Lögrétta - 13.04.1910, Qupperneq 4
72
L0GRJETTA.
UanbTæi ysrsliarisli.
Innkaup á útlendum varningi, gegn fyrirfram greiðslu
og sölu á ísl. afurðum, annast fljótt og vel
A. Guðmundssoii,
2. Coraniercial Street, Leith.
_ Talsími 244
hefur margar góðar vörutegundir á boðstólum.
ÍÞar á meðal:
Norðlenska sauðaKjötið — hvergi jafn-ódýrt.
ísl. smjör og kæfa.
Saltmoti margsk. — jafngott og annarstaðar en þó ódýrast.
Verkmannaskó sterkasta og ódýrasta.
Allskonap nauðsynjavörur.
Allir, sem skifta við versl. Kaupangur, vita að þar eru
aðeins góðap vöpup, með góðu verði.
verður haldinn laugardaginn 23. þ. m. á Hótel ísland og
byrjar kl. 9 síðdegis.
c&jelagssíjórnin.
Hafnarnefnd: Tr. Gunnarsson, J.
Þorláksson.
Skattanefnd: H. Jónsson, Kl. Jóns-
son.
Heilbrigðisnefnd: Þ. Thoroddsen.
Stjórn Fiskimannasjóðs: Tr. Gunn-
arsson.
Vatnsveitunefnd: J. Þorláksson,
Bríet Bjarnhjeðinsdóttir.
Gasnefnd: borgarstjóri, K. Zimsen,
L. H. Bjarnason, G. Björnsdóttir, P.
J. Guðmundsson.
Kosnir prófdómendur við unglinga-
skóla Ásgr. Magnússonar við vor-
próf nú í vor: skólakennarar Þorl.
H. Bjarnason og Jóh. Sigfússon.
Mælt með prestaskólakernara Eiríki
Briem sem prófdómanda við stýri-
mannapróf í vor.
Bætt inn á alþingiskjörskrá 90
kjósendum samkv. kærum, en kærur
14 manna ekki teknar til greina. 13
menn feldir burt af skránni.
Kosin í nefnd til þess að gera til-
lögur um breytingar á lögreglusam-
þykt kaupstaðarins (sjerstakl. um
hundahald): K. Magnússon, K. Zim-
sen, Kl. Jónsson.
Skipaðir embættismenn í slökkvi-
liðið: Jóh. Lárusson og Erasmus
Elíasson, undirsveitarhöfðingjar í*hús-
rifrildisliði; Sigurður Þorsteinsson,
deildarstjóri við 1. dælu, Hjalti Sig-
urðsson, Ari B. Antonsson, Jóh. Magn-
ússon og Árni Jónsson, flokkstjórar
við 1.—4. dælu; Kristófer Sigurðs-
son yfirmaður við sjálfstæða stigann.
Samþ. að veita Ben. Jónssyni sót-
ara 100 kr. úr bæjarsjóði eitt skifti
fyrir öll í stað eftirlaunahækkunar,
er hann sótti um.
Norðangarðiu' hefur verið hjer
það, sem af er þessari viku, með
grimdarfrosti. Mest var það á
mánudagsmorguninn, 6,8 stig hjer
í Rvik, en 14 st. á ísafirði, 8 á
Akureyri, 10 á Grímsstöðum og 5
á Seyðisfirði. Litlu lægra var
frostið í gær. A undan höfðu ver-
ið góð hlýindi um tíma.
Ilarnaskólinn í Bergstaðastræti
hefur 31. f. m. fengið staðfestingu
og viðurkenningu stjórnarráðsins
samkv. fræðslumálalögunum. Hef-
ur skólahaldarinn, Asgr. Magnús-
son, látið prenta reglugerð fyrir
skólann, staðfesta af stjórnarráðinu.
Inílóensuveikin, sem gengið hef-
ur hjer í bænunr, má nú heitaúti.
Margir hafa legið af hennar völd-
um lengri eða skemri tíma, en fá-
um mun hún hafa orðið að bana.
L. H. Bjarnason lagaskólastjóri
hefur legið veikur um tíma, af in-
flúensuveikinni, en er nú þegar al-
bata.
Mann tók út síðastl. Iaugardag
af fiskiskipinu »Sea-gull«. Maður-
inn hjet Sæmundur Jóelsson, ung-
ur maður. Tveir aðrir af skip-
verjum höfðu meiðst í sama skift-
ið. Skipið kom inn hingað í gær-
dag.
Leikhúsið. Þar er nú nýbyrj-
að á nýjum leik, »ímyndunar-
veikinni«, eftir Moliére, skemti-
legum leik og fjörugum. Aðal-
hlutverkið leikur Árni Eiriksson
og tekst það vel, en það er að sýna
ímyndunarveika karlinn. Yinnu-
konu hans, sem er önnur aðal-
persóna leiksins, leikur frú Ste-
fanía Guðmundsdóttir. Hún hefur
ekki leikið í vetur fyr en nú.
Dóttur karlsins leikur frk. Guð- :
rún Indriðadóttir, en konu hans
frk. Þuríður Sigurðardóttir; lækn-
ana Helgi Helgason og Jónas H. j
Jónsson, hiðlana Herb. Sigmunds-
son og Friðf. Guðjónsson, og
bróður karlsins St. Runólfsson.
Yfir höfuð var vel leikið. Sjer-
staklega skemtu mennsjervel við
leik vinnukonunnar og annars
biðilsins (Fr. G.) auk ímyndunar-
veika karlsíns sjálfs, sem alla fær
til að hlæja.
Sjálfsagt verður þessi leikur vel
sóttur.
Finnland. Áður hefur verið
skýrt frá því hjer í blaðinu, að
Rússakeisari lagði fyrir Dúmuna
lagafrumvarp, er gerði að engu
sjálfstæði Finnlands. Þetta frum-
varp er nú gengið í gegn. En sím-
að er frá Khöfn 7. þ. m., að Finnar
ætli að risa upp og mótmæla þeim
aðförum.
Úr Skagaíirði er skrifað 20 mars:
„Hjer er versta tíð, jarðleysur og fann-
fergja. Sýslunefndarfundur skagfirð-
inga er nýlega afstaðinn; fá merk
mál voru þar til umræðu. Marka-
breytingarmál frá landbúnaðarfjelag-
inu kom þar fyrir og var því vísað
heim í sveitirnar til umsagna, og
mjög hæpið að það gangi í gegn.
Talið er víst, að síra Hallgrímur
Thorlacíus sje að berjast fyrir að
verða konungkjörinn næst; þá fær
þjóð vor það, sem hana vantar".
„Barðinn“, flutningaskip Elef-
sens hvalveiðamanns á Mjóafirði,
kom hingað í fyrra dag til þess
að sækja hingað verkafólk. Með
honum komu nokkrir farþegar að
austan: Axel Tulinius sýslumað-
ur á Eskifirði, síra Jóhann Svein-
bjai'narson á Hólmum, Ivonráð
Hjálmarsson kaupm. á Mjóafirði,
Jónas Gíslason á Nesi í Loð-
mundarfirði, Vilhj. Árnason á Há-
nefsstöðum í Seyðisfirði, Sigurð-
ur Eiríksson kaupm. á Höfða-
brekku í Mjóafirði, Vilh. .Tensen
kaupm. á Eskifirði o. íl.
Aflabrögð á Austfjörðum. Síld
var inni á Reyðarfirði, þegar
»Barðinn« fór þar um nú fyrir
nokkrum dögum og veiddist í
lagnet. Hvalir höfðu verið inst
inni í firðinum. Hvalveiðar voru
þá nýbyrjaðar eystra, þó aðeins
af einum bát og hafði hann far-
ið út 3 daga í röð og fengið hval
í hverri ferð. Sá bátur var frá
Ellefsen.
Gufubátur fcrst. Guíubáturinn
»Hrólfur« frá Seyðisfirði fórst 30.
f. m. nálægt Selvogsgrunni. Hann
var þá á heimleið hjeðan frá Reykja-
vík. Skipverjar voru 12 og 2 far-
farþegar, og var öllum bjargað af
ensku botnvörpuskipi, er flutti þá
til Vestmannaeyja.
Samábyrgðarumboðsmenn hafa
verið skipaðir: Gunnar Olafsson
alþm. í Vestmannaeyjum, Helgi
Jónsson verslunarm. á Stokkseyri,
Hjálmar Sigurðsson kaupm. íStykk-
ishólmi, Jón á Jónsson bankabók-
ari á ísafirði og Otto Tulinius
kaupm. á Akureyri.
Svartdælir halda i sumar 100
ára afmæli sveitar sinnar.
Prestastefna verður haldin á
Hólum í Hjaltadal 7.—9. júlí í
sumar. Þar er áformað að vígslu-
biskup Norðlendinga, síra Geir Sæ-
mundsson, verði vígður 10. júlí.
KKtur í ilamsal. Nú nýlega
vildi það hræðilega slys til í þorp-
inu Ököríto í Ungarn, að300manns,
sein var að dansa inni í hlöðu,
brann þar inni. Ungt fólk hafði
safnast þarna saman til að dansa,
en húsið fyltist brátt, en þó vildu
fleiri og fleiri komast inn. Dyrun-
um var þá lokað. En einhverjir,
sem lokaðir voru úti, höfðu þá
hefnt sín með því að kveykja í liús-
inu. Eftir örstutta stund stóð alt
í báli. Dyrnar voru aðeins einar
og þar tróðst fólkið undir og varð
svo eldinum að bráð. 300 manna
fórust, en 75 komust af, með meiri
og minni meiðslum.
Munurinn á framkomu fyrv.
og núv. ráðherra okkar út á við er
sá, að Hannes Hafstein kom svo
fram fyrir íslands hönd í Danmörku,
að mótstöðumaður hans þar, dr. K.
Berlín, kallar hann í dönskum blöð-
um hafa gerst foringja „Landvarnar-
manna", en hjer heima kom H. H.
fram eins og sáttasemjari milli Dana
og íslendiriga. Björn Jónsson hefur
farið þveröfugt að, smjaðrað og flat-
magað í Danmörku, en altaf þótst
vera fullur af sjálfstæðisrembingi hjer
heima fyrir.
lliíinæAi. Þægileg íbúð og
einstök herbergi á skemtilegum
stað í bænum. Guðjón Sigurðs-
son, Ingólfshvoli, visar á.
Sfígar,
ómissandi eign fyrir hvert hús,
t. d. ef brnna ber að höndum,
fást 1
Timbur- og kolaverslunin
„REYIÍJAVÍR“.
eru aftur komnar í
Timbur- og Kolaversl.
„ReyKjavik44.
Th. Chorsteinsson S Co.,
Hafnarstæti,
fengu með »Ceres« tvær nýtísku-
tegundir af Flibbum úr írsku ljer-
efti, sem seldar verða svo að segja
með innkaupsverði.
3 stk. fyrir aðeins 1 kr.
Regnkápur, með mjög góðu sniði,
á kr. 18,00.
Skinnjakka á kr. 18,00 og 19,00.
Skinnvesti frá kr. 9,00—18,00.
Nýjar birgðir af Höttum og Húf-
um.
Sumarhúfur, fóðraðar og ófóðrar-
pr. kr. 1,00.
Drengjaföt og drengjapeysur.
Ullarpeysur á fullorðna, hvítar og
misl.
Enska og þýska sportsokka.
Hvalfirðingar,
sem kynnu að þurfa timbur
í vor eða sumar, ættu sem
fyrst að snúa sjer til hr.
Jóns hreppstjóra Sigurðs-
sonar í Kalastaðakoti.
Timbur oy kolaverslunin
„Reykjavík“.
Hamburg
W. v. Fssen & W. Jacoby.
(Eigandi Waldemar v. Essen. Stofnað 1869).
Vöruafgreiðsla. Skipaafgreiðsla. Vátrygging.
Meðmæli: Die Deutsche Bank.
Innilegt pakklæti vottum við öllum þelm,
er sýndu okkur hluttekningu við dauða og
geftrun elsku litlu dóttur okkar Láru Sigríði.
Valg’erður Freysteinsd. Gísli Helgasou.
Firri aðalfundur verður
haldinn í Bárubúð (nppi) langar-
daginn 16. apríl næstk. kl. 5 síð-
degis.
Reikjavík n. apríl 1910.
Björn M. Ólsen,
p. t. forseti.
Flestar teg,uii<iÍT* af
fást nú í
Timbur- oy kolaversluninni
„ lteykjavik“.
Sömuleiðis innan-, utanhiiss-
og milliveg'gjapapiti.
Þakjári
kemur í þessum mánuði.
I}eill farmur
af TIMBRI kemur snemma í Maí
og sömuleiðis nokkuð með tveim
næstu ferðum Wathnes-skipa.
Til leigu frá 14. maí er stór
stofa með svefnherbergi, á góðum
stað. Skemtilegt útsýni. Uppl. á
Lindargötu 8 B. uppi. 2
Til lelgu tvær þriggja-herbergja í búð-
ir á Spítalastíg. Ritstjóri ávísar.
Eggert Claessen
yfirrjettarmálaflutningsmaður.
PÓ8thÚ88træti 17. Venjulega heima kl. 10—11
og 4—5. Talslmi 16.
Z\\ almennings!
Athygli manna skal vakin á því, að
eg undirritaður hef nú tækifæri til þess,
að bjóða almenningi að leysa af hendi
allskonar járnsmíðar. Hef jeg á boð-
stólum allskonar járn til húsbygginga og
leysi þesskonar járnsmíðar svo vel af
hendi og ódýrt, að menn eiga ekki kost
á, að fá jafngóð kjör annarstaðar. Jeg
hef miklar birgðir af járni fyrir hendi,
en það, sem ekki er fyrir hendi, verður
útvegað svo fljótt sem kostur er á. Öll
stærri smfði verða tekin á „akkorð",
ef óskað er, og vinna öll verður fljótt og
vel af hendi leyst. Jeg ráðlegg mönn-
um að reyna þetta, og munu þeir, sem
eitt sinn hafa byrjað á viðskiftum við
mig, ekki leita annara. Af sjerstökum
smíðum vil jeg benda á járngrindur og
hlið.
Til sveitamanna!
Jeg vil benda sveitamönnum sjerstak-
lega á, að jeg býð þeim hestajárn smíð-
uð úr stáli, sem eru mjög hentug, end-
ingargóð og ódýr, einkum í stærri kaup-
um og sjeu þau pöntuð í tíma. Enn
fremur alt smíði, er sveitamenn þarfnast.
Páil Magnússon.
Bergstaðastræti 2, Reykjavík.
2—3 lierbergi (niðri) á góðum
stað, með eldhúsi, óskast til leigu
strax. Upplýsingar í Pósthússtr. 15.
Sjómaður.
Ungur maðui’, sjóhraustur og
duglegur, getur fengið starf sem
matrós á s/s Trygve, sem liggur
hjer á höfninni. Snúi sjer til
skipstjórans.
RjólK frá Gunnsteini i Skild-
inganesi er ekki seld lengur í
Tjarnargötu 4.
Guðrún Jónsdóttir.
2 Iicrbcrgi til leigu á góðum
stað í bænum, með eða án hús-
gagna. Ritstj. ávisar.
HöskuF
unglingur getur fengið ársatvinnu
við keyrslu á brauðum og aðra
snúninga.
Daníel Bernhöft.
Tiniiumann vantar á Hotet
ísland.
ViiinnKona óskast frá 14.
maí. Ritstj. ávísaar.
Leikið í Iðnaðarmannahús-
inu Laugardag 16. apríl, kl.
8V2 síðdegis.
Tekið á móti pöntunum á aðgöngu-
miðum í afgr. ísaf.
Undirritaður lætur framvegis
s e 1 j a
iiijollc, rjóma
og æliyr
1 i'ii I Scauf jií-lioll í
wi Cjarnargötu h-m
Hvergi annarstaðar í Reykjavíb.
p. t. Reykjavlk 5. apríl 1910.
Dan. Danielsson.
Taiitar þig cKKi húsnæði?
Komdu i Bergstaðastræti 3. Þar geturðu
valið um herbergi, góð og akemtileg, móti
sól, með forstofuinngangi, hvort sem þú vilt
heldur eitt eða fleiri, með öllu tilheyrandi
eða tóm. Talsíini 208.
Sigurður jlíiagnússon
læknir
býr nú KirKjustræti 10.
Viðtalstími 11—12. Talsími 204.
Smáauglýsingar tekur
„Lögrjetta" framvegis fyrir lægra verð
en áður. En þá verður borgun að
fylgja jafnframt
Brúkuð íslensk frimerki
kaupir með hærra verði en áður
Inger Ostlund.
Auglýsingum í „Lög-
rjettu“ tekur ritstjórinn við
eða prentsmiðjan.