Lögrétta

Issue

Lögrétta - 08.11.1911, Page 1

Lögrétta - 08.11.1911, Page 1
Aígreiöslu- og innheimtum.: ARINBi. SVEINBJARNARSON. LauKavetí 41« Talsími 74. OGRJETTA Rits t j ó ri: ÞORSTEINN GÍSLASON Pingholtsstræti 17. Talsimi 178. M 56. Reykjnvík 8. nóvember 1911. VI. árg. I. O. O. F. 931139 Þjóðmenjítsafnið opið sunnud., þriðjud. og fimtud. kl. 12—2. Lækning ók. I læknask. þrd. og fsd. 12—l. Tannlækning ók. (í Pólthússtr. 14) 1. og 3. md. f mán. 11—I. Landakotsspftali opinn f. sjókravitj. IO1/* —12 og 4—5. Islands banki optnn 10—21/. og 57»—7- Landsbankinn io1/.—a1/.. Bnkstj. við 12—I. Lagaskólinn ók. leiðbeining 1. og 3. ld. í mán. 7—8 e. m. Landsbókasafnið opið hv. virkan dag kl. 12—3 og 5—8. Heilsuhælið opið til heimsókna 12—1. Lárus Fjeldsted, YflrrJottarmilafærslumaOur. Lækjargata 2. Heima kl. 1 1 —12 og 4—5. Faxaflóagufubáturinn „lngólfur“ fer til Borgarness 6., i4.,og25.nóv - - Garðs 9. og 20. nóv. Brunaábyrgðar-umboðs- menska. Skandínaviskt brunaábyrgðarfjelag af. 1. fl. óskar að fá umboðsmann á íslandi. Umsóknir frá fullkomlega hæfum og áreiðanlegum mönnum óskast sendar undir merkinu: „Brand- assurance" til Ann.-Bur. Skandina- vien, Niels Hemmingsensgade 20, Kobenhavn. Xosningarnar. Auk þeirra 15, sem taldir voru í síðasta blaði, eru nú þessir kosnir alþingismenn: í Snæfellsnessýslu: Halldór Steinsen læknir, með 243 atkv. Hallur Krisljánsson fjekk 144. í Strandasýslu: Guðjón Ouðlangsson kaupije- íagsstjóri, með 100 atkv. Ari Jónsson fjekk 96. t Vestur-Skaftafellssýslu: Sigurður Eggers sýsiumaður, með 131 atkv. Gísli Sveinsson fjekk 57. í Suðurþingeyjarsýslu: Pjetur Jónsson á Gautlöndum, með 327 atkv. Sigurður Jónsson fjekk 126. I Húnavatnssýslu: Pórinn Jónsson á Hjaltabakka, með 264 atkv. og Tryggvi Bjarnason í Kothvammi, með 245 atkv. Sr. Hálfdán Guðjónsson fjekk 175 atkv. og Björn Sigfússon 163. í Skagafjarðarsýslu: Ólafur Briem umboðsmaður, með 249 atkv. og Jósef Björnsson kennari, með 231 atkv. Rögnvaldur Björnsson fjekk 182 atkv., sr. Árni Björnsson 137 og Einar Jónsson 23. í Eyjafjarðarsýslu: Stefán Stefánsson í Fagraskógi, með 435 atkv. og Hannes Hafstein bankastjóri, með 395 atkv. Kristján Benjamínsson fjekk 111 og Jóhann Þorkelsson 108. í Norðurþingeyjarsýslu: Benedikt Sveinsson bankaend- urskoðari, með 91 atkv. Stgr. Jónsson sýslumaður fjekk 90 atkv. í Norður-Múlasýslu: Jóh. Jóhannesson sýslumaður, með 209 atkv. og Einar Jónsson prófastur, með 202 atkv. Jón Jónsson á Hvanná fjekk 159 og síra Björn Þorláksson 136 atkv. í Suður-Múlasýslu: Jón Jónsson í Múla, með 329 atkv. og Jón (ílafsson, með 299 atkv. Sveinn Ólafsson tjekk 236, síra Masnús Blöndal 193 og Ari Brynj- ólfssfo 38 atkv. í Dalasýslu: Bjarni Jónsson viðskiftaráða- nantnr, segir lausafregn þaðan, sem líklega er ábyggileg, og á hann að hafa fengið um 130 atkv., en Guðm. Bárðarson um 80. Kosningafregnir 'eru þá komn- ar úr öllum kjördæmum nema þremur: Barðastrandarsýslu, N.- lsafjarðarsýslu og A.-Skaftafells- sýslu. í Barðastrandasýslu verða atkvæði talin 10. þ. m., en í N.- ísafjarðarsýslu ekki fyr en 20. þ. m. Um A.-skaftafelIssýslu er alt ófrjett, enda langt þaðan til síma- stöðva. Yafakosning er í einu af þess- um kjördæmum, sem hjer eru talin, Norður-Þingeyjarsýslu. Þar eru sagðir 4 vafaseðlar, 2 hjá hvorum frambjóðanda, en reynd- ust þeir báðir ógildir hjá Ben. Sv., en báðir gildir hjá Stgr. ,1., þá breytir það kosningunni. 6jaj til Ijáskólans. Finnur Jónsson prófessor í Khöfn hefur með erfðaskrá, sem samþykt er af konu hans og syni, gefið Há- skóla íslands alt bókasafn sitt eftir sinn dag. Þessi erfðaskrá er gerð fyrir þremur árum, en afrit af henni er nýkomið hingað til stjórnarráðsins. Þetta er fallega gert og rausnar- lega, og gjöfin er mjög mikils virði. EiivelÉu lokið í Kína. Símað er frá Khöfn 3. þ. m., að Kínakeisari hafi afsalað sjer einveld inu, en frjálslegri stjórnarskrá og stór- um umbótum sje lofað. Hlje er orðið á uppreisninni. Zvær nýjar skálðsðgur eftir Jón Trausta. Þær eru tvær skáldsögurnar, sem út hafa komið í ár eftir Jón Trausta. Önnur er „Borgir", sem höfundur- inn líka kallar „gamansögu úr Grund- arfirði". Ymsum, sem lesið hafa þá bók, þykir svo mikið til hennar koma, að þeir telja Jóni Trausta hafa tek- ist þar best upp. Sjálfur hefur hann líka svarað svo spurningu um það, hvert af sögufólki sínu honum þætti vænst um, að það væri gamli síra Torfi í „Borgum". Það er enginn efi á því, að sú saga getur sjer góð- an orðstír. Frásögnin er fjörmikil og skemtileg og fólkið, sem leitt er þar fram, af ýmsu tægi og með ólík um skoðunum. En aðalefnið, sem sagan er ofin utan um, er fríkirkju hreyfingin í Grundarfirði. Hjer er þó ekkert einhliða málsinnlegg, með eða móti fríkirkjuhreyfingunni, fremur en í »Leysingu« með eða móti kaup- fjelagsskapnum. Hjer, eins og þar, er það aðalverkefr.i höf., að kryfja fólk ið, sem að málinu stendur, skýra framkomu þess og hvatir. Og þetta tekst ágætlega. Ritstjórinn, aðstoð- arpresturinn o. fl., o. fl eru menn, sem gripnir eru af leiksviði lífsins með föstu taki, og höf. hefur tekist að lýsa þeim út I ystu æsar. Sum- ir munu nú segja, að hægt hefði ver ið að fá fríkirkjumálið í hendur betri og veglegri fulltrúum, en gera aftur Torfa að mannleysu og pokapresti og láta alt ganga út yfir hann. Þetta er satt. En um slíkt má þræta I endaleysu og sýnist sitt hverjum. Það, sem hjer skiftir mestu, er, að síra Torfi gamli er maður, sem veru- legur fengur er í að hafa fengið lýs- ingu á, jafngóða og gefin er í sög- unni. Fríkirkjufundurinn, sem sagan segir frá, er í heild sinni meistara- leg lýsing. Og svo er þar Hka um margt fleira. Hjer á eftir er tekin upp dálítil grein úr Kirkjublaðinu um þessar tvær skáldsögur, eftir biskupinn. Það, sem sjerstaklega hefur vakið hans athygli, er ádeilan í sögunum. Þótt það sje fríkirkjuhreyfingin, sem hjer er höfð að umtalsefni, þá nær ádeilan í „Borgum" til stjórnmálalífsins yfirleitt, sápubóluþeytingsins, fro’ðuskvaldurs- ins, hræsninnar og undirmálanna. En misvitur er biskupinn þarna. Hið sama, sem hann hrósar í sög- unni, kallar hann skammir og níð I blöðunum og er fullur af heilagri vandlætingu yfir þvl þar. Veggfóður („Betræk"). Jeg vil minna þá alla á, sem á veggfóðri pörfa að halda, að nú hefi ’} < jeg fengið nýjar te{ffundlir af vegjfíóðri, sem áreiðanlega eru pær V fallegustu, er sjest hafa hjer á landi. Sveinn Jónsson. Templarsundi 1. Hin sagan, sem nú er nýkomin út eftir Jón Trausta, er „Þorradægur", fjórði og síðasti þáttur „Heiðarbýlis- ins". Vinsældir þess sagnaflokks eru orðnar mjög miklar. Menn hafa beðið með óþreyju eftir hverjum nýjum þætti og fylgt með hluttekn- ingu kjörum þeirra manna, sem sög- urnar lýsa. Menn hafa þreytt get- speki sína á því, hvernig endirinn mundi verða hjá höfundinum. Ein- um þótti þetta líklegast, öðrum hitt. Maður, sem víða er kunnugur, hefur sagt Lögr., að um enga bók hafi hann heyrt eins mikið talað og þess- ar sögur. Sama kemur fram í grein biskupsins í Kirkjublaðinu, sem hjer fer á eftir. Miðdepill þessa sfðasta þáttar er „Heiðarbýlið" sjálft. Og lýsingin á lífi þeirra Höllu og Ólafs þar er átakanlegri í þessum síðasta þætti en nokkrum þeirra, sem á undan eru komnir. Þær lýsingar munu festast mörgum í minni, og eru lfka þess verðar, að eftir þeim sje tekið. Það er basllíf fátæklinganna í kotbæjun- um, sem lýst er, og áhrifum þess á böinin, sem þar alast upp. Höfund- urinn gerir unga læknirinn, sem sest hefur að hjá Agli gamla í Hvammi, að talsmanni umbóta á því. Hann vill láta „brenna kotin" og flytja fólkið saman á betri heimilin. Svo kemur verkfræðingurinn í sögulokin og býr til framtíðarmynd af hjeraðinu á rústum heiðarbýlisins. Annars eru í þessum síðasta þætti dregnir saman söguþræðirnir fra fyrri þáttunum, og kemur flest af því fólki þar enn til sögunnar, sem áður hefur verið lýst, og að lokum er þessi saga einnig ofin saman við aðra sögu höfundarins, „Leysing", á þann hátt, að hún endar úti f Vogabúðakaup- stað hjá Þorgeiri verslunarstjóra, sem er aðalmaðurinn í „Leysing". er í mínum huga hróp til himins yfir eymdarlífinu, líkamlega og sálarlega, í kotbæjunum íslensku, köldum og rökum og myrkum, Ekki er síður umvöndun og ádeila í „Borgum". Tek jeg til sýnis álykt- unarorðin hjá síra Torfa gamla, sem er höfuðmaðurinn í sögunni: .íslenska þjóðin er ein af þeim þjóð- um, sem hefur fengið frelsið á undan menningunni, og það hefur orðið henni of auðkeypt. — Littu í kringum þig og horfðu á þessa veslings þjóð, hvernig hún er stödd. Engin þjóð í heiminum á tiltölulegu jafnmikið af slæpingum eins og hún; engin þjóð á jafnmarga skrafskúma og skrifinna, engin eins marga efnalausa og atvinnulausa lær- dómsmenn, engin eins marga ritstjóra, engin eins marga, sem vilja vera leið- togar, engin eins fáa, sem geta það. — í höndunum á þessum „leiðtoga"- lýð er mikill hluti þjóðarinnar. Aiþýð- an er lítilsigld og auðleidd á glapstigu, og þó tortryggin, og trúir helst þvt, sem ilt er. Ölyrirleitnustu skúmunum, sem bæði kunna að skjalla og rægja, verður best ágengt. Hvergi í heimin- um er þyrlað upp öðru eins ryki af há- leitustu hugmyndum. Alt á það að heita framfarir, Menn villast og vita ekki sitt rjúkandi ráð, og blöðin gera þá enn vitlausari". Þó skemmir Guðmundur ekki sög- ur sínar með siðaprjedikunum, og enn sfður að altaf sje hann sjálfur boð- andi sömu kenninguna af munni sögu- persónanna. Það er einhver svo mikil gróska í þessu mannlífi, sem skáldið myndar og mótar. Jeg hef einhvern tíma kunnað norska þjóðvísu, sem endar á þvf, að vfsan hafi búið sig sjálfa til. Og eitthvað líkt finst mjer vera um sögur Guðmundar. Þær fara sinna ferða fyrir höfundinum sögu- persónurnar, þegar þær eru komnar af stað. Og það er einmitt galdurinn við það, hvað sögur Guðmundar eru vin- sælar". Grein biskupsins f Kirkjublaðinu, sem talað er um hjer á undan, er svo hljóðandi: „í sumar var jeg manni samferða góða dagstund, og hann gat eigi um annað talað en skáldsögur „Jóns Trausta". Maðurinn var góður og gildur bóndi hjer austanfjalls. Þektumst við lítt áður. Vildi jeg fræðast um bygð- ina, því að skáldsögur gat jeg lesið heima hjá mjer. En hann hjelt mjer við „Heiðarbýlið", og svo mikið mundi jeg þó af sögunum, sem út voru komnar, að jeg gat tekið undir. Hugurinn var allur á því, hvernig „Þorradægur" mundu nú skilja við þau Ólaf og Höllu og Þorstein. Urð- um við helst á þvf, að Ólafur yrði úti í einhverjum voðabyl á Þorran- um, og Halla ætti eftir að gera mann úr Þorsteini. Þó að það væri nú ekki nema dá- lftið brot af svona eftirlöngun og til- hlökkun f stólræðuna næstu hjá prest- inum, væri það sannarlega vel, hugsaði jeg með sjálfum mjer. Guðmundur Magnússon söguskáld er að verða höfuðfræðari þessa lands, og skiftir því miklu hvað hann kennir. Tvær sögurnar berast mjeríhend- ur á hálfsmánaðarfresti, „Þorradæg- ur“ ög „Borgir*, Sitt les hver út úr sömu bókinni: Þessi seinasti þáttur „Heiðarbýlisins" Tr. Gunnarsson og Ung- mennafjelögin. Tr. Gunnarsson fyrv. bankastjóri hefur með gjafabrjefi frá 18. f. m. gefið Ungmennafjelagi íslands all- stóra landspildu úr Öndverðunestorf- unni í Arnessýslu og ætlar hana til skógræktunar, en Ungmennafjelögin hafa meðal annars sett sjer það mark- mið, að styðja skógrækt í landinu. Svæði þetta er 1401/* vallardag- slátta að stærð og er austan við Sogið, upp frá brúnni, en takmark- ast að norðan af Álftavatni. Það er sagt mjög vel fallið til skógræktar, algróið lágum skógi og blómgresi, og á þvf miðju tvö falleg reynitrje. Tr. Gunnarsson segir i gjafa- brjefinu: „Sú hugsun er fögur, að vilja klæða landið aftur, þótt ekki sje meira en á smáblettum fyrst í stað. Þeir blettir, þótt smáir sjeu, geta verið öðrum til uppörfunar og eftir- breytni". Fjelagið má ekki selja nje veð- veðsetja landspilduna, og hætti fje- lagið eða þreytist á að rækta blett- inn, áskilur gefandinn að hann gangi til landsjóðs íslands og verði hans eign til skógræktar. Þetta er falleg gjöf og vel valin,

x

Lögrétta

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Lögrétta
https://timarit.is/publication/196

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.