Lögrétta - 23.03.1910, Blaðsíða 1
Aígreiðslu- og innheimtum.:
ARINBJ. SVEINBJARNARSON
Laugavea: 41.
Talsími 74.
Ritstjóri
ÞORSTEINN GISLASON
Pingholtsstræti 17.
Talsímí 178.
M 16.
Reykjavík 33. mars 1910.
'V'. árg.
I. O. O. F. 91325872 áríðandi.
Forngripasafnið opið á sunnud., þriðjud. og
fimtud. kl. 12—2.
Lækning ók. í læknask. þrd. og fsd. 12—i.
Tannlækning ók. (í Pólthússtr. 14) 1. og 3.
md. í mán. 11—1.
Landakotsspítali opinn f. sjúkravitj. 10
—12 og 4—5- .
íslands banki opinn 10—21/* og 5V2 7-
Landsbankinn 10^/2—2T/*. Bnkstj. við 12 I.
Lagaskólinn ók. leiðbeining I. og 3. ld. í
mán. 7—8 e. m.
Landsbókasafnið opið hv. virkan dag kl.
12—3 og 5—8.
HAFNARSTR’ I7'I8I920 2I-22‘K0LAS 1-2' LÆKJAKT |Z
• REYKJAVIK •
Hveiti, margar teg. Rúsíu-
ur og Sveslijur, sjerstaklega
góðar kardemommur. Súkku-
laði. Sítrónolía. Eggjapúlver og
yfir höfuð alt mögulegt til
bökunar.
Syltetöj, mjög margar teg-
undir. Hiðursoðnir ávextir,
margar teg. Kex og kökur,
ótal teg.
Allar mögulegar nýlendu-
vörur.
Allskonar grænmeti þurkað.
Niðursoðinn Fiskur og K-jöt,
í öllum tegundum.
ikinke, iíðuflesli, Pylsur,
Ostar, fjöldi tegunda.
Vindlar,
mjög margar teg. í lU, lh og l/i
kössum.
Kigarettur, rnargar teg.
Mlunntöbak í smápökkum —
mellem, skipper, smal, zwitzer,
lady twist.
Aeftóbak í bitum og skorið.
Kaffi,
brent og óbrent, annálað að
gæðum.
Allskonar S V K V fí.
Alt lÖXDIJÐlJiTU AÖItlJll,
en þó nieð sama verði og
jafuvel ÓDÍitAIU en
annarstaðar.
Lárus Fjeldsted,
Yflrrjettarmálafœrsluinaður.
Lækjargata 2.
Heima kl. 1 1 — 12 og 4—5.
Húðuqler °»1kf.er Jil ZOÉGA,
Dest ao Bankastr |4
......—= kaupa hjá Taistmi 128.
EGG
og
Appel$íaur
koma með »BOTNÍU(( nú í
vikunni í versluu
Jes Zimsen.
Jón Ólafsson alþm. og' fyrverandi ritstjóri
varð sextugur 20. þ. m.
Björgvinarbrauliti.
Hinn 27. nóv. síðastliðinn opnaði
Hákon Noregskonungur járnbraut
milli Kristianíu og Björgvinar til al-
mennings nota, sem kallað er, með
mikilli viðhöfn. Járnbraut þessi er
afarmerkileg fyrir þá sök, að hún
liggur yfir tjöll og firnindi, stórkost-
legri og viðfangsverri en dæmi eru
til að járnbraut hafi verið lögð yfir
áður.
Lengd brautarinnar er 492 kíló-
metrar, eða ámóta og póstleiðin
gamla, landveg frá Reykjavík alt
norður að Reykjahlíð við Mývatn.
Þar af eru 58 km. Kristjaníumegin
eldri braut, og Björgvinarmegin var
107 km. löng braut mjósporuð, sem
nú var breikkuð og endurbætt; 327
km. voru bygðir að nýju og kostuðu
42 miljónir króna. Það er ekki lít-
il upphæð, en þó má turða heita að
hún skyldi ekki verða meiri, að
dæma eftir hinum feykilegu örðug-
leikum, sem hjer þurfti að yfirstíga.
Árið 1870 var fyrst stungið upp
á að byggja braut þessa, en margir
voru þá á móti henni og hjeldu því
fram, að hún hlyti að verða tept af
snjó allan veturinn. Samt var lands-
lagið kannað þá næstu árin á eftir,
til þess að fá vitneskju um, hvort
mögulegt væri að finna færa leið
brattans vegna. Árið 1875 var á-
kveðið að byggja mjósporuðu braut-
ina áður nefndu, frá Björgvin til
Voss, og var hún fuligjör 1883.
Árið 1884 var byrjað að mæla
árlega snjóalögin uppi á fjallgarðin-
um, og veðurathugunarstöðvar voru
settar á efstu bæjum báðum megin.
Þessum ransóknum var haldið áfram
í 5 vetur, og jafnframt voru gerðar
mjög víðtækar landslagsmælingar öll
árin 1884—94, til þess að finna
hver leiðin væri heppilegust af þeim
hinum mörgu, sem komu til mála.
1894 ákvað svo Stórþingið að
byggja brautina.
Að austanverðu, Kristjaníumegin,
er hallinn nokkurnveginn atlíðandi,
og varð því alt auðveldara þeim
megin. Þó þurfti á einum stað að
grafa út 300 þúsund teningsmetra í
hálsi einum milli tveggja dala, og á
öðrum stað eru klettagöng ein 2300
metrar að lengd, og samtals eru á
eystri hlutanum 59 jarðgöng, að
lengd samtals 9506 metrar. Þar
eru og margar stórar brýr, hin
lengsta 215 metrar að lengd,
Hæst kemst brautin uppi hjá
Taugevand, 1301 meter eða 4150*
fet yfir sjávarmál. Þar eru jöklar
alt í kring, og ís leysir ekki af
vatninu fyr en í september, og
stundum leysir hann ekki sumar-
langt. Vegalengdin yfir fjallgarðinn
sjálfan er 100 kílómetrar.
í hlíðunum að vestanverðu tók þó
út yfir með örðugleikana. Bærinn
Björgvin stendur á afarstórum skaga,
milli Sognefjord (Sognsær) að norð-
an og Hardangertjord að sunnan.
Milli fjarðarbotnanna eru um 30 km.
þvers yfir, en svo ganga þröngir og
djúpir dalir upp frá fjörðunum
beggja vegna, og á milli dalbotn-
anna er að eins 12 km. breiður
fjallarimi, fullur af jöklum. Var því
ekki um annað að velja, en að
leggja brautina eftir brúnunum fyrir
ofan annanhvorn dalbotninn, hvorki
hægt að víkja tii hægri nje vinstri.
Á þessum vestri hluta fer brautin
gegnum 119 jarðgöng, að lengd
samtals 27,176 metra. Lengst eru
klettagöngin við Gravehals, 5311
metrar. Það tók 10 ár að bora
þau, og kostaði það verk um 3
miljónir króna, eða 565 kr. hver
meter, og þykir það ódýrt, því að
bergið var afarhart. Annars er tal-
ið að í hinum smærri jarðgöngum
hafi hver meter kostað um 254 kr.
Þarna vestan í fjallgarðinum ligg-
ur brautin á einum stað utan í
snarbrattri fjallshlíð. Á 5 kílómetra
löngu svæði þótti þar svo hætt við
skriðum og snjóflóðum, að ekki var
talið gerlegt annað en láta fjallið
sjálft hlífa brautinni, og er hún því
lögð í göngum, en víða eru göt á
göngunum út til hliðar, af því að
þau liggja alveg utan í hlíðinni, og
geta ferðamenn þá sjeð úr járn-
brautarvögnunum út um götin. Litlu
neðar í hlíðinni þykir útsýni svo
fagurt á einum stað, þar sem braut-
in er ekki í göngum, að þar eru
allar farþegalestir Játnar staldra við
svo að ferðamenn geti litast um.
Þar sjer út yfir Flaamsdal, sem
gengur upp frá Sognsæ, og er járn-
brautin grópuð í einn hamravegg-
inn, en við rætur hans, 1000 fetum
lægra, sjest straumhörð S og akrar
og hds fram með henni. Einir 10
kilómetrar af brautinni um þetta
*) Það er einum 400 fetum
lægra en hæsta strýtan á Snæfels-
jökli, 130 fetum hærra en hæsta
tjall norðanlands, Reinar við Eyja-
fjörð, nærri eins hátt og ef Ingólfs-
fjalli (1756?) væri hlaðið ofan á
Hengilinn (2457).
svæði kostuðu yfir 6 miljónir króna.
Mestur halli er þar á brautinni
1 : 4672.
Milli bygða voru um 100 km., og
vitanlega vegleysur einar þar sem
brautin átti að liggja. Varð því að
leggja vegi til aðflutninga á vistum
og öðru 122 km. að lengd, og kost-
uðu þeir 856,000 krónur. Frá því
í október til júnímánaðarloka var
samt engum fært yfir tjöllin, eða
upp til þeirra, sem voru við vinnu í
jarðgöngum uppi á fjallinu, nema
tuglinum fljúgandi og skíðamönnum.
Varð því að hafa alt í lagi að
haustinu. Sumarið var afarstutt
þarna uppi, en mikið verk þurfti að
vinna á fám árum, og var því á
hverju vori byrjað á því að moka
veginn svo að verkamenn kæmust
upp með flutning sinn. Öll vinnan
var akkorðsvinna, og unnu verka-
menn svo að segja nætur og daga
þann stutta tíma sem snjórinn leyfði;
þeir unnu sjer inn 50 til 80 aura
um tímann, og stundum meira, en
daufleg þótti vistin, ekki síst þeim,
sem unnu í jarðgöngum, inniluktir
af snjó, allan veturinn, og var full-
erfitt að fá verkamenn, þó atvinnan
væri svona góð. Auðvitað varð
verkið tiltölulega dýrt; þarna í fjöll-
unum voru sprengdir 476 þús. ten-
ingsmetrar af klöppum, auk jarð-
ganganna, og kostaði hver tenings-
meter upp og ofan 4 kr.; ennfrem-
ur þurfti að flytja til 1 miljón ten-
ingsmetra af mold og grjóti, og
kostaði 1 kr. 56 aur. hver tenings-
meter*.
Von var að menn hjeldu að lest-
irnar mundu teijast í snjónum á
veturna. Brautin yfir fjallið var
fullgerð 7. okt. 1907 og var afráðið
að láta lestir ganga þá til reynslu, þó
ekki væri lokið að byggja skjólgarða
þá og skjólþök m. m., sem menn
vissu að voru nauðsynleg. Var
haldið áftam þangað til í janúar
1908, þá urðu lestirnar að hætta,
enda voru menn þá búnir að fá
nægilega reynslu, búnir að sjá hvað
gera þurfti til þess að lestirnar gætu
gengið tálmanalaust allan veturinn.
Alls hefur verið kostað um 2V2
miljón króna til þess að verjast
snjóhindrunum; þar af þurfti ekki
nema einar 60 þúsundir á öllum
austurhlutanum, hitt alt á vesturhlut-
anum, og er þó austurhlutinn langt-
um lengri. Sumstaðar hefur verið
bygt yfir brautina (þar sem hún er
niðurgrafin), sumstaðar gerðir skjól-
garðar o. s. frv. Og svo hafa ver-
ið keyptir þrír snjóplógar með ný-
tísku lagi amerísku, hjólplógar nefnd-
ir; þeir kostuðu 85 þús. krónur hver,
en þeir bryðja líka 5 álna þykka
harðfennisskafla og þeyta þeim langt
til hliðar frá brautinni um leið. Þeir
hreinsa brautina á hverjum degi all-
an veturinn, þegar þörf gerist, og
fremst á hverri lest er svo venjuleg-
ur snjóplógur, sem sópar burtu þeim
snjó, sem kemur í milli þess að
hjólplógurinn og lestin fer um. Ef
stórhríð er, er hjólplógurinn Iátinn
fara á undan lestinni, að eins nokkr-
ir kílómetrar í milli. í hverjum
hjólplóg er gufuvjel með 1000 hesta
afli, sem knýr hann áfram. Vetur-
inn 1908—09 gengu lestir viðstöðu-
laust, og ekki hefur annað heyrst í
vetur.
Efsta stöðin á brautinni heitir
Finse, skamt frá Tængevand. Þar
halda Norðmenn nú skiðakapphlaup
á hverju sumri um sólstöður, og er
ekki hætt við að skíðafærið bregð-
ist. Þaðan er örskamt upp að Hard-
angerjökli.
Útlit er fyrir að brautin verði af-
ar mikið notuð, miklu meira en menn
höfðu gert sjer í hugarlund. Ferða-
mannastraumurinn hefur orðið svo
*) Við vegagerðir hjer kostar
teningsmetrinn 25 til 75 aura.
Eggert Claessen
yfirrjettarmálaflutningsmaður.
Pósthússtræti 17. Venjulega heima kl. 10—II
og 4—5. Talslmi 16.
mikill, vegna hinnar einkennilega
tröllslegu náttúrufegurðar, sem ferða-
langar geta ekki fengið að sjá ann-
arsstaðar nema með því að leggja á
sig erfiðar, kostnaðarsamar og hættu-
legar ijallagöngur.
Verkfræðingar þeirra Norðmanna,
sem mannvirki þessu hafa stjórnað,
hafa að maklegleikum getið sjer fyr-
ir það víðfrægan orðstír. Að vísu
hafa járnbrautir áður verið lagðar
hærra yfir sjávarmál, bæði í Aipa-
fjöllunum og Klettafjöllunum í Am-
eriku, en það hefur verið miklu
sunnar, og snjóalög þar þess vegna
miklu minni. Þeim þætti víst skrít-
ið að heyra Vigfús í Haga, eða aðra
ámóta járnbrautarfræðinga, fræða
fólkið um það, að óhugsandi væri að
járnbrautarlestir gætu gengið að vetr-
arlagi eltir flatneskjunni hjerna, sem
kölluð er Mosfelsheiði, þar sem ó-
slitin er bygðin milli Kjalarness og
Þingvallasveitar, grasi vafið engi, ein
880 fet yfir sjáfarmáli.
Jón Porláksson.
Utan úr heimi.
Frú Curie
er heimsfræg kona fyrir efnaransóknir.
Maður hennar var próíessor í efna-
fræði við háskólann í París, en dó af
slysi f hittifyrra. Þau hjónin fengu
fyrir nokkrum árum efnafræðisverð-
laun Nobelssjóðsins. Frú Curie hefur
haldið ransóknum áfram eftir dauða
manns síns og nýlega gert stórmerki-
legar uppgötvanir snertandi efni, sem
kallað er „polonium", og er 5000
sinnum fágætara en „radium". Frú
Curie er nú orðin prófessor við há-
skólann í París.
Ellen Key
er nafnfræg kona sænsk og höfundur
margra rita, sem mikið hefur verið
um talað. Nú nýlega fjekk hún í
heiðurs skyni hjá sænska ríkinu um-
ráð yfir allstóru landsvæði milli Orne-
berg og Vettern. Er henni afsalað
því til 30 ára. Þar ætlar hún nú að
byggja sjer hús og eyða þar því,
sem eftir er æfinnar. Ef hún ekki
lifir 30 ár enn, þá eiga starfandi
konur að njóta eignarinnar og heim-
ilisins það sem eftir verður áranna.