Lögrétta

Tölublað

Lögrétta - 31.01.1912, Blaðsíða 2

Lögrétta - 31.01.1912, Blaðsíða 2
22 L0GRJETTA. Aukakosningar í Englandi. Það hafa nýlega farið fram fjórar aukakosningar i Englandi, og hefur stjórnarflokkurinn orðið undir í þeim öllum, en íhaldsmenn, eða »Unionistar«, unnið. Og atkvæðatalan bendir á, að þeim flokki sje að aukast fylgi. En Engleudingar taka jafnan mikið mark á aukakosning- um. Eftir þessar kosningar hafa ihaldsmenn 276 sæti í neðri málstof- unni, en stjórnarflokkurinn 266, írar 82 og Verkmannaflokkurinn 42. íhaldsmenn eru farnir að vænta sigurs við næstu kosningar. Myndin, sem hjer fylgir, er úr einu af blöðum þeirra og á að sýna andlitið á Asquit yfirráðherra, er hann fær fregnir af ósigrunum í kjördæmunum, sem aukakosningar hafa farið fram í. Fyrst er hann undrandi og hugsandi, en svo breytist andlitið eftir þvi sem nýjar og nýjar fregnir koma. Lógrjetta kemur út á hverjum mið vikuclegi og suk þess aukablöð við og v ð, rcinst 60 blöð als á ári, Yerð: 4 kr. árg. á íslandi, erlendis 5 kr. Gjalddagi 1. júlí. forkólfainir gerðu, og síst mun hann að því styðja, að b'ásið verði upp sama ófriðarbálið aftur. Miklu nær liggur nú, að taka tillit til stjórnarskrárbreytingarinnar; og ekki er ósennilegt, að ráðherra sje meðal þeirra manna, sem ekki eru ánægðir með frumv., eins og fyrir ligg- ur. 5 af forkólfum „sjálfst “manna (og einn bóndi) á þinginu í fyrra — þar með faðir landplágunnar — vildu ekki framgang þess þá, og er því þessi ákafi blaðsins fyrir frv óbreyttu nú nokkuð tortryggilegur, eða álíka einlægnislegur og margt fleira þar. Eina vonin óaldarmanna er nú það, að gífurleg útfærsla kosningarrjettar- ins muni auka svo vanþekkinguna meðal kjósenda (fjölga þekkingar- lausum kjósendum og hæfilegum til æsingaáhrifa), að flokkur þeirra kynni fyrir það að komast aftur til valda, til að mata krókinn á landsins kostnað. . . . Borgfirðingur. * * * Athugasemd. Lögr. hefur litið á skriftir »Sjálfst.«manna í blöðin um konungkjörið, sem í hönd fer, eins og fjarstæðuhjal, sem hvorki sjálfum þeim, sein rita, nje öðrum hafi nokkru sinni getað til hugar komið, að nokk- urt tillit yrði tekið til.— Að ætlast til þess að konungur noti vald sitt til þess að skipa 6 þingmenn þannig, að hann geri fyrst og fremst þá kröfu til þeirra, að þeir sjeu skilnaðarmenn, eða vilji ala á úlfúð og sundurlyndi við Dani, það virðist vera fjarstæða, sem engri átt geti náð. En þetta er þó tillagan eða óskin, sem fram hefur verið sett um þetta í blöðum »Sjálfst. «manna, þótt hún sje reyndar orðuð þar nokkuð á ann- an hátt, Og þetta á að gera til þess að lappa upp á þingflokk, sem ekki hefur meira traust en það hjá þjóð- inni, að hann, við nýafstaðnar kosn- ingar, náði einum 7 þingsætum af 34. Því fleiri en 7 voru þeir ekki, sem þingkosningu náðu í haust upp á það, að bjóða sig fram sem »Sjálfst«- menn. Lögr. telur víst, að höf. ísafoldar- greinarinnar hafi aldrei til þess ætl- ast, að litið yrði á greinina öðruvísi en eins og leiklist í því að búa til fjarstæður. jjélu-ljjálmarssaga. Efni til hennar hefur safnað Símon Dalaskdld. Ritað hefur og aukið Bryniólfur Jónsson frá Minna-Núpi. Eyrarbakka 1911. Bólu-Hjálmar er langmerkastur allra alþýðuskálda, sem uppi hafa verið hjer á landi. Þrátt fyrir mentunar- skort og mjög erfið æfikjör, kvað hann Ijóð af Ijóði, og þau mörg svo máttug og skýr, að aldrei munu firn- ast meðan íslensk tunga er töluð. Hann var sannkallað kraftaskáld. Margir hafa hermt eftir honum, en enginn komist til jafns við hann í þeirri kvæðagerð, sem hann lagði stund á. Nú hefur Símon Dalaskáld safnað í eitt öllum þeim sögum, sem fara af Hjálmari; er þessi Bólu Hjálmarssaga einkar fróðleg og skemtileg bók. Því er ekki að leyna, að Símon er víða barnalegur, en hann er aldrei leiðinlegur. Hver, sem byrjar á bók- inni, mun lesa hana út Sumstaðar í bókinni missir maður alveg af Sí- moni, en þá tekur við sá maðurinn, sem einna best skrifar á íslensku, þeirra manna, sem nú eru uppi, gamli Brynjólfur frá Minna-Núpi. I sögunni eru fjöldamargir kviðl- ingar eftir Bólu-Hjálmar, sem ekki standa í prentaða Ijóðasafninu, því sem Hannes Hafstein sá um. Þar eru lika margar vísur eftir önnur alþýðuskáld, t. d. Níels skálda og Símon sjálfan. Vísan: „Hjer liggur Daði sem hundur í mó" o. s. frv., er þó ekki eftir Níels, heldur Pál Ólafsson. Aftan til í bókinni eru mörg erfiljóð um Hjálmar eftir ýms skald. Þessi bók mun eflaust ná mikilli alþýðuhylli. Bókin er 208 blaðsíður og kostar 1 kr. 50 aur. Eb. „Grull" Einars Hjörloifisson»i-. Það er margreyndur sannleiki, að því meiri mætur, sem maður fær á einhverjum hlut, því meira er honum um það hugað, að aðrir menn, og það sem flestir, líti á hann sömu augum. Svipuð tilfinning kemur mjer til að fara að skrifa ritdóm um »Gull« Ein- ars Hjörleifssonar. Jeg veit vel, að það liggur fyrir utan verkahring minn, að dæma um skáldskaparrit, en svo mikillar ánægju hef jeg notið af lestri þessarar skaldsögu, að mjer þykir mjög vænt um hana, vænna jafnvel en um flest annað af því tægi, sem jeg hef lesið á íslensku. Hið sama langaði mig til að yrði um fleirí. En þar sem slíkt er ómögulegt án þess að lesa bókina, og mjer leikur grunur á, að hún hafi, enn sem komið er, verið minna lesin en hún á skilið, er það tilgangur minn með línum þessum, að reyna með þeim að ýta undir menn að lesa hana. Því að geri menn það, þykist jeg sannfærðurum.að hitt komi á eftir, sem jeg vildi, að menn fái mætur á skáldsögunni og höfundur hennar fái þær þakkir allra góðra, lesandi og hugsandi manna, sem mjer finst hann eiga skilið fyrir jafngóða gjöf. Mjer var það mikið ánægjuefni, er jeg heyrði, að von væri á fram- haldi skáldsögunnar »Ofurefli« eftir sama höfund. Að vísu hafði jeg les- ið þá sögu með mikilli ánægju, en þó ekki óblandinni. Mjer fanst höf- undinum hafa orðið það á, að leggja of snemma frá sjer pennann. Mjer fanst jeg eiga heimtingu á, að heyra meira um sumar af persónum sög- unnar, sem jeg hafði tekið ástfóstri við, meðan á lestri hennar stóð. Svo kom hið eftirþráða framhald sögunnar—eða rjettara sagt: hin nýja skáldsaga; því að þótt »Gull« að einu leyti geti talist framhald »Of- ureflis», er hún þó að hinu leytinu ný skáldsaga, heild út af fyrir sig, sem menn geta lesið með ánægju, eins þótt þeir hafi aldrei lesið »Of- urefli«. En fyrir mjer var hún samt fyrst og fremst framhald á »Ofur- efli, og þannig las jeg hana líka. Jeg gekk að lestri hinnar nýju sögu með persónurnar úr „Ofurefli" í huganum — og jafnframt með þær kröfur, sem mjer hafði fundist „Ofurefli" ekki fullnægja. Jeg hafði gert mjer í hugarlund, að þar sem „Gull" er, fengi jeg hið þráða fram- hald á baráttusögu sjera Þorvalds Gunnarssonar, sem jeg sjerstaklega hafði orðið hugfanginn af. En í stað þess færir „Gull" mjer áfram- hald af sögu þeirrar af persónunum í „Ofurefli", sem mjer hafði þótt einna ógeðslegust, ribbaldans samviskulausa Þorbjarnar kaupmanns Ólafssonar. Þetta voru mjer vonbrigði fyrst í stað, — en ekki heldur nema fyrst í stað. Því lengur sem jeg las, þess ánægjulegri varð mjer lesturinn. Og þegar jeg hafði lesið síðustu blað- síðuna, fanst mjer ekki hægt að velja sögunni sannara heiti, en það sem á titilblaðinu var letrað. Þar stóð „Gull“ — og mjer fanst sagan bera nafnið með rjettul Og sama finst mjer enn. „Gull" er gull af skáldsögu. Jeg skal ekki fara að rekja gang skáld- sögunnar, því að svo eðiilega sem rás viðburðanna er þar fyrirkomið og svo „spennandi" sem sagan er, þá er þó hvorugt þetta það, sem fyrst og fremst ákveður skáldskapargildi hennar. Þetta gerir þar á móti öll meðferðin á efninu, hinar lifandi myndir, sem þar eru dregnar upp af meistarahendi, hinar ágætu hugsanir, sem þar verða á vegi lesandans, hinar fögru hugsjónir, sem þar bregð- ur fyrir. Hjer eru bæði myndir úr náttúr- unni og úr mannlífinu. Sagan gerist öll hjer í höfuðstaðn- um. Við Reykvíkingar ættum best að geta borið um það, hversu vel höfundinum hefur tekist að lýsa um- gerð bæjarins okkar. Hjer er lýs- ingin: „Á björtum sumardegi eins og þeim, sem nú skal sagt frá, er alt blátt, öll hin mikla umgjörð Reykjavíkur blá, himininn blár, hafið blátt, fjöllin blá — alt hjúpað blárri töfraskikkju — ekki einlitri samt — skikkju með óteljandi litbrigðum, alt frá dökkbláma suðurfjallanna, sem stundum er nærri því sorti, upp í ljósbláma lognrákanna, sem er nærri því hvítur— alt blátt, blátt, yndislega ogundarlega blátt". Eða þá lýsingin á kveldhimninum okkar hjerna vestur af Akrafjalli, þegar sólin er að setj- ast: „Hátt upp á vesturloftinu voru eldrauð ský, eins og einhverjar himn- eskar æfintýra-eyjar í blágrænu loft- hafinu. En niðri við sjóndeildar- hringinn var loftið orðið að gulli. Ög sjórinn var orðinn að gulli og húsaþökin voru orðin að gulli. Og jafnvel reykjarmekkirnir upp úr strompunum voru orðnir að skíru gulli". Fleiri dæmi mætti tilfæra úr bókinni, en þetta nægir, til þess að sýna oss auga höfundarins fyrir nátt- úrufegurðinni, eins og við Reykvík- ingar eigum svo oft kost á að dáðst að henni. Og þó finst mjer enn rnein vert um myndirnnr úr mannlífinu, sem „Gull" hefur að geyma í svo ríkum mæli. Þær eru ekki allar jafn fagr- ai; en svo er ekki heldur í lífinu, eins og það bærist umhverfis oss. Sumar af þessum myndum eru svo ógeðslegar, að manni verður að ef- ast um, hvort þær gcti verið sannar, aðrar aftur svo yndislegar, að erfitt verður að gleyma þeim. En hand- bragðið er hið sama á hvorutveggju myndunum, Það fær ekki dulist, að höf. þekkir vel sálarlíf mannanna, slfka útsýn sem „Gull" opnar oss inn í það, með öllu því hugarstríði, allri þeirri baráttu, sem þar er háð, með öllum hinum sterku ástríðum og geðshræringum, sem þar bærast inni fyrir, sorg og áhyggjum, sem þar nísta hverja taug, og ekki hvað síst hinni sterku þrá eftir friði sál og samvisku til handa, þessari þrá, sem logar í djúpi hverrar einustu manns- sálar. Atakanlegan vott þessa má sjá, þar sem er prestsekkjan Borg- hildur. Hve er það lifandi og sönn mynd, sem þar er dregin upp, t. d. í þriðja þættinum („Lampinn í glugg- anum'j. Borghildur hlýtur að verða ein af minnisstæðu persónunum í sög- unni. Eða þá myndin af Karli keis- ara, sem Þorbjörn hefur fengið til þess að gera við botnvörpunginn, og ekki vill fara í veisluna, sem Þor- björn heldur skipverjum kvöldið áð- ur en lagt er út á hafið á þeim mann- drápsbolla. Hann hefur ekki skap til að taka þátt í veislunni, því að hann veit alt um ásigkomulag skips- ins, að það er ekki sjófært, en þorir ekki að láta það uppskátt af hræðslu við Þorbjörn, sem hann á svo mikið undir. I stað þess eigrar svo þessi mannaumingi inn á drykkjustofuna og hellir sig fullan, til þess að þagga niður rödd samviskunnar, sem ásak ar hann fyrir að hafa þagað, og tal- ar svo í ölvímunni það, sem hann ekki hafði þorað að taia ódrukkinn. En minnisstæðust verður þó myndin af sjálfum Þorbirni kaupmanni, enda kemur hann langmest við söguna. Svo ógeðslegur sem maðurinn er, þá er það eins og höf. þrýsti lesendun- um til að fylgja honum með hinni mestu athygli, frá þeirri stundu, er hann tekur gullsóttina og þangað til alt er farið um koll fyrir honum og ekkert eftir, nema að deyja. Það er að vísu orðið lítið eftir af sterka ribbaldamenninu, þar sem hann skelf- ur og titrar í rúminu sínu óveðurs- nóttina miklu, þegar botnvörpungur inn ferst, — þegar honum alt í einu heyrist vera þrammað þungt á stíg- vjelum í herberginu og vatnið leka niður úr hinum ósýnilegu gestum. Hann þorir ekki að breiða upp yfir höfuð nje snúa sjer við í rúminu; hann reynir að biðjast fyrir, cn get- ur það ekki; hugurinn er lamaður af æsingunni. Og þó er hans innri maður að mestu óbreyttur, — sjálfs- elskan sterkasta taugin í lífi hans alt til hins síðasta. Átakanlegt dæmi þess er óskin, sem hrýtur honum af munni í banalegunni, er hann heyrir um veikindi Sigurlaugar. Hún, sem Þorbjörn hafði farið verst með um dagana, hafði tekið að sjer að hjúkra honum í banalegunni, en sýkst sjálf hastarlega. „Haldið þjer ekki, að að hún deyi bráðum?" spyr Þorbjörn. Hann hefur hugboð um, að svo fari, og honum er hugfró ef hún skyldi deyja líka. Hvers vegna? „Óneit- anlega væri munur á því, eða fara það einn!" eru orðin, sem ofurmagn sjálfselskunnar leggur honum á varir. Honum finst dauðinn ekki eins kvíð- vænlegur, ef hún, sem hann elskar, mætti verða honum samferða yfirum! Eins og jeg tók fram, hafði jeg, áður en jeg kyntist «Gulli«, búist við að fá þar áframhald af baráttusögu síra Þorvalds Gunnarssonar. Sú von mín rættist ekki. Síra Þorvaldur kemur yfir höfuð lítið við sögu þessa beinlínis fyr en í síðustu þátt- um hennar. Að vísu má segja, að maður eins og heyri fótatak hans við og við fyrir utan leiksviðið. En inn á það kemur hann sama sem ekki fyr en líður að sögulokum. Þá er það hann, sem flytur Borghildi hugg- unina í raunum heiinar og hugar- stríði eftir að sonurinn hennar er far- inn í sjóinn, og það er hann, sem verður til þess að Ijetta Þorbirni hinsta striðið og veita honurn nábjarg- irnar. Þannig verður »Gu!l« þó að síð- ustu til þess að bæta nijer upp það, sem mjer fanst á bresta í »Ofurefli«; jeg fæ þar, í stað frambaldsins á baráttusögu sjera Þorvaldar, sigur- sögu hans.. Því að stórfeldari sigur gat síra Þorvaldur ekki unnið en þann, sem hann er látinn vinna hjer, marg- falt dýrðlegri en þótt hann hefði fengið öll atkvæði með sjer á safn- aðarfundinum sæla, er Þorbirni tókst að bola honum burt frá dómkirkju- embættinu. Fra sjera Þorvaldi kemur Þorbirni að lokum hjálpin til að öðlast „gullið!" Trúað gæti jeg því, að einhverj- um þætti nokkuð veigalítill kristin- dómurinn, sem sjera Þorvaldur hefur fram að bera, þar sem hann í »Guili« er að tala við þau Borghildi og Þor- björn, hvort í sínu lagi. En þess er vel að minnast, að »Gull« er ekki nein kenslubók í kristnum fræðum og gerir ekki neitt tilkall í þá átt. Því er síst að neita, að það er býsna nýstárleg hugsun, sem haldið er fram í »æfintýrinu«, sem síra Þor- valdur notar, til þess að lægja ang- istaröldurnar í brjósti Borghildar, er risið hafa þar út af dauða sonarins. En hvort sem manni líkar betur eða ver, verða skáldin að hafa kenning- arfrelsi,— endatakaþau sjer það áreið- anlega, hvað sem hver segir, þegar þeim býður svo við að horfa. Óg æfintýrið sjálft er gullfagurt. Eins og sjera Þorvaldur er látinn útskýra sjcr- stakiega þessa nýstárlegu hugsun, að guð »sje líka í syndinni«, verður ástæðan til að hneykslast á því næsta lítil. »Jeg trúi því«, segir hann, »að af einhverjum orsökum, sem við skiljum ekki nema að mjög litlu leyti, kom- ist guð ekki aðra leið í mönnunum en gegnum þrengingar, sem allar eru annaðhvort synd eða afleiðingar henn- ar. Jeg get ekki gert mjer neina aðra aðalgrein tilverunnar en þessa. Og hún fullnægir mjer. Hún sættir mig við alt. Hún gerir mig óhrædd- an við alt. Hún knýr mig til þess að fyrirgefa alt«. Vera rná, að þessi útskýring full- nægi ekki öllum, sem »Guli« lesa. En ekki er þess að dyijast, að hjer er um vandaspurning að ræða, sem á það skilið, að um liana sje hugsað. Og þá »trúin á Sigur!augu!« Jeg geri ráð fyrir, að slík trú reynist flestum haldlítil í hinsta stríðinu En Þorbirni Ólafssyni er stoð í henni — og mjer finst jeg skilja það eftir alt, sem á undan er gengið. Hefði höf. látið Þorbjörn enda með iðrun og afturhvarfi, eins og það er kirkju- lega skoða, hefði mjer veitt eifittað taka það sem gilda og góða vöru; það hefði komið svo afarilla heim við alla lyndiseinkunn Þorbjarnar Ólafs- sonar eins og hún hefur mótast í höndum höfundarins. En fyrir höf. hefur hitt verið það meginatriði, sem alt stefnir að, að sýna, hvernig Þorbjörn öðlast það »gull«, sem eitt er í sannleika eftir- sóknarvert, og hvar þess yfir höfuð er að leita. -----»Og þau fundu bæði, að í sól sálarfriðarins verður alt að gulli — líka reykjarsvæla mannlífsins . . . . Og að alt annað gull er mannssál- inni fánýtt til frambúðar«. J. H. Ilerman llang dáinn. Sim- að er frá Khöfn í gærkvöld, að danski rithöfundurinn Herman Bang sje dáinn úr blóðláti á upp- lestrarferð í Ameríku. H. B. var hálfsextuður, fæddur 1857. Hann vaið ungur rithöf- undur og blaðamaður, hefur skrif- að fjölda skáldsagna, auk ýmis- legs annars, og einnig fengist mjög við tilsögn á leikhúsum. Heilsu- litill hafði hann verið alllengi.

x

Lögrétta

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögrétta
https://timarit.is/publication/196

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.