Lögrétta

Ataaseq assigiiaat ilaat

Lögrétta - 08.02.1911, Qupperneq 2

Lögrétta - 08.02.1911, Qupperneq 2
22 L0GRJETTA. Lðgrjetta kemur út á hverjum mið' vikudegi og auk þess aukablöð við og við, minst 60 blöð als á ári, Verð: 4 kr. árg. á íslandi, erlendis 5 kr. Gjalddagi 1. júli. „Hyer var hann?“ Danska blaðið „Pólitiken" flytur 2. jan. grein með þessari fyrirsögn, er það segir, að sjer sje send af kunn- um, dönskum stjórnmálamanni sunn- an frá Miðjarðarhafsströnd. Þarsegir: „Sex tíma ferð í vestur frá Nissa er Hyéres, er stendur í fjallshlíð, og eru krókóttar miðaldagötur upp eftir henni, en uppi á fjallinu eru rústir af kastalaborg. Neðan við fjallið eru íbúðarhús í nútíðarstíl. Bærinn er á stærð við Helsingjaeyri og Hilleröd til samans og hefur víst aldrei stærri verið. En á miðöldunum voru ríkin smá, og Hyéres með umhverfi sínu var þá sjálfstætt furstadæmi. 1254 var það sameinað greifadæminu Provence, er þá var sjálfstætt, og er Provence 1481 sameinaðist konungs- ríkinu Frakkland, rann Hyéres sam- an við Frakkland. í byrjun 18. aldar átti Frakkakonungur í ófriði við her- togann af Savoyen, og 1707 tóku herflokkar hertogans Hyéres. í þeim herflokkum voru mestmegnis Þjóð- verjar, Savoyenmenn og Genúamenn, en eftir því, sem Louis Bronard segir í bók einni, er hann hefur ritað og kallar: „Eitt horn af Provence", var foringi þeirra íslend- ingur, og um hann er sagt — öfugt við herflokkana, sem hann stýrði — að hann hafi verið „rjettlátur maður og mannúðlegur". Þetta, að íslend- ingur hefði haft herstjórn í þjónustu hertogans af Savoyen, vakti eftirtekt mína, og af því honum var hrósað, fór mjer að þykja vænt um hann. Jeg hafði aldrei fyr heyrt um hann getið. En þar sem jeg (og án efa fleiri af lesendum »Pólitiken«s) hefði gaman af að fá eitthvað meira um hann að vita, þá leyfi jeg mjer að spyrja íslenska sagnfræðinga: Hver var þessi íslendingur? Veit nokkur maður nokkuð um hann? X X X«- Nýlt kosningalagafrumvarp d Italíu. ítalska stjórnin lagði í vetur fyrir þingið nýtt kosningalagafrumvarp, sem hefur það nýmæli inni að halda, að eftir því er kjósendunum gert að skyldu, að neyta kosningarrjettar síns. Þeir kjósendur, sem ekki greiða at- kvæði án þess að hafa gild forföll fyrir sig að bera, svo sem sjúkdóm, fjarveru o. s. frv., eiga að verða fyrir sektum, og þar að auki á að vera hægt að svifta þá um tíma rjetti til þess að gegna opinberum störfum. Jafnaðarmönnum er mjög illa við þetta ákvæði, því þeir neyta kosn- ingarrjettar síns allra stjórnmalaflokka best. En það eru hægriflokkarnir, sem verst sækja kosningar, og Luzz- atti yfirráðherra vill með þessu ákvæói reka þá til kosninganna. Það er tal- ið víst, að ef lögin nái fram að ganga, þá styrki þau mjög hægri- flokkana. Kosningarjetturinn á að vera bund- inn við það, fyrir utan aldurstak- mark og óspilt mannorð, að kjós- andi kunni að lesa og skrifa. Til þess að prófa þetta, skal nefnd skip- uð í hverju kjördæmi, er gefi hverj- um kjósanda vottorð áður en hann kýs. Frá Haiiti. Þar er ókyrt enn, segja útlend blöð, og ef til vill borgara- styrjöld í aðsigi. Núverandi forseti heitir Símon, og hefur stjórnin verið að taka lán í Bandaríkjunum til vopnakaupa. Nýr þjóðbanki tekur þar til starfa í vetur, stofnaður með fje frá Þýskalandi, Bandaríkjunum og Frakklandi. Forsetaval 1 Chili er nýlega farið fram og kosinn Ramson Barros Luco. Ákærur gegn ráöherrum í Búlgariu. Þar var skipuð 12 manna nefnd í vetur í þinginu til þess að rann- saka ákærur, er bornar voru fram gegn ýmsum af þeim mönnum, sem gegnt hafa þar ráðherraembættum. Þegar nefndin kemur fram með skýrslu sína, verður svo ákveðið, hvort kæra eigi þá fyrir ríkisdómi. Einn, Gudev að nafni, sem tvíveg- is um tíma hefur verið yfirráðhera, er sakaður um, að hafa dregið sjer mörg hundruð þúsund franka af almanna fje. Annar, Genadiev að nafni, sem var verslunarmálaráðherra, er sakað- ur um að hafa misbrúkað stöðu sína til þess að gefa burt dýrmæt einka- leyfi. Hinn þriðji, Pajakov, var sak- aður um, að hata falsað gerðabók stjórnarráðsins og dregið sjer óleyfi- lega fje af ríkisins eignum o. s. frv. Akærugreinarnar eru alls 67. Paja- kóv aó af slagi í þingsalsdyrunum meðan umræðurnar um ákærugrein- arnar fóru fram. Stophneykslanleg- inein- loka er það hjá „Fjallkonunni" um daginn og „ísafold" í fyrra, að vera að skamma sína pólitisku mótstöðu- menn fyrir trúrækni þeirra. Eftir Lækjartorgsfundinn í fyrra reyndi ísaf. hvað eftir annað að gera Knud Zimsen verkfræðing hlægilegan fyrir það, að hann skyldi starfa að barna- guðsþjónustum hjer í bænum. — Því- líkt ódæði, að innræta börnum bæj- arins guðsótta og góða siðu! — Það sómdi vel blaðinu, sem margoft hafði talið sig hlynt kirkju og kristindómi, að sparka í eina mentamann bæjar- ins, úr leikmanna hóp, sem starfar opin- berlega að kristindómsmálum, af því að hann hafði aðra skoðun en blaðið á stjórnmálum. Sömu meinlokuna flytur Fjk. fyrir nokkrum dögum í illa saminni háð- grein um safnaðarfund dómkirkju- safnaðarins 28. f. m. Þótt æsinga- fullur stjórnmálamaður talaði svo af sjer á þeim fundi, bæði gagnvart sóknarpresti og sóknarnefndaroddvita, að hann yrði seinna að biðja fyrir- gefningar, var hreinn óþarfi að hlaupa með það í blöðin; og sjá mætti Fjk. það, að það er stórbagaleg meinloka fyrir hennar eigið lið, að vera að blanda saman trúmálum og stjórn- málum á þennan hátt. Veithúnekki að sumir æstir trúleysingjar eru henn- ar menn? Hafa andstæðingablöðin skammað þá fyrir það ? Eða veit hún ekki t. d. að sr. Ólafur fríkirkju- prestur er ákafur flokksmaður stjórn- arinnar, og hafa þó stjórnmálaand- stæðingar hans í fríkirkjunni aldrei ráðist á hann fyrir það á safnaðar- fundum, nje andstæðingablöðin hnýtt að honum fyrir trúrækni hans. Eða skyldi Fjk. halda, að enginn megi vera trúrækinn nema prestar? — Það eru væntanlega fáir svo »steinblindir á báðum«, að þeir ætli að trúræknin sje uppgerð ein, ef menn fylla ekki einhvern sjerstakan stjórnmálaflokk, — fyr mætti nú vera meinloka. Yfir höfuð held jeg að blöðin ættu að vera svo hyggin, að þau sæju, að það borgar sig best, þegar til lengdar lætur, að vega heiðarlega að mót- stöðumönnum sínum, hrekja andmæli þeirra, en vera ekki að bíta í hæl- ana á þeim. Áhorfandi. Skammbyssuskot á Hagemanns Kollegium í Khöín. Það gerðist í síðastl. mánuði á Hagemanns Kolle- gium — sem er stúdentaheimili í Khöfn, er styrkir bæði karlstúdenta og kvenstúdenta, — að einn af stú- dentunum, James Thomsen að nafni, bað eitt kvöld kvenstúdentinn Ellen Nielsen að koma upp í herbergi sitt, kvaðst þurfa að tala við hana um alvarlegt mál. Þegar þangað kom, kl. 11 um kvöldið, bar hann upp bónorð, og hafði víst einnig gert það fyr, en fjekk nei. Hann dró þá, eftir nokkra stund, skammbyssu upp úr vasa sínum og skaut nokkrum skot- um á frk. Nielsen. Ein kúlan fór í gegnum kinnina á henni, önnur særði hana bakvið eyrað, hin þriðja fór gegnum kjól hennar, en særði hana ekki. Stúlkan kallaði auðvitað á hjálp og hljóp til dyra. En þegar námsfjelagar þeirra komu til, lá J. Thomsen í andarslitrunum á gólfinu, hafði síðast snúið skammbyssunni að sjálfum sjer og skotið sig. Stúlkan var flutt á sjúkrahús og verður jafn- góð aftur. J. Thomsen stúdent var frá Randers, 28 ára gamall, og las mannvirkjafræði. Frk. Nielsen var frá Ódense og stundaði söngfræði. Á stúdentaheimilinu voru alls 44 karlstú- dentar og 5 kvenstúdentar. Þar kvað jafnan hafa verið besta regla. Stjórnmála-hugvekja, eftir H ö g n a. Herra ritstjóri I Jeg heiti á frjálslyndi yðar, að birta fyrir mig þessa stjórnmála-hugvekju, þótt hún sje sjálfsagt andstæð skoðunum yðar. Jeg vil nefnilega hafa konungssam- band og ekkert annað, svo sem vjer eig- um rjett á samkvæmt gamla sáttmála og fleiri fornum brjeíum. Og 1 því bandi skal ekki vera neitt „skítti", heldur íslensk vorull ellegar hrosshár, eftir því, hvort álítst sterkara, og má altaf kveða nánar á um það. Syðri enda bandsins vil jeg vetja um ráðhússturninn í Kaupmannahöfn, en festa nyrðri endann í Eiríksjökul. Önnur tillaga hefur mjer borist til eyrna, svofeld: Syðri enda bandsins skal festa í efsta vestishnappagat forsæt- isráðherra Dana, en nyrðri endanum skal vefja um háls Björns Kristjánssonar.sem væntanlega verður orðinn ráðherra ís- lands, þegar sambandið kemst á. Þessari tillögu er jeg algerlega mót- fallinn. Jeg sje nefnilega fram á það, að hversu mjúkt og ljett, sem bandið verð- ur, hlýtur hálsinn á Birni að særast und- an því, og yrði þá sífeld óánægja frá vorri hálfu, íslendinga, með þess konar fyrirkomulag. En á ráðhússturns- og Eiríksjökuls- sambandinu get jeg ekki sjeð neina veru- lega galla. Að visu er það fyrirsjáan- legt, að ekki verður hægt að strengja svo bandið, sem liggur yfir þrjú hundr- uð mílna svæði, að það liggi ekki í sjó; ekki sfst þegar þess er gætt, að sjórinn kvað vera eigi alllítið bunguvaxinn, þótt undarlegt megi virðast. Svona samband verður því þeirri einu hættu undirorpið, að hákarlar bíti það sundur, og má það ekki viðgangast. En jeg þykist nú sjá ráð til að afstýra þeirri hættu: Vjer skulum veida alla hdkarla — hvern og einn einasta. Teg hef nýlega átt tal við viðskifta- ráðunaut vorn um þetta mál, og telst honum svo til, að vjer íslendingar mund- um hafa mjög mikinn hagnað af slfkri veiði, með þvl að spurn eftir hákarla- lýsi sje geisimikil á heimsmarkaðinum um þessar mundir, segir hann.— Og er þá sá agnúi úr sögunni. Hjer er snúið inn á nýja braut í stjórn- málum vorum og má búast við alls kon- ar mótbárum og grýlum á henni. En það hlægir mig, að jeg hygg, að örðugt verði að hagga roksemdafærslu minni hjer að framan. Jeg mun og verða reiðu- búinn að halda uppi svörum fyrir þessa stefnu í ræðu og riti, meðan andstæð- ingar mínir halda sig við málefnið; hins vegar mun jeg leiða hjá mjer allar ill- deilur, áflog og ryskingar og — umfram alt ólukku málaferlin. Aðal-málgagn þessarar stefnu verður hið nýupprisna, góðkunna sjálfstæðis- blað »Fjallkonan«, og geta menn snúið sjer þangað með hógværlega ritaðar greinar um málið. Mjer er víst óhætt að fullyrða, að vjer sjálfstæðismenn munum fylgjast fast og standa sem einn maður í pessu sambands- mdli. Hefur þetta verið rætt á flokks- fundum vorum — pukursfundum þó — og fengið einróma ágætis undirtektir. Fram, fram, sjálfstæðismenn! Áfram til framtíðarlandsins ! Þess hins sólglæsta lands, — þar sem vjer getum haft hermál og utanríkismál fyrir leik- knetti og keypt oss gráfíkjur fyrir vara- sjóð Landsbankans, ef hann , verður þá ekki týndur aftur — að segja. Rússneskir ræningjar í Austur- l'íki. Nýlega voru handteknir 40 Rússar í Krakau, er grunaðir voru um að hafa átt þátt í ránum, er þar höfðu verið framin, og þóttist lög- regluliðið hafa komist að því, að hjer væri um að ræða leynilegt ræningja- fjelag. Reykjavík. »Lord Nelson«, nýi botnvörpung- urinn þeirra Jes Zimsens konsúls og fjelaga hans, „Mars"-fjelagsmanna, kom hingað á mánudagsmorgun frá Englandi. Hjalti Jónsson er þar skipstjóri. Skipið er fallegt, stórt og sterkt, 154,71 tonn nettó. Það fór út aftur til veiða í gær. Jón Magnússon bæjarlogeti fór til Vestmannaeyja með „Ceres" um daginn, hjelt þar þingmálafund og kom aftur heim með „Lord Nelson" á mánudagsmorgun. Yerslunarstjóraskifti eru orðin hjá Sameignarkaupfjelagi Reykjavík- ur, Sveinn Sigfússon hættur, enda hefur hann verið veikur síðan um áramót, legið rúmfastur, en við hef- ur tekið í hans stað Karl Nikulás- son áður verslunarstjóri H. Th. A. Thomsens verslunar. Skjaldarglíman síðastl. miðviku- dagskvöld fór svo, að Sigurjón Pjet- ursson hjelt Ármannsskildinum. Hann feldi alla, en enginn hann, hafði 10 vinninga, en 11 tóku þátt í glím- unni. Næstur var Hallgr. Benedikts- son með 9 vinninga, þá Guðm. Sig- urjónsson með 7, Bjarni Bjarnason með 6 o. s. frv. Guðmundur Ste- fánsson glímdi ekki í þetta sinn, hefur ekki iðkað glímur í vetur og ekki verið hjer heima um hríð; kom vestan af fjörðum kvöldið áður en glíman fór fram og var nú aðeins áhorfandi. Húsfyllir var við glím- una, eins og venja er til. Bæjarstjórnin. Fundur 19. jan. Borgarstjóri tilkynti, að hann hefði ráðið verkfr. Sig. Thoroddsen fyrir 150 kr. á mán. 3 fyrstu mán. ársins til þess að gegna byggingarfulltrúa- störfum og nauðsynlegum verkfr.- störfum, er fyrir koma. Kosinn til að stýra fundum í for- föllum borgarstjóra Kl. Jónsson land- ritari. 5 börnum veitt ókeypis kensla. Fundur 2. febr. Hafnarfrv. samþ. með lítils háttar breytingum. Samþ. að kæra forstöðumannHjálp- ræðishersins til sekta fyrir brot á byggingarsamþ og svo timbursmið þann, sem hefur unnið að breyting skúrs fyrir hann. Afsalað forkaupsrjetti að Bráðræðis- bletti, er selja á fyrir 930 kr. Jóni Hannessyni í Austurkoti leigð- ur Móabæjarkálgarður í ár fyrir 8 kr. afgjald. Veðrið hefur síðustu vikuna verið mjög hlýtt og stilt, eins um alt land. Veðurskeytin sögðu einn morguninn 9V2 st. hita á Akureyri og 9 st. hita á Seyðisfirði. »Fóstbræður«. Svo nefnir sig nú fjögra manna söngflokkurinn: þeir bræður Pjetur og Jón Halldórssynir, Einar Indriðason og Viggó Björns- son. Þetta eru alt valdir söngmenn og vel æfðir saman, eins og bæjar- menn hafa við ýms tækifæri átt kost á að heyra. Á öðrum stað í blað- inu auglýsa þeir söngskemtun í kvöld. ltausnartiltektir ráðherra hinar síðustu eru þær, að hann hefur rekið Árna Árnason kirkjuþjón frá starfi sínu við dómkirkjuna. Hverjar ástæðurnar hafa verið, veit Lögr. ekki, en hetur heyrt, að mörguni þykir þetta undarlegt. En matarhola er þarna, þó lítil sje, og þetta sýnir, að ráðherra á fylgis- menn enn, eða hyggur sig eiga. Fróðlegt erindi verður það án efa, sem Jón alþm. Ólafsson flytur í „Fram" næstk. laugardagskvöld, sbr. auglýsingu á öðrum stað í blaðinu. Menn ættu að mæta stundvíslega. Koninir iilþingismenn. Með Flóabátnum í gær komu frá Borgar- nesi Stefán Stetánsson Eyfirðinga- þingmaður og báðir þingmenn Skag- firðinga. Þorleifur í Hólum, þingm. A.-Skaftfellinga hafði komið með austanpósti í fyrra dag. íbúatal Kristjaníu reyndist við manntal í vetur: 243,801; hafði fjölg- að um rúm 16 þús. frá aldamótum, en sfðasta áratug sfðastl. aldar um 74V2 þús. Guðmundur Hjaltason hefur í vetur haldið 25 fyrirlestra hjá ýms- um Ungmennafjelögum í Árness- og Rangárvallasýslum og í Kjósarsýslu. Hann lætur vel af þessum fjelögum. Stærst segir hann að tvö sjeu: ann- að á Eyrarbakka, hitt undir Eyja- fjöllum. Einnig hefur hann farið fyrirlestraferð um Borgarfjarðarhjer- aðið. Mokafli í Yestmannaeyjuin er sagður af þeim, er komu þaðan með »Lord Nelson« í fyrradag. Bylta af hesti. Úr Húnavatns- sýslu er sögð sú fregn, að Sigurður Sigurðsson bóndi á Húnstöðum hafi nýlega dottið af hesti á leið frá Blönduósi og meiðst svo, að hann beið bana af. Hafði slysið viljað til fyrri hluta nætur, en hann fundist daginn eftir, og þá með lífsmarki, verið fluttur til næsta bæjar, en lát- ist litlu síðar. Sigurður var í merkustu bænda röð og eigi meira en miðaldra maður. Dáinn er 4. f. m. Konráð Magn- ússon bóndi á Syðravatni í Skaga- firði. Næsta stórstúkuþing verður hald- ið á Seyðisfirði 27. maí í vor, sam- kvæmt ákvæði framkvæmdarnefndar stórstúkunnar. Snæbjörn í Hergilsey. Lögr. gat gat þess í síðasta tbl., að Snæbjörn hreppstjóri Kristjánsson í Hergilsey hefði fengið heiðursmerki dannebrogs- manna. Nú er henni sagt af manni, sem nýkominn er að vestan, að hann hafi neitað að taka við því, ef þeir, hann og Guðmundur sýslumaður, fengju ekki aðra rjetting mála sinna, eða bætur fyrir ofbeldisverkið, sem enski botnvörpungskapteinninn framdi á þeim síðastl. haust. Vjelarbátur fórst frá ísafirði rjett fyrir áramótin með fimm mönnum. Formaður var Hrólfur Jakobsson, er áður var hjer i Reykjavík, dugnaðar maður og góður sjómaður. En hinir voru: Sveinn Halldórsson húsm. af ísafirði, dó frá konu og 6 börnum; Jón Arnason, unglingsmaður, Jón Jónsson og Guðm. Guðmundson. Þessir þrír síðastnefndu, og svo Hrólf- ur, voru ókvæntir menn; allir afísa- firði. — Eigandi bátsins var Árni Gíslason bæjarfulltrúi, en báturinn var eigi vátrygður. Bátskemdir urðu töluverðar á ísa- firði í ofsaroki 22. f. m. og sukku þá tveir vjelarbátar þar inni á Poll- inum. Þingmannaskipið „Vesta" er mjög á eftir áætlun, fór frá Akur- eyri fyrst í gær og kvað vart geta komið hingað fyr en 13. þ. m. »La Revue Scandinave«. Svo heitir nýja Norðurlanda-tímaritið, sem farið er að koma út á frönsku. Lögr. hefur áður getið um undirbúninginn að stofnun þess. P'yrsta heftið kom út rjett fyrir síðastl. áramót. Fremsta greinin er eftir próf. G. Brandes, og mest er heftið bókmentalegs efnis. Þó er þar grein eftir franska prófess- orinn Paul Verrier um þúsund ára hátið Normandís, sem nú er bráðum fyrir höndum, eins og áður hefur verið skýrt frá hjer í blaðinu. Ludvig Holberg. Carlsbergs- sjóðurinn ætlar að kosta vandaða útgáfu af öllum ritverkum hans, er byrja á að koma út nú bráð- um, en síðan á að koma eitt bindi á ári í næstu 25 ár. Hverl bindi verður um 800 bls. Leikritin koma í 3. og 4. bindinu. Um út- gáfuna sjer Carl S. Petersen bóka- vörður. Snjór í Ítalíu. í síðasta tbl. var getið um, að veturinn hefði verið harður í Suðurevrópu. 7. jan. tept- ust járnbrautarferðir á Ítalíu af snjó- um. Lestin frá Róm stansaði skamt frá Piaczensa og varð að bíða þar 20 klst. áður hún fengi haldið ferð- inni áfram.

x

Lögrétta

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lögrétta
https://timarit.is/publication/196

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.