Lögrétta

Tölublað

Lögrétta - 17.01.1912, Blaðsíða 3

Lögrétta - 17.01.1912, Blaðsíða 3
L0GRJETTA. 15 lægast, og heiðarlegum mönnum samboðnara, að láta hann sjást þar og lofa honum að áfella mig. Afsakanlegt var, þó þeir skýrðu hann ekkert mjer til málsbóta — ekki að vænta hjá þeim þekkingar til þess —, ef þeir hefðu látið ó- gert, að ófrægja mig af sínu eigin hyggjuviti. Á bls. 99 er þessari smáhnútu kastað: »Áttu hestar Þingeyinga [líkl. 16 —18] betri dvöl við norðlenska höfuðstaðinn en hinn sunnlenska«. ////. Lok. Oft má 1 fám orðum ljúga svo, að langt mál þurfi til að hrekja. Eru það aðalóþægindin við þess- konar sakir. Á þeirri tíð, er jeg var í upp- vexti, var enn eigi aldauða það fólk, er fór um sveilir með þeim einum erindum, að þiggja gefins allan greiða. Varð því viðast vel til; því það var jafnframt »ferðasögur« þess tíma: skjallaði þá og lofaði, er því þótti vel veita og verulega gefa, en ófrægði liina, og vildu flestir komast hjá því. — »Hið gamla er grundvöllur hins n57ja«. Komi sú tíð, að á Norðurlandi liggi eitthvað það eflir manna hönd og anda, er Sunnlenditigum sje ómaks vert að skoða, og geri þeir sjer ferð til þess, vil jeg óska og vona, að þeir hafl á sjer það menningarsnið, að virða fram- boðna gestrisni, en borga eftirtölu- laust greiða þar, sem reikningur er fyrir honum gerður, varist að bera óhróður á saklausa menn, og meti meira að koma æskilegum umbót- um í framkvæmd, en að blaðra upp á margar arkir út af förinni, af fordild sinni — margt, er henni kemur ekki við. Getið skal þess, að jeg met það fremur gleymskusök en ásetning fararstjóranna, að dráttur varð á skilum við mig, og að flestum far- armönnum mun það hafa ókunn- ugt verið. Líklegt þykir mjer einn- ig, að þeir sjeu flestir saklausir af óhróðri um mig, og bið jeg þá af- sókunar á því, að jeg hef orðið að skýra frá viðskiftum milli mín og flokksins, út af árás höfunda bók- arinnar á mig. Til þeirra er einkum orðurn mínum slefnt. Ekki þarf neina einn gikk í veiðistöð (bændaför) til að koma óorði á hana. Hvað þá, ef tveir eru? Grafarholti, i des. 1911. Björn Bjarnarson. Þingkosningar í Þgskalandi. Símað er frá Khöfn í gærkvöld, að kosningar til þýska ríkisþingsins hafi farið fram og jafnaðarmenn hafi unn- ið stórsigra. Óútkljáð er um 189 kosningar. 4i Halla: Snerti jeg sálina 1 þjer, guðsmaðurinn! Þú vissir, að bróðir þinn fór að þínum ráðum í smáu og stóru. En þig grunaði, a9 þú mundir ekki geta hnoðað mig eins og deig á milli handanna, — og þjer skjátlaðist ekki. Þú gleymir mjer því aldrei, að jeg fjekk manninn minn til þess, að ganga undan handarkrikan- um á þjer. Jeg þekki þína valdafíkn. Þú vilt hafa hönd í bagga við hver ein- astu hrossakaup f sveitinni. Það á að vera af eintómri umhyggjusemi og náung- anskærleika. Jeg þekki þann kærleika! Þeim, sem ekki vilja taka þfnum ráðum, kemur þú á vonarvöl, ef þú sjerð þjer það fært. En nú ræð jeg j>jer, f eitt skifti fyrir öll, að þú látir mig og mitt heimili afskiftalaust. Björn (þriítinn af braeði) S Jeg hef orðið margs fróðari í kvöld. Nú skil jeg, hvers vegna þú hefur gert Kára að ráðsmanni. Þú ert í sannleika harnið hennar móður þinnar. Vefnaðarvöruverslun Ih. Thorsteinsson, Jngóljshvoli. Vefnaðarvöruverslun minni í Ingólfshvoli veitir forstöðu frá 15. janúar hr. Haraldur Arnason, er áður var rekandi versl. Dagsbrún, í stað Geirs Thorsteinsson; jeg vonast til að heiðraðir viðskiftavinir sýni þessum nýja manni sömu velvild og sýnd hefur verið versluninni undir fyrverandi verslunar- stjóra. Sökum breytinga á búðinni hefur hún verið lokuð und- anfarna viku, en verður aftur opnuð miðvikndag 17. þ. in. Virðingarfylst Th. Tliorsteinsson, Ingólfshvoli. Eins og sjá má af ofangreindri yfirlýsingu, hef jeg tekið við stjórn Vefnaðarvöruverslun Th. Thorsteinson að Ingólfs- hvoli, — Jeg vonast til að hinir gömlu viðskiftamenn þessarar verslunar sýni mjer þá sömu velvild og fyrirrennara mínum. Auk þess vonast jeg til að sjá þar inína mörgu og góðu við- skiftavini frá fyrri tímum. Virðingarfylst Haraldur Árnason. V ef naðarvöru verslun £h. Chorsteinssoa, Jngóljshvoii. m jjaejarstjórnarkosning á að fara hjer fram 27. þ. m. 5 fulltrúa á að kjósa. Fram munu þeg- ar vera komnir fjórir listar. Einn hefur fjelagið „Fram" samið, og er hann þannig: Thor Jensen kaupmaður; Knud Zimsen verkfræðingur, Jón Ólafsson skipstjóri, Guðm. Ásbjarnarson trjesmiður, Þorv. Þorvarðsson prentsmiðjustj. Á þennan lista er vel valið, eins og við er að búast af „Fram"mönn- um. Maðurinn, sem þar er fremstur, er einn mesti dugnaðarmaður og fram- kvæmdamaður bæjarins og flestum líklegri til gagnlegra verka í bæjar- stjórn. Sá næsti hefur á undanförn- um árum átt sæti í bæjarstjórn og er sjálfsagður til endurkosningar vegna sjerstaks kunnugleika á málefnum bæjarins. Verkfræðisþekking er líka sú þekking, sem bæjarstjórnin hefur mesta þörf fyrir. Hinir eru og allir mjög nýtir menn og kunnir að dugn- aði og greind „Sjálfstæðis“liðið hefur skipað svo á sinn lista: 1. Sveinn Björnsson málaflm., 2. Hannes Hafliðason skip- stjóri, 3. P. Hjaltesteð úrsmiður, 4. Sæm. Bjarnhjeðinsson læknir, 5. Samú- el Ólafsson söðlasmiður. Uudarleg hugsun er það, eins og fleira hjá þeim mönnum. sem f þeim flokki ráða, að tylla Sv. B efst á listann. Er það fyrir fjármalastarf- semina á stjórnarárum föður hans, sem þeir búast við. að nafn hans dragi fylgi að listannm, — fyrir af- skifti hans af Thoremálinu, silfur- bergsmálinu, Rawsons-málinu o.s.frv f Af þeim málum einum er hann kunn- ugur orðinn, og Lögr. hjelt, að sú kynning gæti ekki verið meðmæli með honum til trúnaðarstarfa fyrir almenn- ing. En „Sjálfstæðis“forsprakkarnir líta þó líklega svo á málin. Verkmannafjelagið „Dagsbrún" er með lista, sem svo er skipaður : 1. Þorv. Þorvarðsson prentsmiðjustjóri, 2. Jóhannes Hjartarson verslunarmað- ur, 3. sjera Magnús Helgason kenn- araskólastjóri, 4 Sig. Sigurðsson ráðanautur, 5. Samúel Ólafsson söðla- smiður. Loks er sagt, að konur sjeu með lista, sem á eru: 1. frú Guðrún Lár- usdóttir, 2. frú Briet Bjarnhjeðins- dóttir. Brantarlioltsmjólkln verð- ur fyrst um sinn seld í kjallaranum í Uppsölum. P. t. Reykjavík 11. jan. 1911. Dan. Daníelsson. Tvær vísur um það, hve mörg fet eru í metra (3,1862 fet). Þetta í minni þitt nú reyr: þrír komma einn og átta sex tveir, svo hið franska mál eg met, metra breyti' í íslensk fet. Fet í metra finna má, fyrst skal setja heila þrjá, svo koma’ á eftir, orð mín heyr, átján hundruð sextíu og tveir. H. B. Úr Húnavfttnssýsln er skrifað 6. jan.: „Tíðin hefur verið svo góð og hag- stæð, það sem af er vetrinum, að jafnvel gamlir menn muna ekki slíka tíð. Tíðindum þótti það sæta, þegar símanum var lokað á Blönduúsi, og gengur það undrum næst, ef engin skynsamleg ráð finnast til að nota hann þarna í höfuðstað sýslunnar, og er búist við, að sýslunefndin láti mál þetta eitthvað til sín taka. í nóvembermán. var hjer á ferð fjárræktarmaður Jón H. Þorbergsson úr Þingeyjarsýslu. Hjelt hann fyrir- lestra nálega í hverri sveit, og skoð- aði víða fje manna. Hlýddu margir á mál hans og var gerður að því hinn besti rómur. Hann talaði vel og skipulega, og þótti ræða hans bæði hafa fróðleik og margar góðar leið- beiningar að færa viðvíkjandi fjár- ræktinni. Fjárskoðanir fóru jafnan fram í sambandi við fyrirlestra hans, og gaf hann þá ráð og leiðbeiningar um meðferð fjárins. Það duldist ekki, að maðurinn er mjög vel vax- inn starfi þessu, og rækir það af mestu alúð. Enginn minsti vafi er á því, að ferðalag hans hefur vekj- andi áhrif og góða þýðingu fyrir landbúnaðinn". Bæjarstjórnarkosning í Hafnar- firði hefur nýlega farið fram, og voru endurkosnir þeir Þórður Edilons- son læknir og Sigurgeir Gíslason verkstjóri. Afmælisvísur. Guðjóni Guðlaugssyni alþingism. voru sendar eftirfarandi vísur á af- mæli hans 13. des. síðastl.: Heillaósk um afmælið og alla framtíð þína set jeg hjerna saman við söngleysuna mína. Ekki get jeg gert að mjer að gefa stutta skýrslu: Það ert þú, sem fremstur fer fyrir Strandasýslu. Sendur ertu enn á þing, allir munu trúa, að syðra þinni sannfæring seinlegt verði að snúa. Bcstn og ódýnistn Sjómannalíf, eftir R. Kipling. Verð kr. 1,50. ívar hlújárn, eftir V. Scott. Verð kr. 2,50. Baskerville-hundurinn, eftir Conan Doyle. Verð kr. 1,50. Kaupendur „Lösijcttu“ eru mintir á að borga blaðið. jtámujjelag Jslanðs heldur aóálfiiiid i húsi »Kristi- legs ungmennafjelags« þriðjudag- inn 13. febr. kl. 7'A e. h. Reikningar framlagðir, skýrt frá hag fjelagsins. 2 menn kosnir í stjórn og 2 endurskoðunarmenn. Tryggvi Guiiiiarsson. Þó að liðið „hjerna hitt“ hremdi gjöld í ergi, mun ei sjást að mannorð þitt mygli’ af silfurbergi. Nú þarf góðan gaddavír að girða landsfjár-völlinn, „sjálfstæðisins"- soltnu kýr sífelt hyggja’ á spjöllin. Fyrirgefðu gamanið. — Geturðu kannske hlegið? — Svo er hjerna saman við sannleikurinn, greyið. J. Th. Frá Útlöndum komu með „Ceres" á manudagskvöld: Þorv. Palsson Hornafjarðarlæknir, D. Sch. Thor- steinsson ísafjarðarlæknir, E. Claes- sen málaflm., frú E. Briem, kaup- mennirnir Aage Möller, Jón Björns son og Kr. Nielsen, kapt. Trolle, yfirhjúkrunarkona franska spítalans hjer o. fl. Ódiim er það blað, sem kaupend- ur beinlínis græða peninga á að kaupa, því eftir nokkur missiri gengur hann kaupum og sölum fyrir hærra verð en hann kostar upprunalega. Desemberblaðið flutti greinar með myndum af Sigurði presti Stefánssyni í Vigur, Jóhanni bónda í Öxney á Breiða- firði, Guðm. Björnssyni sýslumanni og Snæbirni hreppstjóra í Hergilsey og Ólafi hreppstjóra í Króksfjarðarnesi. Um hinn síðastnefnda ritar Þórhallur bisktip Bjarnarson. Ennfremur eru þar kvæði eftir Ben. Þ. Gröndal, Jónas Guðlaugs- son (þýðingar úr norsku, eftir Ossian Nilson) og E. P. Jónsson, og svo smá- sögubrot: »Glatað — eða hvað? Nóvemberblaðið flutti greinar með myndum af J. Appel kenslumálaráðherra, slra Jakobi Benediktssyni, Páli Óiafssyni frá Akri, Jóni Eiríkssyni og Guðnýju Jónsdóttur frá Hlíð í Skaftártungu og nýju brúnni^ á Norðurá í Borgarfirði. Um J. Appel ritar B. Th. Melsteð sagn- fræðingur. Þar eru og kvæði eftir I. G., Jónas Guðlaugsson og Ben. Þ. Gröndal. Prentsmiðjan Gutenberg. ss -S ss ss -tc 4J Halla (varimar skjálfa); Þú ætlar að egna mig til reiði. Þjer hepnast það ekki. Og þjer hepnast heldur ekki að rægja Kára. Þú ætlaðist til, að jeg særði hann með því, að segja honum frá, hvað þú hefur sagt. Jeg minnist ekki á það! Bj ö r n: Þú verður ekki eins stórorð, þegar jeg held á brjefinu í hendinni (skekur hendina). Halla (augun loga af hatri)! Rjett áður en þú komst, veðjaði vinnu- fólkið um, hver ykkar Kára væri glfmn- ari. Oddný var sú eina, sem treysti þjer. Kári hló, þegar hann heyrði, að þú hefðir hætt að glíma, vegna þess, að þú slasaðir mann í ógáti. Hann skildi, hvers vegna Þú hefur ekki glfmt síðustu árin! B j ö r n: Hver átti ástæðan að vera? H a 11 a: Honum þótti þa0 eðlilegt — þú ert farinn að verða gamall og fótfúinn, og þorir ekki að glíma við yngri mennina. 43 44 Bjjörn: Halla: Segðu Kára, að jeg skuli glíma við hann Já. í kvöld, ef hann kærir sig um. Honum G u ð f i n n a. hlífi jeg ekki! Hann var rjelt að segja búinn að hrinda Halla: mjer um koll frammi í göngttnum — og Nei, — jeg segiKára, að þú hafir lofað hann ljet ekki svo lítið að kveðja mig. að glíma við hann í haust við rjettirnar. Halla: Jeg vil gjarnan, að sem flestir heyri dynk- Sópaðu gólfið,—jeg vil ekki sjá saur- inn, þegar hreppstjórinn dettur. inn af fótunum á honum. B j ö r n: G u ð f i n n a Jeg skal glíma við Kára, hvar og hve- (tekur vaeng og sópar): Ykkur hefur orðið sundurorða,—hann nær sem hann vill — alstaðar annar- staðar en í tugthúsinu. — Vertu sæl. var reiður. Það er hættulegur maður. Halla: Halla: Jeg heimta, að hann láti mig og mitt Vertu sæll. B j ö r n heimili afskiftalaust. (fer): G u ð f i n n a: Halla Já, hann á bágt með að láta aðra af- (stendur grafkyr, strýkur höndunum niður andlitið, skiftalausa, — það segi jeg, þó við sjeum gengur frain að uppgöngunni, kallar): skyld. S m a 1 i n n (kcmur hrópandi): Er Guðfinna frammi? Guðfinna! — Hún heyrir auðvitað ekki (gengur inn í bað- stofuna og strýkur aftur hBndunum niður andlitið). Komið þið og sjáið, hvað við höfum G u ð f i n n a veitt! (kemur inn): G u ð f i n n a: Varstu að kalla? — jeg var á leiðinni Ösköp ganga á fyrir þjer! Áttu sjón- inn. Hreppstjórinn er farinn? arvættina í hval? 45 S m a 1 i n n. Við veiddum lax! — svona stórannl Hann kom 1 netið, þegar Kári var að leggja það (hiær)., Þvílík læti, sem voru í skepnunni! Halla: Biddu Kára að koma hingað inn — jeg þarf að tala við hann. Svo er best jeg trúi þjer fyrir veiðinni, — þú tekur úr honum innýflin, stráir í hann salti og leggur hann í arfa þangað til í fyrramálið. S m a 1 i n n: Viltu ekki sjá hann á meðan hann er heill? H a 11 a (klappar lionum) í Þú ert mikið blessað barn. Heldurðu jeg hafi aldrei sjeð lax fyr. Flýttu þjer nú og segðu Kára, að jeg þurfi að finna hann. S m a 1 i n n (f«). G u ð f i n n a (talar fram í uppgönguna) .* Og biddu hann að kippa mjólkur- pottinum at hlóðunum, — honum veitist það svo ljett (Sn5'r sjer að HðUu). Jeg var rjett búin að gleyma mjólkinni. Og jeg

x

Lögrétta

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögrétta
https://timarit.is/publication/196

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.