörur, álnavöru og matvöru. 2. Það sje skaði fyrir þjóðfjelag- ið, að missa öll áfengiskaup útlend- inganna. 3. Allir þeir, er vínsölu- og veit- ingaleyfi hafi, virðist eiga heimtingu á skaðabótum, og telur það alls ekki neitt vafamál. 4. Tollheimtumenn muni líka heimta skaðabætur. 5. Aðflutningsbannið stórskaði ís- land sem ferðamannaland. Margir útlendingar, er hjer hafi verið í sum- ar, segi, að þeir muni ekki koma eft- ir að aðflutningsbannið er komið í gildi. Margir hafi atvinnu af því, að fylgja ferðamönnum, hýsa þáog leigja þeim veiðirjett í ám og vötnum. 6. Svo verði því, sem nú er var- ið fyrir áfengi varið í annan óþarfa, því altaf vilji menn hafa einhverja „hressingu". 7. Svo hljóti .skattarnir að koma niður á þeim, sem ekkert áfengi kaupa og hafa ekkert aflögu, geti tæplega varist sveit, því ekki sjeu bindindisvinir lifandi vitund efnaðri en hinir, ekki gangi þeim neitt bet- ur að græða fje. 8. Spurning um, hvar eigi að taka peningana upp í tollinn. Við ofanskráð atriði leyfijeg mjer að gera eftirfarandi athugasemdir. 1. Þegar aðflutningsbannið kemst til framkvæmda, og menn hætta öll- um innflutningi áfengis, þá er það eðlilegt, að fyrst í stað, fyrstu árin á eftir, muni nautn veikra öltegunda — sem eru undir 2:/4°/o áfengisstyrk- leika — aukast að miklum mun, líka mun kaffi- og súkkulaði-nautn vaxa stórum. Þetta játa líka andbanning- ar, sbr. 6. atriði hjer að framan um „hressinguna". En þetta sýnir það, að tolltekjur landsjóðs af þessum vöru- tegundum muni aukast að miklum mun, án þess að á sjeu lagðir meiri skattar eða tollar. Jeg leyfi mjer að halda því fram, að á fyrstu árunum muni alt að helmingi áfengistollsins koma á þennan hátt. Þá er nú af- gangurinn. Hann verður þá svo lítill hluti af tekjunum, að það ætti ekki að verða nein skotaskuld úr því, að fylla það litla skarð, sem þá verð- ur eftir. 2. Hvers vegna má jeg ekki græða fje á því að selja útlendingum og öðrum kjöt af nautgripum, er drep- ist hafa úr miltisbrandi? Magnús dýralæknir bannar mjer það, af því að jeg geti drepið þá á því. Sama er að segja um áfengisvökvann. Menn mega ekki selja útlendingum eða öðr- um áfengi, af því menn eigi á hættu, að drepa þá á því, Atvinnuvegur, sem er bygður á jafnillum grund- velli og áfengisverslunin er, á ekki að þrífast, hunum á að útrýma með öllu. Hann er jafn-óheiðarlegur gagn- vart útlendum sem innlendum og ekk- ert þjóðfjelag á að láta sjer sæma, að nota í almenningsþarfir þær tekj- ur, sem það kann að fá af honum. 3. Þær eru nú mismunandi skoð- anirnar, sem lögfræðingarnir hafa á því, hvort vínsölu- og veitingamenn eigi heimtingu á skaðabótum. Það væri hyggilegra fyrir andbanninga að fullyrða sem minst um það, því þegar að því kemur að úrskurða slík mál, verða vonbrigðin þeim mun minni. Annars er það sennilegt, að 1915 muni þeir verða miklum mun færri en nú, sem við þá atvinnu fást, og þá verða skaðabæturnar senni- lega ekki svo gífurlegar; en það er auðvitað betra en ekki, að ógna kjós- endum og borgurum landsins með þessu, og reyna á þann hátt, að tæla þá út á þá skaðlegu braut, sem and- banningar vilja leiða þjóðina á. 4. Jafnvitlausa staðhæfingu og þessa bjóst jeg ekki við að sjá frá þeim Ingólfsmönnum. Skyldi skatta- ogtollheimtumönnumekkivera hjerum bil sama, hverskonar skattar eða toll- ar það eru, sem þeir eiga að krefja. Þeir munu sennilega fá sín innheimtu- laun jöfn að vöxtum, því ekki gerir maður ráð fyrir, að tekjudálkur land- sjóðsins muni lækka framvegis, sem neinu nemur. 5. Hún hefur nokkrum sinnum klingt þessi amstursbjalla, að ísland yrði ekki lengur ferðamannaland. Þessu er slegið fram eins og mörgu öðru úr þeirri átt, til þess að blekkja og villa mönnum sjónir. í hvaða skyni sækja menn hingað úr fjarlæg- um löndum? Koma menn hingað til þess að drekka brennivín og annað áfengi ? Nei. Jeg held að það sje hreinn og beinn misskilningur. Or- sökin til þess er alveg gagnstæð stefnu andbanninga. Menn koma til þess að sjá land ólíkt flestum öðr- um löndum jarðarinnar; koma til þess að kynnast því og fólkinu, sem bygg- ir það. Koma til þess, þó ekki sje nema um stundarsakir, að ijarlægjast háreysti veraldarinnar, og alt það, sem stórborgalífinu er samfara — og þá er óhætt að telja drykkjuskapinn með. — Fyrir nokkru var hreyfing mikil í Noregi í þá átt, að banna allar á- fengisveitingar á ferðamannagistihús- um upp til sveitanna þar. í tilefni af því voru sendar fyrirspurnir til ferðamannaskrifstofanna í Lundúnum og víðar um það, hvort slíkt mundi hafa nokkur áhrif á aðsókn ferða- mannanna, og var það einróma svar gefið, að það hefði engin áhrif, því ferðamennirnir beygðu sig fúsir fyr- ir þeim venjum, sem væru rfkjandi á þeim stöðum sem þeir ferðuðust um. Þetta er heldur ekki nema eðli- legt og sjálfsagt. En það er ekki að búast við, að andbanningar taki þetta til greina, því það fellur ekki í þeirra „kram". Sum Vesturlanda- gufuskipafjelögin í Noregi hafa nú á síðustu árum bannað allar áfengis- veitingar á skipum sínum og lifa þau þó mestmegnis og aðallega á ferða- mannastraumnum, og reynslan er sú, að það hafa stórgrætt á þeirri ráð- stöfun, og ekki hefur borið á því, að þau hafi kipt úr aðsókninni, síður en svo. 6. Jú, þetta mun jeg nú verða að viðurkenna að nokkru leyti sem rjetta athugum hjá andbanningum. En það er ekki sama hver óþarfinn er. Mað- ur neyðist oft til að líða það, sem er skaðaminna, til þess að losna við það sem verra er; og svo ófyrirleitna álít jeg þá ekki, andbanningana, að þeir ekki muni viðurkenna það með mjer, að aldrei hafi menn legið fyrir hunda-og manna-fótum af kaffidrykkju eða tóbaksnautn, að menn hafi aldrei fyrir þær sakir barið konu sína og börn, fyrirfarið sjálfum sjer og farið með sig og aðra í sjóinn í tugum og hundruðum, aðsú nautn hafi aldreisett fjölda manna á sveit o. s. frv. 7- Þeir, sem ekkert áfengi kaupa, bindindismennirnir, þeir, sem nú borga ekki neitt til landsjóðs í toll af áfengi, þeir segja við andbanningana: Við viljum fúsir taka á okkur byrðarnar með ykkur, við viljum gjalda að okkar hluta líka til landsjóðsins það sem áfengistollinum nemur. í þessu kemur fram ein sú göfugasta hugs- un, og sýnir betur en alt annað, á hve óeigingjörnum grundvelli starf- semi bannmanna er bygð. — Svo slá andbanningar sig til riddara á bindindismönnum fyrir það, að það sjái ekki á, aldrei sjeu þeir ríkir og aldrei gangi þeim betur að græða fje. Þeir, sem hafa unnið fyrir þetta mál, hafa ekki verið þeir mennirnir, sem hafa haft ástæðu til þess að verða efnaðir menn eða getað grætt fje. Það eru alþýðumennirnir, sem eru minni máttar. Svona geta þeir látið, sem velta sjer á gullhrúgum landsjóðs, og þeir sem hirða ágóð- ann af striti fátæklinganna, þeir sem hlaða um sig valköst auðæfa, sem er ágóðinn af sölu ólyfjans þess, sem þjóðin er gint til að kaupa. 8. Þessari spurningu hef jeg svar- að með athugasemdum mínum við 1. atriðið í grein þessari, en vil bæta því við, að andbanningar og aðrir, sem bera kvíðboga fyrir þessari hlið málsins, geta verið alveg rólegir. Það verðui endin skotaskuld úr því, að fylla það skarð, sem ófylt verður, þegar öll kurl koma til grafar. Allur þessi reikningur Ingólfs og staðhæfingar hans um þann kostnað, er af aðflutningsbanninu stafi, er því tóm blekking, og til þess gert, að villa mönnum sýn, og reyna af fá þá til þess að líta á málið frá hlið, sem þeir segja á pappírnum að sje til, en, þegar betur er að gáð, hefur aldrei verið til, — því skaðinn er enginn, þvert á móti, það er vinning- ur, óútreiknanlegur vinningur. Það, sem menn gefa fyrir áfengið, er í sjálfu sjer smáræði hjá öllum afleið- ingunum. Annars finst mjer það vera sann- arlegt og í sjálfu virðingarvert þrek, sem þeim mönnum er gefið, sem veita Ingólfi forstöðu, því. þeir hljóta að vera búnir alvarlega að reka sig á það, að þeir hafi ekkert til brunns að bera í þessu máli, sem staðist getur gagnrýni andstæðinga þeirra. Þeim er alveg óhætt að halda áfram til eilífs nóns upp á það, að í því efni verða þeir altaf að lúta í lægra haldi. Jón Arnason. Brauða-uppbót. Bráðabyrgða-upp- bót úr landsjóði hafa fengið 21. f. m. þessi prestaköll: Hólmar í Reiðar- firði 450 kr., Kálfafellsstaður 400, Olafsvellir 400, Torfastaðir 350, Bæg- isá 250, Lundur 250, Presthólar 250, Svalbarð í Þistilfirði 250, Kálfatjörn 225, Bjarnanes 200, Hjarðarholt 200, Hvammur í Norðurárdal 200, Vellir í Svarfaðardal 200, Dýrafjarðarþing 150, Hestþing 150, Miklholt 150, Sandar í Dýrafitði 150, Staður í Grindavík 150, Suðurdalaþing 160, Mosfell í Mosfellssveit IOO. Hrakningar. Reykdælir voru um miðja síðastliðna viku (á miðvikudag?) á ferð með fjárrekstur suður hingað og ætluðu fyrir Ok og til Þingvalla, en veður var ilt og dimt, svo að þeir viltust og komu loks niður að Hval- firði\ hjeldu svo með reksturinn suð- ur Kjós og þann veg hingað. Hólaskóli var settur i.okt. Nem- endur rúml. 30. Logndrífa var í Skagafirði 4. þ. m., snjóaði töluvert. Reykj avík. irnir Björn Kristjánsson og Björn Sigurðsson. Hæfileikum B. Kr. í þá stöðu er svo vel lýst í ræðu eftir J. Olafsson alþm. í nýjustu þingtíð- indum, B-deild 1341—4 dálki, að B. Kr. gat ekkert að þeirri lýsingu fundið, nje neinn vina hans eða flokksbræðra á þingi. ,Vjer viljnm ráða einir yjir lanði vorn‘. Þessa setningu, sem ráðherra vor sagði í utanför sinni á síðastliðnu vori, hefur ísafold gert að nokkurs- konar einkunnarorðum hans, gefið það í skyn, að hann hafi grafið þau á skjöld sinn og fyrir því, sem þau feli í sjer, vilji hann berjast. Þetta eru falleg orð ogseunilega mun mörgum geðjast þau, og þeir ganga víst út frá því, að þarna sje maður kominn til valda, sem ætli að vinna að því af öllum mætti, að íslending- ar ráði yfir íslandi. En ef gætt er að því, hver það er, sem talar þessi orð, hugsar um það, hver ráðherrann sje, að það sje Björn Jónsson rit- stjóri Ísafoldar, — þá fara margir að efast um að hugsun fylgi máli, í- mynda sjer að þetta sje grima, af því að þeir hafa kynst honum, stefnu- leysi hans og hræsni í mörgum ísa- foldar-árgöngum. Ætlar hann sjer að telja löndum sínum trú um, að hann meini með þessum orðum, að íslendingar eigi að ráða yfir íslandi? Af framkomu hans fyr og síðar getur maður ekki trúað því, og ekki hvað síst af framkomu hans á síð- asta þingi og í forsetaförinni sælu. Sem dæmi má nefna, að alment hafði verið látið í ljósi — og al- mennast á þingmálafundunum á síð- astl. ári — að konungkjörnir þing- menn yrðu feldir úr sögunni. Þetta hafði fráfarandi stjórn tekið til greina og lagt fyrir síðasta þing — en hver stóð fyrir því, að það var eyðilagt? Allir vita, að það var Björn Jónsson. Víða höfðu heyrst raddir um það, að æskilegt væri að íslendingar tækju sjer upp fána, og voru það ekki hvað síst flokksbræður Bjarnar — allir landvarnar- og þjóðræðisliðar. Hvernig fór Björn með það? Hon- um tókst að kæfa það á síðasta þingi. Þó ætlar ísafold oss að skilja þess orð: „vjer viljum ráða einir yfir voru landi", á þá leið, að Björn vilji að þjóðin ráði. Máske ætlast hún til, að það sje skilið á þá leið, að þingið ráði, og væri það ekki nein nýbreytni, því oftast hafa það verið álitin ófrávíkj- anleg lög, sem alþingi hefur sam- þykt og konungur síðan staðfest. En hvernig fer þar? Eitt dæmi má nefna. í fjárlögunum eru veitt laun til við- skiftaráðunauta. Allir, sem skilja ís- lensku, hljóta að skilja það á þá leið, að þetta sje fleirtala — að ráðunaut- arnir verði fleiri en 1. Hvað gerir Björn Jónsson? Hann virðir að vett- ugi lög þingsins, hefur hann ekki nema 1. — Það gerði nú máske ekki svo mikið til, þó hann væri ekki nema einn, svona fyrst í stað, en það sem verra er: hann borgar þessum eina manni það, sem þeir báðir eða allir áttu að hafa! Kærir sig ekkert um skýlaus fyrirmæli laganna! Af þessu má sjá, að hann ætlast ekki til að þjóðin eða þingið ráði — ætlast ekki til að ísiendingar ráði yfir íslandi. Hvað meinar hann þá með orð- unum: „Vjer viljum ráða einir yfir voru landi?" Það liggur í augum uppi. Þau orð sagði hann ekki fyr en hann var orðinn ráðherra. Og þá hefur hann álitið sig sem konung — einvalds- herra. Konungar tala í fleirtölu um sjálfa sig. Eins talar Björn Jónsson, og með þessum fyrgreindu orðum rneinar hannaðeins: „Jeg vil ráða einn yfir mínu landi!" Hann einn vill ráða og lítilsvirðir óskir þjóðarinnar, og metur einskis lög þingsins. Hann — hann einn ræður, en ekki íslendingar og ekki alþingið. Reyndar getur manni ekki sýnst M fjallalindum til Miia, Ðáin er 7. ágúst síðasti. merkis- konan Guðrún Magnúsdóttir, kona dbrm. Jóns Hjörleifssonar hreppstjóra í Drangshlíð undir Eyjafjöllum, nær áttræð. Þau hjón bjuggu allan sinn búskap í Eystri-Skógum, og eru mörgum kunn þaðan fyrir framúr- skarandi gestrisni og hjálpsemi. Fyr- ir nokkrum árum fluttu þau að Drangs- hlíð með syni sínum. Börn þeirra eru: Magnús óðalsbóndi í Klaustur- hó]um, Guðrún kona Þorsteins Jóns- sonar í Drangshlíð, Hjörleifur hrepps- nefndaroddviti í Skarðshlíð, Ólafur búfr. í Eystri-Sólheimum, Gissur búfr. í Drangshlíð og Anna, ekkja Björns heit. Þorlákssonar á Varmá. Kirkjuvígsla. Þórhallur biskup Bjarnarson vígði nýlega nýja kirkju í Grindavík. Hún er reist í Járngerðar- staðahverfi og kemur í stað Staðar- kirkju, semorðin ergömul og hrörleg, en stendur þó enn. Við kirkjuvígsluna var einnig prófasturinn, sjera Jens Páls- son í Görðum. Nýja kirkjan kvað vera lagleg, teiknuð af Rögnvaldi húsgerðameistara, en smíðuð af Tryggva Árnasyni trjesmið hjeðan frá Reykjavík. Mannskaðinn í Arnavfirði. Menn- irnir þrír, sem frá var sagt í næst-síðasta blaði, að farist hefðu þar, voru: Guð- bjartur Sigurðsson frá Austmannsdal, Guðbjartur Markússon og Guðmund- ur Elíasson, báðir frá Skeið í Sel- árdal. Strand. Vjelarskútan „Henny", eign Gísla kaupm. Hjálmarssonar í Norðfirði strandaði 14. þ. m. skamt frá Höfn í Borgarfirði eystra, og verð- ur seld þar. Húsbruni varð á ísafirði 13. þ. m., brann bræðsluhús Tangsverslunar rjett utan við bæinn. Það var vátrygt. Nýjar símalínur. Borgarnessím- inn og Akranessíminn eru nýlega fullgerðir og farið að nota þá. Sjóður Kristjáns IX. Heiðurs- laun úr honum hafa fengið í ár bænd- urnir Böðvar Sigurðsson í Vestur- tungu í Leirársveit og Magnús Gísla- son á Frostastöðum í Skagafirði. Botnvörpnngar við Suðurnes. Frá Gerðum í Garði er sagt, að þar syðra hafi verið góður afli, en botn- vörpuskipin útlendu fast upp við landsteina og spilli veiðarfærum manna svo, að óþolandi sje. Nýir læknar. Læknarnir Andrjes Fjeldsted, í Þingeyrarhjeraði, og J. H, Sigurðsson, í Rangárvallahjeraði, dvelja nú erlendis um tíma, A. Fjeld- sted með styrk, er alþingi veitti síð- astl. vetur. Fyr‘r ^ann þjónar Gunn- laugur Þorsteinsson læknaskólakandí- dat, en fyrir J. H. Sigurðsson Guð- mundur Guðfinnsson læknaskólakandí- dat. Sigvaldi Stefánsson læknaskóla- kandídat er settur til að þjóna Stranda- læknishjeraði. Bæjarstjórnin. Fundur 16. þ. m.: Páli Halldórssyni skólastjóra veitt til ræktunar 8 dagsí. land og Guðna Þorsteinssyni um 1 hektar. Samúel Ólafssyni veitt lausn frá fátækrafulltrúastarfi, en í hans stað kosinn Ámundi Árnason kaupm. Ut af erindi um ýms hlunnindi til barnaskóla Ásgríms Magnússonar, lagði skólanefnd til, að börn í þeim skóla á skólaskyldum aldri fái að njóta sama rjettar til sundkenslu á vori komandi sem börn úr barna- skóla bæjarins, njóta sama rjettar til ókeypis baða í baðhúsinu og fái end- urgjaldslaust afnot leikfimishúss barna- skólans, eins og síðastliðinn vetur, undir umsjón skólastjóra og þannig, að það komi ekki í bága við leik- fimiskenslu bæjarskólans. Bæjarstjórn samþykti tillögurnar með þeirri við- bót, að veiting þessara hlunninda sje bundin því skilyrði, að skólinn íai löggildingu stjórnarráðsins. Ákvörðun um styrk til skólans var frestað. Þessar brunabótav. samþyktar: Á húsi Sigurj. Sigurðssonar í Lækjarg. 10 B. 3896 kr.; húsi Brillouins kon- súls 37476 kr.; húsi Jóns Lúðvígs- sonar í Lindarg. 3263 kr.; húsi Stgr. Guðmundssonar á Frikirkjuv. (kvenna- skólinn) 59,603 kr.; skólahúsinu í Landalcoti 29,372 kr.; húsi H. Haf- steins bankastj. í Tjarnarg. 20,570 kr.; húsi „Völundar" á Laugav. 17 27,791 kr. Um brunamál og byggingar urðu talsverðar umræður, sjerstaklega út af bygging Brillouins konsúls í Fje- lagstúni. Ritstjóraskifti eru orðin við „Reykjavíkina", Jónas Guðlaugsson farinn frá henni, en Jón Ólafsson, áður ritstjóri hennar, tekinn við. Lagaskólinn. Þar er settur auka- kennari kand jur. Jón Kristjánsson, sonur Kr. Jónssonar dómstjóra. Sigvaldi Stefánsson læknir er nýkominn heim úr dvöl í Khöfn, kvæntur danskri konu, Margrethe Mengel-Thomsen. Jurtafæða »Pjóðólfs«. Hann hef- ur verið að skrifa um indverska fakíra nú undanfarandi, og segir meðal ann- ars: „Hinar einu fæðutegundir, sem þeim er leyfilegt að neyta, eru: hrís- grjón, mjöl, mjólk, hunang, sykur og brætt smjör, alt hrein jurtafæða". ísaf. var kölluð „Kirkjublaðið", meðan Einar Hjörleifsson stýrði henní í sumar, en síðan Ólafur ráðherra- kundur tók við henni, er hún kölluð „Barnablaðið". Bankastjórnaruinsækjendurnir urðu alls 14. Átta af þeim voru taldir í 45. töluhl. Lögr., en þessir bættust við: Ingólfur Jónsson versl- unarstjóri í Stykkishólmi, Jón Gunn- arsson væntanlegur samábyrgðarfor- forstjóri, Jón Laxdal fyrv. verslunar- stjóri á ísafirði, Magnús Jónsson lög- fræðingur í Khöfn, Sig. Eggerz sýslu- maður og Þórður Thoroddsen banka- gjaldkeri. Bankastjórar við Landsbankann frá nýári eru þeir orðnir kaupmenn-

x

Lögrétta

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lögrétta
https://timarit.is/publication/196

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.