Lögrétta

Tölublað

Lögrétta - 23.03.1910, Blaðsíða 2

Lögrétta - 23.03.1910, Blaðsíða 2
L0GRJETTA. 58 Lögrjetta kemur út á hverjum miö vikudegi og auk þess aukablöö við og við, minst 60 blöö als á ári. Verð: 4 kr. árg. á íslandi, erlendis 5 kr. Gjalddagi 1. júli. Hvernig eigum vjer ai Eftir Jón Þorláksson. Niðurlag. Því hefur valdið bæði annríki mitt og rúmleysi blaðsins, að greinar þessar hafa orðið sundurlausari en jeg hefði viljað. Margt mætti enn segja um efnið, en það verður að bíða betri hentugleika úr þessu. Vil jeg aðeins bæta við nokkrum orðum almenns efnis. Flestir bændur, sem eiga að ráða fram úr því fyrir sjálfa sig, hvernig þeir eigi að byggja, verða aðallega að líta á það, hvernig efnin leyfi þeim að byggja. Það er gott að geta bygt vandað og traust steinhús yfir sig og eftirkomendur sína; en betra er að vera án þess heldur en að ráðast í það af þeim vanefnum, að alt lendi í óviðráðanlegu skuldabasli og verði bóndinn að ganga frá húsi Og jörð fyrir bragðið. Enginn má byggja um efnifram. Það má telja víst, að torfbæirnir fari að leggjast niður; það má búast við, að það verði „móðins" í sveit- unum að byggja steinhús í þeirra stað. En menn ættu að muna eftir því, að sælli er sá, sem lifir áhyggju- lausu lífi í torfbæ og getur goldið hverjum sitt, heldur en sá, sem býr í prýðilegu steinhúsi, en sjer engin úrræði til að borga það. Vel gerðir torfbæir geta verið allra bestu húsakynni, eins og allir vita. Því miður er það siður, að skeyta ekkert um algengustu og sjálfsögð- ustu byggingarreglur, þegar menn eru að byggja baðstofur, og þess vegna eru torfbæir margir ekki eins góð húsakynni og þeir ættu að vera. í þetta sinn vildi jeg brýna þrjú ein- stök atriði fyrir þeim lesendum Lögr., sem þurfa að byggja, en ekki telja sig hafa efni á, að byggja steinhús. Hið fyrsta er það, aö grafa fyr- ir veggjunum, þótt úr torfi sjeu, setja þá ekki ofan á grassvörðinn eða gróðrarmoldina, heldur grafa það burtu, og fylla helst með grjóti und- ir. Klakinn fer annars auðvitað undir veggina, lyftir þeim og lofar þeim svo að síga á vorin, og sjer- staklega kveður mikið að þessu, ef klakinn kemst í gróðurmold undir veggnum. Engum veggjum í heim- inum er ætlað að standa án þess að þeim sje undirstaða gerð niðri í jörð, nema torfveggjunum íslensku. Hið annað er það, að bera kar- bólín eða annað fúaverjandi efni á alla viði, sem eiga að liggja að torf- inu eða nálægt því, að minsta kosti á alla viði grindarinnar og á þá hlið þilborða og þakborða, sem út snýr. Gamla lagið, að láta torf á viðinn óvarinn, er alveg óforsvaranleg eyðslu- semi. Viðurinn fúnar að minsta kosti helmingi seinna, ef hann er vel smurður með fúaverjandi efni, og kostnaðurinn við það nemur ekki nema svo sem io—12 krónum íyrir meðal baðstofu. Hið þriðja er það, að gera þökin vatnsheld með því ódýra og ein- falda ráði, að leggja tjörupappa á þakborðin (súðina) undir torfið. Gott er að bika pappann utan með asfalti, lakki (blakkfernis) eða tjöru, áður en torfið er lagt á. Svoleiðis þak er áreiðanlega vatnshelt, endist ágæt- lega, af því að torfið hlífir pappan- um, og pappinn kostar ekki nema svo sem 16—18 aura á hverja fer- alin. Ef þessum þremur ráðum er fylgt, og gætt er að þeim almennu og sjálfsögðu reglum,*) sem allir smiðir þekkja (en hættir við að gleyma, þegar þeir eru að smíða baðstofur), þá má vel takast að byggja vistleg torfhýsi, og ólíkt eru þau ódýrari í svipinn en steinhúsin. Sjerstaklega er vert að brýna það *) Eins og t. d. að gera vatninu af þekjunni það mögulegt að komast til jarð- ar, án þess að fara niður í húsið sjálft (milli þils og veggjar) eða niður í veggina. fyrir fátækum en framgjörnum frum- býlingum, að láta heldur sín litlu efni í arðberandi bústofn, eins mik- inn og jörð þeirra getur borið, og svo í jarðabætur, heldur en í dýr hús, sem engan arð gefa. Safna svo arðinum af búi sínu og jarðabótum, og byggja þá steinhús, þegar þeir með þessu lagi eru búnir að koma undir sig fótunum. Það ætti ekki að þurfa að brýna það fyrir þeim, sem byggja, að leika sjerekki að því, að láta húsin kosta meira en þau þurfa. Þó mun þetta vera það algengasta; menn munu oft vita það, að þeir borga meira fyrir útlenda efnið en góðu hófi gegn- ir, og menn vita Hka, að venjulega stafar þetta af fyrirhyggjuleysi þeirra sjálfra. Gangurinn er venjulega sá, að menn ákvarða sig þegar komið er fast fram undir vor, að byggja hús, sem verður að vera komið upp fyrir haustið. Gera sjer ekki grein fyrir því, hvað þeir þurfa að kaupa af efni, fyr en nokkurnveginn jafnóðum og þeir þurfa að brúka það; verða svo að sarga það út hjá kaupmönn- um, sem vitanlega hafa ekki búið sig undir það, að hafa til það, sem þessi maður þurfti sjerstaklega, og borga það verð, sem kaupmaðurinn hlýtur að setja á varning, sem hann hefur keypt án þess að vita hvort eða hvenær hann gæti selt hann aftur. Svona gengur það að minsta kosti hjá sumum. Ef menn vilja ekki borga meira fyrir útlenda efnið en þeir þurfa, þá verða þeir að vera búnir að fast- ákveða t. d. að haustinu, hvort þeir ætla að byggja næsta sumar, og hvernig þeir þá vilja byggja. Gera síðan skrá yfir alt það efni, sem til hússins þarf að kaupa, eða fá hæfan mann til þess að gera það. Þessa skrá er venjulega ekki hægt að búa til, nema teikning sje gerð af húsinu; fylgist það því venjulega að, að sá, sem vill byggja, þarf að láta gera uppdrátt af húsi sínu og skrá yfir efni til þess. Þetta ættu flestir húsa- smiðir að geta gert; auðvitað er það vinna, eins og hvað annað, og geta bændur ekki búist við að íá hana ókeypis fremur en aðra vinnu við húsagerðina. Síðan skal fara með skrána yfir efnið til kaupmanna þeirra, sem með þann varning versla, og láta þá gera tilboð um útvegun efn- isins. Menn munu sanna, að kostn- aðurinn við að gera teikninguna og efnisskrána verður hverfandi í saman- burði við þann sparnað í efniskaup- um, sem þessi aðferð hefur í för með sjer, auk þess sem alt verkið gengur greiðara, þegar fyrirfram er fengið einmitt það efni, sem þarf. En sá, sem vili komast að allra ó- dýrustu kaupunum, verður vitanlega að geta borgað við móttöku. Ef hann getur það ekki, er kaupmaður- inn neyddur til að leggja á bæði fyrir rentum og áhættu. Og er betra fyrir þann, sem ætlar hvort sem er að borga efnið með láni, þegar hús- ið er komið upp, að reyna heldur að fa lánið svo snemma, að hann geti borgað efnið við móttöku; borg- ar hann þá sjálfur renturnar, en get- ur losað sig við að borga kaup- manninum nokkuð fyrir áhættuna. Fiðlusöngur Johansens. Ný lög eftir Sigfús Einarsson. Það er ekkert efamál, að það hefur ver- ið besta skemtun bæjarbúa í vetur, að hlusta á fiðluleikarann Jóhansen. Núna sfðast f Bárubúð veitti hann mönnum þá ánægju, að heyra eittaflista- verkum Griegs. Grieg var jafnmikils virði fyrir söngment Norðmanna, eins og Björn- son og Ibsen fyrir skáldmentina. Hann færði norsk þjóðlög og Noregs náttúru- raddir í þann snildarbúning Iistarinnar, að allur heimurinn hefur dáðst að ; þess vegna er hann auðþektur frá öðrum söngskáld- um, og þess vegna tekur Islendingum ekki síst til hjartans, er þeir heyra hin afareinkennilegu hljómbrigði í lögum Griegs. Johansen ljek þetta stórlag Griegs svo vel, að menn eru ekki betra vanir í söng- sölum annara landa, nema þá er stór- meistararnir eru á ferðinni. Hann er miklu meira en meðalmaður í sinni list. Hann Ijek þar á eftir ýms smálög eftir gömul og fræg söngskáld ; fegurst og best leikið var eitt Iag (menuet) eftir Beethoven. Þá er ekki því að gleyma, að hann Ijek tvö ný stórlög (Romance og Ballade) eftir Sigfús Einarsson Sigfús er vitanlega viðvaningur í stór- lagasmíð, en gáfan leynir sjer ekki, og Ijósast bar á henni í fyrra laginu (Roman- cen). Anægjulegast er að veita því eftir- tekt, að í lögum Sigfúsar vottar iðulega fyrir hljómum og tónstefum með sjerstök- um, sjálfstæðum og, að manni virðist, al- íslenskum blæ. Það hefur Sigfús fram yfir alla aðra sönghaga menn hjer á landi. Þingið gerði rjett í því, að draga af sumum ljóðaskáldunum og auka við Sigfús. ís- lenskum Ijóðum eigum við nóg af — og meira en nóg —, en íslenska söngva vantar. Og Sigfús er maðurinn. E. 1- % Eftir Sveitakarl. I. „Svo er hvert mál sem það er virt“. „ Matið". Á fyrri dögum, meðan Björn Jóns- son ekki var orðinn „ráðgjafi", gaf hann sig mikið við ísl. málfræði, „forlagði" og samdi t. d. orðabækur „með bestu manna yfirsýn" og „mál- högustu". Hann gaf og út Passíu- sálma H. P. eftir eiginhandarriti höf. (Skh.h.) og með hliðsjón af öðru eiginhandr. (Kaldaðarn.h.). í eftirmála útgáfu sinnar getur B. J. um orðamun í handritum þessum og tilfærir 56 dæmi, þau verulegustu (þó öll smávægileg). Síðan segir hann: ......verður miklu rjettara að þræða Skálholtshandritið . . . heldur en . . . að vinsa úr báðum það, sem oss1) virðist best eða betur fara, með því að slíkt mat verður jafnan mjög valt og ágreiningi undir orpið"2). Svona leist B. J. á þetta í þá daga. Málfræðingurinn B. J. treysti sjer þá ekki, með ráði og aðstoð málhögustu manna landsins, að velja milli tveggja orða sömu eða líkrar meiningar, sem hvorttveggja voru orð höfundarins (H. P.); „því slíkt mat yrði jafnan mjög valt og ágreiningi undirorpið". „En þá er um „mat" 2—3 ungra og lítt reyndra manna á efnahag og skuldagreiðslumöguleikum nco manna um alt land (og víðar) er að ræða, „mat“ á ímynduðu tapi stærstu verslunar landsins m. m., þá er „slíkt mat" svo víst og áreiðanlegt, að á þvf má byggja sem fullri s'ónnun, að aliti sama Björns Jónssonar. — En nú er hann nú lika orðinn — „ráð- gjafi". II. „Litlu verður Vöggur feginn". Yfirlýsingin, sú er dönsku bankamennirnir, er (oss til óafmáanlegs vansa) voru látnir ransaka hag Landsbankans, hafa gefið stjórninni(?) og birt er í ísaf., lítur helst út fyrir að vera gerð til að friða þá fyrir áleitni, og af ásetningi svo orðuð (í dönskunni) að með henni sje ekkert sagt. Þeir segja, að ran- sókn sfn sýni ekki betri niðurstöðu, en sönnuð sje af bankaransóknar- nefndinni", þ. e. ekki betri en hina rjettu. Með öðrum orðum : við fund- um ástand bankans ekki betra en það var í raun og veru. Þetta gátu þeir sagt, án þess að vita neitt um, hvað nefndir hafði sagt um bankann — enda líklegt, að þeir hafi eigi Iesið „skýrslu" hennar. „Mat" nefnd- arinnar, „álit“ og sleggjudómar koma hjer ekki til greina. Nefndin getur ekki hafa komist að sannri niður- st'óðu um annað en það, sem var. Það er því jafn-óafgert fyrir yfirlýs- ingunni hvað nefndin hefur sannað1). Rellnum krökkum eru stundum fengin gylt glerbrot eða litmyndablöð til að hugga þá og fá þá til að þagna 1) Sbr. B. J. 2) Sbr. höf. 1) Konstatera = færa sönnur á, Dönsk orðab.; útg. B. J. og fagna. Sama ráð dugir Dönum við „ráðgjafa" vorn. III. Skar-aftakan. „Er nú kveykur orðinn þur, ætlar ljós að deyja; taktu’ af skarið, Tyrfingur". Skáldlegt orðatiltæki er það í ísafi, að með yfirlýsingunni sje „tekið af skarið". Villuljós-týran hennar var — hversu títt sem hún var mötuð með lygafroðunni — orðin svo þur, að varla blakti á skarinu. Þá sendi hún vikadrenginn sinn (hann Tyrfing) til „dönsku mömmu" eftir skarbít. En hversu sem hún „snýr og vendir" skarbítnum og lætur hann japla á „skarinu", vinnur hann ekkert á, og ekki glæðist logið á týrunni. „Skarið" er jafn yfirgnæfandi og enginn „renn- ur á lýsuna". En það „skar", sem myrkvar ljós sannleikans í bankamálinu o. fl., „skarið", sem nú fölskvar þjóð vora — getur þingið eitt af tekið. Skellihurðirnar. Pað voru 19 hurðir á járnuin heima hjá mjer forðum daga, enbestmanjeg þó eftir skellihurðunum, því að mjer þótti einna vænst um þær. Jeg kunni svo vel við, að eitthvað heyrðist til ferða minna, þótt jeg væri ekki hár í loftinu, og jeg fjekk heldur aldrei neinar ákúrur fyrir að loka þeim hranalega. Ein hurðin toldi aldrei aft- ur, að minsta kosti þegar jeg var á ferðinni; og var þá bundinn steinn í snæri og látinn kippa henni aftur. Þá þótti okkur krökkunum ekki alveg ó- nýtt, að halda í snærið, svo að eng- inn gæti opnað. En þegar jeg fór úr sveitinni, varð jeg alllengi ekki var við neina skelli- hurð, og mjer lá við stundum að sam- hryggjast unglingunum, sem fengu harðar ákúrur, ef þeir reyndu að gera einhverja hurðina að »skellihurð«. En svo kom jeg hjer um daginn í dóm- kirkjuna, settist upp á loft, eins og fleiri góðir menn, og var nærri kom- inn i kristilegar hugleiðingar, en þá heyri jeg hvern skellinn öðrum hvell- ari, alveg eins og í skellihurðinni heima hjá mjer. Jeg heyrði, að skell- irnir komu úr báðum dyrum bak við orgelið, og bjóst við, að lögreglan mundi þá og þegar taka í hnakkann á unglingum þeim, sem sjálfsagt væru að glettasf til við hurðina. En þegar jeg gætti betur að, voru engir gárungar áferð; hurðirnar voru, ef til vill meðfram fyrir súginn, orðn- ar að góðum islenskum skellihurðum, sem Ijetu vel til sín lieyra, þegar ekki var gætt alveg sjerstakrar varúðar. Mjer þótti töluvert varið í pessa uppgötvun, gleymdi alveg því sem far- ið var með, en hugleiddi i sifellu, hvað þetta væri þjóðlegt og heppilegt. Er það ekki þjóðlegt að setja skelli- hurðir í dómkirkjuna, þegar þeim er óðum að fækka í sveitinni, svo að við gömlu mennirnir þurfum að sakna þeirra um of. Og þá er það ekki síð- ur þjóðlegt, að útlendingar, sem koma i dómkirkjuna, en »skilja ekkert nema baunversku eða katólsku«, eins og stundum kvað vera sagt, geti þó flutt með sjer góðar alíslenskar endurminn- ingar úr kirkjunni, því sjaldnast munu þeir svo »forframaðir«, að þeir hafi sjeð skellihurðir í kirkjum, áður en þeir komu hjer í dómkirkjuna. Og þá er það ekki smáræðis þægindi fyrir unga fólkið, sem stundum kvað fara seint i bólið á laugardagskvöldum, en þarf ýmist að syngja eða sýna sig í kirkjunni, að eiga vísa aðvörun frá hurðinni, ef þeim verður nokkuð vært undir ræðunni. Það er annars mikið, að þær skuli fá að skella í friði á þessari breyt- inga-öld — hugsaði jeg. Skyldi það vera sóknarnefndinni að þakka? Nei, ónei, það getur ekki verið. Hún, sem ætlaði, trúi jeg, að fara að láta rifa gömlu dyrnar á suðurvegg kirkjunnar og gera aðrar stærri, af því einu, að ekki væri ólíklegt, að nokkrir menn eða kerlingar gætu beðið líftjón af dyraleysinu, ef bruni eða jarðskjálfta- hræðsla gripi fólk í fullri kirkju. Eins og það væru þá ekki forlög? — Hún hefði einnig viljað breyta skrúðhúsinu, gott, ef ekki átti að setja salerni þar í eitt hornið, meðfram vegna spurninga- barna; eins og þeim væri vandara um en feðrum þeirra og forfeðrum að raða sjer kringum kirkjuna, þegar svo stóð á. Eins og gefurað skilja, varð ekkert af þessari nýbreytni. Stjórnarráðið, sem hefir öll tjárráð kirkjunnar, var of þjóðlegt og sparsamt til þess. Það er líklega af sömu rót, hvað lit- ið er um hrákaílát í kirkjunni. Jeg hef verið að svipast að þeim, en hefi engin fundið, hvorki upp nje nje fram- an til í kirkjunni niðri, en frjett hef jeg, aö eitt eða tvö ílát muniveraein- hverstaðar nálægt meðhjálparanum. Hitt hef jeg sjeð, bæði blettina, þar sem menn höfðu verið að þvo gólfið með munnvatni sinu, og eins klessurn- ar, sem jeg vil helst ekki þurfa að lýsa; það kvað ekki vera vel holt, segja sumir, en annað eins hefur áður sjest í íslenskum baðstofum, og er máskc því haldið, til þess að útlendingar sjái gamla siði i heiðri hafða hjer í kirkj- unni. Jeg minnist hreint ekki á það, þótt sumt fólk virðist ganga á þrennum trjeskóm um kirkjuloftið. Menn eiga, trúi jeg, að vera eins og börn i kirkj- unni, og börnin þramma oftast, þegar þau fá nýstígvjel. En skellihurðirnar eru góðar, og yrðu þó enn betri og þjóðlegri, ef snæri með t. d. ljettum mylnusteini í öðrum endanum væri fest í þær. — Mætti ekki skjóta því til kirkjuhaldar- ans eða stjórnarráðsins, hvort það sæi sjer ekki fært að koma á þeirri breyt- ingu; hún gæti ekki kostað svo mikið, en skellunum mundi fjölga. En ef tek- ið væri upp á hinu, að fara þvert á móti tillögum mínum, og þá t. d. að fara að eyða tíu eða tuttugu krónum til að setja útlendar kirkjulokur á okk- ar íslensku skellihurðir, — þá,‘nei, jeg býst ekki við þvi, — og legg frá mjer pennann. Ferðalangur. f Kristján Jóhannesson. Að morgni hins 8. febrúarmánað- ar síðastl. andaðist á Eyrarbakka Kristján Jóhannesson verslunarstjóri kaupfjelagsins „Heklu". Hann var fæddur á Skógsnesi í Flóa 8. apríl 1866, sonur Jóhannes- ar bónda Stefánssonar, sem enn er á lífi, og Kristínar Palsdóttur, konu hans, sem dáin er fyrir fáum árum. Kristján rjeðst skömmu eftir ferm- ingu vinnumaður til hins góðkunna verslunarstjóra P. Nielsens á Eyrar- bakka, sem ljet hann jafnframt fást við verslunarstörf, og ávann Kristján sjer skjótt það traust, að hann fjekk fasta atvinnu við verslunina, og var þar uns hann, ásamt fleirum, árið 1904 stofnaði kaupfjelagið „Heklu", sem hann veitti forstöðu til dauða- dags með stökum dugnaði. Frá 1893 var hann jafnan í stjórn sparisjóðs Eyrarbakka, og átti síð- ustu árin sæti í Sýslunefnd. Hann kvæntist 1894 Elínu Sig- urðardóttur frá Eifakoti, sem lifir mann sinn ásamt 3 börnum þeirra. Ein dóttir þeirra dó á sjúkrahúsi Reykjavíkur um sömu mundir og faðir hennar; var hún flutt hingað og jörðuð í sömu gröf og hann þann 24. febr. Kristján sál. var góðum gáfum gæddur, og einkar sýnt urn alt, sem að reikningi og fjármálum Iaut. Hann var vitur maður og ráðhollur, stiltur í lund og gætinn, reglusamur og hreinskiftinn, heimilisfaðir hinn besti og tryggur vinum sínum. Eyrarbakki á þar að sjá á bak einum sínum nýtasta manni. Á. Bl. Það er ekki undarlegt. Nei, það er ekki undarlegt, þó okkur miði sjaldan greitt, því allir hafa á öllu vit, en enginn kann að gera neitt. Og það er ekki undarlegt, þó eitthvað fari úr lagi hjer, því allir hafa á öllu vit, en enginn kann að gá að sjer. Já, það er ekki undarlegt, þó illa gangi, þjóðin mín, því allir hafa á öllu vit, en enginn kann að skammast sín. Gestur.

x

Lögrétta

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögrétta
https://timarit.is/publication/196

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.