Lögrétta

Eksemplar

Lögrétta - 29.06.1910, Side 1

Lögrétta - 29.06.1910, Side 1
Aígreiðslu- og innheimtum.: ARINBJ. SVEINBJARNARSON I .sm^aví-e 41. Talsími 74. LOGRJETTA Ritstjóri PORSTEINN gislason Pingholtsstræti 17. Talsimi 178. Reykjavík 29. jiiní 1910. V. árg. Forngripasafnið opið á hvern virkan dag kl. 12—2. Lækning ók. í læknask. þrd. og fsd. 12—1. Tannlækning ók. (f Pólthússtr. 14) 1. og 3. md. í mán. 11—1. Landakotsspítali opinn f. sjúkravitj. io1/^ —12 og 4—5. Islands banki opinn 10—272 og 572—7. Landsbankinn io1/^—2*/*. Bnkstj. við 12—1. Lagaskólinn ók. leiðbeining 1. og 3. ld. í mán. 7—8 e. m. Landsbókasafnið opið hv. virkan dag kl. 12—3 og 5—8. HThAThomsen- 'Öy c'v „ tUFNARSTR' 17-18 19 20 21-22 • KOLAS '12’ LÆKJAKT-17 • REYKJAVÍK* Faxaflóagufubáturinn „Ingólfur'1 fer til Borgarness 5., 10. og 13. júlí. - - Keflavíkur og Garðs 8,, i5-°g 22. júlí. Lárus Fjeldsted, Y íirrj ettarmíilafœrslumaOur. Lækjargata 2. Heima kl. 11 — 12 og 4—5. Ijrakfarir ráðherrablaðsins. Ritstj. ísaf. látinn kingja höfuð- efni hennar frá 22. nóv. síðastl. Og játa, að blaðið hafi favið með rakalausan óhróðursáhurð á sak- lausa menn. í ísaf. frá II. þ. m. er grein með fyrirsögninni: „Löghlýðni. Lög eiga að ganga jafnt yfir alla". Út af ó- hróðursáburði á landsyfirdóminn í þeirri grein hefur nú ráðherrablaðið farið sannnefnda sneypuför. Svo er sagt, að yfirdómendurnir sneru sjer fyrst til ráðherra, því allir vita, að hann er launritstjóri blaðsins, og færðu honum j'firlýsingu, sem þeir heimt- uðu að ritstjórn blaðsins væri látin skrifa undir og birta síðan í næsta tbl. ísaf. Ráðherra hafði farist hjer líkt og úti íDanmörku forðum; hann hafði afneitað blaðinu og ekkert þótst kannast við greinina. En yfirlýsingin kom ekki í næsta tbl. Ljetu þá yfir- dómendurnir birta ritstj. ísaf. sátta- kæru út af því, að í fyrnefndri grein sje „borið á landsyfirrjettinn, sem nú er, að hann hafi gerst forsprakki andstæðinga ráðherrans, sem berjist á móti þeirri viðleitni hans, að láta lögin ganga jafnt yfir alla, og vilji koma frá völdum þeirri stjórn, sem vill að embættismenn landsins sjeu jafn háðir landsins lögum og yfir- stjórn eins og alþýðan". Þessi og fleiri ummæli í greininni töldu þeir „freklega meiðandi" fyrir sig, og kváðust ætla að koma fram ábyrgð á hendur ritstjóra blaðsins. Nú fór hugurinn að digna ísaf.- megin, og í blaðinu 18. þ. m. eru ummælin afturkölluð og afsökuð, að því er tvo af yfirdómurunum snertir, en öllu skelt á dómstjórann einan, Kr. Jónsson. En það yfirklór mat yfirdómurinn einskis. Málið var svo tekið fyrir af sáttanefnd Reykjavíkur 21. þ. m., og varð þar sú sætt, að „kærði skuldbindur sig til að setja eftirfarandi yfirlýsingu athugasemda- laust í næsta blað ísaf. Skal hún sett með venjulegu meginmálsletri á 1. eða 2. síðu blaðsins, og skal vera svohljóðandi orð fyrir orð: „Eftir kröfu dómendanna í yfir- dóminum lýsir ritstjórn ísafoldar því yfir, að það, sem í grein eftir „Á- Með ss „Ceresw í versl. DAGSBRÚN: Rlúsus, Mótorhúfur, Stormslæður, Bród-flibbar. Mjög stórt úrval af Bróderingum svissneskum. , Matrósaliúíur Yms prjönavara. d,kl*3iogflaueli 1,10-2,25. og m. m. fl. horfanda" í 38. tbl. þ. árg. með fyrir- sögn „Löghlýðni. Lög eiga að ganga jafnt yfir alla", er sagt um lands- yfirrjettinn, að hann berjist í broddi embættismanna til þess um fram alt að koma frá þeirri stjórn, sem vilji að embættismenn landsins sjeu jafn- háðir landsins lögum og yfirstjórn eins og alþýðan", er eigi að ritstjórn- arinnar vitund á neinum rökum bygt, og vill hún því eigi að ummæli þessi standi ómótmælt á ábyrgð blaðsins". Verði þessi sætt eigi efnd, skuld- bindur kærði sig til að greiða kær- endunum 400 kr. til handa heilsu- hælinu á Vífilsstöðum, og skal upp- hæð þessi vera greidd innan þriggja daga frá því næsta blað kemur út“. Sáttafundir eru haldnir í hegning- arhúsinu, uppi, kl. milli 9 og 10 að morgni dags, og því gekk fregnin svo um bæinn, er lokið var sættinni, að ritstjóri ráðherrablaðsins hefði setið að „meiri háttar frúkosti uppi hjá Sigurði". Það er líka ekkert smáræði, sem ísaf. ritstj. stakk þarna inn fyrir vestið. Það er hvorki meira nje minna en alt höfuðefni ísaf. frá 22. nóv. síðastl., þ. e. a. s. alt staglið um baráttu ráðherrans við „embættisvaldið" og fyrir „lagajöfnuðinum". Þetta stagl var aldrei annað en flautafæða, sem ráðherrann ljet þeyta í bjargarleysinu í vetur. Hann hefur við engum embættismanni hreyft, ekki með einu orði fundið að em- bættisfærslu þeirra Kr. Jónssonar eða E. Briems, nje yfir höfuð nokkurs embættismanns á öllu landinu. En það eru starfsmenn alþingis, sem hann hefur ráðist á, þeir menn, sem af alþingi hafa verið settir til þess að Vframkvæma eftirlit með æðsta embættisvaldi landsins í meðferð þess á peningastofnun þjóðarinnar. Það er þetta eftirlit, sem æðsti embættis- maðurinn, ráðherrann, hefur brotið af sjer með ólögum og ofbeldi. Eftirtektavert er það í „yfirlýsing- unni", sem prentuð er hjer á undan, að yfirdómendurnir láta „ritstjórn", en ekki ritstjóra ísaf. gefa yfirlýs- inguna. Þetta er vafalaust orðað svo af þeim til þess að fá það fram, að ráðherrann sjálfur, launritstjóri blaðsins, gefi yfirlýsinguna jafnframt ritstjóranum. En hart er það fyrir blað, ekki síst aðalstjórnarblað landsins, að verða að jeta ofan í sig óhróðurssamsetn- ing um menn og stofnanir með þeim ummælum, að þau „sjeu ekki að rit- j stjórnarinnar vitund á neinum rökum bygð". Fádæma hrakför má það heita, slfkt og þvílíkt. Danska jiingið. Símað er frá Khöfn í morgun: »Ríkisdagurinn er kominn sam- an. Nýr vinstriflokkur myndaður af núverandi stjórnarandstæðing- um«. Menn, sem nýkomnir eru frá Khöfn, segja það víst, að Claus Berntsen verði falið að mynda hið nýja ráðaneyti. Hann er úr miðl- unarflokknum gamla. Prússneska kosningalagafrum- varpið, sem mest hefur gengið á út af í Berlin og fleiri borgum Prússlands síðan það kom fram í vetur sem leið, var loks tekið aftur af Bethmann-Hollweg, eftir að því hafði verið breytt fram og attur í þinginu svo að enginn flokkur var orðinn ánægður með það. Landsbankareikn- ingurinn nýi. „Vestri" flytur aðsenda grein um hann 18. þ. m., og farast greinar- höf. svo orð um reikninginn : „Nýju bankastjórarnir leyfa sjer að tilfæra áætlað tap bankans með tölu, sem svarar nákvæmlega til dóms ransbknarnefndarinnar þar um. Þessi tala er svo notud í reikningsbrotinu sem hver 'önnur tala, eins og hún vceri sannleikurinn sjálfur, og hefur audvitað áhrif á útlit og útkomu reikningsins. . . . hjer finst mjer vera að ræða um hvorki meira nje minna en bersýnilega rangfærshi á reikn- ingi bankans. Jeg segi þetta sem mitt álit og vil feginn heyra álit þeirra manna um það, sem bærir eru um það að dæma. Álit mitt er bygt á því, að jeg fæ ekki betur skilið, en að það sje hrein og bein rangfærsla — því að orðið fölsun skal ekki notað — á reikn- ingi, að setja á hann vísvitandi þann „póst" eða þá tölu, sem breytir hinni sönnu, reikningslega rjettu loka- útkomu reikningsins. Nú hlýtur það að vera öllum ljóst, nýju bankastjór- unum ekki síður en öðrum mönnum með óskertri skynsemi, að þessi tap- upphæð þeirra, 385 þús. krónur, er óhjákvœmilega röng. Því hvað sem tap bankans kann að verða — ef það á annað borð verður nokkuð —, þá er hjer um bil óhugsandi, að það endilega hljóti að verða upp á eyrir 385 þús. kr., en ekki t. d. 384,999 kr. eða 400,000 kr. En af því leið- ir, að í reikningum má ekki tilfæra neitt tap annað en það, sem orðið er og reikningslega má sýna og sanna, að fram sje komið, þegar reikningurinn er gerður. Þar má hvorki vera of- eða vantalið um einn eyri, því ef svo er, raskar það loka- útkomu reikningsins og gefur mönn- um ranga hugmynd um efnahaginn. Reikningur bankans á vissulega að vera sönn, nákvœm, óhlutdrœg og áreiðanleg skýrsla um hag bankans á þeim tíma, sem reikningurinn nær yfir, en hann á sannarlega ekki að vera nein „Krukkspá" um það, sem einhverjum — kannske miður óhlut- drægum — náungum dettur í hug, að geti skeð einhverntíma eða aldrei. Auk þess, að þessi reikningsfærsla nýju bankastjóranna er í mínum aug- um herfileg rangfærsla, þá er hún og harðvítug árás á öryggi (solvens) bankans og tiltrúna til hans utan- lands og innan, og kemur sú árás vissulega úr hörðustu átt, þar sem það eru bankastjórarnir sjálfir, sem henni ráða. — Fyrir það tiltæki eitt — þó öllu öðru væri slept — ættu þeir afsetning skilið, og er vonandi, að ráðherrann láti nú ekki undir höf- uð leggjast að gæta skyldu sinnar gagnvart Landsbankanum. Enda mundi sú afsetning bæði þokkasælli og hafa við ólíkt betri rök að styðj- ast, heldur en feigðarflansafsetning hans á gömlu Landsbankastjórninni 22. nóvember síðastliðinn. Rcuisorc. Próf í læknaskólanum í júní 1910. Lokapróf: Hinrik Erlendsson II. betri einkunn. Magnús Júlíusson 1. einkunn. Miðpróf: Árni Árnason. Björn Jósefsson. Konráð Konráðsson. Stóðust allir prófið; Árni Árna- son fjekk ágætis einkunn í öllum greinum. Eljan strandar nálægt Reykjarflrði. Sú fregn kom hingað í gær, að „Eljan", eitt af Wathnesskipunum, væri strönduð nálægt Reykjarfirði. Hún kvað róa þar á blindskeri út- undan Reykjanesi, norðan við fjörð- inn, hjer um bil 3 kortera róður undan landi. Ekkert hefur nákvæm- lega um það frjest enn, hvernig hún standi föst nje, hve mikið hún sje brotin. En vörur úr henni er verið að flytja til lands. Björgunarskipið „Geir" lagði hjeð- an á stað norður þangað í gærmorgun. Miklar vörur höfðu ekki verið í skipinu, salt og timbur og eitthvað fleira. Póst hafði „Eljan tekið á Akureyri hingað, allan, sem þar var fyrir. Reykjavík. Alm. mentaskólinn. Þaðan út- skrifast 15 stúdentar á morgun, þar á meðal ein stúlka, Laufey Valdi- marsdóttir Ásmundssonar heitins rit- stjóra, og kvað hún hafa næsthæstan vitnisburð. Kapphlaup fór hjer fram á sunnu- daginn var ofan frá Árbæ. Sigurjón Pjetursson sigraði. Bjarni Sighvatsson, sonur Sig- hvats Bjarnasonar| bankastjóra, kom heim frá Khöfn í gærmorgun, hefur verið þar síðan skömmu eftir nýár í „Privatbankanum", til þess að kynn- ast erlendri bankastarfsemi. Hann er bankaaðstoðarmaður í íslandsbanka, og hefur verið samið svo við „Pri- vatbankann" af bankastjórn íslands banka, að ungir menn frá ísl. bank. gætu fengið að vera þar ákveðinn tíma og taka þátt í öllum banka- störfum til frekari æfinga. Aður hefur Viggó Björnsson verið þar og næst á Einar Indriðason að fara þangað. Prestar vígðir. Síðastl. sunnudag vígði Þórh. biskup Bjarnarson hjer tvo presta: Bjarna Jónsson, sem verð- ur 2. prestur Reykvíkinga, og Brynj- ólf Magnússon til Grindavíkur. Bogi Th. Melsteft sagnfræðingur kom hingað frá Khöfn í gær og dvelur hjer á landi um tíma í sumar. Herskipið »Heimdallur« er hjer nú um tíma til strandgæslu í stað Fálkans, er fór til Khafnar til manna- skifta. Yfirmaður Heimdalls er Brock- meyer, sem Fálkanum stýrði í fyrra. Heimdallur er nú æfingaskip fyrir sjóforingjaefni, eða skólaskip; nem* endur eru þar nær 40. Þeim Heim* dallsmönnum var haldin hjer dans* veisla í fyrra kvöld. Fjórir Svíar komu hingað með „Ceres" í gær, alt landbúnaðarmenn, og ætla að ferðast hjer eitthvað. Þeir eru þrír frá Karlstad: Otto Sand- berg, Georg Wennerstöm og Fridolf Alin, en einn frá Gautaborg: Hilmer Eriksson. Biskupsvígslan á Hólum. Þórh. Bjarnarson biskup ieggur á stað með „Vestu" á morgun norður. Sagt að ýmsir fleiri fari þangað hjeðan tii þess að vera þar við staddir. Landlæknir fer á stað í eftirlits- ferð með „Vestu" á morgun, fer til „Patreksfjarðar og þaðan landveg um Vestfirði, en gerir ráð fyrir að koma aftur sjóveg af Ísafirði 22. júlí. Málaferla-leiðangur hefur laun- ritstjóri ísaf. hafið gegn Lögr., með 17 stefnum á föstudaginn var og 3 í viðbót á laugardaginn. Flest eru málsefnin tínd upp úr blöðun- um, sem út komu meðan banka- farganið stóð sem hæst, eftir 22. nóv. haust. En ekki eitt orð af því verður aftur tekið, enda er þar öðru máli að gegna en um ísaf. greinar, þvi alt, sem í Lögr. stend- ur, er »á rökum bygt«. ísaf. munu nú verða gerð sömu skil bráðlega. Yeðrið hefur verið hlýtt undan- farna daga, rúml. viku tima, svo að nú fer grasvexti vel fram, enda veitti ekki af því, því alt til þess var gróður óvenjulega rýr. Aflabrögð eru góð hjer við íló- ann nú. Kappsund fór hjer fram fyrra sunnudag við Grettisskálann. 20 menn reyndu sig í tveim ílokkum, annar undir 18 ára, en hinn yfir. í yngri fl. varð Ásg. Ásgeirsson fljótastur, en í eldri fl. Stefán Ólafs- son frá Fúlutjörn. Þeir tveir og fjórir aðrir fengu verðlaun. Konungur segir af sjer? Það er sagt, að Manúel Portúgalskon- ungur sje í þann veginn að afsala sjer konungdómi, og á þá að taka við honum frændi hans, Alfons her- togi af Oportó. Orsökin kvað vera illar fjármálaástæður í ríkinu og svo samsæri, er gerð hafa verið gegn konungi, en höfuðmaðurinn í þeim er þektur stjórnmálamaður Cordoró að nafni. Hann hefur verið tekinn fastur og hefur játað. í versl. DAGSBRÚN er stórt úrval af Ljereftum, allar tegundir, sem nota þarf. Flannelettc og Tvisttau, gott, breitt og ódýrt. Al-klæði í peysuföt frá 2,85—5,48. Silki í svuntur, Slipsi, stærsta úrval í bænum, Tau í svuntur og kjóla. O kögruð ái,68—4,40.

x

Lögrétta

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lögrétta
https://timarit.is/publication/196

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.