Lögrétta - 08.02.1911, Side 3
L 0 G R J E T TA.
23
Þingmálaf. i N.-Isafj.sýslu
var 3. þ. m., fulltrúafundur, og var
þingmaður, Sk. Thoroddsen þar.
Lögr. hefur fengið þessar frjettir af
fundinum:
í samb.málinu lilil mótslaða
gegn þingm., 22 : 1. — Fundur-
inn einbeittur með sljórnarskrár-
breytingu og lýsti yfir óánægju við
stjórnina fyrir það, að bún flytti
ekki frumv. um það mál. Botn-
vörpungasektunum öllum vildi
fundurinn halda til landsjóðs.
Samþykt var áskorun til alþing-
is um ransókn á gerðum stjórnar-
innar í bankamálinu. í sambandi
við það mál hafði verið borin fram
vantraustsyfirlýsing til ráðherra,
en þingmaðurinn hafði mælt hann
undan henni með þeim orðum, að
ekki væri meiri ástæða til hennar
út af þessu máli en mörgum öðr-
um, enda mundi alþingi ekki þurfa
hvatningar við í þessa átt.
Um tvö af stjórnarfrumvörpun-
um hafði þingm. sagt, að þau yrði
að drepa undir eins, frumvörpin
um barnafræðslu og flutning al-
þingis.
ísland erlendis.
Próf í mannvirkjafræði hefur ný-
tekið í Khöfn Geir G. Zoéga, sonur
G. Zoéga yfirkennara við Mentaskól-
ann hjer í Rvík, með hárri 2. eink.
Hann kemur heim hingað innan
skams og verður aðstoðarmaður hjá
Jóni Þorlákssyni landsverklræðingi.
Rolf Nordenstreng, sænski (eða
finski) rithöfundurinn, sem margt hef-
ur áður um íslensk mál ritaðog Lögr.
hefur þýtt greinar eftir, — hefur nú
enn ritað ítarlega grein um íslensk
stjórnmál í „Finsk Tidskrift" (sept-
ember 1910). Þá grein hefðu marg-
ir Islendingar gott af að kynna sjer,
og mun Lögr. nánar minnast á hana
síðar. Hún segir hiklaust til synd-
anna, og höf. er auðsjáanlega ná-
kunnugur stjórnmálaþjarkinu hjer
bæði af lestri blaða og Þingtíðinda.
Um viðskiftaráðanautinn okkar segir
hann, að hverjum, sem heyrt hafi
fyrirlestra hans í Svíþjóð síðastliðið
vor, hljóti að vera Ijóst, að þar sje
ekki hættulegur „agitator". Svo
aumlegir fyrirlestrar bæði að inni-
haldi og framsetningu geti á engan
hátt vakið samhug með íslandi. Óg
þetta er án efa rjettur dómur;
allir útdrættir, sem sjest hafa af þess-
um fyrirlestrum viðskiftaráðunauts-
ins, eru hörmulega fátæklegir og
vesaldarlegir.
Þingmálafundir í Skaga-
f*pAi. í .síðasta blaði var getið um
þingmálafund á Sauðárkróki. Annar
fundur var haldinn að Reykjalaug
litlu síðar, fjölmennur fundur, og hafði
gengið enn meir móti stjórninni en
Sauðárkróksfundurinn, Heimastjórnar-
menn verið í niiklum meiri hluta í
atkvæðagreiðslu um sambandsmálið.
Annars hefur Lögr. ekki fcngið nán-
ar fregnir af fundinum.
Þingmálafuudur í Horg-
arnoHÍ var haidinn síðastl. laugar-
dag. Uppsýslumenn, sem með ör-
fáum undantekningum eru Heima-
stjórnarmenn, komust ekki á fundinn
vegna vatnavaxta. Norðurá með öllu
ófær. Þingmaðurinn komst ekki á
fundinn og eigi heldur sýslumaðurinn
í Arnarholti. En Jóhann í Sveina-
tungu var staddur úti á Hvanneyri
og komst því á fundinn. Svo fór
samt, að Heimastjórnarmenn höíðu
einsatkv. meiri hluta(53:52) í sam.
bandsmálinu. — Nánari fregnir af
fundinum síðar.
Þiugmálaíiindur í Vestni.-
eyjuin er nýhaldinn af þingmanni
hjördæmisins.
í stjórnarskrármálinu og bankamál-
inu voru þar samþyktar samskonar
tillögur, frá þingmanninum, og hjer
á Reykjavíkurfundinum.
Fundurinn vildi fá síma til eyjanna,
en mótmælti loftskeytum.
Unga Island
u
»>
Jeg undirritaður hef keypt barnablað-
ið „Unga ísland" með öllum gógnum og
gæðum þ. 1. þ. m. Bið jeg því útsölu-
menn og kaupendur vinsaml. að snúa
sjer til mín með a 11, er að blaðinu lýt-
ur. Einnig greiðslur gamalla skulda og
nýrra. Janúarblaðið, sem var óprentað,
er jeg tók við, verður sent með póst-
um í febrúar, næsta blað í mars og tvö-
falt blað í apríl. Slðan verður alt í röð
og reglu, sem best má verða, bæði af-
greiðsla og annað. Eru kaupendur og
útsölumenn vinsamlega beðnir að verða
eigi óþolinmóðir, þar eð svona stendur
á. Skal þeim bættur allur halli og bið
margfaldlega síðar.
„Unga fsland" vonar, að það eigi sömu
vinsældum að fagna og áður hjá ísl.
æskulýð. Verður nánar skýrt frá „fram-
tíðarstefnu" þess í 1. tbl. þ. á.
Kaupendur í Reykjavík og nágrenni
geta snúið sjer til mín í talsíma (nr. 20)
eða þá á prentsmiðju D. Östlunds, því
þar verður afgreiðsla blaðsins fyrst um
sinn.
Hafnarfirði 5. febr. 1910.
Helgi Valtýsson.
Allt af sjálfri sjer lík.
Með því aðjeg hef sannfrjett, að
frú Bríet Bjarnhjeðinsdóttir hafi nú
undanfarna daga gengið um bæinn
millimálsmelandi manna.jafnt karl-
manna sem kvenmanna, til þess
að sýna þeim óþverra-brjef, sem
hún eignar mjer, þá lýsi jeg yfir því,
að jeg hef hvorki skrifað henni nje
öðrum nokkurt brjef með líku inni-
haldi og það, sem mjer er sagt að
í því sje.
Jeg læt mig engu skifta, hvort
þessi uppspuni er að ö 11 u leyti
frá frú Bríet sjálfri, eða einhver gár
unginn hefur leikið á liana til þess
að láta hana, sem altaf er jafn
rólfær til svonalagaðrar iðju, hlaupa
með það henni sjálfri til svívirðing
ar, en þ a ð finst mjer máli skifti,
hvort kvenþjóðin á ekki heimting á
þvi, að sú kona, sem ekki blygðast
sín fyrir að bera á sjer og sýna
annað eins brjef, sje skylduð til
að gangaábuxum.
Keykjavík, 3. febrúar 1911.
Guðrún Björnsdóttir.
Stiídenta-óeirðir í Ódessu. 21.
des. í vetur varð uppþot í Ódessu í
Rússlandi, sem síðan hefur mikið
verið talað um. Tilefnið var almenn-
ur stúdentadansleikur, sem haldinn
var þar í háskólanum 18. des. For-
gönguna höfðu bæði kennarar við
háskólann og stúdentar úr stjórnar-
flokknum. Stúdentar af stjórnarand-
stæðingaflokki voru eitthvað óánægð-
ir með undirbúning dansleiksins og
höfðu samtök um, að spilla því, að
nokkuð yrði af honum. Þeir fóru
þannig að, að þeir dreifðu um dans-
salsgólfið efni, sem gaf frá sjer svo
illa lykt, að ekki var vært í salnum.
Það varð undir eins uppvíst, hverjir
valdir voru að þessu, og voru þeir
fyrst dustaðir til þar inni, en síðan
var þeim fleygt út. Svo var loftað
í salnum og dansleiknum haldið áfram.
Er sagt, að hann hafi síðan farið vel
fram.
En 21. des. hjeldu 250 kvenstú-
dentar fund og mótmæltu þar harð-
lega þeirri meðferð, sem mótstöðu-
flokkur dansleiksins hafði orðið fyrir,
og lýstu yfir samhug með þeim.
Slíkir fundir sem þessi eru óleyfilegir
í Rússlandi, nema með samþykki há-
skólastjórnar og undir umsjón lög-
reglustjórnar. En hvorugu þessu
skeyttu kvenstúdentarnir og neituðu
að slíta fundinum, þótt þeim væri
skipað það bæði af háskólastjórn og
lögreglu. Svo átti enn að verða al-
mennur stúdentafundur um dansmál-
ið, en úr honum varð þegar í byrj
un blóðugur bardagi og urðu nokkr-
ir sárir af skammbyssuskotum. Lög
reglulið var þar við hendina, að því
er sagt er eftir samráði við dans-
leiks-stúdentana og til þess að veita
þeim lið. Endirinn varð sá, að yfir
100 stúdentar voru handteknir og
settir í fangelsi, og þar sátu þeir að
minsta kosti fram yfir áramótin. Mál
ið var tekið til umræðu í dúmunni,
og þar vakti það harðar þrætur. En
endalyktirnar eru enn eigi sagðar í
síðustu útlendum blöðum, sem hing-
að hafa komið.
Wliklar viðsjár hafa verið nú
undanfarið innan þingmannaflokks
stjórnarmannahjer. Þeir hafa beðiðráð-
herra að segja af sjer áður þing komi
saman, en hann neitar. Svo hafa
þeir verið að hóta honum vantrausts-
yfirlýsingu, en hann skeytir því engu.
Hann þjáist ekki af „valdalystar-
leysi" núna, gamli maðurinn.
En þingmennina bagar það eitt í
sókninni, að þeir vilja allir, hver um
sig, verða eftirmenn hans.
una.
Keflvíkingar og Keldhverfingar.
Hvergi á landinu hefur shremmi-
lega lagabrotið«, sem þingvinir ráð-
herra hjer í Rvík, B. Kr., J. Þ., B.
Sv. og J. P. ætluðu honum að gera,
fengið áheyrn kjósenda, svo vitanlegt
sje, nema í Keflavík og í Kelduhverfi.
Þess er getið hjer Keflvíkingum
til huggunar, að Keldhverfingar reynd-
ust þeim litlu snjallari í Iögspekinni,
samþyktu með 23 : 3 sömu vitleys-
Eitursýra fyrir messuvín. í smá
bænum Volossovó í Rússlandi, skamt
frá St. Pjetursborg, kom það fyrir
vetur, að 22 menn sýktust skyndi
lega eftir altarisgöngu í hinni lút
hersku kyrkju þar í bænum. 4 dóu
bráðlega, eftir miklar kvalir, og um
nokkra var talið óvíst, hvort þeir
mundu lifa eða deyja. Kirkjuþjónn-
inn hafði í misgripum helt eitursýru
í kaleikinn í staðinn fyrir messuvín.
„Ef fil Iiosning:a kæmK
ísaf. huggaði sig við það, eftir ósig-
urinn á þingmálafundunum, að »ef til
kosninga kæmi«, þá væri áreiðanlegt,
að stjórnarliðið yrði hjer í meiri hluta.
Ályktunin er ekki laus við að vera
dalítið barnaleg. En síst hafa Heima-
stjórnarmenn á móti því, að »til
kosninga komi« sem allra fyrst, og
ísaf. styður þá væntanlega að þvf,
að svo verði.
Jarðskjálftar. Á gamlársdag í
vetur fanst allmikill jarðskjálfti í San
Francisko og vakti mikla hræðslu,
en gerði lítinn eða engan skaða.
Litlu fyr voru jarðskjálftar f Grikk-
landi og gerðu töluvert tjón,
menn fórust þar ekki.
Grænland. Þar eru fbúar nú
þús., og er sagt, að fjölgunin
mikil nú siðari árin.
12
sje
en
Frá Spáni. Canalejas yfirráð-
herra sótti nú um áramótin um lausn
fyrir ráðaneyti sitt, en konungur bað
hann að mynda nýtt ráðaneyti og
gerði hann það.
í
Kína
Svartidauði.
morgun, að
Símað er frá Khöfn
svartidauði geysi í
Alþiiigiskjörskráin, Einsog
auglýst er á öðrum stað hjer í blaðinu,
liggur alþingiskjörskrá Reykjavikur
1911— 1912 til sýnis á bæjarþingstof-
unni 1.—16. þ. m.
Hver kosningarbærHeiniastjórnar-
inaður ætti að athuga það nú þegar
sjálfur, hvort nafn hans er á kjör-
skránni, og segja skrifstofu ílokksins
til þess tafarlaust, ef það stendur
þar ekki. — Skrifstofan er í Aðálstræti
8, og er opin hvern virkan dag kl.
8—10 síðd.
Geta má þess, að alþingiskjörskráin
er, að sögn, í þetta sinn óvenjulega
hroðvirknisleg. Þar kvað vanta menn,
sem lengi hafa staðið á kjörskrá og
eiga að vera þar enn.
Japansiuenn áFilippseyjuni. Þær
sögur ganga, að Japönum sje mjög
í hug að ná Filippseyjum frá Banda-
mönnum, og er sagt, að japanskir
menn fari þar um til þess að æsa
innfædda Iýðinn upp gegn yfirráðum
Ameríkumanna.
^tjórnapfruinvöriiin. Sum-
ii af þingmönnum hafa nú getað
náð í þau, nokkur að minsta kosti
— á dönsku, Á islensku eru þau
ekki til enn. Sjálfstæðisráðherr-
ann hefur í þessu breytt frá fyrri
venju og gert danska textann að
frumtexta frumvarpanna.
Daniel Lehniann, einn af þektustu
bókaútgefendum Khafnar og einn af
stjórnendum útgáfufjelagsins „Leh-
mann & Stage", er nýlega dáinn, 64
ára gamall.
Frá Persíu. Ráðaneytið þar sagði
af sjer um síðastl. áramót vegna hót-
unar ensku stjórnarinnar um, að taka
þar f taumana, ef stjórninni tækist
ekki innan 3 mánaða að koma á friði
og ró í landinu.
Panamaskurðurinn. Bandaríkja-
þingið veitti nýlega 12V2 milj. doll-
ara til þess að víggirða Panama-
skurðinn. Taft forseti kallaði það
eigi aðeins rjett Bandaríkjanna, að
víggirða skurðinn, heldur líka skyldu
þeirra.
Wagner. Nýlega er það komið
fram, að til er æfisaga Wagners tón-
skálds rituð af sjálfum honum á ár-
unum 1868 til 1873. Hún kvað
eiga að koma út næsta vor í 4
bindum.
fáit enn þá
hjá
.Toh Zimsen.
Skiftafundur
verður haldina í þrotabúi Guau-
laugs Þorsteinssonar kaflisala íuánn-
daginn 13. þ. m. kl. 12 á hádegi
í þinghúsinu hjer. Verður þar
skýrt frá hag búsins og lögí fram
skrá yfir skuldir þess.
Bæjarfógetinn i Reykjavik,
8. febrúar 1911.
Jón Magnússen.
Fyrir þingmenn.
2 eða 3 samstæð herbergi til leigu
með eða án húsgagna.
Laufásveg“ 14.
Þar eð jeg nú í ár hef samið við verksmiðjuna um kaup á
1500 SJÓFÖTim,
get jeg nú selt þau fyrir sarna lága verðið og fyr, þrátt tyrir
verðhækkun á línolíu og ljerefti.
Reynslan hefur sýnt, að betri olíuföt fást ekki en hjá mjer.
liomíö. sjáið itf( dæmið!
Nærföt, Peysur, Verkmannaföt, Kojuteppi og Lök
er alþekt, að best og ódýrast eru í
Aðalstræti 9.
Brauns versl. „Hamborg,“.
Nýárskveðja úr iofti. Það vakti
mikla gleði í Berín á gamlárskvöld
í vetur, að þá sigldi yfir borgina loft-
skip og var báturinn alt í kring Ijós-
um skreyttur, en úr þeim mátti lesa:
„Glcðilegt nýár", kveðju til borgar-
búa.
Forsetakosning í Sviss fór fram
( vetur og hlaut kosningu fyrv. vara-
forseti M. E. Ruchet.
Sjómenn!
Iluiið hugfast að mesta og besta tii*valiö af
Sjófatnaði
©r í X IYl^liPOOI
Sem undanfarandi ái* er veröið á sjóíatnaðin-
vim mjög lágt. IVIavgai* nýar tegvmclii*.
OTTO MBNSTEDs
dansíta smjörliUi erbe^h
Ðiðjiö um leyundírnar
,Sóley” „ Ingótfur" „Hchla " eða Jsafold
ömjðrlikið fœ$Y einungis fra :
Ofto Mönsted h/f.
Kaupmannahöfn o3/fro'5um
i Danmörku. •
%