Lögrétta

Tölublað

Lögrétta - 17.01.1912, Blaðsíða 2

Lögrétta - 17.01.1912, Blaðsíða 2
14 L0GR J ETTA. Lógrjetta kemar át á hverjau roið vtkudegi og auk pcss aakahlóó vió og vlð, minst 00 hlöó als á árL Varö: 4 kr. árg. á íaUndi, «rie»di«i 5 kr. 6j«lddagi 1. júli. þegar á reynir. Enn stóð veðrið þá nótt (aðíaran. io.), en vægði fyrir al- vöru þann 10. Síðari hluta þes* dags var loft enn fskyggilegt, og bjugguat menn þá við útsynnings- roki; en með þvi að „Nordlyset" var þá búið að sleppa afturfestum, sem það gerði til þess að draga (snara) ekki með sjer báta, ef það raeki upp f „Botninn', þá var þeim bátum, sem voru austan- og norðan til á höfninni, háski búinn af því skipi. Fóru þá ýmsir út f báta sína undir kveld þess 10., með það fyrir aug- um, að dvelja í bátunum og forða þeim undan, ef með þyrfti. Msðal þessara manna var skipshöfnin af bifbátnum „ísland". Fóru þeir á smábát úr „Læknum" (svo kallast svæðið milli Nausthamars og sýslu- bryggjunnar) um kl. 6, eftir því sem næst verður komist. Segir ekkert af því fyr en neyðaróp eins manns heyrðist frá Tanganum, verslunar- húsum Gunnars Öl, & Co. Var þeg- ar brugðið við og settur fram bátur, en dálítil töf varð að því, að bátinn hálffylti í vörinni, svo að ausa varð; en þegar út var komið, fanst ekkert og sást ekkert, en jafnskjótt og í land var komið, fanst Hk rekið þar skamt frá, og hefur það verið maður sá, sem ópin heyrðust frá. Hefur hann losnað við bátinn þar f föllun- nm fyrir austan „Básasker“ og drukn- að þar eða rotast við landsteinana. ►etta var lík Hans Einarssonar af Norðfirði; hann var vjelarmaður á „íslandi" og ætlaði því að vera úti bátnum um nóttina. Af þessu fengu menn grun um, að smábátuiinn hefði aldrei komist út í bifbátinn og að allir þeir (6), sem á smábátnum voru, hefðu druknað. Var þá sent út í bátinn og kom þá brátt í ljós, að enginn hafði þar komið Slðan var gerð leit meðfram höfninni, en ekk- ert fanst, nema brotin úr smábátn- um. —- Þeir, scm þaina druknuðu, voru: Sigurður Sigurðsson frá Frydendal, formaður. Hans Einarsson frá Norðfirði. Vilhjálmur Jónsson frá Norðfirði. Einar Halldórsson frá Saridprýði, hjer. Magnús Ingimundarson frá Hvoli, hjer. Guðm. Guðmundsson frá Lamb- haga, hjer. Þrír hinir fyrsttöldu voru ókvæntir. en þrír hinir síðastnefndu voru kvænt* ir menn, búsettir hjer og láta eftir sig konur og börn í ómegð. — Allir voru menn þessir dugnaðaimenn. Er mannskaði mikill að þeim og sökn uður, ekki einungis fyrir þeirra nán- ustu, heldur einnig fyrir þjóðfjelagið f heild sinni. En það, sem gerir slys þetta sjerstaklega hörmulegt og til- finnanlegt er það, að það vill til al- veg upp í landssteinum, eftir því sem ráða má af öllu Bátnum hetur hvolft, eða hann hefur kæft niður, annaðhvort f „Læknum" sjálfum milli Edinborgarbryggjunnar og Sýslu- bryggjunnar eða rjett þar fyrir utan því að tvö likin rak þegar um kvöldið, nálægt miðnætti, f naustinu upp af „Læknum" og hin þrjú fund- ust rekin næsta morgun (ll.) fyrir vestan Sýslubryggjuna. Stormur var ekki mikill og brim ekki mikið inn- an hafnar, en báturinn var iítili, bar naumast 6 menn í góðu, myrkur á fallið, en Ijósker engin við „Lækinn", svO að ekki sást til alaga þar, en föll nokkur voru utast í „Læknum" Um þetta leyti, sem aðallega stöfuðu af því, að lágt var í sjó. Mikil mildi var það samt, að fleiri slys á mönnum og bátum urðu hjer ekki í þessu ofsaveðri, þegar litið er til hafnleysis þess, sem hjer er við að stríða. Margar er áhyggjufullur hjer í slíku sjávarróti: að sjá eign, s«m nemur fleiri hundruð þúsund krónum í svo yfirvofandi hættu á höfninni, að svo gæti illa tekist til, að öll þessi eign kaffærðist á litlum tfma. Þegar þetta tjón vofir yfir, hættir margur röskur drengurinn lífi sfnu og limum til þess að bjarga, ef til vill al- eigu sinni og bjargrœði. Endurbætur Vist. Þrifin, reglusöm og góð stúlka get- ur fengið vist nú þegar. Semja má við Þrúði G. Jónsdóttur, Rauðarár- stíg 3. hafnarinnar eru þvf aðaláhugamál allra hugsandi Eyjabúa, og er því eðlilegt þótt margir spyrji: hvað líður þvf máli? en hví skyldu heimskir og skynlitlir Eyjarskeggjar spyrja svo, þegar framkvæmdirnar og fyrirhyggj- an er f höndum spekinganna, þar sem allt er knúð áfram með hinum ómótstæðilega eldi og krafti áhug- ans“. Afmælisgjaf ir til Heilsuhælisins. Nú er verið að gera upp reikn- inga Heilsuhælisins fyrir árið 1911. Aðsóknin hefur verið svo mikil, að sjúklingarnir hafa oft orðið að bfða. Árangurinn er ágætur; mun það sannast, að hann er eins góður og í beslu hælum utanlands. Kostnað- urinn hefur ekki orðið meiri en við var búist. Um alt þetta kemur bráð- um nákvæm skýrsla. En við höfum orðið fyrir einum miklnm vonbrigðum. Deildir Heilsuhælisfjelagsins gera fremur að dofna en lifna. Tillög landsmanna eru of lítil, svo Iítil, að ekki er annað sýnna, en að því reki, að hækka verði meðgjöf sjúklinganna, ef menn verða ekki greiðugri við Heilsuhælið eftirleiðis. Einna mest hefur Hælinu áskotn- ast f minningargjöfum í Árstíðaskrána og öðrum gjöfum og áheitum. Mörgum hefur farist höfðinglega við Hælið, gefið því veglegar gjafir. Og margir hafa jafnan á ýmsan hátt sýnt því velvild bæði í orði og verki. Einn þeirra manna er Ólafur Björnsson, ritstjóri ísafoldar. Hann hefur nú fyrir skömmu vakið máls á því, að menn eigi að hugsa til Hælis- ins á afmælisdegi sínum, gefa því afmtelisgjafir. Hafa honum þegar borist þess konar gjafir; mun hann leggja alt kapp á, að þær verði sem flestar og mestar. Jeg kann honum bestu þakkir fyrir þetta ágæta nýmælí, og vona að það verði Heilsuhælinu til mikils stuðn- ings. Það er auðvitað, að stjórn Heilsu- hælisfjelagsins og allar deildir þess munu taka með þökkum við öllum afmælisgjöfum. Sömuleiðis ber jeg það traust tíl ritstjóra allra íslenskra biaða, að þeir vilji veita afmælis- gjöfurn viðtöku og geta gefendanna f blöðum sínum. Og hver veit, hvað úr þessu getur orðtð. Ef alt ufpkomið fólk vildi muna Heilsuhælið á hverjum afmælisdegi sínum og gefa því nokkrar krónur, þeir sem það geta, en hinir krónu- brot, sem minna mega, þá mundu allir standa jafnrjettir í fjárhagnum, en Heilsuhælið koma^t úr miklum kröggum og ná þvf óskamarki, að geta veitt fátæklingum ókeypis vist og efnalitlum ódýra vist. Oll íslensk blöð eru vinsamlega beðin að flytja lesendum sínum þessa orðsending. Rv. »4/t 1912. G. Björnsson. Stjórnarskifti i Frakklandi. Símað er frá Khöfn 12. þ. m., að frakkneska ráðaneytið sje fallið, og hafi ástæðan verið missætti milli yfir- ráðherrans og utanrfkisráðherrans út af Marokkómálinu. Ráðaneyti þetta, Caillaux-ráðaneyt- ið, tók við stjórn seint f júní í sumar. Símskeyti frá Khöfn í gærkvöld segir nýja ráðaneytið myndað. Yfirráðherra er Poincaret og jafn- framt utanríkismálaráðherra, en merk- ustu mennirnir f ráðaneytinu með honum eru Bourgeoise, Briand, Miller- and og Del-Cassé. „3aendajörin“. Bókfregn — Bláþrœðir — Hnökrar — Lok. (Niöurl.). ---- III. Hnökrar. Þessi eini maður, sem orðið hef- ur fyrir ónáð bókargjörðarmanna, er Björn í Gröf. Leyfi jeg mjer að sýna hjer klausur þær, er um hann ræða. »Það bar til á leiðinni að Geit- hálsi, að við hittum Björn í Gröf sofandi í Djúpadal. Hann hafði áður gert okkur heimboð í riki sitt: Mosfellssveitina, en nú urð- uin við að afþakka boðið. Grafar- bóndinn gestfúsi bauð þá hestum okkar til dvalar hjá sjer. Leist okkur maðurinn vænn, og tókum þessu boði. Var því hið fyrsta verk okkar í Reykjavík að fá menn til að fylgja hestunum til — Graf- ar«. (49). Skýringar þarf klausa þessi: Jeg hafði búist við — ekki síst vegna afskifta Bf. ísl. — að norð- anförin væri stofnuð hluttakend- um til nytsemdar, íremur en af fordild. Af ferðaáætluninni sá jeg, að flestir at hinum ákveðnu við- komustöðum voru hin stærri og efnameiri heimili á leið þeirra hjer sunnanlands. Nú er kunnugt, að á voru landi er það ekki meiri hluti bænda, sem hafa mikil efni að vinna með, og mátti því, með hugsun um nytsemina, vera eins lærdómsríkt að sjá tiltölulega eins miklar eða meiri framkvæmdir í jarðyrkju, girðingum, húsabótum og vegagerðum, gerðar af smá- um efnum og með litlum vinnu- krafti. Hjer í Mosfellssveit á þetta sjer stað. Eftir áætluninni leit svo út, sem 5. júlí væri ætlaður einungis til ferðarinnar frá Þingvelli til Rvíkur. Fyrir almennilega ferðamenn er þetta engin dagleið um þann tíma árs. Mjer var þá ókunnugt um, að »bændurnir« höguðu þannig ferð, að nota nóttina til skrafs og gamanláta (44), en árdegið lil svefns (48). Því hafði jeg — í minni sunnlendings einfeldni — látið liggja brjef fyrir þeim norð- anpiltum á Þingvelli, þess efnis, að jeg bauð að fylgja þeim, er það vildu þiggja, hina nyrðri leið frá Miðdal um Mosfellssveit til Rvíkur, og sýna nokkra staði, er jeg nefndi1). Kvaðst jeg mundu mæta þeim í Djúpadal fyrir ofan Mið- dal (þar sem Friðrik VIII. át dögurð). Um morguninn var jeg snemma á fótum, til að geta lokið nokkrum nauðsynjastörfum, og vera þó nógu tímanlega kominn í Djúpadal. Er jeg hafði beðið þar 4 stundir, lagði jeg mig til svefns, og þótti ekki söguefni. En vakandi var jeg, er norðrar loks komu að liðnu nóni; því jeg vaknaði við hófdyn fremstu hestanna. Sig. ráðanautur afþakkaði boð mitt með kurteisi, eins og honum er lagið. Slóst jeg nú i förina ofan að Geithálsi. Par nefndi Sigurður við mig, að taka hestana til geymslu. Var jeg þess fús; því jeg áleit það greiða; vissi, að hvergi nær Rvík var unt að fá sæmilega haga svo mörgum hest- um. Ekki einu orði var á það minst, að þetta yrði að gera eða mundi gert í gustukaskyni. Á bls. 55 stendur þetta: »Klukkan 11 árdegis mættumst við aftur hjá húsi Rúnaðarfjelags íslands. Voru nú hestarnir komnir aftur frá Gröf. Aldrei höfðu þeir verið jafnsvangir sem nú, eftir þriggja dægra hvíld. Sumir voru meiddir, sem við vissum ekki bet- ur en ómeiddir hefðu til Grafar 1) Bær minn er á þeirri leiö, og þess getið í brjefinu. Hatði jeg búist við gestum, án þess að hyggja á at- vinnu af því. Boð mitt var því jafn- framt heimboð, að vísu yfirlsetislaust, en gjört aí góðum huga til fararmanna, ekki síst til sonar Sigurðar á Ystafclli; þvi jeg hafði kynst föður hans að góðu einu. En þólt jeg virði íöður- inn, þoli jeg eigi syninum að ráðast á mig, án þess jeg rcyni að bera hönd fyrir höfuð mjer. gengið. Seinna um daginn kom Bjarnarþjónn nokkur með reikn- inginn. Hann var nær 1 króna á hest: hirðing og hagatollur. Þjónn- inn kvað hestaua ekki geta verið svanga, því þeir hefðu ekki verið í rjett nema »nokkra tíma«. — Við getum þessa af því, að olckur fanst þessi meðferð einstök i ferðinni, Alstaðar annarstaðar var alt gert til þess að okkur og hestunum gæti liðið sem best, og víðast hvar lítil eða engin borgun þegin«. Einnig þetta þarf skýringar. Alt er þetta ósatt eða úr lagi fært, nema líklega niðurlagið. Eflir því hafa margir gert gustuk á um- farendum. Heslagæsluna fól jeg fóstursyni mínum, fullþroska manni (27 ára), er gott skyn ber á það, er hestum hagar, og hefur líklega flestum mönnum hjer á landi meiri reynslu í gæslu hrossa (hefur átt við gæslu nál. 30 þús. hrossa síðastl. 16 ár). Aldrei hefur hann sýnt óráðvendni í orði nje verki. Gælti hann hest- anna, ásamt unglingsmanni, þann tíma er þeir voru hjer. Aðra karl- menn hafði jeg þá eigi heima við. Sunnan Grafarvogs er graslendi vítt: hallandi mýrar og mjúkt velli — bestu hestahagar. Landi þessu hlífi jeg oftast við hrossa- beit, sökum þess hve vel það ligg- ur við fyrir kýrnar og til ígripa fyrir fje mitt, er það kemur úr fjöru. Það var óbeitt í þetta sinn, og var norðanhestanna gætt þar; tekið lianda þeim búinu í mein. Hestarnir komu um kveld, og voru að beit um nóttina, en fóru að leggjast, er á hana leið. Var þeim þá vikið í rjett, sem þar er nærri, og lágu þar 3 tíma (kl. 6— 9). Að öðru leyti voru þeir allan tímann á haga. »En þeir gengu sjer varla til bjargar fyrir þreytu«, segir gæslumaðurinn. óvanir jöfnu, hörðu vegunum, sem hesta þreyta mest (sbr. 48). Hjer skal því inn skotið, bókar- mönnum til fróðleiks, að það er eðli hesta á Suðurlandi — eins þó norðlenskir sjeu —, að hvíla sig nokkurn hluta hvers sólarlirings á sumrum, ef sjálfráðir ern. Því er það víða siður hjer, að byrgja hesta á nóttum. Við það vinst: 1, að þeir týnast síður, 2, að þeir eru hagspakari á daginn, 3, að þeir fitna betur og 4, að það aflar á- hurðar. Jeg dreg enga dul á, að jeg byrgi hross á nóttum um sum- ur, nema brúkuð hafi verið til kvelds eða brúka eigi að morgni. Við gæslu ferðamannahesta er þess gætt: 1, að þeir eigi tapist, 2, að þeir hafi nóg að eta og drekka. Hin lævíslega orðaða aðdróttun um, að hestarnir muni liafa meiðst í mínum vörslum, er svo lubba- lega ódrengileg, og fjarstæð því, er nokkur þekkir um mig eða heimili mitt, að jeg fæ mig ekki til að bera liana af mjer. Trúi hókar- piltungar sinum eigin orðum, mun lítið stoða fyrir mig að skírskota til drengskapar míns, og fyrirhöfn að eiðfesta framburð fólksins, sem heima var. En Ijóst mátti þeim víxlnöfnum vera, að daginn sem hestarnir dvöldu hjá mjer, var jeg að slæpast í Rvík með þeim fje- lögum, bæði að Búnaðarfjelagsálinu, á söfnunum o. v., svo að jeg gat lítinn tíma haft til að flá lirygg- lengjurnar af Kyngálum þeirra. Ekki finn jeg sök hjá mjer fyrir það, þótt einhverjum af yngstu »bændunum« kunni að hafa gleymst að athuga bök hesta sinna, er þeir stigu af þeim í Rvík, eða þótt ferða- menn þessir eigi hefðu hugmynd um, að meiðslum, sem eru í byrjun, ber oft lítið á, þegar af er sprett, en koma í ljós — »hlaupa upp« —- er frá líður. En það kann að vera goðgá að liugsa, að þetta geti hafa átt sjer stað um slíka menn. Eftir fyrirlagi Sig. ráðanauts skyldu hrossin vera komin til Rvíkur snemma h. 7. júlí: »kl. 7 —8, helst kl. 7; það þarf að at- huga járnin, máske járna sum; það tekur tíma. Förum kl. 10«. Sam- kvæint þessu voru hestarnir komn- ir á tiltekinn stað í Rvik kl. 7. Eng- inn maður var þar til móttöku, og ekkerl aðhald. Hlaut jeg nú, ásamt rekstrarmönnum mínum, að standa þar á götunni og halda að heslun- um á 5. tíma, uns eigendur loks gáfu sig að þeim. Voru þá liðnir nál. 7 tímar frá því byrjað var að smala þeim saman í haganum um morguninn (2 tima ferð hjeðan til Rvíkur). Hafði jeg nú fengið nóg af skemtuninni og hjelt heim með menn mína. Það ætti ekki að þurfa valdra bókhöfunda vit til að skilja, að eftir 7 stundir á ferð og í stöðu á harðri götu, svo snemma sumars fer hesta að svengja, ekki síst magra og þvælda, eins og sumt af þessum var (sbr. 6—7). Jeg kom ekki að þeim fyr en við rekstur- inn til Rvíkur, og sá jeg þá, að margir voru hrumlaðir og nokkrir meiddir. Meðan jeg stóð að þeim í Reykjavík, hafði jeg næga önn við að skýra fyrir mönnum, sem komu til að skoða þessa furðu- legu norðanliesla og undruðust, hve báglega sumir litu út, hinar eðlilegu ástæður til þess: vetrar- harðindin, gróðrarleysið, langferð- ina, lítinn tíma til hvíldar og áts, nema næturnar o. s. frv. Eigend- urnir sáust ekki, til að verja mál sitt. En bókin á líkl. að fá Reyk- víkinga o. fl. til að trúa þvi, að jeg hafi nuddað af truntunum hold og húð á 3 dægrum, — þótt fjárstadd- ur væril Líklegt er, að annarstaðar, þar sem þeir herrar gistu, hafi slcemri tími liðið frá því hestarnir voru lieimtir úr haga, til þess eigendur veittu þeim móttöku. Ekki við að búast, að svona »bændur« athug- uðu það. En mín er ekki sökin, þótt það yrði þarna meira en hálft dægur. Aldrei sá jeg flokksforingjana þennan morgun; brá mjer þó nokkr- um sinnum heim til Sig. ráðanauts, að spyrja um þá. Varð því ekki af að jeg sýndi neinn reikn- ing í það sinn. En að gefa kostn- aðinn við lirossin hafði mjer aldrei til hugar komið. Það er oft lítill búhnykkur, að sleppa öllum öðr- um störfum, liversu áríðandi sem eru, og taka verkamenn lil að gæta ferðamannaliesla. Því að eins eru ýmsir Sunnlendingar farnir að sýna framkvæmdir í búnaði, að þeim er farið að skiljast, að tíminn er pen- ingagildi, og að notfæra sjer afurð- ir jarðanna, liaga sem annað. Jeg bjóst við, að formenn farar- innar mundu sjá um, að jeg fengi liestagæsluna borgaða, þó jeg eigi slórði allan daginn þess vegna. Fyrir kunnugan er að eins 10—15 mín- útna töf að koma hjer við í aust- urleið? og eins mátti með símtali frá Geilhálsi eða Kolviðarlióli gera upp reikninginn við mig. En svo leið dagurinn, að þessu var ekki sint. Tók jeg þá til bragðs, að senda mann með reikninginn á eftir flokknum. Eftir ferð um þrjár sýslur náði sendimaður flokknum austur i Rangárvallasýslu, og fjekk reikninginn loks borgaðan þar — með eftirtölum.1) Fyrir þeirri ferð hef jeg engan reikning gert. Hestagæslureikningur minu var gerður samkvœmt gangverði hjer. Hafa allir menn aðrir — svo hundruð- um skiftir —, er jeg hef haft sams- konar viðskifti við, boigað honum samkvæma reikninga án fyrirhaín- ar frá mjer og tregðulaust — enda enginn fyr ritað bók til að smána mig. Á Norðurlandi hef jeg borgað margan greiðareikning hlutfallslega fult eins háan og þennan minn, án þess að láta mjer til hugar koma, að ósanngjarn væri. Ur því bókritendum fanst ástæða til að »punta upp á« postillu sína með þessu reikningsumtali, varein- 1) Sem viðurkenning fyrir »aðra út- gáfu« af eftirtölunum (i bókinni) verð- ur þess að geta (þó leitt sje), að auk viðbúnaðar heima til mótlöku norðan- fara (þó engin yrði), fóru í súginn fyr- ir mjer út af för þeirra 6 karlmanna- dagsverk og 10 hestadagsv. (2+2 hjá nijer, og 4 + 8 hjá sendimanni), eða að peningavirði a. m. k. 40 krónur. Þar við bsetist: að semja vörn í málinu, sjerprentun hennar o. fl. kostnaður, annað eins eða meira.

x

Lögrétta

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögrétta
https://timarit.is/publication/196

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.