Lögrétta

Tölublað

Lögrétta - 23.03.1910, Blaðsíða 3

Lögrétta - 23.03.1910, Blaðsíða 3
L0GRJET1 A. 59 Síra Haraldur Níelsson presta skólakennari hefur opinberlega prjedikað hjer í bænum lærdóma andatrúarmanna, og eftir það svarið prestaeið sinn hjer í kirkjunni. Ef sá maður, sem þetta hefur gert, ætlast til þess, að almenn- ingur telji hann bera sjerlega virðingu fyrir sannleikanum yfir höfuð, þá hefur hann mikið traust á heimsku mann- anna. Það er ómerkilegt mál, sem orðið hefur að deiluefni milli okkar síra H. N., svo ómerkilegt, að tæplega er orð- um um það eyðandi. Hann neitar því í ísaf., að rjett sje skýring mín í athuga- semdinni aftan við vottorðasafn hans í 13. tbl. Lögr.* og ritar um þetta langt mál. En það, að hann hafi talað orð- in, sem þar eru eftir honum höfð, tal- að þau eins og þar er frá skýrt, — það er satt og verður satt, hversu oft sem hann neitar því og ber það af sjer. Má vel vera, að hann hafi verið 1 ein- hverju dáleiðslu-ástandi eða »millibilsá- standi« og að einhver af öndum hans hafi notað talfæri hans honum ósjálf- rátt — um það segi jeg ekkert. En það eitt er víst, að orðin talaði hann. Jeg hlffði honum við því í athugasemd- um mínum, að lýsa »tillitinu« hans, sem þar er minst á. En til þess að gera mönnum ljóst, hvernig mjer kom það fyrir sjónir, verð jeg að láta þess getið, að jeg hef ekki sjeð augnatillit, sem nákvæmlega líkist því, annarstaðar en hjá huglitlum hundum, þegar komið er að þeim og þeir eru eitthvað að hafast að, sem þeir vita, að þeir eiga ekki að gera. Það þýðir hjá þeim: sFyrir þetta verð jeg barinn«. Jeg lagði líka þýðingu 1 það hjá síra H. N. Um ýms af þeim atriðum, sem sr. H. N. nefnir og við erum tveir einirtil vitnis um, ber hann fram staðlaus og tilefnislaus ósannindi, en um hitt, sem fleiri eru til vitnis um, beitir hann út- úrsnúningum. Orðin, sem hann segir að um sig sjeu sögð 1 4. tbl. Lögr., þar sem þrætan hefst um »Pastors«- greinina, eru sögð um E. Hjörleifsson, og getur hver maður sjeð það, sem fletta vill upp blaðinu. En þessi óráð- vendni er engin misgáningur hjá sr. H. N., því við höfum lesið greinina saman og jeg hefi sagt honum þetta og sýnt honum það. Um viðtal okkar á götu, sem hann minnist á, er líkt að segja. Þar kom hann fram eins og flón, og dettur ekki ofan yfir okkur gamla kunningja hans, þó því bregði fyrir stundum. En ókunnugum til upplýsing- ar skal þess getið, að sr. H. N. er taugaveiklaður maður, þýtur upp reiður oft og tíðum, ef orðinu hallar, skelfur þá og nötrar eins og hrísla og froðu- fellir af heiptaræði, en veit að Kkind- um sjálfur lítið um, hvað hann segir, þegar svo stendur á. I þetta sinn fnæsti hann eins og kettir gera, þegar þeir eiga 1 höggi við sjer sterkari IflSKlIIl. Innkaup á útlendum varningi, gegn fyrirfram greiðslu og sölu á isl. afurðum, annast fljótt og vel A. G-uðmundsson, 2. Commercial Street, Leith. skepnur. Við gengum saman langan veg og jeg dáðist að því við hann, hve prestlegur hann væri. Rjetta meðferð- in á honum hefði þá verið sú, að jeg hefði stungið honum ofan í einhvern skaflinn, sem við gengum hjá, til þess að kæla 1 honum. En það gerði jeg ekki, enda reiddist jeg ekki við hann; hitt var öllu heldur, að mjer blöskraði, hvernig maðurinn gat látið út af jafn- lítilsverðu efni og þrætumál okkar var og er í mínum augum. Margt fleira er í grein hans, sem ekki er annað en flangs í kringum sannleikann og blekkingaleikur. En ekki nenni jeg að vera að tína upp all- an þann titlingaskít. AftUr á móti skal jeg benda á eitt, og það er þefta: Ef sr. H. N. trúir þvl, eins og hann hefur margopt sjálfur sagt, að andar framlið- inna manna noti oft talfæri jarðarbúa, án þess að mennirnir viti neitt um það sjálfir, sem talfærin leggja til, —hvern- ig fer hann þá að harðneita þvl, að þetta hafi getað komið fyrir um sjálfan hann, þ. e. að hann hafi talað ósjálf rátt, knúður af anda einhvers framlið- ins manns, orð þau, sem jeg þykist hafa heyrt hann segja? — Jeg sje ekki hvernig hann fer að neita þessu af- dráttarlaust, ef allar yfirlýsingar hans um trú hans á andatal og ósjálfræði eru teknar gildar. Annars þykist jeg í byrjun þessarar greinar hafa sýnt fram á það, að við- skifti H. N. við sannleikann hafi ekki ætfð verið sem hreinust. En nú skal jeg enda með öðru dæmi, frá þeim tíma, þegar hann var að ná í prestsembættið við dómkirkjuna. Jeg efast ekki um, að margt kirkjutrúarfólk hafi þá gefið hon- um atkvæði sín, og, að hann hafi gert það ánægt við sig, þegar hann talaði við það. En hitt veit jeg, að hann fjekk þá atkvæði flestra hinna svokölluðu „van- trúarmanna" sem atkvæðisrjett höfðu, af því að þeir töldu hann sín megin. Til kjörfylgis sjer í þeirra hóp mun það hafa verið, að hann ritaði þá nafnlausa grein í Isaf., hlynta »vantrúarstefnunni«, og hvíslaði þvf að þeim, sem honum þótti við eiga, að þetta væri nú eftir sig, en auðvitað mátti það ekki vitnast meðal »trúuðu« kjósendanna. A þenn- an hátt komst hann »í borg« maðurinn, með sinn »sannleikann« í hvorum vasan- um. F.n þar að auki hafði hann svo í brjóstvasanum þriðja „sannleikann", anda trúna sína, og dró auðvitað atkvæði á hann líka. Af þessu má sjá, að sr. H. N. hefur ekki vílað fyrir sjer að kalla það »sann- leika«, sem honum hentaði best að skýra svo í svipinn, þótt um óendan- lega mikilvægari málefni hafi verið að ræða en þrætumál okkar. P. G. Stranð „£auru“. Björgunarsldpið »Geir« hafði komið inn á Blönduós í gær, og voru þá talin lítil eða engin lik- indi til, að »Laura« næðist á flot. Frá þvi á laugardag hafði verið hvast veður og brimgangur þar nyrðra. En meðan »Geir« var á Blönduósi, tók að lygna. Hann fór aftur til Skagastrandar og sýslumaður með honum, en síðan hafa ekki fregnir komið af strand- inu. Með »Lauru« voru 40 farþegar, flestir sjómenn af Isafirði. Liklega flytur »Geir« þá vestur, ef björg- unartilraununum hættir. Póst- flutningurinn sendist landveg til Borgarness. Ljósmynd. Ekki ætla jeg neitt að rjála við greinina hans „Kára“ í síðasta tölubl. ísafoldar með fyrirsögninni „Tryggvi í eldhús- inu". Jeg skoða hana vera ógeðs- legt skolavatn, sem þau systkinin ransóknarnefndin og ráðherrann hafa verið þvegin í. En jeg vil gefa þá upplýsing að síðari hluti greinar minnar í Lög- rjettu, tölubl. 13 , um stóra bróðir og litla bróðir, á að skoðast sem tjósmynd af innra manni R. J. raðnerra. Það er nú farið að tíðk- ast, að setja myndir í blöðin af ýmsum einkennilegum mönnum. Tr. G. Reykjavík. Dáin er hjer á heimili sínu, í Ing- ólfsstræti 18, síðastl. sunnudagskvöld frú Ragnhildur Briem, ekkja síra Eggerts Ólafssonar Briems, er dó hjer í bænum fyrir nokkrum árum, en systir frú Torfhildar Holm skáld- konu. Mjög veik hafði frú Ragn- hildur verið nú lengi undanfarið. Hún var 67 ára að aldri. Jarðar- förin fer fram á laugardag. Jón Jónsson sagnfræðingur heldur alþýðufyrirlestra á annan í páskum og nokkra eftirfarandi sunnu- daga, alls 5 fyrirlestra, um sögulegt efni. Áning heitir stórt og fallegt mál- verk, sem Þórarinn Þorláksson mál- ari hefur nýlega lokið við og ætlar að senda á Charlottenborgarsýning- una í Khöfn nú í vor. Málverkið er úr Þingvallasveit og dregur nafn af því, að á því sjest ferðamaður og hestur hans, en maðurinn hefur farið af baki og er að virða fyrir sjer landslagið, sem málverkið sýnir. Þetta mun vera annað stærsta málverkið eftir íslenskan málara, næst að stærð Heklumynd Ásgríms hinni nýju, sem um hefur verið get- ið hjer í blaðinu. Yoðaskotið. Lögr. hefur verið sent eftirfarandi: „Skot það, sem varð barninu úti á Vesturgötu að ba.ia, hljóp úr byssunni í höndum drengs á 12. ári, en var ekki af völdum barnsins sjálfs. Þetta eru blöðin beðin að leiðrjetta". »Prospei’0« kom til Færeyja í gær, og fer þaðan í dag áleiðis hingað, ef veður leyfir. Hjeðan fer hún svo í kringum land til útlanda. H. Hafstein, bankastjóri, fer með „Prospero" til Akureyrar, og verður þar fyrst um sinn bankastjóri útibús íslandsbanka, þar til nýr bankastjóri er fenginn og Hafstein hefur sett hann inn í starfið. »Botilía« kom frá útlöndum í nótt, hafði fengið vont veður síðustu dagana. Með henni kom Sig. Magn- ússon læknir, er verið hefur erlendis um tíma og kynt sjer btrklaveikra hæli á ýmsum stöðum; Einar Bene- diktsson skáld; Kofod-Hansen skóg- fræðingur; kaupmennirnir Egill Jak- obsen, Garðar Gíslason o. fl. Penlngabudda með talsverðu af peningum os tveimur gullhringum týnd- ist í gær í miðjum bænum. Skilist í Bankastræti 6 gegn fundarlaunum. 20. mars 1910. (á sextugs-afmælinu mínu). Hvar mun jeg eiga elli-skjól? örðugan gerir haginn; lækka tekur lífsins sól, líður á ævi-daginn. Mjer finst jeg annars furðu-snjall og fjandi-brattur vera. En hjeðan afájeg að heita karl. Hart er það að bera. Jón Ólafsson. Hvar d hann heima? Á viðskiftaráðanauturinn okkar heimili hjer í Reykjavík, eða á hann það ekki? Jeg hef spurt ýmsa að því, en enginn segist vita neitt um það. Nú er niðurjöfnunarskráin koinin og ekki er nafn hans þar að finna. Hjer er ekki lagt á hann út- svar. En hvar á hann þá heimili? Getur ekki niðurjöfnunarnefndin eða þá einhver annar gefið mjer upplýs- ingar um það í Lögr.? Spurull. Netatjón hefur orðið alment í veiðistöðunum hjer suður með Reykja- nesinu nú undanfarandi. Hafa netin lent í hnúta og sum rekið upp. En fiskur er þar mikill. Mkur ágæt herbergi til leigu frá 14. maí í Bakkabúð. Sömuleiðis mjög aðgengileg búð fyrir hálfvirði. (3 UnDIRRITAÐUR selur cldfast- an leir og síeina. og kaupir gamalt látitn, eir og blý. Bergstaðastræti 29. Vald. l’aulseu. Hjer með tilkynnist, að systir mín, ekkjufrú Ragnhildur þorsteinsdóttir Briem, andaðist hinn 20 þ. m., og er ákveðið, að jarðarför- in fari fram laugardaginn 26. þ. m. frá heim- ili hinnar látnu, Ingólfsstræti 18. Húskveðj- an hefst kl. 12 á hádegi. T. P. HOLM. Gullbrjóstnál fundin, vitja má á Grettisgötu $2. 204 201 »Hvað segirðu um annað eins og þelta, Konráð?« spurði stórmeistarinn. »Er ekki ræningjabæli hæfilegur dval- arstaður fyrir annan eins ábóta og þennan? Ekki er að furða, þótt guðs hönd hafi yfirgefið oklcur og við miss- um nú fótfestu á einum staðnum eftir annan í landinu helga, þar sem slík spilling þróast innan kirkjunnar og hún hefur i þjónustu sinni aðra eins menn og þennan ábóta í Jörfa. Og hvað á maðurinn við, þar sem hann talar um nýja töfradis frá Endor?« Konráð mnnkur var betur að sjer i þessum sökum en stórmeistarinn og sagði honum, að þar sem þarna væri talað um töfra, væri átt við holdlegar ástir, og væri þetta algengt orðatiltæki veraldarmanna um þær konur, sem þeim litist vel á. En stórmeistarinn var ekki ánægður með þá skýringu. »Það er meira í þessu en þú hygg- ur, Konráð«, sagði hann. »Þú ert of saklaus til þess að sjá í botn á þessu spillingarinnar og guðleysisins hyldýpi. Bebekka frá Jórvik hjet stúlka, sem lærði hjá Maríu gömlu galdranorn, sem þú hlýtur að kannast við, og það mun vera þessi stúlka, sem hjer er um að ræða, enda skulum við nú heyra, hvað Gyðingurinn segir um það«. Síðan sneri hann sjer til ísaks og mælti: »Það er dóttir þín, sem er fangi Brjáns riddara frá Bósagiljum, eða er ekki svo?« »Jú, æruverði, hrausti herra«, stam- aði ísak, »og það lausnargjald, sem hægt er með sanngirni að krefjast af fátækum manni------------«. »ÞegiðuI« sagði stórmeistarinn. »En hefur ekki þessi dóttir þin fengist við lækningar?«. »Jú, náðugi herra«, svaraði Isak og jókst lionum nú aftur hugur; »hún hefur mörgum hjálpað með þeirri góðu gáfu, sem himnanna herra hefur þókn- ast að veita henni«. »Það er svo sem auðvitað«, sagði stórmeistarinn, »að dóttir þin fremur lækningar sinar með særingum og notar við þær ýmis konar dulfræði«. »Nei, nei, langt frá þvi, æruverði riddari«, svaraði ísak; »hún notar mestmegnis smyrsl, sem hafa dásam- leg áhrif«. »Hvar hefur hún lært þetta?« spurði stórmeistarinn. »Hjá gamalli konu af þjóðflokki okkar, sem María hjet«, svaraði ísak. »Þarna kom það!« sagði stórmeist- arinn. »Og er ekki María þessi ein- mitt galdranornin, sem alræmd er orð- in meðal allra kristinna þjóða?« Hann krossaði sig. »Hún var brend á báli«, sagði hann, »og öskunni feykt i allar áttir. Eins verð jeg að fara með töfranorn þá, sem nú er mitt á meðal okkar. Jeg verð að gera það til frelsunar þeim heilaga fjelagsskap, sem jeg er settur yfir. Jeg verð að sýna, hvað á því segist, að hafa töfra- brögð í frammi við hermenn liins heilaga Musteris! Kastið þessum Gyð- ingi undir eins út hjeðan úr klaustrinu að orðtæki um þá, sem mikið drekka, að þeir wdrekki eins og musterisridd- arar«. Og kvennafarið keyrir úr hófi. Þeir halda nú ekki aðeins við kven- fólk af okkar kynflokki, heldur jafn- vel við heiðnar konur og Gyðinga- stelpur. En nú ætla jeg að hreinsa Musterisregluna og reka vægðarlaust burt alla þá, sem að hneykslinu eru valdir«. »Best er samt að hafa það hugfast, að þessir leslir eru orðnir hjer að vana«, sagði Konráð munkur. »Þú ættir að fara að öllu með gætni og lægni«. »Nei«, svaraði stórmeistarinn. »Alt skal gerast undir eins, umsvifalaust og vægðarlaust, annars er úti um must- erisriddararegluna, hún veslast upp og hverfur úr sögunni«. »Guð gefi, að slíkt komi aldrei fyrir«, sagði Iíonráð. »En þá eigum við að verðskulda vernd hans«, sagði stórmeistarinn há- tíðlega. »Guðleysi núlifandi kynslóð- ar hrópar til himinsins«. í þessu kom riddarasveinn inn í garðinn til þeirra. Hann var í gat- slitnum fötum, því það var þá venja, að riddarasveinarnir slitu út úr göml- Um flíkum húsbænda sinna. Sveinn- inn laut stórmeistaranum auðmjúk- lega, en beið þess svo þegjandi, að sjer yrði sagt að koma fram með er- indið. »Æruverði faðir«, sagði hann, er stórmeistarinn hafði gefið honum bend- ingu um, að hann skyldi tala, »hjer er kominn Gyðingur og bíður utan við hliðið; liann vill fá að tala við Brján frá Bósagiljum«. »Það var rjett gert af þjer að koma með boðin til mín«, sagði stórmeist- arinn. »En hvað er nú um Brján að segja?« spurði hann og sneri sjer til Konráðs munks. »Það er vel af honum látið», svar- aði munkurinn. »Brjánn er mjög varahuga verður maður«, sagði stórmeistarinn. »Þegar hann gekk inn i reglu okkar, hafði hann reynt mótlæti og vonsvik. En nú er hann orðinn voldugur vjelasmið- ur og leiðtogi meðal þeirra, sem mest hættan stafar frá«. Svo sneri hann sjer aftur til ridd- árasveinsins og sagði: »Láttu Gyðing- inn koma hingað inn til mín, Daníel«. Sveinninn gekk út, en kom að vörmu spori inn aftur og með honum Isak gamli frá Jórvík. Gyðingurinn var auðmjúkur og angistarfullur. Þegar hann var svo sem fjögnr skref frá stórmeistaranum, gaf Lúkas honum bendingu um það með staf sínum, að nú mætti hann ekki koma nær. ísak fjell þá á knje og kysti jörðina til merkis um auðmýkt sina og undir- gefni. Svo reis hann á tætur, kross- lagði hendurnar á brjóstinu, draup höfði, horfði til jarðar og stóðframmi fyrir stórmeistaranum með öllum þeim auðmýktarviðburðum, sem titt var að sjá hjá þrælum í Austurlöudum. »Farðu nú út, Daniel«, sagði stór- meistarinn við sveininn, »og láttu verði vera við hjerna utan við garðshliðið.

x

Lögrétta

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögrétta
https://timarit.is/publication/196

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.