Lögrétta

Tölublað

Lögrétta - 17.01.1912, Blaðsíða 1

Lögrétta - 17.01.1912, Blaðsíða 1
Afgreiðslu- og innheimtum.: arinbj. sveinbjarnarson. Laugavee 41. Talsimi 74. Rits tj ó ri: ÞORSTEINN GÍSLASON PinghoUsstræti 17. Talsími 178. M 4. Reykjavík 17. janúar 1913. VII. árg. I. O. O. F. 931199- Þjóðmenjasafnið opið sunnud., þriðjud. og fimtud. kl. 12—2. Lækning ók. í læknask. þrd. og fsd. 12 i. Tannlækning ók. (í Pólthásstr. 14) 1. og 3. md. í mán. 11—I. Landakotsspítali opinn f. sjúkravitj. 10'/. —12 og 4—5. íslands banki opinn 10—21/. og 57*—7- Landsbankinn 10T/.—21/.. Bnkstj. við 12 1. Lagaskólinn ók. leiðbeining 1. og 3. ld. I mán. 7—8 e. m. Landsbókasafnið opið hv. virkan dag kl. 12—3 og 5—8. Heilsuhælið opið til heimsokna 12 1. Lárus Fjeldsted. Y flrrj ettarm41«f»i,sluma0ur. Lækjargata 2. Heima kl. 1 1-12 og 4-5. Faxaflóagufubáturinn „Ingólfur" fer til Borgarness 11., 17. og27.jan. - - Keflavíkur 14., 20. og 24. jan. Á síðari árum hafa miklar breyt- ingar orðið í Kína, og allar í þá átt, að vesturlandamenningin ryður sjer þar til rúms, en eldgamlar kenning- ar og fornir siðir þar í landi verða að rýma sæti fyrir henni. Kínverjar eru komnir inn á sömu brautina, sem frændur þeirra, Japansmenn, hafa farið á undan þeim. Það er kom- inn upp harðsnúinn flokkur manna í Kína, sem heimtar að öllu sje bylt um, alt sniðið eftir menningu vestur- landa. Og þó er hreyfing sú, sem þeir vekja, jafnframt þjóðleg, því þeir vilja reka af sjer hlutsemi bæði Evrópumanna og Japana um kín- versk mál, og svo vilja þeir losna við keisaraættina frá Mandsjúríu, sem ekki er talin kínversk. Á síð- ari árum hefur stjórnin í Kína orðið að taka meira og minna tillit til þessarar hreyfingar, einkum eftir að keisaraekkjan gamla fjell frá nú fyrir þrem árum. Keisarinn, sem nú er verið að reka frá, er sex ára gamalt barn. En með völdin hefur farið fyrir hans hönd faðir hans, Tschoun prins, og svo ríkisráðið. Það hefur verið hlynt mörgum endurbótum, hefur látið um- skapa herinn, bæta samgöngur og kenslumál að miklum mun o. s. frv. Og svo hefur það með hægð verið að leiða inn endurbætur á stjórnar- farinu. Það hefur stofnað sveita- nefndir og hjeraðanefndir, sem kosið er til. Og svo kvaddi það saman í október 1910 einskonar ráðgefandi ríkisþing, sem 300 menn fengu sæti í. Helmingur þeirra var valinn af hjeraðanefndunum, en hinn helming- urinn var skipaður háttstandandi em- bættismönnum, sem voru sjálfkjörnir. En þótt þetta þing væri þannig myndað, kom það brátt í ljós, að það var gjarnt til byltinga og vildi fá fram gerbreytingar þegar í stað á mörgum svæðum. Samkomulagið fór undir eins út um þúfur milli þess og stjórnarinnar. Hún hafði áður látið uppi, að hún hugsaði sjer að koma á frjálsri stjórnarskipun að níu árum liðnum. Þetta taldi þingið alt of seint, og virtist vera þar fult sam- komulag um, að flýta yrði stjórnar- farsbreytingunni. Flestallir varakon- ungarnir hjeldu fram þeirri skoðun. En formælandi þeirra kenninga, sem haldið var fram um þetta af þinginu, heitir Loci Foun, og hefur hann ver- ið nefndur „Mirabeau Kínverja". Stjórninni fjell illa við þingið. Hún vildi draga alt á langinn. Svo stakk hún upp á því til miðlunar, að stjórn- arbreyting skyldi koma eftir þrjú ár. En þingið gerði sig ekki ánaegt með það. Það sneri sjer til prinsins, stjórnandans, með kærur yfir ríkisráð- inu. Þetta var í desember 1910. Jafnframt varð mikil hreyfing, eink- um meðal stúdenta, til þess að fylgja fram kröfum þingsins, og voru prins- inum færð ávörp, er fluttu þær ósk- ir, að stjórnarbreytingunni væri flýtt sem mest. En stjórnin rauf þá þing- ið. Og er brydda tók á óeirðum út af þessu, ljet hún forsprakkana sæta þungum refsingum, flutti þá í útlegð að dæmi Rússa. Virtist nú svo um hríð sem hún hefði kæft niður allan mótþróa. Þess er áður getið, að stjórnin hafði látið sjer ant um að bæta sam- göngur innan ríkisins. Hafðihún veitt ýmsum fjelögum, sumum innlendum, öðrum útlendum, leyfi til járnbrauta- lagninga til og frá um ríkið, einkum í miðhjeruðunum, þar sem mann- fjöldinn er mestur. En þessi fyrir- tæki gengu mjög misjafnlega, ekki síst þau, sem innlendu fjelögin ráku, því þar vantaði oft bæði fje til fram- kvæmda og svo verklega þekkingu. En um hluthafana í þeim fyrirtækj- unum, sem rekin voru af útlendum fjelögum, var sagt, að þeir hefðu fyrirtækin fyrir fjeþúfu. Stjórnin tók því það ráð, að taka undir sína stjórn allar járnbrautirnar og reka þær á ríkisins kostnað. En til þess að geta framkvæmt það, þurfti hún aðstoð utan að frá, bæði fjárlán og svo vana menn til að stjórna öllu saman. Hún gerði þá samninga við enska, ameríska, þýska og franska auðmenn um fjárlán til járnbrauta- rekstursins með veði í járnbrautun- um, og jafnframt var þeim gefinn rjettur til þess að hafa hönd í bagga með stjórn þeirra og Iagningu nýrra brauta. Þetta var síðastliðið vor. En kínversku járnbrautafjelögin voru afaróánægð með allar þessar stjórn- arráðstafanir og var þeim harðlega mótmælt úr mörgum hjeruðum ríkis- ins. En stjórnin hjelt sínu máli fast fram. Yfirumsjón allra járnbrautar- málanna fól hún merkum manni og vel kyntum, Tuan Fang, sem áður hafði verið varakonungur, og hanu gekk með miklum dugnaði og áhuga að starfi sínu. En misklíð reis þeg- ar upp milli hans og ýmsra af járn- brautarfjelögunum út af afhending- unni til ríkisins, er þeim var mjög móti skapi, eins og áður er sagt. tlt af þessu hófst svo uppreisn gegn stjórninni í hjeraðinu Szechuan, sem er eitt af stærstu og fjölmennustu hjeruðunum í Kína, með um 70 mil- jónum íbúa. Þjóðin var æst upp með ásökunum á hendur Mansjúríustjórn- inni, að hún væri að selja landið í hendur útlendingum; þeirra áform væri, að ná með hinu mikla fjár- magni öllum yfirráðum í landinu. Fyrir þessari uppreisn gengust ýms- ir helstu menn hjeraðsins. Varakon- ungurinn sjálfur var jafnvel grunað- ur um, að hann reri þar undir. En stjórnin ljet hart mæta hörðu. Hún setti varakonunginn af og annan mann sjer trúan inn aftur í hans stað. Um- sjónarmanni járnbrautarmálanna.Tuan Fang, var falið að fara með her inn í Szechuanhjeraðið og hjálpa nýja varakonunginum á þann hátt til að kæfa þar allan mótþróa. Þetta var í ágústmánuði í sumar. En við þetta magnaðist uppreisn- in. Þó skýrði nýi varakonungurinn stjórninni í Peking svo frá, þegar liðið var fram í september, að nú væru allar óeirðir bældar niður þar í hjeraðinu. Hann hafði þá látið taka af lífi nokkra helstu forsprakkana, þar á meðal formann hjeraðsnefnd- arinnar. Takmark þessarar uppreisn- ar var sagt það, að segja hjeraðið undan lögum rlkisins. Eitthvað mánuði síðar hófst upp- reisn í hjeraðinu Hupe. Það er hjer um bil í miðju kfnverska ríkinu og eitt af þjettbygðustu hjeruðunum, fbáar eitthvað um 45 miljónir. Nú var ekki aðeins að ræða um óánægju gegn stjórninni út af járnbrautarmál- inu, heldur var nú markmið upp- reisnarmanna algerð stjórnarbylting; Mansjúríukeisaraættin skyldi rekast frá völdum og Kfna verða lýðveldi með líku fyrirkomulagi og Banda- ríkin í Norður-Ameríku. Upptök upp- reisnarinnar voru í þrem borgum, sem allareruvið Yangtsekiangfljótið, skamt hvor frá annari: Wutshang, Hankau og Hanyang. Wutshang er höfuð- borg í hjeraðinu Hupe. Allar þess- ar borgir, og fleiri stórborgir, kom- ust brátt á vald uppreisnarmanna, og uppreisnin breiddist svo óðum út. Mikið af hinum nýju hersveitum, sem stjórnin hafði búið út, snerist í lið með uppreisnarmönnum. Þeir gáfu foringja sínum, Liyuantung, forseta nafn og kölluðu hann „forseta hins kínverska lýðveldis", og tilkynti hann þetta stjórnum annara ríkja. Frá helstu atburðum í byltingunni hefur smátt og smátt verið skýrt hjer í blaðinu. Hvað d símaslöðin d Blöndu- ósi lengi að vera lokuð? 10. okt. síðastl. var símastöðinni á Blönduósi lokað eftir skipun land- símastjórans, að undirlagi stjórnar- ráðsins. Nú spyrja menn um alt land: Hvenær verður stöðin opnuð? Það getur enginn ímyndað sjer, að hún eigi að vera lokuð til eilífðar. Stöðvarstjórinn veitþaðekki, hrepps- oddvitinn veit það ekki og landsíma- stjórinn og stjórnarráðið vita það heldur ekki. Og hver veit það þá? Þetta virðist vera opinbert mál, sem sje þess vert, að um það sje rætt í blöðunum, því hjer eru allir lands- menn hlutaðeigendur, eða geta verið það. Einhverjir kunna að hafa látið sjer detta í hug, að landsímastjórnin hafi lokað sínianum til að gera Blönduós- búum og umhverfi óþægindi og kúga þá til óbilgjarnra samninga, eða að stjórnarráðið hafi ekki athugað vel, að með þessu er landsíminn sviftur á mánuði hverjum tekjum á 3ja hundrað króna. Um þetta skal ekk- ert sagt. Þegar landsíminn var lagður, var það heimtað af þeim hreppum, sem vildu hafa stöð, að þeir kostuðu hana; um þetta var gerður samning- ur til 5 ára. Þegar sá tími var á enda, var Blönduósstöðinni lokað. Síðasta þing gerði þá ráðstöfun, að þegar ábyrgðartíminn væri á enda, þá ætti það venjulega að vera skil- yrði fyrir áframhaldi stöðvarinnar, að hreppurinn á ný tæki þátt í reksturs- útgjöldum hennar eftir gildandi regl- um og nánari ákvörðun stjórnarinnar fyrir hvert einstakt tilfelli. Nú liggur beint fyrir að spyrja: Hverjar eru þessar gildandi reglur, og hvar er þær að finna? Við hjer þekkjum þær ekki. Hvaða ákvörðun hefur stjórnin tekið, hvað Blönduós snertir? Eða ætlar hún enga aðra ákvörðun að gera en þá, að láta loka stöðinni? Eða hve- nær ætlar hún þá að taka þá ákvörðun? Máske hún sje búin að því? óskandi væri, að svo væri; en ekki mun að því komið, að stöðin verði opnuð í hasti fyrir það, því þá þarf hrepps- nefndin að athuga, hvort hún vill eða getur gengið að þvf, að halda stöðinni opinni samkvæmt þeirri á- kvörðun. Ef hátt gjald er heimtað, getur hreppurinn alls ekki lagt það fram einn. Nærliggjandi hreppar eða sýslufjelagið verður þá að taka á sig eitthvað af kostnaðinum. Máske líkla einstakir menn. í þessum samn- ingum getur lengi staðið. Þeim verð- ur fráleitt lokið fyr en einhvern tíma í vor. Fyr þarf víst ekki að vonast eftir að stöðin verði opnuð, fyrst stjórnarráðið gat ekki tekið ákvörðun þessa í sumar, strax þegar hrepps- nefndin minti það á, að samningur- inn væri á enda 3 mánuðum á und- an. Þá hefði sennilega mátt takast að koma nýjum samningi á þegar í í haust. Er ekki stjórnarráðið í sök- inni? Eða hver er það þá? Hvers vegna lokaði stjórnarráðið stöðinni? Það væri sannarlega fróðlegt, að fá þessum spurningum svarað. Það væri líka í sannleika fróðlegt, að fá að vita, hverjar gildandi reglur eru um rekstur stöðvanna, og svo þær nánari ákvarðanir, sem stjórnin setur, hvort heldur fyrir fleiri stöðvar í einu eða eina einstaka stöð. Mætti ekki birta þetta í Lögbirtingablaðinu, sem stendur autt svo mörgum blaðsíðum skiftir ? En því er þingið að kasta allri sinni áhyggju upp á stjórnina í þessu máli? Og því á að gera upp á milli stöðvanna? Er ekki tími tilkominn að koma símakerfinu í fastar skorð- ur? Er ekki sjálfsagt að starfsmenn símans sjeu opinberir starfsmenn líkt og póstmennirnir og taki laun sín af landsímasjóði að öllu leyti, hvaðan sem símastjórinn kann að fá fje til þess að launa þeim? Eða er ekki símasjóðurinn með öllum sínum miklu tekjum fær um að launa starfsmönn- um sínum? Ritstjóri Lögrjettu! Getið þjer svarað öllum þessum spurningum? Sennilega ekki. En í öllum bænum gjörið þjer eitt; það er, að gefa oss Blönduósbúum góð ráð til þess að fá stöðina opnaða sem fyrst. Því þó það væri oft horn.gr. lýgi, sem frjettist í símanum, þá var þó mesta fróun að því, en þetta er óþolandi, að heyra þræðina syngja og hvína á húshorninu og fá engar fregnir af því, hvað í þeim þýtur. Blönduósbúi. * * Jþ Aths. Lögr. vísar þessu máli til landsímastjóra og stjórnarráðs, og er fús til að flytja þaðan skýringar og svar. Slysfarir í Vestmannaeyjum. Sex menn drukna þar á höfninni. Lögr. er skrifað frá Vestmanna- eyjum 13. þ. m.: „Það slys varð hjer 27. nóv. f. á., að piltur nokkur, Helgi Pálsson á Gjábakka, 5 ára að aldri, gekk út frá móður sinni til leika; fanst hann druknaður f vilpu rjett við bæjar- dyrnar. Þetta var efnisbarn og slys- ið mjög hörmulegt fyrir foreldrana. — Þegar barnið var druknað, var vilpan fylt með mold. Það er gamla sagan: að byrgja brunninn, þegar barnið er dautt í honum. Þá vildi til annað slys hjer aðfara- nótt h. 28.' desbr. f. á. Bifbáturinn „Farsæll" fór áleiðis til Vestur-Eyja- fjalla morguninn 27. des. í þeim til- gangi, að sækja vermenn. Formað- ur bátsins, og jafnframt einn af eig- endum hans, var Sigurður Einarsson frá Stóru-Mörk við Vestur-Eyjafjöll. Hásetar voru 6, Ferðin til lands gekk slysalaust, því að veður var hægt. Þó var vjel bátsins eitthvað í ólagi. Þegar inn að sandi var komið, var sjór ófær, svo að báturinn varð frá að hverfa við svo búið til Eyja. Enn reyndist vjelin í ólagi, en gekk þó. Þegar nálgast tók Elliðaey, var kom- in talsverð austanbræla og hörku landfall (ber upp að Sandi). Vegna hins harða straums bar bátinn um of að Elliðaey, svo að tvísýnt var, hvort komist yrði fyrir eyna sunnan megin. Var það því til bragðs tek- ið, að reyna að róa bifbátinn á smá- bát, sem hafður var meðferðis í því skyni, að lenda við Sandinn, en einn- ig sú viðleitni mishepnaðist með öllu; fallið hafði betur, bátinn bar óðfluga að berginu, atkeri var því varpað og smábáturinn lagði að bifbátnum til að ná þaðan formanninum og öðr- um manni, sem var með honum í bátnum, en þá var það að formað- urinn þverneitaði að yfirgefa bátinn, en sagði hinum á smábátnum að fara heim til Eyja, ásamt þeim háseta, sem með honum var í bátnum. Þetta mun hafa verið um kl. 5 síðdegis. Þeg- ar þeir á smábátnum voru komnir heim, stóð svo á, að bifbátur var nýkominn úr róðri, lá við bryggjuna og kastaði upp fiski. Var því þeg- ar hætt, og er formaður hafði bætt við sig nokkrum mönnum og fest við sig smábát, fór hann þegar á stað áleiðis til Elliðaeyjar til að reyna að bjarga manni og bátnum þar, ef svo gæti tekist. Þegar aust- ur að Elliðaey var komið, var vind’ ur orðinn þungur og sjór ókyr; samt sáu þeir bifbátinn fast við eyna með ljósi, en með því að dimt var orðið og sjór mikill þar sem báturinn lá, þá var óhugsandi með öllu, að leggja að honum á bifbátnum. Var þá smábátnum gefið út á taug með mönnum í, en það fór svo um síðir, að taugin, sem smábátnum var gefið út á, slitnaði, bátinn hálffylti, en fyr- ir snarræði formanns (Magnúsar Þórð- arsonar í Dal) tókst honum að kom- ast inn fyrir smábátinn og ná hon- um með mönnunum. Við svo búið varð hann frá að hverfa heim til Eyja. Síðan voru gerðir út tveir aðrir bifbátar til að bjarga, ef unt væri. Var þá kl. um 11 um kvöldið. En það fór á sömu leið. Smábátur sá, sem þeir höfðu meðferðis, 'brotn- aði í spón af sjávargangi, er þeir voru á leið til Elliðaeyjar. Enn sáu þeir þó bifbátinn „Farsæl" meðljósi fyrir austan eyna, en engin leið að leflgja a9 honum sökum myrkurs, brims og vinds, enda virtist þeim báturinn liggja þjett upp við eyna og föll alt í kring um hann. Fóru við svo búið heim. Um nóttina gerði afspyrnu rok. Samt var enn farið að morgninum til, en þá sást ekkert; bátur og maður horfinn. — Einmitt á þessum sama stað, austan við Elliðaey, norðan við svo nefnda Elliðaeyjartanga, kæfði niður frakk- neska fiskiskútu fyrir rúmum 30 ár- um á páskadagsmorguninn, í hægum austankalda, og druknaði þar öll skipshöfnin. — Mikil eftirsjá er að formanni þeim, sem fórst með „Far- sæl". Sigurður heitinn var besti drengur og duglegur að því skapi, og á besta aldri, rúml. tvítugur. En ódæmt skal um það hjer, hvað fyrir honum hefur vakað, er hann neitaði að fylgjast með hásetum sínum til lands. Að minsta kosti hefur þar ekki ráðið hugleysi, en ekki er óhugs- andi, að hann hafi hugsað sem svo, úr því að í óefni var komið: Það er best jeg fylgi fjölunum. Enn er ógetið síðasta slyssins hjer, sem jafnframt er hið hörmuleg- asta, sem hjer hefur um langan ald- ur að höndum borið. Það varð 10. þ. m. um kl. 6 síðdegis. Þann 8. þ. m. að morgni laust hjer á ofsa- roki af landnorðri (norð-austan); höfn- in var alþakin bifbátum og auk þess var þar olfuskip D. D. P. A., „Nord- lyset". Það tók að reka, en af því var háskavon mörgum bifbátunum. Fóru þá ýmsir út í báta sína og hleyptu þeim um kvöldið upp í „Botninn". Þann 9. stóð veðrið enn, en þó að- eins vægara; komust menn þá ai- ment út í bátana, og reyndust þá nokkrir brotnir og stýrislausir; höfðu barist saman; ofstutt á milli þeirra

x

Lögrétta

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögrétta
https://timarit.is/publication/196

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.