Lögrétta

Tölublað

Lögrétta - 31.01.1912, Blaðsíða 4

Lögrétta - 31.01.1912, Blaðsíða 4
24 LOGRJETTA Fyrirspurn. Er það að þakka Ólafi, eða ræðum hinna, að eftir dauðann Eyjólfi auðnaðist frægð að vinna? 9 Óðinn er það blað, sem kaupend- ur beinlínis græða peninga á að kaupa, því eftir nokkur missiri gengur hann kaupum og sölum fyrir hærra verð en hann kostar upprunalega. Októberblaðið flutti greinar með mynd- um af Jóni alþm. frá Múla, Sveini Guð- mundssyni verslunarstj. á Akranesi, Birni Stefánssyni á Fögrueyri í Fáskrúðsfirði, Burgess sundmanni o. fl. — Ennfremur tvær greinar eftir dr. Helga Pjeturss, aðra um skáldskap Bjarna og Jónasar, hina um Sæmund fróða. »Kvæði frá Noregi« eflir Jónas Guðlaugsson. Septemberblaðið flutti greinar með myndum af Jóni Þorlákssyni landsverk- fræðingi, Runólfi bónda í Norðtungu og Píusi páfa X. Kvæði eftir Huldu, grein um forna þingstaði á Fljótsdalshjeraði, eftir Kr. Jónsson, »Mynd Cæsars«, eftir dr. H. Pjeturss, og ýmislegt smávegis. Ágústblaðið flutti greinar með mynd- um af H. Ellefsen hvalveiðamanni, Jóni skáldi Hinrikssyni, P’ranz Jóseph Austur- ríkiskeisara og »Frá Grfmsey«. Kvæði eftir Sigurjón Friðjónsson, síra Lárus Thorarensen og Fríðu. Upphaf greinar um forna þingstaði á Fljótsdalshjeraði. Júlíblaðið flutti greinar með myndum af Halldóri Jónssyni bankagjaldkera, Magnúsi Árnasyni snikkara og Eggerti heitnum frá Helguhvammi. Kvæði eltir Huldu og Gest og sögu eftir Dísu: »Ekki er alt, sem sýnist*. Bestuog óilj'rustu Sjóraannalíf, eftir R. Kipling. Verð kr. 1.50. ívar hlújárn, eftir V. Scott. Verð kr. 2,50. Baskeryille-hundurinn, eftir Conan Doyle. Verð kr. 1,50. Brynjólfur Björnsson tannlæknir. Próf frá tannlæknaskólanum í Khöfn. Vfðtalstími kl. 10—2 á virkum dögum. (Aðrar stundir eftir samkomulagi). Amtmftnnsstíg• 4. Reykjavík. Cjnileg stúlka getur — sökum íorfalla — kom- ist að nú þegar í hússtjórnardeild Kvennaskólans. Rvik 30. jan. 1912. Ingibjörg H. Bjarnason. Hjálpræðisherinn. Vetrarhátíðin mikla verður haldin fimtud. og föstud. 1.—2. febrúar kl. 8t/j. Par verður margt fagurt að sjá: íshús med Snjódrotningu. Blómsturhús, þar sem seldar verða fagrar rósir. Fiskitjörn með mörgum góðum fisk- um. Kafíihús. Að síðustu verður sýnt Sólarlag. Inngangur 15 aura. Hornaflokkurinn spilar. tori eru ios a m oro rana, Öll íslensk börn ættu að eiga kost á að lesa barna- blaðið „ÆSK AN“, því hún er þeirra blað og vill hjálpa til að innræta þeim alt gott og göfugt og vara þau við öllu Ijótu og siðspillandi. Með því móti vill hún hjálpa foreldrunum til að gera börn þeirra að góðum börnum. »Æskan« kostar aðeins 1 kr. 20 au. árgangurinn. Það er svo lítil upphæð, að fæstum foreldrum er ofvaxið að gleðja börn sín með því að kaupa hana handa þeim. »Æskan« flytur svo mikið af fallegum myndum, góð- um sögum, kvæðum, gátum, skrítlum og ýinsum fróðleik, að öllum börnum væri það mikill gleðiauki og ómetanlegt gagn, að eiga hana og lesa. »Æskan« gefur líka öllum skilvísum kaupendum sín- um stórt og skemtilegt Jólablað sem kaupbæti árlega. »Æskan« er framúrskarandi vinsæl meðal allra þeirra, sem kynnast henni og þekkja hana. Næg sönnun fyrir því ætti það að vera, að hún er elsta barnablað á landinu. »Æskan« vill kynnast fleiri börnum og unglingum um alt land, til þess að geta notið sín betur og látið enn meira gott af sjer leiða. »Æskan« veitir nýjum útsölumönnum góð sölulaun og ýms hlunnindi, sem auglýst eru í blaðinu sjálfu. »Æskan« ge/ur öllum nýjum kaupendum að yfirstand- andi árg. bæði jólablöðin 1910 og 1911 sem sjerstakan kaupbæti. Foreldrar! Gefið börnum yðar »Æskuna«, því gott barnablað er besta eign barnanna. Afgreiðslustofa »Æskunnar« er nú í Bergstaðastræti 8, opin alla virka daga kl. 9—10 árd. og 2—3 síðd. Utanáskrift með póstum: »Æskan«, Pósthólj A 12, Rvík. Útgefendur: Aðalbjörn Stefánsson og Sigurjón Jónsson. <Xin árlega úísaía hjá byrjar 1. febrúar. 10--50°|o afslMtur. NB. Sjómenn kaupa ódýrast nær- fatnað hjá okkur, áður en þeir fara út, með 20% afslætti. Kaupendur „LögTjettu“ eru mintir á að borg/a blaðið. Með því að verslunin Einarshöfn h/f á Eyrarbakka heiur keypt veiði- rjettinn í „Soginu" og Þingvallavatni fyrir Kaldárshöfða landi, er hjermeð stranglega bönnuð þar öll veiði frá I. júní til 31. ágúst árlega, að báð- um þeim dögum meðtöldum, nema með sjerstöku leyfi voru, að viðlagðri sekt samkvæmt lögum. Eyrarbakka 24. jan. 1912. pr. pro. verslunin Einarshöín h/f. •T. 1). i\ií'lsen. Til leig'u hef jeg margar góðar 4 og 3ja herbergja íbúðir, frá 14. maí, á ýmsum stöðum í bænum. Ödýr Ieiga, enginn vatnsskattur. Jóli. Jóhannesson. Laugaveg 19. SRrá um þá menn í Reykjavíkurkaupstað, er greiða eiga gjald í Ellistyrktarsjóð árið 1912, liggur almenningi til sýnis frá 1.—7. dags febrúarmánaðar á bæjarþingsstofunni. Kærur sendist borgarstjóra fyrir 15. febrúar. Borgarstjóri Reykjavíkur 29. jan. 1912. <3*áll Cinarsson. Ibúðarhús á ágætum stað, nálægt miðbænum, hef jeg nú til sölu með tækifærisverði; húsið er fárra ára gamalt og mjög vel hirt, úti og inni. Húsið er sjerlega hentugt fyrir eina tjölskyldu. Sá, sem kaupir, þarf aðeins að borga 400 krónur við afsal. Húsið laust til íbúðar 14. maí ef vill. Jóh. Jóhannesson. Laugaveg 19. Sirius hreina úrvals Stjörnu-cacaóðujt, selst einungis í upphaflegum y* pd. pokum, sem eru með firma- nafni og innsigli. Athygli karlmannaima leiðist að því, að við sendum til allra 3V4 mtr- J35 cmtr. breitt, svart, dökkblátt og grádröfnótt nýtýsku fínullarefni í falleg og sterk föt iyrir aðeins 14 kr. 50 au. Fataefnið send- ist burðargjaldsfrítt með eftirkröfu, og má skila því aftur, ef það er ekki að óskum. Thybo Mölles Klædefabrik, Köbenhavn. Oddur Gíslason yfirrjettarmálaflutningsmaður, Laufásveg 22. Venjul. heima kl 11 — 12 og 4— 5 Eggert Claessen yfirrjettarmáiaflutnlngsmaður. Pósthússtræti 17. Venjulega heima kl. 10—II og 4—5. Talsíml 16. l’rentsmiðjan Gutenberg 66 67 68 69 70 okkar karlmennina, þegar þær heyra talað um draugana. J ó n (hlaer); Nei, af tvennu illu kjósa þær heldur karlmennina en draugana. A r n e s : Nú veit jeg hvaða sögu jeg á að segja ykkur. Söguna um það, hvers vegna laxarnir ganga í árnar (sest). Það var einu sinni að vorlagi, að fuglarnir urðu bjarg- þrota. Hafísinn lá landfastur og alt var bert og gróðurlaust. Þá stefndu þeir til þings. Örninn, æðsti höfðinginn, skipaði hverjum þeim, sem vissi úrræði, að gefa sig fram. Dauðaþögn. Lóksins tók snjó- uglan til máls. Hún þóttist sjá ráð. En því yrðu fuglarnir að lofa, að þegja þangað til hún gæfi þeim tákn. Þessu iofuðu þeir — flugu hver til sinna heim- kynna og biðu átekta. Þegar uglan var orðin ein, flaug hún af stað. Hún kom í djúpan dal, á fjell eftir dalnum — á einum stað rann hún í þröngum gljúfrum. Þar bjó Örninn. Uglan flang upp með ánni, alla leið inn í dalbotn. Þar settist hún á háan tind, alsnjóvgaðan, og hóf seiðinn. Hún baðaði vængjunum og vældi — bar sig eins og hún barmaði sjer. En það var eintóm forneskja. Skömmu seinna sáu fuglarnir, sem bjuggu næst árósnum, bláan ugga skera vatnið. Þeir sáu ótal ugga. Það hlaut að vera heil ganga. Það glampaði á spegilfögur bökin. Þetta var í fyrsta skifti, að lax- arnir gengu í nokkura á. Fuglarnir áttu bágt með að stilla sig. Laxarnir gengu lengra og lengra upp ána. Fossar og hringiður heftu ekki för þeirra. Inni í dalnum var áin svo grunn, að þeir urðu að stökkva yfir steina og flúðir. Þeir hrufluðu sig og hreistrið straukst af þeim. Vafalaust hefði uglunni heppnast seiður- inn og laxarnir hlaupið á þurt land, hefði örninn ekki gleymt sjer. Hann sat á háum stalli og velti fyrir sjer, hvað uglan mundi hafast að. Alt í einu sá hann glampa á eitthvað niðri í gljúfrun- um. Hann deplaði augunum og krepti gular klærnar. Silfurfagur lax stökk. Örninn lyfti vængjunum. Hal ha! gall hann svo hátt, að undir tók 1 klettunum, og í sömu andránni hremdi hann bráð- ina. Þá sprakk uglan á seiðnum og lax- arnir leystust af töfrum. Þeir ráku upp stór augu. Einn þeirra stakk forvitinn gömlum og eineygðum haus upp úr vatninu. Hann hafði nuddað af sjer lýsnar og fanst hann vera búinn að kasta ellibelgnum. Hjer er gott að vera, sögðu laxarnir, lögðust niður á milli steinanna og ljetu vatnið streyma inn og út um tálknin (*ýpur á fiöskunni). Síðan hafa þeii alt til þessa dags gengið í árnar á hverju vori. Rjettarmaður (kemur inn): Ekki vænti jeg Arnes sje hjer. A r n e s: Jú, hjer er jeg. Rjettarmaður: Það er kind, sem enginn þekkir markið á. Viltu koma og líta á hana. A r n e s (stendur upp); Jeg kem. H a 11 a: Þakka þjer fyrir söguna. A r n e s (horfir á HöUu, rjettir út hendina): Ög eplið var fagurt á að líta —. J ó n (stcndur upp): Nú er Arnes drukkinn. (Aðkomufólkið stendur upp). Rjettarmaður: Þeir mistu mórauða forustusauðinn þinn, þegar þeir voru að reka í rjettina. Jón: Tá—já. Rjettarmaður: Jeg heyrði einhverja tala um, að reyna að elta hann uppi. J ó n: Þá er best jeg fari og segi þeim, að þeir skuli lofa honum að hiaupa. Hann lætur hvort sem er ekki taka sig. Hann spáir góðu hausti. Kona Jóns (við HöIIu): Við sjáumst aftur. Halla: Já, við sjáumst. (Aðkomufólkið og Arnes fer). Guð finna (tekur hákarlinn); Þeir hafa ekki hlíft hákarlinum. Halla: Hamingjunni sje lof, að þeir fóru. K á r i (kemur inn, heitur af gangi, með gleðibros á vörunum) Komdll sæl, Halla (heilsar henni með handa- bandi). H a 11 a (hefur gcngið nokkur skref til móts við hann); Komdu sæll — og velkominn. Arngrímur (stendur upp): Nú er jeg orðinn svo drukkinn, að jeg get skemt mjer við að heyra jarmið í kindunum. (við höiíu) Það er hægt að ná af sjer freknum með því, að þvo sjer úr heitri mjólk (fer). Halla: Þakka þjer fyrir ráðið. (við Guðfinnu) Nú mátt þú gjarnan fara. Þú hefur gætt farangursins vel og lengi. G u ð f i n n a: Oddný ætti að vera hjerna (fer). (Kári og Halla standa þegjandi, þangað til Guðfinna er horfin). Kári (faðmar Höllu að sjer og kyssir hana): Mikið hef jeg hlakkað til að sjá þig.

x

Lögrétta

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögrétta
https://timarit.is/publication/196

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.