Lögrétta

Issue

Lögrétta - 05.10.1910, Page 3

Lögrétta - 05.10.1910, Page 3
L0GRJETTA. 189 N ýjar bækur. Andvökur IH. IJóðniæli eftir St. G. Stephánsson. Barnasögur eftir Hallgr. Jónsson. Heiðarbýlið III. Fjlgsnið, eftir Jón Trausla. Ivar Hlújárn eftir W. Scott. Organtónar I. Safnað af Brynj. Þorlákssyni. Aðalumboðssala í bókaverslun yirinbj. Svembjarnarsonar. Svar. í 49. tölubl. ísafoldar er ritverk með smáletri eftir Hallgrím Thorla- cius, sem jeg hygg að muni vera Glaumbæjar-klerkurinn, því heimilis- ins er ekki getið; það mun ekki hafa fyrir fundist innan hans presta- kalls um það leyti sem ritverk þetta var í smíðum. Fyrirsögn þess er: „Nokkur orð til Jóns á Hafsteins- stöðum". Þetta ritverk á að vera svar, eða eitthvað í þá áttina, upp á nokkrar línur, er stóðu 1 20. tbl. Lögrjettu þ. á. og hann lætur sjer koma við. Það, sem jeg hef þar sagt, stendur þó alt óhrakið. Þessi ritgerð prestsins er mestöll persónu- leg árás á mig og fleiri menn, með illyrðum og dylgjum og ósannindum, og ekki Hk því, að mentaður maður hafi ritað hana. Hann misbýður þar svo stöðu sinni og sínum prestslega heiðri, að flestum hlýtur að ofbjóða. Það lítur ót fyrir að hann fari þess- ar hamfarir til þess að betur verði tekið eftir honum frá hærri stöðum, og það sjáist, hversu ósjerhlífinn og duglegur „dáti" hann sje í liði stjórn- ariunar, sem eigi laun skilið fyrir sína þjónustu í hinni pólitisku bar- áttu. Til málamynda gerir hann nokkrar athugasemdir við það, sem jeg sagði um undirskriftarskjalið úr Seiluhreppi, sem hann kom með á fundinn á Sauðarkrók 8. jan. síðastl. Þessar athugasemdir hafa allar þann sama stórgalla, sem aðrar pólitiskar ræður prests þessa hafa jafnan haft, en hannersá.að í þær vantar sannleikann. Hann segir ekki rjett frá stöðu þeirra manna, er hann þó tilgreinir með nöfnum, og tölur þær, er hann tilfærir, eru heldur ekki rjett sagðar, saman- bornar við skýrslurnar, sem þær eiga að vera teknar eftir. Honum þykir jeg hafa gert sjer meira en lítið mein- lega til í Lögrjettugrein minni, að jeg ekki tek það fram, að það hafi verið hann sjáltur, presturinn, sem fór milli bæja og snapaði saman undir- skriftir á skjal sitt, er hann hafði að færa fundinum á Sauðarkróki og þingmönnum vorum, sem þar höfðu boðað til fundar. Honum þykir það svo markverður viðburður í sögu sinni, þegar hún verður rituð, að á honum hljóti mikið að bera. Ur þessu hefur hann nú bætt í hinni áðurtöldu Isafoldargrein sinni, þar sem hann tekur það fram, að það hafi veiið hann sjálfur, sem samdi skjal það, er hann kom með á fund- inn á Sauðarkrók 8. jan. og getið er hjer að ofan, og hann sjálfur, sem safnaði undirskriftum undir það. Þess utan segist hann hafa hatt mörg ómök og marga fyrirhöfn fyrir flokkinn og enga borgun fengið fyrir það, og vitnar til ráðherrans sjálfs. Ef jeg þekki manninn rjett, þá er þetta á- minning um, að einhverja borgun muni hann geta þegið. Honum þyk- ir víst ekki ráðlegt að bíða þegjandi mikið lengur. Þetta kemur ljóst fram í orðum hans, þar sem hann segist hafa lagt í „sjóð", en ekkert tekið út. Einnig minnir hann á sig með því, að færa það fram, að þjóðin eigi stóra skuld að gjalda tveimur núlif- andi mikilmennum sfnum. Honum er þó ljóst, að sú skuld er ekki fall- in í gjalddaga fyrri en tíminn og saga þjóðarinnar hafa lagt dóm sinn á athafnir þeirra og af hvaða hvötum þær hafi verið sprotnar, sem og af- leiðingar þær, er af þeim leiða á ó- komna tímanum. Líka minnisthann á lífsábyrgð, og eins og áður er um getið, segist hann hafa lagt í sjóð hjá flokknuni. Svo seinast, en ekki síst, minnist hann á „grautarpott", sem stjórnin eigi og miðli úr til ýmsra, og einhverja sögu, sem hann bsr Albert á Páfastöðum fyrir, sem jeg hef ekki heyrt fyrri, um 500 kr. til sín, sem hann kannast ekki við að hafa fengið. Þetta alt bendir til þess, að hann þykist eiga rjett til einhverrar þóknunar, þótt á huldu sje sagt. Dugnaður og ómök höfðu ver- ið nefnd í símasamtali, sem fór frá Sauðarkróki til Reykjavíkur kvöldið eftir að kjörseðlar höfðu verið athug- aðir eftir síðustu kosningar til alþingis. Mörgum mundi frekar en honum vera farið að leiðast eftír launum fyrir starf sittí 10 ár. Marga fyrirhöfn og mörg ómök hafði prestur fyrir síðustu kosn- ingar, auk tillags þess, er hann seg- ist hafa borgað í sjóð flokksins, og marga hættulega ierðina farið fyrir virðingu sína, líf og heilsu, og eng- ar tálmanir látið aftra sjer, illviðri nje náttmyrkur. Þegar jafn-djarft er sótt, geta slysin altaf fyrir komið, og af þeim leiðir oft bráðan bana. Það er því eðlilegast, að lífsábyrgð sú, er hann minnist á í sambandi við tillag það, er hann segist hafa borgað til flokksins, sje frekasta ósk hans, og þessi 500 króna saga hans sje í því skyni búin til. Hjá forfeðrum vorum voru vígs- bætur fyrir frjálsan mann það miklar, að væri það nú metið til gildandi peningaverðs, sem þá var látið í vigsbætur, mundi það nema 5000 kr. eða meiru. Vígsbætur fyrir þræla voru mikið minni. Prestur er tals- vert kunnugur fornsögum vorum; það er því vel líklegt, að hann byggi þessa 500 kr. upphæð, sem hann getur um, eitthvað á þeim. En það er meining mín, að ísaf. áliti honum fullborguð öll hans ómök fyrir hans frammistöðu í pólitíkinni með því, að ljá honum rúm í 49. tbl. fyrir þau hneykslanlega orð og miður sóma- samlega rithátt, er hann lætur hana flytja, henni til stórlýta út um alt land. Ekkert vinabragð var það samt, að vara ekki manninn við hneykslinu; þarna getur hann þó sjeð, hver verðlaun ísafold álítur honum hæfilegust, og hefur hún stutt að því, að því leyti sem í hennar valdi stóð, eða ritstjóra hennar, að prestur stæði nú augliti til auglitis frammi fyrir allri þjóðinni sem h....prestur. Fyndnin hjá honum er viðlíka og hjá presti nokkrum, er hjer hafði verið í sveitinni, en jeg man ekki hvað hjet. Hann á að hafa sagt, þegar honum mislíkaði við einhvern mann, hvort heldur hann var fjær eða nær, að „bann skyldi taka mann- skrattann og rassskella hann“. Það er vel líklegt, að Glaumbæjarprest- urinn hafi heyrt þessa skrítlu, eins og jefl. og muni nafnið. Prestur reynir eftir megni að „sýn- ast“ vera fræðimaður. í þeim til- gangi tekur hann upp orð úr Nýja- testamentinu, Kjalnesingasögu og Þætti af Steini, til þess að slá um sig með þeim. En ekki getur hann tilfært þau rjett. Hann gefur einnig í skyn, að hann sje guðafræðingur, og mun það sönnu nær, því hann mun ekki dýrka einn guðinn svo, að hann með öllu afrækiannan. Mörg- um betri lappa mun hann hafa fórn- að vínguðinum en þótt undirskriftar- skjal hans hefði verið snúið saman í flöskutappa. Skjali því, er hjer um árið var ferðast með um Seiluhrepp- inn og safnað undirskriftum undir, og brúkast átti svo sem það traust- asta vopn í höndum flokksbræðra hans, til þess að verjast því, að land vort væri sett í símasamband við önnur lönd, — hef jeg heyrt, að í trúarofstæki hafi verið fórnað á altari vínguðsins. Þess vegna mun það ekki hafa verið samferða öðrumslík- um skjölum hjeðan úr sýslu suður til höfuðstaðarins. Hjá vínguðinum virðist mjer hann helst hafa leitað styrks og trausts, þegar hann hefur háð sínar hörðustu, pólitisku orra- hríðar, og brúkað þá þau vopn, sem honum eru tömust, og þá svo fim- lega, að enginn þjóðkirkjuprestur annar mundi slíkan vopnaburð leika. í friði við menn segist hann lifa, þótt pólitískar skoðanir beri í milli. Af hverju ræðst hann þá á mig og aðra menn með ónotum og illyrðum í ísaf.grein sinnif Því lifirhannekki í friði við sína nánustu f Er það af því, að pólitískar skoðanir bera ekki á millif íslensku prestarnir hafa um lang- an aldur verið, og eru enn, andlegir leiðtogar alþýðunnar hjer á landi. Þeirra starf hefur verið og er enn eitt af hinum þýðingarmestu störfum í þjóðfjelagi voru, sje það velafhendi leyst. Þeir, sem það starf taka að sjer, þurfa meira til þess, ef vel á að vera, en orðin ein; þeir þurfa að gera það jafnframt með sinni eigin breytni í samræmi við kenninguna. Ef það vantar, er hætt við, að hin andlega leiðsögn þeirra hafi ekki góð áhrif á alla þá, er hennar eiga að njóta. Þú, prestur minn, ert, eftir stöðu þinni, einn af hinum andlegu leið- togum lýðsins, og þess utan hefur þú gefið þig út fyrir pólitískan leið- toga hans, þar sem þú hefur náð til, þótt það líti oft svo út, að það sje ekki prestslegt verk. Þú ert maður á besta aldri og átt enn langan æfiferil ófarinn, ef ekki verða slys á Ieið þinni. Þú getur því, ef þú vilt, gert margt þjóðinni til gagns og sjálfum þjer til sóma í þinni stöðu og verið sannur leiðtogi lyðsins í öllu góðu og sönnu. Þjer mun líka takast það, hafir þú hugföst við öll þín áform og athafnir hin fögru heil- ræði Hallgríms Pjeturssonar, semjeg tek hjer upp þjer til minnis: Undir krossi illvirkjanna aldrei hjer þig finna Iát; varastu breytni vondra manna, á verkum þínum hafðu gát; iðkaðu trú og iðrun sanna, elskaðu jafnan hóf og mát. Hafsteinsstöðum 16. sept. 1910. Jón Jónsson. Enn til prófessors Björns Olsens. Ekki datt mjer í hug, að jeg þyrfti enn að taka til máls um útgáfuna af vísna- safni Jóns Vídalfns. Prófessor Olsen hef- ur að vísu ekki borið við að verja neitt af vitleysum þeim, sem jeg hafði hrakið fyrir honum. En í »Svari« þvi, er hann hefur hnýtt aftan við grein mína f Lög- rjettu 1. okt., sem jeg af nærgastni vildi lofa honum að sjá áður hann færi af landi burt, hefur hann reynt að rengja þýðing- una á fyrirsögn að XXI. kvæði Vídalins Opilio gregis vindex, sem í útgáfunni er þýtt með vStnali ver hjoróe. Segir Olsen það rangt, og telur það eigi að vera »Smali hefnir hjarðar«, af því að tóa „hefði verið dauð f þrjátíu daga og gat því ekki grandað hjörðinni", og þar með fylgja hæfileg brigsl um það, að útgef- andi hafi »ekkert skilið í ltvæðinu". ‘Fyrir- sögn þessi var ekki höfð svona óvart. Efni kvæðisins er það, að smali hjelt, að tóa, sem lá endilöng á kletti, svæfi og hryti, (Credidit scopnlo recubantem sterterc vulpem | Opilio), en hún er fár og forað hjarðarinnar; vár hann á milli vonar og ótta, en hugsaði sjer þó að láta hana ekki sleppa, náði sjer f lurk og lamdi á henni þvílíkt sem aftók, svo að buldi í klettinum og hvein í lurkinum. Tóa var að vfsu búin að liggja dauð í þrjátíu daga, en hann vissi ekkert af því fyrri en hann var búinn að lúlemja dautt hræið. Alt skopið í kvæðinu liggur einmitt í því, að smalinn ætlaði að verja hjörðina með mesta forgangi fyrir dauðri tóu, er hann hjelt að væri lifandi og mundi bíla fjeð. Jeg læt mjer því ekki skiljast annað en að prófessorinn hafi hjer enn misskilið, og nú hreina skólabekkjalalinu. Annars er það minna gagn en gaman fyrir aðra, að við höidum því áfram að lýsa hvor annan hvorn öðrum vitlaus- ari í latínu. En nú verða athugasemdir Ólsens fengnar góðum latínumanni í hend- ur til rannsóknar í sambandi við útgáfuna af Vísnasafni Vídalíns, og það ætti að geta hjer orðið málslok. Um þá menn, sem 'Ólsen vitnar enn í sem votta (vísindalega »embættisvottorðið«) og segir að „vit hafi á“, skal það um mælt, að þeir ættu aldrei eftir þenna dag að vera vitnisbærir í slíkum efnum. 2. okt. igio. Jón Porkelsson. Ilngmeniiafjelag; ltvíliui' hddur arshátíð sína laugard. 8. þ. m. kL 9 síðd. í húsi K. F. U. M. Allir ungmennafjelagar innan sam- bands U. M. F. I. eru velkomnir. Aðgöngumiða geta þeir fengið á skó- smíðavinnustofunni „Heklu“ Hverfis- göttu 6. Rvík B/io—’io. Stjórnin. Fopmiðdagsstúlka ósk- ast í Þingholtsstræti 29 (bæjarfógeta- húsið). við ökumanninn. Vagninn fór þegar á fleygiferð ofan eftir Regentsstrætinu. Holmes skimaðist um í allar áttir eftir ökuvagni, en þar var engan að sjá í grendinni. Hann hugsaði sig þó ekki lengi um, en tróðst i gegnum mannþröngina og hljóp sem íætur toguðu á eftir vagninum; hann var þó kominn alt of langt burtu, enda leið ekki á löngu, áður en hann var horf- inn sjónum okkar. sÞelta var leitt!« kallaði Holmes, er hann komst loksins út úr vagnskrölt- inu fölur af vonsku og lafmóður at hlaupunum. »Sjer er nú hvert óhapp- ið og fjandans ekki seins ferðalagið! Watson! Watson! Ef þjer eruð heið- arlegur maður og sannorður, verðið þjer að geta um þetta slys í æíisögu minni sem dæmi þess, að happadísin hafi á stundum snúið við mjer bakinu«. »En hver var þá þessi maður?« »Jeg hef enga minstu hugmynd um það«. »Ekki þó njósnari?« »Það er ljóst og laust við allan vafa, að baróninn hefur ekki getað stigið þvers fótar fyrir einhverjum, sem altaf er á hælunum á honum, allan þennan tíma, frá því er hann kom hingað. Hvernig ætti það annars að hafa getað spurst i allar áttir, að hann leigði sjer herbergi íNorðymbralandsgistihöllinni? Af því að honum var veitt eftirför fyrsta daginn, bjóst jeg við að svo mundi einnig fara næstu dagana. Tók- uð þjer eftir því, að jeg gekk út að glugganum tvisvar sinnum þá stund- 9 ina, er doktor Martimer var að lesa söguna?« »Já, jeg tók eftir því«. »Jeg var að líta eftir, hvort jeg sæi engan mann standa á hleri úti fyrir, en þar var þó enginn. Hann er óefað enginn auli, sem við eigum í höggi við, og jeg sje það betur og betur, að ekki muni hann kjarkinn bila. En hvort sem hann er vinveittur okkur eða fjandsamlegur, get jeg ekki skorið úr með vissu að svo vöxnu máli. Þá er kunningjar okkar lögðu á síað, fór jeg undir eins á eftir þeim í von um að geta komið auga á þennan ósýni- lega umsátursmann þeirra. En hann var svo slægur, að hann íór ekki fót- gangandi, en tók sjer vagn og gat með því móti farið í hámótið á eftir þeim, .án þess að nokkur maður yrði þess áskynja. Þetta bragð hafði þann kost þar að auki, að hann gat altaí verið á hælunum á þeim, hvort sem þeir fóru gangandi eða akandi. En á öku- vagni er þó einn galli«. »Hann er á vagnstjórans valdi«. »Já, það er meinið«. »Það var leitt að við sáum ekki töl- una á vagninum«. »Það er satt, að mjer fóx-st þetta ó- heppilega, Watson góður, en svo mik- ill klaufi var jeg þó ekki að mjer sæ- ist yfir að setja á raig töluna. Hún var 2704. En það stoðar okkur lítið sem stendur«. »Jeg get ekki sjeð, hvað þjer gátuð gert meira«. »Það gat jeg þó. Undir eins ög jeg »Það er undir þvi komið, hvað þjer kallið umtals vert«. »Jeg hugsa að alt, sem nokkuð er frábrugðið þvi, sem vant er að vera, kunni að geta komið í góðar þarfir«. Barón Hinrik brosti við. »Jeg er ókunnugur bretskum venj- um og lifnaðarháttum enn þá«, sagði hann, »þvi að jeg hef alið nálega all- an aldur minn í Bandai-ikjunum og Kanada. En jeg vona þó, að það sje ekki dagleg venja hjer að missa skó sinn«. »Hafið þjer mist skó, sem þjer áttuð?« »Það hlýtur að hafa verið i mis- gripum, góðurinn minn«, sagði doktor Mortimer. »Þjer finnið hann sjálfsagt, er þjer komið heim i gistihöllina aftur. Hvaða vit er i því að tefja tímann fyrir herra Holmes með þess háttar smámunum?« »Hann bað mig um að segja sjer alt óvanalegt, sem fyrir mig liefði komið«. »Já, auðvitað«, gall Holmes við. »Það er alveg rjett. Það getur komið sjer vel, þó að smávægilegt kunni að sýnast í fyrstu. Það er og. Þjer haf- ið þá mist einn skóinn yðar?« »Já, eða að minsta kosti er hann mjer horfmn. Jeg lagði skóna frá mjer fyrir utan dyrnar á herberginu minu í nótt, en í morgun var annar þeirra farinn. Þjónninn, sem átti að fægja þá, vissi ekkert. Lakast var, að jeg hafði keypt skóna kvöldinu áður niðri í Strandstræti og aldrei sett þá upp«. »En livers vegna þurfti að fægja þá, er þjer liöfðuð ekki haft þá á fótun- um ?« »Þeir höfðu leðurlitinn og höfðu aldrei verið fægðir. Þess vegna lagði jeg þá utan við dyrnar«. »Þjer komuð til Lundúna í gær. Fóruð þjer þá rjett á eftir út í borg- ina að kaupa skóna?« »Já, og jeg var i allmörgum búðum. Doktor Mortimer var með mjer. Úr því að jeg er orðinn eigandi að þessu stórbýli, verð jeg líklega að ganga bet- ur til fara hjer á eftir. Jeg hef vanist á þarna vestra að halda mjer ekki til. Jeg keypti því meðal annars þessa móleitu skó fyrir tuttugu og fimm krónur. Og svo var þá öðrum þeirra stolið, áður en jeg hatði haft þá á fót- unum«. »Undarlegur ávani að stela«, sagði Sherlock Holmes. »Jeg er á sömu skoðun og doktor Mortimer, að ekki muni líða á löngu, áður en þjer fáið skóinn aftur«. »Já, já, góðir hálsarw, sagði barón- inn nú einarðlega. »Nú þykist jeg hafa gert nógu rækilega grein fyrir þessu litla, sem jeg veit. Nú mun tími til kominn að þjer efnið loforð yðar og skýrið mjer frá út í ystu æs- ar, hvað eiginlega er um að vera«. »Já, það er ekki meira en sann- gjarnt«, svaraði Holmes. »Viljið þjer ekki gera svo vel, doktor Mortimer, að segja baróninum upp alla söguna orðrjetta, eins og þjer sögðuð okkur haua?«

x

Lögrétta

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Lögrétta
https://timarit.is/publication/196

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.