Lögrétta

Tölublað

Lögrétta - 31.01.1912, Blaðsíða 1

Lögrétta - 31.01.1912, Blaðsíða 1
xítfreiðslu- og innheimtum.: ARINBJ. SVEINBJARNARSON. Ijftutiuvetí 4 \ Talsiml 74. liiistjóri: f’ORSTEINN GÍSLASON Pingholtsstræti 17. Tnlsimi 178. M e Heykjavík 31. janúar 1912. VII. rtrsr. Frá Persíu. Önnur myndin hjer er uppdráttur af Persíu og nærliggjandi lönd- um. Hin er af núverandi Persakeisara, sem er 13 úra gamall drengur. Útlit er ekki fyrir annað nú sem stendur en að Rússar og Englend- ingar ætli að hluta Persíu i sund- ur á milli sín, Rússar taki norður- hlutann undir sin yfirráð, en Eng- lendingar suðurhlutann. Það eru samningar milli þeirra, að hags- munir Englendinga skuli ráða í suðurhlutanum, en hagsmunir Rússa í norðurhlutanum. Og engin lík- indi eru til þess, að aðrar þjóðir taki í taumana til styrktar Persum, og sjálfir megna þeir lítið að gera, er þeir eru milli annara eins heljar- greipa. Titill Persakeisara er »konungur konunganna«, en langt er nú liðið síðan sá titill gat heitið rjettnefni, og nú fer því mjög fjarri að svo sje. Grípið tækifœrið meðan það gefst. Fyrst uin sinn sel jeg veggpappír (Betræk) með afarlágn verði, */s lægra en fyr, eða licliningi odýrara en hjá öðrum. Sveinn Jónsson. Templarasundi 1. (Hús Jóns Sveinssonar, við kirkjuna). 1. O. O. F. 93229- Þjóðmenjasafnið opið sunnud., þriðjud. og fimtud. kl. 12—2. Lækning ók. f læknask. þrd. og fsd. 12—1. Tannlækning ók. (í Pólthússtr. 14) 1. og 3. md. í mán. II—1. Landakotsspftali opinn f. sjúkravitj. io’/a —12 og 4—5. íslands banki opinn 10—21/* og 5T/a—7- Landsbankinn io'/2—2x/i. Bnkstj. við 12—1. Lagaskólinn ók. leiðbeining 1. og 3. ld. f mán. 7—8 e. m. Landsbókasafnið opið hv. virkan dag kl. 12—3 og 5—8. Heilsuhælið opið til heimsókna 12—1. Lárus Fjeldsted, Yflrrjettarmálaf»rslum«Our. Lælyargata 2. Heima kl. I 1—12 og 4 — 6. FaxaflóapfiMiirinn „Ingólfur" fer til Borgarness 4., 10 , i6.,24.febr. - - Garðs 8., 13., 21. febr. - Hvalfjarðar 27. febr. Þær fóru fram, eins og til stóð, 27 þ. m. Listarnir urðu, þegar til kom, eigi færri en 12. Margir þeirra fengu aðeins örfá atkvæði, einn jafn- vel ekki nema I, svo að óþarfi er að geta þeirra frekar. En aðallist- arnir voru þeir fjórir, sem Lögr. gat um fyrir kosningarnar: frá stjórnmála- fjelögunum, konum og Dagsbrúnar- fjelaginu. Á þá safnaðist allur þorri atkvæðanna. En kosningarnar voru mjög slælega sóttar. Af 4300 kjós- endum kusu aðeins 1766, og þar af voru gild atkvæði 1711. Um 800 konur höfðu kosið, og hefur eigi helmingur þeirra kosið kvennalistann. Sjálfstæðismannalistinn (A) fjekk 493 atkv , „Fram“-listinn (E) 414, kvenna- listinn (C) 374 og Dagsbrúnarlistinn (B) 281. Samkvæmt því náðu þá þessir kosningu: Sveinn Björnsson málaflm., Kn. Zimsen verkfræðingur, frú Guðrún Lárusdóttir, Þorv. Þor- varðsson prentsmiðjustjóri og Hann- es Hafliðason skipstjóri. Næstur þessum 4 listum að at- kvæðatölu var listi, sem P. Hjalte- sted úrsmiður var efstur á; hann fjekk 57 atkv. Úrslit kosninganna eru þau, að stjórnmálafjelögin hafa hvort um sig fengið inn 2 fulltrúa og konur 1. Einn maðurinn af lista „Fram“fje- lagsins, Þorv. Þorvarðs^on, var settur efstur á öðrum lista, „Dagsbrúnar"- listanum, og skiftast því atkvæði fje- lagsmanna á þá tvo lista, en sam- tals fá þeir 695 atkv. Sama var um Sjálfstæðislistann, að einn maður það- an, P. Hjaltesteð, var settur efstur á öðrum lista, er klauf nokkuð kjós- endahóp þeirra, þótt minna væri, og sje tölunni á honum bætt við aðal- listann, verður atkvæðatala þeirra 550. Hutfallið er ekki mjög fjarri því, sem var við alþingiskosningarnar í haust. Þá voru 924 Heimastj.atkv. gegn 653 Sjálfst.atkv. Éþrottasainbaiid Íslands. Á það var minst í sfðasta blaði. Stofnfundur var haldinn á sunnudag- inn var; sóttu þann fund fulltrúar allra fþróttafjelaga í Reykjavík. Þar voru samþykt bráðabirgðarlög og kosin bráðabirgðarstjórn tii að semja framtíðarlög og reglur handa sam- bandinu. Á það alt að ræðast á aðalfundi í sumar. í stjórn voru kosnir: Axel Tulinius fyrv. sýslu- maður (formaður), G. Björnsson land- læknir, dr. Björn Bjarnason, Björn fimleikakennari og Halldór Hansen háskólastúdent. Kvenfólkid og bœjarstjórnar- kosningin. Bæjarkosningin nýliðna hjer í höf- uðstaðnum er íhugunarverð fyrir allar konur, sem eitthvað hugsa um jafnrjetti karla og kvenna. Það átti að kjósa 5 menn í bæj- arstjórn, og karlmenn settu upp 9 lista þar sem þeir sneiddu vandlega fram hjá öliu kvenfólki; þær komust ekki á neðstu sætin hvað þá ofar. Það virðist svo sem þeir treysti yfirleitt ekki kvenfólki til að vera bæjarfulltrúar. Kvenfólkið setti upp einn lista með tómum konum, ekki af van- trausti til vinnu karlmanna, heldur til að sýna það í verki, að þær telji sig ekki ófærar til samvinnu við karlmennina í opinberum málum. Auk þess var svo settur upp annar kvennalisti (að undirlagi karlmannaf) til að reyna að tvístra atkvæðum kvenna. Óg hvernig þá? Það fór svo, að karlmenn komu að 4 af sínum listum þremur, en kven- fólkið kom að einni, og fjekk þó klofningalisti þeirra ekki nema þessi 10 atkvæði, sem studdu hann. Kvennalistinn fjekk talsvert færri atkvæði en „pólitisku" listarnir. Hvernig stendur á þessuf Hirtu konur ekki að sækja kjör- fund. Sei, sei, jú, þær sóttu kjörfund vel, kusu yfir 800, en hvergi nærri helmingur kaus kvenlistann, vildu heldur kjósa eftir stjórnmálaflokkum; var þeim þó í lófa lagt að koma að 3 af sínum lista, ef þær hefðu hald- ið hóp. Eru þá konur orðnar svo pólitisk- ar, að þær haldi að hagsýni og ráð- vendni bæjarfulltrúa tari eftir því, hvort þeir eru með eða móti milli- landafrumvarpinu ? Naumast er það alment enn þá, enda þótt fáeinar sjeu svo æstar að þeim sýnist svo. Hitt mun vera, að þær hafa látið undan fortölum karlmanna, er vildu helst enga konu í bæjarstjórn; þeim var sagt, sum blöðin margtugðu það: að nú gætu þær sýnt stjórnmála- þroska sinn, með því að kjósa ekki eftir kynferði, því að það væri jafn hjákátlegt eins og t. d. að allir litlir menn kysu lítinn mann, eða sköll- óttir menn einhvern sköllóttan. Þessi viska var margendurtekin bæði á fundum, götum og heimilum, og loks trúðu henni margir. Sjalfsagt sáu þó allmargir að þessi samlíking var ramskökk og villandi. Hún hefði verið nær sanni, ef allir smávaxnir menn eða sköllóttir hefðu verið ný- búnir að fá kosningarjett og kjör- gengi eftir margra alda ójöfnuð og kúgun. En þá hefði verið lítil á- stæða til að lá þeim, þótt þeir hefðu haldið hóp og kosið eingöngu úr sínum flokk. Kvenfólkið þarf að muna það, að rjettindi þess eru ung, og engan veg- inn öll fengin meðan óvfst er um örlög stjórnarskrárbreytingarinnar, — og komi það í ijós við kosningar, að fjöldi kvenna vantreysti kynsystr- um sínum til að taka að sjer opin- ber störf, þá slá þær vopnin úr hönd- um þeirra, kvenna og karla, sem vilja veita þeim fult jafnrjetti. Þær mega ekki láta blekkjast af því, þótt pólitisku flokkarnir komi í bónorðsför rjett fyrir kosningarnar; eftir kosningar er þeirra ást úti; þá henda þeir gys að »ósjálfstæði og samtakaleysi« kvenfólksins. Ekki þarf þeim- að verða hverft við, þótt hrópað verði að þeim: «valdafíkn«, eða: stakmarkið hjá kvenfólkinu er ekkert nema völdin«, — það gerðu sumir við þessar kosn- ingar, — en hvað mætti þá segja um baráttu stjórnmálaflokkanna? Enda er þessi ásökun í garð kvenna mis- skilningur. Góð og almenn samtök hjá þeim um að kjósa konur til að gegna op- inberum störfum með karlmönnum, eru ekki annað en opinber yfirlýs- ing þess, að þær vantreysti sjer ekki til að fara með þau rjettindi, sem þeim eru þegar veitt. »En þjer gleymið, að vjer vorum óánægðar með kvennalistann og kus- um hann því ekki«, býst jeg við að sumar konur mundu svara mjer. Jú, satt mun það vera. En var eftir atvikum sjerstök ástæða til þeirrar óánægju? Sum blöðin voru að álasa konu þeirri, er sett var í 2. sæti á liátanum; komu þó, ef jeg man rjett, ekki með aðra ástæðu en þá, að hún hefði einhvern tíma verið lengi að greiða atkvæði á bæjarstjórnarfundi(l). — Það var ekki lítil yfirsjón!— En munniega reyndu ýmsir, bæði konur og karlar, að sverta hana á ýmsa lund til að spilla fyrir listanum. Frú Bríet Bjarnhjeðinsdóttir átti þó sannarlega annað skilið en að kven- fólkið færi að sýna henni vantraust. Mjer dettur ekki í hug að segja, að hún eða störf hennar sjeu óaðfinnan- leg, enda man jeg í svipinn ekki eftir neinum óaðfinnanlegum starfs- manni með þjóð vorri. Frú Bríet hefur gert meira en flest- ar konur vors lands til að efla rjett- indi kvenna; hún hefur þar oft orðið að ganga í berhögg við hleypidóma karlmanna, og er því lítt vinsæl hjá þeim, því enn er „kvenfrelsisvinátta" fjölda karlmanna meiri í orði en á borði. Þeir hafa því margir reynt trúlega að spilla kvenfólkinu við leið- toga þess, — en það eflir ekki sæmd kvenna, að láta það takast, — og því síður er það hyggilegt, þegar litið er til ókominnar baráttu um fult jafnrjetti. Því að enn er talsvert eftir að tak- markinu, nóg handa þeim að vinna, sem stuðla vilja að fullu jafnrjetti karla og kvenna, bæði á heimilunum og í þjóðfjelaginu. Lögin binda kjörgengi kvenna ti[ bæjarstjórnar (og sveitarstjórnar) við, að þær gefi sjálfar kost á sjer. Það hefur sjálfsagt átt að vera af hlffð við kvenfólkið, en verður það engan veginn alt af í framkvæmdinni. — „Húsbóndinn" á heimilinu bannar t. d. „eftirlætinu sínu" að gefa kost á sjer til kosninga, og hún þorir ekki ann- að en hlýða, „vegna friðarins" og „ástarinnar" er ef til vill kurteisara að bæta við. — Slíkt kvað geta kom- ið fyrir um „kvenfrelsismenn", hvað þá hina, sem fullyrða, að „konan hafi engan rjett til að hafa sjálfstæða skoðun". Sumar konur eru og einurðarlitlar, „kunna ómögulega við að gefa kost á sjer að fyrra bragði". En afleið- ingin verður hæglega sú, að þær, sem fást til að gefa kost á sjer, eru oft og einatt alls ekki þær konur, sem mestum vinsældum og trausti eiga að fagna meðal kvenna, Þessu lagaákvæði þarf því að breyta sem fyrst. Rjettindi og skyldur fylg- ist að, það verður öllum hollast til langframa. Kvenrjettindakonur verða að reyna að kenna öllum konum höfuðstaðar- ins og landsins þá góðu og gömlu meginreglu: „Sameinaðir stöndum vjer, en sundr- aðir föllum vjer". Láti þær stjórnmálamennina teyma sig inn í gömlu sjórnmálaflokkana, þá eru áhrif þeirra úti að sinpi; innanflokks verða þær bornar ofur- liði, þótt þær vildu laga þar eitt- hvað. Enda er það einróma álit fjölda margra gætinna manna hjá þjóð vorri, að pólitiska flokkahatrið sje orðið hættulegt átumein fyrir jafn fámenna þjóð og vjer íslendingar er- um, og því væri það miklu fremur þjóðlán, ef kvenfólkið bæri gæfu til að komast hjá hatursmálunum, en stofnaði heldur óháðan flokk um á- hugamál sín, að minsta kosti fyrst um sinn. Þá er þeim fljótar sigurs von, og bæði sjálfum þeim og allri þjóðinni meiri heilla von af sigrinum. S. Á. Gíslason. Brjef úr sveitinni. Konungkjörið o. íl. . . . Margt er það, sem vott ber um deyfð okkar og þroskaleysi. Eitt með fleiru er það, að enn eru nokk- ur blöð af Isafold að slæðast hing- að í sveitina, að sumu leyti vegna þess, að menn hafa eigi haft þrek til að hrinda ósómanum frá sjer, en sumpart af því, að þó blaöið sje marg-afsagt, er haldið áfram að senda það. Það virðist hafa sömu náttúru og ýms plágu-dýr: því meir, sem amast er við þeim, þess ákafar sækja þau á. — Landplága þessi hefur því enn gert vart við sig eftir áramótin. í fyrsta ísaf.blaðinu þ. á. er lang- ur leiðari urn konungkjörið. Kveður þar við annan tón en í fyrra vetur. Þá lagði blaðið ekki mikið upp úr atkvæðum hinna konungkjörnu. Nú eru þau orðin þýðingarmeiri. 1908 var það þar talið meðal stórsynda ráðherrans, að hann benti á 2 skoð- anabræður sína til konungkjörs; nú iítur blaðið öðruin augum á þetta. Þá var það stórsynd, að benda á menn til konungkjörs, er fallið höfðu við kosningar í hjeraði með litlum atkvæðamun; nú er ekki á það minst. Maður gæti jafnvel freLtast til að hugsa, samkvæmt anda greinarinnar, að blaðið nú mundi fyrirgefa rað- herra það, þótt hann benti á J. Þ. og M. B1 , fyrv. þm. Rvfkur, eða þá Hjörleifssynina, eða Harald og Ara. Því er ekki unt að neita, — þótt ísaf. gerði það 1908 — að ef um nýtilega þingtnenn er að ræða, sýn- ist það ekki lítilvæg bending um talsverða hylli kjósenda, er þeir fá fjölda atkvæða við kosningar, jafn- vel fleiri atkv. en meiri hluti allra þingmanna er kosinn með, þótt eigi nái þeir kosningu. Eins og eðlilegt er, samkvæmt spiliingarinnræti landplágunnar, er 1 gengið alveg fram hjá því, að nú- verandi ráðherra, Kr. J., er fyrst og fremst ráðherra friðar, eindrœgni og fjárhagsumbóta. Aðal-stefnuskrá hans sem ráðherra er að bæta þau mein, lina þá plágu, setn stjórn fyrir- rennara hans, B. J , leiddi yfir landið. Ekkert er þvf ólíklegra, en að hann hagi stjórnarstörfuin sínum eftir hug- myndum og tillögum iandplágunnar — tillögum flokks þess, er gerði hann rœkan fyrir það, að honum ofbauð spillingin: ófriðurinn, sundrungin, óhreinlyndið og fjárhagsóreiðan, sem flokkurinn var valdur að, og hann ekki gat samþýðst, en vildi leggja sig fram til að kippa f lag, ef unt væri. Líklegt er, að ráðherra, eins og öðrum skynbærum mönnum, sje það ljóst, að sambandsmálinu er nú svo komið, að óþarft sje að taka sjerstakt tillit til þess við ábending til kon- ungkjörs að þessu sinni. Kr. J. er vandaðri maður en svo, að það geti hafa verið tilætlun hans, að nota mótstöðu viðsambandslagafrv. á þann hatt, sem „Sjalfstæðis"flokks

x

Lögrétta

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögrétta
https://timarit.is/publication/196

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.