Lögrétta

Tölublað

Lögrétta - 21.02.1912, Blaðsíða 1

Lögrétta - 21.02.1912, Blaðsíða 1
Afgreiðslu- og innheimtum.: ARINBI. SVEINBJARNARSON. I .ftogavfiK 41. Talsimi 74. Ritstjóri: fORSTEINN GÍSLASON Pingholtsstreti 17. Talsimi 178. M O. Reykjavík 21. febrúar 1Í>1S VII. árjf. Nýjasta stórvirki heimsins. Svo er járnbraut sú kölluð, sem Ameríkumenn hafa nýlega bygt frá Flóridaskaganum og yfir á eyna Key West í Karaíbiska hafinu. Annars er hún alment neínd Amfibium-járnbrautin. Vagnlestirnar renna þar út á stórar gufuferjur, sem ílytja þær yfir til Havanna á Kúbu. Járnbraut þessi er um 35 enskar milur á lengd og lögð yfir haf. Milli Ivey West og Flórída er röð aí kórallarifjum og eru þau stöpl- arnir undir brautinni. Alls eru þau 47. En milli þeirra er ýmist fylt upp, eða þá bygðar brýr, og þar á er lögð undirstaða járnbraut- arinnar. Lengsta brúin er 2*/a ensk mila. Dýpt hafsins undir braut- inni er mjög mismunandi, minst 1 íet, en mest 40 fet. Fyrirtækið hefur verið mjög dýrt, sumir segja um 150 þús kr. á hverja enska mílu til jafnaðar. Brautin var hátíðlega vigð í janúar í vetur, og var Taft forseti þar við staddur. Hjer á myndinni sjest: 1. brautarlestin á ferð til Key West; 2. lengsta brúin; 3. uppfylling; 4. brautarferjan. Stór útsala. # Allskonar vefnaðarvara verður seld með afar- ^ ^ lágu verði. Einnig f ntnaöiii*, slíó- fatnadnr, hálslíu o. fl. ^ ® ÍO—40°/o Jiísílút tm*. ® ^ Areiðanlega bezla úlsöluverð i bœnum. ^ © § Nturla .lóii.sson. ^ Luugaveg 1. ^ a. o. o. f. 932239. Þjóðmenjasafnið opið sunnud., þriðjud. og fimtud. kl. 12—2. Lækning ók. f læknask. þrd. og fsd. 12—i. Tannlækning ók. (í Pólthússtr. 14) 1. og 3. md. í mán. 11—1. Landakotsspftali opinn f. sjúkravitj. io'/» —12 og 4—5. íslands banki opinn 10—21/. og 5V» 7- Landsbankinn io1/.—21/.. Bnksti. við 12 1. Lagadeild háskolans ók. leiðbeimng 1. og 3. ld. f mán. 7—8 e. m. Landsbókasafnið opið hv. virkan dag kl. 12—3 og 5—8. Heilsuhælið opið til heimsokna 12—1. Lárus Fjeldsted, YflrrJettarmiUf»rslumsður. Lækjargata 2. Heima kl. 1 1-12 og 4-5. cFunóur í „Gbram" verður haldinn í Goodtemplara- húsinu næstk. laugardagskvöld (24. fehr.) kl. 8^/2 e. h. Mikilsvar ðandi flokksmál. Áríðandi að sem flestir fjelags- menn mæti. Kínabyltingin. Simað er frá Khöfn 16. þ. m.: »Kínakeisari hefur nú opinber- lega afsalað sjer völdum og Sun- Yat-Sen hetur dregið sig i hlje. Þjóðfundur hefur kjörið Juan-Shi- Kai forseta og krafist jafnframt að Nanking verði framvegis höf- uðstaður ríkisins«. Á undan þessu höfðu gengið mildar viðsjár, með því að ætt- menn keisarans ýmsir voru mjög á móti valdaafsalinu. Juan-Shi- Kai þykir í öllu þessu þjarki hafa komið fram sem afburða samn- ingamaður. Nanking er gamall höfuðstað- ur Kínaveldis. Peking varð það eigi íyr en í lok 14. aldar. Ráðaneytaskijti í jloregi. Símað er frá Khöfn 16. þ. m.: »Konowsráðaneytið fallið. Bratlie falið að mynda nýtt ráðaneyti«. Bratlie. Bratlie er foringi hægrimanna. Siðustu útlend blöð geia um ræðu, sem Konow flutti nýlega i þing- inu og vakti kur gegn honum. Hann talaði þar málþjarksmönn- um í vil, en um »málþjarkið« er nú hiti mikill, eins og oft áður. Þetta hefur að líkindum flý-tt fyrir falli hans. llermálaráðlieTTð Breta í Bopiín. Símað er frá Khöfn 16. þ. m., að Haldane, herniálaráð- herra Breta, sje í mjög mikilvægri stjórnmálasendiför í Berlín og, að mjög sje talað um samdrátt milíi Breta og Þjóðverja út af þessu. Herman Bang. Fregnin um lát hans hefur áð- ur borist með símskeyti Hann andaðist í bænum Ogden í Utah i Bandaríkjunum 29. janúar. Charles Dickens. Hinn heimsfrægi enski skáld- sagnahöfundur C. Dickens átti 100 ára afmæli 7. þ. m. og var þess auðvitað minst með mikilli við- höfn. Helstu sögur hans, svo sem »Pickwick Klubburinn«, »David Copperfield« og »OIiver T\vist« eru þektar um allan hinn mentaða heim. Af þessum stærri sögum hans er að eins »01iver Twist« þýdd á íslensku og er sú saga ein af þeim bókum, sem Lögr. hefur útbýtt meðal kaupenda sinna. Aðalfuudur íifjelaitsiui við Faxaflóa var haldinn 30. f. m. Fundarstjóri var prófessor Eiríkur Briem. Formaður fjelagsins, Tr. Gunn- arsson, skýrði frá störfum fjelags- ins. Það hafði selt næstl. ár (1911): Kjöt 156,000 pd., rjúpur og aðr- ir fuglar 1550, lax og silungur 5800 pd., heilagfiski 6900 pd , isa 30,000 pd., 15,300 pd., ís 400 smá- lestir. Þess utan var fryst og geymd síld, fyrir aðra, fyrir 3000 kr. Tekjur fjelagsins á árinu voru 19,500 kr, en útgjöldin 13,500, svo ágóðinn varð 6000 kr., og þar af leiðandi var samþykt að greiða hluthöfum 20°/o af inneign þeirra. — í fyrra var greitt 15%. — Fje- lagið á stóran varasjóð og hús- eignir skuldlausar. Upphaflega var ísfjelagið stofu- að árið 1894 til að frysta og geyma sild til fiskheitu, en síðan eru bygð tvö önnur íshús í Beykja- vík í sama tilgangi. Fjelagið fryst- i ir því minna af síld en áður, fyrir eiginn reikning,enmeira fyrir aðra. Fftir lögum fjelagsins gekk konsúll Jes Zimsen úr stjórninni, en var endurkosinn, og sömu- leiðis voru tveir endurskoðunar- menn endurkosnir. Þótt hlutabrjef fjelagsmanna sjeu arðsöm eign, má telja ekki minna vert það hagræði, sem bæj- arbúar hafa af íshúsinu. Þar geta þeir fengið nýtt kjöt allan vetur- inn, og þar fá útgerðarmenn skip- anna sildarbeitu yfir útgerðartím- ann, þangað til nýja síldin fer að veiðast á vorin, svo ekki er hægt að meta til verðs þann aflaauka, sem fæst fyrir síldarbeituna. Ábyrg ðarfjelaif þilskipa við Faxaíióa hjelt aðalfund 6. þ. m. Formaður fjelagsins, Tr. Gunnarsson, skýrði frá liag fje- lagsins næstliðið ár (1911). í á- byrgð fjelagsins eru 41 þilskip, virt á 722,000 kr., en vátrygð fyrir 530.700 kr., þvi eigendur hafa í sjálfsábyrgð lU skipanna eftir lög- um fjelagsins. Tekjur fjelagsins voru yfir árið 20.700 kr., en þar af gengu 7300 kr. til Samábyrgðarinnar, er tekið hafði að sjer endurtrygging á helming skipanna gegn algerðu skiptapi. Árið 1911 var happaár fyrir fjelagið, enginn algerður skiptapi varð, en smáskemdir urðu á 6 sldpum, sem var bætt fyrir með 2950 kr., og frá f. á. var bætt fyrir 2 skip 2000 kr. í fastasjóð fjelagsins gengu 8700 kr. og i sjereignasjóð fjelagsmanna 4700 kr., sem nú á í sjóði 20,600 kr., eftir að búið var að skiita úr honum 31,700 kr. íyrir strand gufubátsins Beykjavík, sem mál reis út af, ennþá ódæmt af hæsta- rjetti. Síðustu þrjú árin hefur verið kostað svo skiftir 100,000 kr. til viðgerðar skipanna hjá Slippfje- laginu í Reykjavík, svo nú erskipa- flotinn í ágætu standi. Sú breyting var gerð á lögun- um, að fjelagið skyldi taka þil- skipin í ábyrgð til fiskiveiða frá 1. fehr., sem áður var 11. fehr. Jón Jónsson skipstjóri í Mels- húsum var endurkosinn í stjórn fjelagsins, og endurskoðunarmenn voru kosnir verslunarstjóri Þórð- ur Bjarnason og Jón Laxdal. Til að virða skípin og eftirlita þau voru kosnir þrír menn og aðrir þrir til vara. Reykj avík. Bæjarstjórnin. Fundur 15. febr. Þessar nefndir kosnar: Fjárhagsnefnd: Halldór Jónsson, L, H. Bjarnason. Fasteignanefnd: Arinbj. Sveinbjarn- arson, Kn. Zimsen. Fátækranefnd: Katón Magnússon, Kr. Ó. Þorgrímsson, Pjetur G. Guð- mundsson, Guðrún Lárusdóttir. Byggingarnefnd: Kn. Zimsen, Þorv. Þorvarðsson, Rögnv. Ólafsson, Sigv. Bjarnason. Veganefnd: Jón Þorláksson, K1 Jónsson, Kr. Ó. Þorgrímsson, Tr. Gunnarsson. Brunamálanefnd: Arinbj. Svein- bjarnarson, Jón Þorláksson, Hannes Hafliðason. Skattanefnd: Halldór Jónsson, Kl. Jónsson. Heilbrigðisnefnd: Sv. Björnsson. Stjórn Fiskimannasjóðs: Tr. Gunn- arsson. Vatnsnefnd: Þorv. Þorvarðsson, L. H. Bjarnason. Gasnefnd: Borgarstjóri, Kn. Zim- sen, P. A. Guðmundsson, Jón Jens- son, Kl. Jónsson. Frestað að kjósa hafnarnefnd. Kosnir skrifarar bæjarstjórnar: Hall- dór Jónsson, Kn. Zimsen. Samþ. að bæjarstjórn tæki að sjer hreinsun salerna í bænum, svo fljótt sem því verður við komið, og nefnd- inni, sem haft hafði málið til athug- unar, falið að leita samninga við þá, er kynnu að vilja taka að sjer verkið, og koma siðan fram með tillögur um, hvert endurgjald húseigendur skuli greiða. Lagðir fram reikningar Sjúkrahúss- fjel. Rvíkur, Biómsveigasjóðs Þ. Sv. og Sjúkrasjóðs hins fsl. kvenfjelags. Endurskoðendur þeirra kosair: H. Jónssön, Jón Jensson. Alþingiskjörskrá lögð fram og kosn- ir til þess að taka á móti kærum og gera tillögur um þær: H. Jónsson, J. Jensson. Ut af brjefi verkfræðings N. C. Monbergs í Khöfn til borgarstjóra dags. 25. f. m. samþ. að tilkynna N. C. Monberg, að bæjarstjórnin taki á móti tilboði í hafnargerðina frá honum með þeim breytingum frá hinni fyrirliggjandi áætlun, er hann telur æskilegar, enda þótt þær breyt- ingar sjeu svo verulegar, að telja megi að hans hafnargerðarfyrirkomu* lag sje alt annað en hið fyrirliggjandi. Þessar brunabótavirðingar samþ.: Hús H Hannessonar í Bankastr. 3410 kr , hús J. Sigurðssonar, Lauga- veg 899 kr, hús frú C. Jónassen, Þingh.str 7365 kr. Lftiidshankiim. Það er svo að heyra á ísaf. á langard., að henni þyki það aðfinsluvert að Lögr. skyldi skýra frá úrskurði stjórn- arráðsins um ransóknarstarfið nýja i Landsbankanum. En þó það sje rjett, sem blaðið segir, að nýjar ákærur sjeu komnar frá bankástjórunum, sem stjórnarráð- ið hefur enn eigi svarað, þá er ransóknin, sem í upphafi var stofnað til, á enda kljáð. Nýjar og nýjar ransóknir er auðvitað altaf hægt að heimta og segja svo, að málið sje ekki til lykta leitt. Misprentað var í síðasta blaði nain foringjans á »Fálkanum«; hann heitir Scheel. Ósannindarugl flytur ísaf. á laugard. um bæjarstjörnarkosn- ingarnar siðustu, eftir O. N. Þor- láksson, og þykist maður þessi þar vera að leiðrjelta Lögr. Fn nær ekkert af því, sem hann er að rembast við að mótmæla og segir að í Lögr. standi, hefur nokkru sinni þar staðið, og er því grein hans hull, sem engra svara er vert. Hljóðfæraflokkur, sem O. Jo- hansen fiðluleikari hefur æft og stjórnar, skemti gestum á »Hótel ísland« nokkur kvöld í siðastl. viku. Josopli Lister dáimi. Lát hans er símað frá Khöfn 16. þ. m. Hann var einhver frægasti læknir heimsins og má heita faðir skurð- lækninga vorra tíma, fæddur 1827. Dáin er nýlega á lsafirði frú Þórunn Jónsdóttir, kona Þorvald- ar Jónssonar áður læknis þar, en nú bankaútbússtjóra, góð kona og vel gefin; hafði lengi verið heilsulaus.

x

Lögrétta

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögrétta
https://timarit.is/publication/196

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.