Lögrétta - 20.10.1909, Blaðsíða 1
Afgreiðslu- og innheimtum.:
ARINBJ. SVEINBJARNARSON,
Lausjavetí 41.
Talsimi 74.
LOGRJETTA
Ritstjóri1
þorsteinn gislason
Pingholtssiræti 17.
Talsími 178.
I. o. O. F. 9010228V2 áríðandi.
Forngripasafnið opið n—12 frá 15 jun.
15. sept.
Lækning ók. i læknask. þrd. og fsd. 12 1.
Tannlækning ók. (í Pólthússtr. 14) 1. og 3.
md. í mán. 11—1.
Landakotsspítali opinn f. sjúkravitj. io1/*
—12 og 4-5.
Islands banki opinn 10—272 og 572—7.
Landsbankinn icv/a—2XI*. Bnkstj. við 12—1.
Lagaskólinn ók. leiðbeining 1. og 3. ld. í
mán. 7—8 e. m.
Landsbókasafnið opið hv. virkan dag kl.
12—3 og 5—8.
Qyí HThAThomsen-
HAfNARSf R-171819 20 21-22 ■ KOLAS • 12- LÆKJART1-2
• REYKJAVIK»
Allskonar
Nýjar vörur
komu nú
með Vestu í
Lárus Fjeldsted,
Yflprjettarmálafœrslumaður.
Lækjargata 2.
Heima kl. 1 1 —12 og 4—5.
Bóka- og pappírsverslun
Arinbj. Sveinbjarnarsonar
Laugaveg 41 -
Talsími 74.
Viðskijtaráðanauturinn.
íslendingar eru að verða mjög frum-
leg þjóð að sumu leyti. Þegar aðr-
ar þjóðir senda sjerstaka fulltróa til
útlanda, hafa þeir æfinlega eitthvert
ákveðið verkefni fyrir hendi. Hið ís-
lenska alþingi og stjórnin veitir mik-
ið fje til fulltrúa í útlöndum ánþess
að hafa nokkra hugmynd um, hvað
þessi fulltrúi eigi að gera; og svo
þegar maðurinn er fundinn til að
fylla stöðuna, er farið að brjóta heil-
ann um, hvað sje hægt að láta hann
gera. Hvað stjórnin, sem skipaði
hann, fól honum að starfa, vitum
vjer ekki, því að erindisbrjef hans
hefur ekki verið gert heyrinkunn-
ugt; en í hinu opinbera málgagni
ráðherrans hefur einn af skrifstofu-
stjórunum í stjórnarráðinu gefið skýr-
ingu á starfi þessa manns, og verð-
ur að ætla, að sú grein sje innblás-
in af anda þess hæsta. Viðskifta-
ráðanauturinn á, samkvæmt þessari
grein, að fræða útlendinga um ís-
land og að veita einhverja athygli
verslunarviðskiftum landsins við út-
lönd. Athugum þetta nánar.
„Hann á að fræða útlendinga um
ísland, leiðrjetta missagnir um land-
ið og landsmenn. Hann verður að
geta skrifað blaðagreinar á þýsku,
ensku og norðurlandamálum, halda
fyrirlestra um landsmenn og lands-
háttu", segir hr. Indriði Einarsson í
„ísafold". Hann á að hafa aðal-
bækistöð sína á Þýskalandi, og af því
hr. Bjarni Jónsson þótti kenna þýsku
vel, var hann til þessa starfa kjör-
inn. Þegar trúboðar eru sendir til
að boða kristna trú, þá fara þeir til
heiðingjanna, en ekki til kristinna
manna. Og þegar menn eru sendir
til að útbreiða þekkingu, þá ættu
þeir að fara til þeirra, sem ekki
þekkja eða ekki geta aflað sjer þekk-
ingar á annan hátt. Að senda mann
einmitt til Þýskalands til að fræða
menn um ísland, er næsta hlægilegt.
Það er sem sje á þýsku, að mest og
best hefur verið ritað um ísland.
Hafa menn gleymt því, sem Maurer,
Schweitzer, Poestion, Kúkler, Alex.
Baumgartner, Paul Herrmann, Mogk,
Palleske, Aug. Gebhardt, fröken Leh-
mann-Filhés o. fl. hafa skrifað og
stöðugt skrifa um ísland, Bók Poest-
ions um ísland er hin fróðlegasta bók,
og áreiðanleg, þótt nú sje orðin
nokkuð gömul, og við eigum jafnvel
enga bók á íslensku, er geti jafnast
við bókmentasögu hans. Mogk hef-
ur ritað ágæta bók um fornbókment-
ir vorar. Nýlega hefur komið út ís-
landslýsing Þorvaldar Thoroddsens á
þýsku, hin ágætasta bók, og Geb-
hardt hefur þýtt tvö fyrstu bindin af
Landfræðissögunni. Palleske hefur
þýtt bók dr. Valtýs um nítjándu öld-
ina á íslandi og ýmislegt annað.
Ferðabók Hermanns geymir hinn
mesta fróðleik um landið og háttu
landsmanna; eins er um ferðabók
Baumgartners, og margs fleira mætti
geta. Það eru fleiri norrænufræð-
ingar á Þýskalandi, en nokkru öðru
landi, og vil jeg auk þeirra, sem þeg-
ar er getið, tilnefna ITugo Gering,
Bernhard Kahle, W. Golter, Andreas
Heusler o. fl., og hafa flestir þessara
manna komið til Islands. Það verð-
ur því ekki annað sagt, en að Þjóð-
verjar eigi hægt með að afla sjer
þekkingar á íslandi, ef þeir vilja.
Stjórnin íslenska lítur öðruvísi á þetta
mál, og sendir nú Bjarna frá Vogi
út af örkinni til að prjedika fyrir
þessum heiðingjum. Ekki virðisthon-
um þó ætlað, samkvæmt grein skrif-
stofustjórans, að semja bók um
landið, heldur að rita í blöð og tíma-
rit — og til þess er honum veitt
stórfje af landsjóði. Það þykir arð-
söm vinna, að rita fyrir góð og út-
breidd blöð og tímarit erlendis, því
að þau borga rífleg ritlaun, en þau
hleypa ekki hverjum hlaupagopa að
dálkum sínum; það gera hins vegar
ómerk blöð og tímarit og borga því
lítil eða engin ritlaun, og menn laun-
aðir af opinberu . fje ættu því að
geta lagt eitthvað af sjer í þau, en
harla lítið gagn mun það gera þjóð-
inni. Það er nú á tímum svo mikið
ritað í tímarit og svo margir fyrir-
lestrar haldnir, að það eitt hefur
nokkra þýðingu, sem kemur frá vel
metnum mönnum, og þó gleymist
flest af því jafnóðum og það er lesið.
Allar þjóðir bera líka meira traust
til þess, sem ritað er af Vel metnum
samlöndum þeirra, heldur en þess,
sem einhver óþektur útlendingur segir
og ritar. Þessi regla gildir þó sjer-
staklega þegar um það er að ræða,
sem nú skal greina.
Herra skrifstofustjórinn getur þess,
að nauðsynlegt sje að hafa mann til
að halda uppi vörn fyrir ísland í út-
löndum, eins og Maurer og aðrir
hefðu gert fyr meir. Mjer er ekki
fyllilega ljóst, hvaða vörn vjer þurf-
um nú á að halda, eða hverjir ákæra
oss, eða hvern vjer skulum ákæra.
Ef vjer eigum að fara að kvarta
í útlendum blöðum yfir meðferð Dana
á oss og skýra stjórnarbaráttu vora
fyrir þeim, er hætt við að mönnum
þyki meiri astæða til að líta til ann-
ara þjóða og bjarga þeim, en að
blanda sjer í mál Dana og íslend-
inga. Sætum vjer svo þungum bú-
sifjum af Dönum eins og Finnar af
Rússum, Pólverjar af Prússum og
Rússum, Armeníumenn af Tyrkjum,
Rútenar af Pólverjum, Gyðingar af
Rússum og Rúmenum? En setjum
nú svo, að vjer þyrftum að halda
uppi einhverri pólitiskri vörn fyrir
oss í útlöndum; mundu útlendingar
gefa mikla athygli að því, sem al-
gerlega óþektur íslendingur segði uin
málið? Þá var öðru að gegna um
Maurer, vel metinn mann á Þýska-
landi og í hárri stöðu; honum trúðu
Þjóðverjar; og orð Jóns heit. Sig-
urðssonar máttu sín fyrst meðal út-
lendinga þegar Jón hafði getið sjer
nafn. Hálf-opinberir, hálf-pólitiskir
erindrekar eru ekki vel sjeðir gestir
að jafnaði; þeir sitja bekk með sendl-
um Castrós frá Venesúela eða smá-
harðstjóranna í Mið-Ameríku eða ann-
ara stjórnenda og valdsmanna, sem
eitthvað er bogið við. Þegar ein-
hver þjóð þarf vörn mála sinna í
augum útlendinga, þá lætur hún ann-
aðhvort hina opinberu fulltrúa sína
gera það, eða hina frægustu og best
þektu landa sína; þegar Norðmenn
og Svíar deildu á árunum, ljetu þeir
Friðþjóf Nansen og Sven Hedin skrifa
í útlend blöð, ekki af því þeir væru
neinir sjerfræðingar í pólitiskum og
sögulegum efnum, heldur af því, að
þeir voru frægastir landa sinna og
af því þeir vissu, að allur hinn ment-
aði heimur mundi veita því athygli,
sem þeir segðu.
Jeg held mönnum ætti að skiljast
af því, sem nú hefur verið tekið fram,
að þessi prjedikara- og varnar-starf-
semi viðskiftaráðanautsins er næsta
lítils virði.
Um hið verklega starf þessa ráða-
nauts segir herra skrifstofustjórinn,
að það sje »ekki nærri eins Ijóst(l)
fyrirfram eins og hitt«. Hann hefur
auðsjáanlega ekkert umboð frá stjórn-
inni í þessu efni. Einhver heilabrot
segir skrifstofustjórinn þó, að sje í
ráðunautnum sjálfum um ull, fisk og
ket — góðar og gamlar hugmyndir
það! En jeg hygg, að þetta sje hin
alvarlega hlið þessa máls. Ef ráða-
nauturinn fer að fást við verslunar-
mál eða önnur fjármál, er það mjög
áríðandi, að hann geti aflað sjer
trausts manna með því að sýna
þekkingu á máli því, sem hann fer
með; geri hann það ekki, er mjög
hætt við, að menn álíti hann annað-
hvort flón eða fjárglæframenn eða
hvorttveggja, og spillir það ekki ein-
ungis fyrir honum sjálfum, heldur
getur líka kastað skugga á hina ís-
lensku kaupmannastjett og hina ís-
lensku stjórn; getur það orðið að
miklum baga, því að það er hægra
að koma óorðinu á, en að útrýma
því. Annars getur nú ráðanautur-
inn ekki fengist mikið við slík mál,
nema hann njóti styrks og meðmæla
hinna viðurkendu dönsku konsúla.
Það er skoplegt, að eitt með fyrstu
verkum hinnar nýju stjórnar er að
senda fulltrúa eða viðskiftaráðanaut
til útlanda. Hvað þýddi þá alt hjal-
ið um »sendiherratildrið«, sem ísa-
fold hefur farið með um langa tíð?
Það hefur líklega verið eitt af þeim
villuvitum, sem blaðið tendraði, til
að glepja þjóðinni sýn; þá var það
að reyna að telja þjóðinni trú um,
að ef landið yrði sjálfstætt ríki, þá
þyrfti það engan kostnað að hafa
við sendiherra eða fulltrúa í útlönd-
um, því að það væri tómt tildur.
Annaðhvort er slík kenning blekk-
ingartilraun eða vottur vanþekkingar;
því að sannleikurinn er sá, að sendi-
herra- og fulltrúa-staðan hjá útlend-
um þjóðum hefur vaxið að virðingu
og þýðingu, og löggjafarvald þjóð-
anna ver nú meira fje til slíks en
nokkru sinni áður. En þessi deila
um viðskiftaráðanautinn og skipun
hans ætti að opna augu þjóðarinn-
ar fyrir því, hvernig hún væri stödd,
ef hún væri algerlega sjálfstæð og
ætti að skipa menn í „diplomatiskar"
stöður erlendis. Það er ekki einn
einasti núlifandi íslendingur, sem hef-
ur fengist nokkuð við það starf, og
þó er það mjög áríðandi starf, sem
krefst bæði sjerstakrar þekkingar og
mikillar æfingar og reynslu. Þá var
öðru að gegna um Norðmenn, er
þeir slitu sambandinu við Svía.
Norskir menn höfðu um langa tíð
verið sendiherrar og konsúlar víðs
vegar um heiminn og gengu þeir
jafnskjótt í þjónustu hins nýja ríkis.
Peregrinus.
t
BJÖRN ÓLAFSSON
AUGNALÆKNIR
Hann andaðist á heimili sínu hjer
í Reykjavík í fyrri nótt, hafði legið
þrjá undanfarna daga og smádregið
af honum, en heilsuveill hafði hann
lengi verið.
Björn læknir var fæddur 11. apríl
1862 og var sonur merkisbóndans ÓÍafs
Sigurðssonar dbrm. á Ási í Skaga-
firði, sem dáinn er fyrir nokkrum
árum. Þar nyrðra ólst Björn upp,
útskrifaðist úr skóla 1884 og af lækna-
skólanum hjer 1888. Nokkru síðar
varð hann læknir á Akranesi, og fór
einkum mikið orð af augnalækningum
hans, svo að alþingi veitti honum
laun til þess að setjast að hjer í
Reykjavík og fást eingöngu við augna-
lækningar. Var hann augnalæknir
alls landsins, ferðaðist um á hverju
sumri og dvaldi þá títr.a og tíma í
helstu kaupstöðum umhverfis landið,
til þess að almenningur ætti sem
hægast með að ná til hans. Lækn-
isstörf sín rækti hann með hinni
mestu alúð, enda báru menn jafnan
gott traust til hans, og hefur hann
bjargað sjón eigi fárra manna. Dreng-
ur var hann hinn besti, greindur
maður og vel að sjer, prúðmenni í
framgöngu og vel látinn af öllum,
sem hann þektu.
Hann var kvæntur Sigrúnu ísleifs-
dóttur prests frá Arnarbæli og lifir
hún mann sinn ásamt tveimur dætr-
um þeirra ungum.
Hudson-FuIton-hátiðin
í New-York.
Mikil hátíðahöld eru nýafstaðin í
New-York í minningu um tvent. Fyrst
það, að 300 ár eru nú síðan Henry
Hudson sigldi fyrst upp eftir Hud-
sons-fljótinu, en sú för hans varð til
þess, að nýlenda var stofnuð þar
sem New-York-borg nú er. í öðru
lagi til minningar um Róbert Fulton,
sem fyrstur smíðaði gufuskip fyrir
rúmum IOO árum og reyndi það á
Hudsonsfljótinu í ágúst 1807.
Henry Hudson var enskur sæfari,
sem á árunum 1607 til 1611 fór fjór-
ar ferðir til þess að leita að versl-
unarleið til Kína og Japans, og ætl-
aði að komast þangað fyrir norðan
Ameriku. Fyrstu ferðina fór hann
1607, norður á milli Grænlands og
Spitzbergen, og komst á 80. st. 23.
, mín. n. br., en varð að snúa þar
aftur.
Næsta ár reyndi hann austar, milli
Novaya Zemlja ug Spitzbergen, en
varð einnig að snúa þar við.
1609 ætlaði hann að komast í
gegnum meginland Ameríku og sigldi
uppeftir Hudsonsfljótinu. Menn vissu
þá ekkert um breidd álfunnar þar.
Hann hafði komist upp þangað, sem
bærinn Albany nú er, og átti mikil
viðskifti við íbúa landsins.
Árin 1610—11 fór hann til norð-
urstranda Hudsonsflóans. í júní 16 n
varð uppreisn á skipi hans. Hann
var settur í bát með 8 mönnum öðr-
um, flestum sjúkum, og bátnum
hrundið frá skipinu. Síðan vita menn
ekkert um hann. >
Robert Fulton er fæddur 1765 í
Pensylvaníuríki í Bandaríkjunum, en
dó í New-York 1815. Hann fór til
Englands 1786 og gerði þar marg-
ar uppgötvanir. Meðal annars smíð-
aði hann kafbát. En hann var fje-
laus og fjekk ekki styrk í Englandi
til þess að koma fram uppgötvun-
um sínum. Hann fór þá til Frakk-
lands, smíðaði þar íyrsta gufubát
sinn og sýndi hann á Seinefljótinu.
En engan trúnað lögðu menn þar á
gagnsemi uppgötvunar hans. Hann
hjelt þá heirn aptur til Ameríku og
smíðaði þar gufuskipið, sem áður var
frá sagt. Var úr því farið að nota
uppgötvun hans. Þó dó hann í fá-
tækt. En þing Bandamanna veitti
börnum hans ríflegan styrk.
Nákvæmar líkingar hafa verið bún-
ar til af skipum þeirra beggja, Hud-
sons og Fultons, og voru þau sýnd
á Hudsonsfljótinu meðan á hátíðinni
stóð. Sagt er að gestafjöldinn í
New-York þá dagana hafi verið á
aðra miljón. Fjöldi ríkja sendi þang-
að herskip til þess að heiðra hátíða-
haldið.
Spánn og jfíarokkó.
Dómsmorö á Spáni.
Um 60 þús. hermanna segja sfð-
ustu fregnir að Spánverjar hafi sent
suður í Marokkó. Stríðið stendur
þar enn yfir af miklu kappi og verð-
ur ekki sjeð, hvernig því muni lykta.
Heima á Spáni eru megnar æsing-
ar. Byltingamennirnir í Katalóníu
verða nú fyrir miklum ofsóknum, og
það svo, að hreyfing er orðin í Frakk-
landi og víðar í þá átt, að taka verði
þar í taumana utan frá.
Frá Khöfn. er símað 15. þ. m.:
„Lýðfræðarinn Ferrer dæmdur til
dauða á Spáni. Mótmælauppþot í
Barcelóna. Gremjuyfirlýsingar íParís".
Ferrer var nafnkunnur skólamála-
frömuður á Spáni og eindreginn mót-
stöðumaður klerka og klaustra. Hon-
um var gefið það að sök, að hann
hefði æst almenning til uppreistar-
innar í Barcelona í sumar, og var
hann dæmdur sannanalaust.
Þingkosningar i Noregi
fara fram í þessum mánuði, byrjuðu
2. þ. m., en enda 25. Þann 18.
var kosið í Kristjaníu. Við þær
kosningar hafa konur fyrst kosning-
arrjett til stórþingsins. í sveitamál-
um hafa þær haft hann áður. Ekki
er þó kosningarjettur þeirra alveg
óbundinn. í bæjunum er hann bund-
inn við 400 kr. árstekjur, er konan
á að hafa, eða maður hennar, og í
sveitunum við 300 kr. árstekjur.
Finnar urðu fyrstir Norðurlandaþjóða
til þess að veita konum kosninga-
rjett, en þá Norðmenn.
Fólksflutningar í iofti.
Herforingi í Austurríki, E. Quoika,
hefur gert uppkast að loftskipi, sem
hann ætlast til að komi í stað fólks-
flutningavagna. Rafmagnið til hreyf-
ingarinnar á að fá með þræði, sem
liggur frá því niður í símalínu á
jörðu og flytst eftir henni með skip-
inu. Þetta er gert til þess að kom-
ast hjá, að láta skipið flytja sjálft
rafmagnsvjelina, sem er þung. Skip-
ið á að geta farið í 60 til 150 feta
hæð og hraðinn á að geta orðið
150 kílóm. á ki.stund. Ráðgert er,
að skipið muni kosta um 50 þús. kr.
og hlutafjelagsmyndun er í undir-
búningi til þess að koma þvi upp.