Lögrétta - 18.05.1910, Síða 3
L0GRJET1 A.
97
sagði hvar ólifnaðarhúsið væri, sem
stúlkan hefði komist úr. — Morgun-
in eftir var grjóthrúga ein þar sem
húsið hafði staðið, — svo alvarlega
taka Englendingar í málið. — Og
samt sem áður eru árlega tældar
margar Norðurálfustúlkur til Suður-
Ameríku í þessu skini, og jafnvel til
Norður-Ameríku einnig. Raunar vildu
menn naumast trúa því, en nú hefur
nefnd sú, er Taft Bandaríkjaforseti
skipaði til að rannsaka „hvítu þræla-
vferslunina", komist að raun um, að
hún blómgast allvel þótt leynt fari,
og í Chicago náði nefndin í öflugt
fjelag, sem rak þá þokkalegu atvinnu
að tæla ungar stúlkur til Ameríku
og selja þær svo til saurlifnaðar.
Hvít stúlka kostaði hjá því 13 3°
dollara, en kínversk 190 dollara.
Vitanlega taka lögin ekki mjúkum
höndum á þessum mannaveiðurum,
og nú ætla Bandamenn að herða
þau lög að stórum mun. En fant-
arnir eru slungnir vel og hafa stund-
um veitt vel, einkum þar sem starf
þeirra er alveg ókunnugt, og þar eð
komist hefur upp, að þeir hafa stund-
um tælt stúlkur frá Norðurlöndum,
sendi stjórn Norðmanna í fyrra eða
hittifyrra umboðsbrjef til allra presta
landsins og fól þeim að vara
ungar stúlkur safnaðanna við að fara
utan, nema þær væru alveg vissar um
að vandað fólk tæki við þeim.
Sumir telja Mormónatrúboðana lít-
ið betri en þessa mannaveiðara, og
því er starf þeirra sumstaðar fyrir-
boðið að lögum, en þótt Mormónar
hafi verið kunnir að fjölkvæni, og
sjeu enn breiskir mjög í þeim sök-
um, eru þeir þó alt annað þessir
þrælakaupmenn.
S. G.
Engin hætta stendur jörðinni af
halastjörninni, segja allir, sem
vit hafa á því.
Nord Alexis, sem áður var forseti
lýðveldisins á eynni Haiti, er nýlega
dáinn. Hann var fjörgamall, að
minsta kosti kominn yfir nírætt,
sumir segja yfir tírætt. Hann dó í
Kingston á Jamaica, flúði þangað
eftir uppreisnina 1908. Hann var
harðstjóri hinn mesti, meðan hann
fór með völd á Ha'fti, og illa þokk-
aður. Altaf var hann heilsuhraustur.
Stórauðugur var hann, margfaldur
miljónamaður.
Reykjavík.
Yeðrið. Síðan umskiftin urðu,
fyrir rúmri viku, hefur tíðin verið
hin besta. Nú síðustu dagana hefur
hitinn verið 11—13 st. á Akureyri
og um 10 st. á Grímsstöðum kl. 7
árd., segja veðursímskeytin, en nokkru
lægri hjer. I gær og í dag er rign-
ing öðru hvoru.
Yendsyssel, aukaskip frá Sam.
Gufusk.fjel., kom hingað í morgun
frá útlöndum.
Panlhan, franskur flugmaður fræg-
ur, flaug rjett fyrir síðastl. mánaða-
mót frá Lundúnum til Manchester.
Fyrir þá þraut hafði verið heitið
180 þús. kr. verðlaunum og hlaut
Paulhan þau. Hann fór leiðina í
tveimur áföngum, en vegalengdin
kvað vera 42 danskar mílur.
HP fallegt og óðýrt veggjóður (Jetræk)
hjá Jóni Zoéga.
Talsími 128. Bankastræti 14.
, Smjorverslunin á Langav.
22
flytur í Austurstræti 17 (við hliðina á Sápuhúsinu) og
opnar þar nýja búð
Laiigardaginn 20. |>. m.
Jeg vona að mínir mörgu og gömlu viðskiftavinir úr Austur-
bænum haldi áfram að skifta við mig þar, og að margir nýir bætist við.
Með virðingu
Hj. A. Fjeldsted.
MF* Xaupenður £ögrjettu, sem bústaða-
skijti haja, eru beðnir að gera ajgreiðslumanni,
á íaugaveg 41, aðvart, sem allra jyrst.
hef jeg ætíð fyrirliggjandi af ýmsri
gerð. Skorið eftir þvi sem liver óskar.
Mestar birgðír ogl
■ _ . _ tá öllu landinu.
lang-besta veroj
Fljótt og vel af hendi leyst.
J es Zi íii sen.
Ualastj ai-iian.
óvanalega ódýr í
Takið eftir!
Hreina og góða nýmjólk,
ásamt brauðum úr elsta og besta
bakaríi bæjarins, D. Bernhöfts, er
nú byrjað að selja niðri í vestur-
endanum á húsi Jóns Sveinssonar
trjesmiðs. Inngangur móti Templ-
arahúsinu.
Gerið svo vel að panta í tíma.
5vuritutau
i Kjólatau
kom nú með »Sterling« í
stóru úrvali í
versl. Sturlu Jónssonar.
Stúlka óskast í ársvist. Upplýs-
ingar Aðalstræti 8.
Fataefni
OR
ftlbúinn jatnaður,
mjög ódýrt.
Sfuría dónsson.
Til leigu:
Ibúðir <>«>■ einstök
lierberfí'i á
í kvöld fer jörðin gegnum hal-
ann á Halleys halastjörnunni.
Eftir mælingum, sem gerðarvoru
í Greenwich í haust sem leið, átti
jörðin að snerta iýrst halann 18.
maí kl. 10 e. m. En eftir nákvæm-
ari mælingum, gerðum í febrúar í
vetur, snertir jörðin fyrst halann
18. maí kl. 10,37 e. in., og fer í
gegnum hann á einum klukkutíma,
verður kominn út úr honum aftur
kl. 11,37.
Þetta er tekið eftir tímaritinu
»Nature«.
og ýmislegt annað tilheyr-
andi veiðiskap er ný-
komið í
versl. Sturlu Jónssonar.
ódýrast í verslun
STVHLU JÓNSSONAR.
versl. Sturlu Jónssonar.
í handavinnu veita undirritaðar
unglingsstúlkum frá 1. júní næstk.
Þingholtsstræti 16.
og Reiðjataejni
komið aftur í verslun
Sturlu Jónssonar.
Lára Lárusdóttír & Ragnh. Porsteinsdóttir.
Eggert Claessen
yfirrjettarmálaflutningsmaður.
Pösthússtræti 17. Venjulega heima kl. 10—I.
og 4—5. Talslmi 16.
Hverfisgötu, Frakkastíg,
Laugaveg, Spítalastíg,
Laufásveg, Grundarstíg,
Gisli Þorbjarnarson.
StFálattar,
Enskar húfur
I verslun STURLU JÖNSSONAR.
224 221
Ríkharðúr konungur situr í fangelsi
erlendis. Komi jeg til hólmgöngunnar,
þá hlýtur þú að deyja, þótt þú aldrei
nema getir fengið einhvern ungling til
þess að berjast fyrir þig«.
»Hvað á það að þýða, að þú endur-
tekur þetta svo oft?« spurði Rebekka.
»Komi jeg til hólmgöngunnar«, sagði
Brjánn, »þá verður þú að líða kvala-
fullan dauða. En komi jeg ekld, þá
er riddaraheiðri mínum lokíð og jeg
er svívirtur maður, sakaður um að
hafa farið með galdra og haft sam-
neyti við vantrúaða menn. Jeg ber
frægt nafn, sem orðið hefur enn frægra
en áður þann tíma, sem jeg hef borið
það. Þetta nafn verður fyrir háði og
fyrirlitning — og samt, Rebekka«, sagði
hann og fleygði sjer fyrir fætur henn-
ar, »samt vel jeg þetta, ef þú segir:
þá skalt þú verða elskhugi minn,
Brjánn«.
»Láttu ekki heyra til þín aðra eins
vitleysu og þetta, herra riddari«, svar-
aði Rebekka. »Farðu heldur til lands-
stjórnarinnar, til gömlu drotningar-
innar og Jóhanns prins og segðu þeim,
hvað lijer er að gerast. Þau geta ekki
látið framferði stórmeistara ykkar við
gangast, ef þau fá vitneskju um það.
Á þann hátt getur þú frelsað mig, ef
þú vilt, án þess að það kosti þig
nokkuð«.
»Jeg vil ekkert við þau eiga«, sagði
Brjánn og hjelt í kjólslóða Rebekku.
»Jeg á þetta við þig og enga aðra. Nú
átt þú valið«.
»Guð veri mjer náðugur«, sagði Re-
bekka. »Þetta val, sem þú býður mjef,
er ekkert val. —Jeg get ekki talað við
þig' lengur. Láttu míg nú í friði! Jeg
öfunda þig ekki af riddaraheiðri þín-
um, ekki heldur af forfeðrum þínum,
sem voru siðmenningarlitlir heiðingjar,
og þaðan af síst öfundu jeg þig af trú
þinni, sem þú játar með vörunum, en
breytir þvert á móti«.
»Svo sannarlega sem jeg lifi, þá er
jeg töfraður!« sagði Brjánn. »Jeg fer
sjálfur að halda, að alt, sem gamli
naggurinn sagði í dag, sje satt. Það
er eitthvað ósjálfrátt við þá kvöl, sem
jeg tek út af þvi, að þurfa nú að skilja
við þig. — Fagra kona«, sagði hann
og gekk nær henni með mestu lotningu,
»svo ung, svo fögur, svo djörf, og þó
dæmd til að deyja, og það í vansæmd
og með kvölum! Fyrirgefðu mjer nú
alt og við skulum skiljast eins og vinir.
Jeg hef reynt að telja þjer hughvarf,
en það hefur ekki tekist. Núeríyrir-
ætlun mín föst og óhagganleg eins og
forlaganna boð«.
»Menn skella oft skuldinni á for-
lögin sjer sjálfum til afsökunar«, sagði
Rebekka. »En jeg fyrirgef þjer, Brjánn
riddari, þótt þú sjert orsök í dauða
mínum«.
»Yertu þá sæl«, sagði Brjánn og gekk
út úr herberginu.
XL.
Nú víkur sögunni aftur til svarta
riddarans. Þegar hann fór frá dóm-
trje útlagaflokksins, lijelt hann beina
leið til klausturs eins sem þar var eigi
hans, faðir minn; hann er vel metinn
meðal landa sinna og má vel vera, að
hann geti fengið einhvern til þess að
berjast fyrir mig, þótt hann sje sjálfur
enn veikur. Hann var með okkur,
eins og þú manst, þegar við vorum
tekin og flutt til Hrafnabjargakastal-
ans. En mundu að segja honum, að
hvort sem jeg lifi eða deyi, þá &je jeg
alsaklaus af þvi, sem jeg er ákærð
fyrir«.
ísak hlustaði eftir með þolinmæði,
meðan brjefið var lesið upp, en tók
svo aftur að barma sjer að hætti Aust-
urlandabúa, sló út höndunum og æpti,
reif klæði sín og jós mold yíir höfuð
sjer. »Dóttir mín! Dóttir min! Þú,
sem ert liold af mínu holdi og béin
af mínum beinum!« æpti hann.
»Láttu ekki svona, maður«, sagði
Natan. »Þessi hörmung gagnar ekki.
Reyndu heldur að finna þennan ívar
Siðríksson, sem hún talar um. Það
getur vel verið, að hann hjálpi ykkur.
Eftir því, sem jeg het heyrt, er hann
í miklum kærleikum hjá Ríkharði kon-
ungi ljónshjarta, og nú flýgur sú fregn
um, að Ríkharður konungur sje kom-
inn aflur hingað til lands«.
»Jeg ætla að reyna þetta«, sagði ísak.
»lvar hlújárn er vænn maður. En hann
hefur legið dauðveikur, svo að hann
getur ekki borið vopn og herklæði
nú. Og mjer dettur enginn annar i
hug, sem hugsanlegt væri að gerði þelta
fyrir okkur«.
»Þú talar, maður, eins og þú værir
heiðingjunum atveg ókunnugur«, sagði
Natan. »Veistu ekki, að þú getur keypt
þá til alls? Farðu nú og findu ívar
hlújárn og vertu vongóður. Jeg skal
líka gera fyrir þig alt, hvað jeg get,
því það væri synd að hjálpa þjer ekki,
eins og nú stendur á fyrir þjer«.
»Já, það væri synd«, svaraði Isak.
»0g drottinn veri lofaður fyrir það, að
jeg hitti fyrir mann, sem hughreysti
mig«.
»Yertu þá sæll«, sagði Natan, »og
gangi þjer alt vel«.
Þeir kvöddust síðan og hjeldu hvor
sína leið. Áki stóð eftir við veginn og
horfði undrandi á eftir þeim.
XXXIX.
Þegar rjettarhaldinu yíir Rebekku
var lokið í hallarsal klaustursins, var
henni aftur fvlgt inn í fangastofuna,
sem hún hafði verið í. í rökkrinu
næsta kvöld var barið þar hægt á
dyrnar. Rebekka hafði þá verið að
lesa bænir sínar, því kvöldhænahald
var hverjum einstökum manni fyrir
skipað hjá Gyðingum. í lok bæna-
gerðarinnar söng lnin stuttan sálm.
Meðan á því stóð skeytti hún ekkert
um, þótt barið væri á dyrnar. En
þegar söngnum var lokið, var enn
barið. »Komdu inn«, sagði Rebekka,
»ef þú ert vinur minn; en sjertu óvin-
ur, — hef jeg samt ekki vald til að
meina þjer inngöngu«.
Brjánn riddari kom inn. »Það er
undir sjálfri þjer komið«, sagði liann,