Lögrétta

Tölublað

Lögrétta - 31.01.1912, Blaðsíða 3

Lögrétta - 31.01.1912, Blaðsíða 3
L0GRJETTA. 23 var gefin 26. maí 1910; hvorki meiri nje minni en 5500 krónur. Það mætti virðast fult svo greini- leg áminning til annara, að minnast heilsuhælisins á afmælisdegi sínum, eins og þó einhver mælist til þess í dagblaði, að aðrir gefi eftir efnum og ástæðum 1 kr. eða 10. Geir Zoega er því fyrsti hvata- maðurinn — því að þessa rausnargjöf gaf hann á 80. afmæli sínu 26 maí 1910. En góðra gjalda vert er það, að blöðin minni aðra á, að feta í hans fótspor — eftir efnum og ástæðum. J. Símastöð. Lögr. er skrifað úr Seyðisfirði í f Isafjarðarsýslu: »Það hefur flogið fyrir, að setja ætti á stofn símastöð hjcr í Seyðis- firði í Isafjarðarsýslu Það er enginn vafi á því, að stöðin er nauðsynleg, sje hún sett á hcppilegan stað. Það er því áríð- andi að hrapa ekki að stöðvarstofn- un án þess að athuga, hvar stöðin ntundi hæfilegast sett, þar sem um marga staði er að velja; en stöðin á að vera þar, sem flestir geta notið hennar, eða sem næst miðri sveit, þegar ekkert er þar til hindr- unar. Jeg hef heyrt, að bóndinn að Kleif- um í Seyðisfirði hafi með einhverju móti náð þeim tökum á hreppsnefnd- inni hjer, að hún mæli með stöð á heimili hans; en Kleifar eru afskekt- asti bær hjer í sveit, og símastöð þar gæti alls ekki orðið okkur fjarð- arbúum að tilætluðum notum. Með línum þessum vildi jeg benda símastjórn landsins á, að hrapa ekki að stöðvarstofnun hjer í Seyðisfirði án þess, að athugaðir sjeu aðrir staðir en Kleifar, enda þótt bóndinn þar hafi náð í meðmæli hreppsnefndar- innar, sem þó nú mun vera farin að sjá sig um hönd í því máli. Jeg hef lítilfjörlega átt tal um þetta við hr. Smith verkfræðing, og Ijet hann það í ljósi við mig, að Kleifar væru einhver óheppilegasti staður til símastöðvar hjer við fjörð- inn. A«. 'tferfimannafiðt. Efni í þau er nú nýkomið, afar-haldgott. — Olíufötin og Nærfötin alþektu og Færeyjapeysurnar koma bráðlega í Austurstræti 1. Asg. G. Gunnlaugsson S>‘ Co. jVI. Tli. Blöndalil ojf Völ- undur. 10,474 kr. 95 au. sagði Lögr. í síðasta tbl. að M. Th. Bl. hefði sætst upp á að borga Völ- undi. Jóh. Jóhannesson kaupm. segir þá upphæð ekki rjetta í Isaf. á laugardaginn. En tölurnar í Lögr. eru teknar eftir bókum Völ- undarfjelagsins. Að þeim bókum hafa allir hluthafar fjelagsins að- gang, svo að það var fásinna að hugsa sjer, að þær gætu orðið nokkur leyndardómur. Lögr. er sagt af mönnum í fjelaginu, sem bækurnar hafa skoðað, að skuldin borgist þannig: 6000 kr. í verð- brjefum, 2000 kr. í peningum og hitt í húseign hjer í bænuni, sem virt er á 2474 kr. 95 au. Jóh. Jóhannesson kaupmaður gerði samningana fyrir Völundar hönd, og segir hann í ísaf., að málið hefði orðið erfitt og um- fangsmikið, ef það hefði íarið fyrir dómstólana og tvísýnt, hver sigra mundi. En nú segist hann hafa jafnað málið svo, að báðir máls- partar sjeu ánægðir, eftir kring- umstæðum. Þó verður ekki bet- ur sjeð af greininni en hann telji hr. M. Th. Bl. það fremur en hitt til vansæmdar, að kunnugt verði, að hann hafi borgað skuldina. En Lögr. telur það, þvert á móti, sóma hverjum manni, að borga skuldir sinar. til Laust prestakall. Tjörn á Vatns- nesi í Húnavatnsprófastsdæmi, Tjarn- ar- og Vesturhópshóla-sóknir. Prestssetrið Tjörn er metið í heima- tekjum 90 kr. Eftirstöðvar jarða- bótaláns, er tekið var 1906 í Lands- banka, 70 kr., er falla í gjalddaga 30. sept. 1912. Veitist frá fardögum 1912. Umsóknarfrestur til 15. mars 1912. Frá Blönduósi er skrifað: „Tíðin hagstæð til landsins. Ekki farið að kenna lömbum át í Svínadal eða í Ásum eða á Skagaströndinni. Ógæftir á sjó og fiskileysi, enda fáir sem gefa sig að sjó. Pólitiskt logn eftir kosningarnar. Deyfð mikil og fjör- leysi í ungum sem gömlum. Engin umferð nema vanalegt kaupstaðar- flakk og svo prestarnir, sem ýmist eru að vita um, hvort nokkrir vilji hlýða messu hjá þeim eða þá að húsvitja, þó ýmsum þyki það úreltur siður; læknir situr mest heima, því heilbrigði er góð, og ekki þarf sýslu- maðurinn að ríða um hjerað til að líta eftir þjófunum, því þeir passa sig sjálfir. Þegar nú ofan á alt bætist, að stöðin er lokuð, þá er ekki unt að daufara geti orðið. A kvenna- skólanum teljast 15 nemendur og á matreiðslunámsskeiði, er haldið var hjer þessa daga, voru IO nemendur. Ef einhver giftir sig, þá gerir hann það heima hjá sjer, svo enginn veit neitt um það. . .“ Takmarkað lækningaleyfl hefur, samkv. lögum frá sfðasta alþingi, vetið veitt Ólafi ísleifssyni dbrm. í Þjórsártúni. Yfirflskiniatsmaður á Isaflrði var skipaður 15. þ. m. Árni Gíslason. Mokafli var sagður við ísafjarðar- djúp um sfðastl. helgi. Sama var sagt frá Vestmannaeyjum. Lausn frá embætti hefur sr. Björn Stefansson á Tjörn á Vatnsnesi feng- ið, samkv. beiðni. Þýsku kosningariiar. Sím- að er frá Khöfn 27. þ. m., að stjórnarflokkurinri fyrv. haíibeðið ósigur við þingkosningarnar. Jafn- aðarmenn hafi fengið 110 þing- sæti. Enskt lagfafruinvarp 11 m sjúkrasamlög', sem er merki- legt og vakið hefur mikið umtal, er nýkomið í gegn um neðri málstof- una. Það er innanríkisráðherrann, Lloyd Georges, sem er höfundur þess og barist hefur fyrir að koma því fram. Frumvarpið skyldar alla verka- menn, er hafa undir 160 pd. sterl. í árstekjur, til þess að kaupa sjúk- dómstrygging, og nær þetta til 15 miljóna manna, að sögn. Lögin úti- loka börn, undir 16 ára aldri, og fólk, sem komið er yfir sjötugt, því þá taka ellistyrktarlögin við. í sam lagssjóðinn leggur verkmaðurinn sjalf ur fram 4/9 hluta gjaldsins (konur 3/9) verkveitandi 3/9 og ríkið 2/9 hluta en þar að auki leggur ríkið fram ó keypis læknishjalp og meðöl. Síðustu ritsmíðar Björns Jóns- sonar fyrv. ráðherra eru greinar, sem ísaf. er nú að flytja um mál- fræði, mælingafræði o. fl., ogvekja þær mikla athygli meðal annara fróðleiksmanna í þeim vísindagrein- um. Hann mældi herbergisgólf sitt í Vinaminni og reyndist það, eftir frásögn hans, 6 ferálnir. Rúmtak íbúðarhúss síns hefur liann líka mælt og er það tæplega tunnurúm, eftir reikningi hans. Til þess að sýna fram á heimsku og smekkleysi almennings í orða- vali, getur hann sjer til, að fletti- sögin muni bráðum verða kölluð »rófuskott«, og finnur hann það með vísindalegri tilgátuspeki. Felix Dnlin, þýski rithöfund- urinn og skaldið, cr nýlega dáinn, 77 ára gamali. Eftir hann liggur fjöldi merkilegra rita, bæði skaldrit og vísindarit um forngermanska menningu. Hann var prófessor við háskólann í Breslau. „ J ólaharpa64 heitir ofurlítil söngbók, sem Jónas Jónsson þinghússvörður gefur út. Eitt hefti af henni kemur um hver jól og eru nú komir. þrjú hefti. Jónas fjekk styrk af landsjóði á síðasta þingi til þess að rita um ís- ienskan kirkjusöng á liðnum öldum. Þá sagði söngfróðasti maður þingsins, að enginn mundi vera hjer á landi jaínfróður Jónasi í sögu sönglistarinn- ar og enginn eiga jafn fjölskrúðugt safn í þeirri grein sem hann. „Jólaharpan" hefur að færa gömul og fögur kirkjulög, sett fyrir ósam- kynja raddir og einnig vel fallin fyrir orgel og harmóníum. Hvert lagið er öðru fallegra í heftunum og sýnir Jónas smekkvísi í valinu. P'urða er, að ekki skuli vera tekið að nota suma söngvana fyrir jólasöngva í kirkjum hjer eins og t. d. »Nú hringd er jólahátið inn« (Michael Haydn), »Lofgjörð« (Beethoven) og »Upp til himins horf þú, maður« (Gluck), öll í öðru heftinu. í öllum heftunumeru kórsöngvar eftir mestu snillinga söng- listarinnar og liklega flestir með raddsetningu þeirra sjalfra. Þau ljóð, sem ómerkt eru undir lögunum, munu vera eftir Jónas sjálf- an og eru þau öll lagleg. A kápunum eru fróðlegar upplýs- ingar um fræg • tónskáld og söngfræð- inga. Þessi bók er eitt af því, sem alt of lftill gaumur er gefin. Hvergi minnist jeg að hafa sjeð ritað um hana Hún hefur þó að geyma ýmis- legt af því fegursta, sem út hefur verið gefið á íslensku í sönglist, og ánægja hlýtur það að verða hverj- um, sem hljóðfæri á, að kynnasthenni. Jónas á mestu þakkir skilið fyrir hana. G. M. Bruni í Viðey. Síðastl. sunnudagskvöld kom upp eldur í fiskþurkhúsinu i Yið- ey. Það var kl. 8V2, og brann húsið að grunni á 2 kl.timum. Einnig brunnu 2geymsluhús, sem voru áföst við það. Um 300skp. af fiski brunnu. Alt var vátrygt, en eigendur biðu þó fjártjón við brunann, að sögn. Húsin verða reist aftur svo fljótt sem unt er. Húpasvoit er skrifað 22. des.: „Hjeðan eru engar frjettir, nema mjög góða tíð, svo elstu menn muna varla aðra eins; hafa hjerverið sífeldar þíður, en nú litið frost og snjóföl, svo betra verði fyrir fólkið að ljetta sjer upp um hátíðarnar. Sjerstaklega mun unga fólkið nota það til að koma saman og dansa og leika sjer. Hið eldra situr heima, því nú eru messuíerðirMagðar mjög niður hjer sem víðar, og þegar svo 61 J ó n: Þetta vissi jeg, maður lifandi. Halla: Setjið ykkur niður, — konurnar geta tylt sjer á reiðtýgin. (Þau setjast). J ó n (tekur brennivínsflösku upp úr vasanum): Er leyfilegt að fá|sjer hressingu? H a 11 a : Ekki meina jeg það. J ón: Ef jeK ekki ætti aðra eins díemalausa konu og jeg á, væri jeg löngu búinn að biðja þín (sýpur). Látið þið pytlana ganga. H a 11 a (við konu Jóns): Maðurinn þinn er í góðu skapi. Kona Jóns (hlær): 1 dag elskar hann alt —dautt oglifandi. 1. b ó n d i: Þakka þjer fyrir mig. J ó n: Je8 gleymi þjer ekki, Arngrímur (rjetiir honum flöskuna). er komið, verður mönnum ósjálfrátt að spyrjn: til hvers eru prestarnir? Ef þeir geta ekki vakið söfnuði sína til einhvers góðs fjelagslífs, safnað þeim saman frekar cn dreifa þeim sundur, þá virðist umhugsunarefni, hvort eigi ætti að breyta eitthvað til frá því sem nú er. Og nokkuð virð ist það hart og ósanngjart, efkirkju- stjórn vor ætlar nú að láta prest okk- ar taka við Skinnastaðaprestakalli í óþökk mikils meiri hluta sóknar- manna. Pólitíkin er ekki nefnd á nafn síð an um kosningar í haust. Illa tókst okkur með þær, að við skyldum ekki geta borið gæfu til að senda heldur Steingrím sýslumann á þing en Bene- dikt, og þó er áreiðanlegt, að Stein- grímur hafði meira fylgi í kjördæm- inu; það, að hann komst eigi að, var aðeins því að kenna, að menn hans sótlu eigi kjörþingin, t. d. hjer í hrepnum sátu 10 kjósendur heima, sem flestir voru mann Steingríms, þar af voru tveir veikir; en menn Benedikts smöluðu öllum sínum mönn- um og jafnvel sagt, að einn hafi ver- ið fluttur veikur á kjörfund. En svo er hitt þó betra, að þó okkur Norð- ur-Þingeyingum tækist svona illa með þingkosninguna, þá hafa þó kosn- ingarnar yfirleitt tekist mjög vel, og ekki er hægt að neita því, að heil- brigð stjórnmálaskoðun er að ryðja sjer til rúms áftur og þjóðin að sjá betur, hvað hún á að gera. Flestir „Sjálfstæðis“menn eru kosnir með mjög litlum atkvæðamun — hef eigi heyrt um atkvæði Skúla og Þorleifs — en margir Heimastjórnarmenn með mjög miklum meiri hluta. Hús handa lækninum okkar eru hjeraðsbúar nýbúnir að byggja. Það er lítið timburhús með steyptum kjallara, einly.ft og kvistur á því. Læknirinn er nú fluttur í það og geðj- ast vel að því, enda er það vel gert, og ósk okkar er það, að hann flytti eigi úr því aftur, því hjeraðsbúar eiga víst engan mann, sem öllum þykir jafn vænt um og Guðmund lækni. Taugaveiki gengur á einum bæ í Kelduhverfinu og er ein kona látin úr henni og fjögur systkinin liggja. Kona þessi hjet Kristjana Kristjáns- dóttir, greind kona og vel látin". Ilvorkl Ólafur Björnsson ritstj., nje M. Stepliensen verslunarm. Guðm. landlæknir þakkar Ólafi Björnssyni fyrir uppá- stunguna um að gefa heilsuhælinu á Vífilsstöðum afmælisdagsgjafir. Ólafur vill ekki eiga þann heiður og segir verslunarmann M. Stephen- sen betur að honum kominn; hann sje maðurinn. Litlu máli skiftir þetta að vísu, en hvorugum þessara manna vil jeg eigna þann heiður, að vera fyrsti hvata- maður þess, að farið er að gefa heilsuhælinu afmælisgjafir, Fyrsti hvatamaðurinn er sá, sem fyrstur gaf. Og fyrsta afmælisgjöfin 62 Arngrímur: Blóðið kólnar með aldrinum, og þá er gott að hafa hitann úr flöskunni (sýpur). Halla (rjettir Jóni hákarlinn): Gjörðu svo vel. Jón: Jeg fæ vatn í munninn, blessuð vertu (tekur hníf upp ur vasa sínum og sker vaenan bita). Hvítur eins og mjólk — og ilmandi. Jeg segi að hákarl og brennivín sje það besta, sem guð hefur skapað — næst á eftir konunum. (Bændurnir staupa sig og gæða sjer á hákarlinum). Halla (gefur telpunum kandísmola): Hafa litlu táturnar farið á rjett fyrri? Bóndakonan: Nei, þetta er í fyrsta skifti. Jeg lofaði þeim í vor, ef þær yrðu duglegar í sumar, skyldu þær fá að fara á rjett, og þær hafa unnið til þess, litlu skinnin. Það er ótrúlegt hvað þær geta gjört mikið gagn, ekki eldri. H a 11 a: Þið sáuð seinasta hópinn — hann var stór. 63 Kona Jóns: Já, hann var stór. Jón: Mórauði forustusauðurinn minn var fremstur í hópnum. Hann er annars ekki vanur, að láta taka sig, fyr en í síðustu göngu, nema þegar hann veit á ilt veður. 1. b ó n d i: Það væri ekki að undra, þó veturinn gengi snemma í garð, eftir þetta inndælis sumar. 2. b ó n d i: Guð veit hvernig heimturnar verða. Þið mumð eftir kuldakastinu, sem kom 1 vor, þegar búið var að reka á fjall. Jeg er hræddur um eitthvað af lömbun- um hafi króknað. 1. bóndi: Og svo eru bölvaðir refirnir. Jón: Hvað eru refirnir á við mennina — bæði suma í sveitinni og þá, sem búa uppi á fjöllum. 2. b ó n d i: Jeg held enginn búi uppi á fjöllum, að minsta kosti ekki hjer um slóðir. 64 J ó n: Svo það heldurðu. Jeg skal segja þjer, karl minn, að það eru til fleiri útilegu- menn en þig grunar. Jeg kenni það eingöngu hegningarlögunum. Væri jeg yfirvald, ljeti jeg vægðarlaust hengja alla þjófa. 2. bó n d i: Þá er jeg annarar skoðunar. Það er að gjöra skepnunum of hátt undir höfði, að dæma mann í æfilangt fangelsi, þó hann steli tveimur — þremur kindum. Jón: Þú þarft alt af að vera á annari skoðun en aðrir menn. 2. b ó n d i: Ekki veit jeg það. En þeim, sem flýja upp til fjalla, er það neyðarúrræði. Jeg ímynda mjer engir útilegumenn væru til, ef lögin væru vægari. Hvað segir þú, Arngrímur. Arngrímur: Væri hugrenningum hegnt, fyltust tjöllin af útilegumönnum, H alla: Það er of bjart til að tala um þjófa 65 (víð jón). Getur þú ekki sagt okkur eitt- hvað skemtilegt. Kona Jóns: Segðu frá kálfinum okkar. Jó n (hlær) i Já, þegar hann sá sólina í fyrsta sinní á æfinni, datt hann á rassinn af undrun. (Aines kemur slompaður inn). Þarna kemUl' maður, sem kann að segja sögur. A r n e s: Sælt veri fólkið. Þið viljið heyra sögu. Viljið þið koma í hnffakaup (tekur hníf upp úr vasanum). Þið skulið fá að sjá hlýrana. Jón: Hver heldurðu vilji koma í hnífakaup við þig. Sestu niður. Þú skalt fá í staupinu, ef þú segir okkur sögu — en hún verður að vera mergjuð. A r n e s: Rjettu mjer pelann (sýpur). Jeg gæti sagt ykkur draugasögur, svo ykkur rynni kalt vatn milli skinns og hörunds. En þær eru bestar í rökkrinu. Blessaðar stúlkurnar verða ekki eins styggar við

x

Lögrétta

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögrétta
https://timarit.is/publication/196

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.