Lögrétta

Tölublað

Lögrétta - 21.02.1912, Blaðsíða 2

Lögrétta - 21.02.1912, Blaðsíða 2
34 L0GRJETTA Lðgrjetta kemur út á hverjun mið- vikudegi og auk þess aukablöð við og v ö, minst 60 blöö als á ári. Verö: 4 kr. árg. á fslandi, erlendis 5 kr. Gjalddagi 1. júlí. £Sg 16. tióvember 1997 um metramæli og vog. (Stjórnarlíðindi A. 1907, blS. 19S). I. Á miðöldum var latínan al- heimsmál; allir mentaðir menn töluðuogskrifuðu latínu reiprenn- andi; þá var nóg að kunna tvö mál, móðurmál sitt og latínu. Flestir þeir, sem íengust við bóka- gerð, skrifuðu á latínu, mátu hana fram yfir móðurmál sitt; allir mentamenn slettu líka sífelt lat- ínunni í hversdagstali sínu, eins og mentamenn hjer sletta nú dönskunni; ef þeir báru við að skrifa eitthvað á móðurmáli sínu, þá var það oftast mjög latínu- skotið. Afþessu bjöguðust tungu- mál frændþjóða vorra og urðu öll latinublandin og síðar grísku- blandin. 1 þá daga voru klerk- arnir manna mentaðastir. En »meginþorri klerkalýðsins erlend- is var annaðhvort útlendur eða runninn upp af lægri stjettum«; »lderkastjettin teygði ræturnar til Rómaborgar«, »kirkjan skifti sjer ekki af þjóðlegum málum nema til eigin hagsmuna«. »Hjer á Is- landi var alt öðru máli að gegna framan af«; »þeir höfðingjar, sem verið höfðu mestir framkvæmda- menn í stjórn landsins, tóku sjálf- ir að sjer kirkjustjórnina, lærðu latínu, rit, söng«; »goðarnir urðu að prestum, og hofin að kirkj- um«; »þeir fyrirlitu ekki þá þjóð og það land, sem þeir voru í«; »Þó þeir kynnu laíínu, þá fyrir- litu þeir ekki móðurmálið, en rit- uðu sína eigin tungu og voru í því fremri öllum öðrum kristn- um þjóðum í Europu®1). Þannig urðu til hinar heims- frægu gullaldarbókmentir íslend- inga2). Þannig vjek því við, að íslenskan ein allra germanskra mála komst með heilu og höldnu út úr miðaldamyrkrinu. Nú eru frændþjóðir okkar í óða önn að tína latnesku orðin úr málum sínum, fleygja þeim; eru Þjóðverjar ötulastir. Nú vak- ir það fyrir mönnum að hver þjóð eigi að hreinsa, fegra og bæta móðurmál sitt; eigi síðan að taka upp nýtt mál, alheims- mál, sem allar þjóðir læri, ein- falt og auðlært; þurfi þá enginn að kunna nema tvö mál, móður- mál sitt og alheimsmálið. Nýja málið »Esperanto« ryður sjer óð- fluga til rúms; er sumstaðar farið að kenna það i skólum, og alls ekki óhugsandi, að það verði að alheimsmáli. Hvað gerum við íslendingar? Fetum við í fótspor frægra feðra vorra, eða erum við ættlerar? Lögin um metramæli og vog eru ekki góðs viti — þau eru eins og svartur blettur á tungunni, ef svo mætti segja. II. Þessi lög voru sett á Alþingi 1907. Menn greindi á um heitin. Sumir vildu halda útlendu heit- unum, sem tíðkast í öðrum mál- um. I þeim málum stinga þau ekki i stúf þessi grisk-latnesku heiti, því að þar er svo mikið fyrir af líku tægi; í íslenskunni stinga þau í stúf, því hennar faldur hefur verið svo miklu hreinni. Þess vegna vildu fáeinir þingmenn finna íslensk heiti í stað þeirra útlendu. En metramenn- irnir urðu yfirsterkari. Stiku- mennirnir fengu því einu til leið- ar komið, að sett var í lögin þetta ákvæði: »Stjórnarráð íslands get- 1) Allar þessar setningar eru teknar úr Landfræðissögu Þorvaldar Thoroddsen, en það er ein sú ágætasta fræðibók, sem rituð hefur verið á íslenska tungu. 2) f þeim er mjög fátt af erlendum orðum, tiltölulega, sbr. F. Fischer: Die Lehnwörter des Altwestnordischen, Berlin 1909. ur ákveðið hver íslensk heiti megi nota jafnhliða útlendu heiiunume. Það er oft ekki hlaupið að því, að finna hentug heiti á nýjum hlutum eða hugrenningum. Þetta laganýmæli kom mönnum á óvart; það var stjórnarfrumvarp; fáir höfðu hugsað um það; þeim vafð- ist tunga um tönn í svipinn; þeir stungu upp á hinu og þessu, en urðu ekki sammála; metramönn- unum var skemt — og móður- málið var skemt. Hjer var oger um tvo vegi að ræða: velja hverri stærð í tuga- málinu sjerstakt nafn, eða kom- ast af með sjerstök heiti á frum- einingunum og finna síðan íslensk forskeyti í stað þeirra grísku og latnesku. Stjórnarráðið fór fyrri leiðina (Björn Jónsson, sem þá var ráð- herra). I »Auglýsingu um tuga- mæli og vog« 30. des. 1909 (Stjórn- artiðindi B, bls. 204 —1909) er hverri stærð í tugamálinu gefið íslenskt nafn, og þau nöfn er nú heimilt að nota l stað útlendu orð- anna. Á síðari leiðina er lagt í grein, sem birt var í »Þjóðólfi« 16. des. 1911. Hjer er nú stuttur samanburð- ur, fremst útlendu heitin, þá ís- lensku heitin, sem heimiluð eru í auglýsingu stjórnarráðsins, og siðast þau heiti, sem farið er með í Þjóðólfs-greininni: Lengdarmál: mílímetri rönd smástika sentímetri, skor, lágstika, desimetri, læfð, tístika, metri, stika, stika, dekametri, spölur, tugstika, hektómetri, skeið, hástika, kilómetri, röst, stórstika. Flatarmál: fermetri, ferstika, flatarstika, ari, reitur, hektari, teigur. Rúmmál: teningsmetri, rúmstika, rúmmálsstika, teningsdesímetri, rúmlæfð, rúmmálstístika. mílílítri, Lagarmál seytill, smámælir, sentílítri, spónn, lágmælir, desilítri, bikar, tímælir, lítri, mœlir, mœlir, dekalitri, skjóla, tugmælir, hektólítri, ker, hámælir, kílólítri, áma, stórmælir. mílígram, Þungamál: ögn, smámet, sentígram, þveiti, lágmet, desígram, smámet, tímet, gram, met, met, dekagram, örtog, tugmet, hektógram , hnot, liámet, kílógram, lest, stórmet. Nú er vert að minna á það, að útlendu forskeytin, og eins þau íslensku (í »Þjóðólfs«-greininni) merkja ávalt eitt og hið sama: mílí (smá) = Viooo sentí (lág) — Vioo desí (ti) = 1/10 deka (tug) = 10 hekto (há) == 100 kílo (stór) = 1000. Og þá er líka fljótsjeð, að þessi íslensku forskeyfi eru afarauðlærð af því, að þau standast á, tvö og tvö, smá og stór, iág og há, tl og tug. En þau hafa enga lagaheim- ild á sjer. III. Allur þorri þeirra manna, sem nú eru uppi, hafa ekki lært þessi útlendu nöfn, ekki einn maður af tíu. Það verður erfiður lærdómur. Allur þorri þeirra manna, sem fæðast, lifa og deyja á landi hjer, þurfa aldrei á útlendum málum að halda. íslenskan er þeirra eina mál frá vöggunni til grafar- innar. Ef menn telja hentugast fyrir þjóðina, að fleygja móðurmáli sínu og þjóðerni fvrir borð og semja sig í öllu að siðum annara þjóða, þá er sjálfsagt að moka sem ör- ast inn í málið útlendum orðum. En vilji menn halda trygð við okkar fornu og fögru tungu, þá er þetta lagaboð alvarlegt ihug- unarefni. Jeg held það sje ekki rjett, að fara í felur með þann mikla á- greining, sem nú er á milli manna, um það, hvort veita eigi útlend- um orðum viðstöðulaust inn í málið, eða verja þeim dyrnar. Ýmsir eru móti þessari út- lendu áveitu og jeg er einn í þeim hóp; en hinir eru þó mildu fleiri meðal mentaðra manna núlifandi, sem telja þá nýbreytni saklausa og meira en það, segja hún sje sjálf- sögð og holl. Alþingi og stjórn eru fremur þeim megin, sem stendur. Það var einhver, sem sagði við mig, að stjórnarráðið ætti að lög- heimila islensku lieitin í Þjóðólfs- greininni í stað þeírra, sem Björn Jónsson setti og nú eru lögheimil, en þá kom annar og gat þess til, að allir metramenn myndu and- vígir þeirri breytingu, löggiltu heit- in íslensku væru svo margbrotin, að þau myndi enginn læra, en þessi nýju heiti væri fremur að óttast. Það ersatt; máttur íslensk- unnar er enn svo mikill, að út- lend orð falla jafnan að velli, ef nýtileg íslensk orð eru sett þeim til höfuðs. IV. Umtal mitt i »Þjóðólfi« um metramálið og móðurmálið (sbr. »Þjóðólf« 16. des. og30. des. 1911) hefur orðið fyrir allmiklum mót- byr. Það er eins og það sje ekki vinsælt mál, móðurmálið okkar. Einn var í »Þjóðólfi« á eftir mjer, ólmur í metrana, annar bar þá á höndum sjer í »Lögr.«, þriðji hampaði þeim í »Suðurlandi«. I »Isafold« hefur Björn Jónsson rit- að langt mál móti útlendu heit- unum, og móti því, sem kom frá mjer í »Þjóðlfi«, en með sínum heitum. En við hann vil jeg ekki deila, því að hann hefur jafnan látið sjer manna annast um móðurmálið. »Þjer er ekki til neins að spyrna á móti broddunum«, sagði ein- hver við mig. Og það má satt vera. En jeg veit annan, sem löngum hefur spyrnt í móti öllum þeim broddum, sem móðurmálinu hef- ur staðið mein af. Það er lands- lýðurinn, alþýða manna. Það er henni að þakka, að Islenskan er enn með fullu lífi; hún hefur varðveitt málið, mann fram af manni, öld eftir öld, alt fram á þennan dag; hún heldur enn ó- rjúfandi trygð við það. Mjer barst nýlega brjef frá manni, sem jeg ekkert þekki, bónda lengst norður i Stranda- sýslu. Hann skrifar á þessa leið: »Mig hefur langað mikið til að viðunanleg islensk nöfn á metra- kerfinu kæmu frá ykkur mál- högu mönnunum, en ómögulega getað felt mig við mörg þeirra heita, sem komið hafa fram, þó sum hafi verið sæmilega viðfeld- in og nokkur ágæt, t. d. aðalheit- in, stika, mælir og met. Nú nýskeð leit jeg í »Þjóðólf« hjá nábúa minum og þar sá jeg mjer til mikillar gleði þýðingu yðar á metramálinu. Þó það væri ekki nema brot, fann jeg strax, að annaðhvort væri nú að aðhyllast þetta, eða sleppa alveg að hugsa um íslensku nöfnin, þó það sje og verði neyðarkostur. Það gladdi mig að tugamálið komst á, sem er svo reglubundið og hagkvæmt1), en gleðin dofnaði ftjótt þegar jeg fór að hugsa um þessa fylkingu af útlendum orð- um, sem herjaði á móðurmálið okkar góða, mjúka og rika. Það væri sannarlega vel gert af yður, að fylgja þessu máli til frekari útbreiðslu sem fyrst, því að seint er að byrgja brunninn þegar barnið er dottið ofan í... «. V. Mig hefur lengi langað til að vekja athygli á þvi, að allir bestu 1) Mentamaðurinn ( »Suðurlandi« segir að það sje svo »hagfærilegt (praktiskt)« ! G. B. rithöfundar okkar nú á dögum og þeir, sem mest rita, varast jafnan að nota útlend orð og leggja margir á sig mikið erfiði. I öllum ritum Þorvaldar Thor- oddsen (á íslensku) verða ekki fundin nema örfá útlend orð. Ágúst Bjarnason hefur ritað hverja bókina á fætur annari —um heim- speki, erfiðasta umtalsefni. Hann hefur smíðað sjer urmul orða, en ávalt er mál hans ljóst og lipurt og auðskilið, og aldrei sjest útlent orð utan sviga. Þá er Guðm. Finnbogason, hinn heimspeking- urinn, allra manna vandastur að orðum sínum. Bjarni Sæ- mundsson og Helgi Jónsson rita um dýr og jurtir. Það eru flókn- ar fræðigreinir. En alt vilja þeir hafa á íslensku. Sigfús Einars- son ritar hljómfræði, í fyrsta sinni, alla á íslensku. Dr. Björn Bjarna- son þýðir »Mína aðferð« á ágæta íslensku. Og ekki þarf jeg að nefna jafn kunna menn og B. M. Ólsen, eða Einar Hjörleifsson, eða .... nei, jeg er ekki að telja leng- ur,nefni þessa menn rjett af handa- Sannleikurinn er sá, að tlestir forverðir útlendu orðanna eru mentamenn, sem lítið eða ekk- ert hafa fengist við ritstörf og þess vegna aldrei lagt neina rækt við ipálið. En þeir eru í meiri hluta, þess vegna ráða þeir mála- lyktum á þingi — nema alþýðan sjált taki í taumana. Sunnudaginn í föstuinngang 1912. G. Björnsson. Ferðasaga. Eftir dr. Helga Pjeturss. 12. Það liggur við að mjer falli allur ketill í eld, þegar jeg á tal við Dani um eitthvað íslenskt, sem mjer er áhugamál að menn skilji. Jeg var að tala við tvo kunningja mína danska hjerna um daginn, gáfu- menn mikla og námsmenn og vís- indamenn góða í sinni grein. Verð- ur annar þeirra líklega bráðum há- skólakennari, en hinn hefur annað vísindastarf, og er efnamaður mik- ill og fjesæll, enda Gyðingur í sum- ar kynkvíslir, þó að bláeygur sje. Er jeg altaf að sjá betur og betur hvílíkt Gyðingaland Danmörk er, og það svo mjög, að mjer kemur beinlínis í hug Kanaan. Líka flýt- ur þetta land í mjólk og svína- feiti, og hunang er hjer einnig til, þó að of lítið sje af því hjer í gjaf- bítabúðum. Hafa Gyðingar ekki brotist hjer til landsins og þess gæða með vígum og hryðjuverk- um eins og í Kanaan forðum, held- ur náð yfirráðunum með svo mik- illi lægni, að fæstir Danir vita til fulls hve mjög þeir eru í Gyðinga- klóm. Bæði Mansfeld Búllner heitinn og Waldemar Petersen, sem mest hafa grætt á fákænsku ís- lendinga um kynjalyf, eru niðjar Abrahams, og annars eru flestir þeir kaupmenn, danskir og fleiri, sem verst hafa leikið oss í versl- unarviðskiftum, Gyðingar, eigi að- eins í óeiginlegri merkingu orðsins, eða Gyðingaættar að nokkru leyti. Hver sá, sem vill reyna að átta sig eitthvað á Kaupmannahöfn og ann- ars dönsku þjóðlífi, verður að læra að sjá hvað drjúga þætti Gyðingar eiga hjer, og er það þó ervitt, því að margt af því, sem vjer álítum einmitt einkennilega danskt, er ísra- elsættar, eins og jafnvel danska kok-errið, sem mjer fyrir mitt leyti er svo illa við, að mjer þykir hver sá íslendingur minka sig dálítið, sem reynir að taka það upp í sig. En ekki er því að leyna, að Gyð- ingum mun það vera mikið að þakka, hvað Danir eru framarlega að menningu, líklega fremstir af Norðurlandabúum nú sem stendur, þó að aðrar Norðurlandaþjóðir sjeu mun efnilegri. Hefur maður eins og Georg Brandes átt mikinn þátt í að vitka þjóðina að ýmsu leyti. En ekki hygg jeg, að það sje nor- rænu kyni eindregið til hollustu að blandast Gyðingum, og mætti lík- lega sýna fram á það jafnvel af íslenskri ættfræði, þó að miklu sje minna af Gyðingablóði í íslending- um en öðrum Norðurlandabúum. Söffrin Jensen, sem þið þekkið af Árbókunum og mjer er einna verst við af Dönuin þeim, sem ráðið hafa á íslandi, hygg jeg verið hafi Gyð- ingur. Þó er þetta getgáta ein, og engin vísindi, og vitna jeg hjer í Ara, er hann segir, að hvað sem missagt er í fræðum þessi, þá er að hafa það, er sannara reynist. Jeg hef lesið Ara með mikilli fyrir- höfn, sakir þeirrar fáránlegu staf- setningar, sem er á íslendingabók. Ari fornyrðir mjög, og minnir dá- lítið á Tacitus; hygg jeg að Ara, sem kominn var í karllegg af sjálf- um goðunum, hafi þótt sumt veik- legt í hinum nýja sið, eins og Bolla manni Guðrúnar langömmu hans, og þráð sumt úr forneskju og orð- ið þá dálítið rangsnúinn; en ekki ætti að halda því fram meir en nauðsyn er á, þegar íslendingabók er prentuð, og gera hana með því torlesnari. Eftirtektarvert er að Ara kemur ekki til hugar að nefna Olaf Haraldsson lielgan, lieldur kallar hann Ólaf digra. 13. Jeg hætti við að segja af þessu samtali, sem jeg drap á hjer að framan. Það varð mjer tilefni til danskrar greinar, sem ef til vill kemur einhverstaðar. En það, að verða danskur rithöfundur, er nú raunar miklu erfiðara fyrir þá, sem ekki eru í skapi til að semja lyga- sögur, sem menn á þessum óvitr- ari tímum en áður voru nefna skáldsögur, eða leikrit. Jeg hef spilt mjer nóg á því að lesa skáld- sögur um æfina, þó að jeg geri það ekki ennþá meir með því að reyna að rita slíkt. Það er að vísu góð skemtun oft, að lesa vel til fundnar og laglega sagðar lygasög- ur, en aldrei alveg ósaknæmt. Þær villa okkur sjónir. Og oss ríður svo á þvi, að vita rjett hvað gerð- ist og gerist. Og háskasamlegt er, þegar skáldið er, eins og oft kem- ur fyrir, að reyna að telja lesand- anum trú um, að lygasagan hans sje sönn saga. Jeg er altaf að verða fastari og fastari í fylgi mínu við sannleikann, þó að inig vanti að vísu máttinn, miklu meir en jeg vildi. Mjer virðist skáldsöguritun- in hafa lamað nokkuð hugsunar- aílið, jafnvel hjá þeim, sem skarp- vitrastir era í skálda röð, eins og Herbert Wells eða Anatole France og Arthur Schnitzler. En það virð- ist í fljótu bragði nokkurs konar heimska, að vera að rita islensku fyrir mann, sem er pennafær á önnur mál, þrjú held jeg mjer sje óhætt að segja, og á kunningja í fremstu rithöfunda röð. Hjer kemur mjer í hug, að eitt- hvað af því, sem áður var sagt, kunni að særa sagnaskáld vor, en ekkert er jeg áfram um það, og eiga þau of örðugt í samanburði við ýmsa þá, sem erfitt er að sjá, hvaða gagn vinni. En skáldin vinna því meira gagn sem þau eru sannorðari og, ef jeg má gera svo- lítið að gamni minu, óskáldlegri. Alt er í samhengi, alt hvað öðru háð; og hvað þetta gerir erfitt að ná í sannleikann í listum og skáld- skap, hefur Schopenhauer tekið fram einhverstaðar af nærri ótrú- legum skarpleik, þó að ekki sjáist fyr en betur er að gætt, hversu djúpt hana Iegst á þessum stað, sem jeg á VÍð. (Frh.). Hventrelsisinálíð i Eng* iandi. Yfnraðherra Asquit hafði svarað svo kvenrjettindanefnd, sem send var til hans fyrir skömmu, að í ráðaneytinu væru 11 atkvæði með því, að veita konum kosningarjett, en 9 á móti. Ósamlyndi er sagt út af þessu máli milli þeirra Asquits og Lloyd Georges. L. G. er með kosn- ingarrjetti kvenna, en Asquit móti.

x

Lögrétta

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögrétta
https://timarit.is/publication/196

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.