Lögrétta - 10.08.1910, Síða 1
Aígreiðslu- og innheimtum.:
ARINBJ. SVEINBJARNARSON.
Laugaveg 41.
Talsími 74.
Ritstjóri
þorsteinn gislason
Pingholtsstrtæi 17.
Talsimi 17S.
M
Reykjavík ÍO. águst 1910.
'V. árg.
I. O. O. F. 93859.
Forngripasafnið opið á hvern virkan dagkl.
12—2.
Lækning ók.'í læknask. þrd. og fsd. 12—1.
Tannlækning ók. (( Pólthússtr. 14) 1. og 3.
md. í mán. 11—1.
Landakotsspítali opinn f. sjúkravitj. 10V2
—12 og 4—5. _
Islands banki opinn 10—2*/* og Syu—7-
Landsbankinn io'/s—2’/u. Bnkstj. við 12 1.
Lagaskólinn ók. leiðbeining 1. og 3. ld. (
mán. 7—8 e. m.
Landsbókasafnið opið hv. virkan dag kl.
12—3 og 5—8.
HThAThomsen-
4
HAFNARSTR-I7 ‘l8 1920 21-22‘KOWS |-2’LÆKJAKTI Z
• REYKJAVIK*
FaxaflóagiÉMturinn „Ingólfur"
fer til Borgarness 11. og 17. ágúst.
- - Sandgerðis 15. ág.
- - Keflavíkur og Garðs 20. ágúst.
Lárus Fjeldsted,
Yflrrjettarm&lafcerslumaOup.
Lækjargata 2.
Helma kl. 11 — 12 og 4—5.
Rúíngler "ahJöw zoéga,
---- Dest a0 Bankastr. 14.
■r= kaupa hjá Talsímii28.
Biskups-mimii Norðlendmga.
(Við komu Þórhalls biskups Bjarnarsonar
til Akureyrar 29. júlímán. 1910).
Hjer kristni þarf, sem kveykir Iíf og anda;
hjer kristni þarf, er segir: Verði ljós,
og skapar ljós, en fælir sjerhvern fjanda,
er frosti myrðir hverja nýja rós.
Hjer kristni þarf, sem kristna menn ei svíki
með kreddum þeim, sem byggja dauðan
svörð;
hjer kristni þarf, sem kallast himnaríki
og Kristur með oss skapar hjer á jörð!
Hjer kirkju þarf, sem ekki er bygð á auði
nje ógna-valdi bundins klerkalýðs;
hjer kirkju þarf, sem býtir lífsins brauði
á báðar hendur mitt á velli stríðs.
Hjer kirkju þarf, sem kærlæk bindur alla;
hjer kirkju þarf, er skilur Drottins raust
og meðan þúsund-þúsund raddir kalla
ei þekkir nema Krists. Sú ein er traust.
Hjer biskup þarf, sem bundinn anda leysir;
hjer biskup þarf, sem vekur frjálsa trú;
hjer biskup þarf, er sjúkar sálir reisir
og segir skýlaust; Dygð er lífsins brú.
Hjer biskups þarf, sem þorir vits að neyta
og þýðist ekki hverja gamla skrá,
en veit, að takmark lífsins er: að leita
að ljósi Guðs með frjálsri sannleiksþrá!
Nú skyldi kristin kirkja vera að fæðast
að koma fyrst í ljós með rjettri mynd!
Nú skyldi aftur Kristur holdi klæðast,
en kvalir hætta, blóð og tár og sind!
Alt skyldi nýtt, og nóttin brott hin forna,
sem naumast mátti heita kristin tíð;
því sál vor eygir enn þá fegri morgna
en alt til þessa glöddu kristinn lýð.
Því andinn lifir, andinn skapar, skapar,
og alt er nýtt, ef kantu rjett að sjá;
og heimska mannsins tapar æ og tapar,
en tákn og undur brúa lönd og sjá!
Hver, hver vill æðrast? Einskis er að sakna,
því eitt er ríkið: Guð ( vorri sál.
En sálin þarf að þroskast vakna, vakna.
Því vöknun allir: Kristni vorrar skál!
Kom heill, kom heill, þú biskup vor og
bróðir,
( by&gihfí Guðs að leggja nýjan stein!
Á tímans rústir, sjá, vjer horfum hljóðir,
og hvít til skurðar bíður akurein.
Kom heill að leggja hendur vorar saman;
kom heill í lands vors rúða jurtagarð!
Kom heill, með dáð og vit og frægðar-
framann,
að fylla aftur kirkju vorrar skarð.
M. J.
Ýmsir af vinum Holgers Drachmanns skálds gangast nú fyrir því, að
keypt verði hús það, sem hann lengi bjó í á Jótlandsskaga, með öllum
menjum, sem þar finnast eftir hann. Eiga þær svo að geymast þar, og
þangað á að safna sem flestu, er minnir á skáldið. Húsið heitir „Villa
Pax“ og er sýnt hjer á myndinni.
Eftirlitsferð biskups.
Biskup kom heim á laugardaginn
úr eftirlitsferði sinni um Norðurland,
eins og um var getið í síðasta blaði
að til stæði. Hann kom landveg
norðan úr Eyjafirði til Borgarness,
en þaðan með Flóabátnum.
Eftir prestastefnuna og biskups-
vígsluna á Hólum vísiteraði hann
austurhluta Húnavatnssýslu og prje-
dikaði á Holtastöðum íLangadaliý.
f. m. Fór svo um Skagafjörð, út í
Fljót og til Siglutjarðar, og prjedik-
aði þar 24. f. m. Fór svo þaðan
sjóveg inn til Dalvíkur f Eyjafirði.
Á Grund í Eyjafirði prjedikaði hann
31. f. m. Þar var þá fjöldi fólks
saman kominn til og frá úr Eyja-
firði og af Akureyri. Geir vígslu-
biskup var fyrir altari.
Á Grund fjekk biskup frjett um
veikindi biskupsfrúarinnar og hjelt þá
þaðan þegar heim á leið. Samsæti
hjelt Geir vígslubiskup honum með-
an bann dvaldi á Akureyri, og
þar var honum flutt kvæði
það, eftir síra Matth. Jochumsson,
sem prentað er hjer í blaðinu, „Bisk-
upsminni Norðlendinga", og nýja
blaðið „Gjallarhorn" flytur.
Þingfrestun.
Það er nú sannfrjett, eftir liðsbón-
arferðalag ráðherra til Norðurlands,
að hann hugsar sjer að fresta alþingi
þar til í maí næsta vor.
Hann ætlar sjer þá ekki að brjóta
stjórnarskrána með útnefning nýrra
konungkjörinna manna auk þeirra,
sem fyrir eru, eins og um var talað
nýlega hjer í blaðinu.
En ætla nú þingmenn að þola
honum frestunina ?
Ef þeir hugsa sjer að taka þar í
taumana, þá væri rjettast að gera
það undir eins.
En óþolandi má það heita, ef ráð
herra kemst upp með að fresta þingi,
eins og nú er ástatt, og eftir alt,
sem á undan er gengið.
Nautasýki í Englandi. Ástralía
og Bandarfkin hafa nýlega bannað
innflutning nauta frá Englandi vegna
munn- og klaufátu, sem komið hefur
fram í nautgripum í hjeraðinu York-
shire og hætta þykir á, að útbreið-
ast muni.
Enska þingið tók sjer sumarfrí
nú eftir mánaðamótin, en kemur sam-
an aftur 15. nóv. í haust.
Sögur »Lögrjettu«.
íyar hldjárn er nú á enda. Um
þá sögu hafa margir lesendur Lögr.
sagt, að það sje skemtilegasta sag-
an, sem þeir hafi nokkurn tíma lesið,
enda er það frægasta saga W. Scotts,
en hann er einn hinna frægustu skáld-
sagnahöfunda heimsins. Nokkuð er
sagan stytt í þýðingunni, en þó
hvergi svo, að efni missist að nokkr-
um mun. Sagan hefur verið sjer-
prentuð og fæst innan skams í bóka-
verslunum. Þýðingin er eftir ritstjóra
Lögr.
Baskerville-hundnrinn, sagan,
sem nú hefst hjer í blaðinu, er
ein af hinum frægu og skemtilegu
sögum enska skáldsins Conan Doyle’s.
Þýðandinn er Guðmundur heitinn
Þorláksson norrænufræðingur, og er
það öllum næg trygging fyrir því,
að málið á sögunni sje gott, því
Guðmundur var flestum mönnum
vandlátari að meðferð á móðurmáli
sínu, enda líka flestum fróðari í
þeirri grein. Framan við þýðinguna
hefur hann ritáð svohljóðandi for-
mála:
„Sögu þessari er snúið úr norskri
þýðingu með fyrirsögn: „Hunden fra
Baskerville. En ny fortælling om
Sherloch Holmes af A. Conan Doyle.
Autoriseret Oversættelse ved Elisa-
beth Brochmann. Kristiania". Af
nýjum eða óvanalegum orðum, sem
koma fyrir í þessari þýðingu, munu
þessi þurfa helst skýringar við: blý-
ritill (Blýant), bóti (stígvjelaskór, sbr.
Njálu), leynikegill (Detectiv, Opdager),
hafald (Hejseværk), af því að sum
þeirra að minsta kosti kunna annars
að misskiljast. — Skemtisaga þesSi
er talin ein af bestu ritsmíðum höf-
undarins. Hún hefur verið prentuð
á mörgum málum óg hvervetna flogið
út, enda er hún skemtileg að efni og
orðfæri. Pýðandinn-.
Ekki prestslegt.
Síra Hallgr. Thorlacius er í ráð-
herrablaðinu frá 30. f. m. að deila
við nágranna sinn, Jón dbrm. á Haf-
steinsstöðum, og verður presti þar
meðal annars tíðrætt um dannebrogs-
kross Jóns.
„Ekki minni jeg þig nú á danne-
brogskrossinn í þeirri veru", segir
sfra Hallgrímur, „að jeg álfti að þú
hefðir átt hann ver skilið en sumir,
sem þann heiður hafa fengið, ef
heiður skal kalla. Nei, þú ber vel
þinn kross. Þú hefur verið dugnaðar-
maður og göslað í mörgu, og ekki
verri en aðrir Galílear, sem kross-
festir hafa verið“.
Þó ísaf. sje málgagn andatrúar-
innar og ráðherrann og allir hans
nánustu fylgifiskar andatrúarmenn, þá
finst mörgum það mjög svo illa við-
eigandi, að ráðherrablaðið sje að
tala um „krossfesta Galílea" í glensi
og fíflskaparslettum. Hitt, að það
er prestur í þjóðkirkjunni, sem þetta
gerir, ætti ekki að falla umtalslaust
og óathugað niður nú, þegar svo
mikið er rætt um rithátt manna
yfirleitt.
til
Blaðið »GjaIIarhorn« er nú risið
upp aftur á Akureyri, og er útgef-
andi og ritstjóri hinn sami og áður,
Jón Stefánsson. Fyrsta tölubl. kom
út 4. þ. m. og er komið hingað. Það
er fjörlega skrifað og skemtilegt, eins
og „Hornið" var jafnan áður, og
ekki lítur út fyrir, að ráðherrann
okkar eigi styrks að vænta þaðan,
þótt ísaf. virtist ekki vonlaus um
það í síðasta tbl.
Ðáinn er 18. þ. m. merkisbónd-
inn Guðni Þórðarson á Ljótarstöðum
í Landeyjum, 56 ára gamall.
Barnaskólinn á ísaflrði. Þarer
ráðinn kennari frá 1. okt. næstk.
Guðjón Baldvinsson kand. phil.
Reykjavík.
Biskupsfrúin er enn mjög veik.
Frá útlöndum eru nýkomnir Bjarni
Jónsson viðskiftaráðunautur, Guðm.
Finnbogason heimspekingur, eftir
þriggja ára veru erlendis með styrk
af sjóði Hannesar Árnasonar, ogjón
Krabbe skrifstofustjóri í íslensku skrif-
stofunni í Khöfn.
Lárus Thorarensen kand. theol.,
sem verið hefur næstundanfarin ár
barnakennari á ísafirði, fer í sumar
til Ameríku og verður þar prestur
hjá Garðasöfnuði.
Prumur og eldingar voru hjer
síðastl. föstudagskvöld óvenjulega
miklar og tíðar, eftir því sem hjer
gerist.
íslending frá Ameríku, sem hjer
er staddur, en á heima í mesta þrumu-
hjeraði Norður-Amerlku, þykir ekki
rjett nje nákvæmlega hafa verið sagt
frá þessu í ýmsum blöðum hjer í
bænum og hefur hann sent Lögr.
eftirfarandi línur:
„Þrumuveður og eldinga, sem sagt
er að hafi „geisað yfir Reykjavík"
kvöldið 5. ágúst frá ioV2 til n1/*,
var ékki nær en 6 danskar mílur,
eftir nákvæmustu rannsókn, með að-
ferð, sem brúkuð er í Vesturheimi
til að vita, hvað eldingin sje nálægt.
Jeg hef aldrei sjeð eldingar síðan
jeg kom til íslands, fyr en þetta
kvöld, og þótti mjer gaman að at-
huga þær. Mjer finst þær vera litlar
og lítilfjörlegar hjá því, sem jeg hef
vanist. American".
Ekhert þjóðhátíðarhald var hjer
í ár, enda rjettast að fella það niður
meðan núverandi ráðherra situr við
stýrið og ekki er annað efst í
hugum manna en illindi og gremja
yfir óstjórn og vanhyggindaráðlagi
þeirra, sem með völdin vara,
Margir fengu þó frí frá vinnu 2.
ág., að minsta kosti síðari hluta
dags, og búðum var þá lokað.
Snjór í Ítalíu. 29. f. m. var
snjóveður mikið á Norður-Ítalíu og
kuldi. Skaflarnir töfðu mjög járn-
brautarferðir á fjöllum og yfir höfuð
er talið, að veðrið hafi gert mikið
tjón.
Húsnæöið á fyrsta lofti í Ing-
ólfslivoli verður laust 1. október,
góð íbúð, sem einnig er hentug að
nota fyrir skrifstofu.
Síúlka óskast í vist nú þegar í
lítið hús í 2—3 mánuði. Upplýs-
ingar á afgreiðslu Lögr.
Hjá Vigfúsi Pjeturssyni
á Gullberastöðum í Lundareykjadal
fást til kaups í haust fallegir hrútar
veturg., og lömb af góðu fjárkyni.
Úr mörgum að velja. Menn gefi sig
fram sem fyrst.
^afg=g
„Af manna völdum?“
í síðasta tbl. Ísaíoldar (51) er hún
að kvarta yfir ummælum um ráð-
herrann, B. J., og flokk hans, sem
standa í tveimur ameríkönskum blöð-
um. En alt, sem hún hefur eftir
þeim um B. J., virðist mjer vera satt;
aðeins hefði mátt fara um það öðr-
um og mildari orðum. Það, sem
helst má finna að greinunum er það,
að höfundarnir hafa notað ísafoldar-
stílsmáta. En vel var það gert af
ísaf., að lofa lesendum sínum að sjá
álit manna um ráðherrann frá báð-
um hliðum, því það verður of ein-
hliða, að sjá aldrei annað um hann
í sama blaði en öfgafult oflof.
í ísaf., næsta tbl. áður (50), er
skýrt frá því, að arðsamt gæti verið,
að flytja hreindýr til íslands, en þar
á móti væri það vafasamt, hvort al-
þingi hefði eigi missýnst um árið,
þegar það veitti fje til að flytja
moskusnaut eða „pólkýr“ til lands-
ins, því þær hefðu ýmsa annmarka,
og þar á meðal þann, að þær ættu
ekki kálfa nema annaðhvort ár, og
svo segir ísafold: „En breytst gæti
það ef til vill af manna völdum“.
Hvað meinar ísafold með þessu?
Forvitinn.
í næsta blaði verður nánar minst
á bull ísaf. á laugard. um greinar
D. Ostlunds, sem út komu í blöðum
í Bandaríkjunum meðan hann dvaldi
þar í fyrra, og á viðskifti þeirra ísaf,-
feðga við Óskar Ólafsson blaðamann,
sem þeir eru nú að veina undan.
Kvenfrelsismálið á Englandi.
Það leit um tíma ekki illa út fyrir
kvenfólkinu, að það mundi koma
kröfum sínum fram í enska þinginu.
En síðan var málið svæft þar, en
ekki felt.
Nú eru konurnar þar komnar á
flakk aftur með engu minni ákafa
en áður, eins og vænta mátti. Um
síðastl. mánaðamót hjeldu þær heljar-
mikinn fund í Hyde Park í Lund-
únum. Þar voru reistir 40 ræðustól-
ar og mannfjöldinn er talinn hafa
verið þar um 250 þús. Auðvitað
var krafan um kosningarjett kvenna
samþykt með miklum atkvæðamun,
Þó hafði eigi fátt af þessum sæg
greitt atkvæði á móti.
Gjaflr og áheit til Heilsuliælis-
íjelagsins.
Frá konum í Fellshr. (tombóla) 170,00
Dánargjöf síra Brynj. Gunnars-
sonar, Stað.................100,00
Aðalst. Halldórsson, Akureyri 15,00
Aheit frá G. 5/oo, frá H. H. 10/oo 15,00
— frá G. Friðjónss , Sandi 5,00
Frá Láru Guðmundsd., Rvík 5,00
— S. Á......................10,00
Kr. 320,00
í Artíðaskrá fjelagsins hafa komið
í júlí kr. 122,00. 16 gefendur til
minningar um 11 manns.
Jón Rósenkrans.