Lögrétta

Tölublað

Lögrétta - 21.02.1912, Blaðsíða 3

Lögrétta - 21.02.1912, Blaðsíða 3
LOGRJETT A. 55 ^ænðanámsskeiðið á Hvanneyri. (Niðurl.). Mánudag kl. 11 setti skólastjóri námsskeiðið og flutti um leið kvæði frá Kristleifi Þorsteins- syni bónda á Stóra-Kroppi í Reyk- holtsdal og er kvæðið að sjá ann- arstaðar í blaðinu. Kristleifur bóndi gat ekki sótt námsskeiðið í þetta sinn, en sendi kvæðið í sinn stað. Var því útbýtt á milli allra náms- skeiðsmanna. Þessir fyrirlestrar voru fluttir: Halldór Viljálmsson skólastjóri: Næringarefni (tveir fyrirlestrar). Jarðvegsrannsóknir (norskar). Páll Zóphóníasson kennari: Samvinna. Búreikningar (tveir fyrirl.). Landshagsskýrslur. Páll Jónsson kennari: Efnajafnvægi. Eldsneyti (tveir fyrirl.). Kálmeti. Sig. Sigurðsson ráðanautur: Framræsla. Grasbýli. Feiti í mjólk. Áburður og áburðarhiröing. Búskaparsyndir. Búnaðarmál á síðasta þingi. Ingimundur Guðmundss. ráðan.: Hrossarækt (þrír fyrirl.). Jarðeignarjettur og ábúð. Nautgriparæktunarfjelög. Á víð og dreif. Halldór Jónasson cand. phil.: Rafmagn (tveir fyrirl.). Stjórnarfyrirkomulag. Sólkerfið. Verksvið vísindanna. Á víð og dreif. Á undan öllum fyrirlestrunum voru sungin ýms ættjarðarkvæði. Leiddu skólapiltar sönginn og hafa margir þeirra ágætis hljóð og læra þeir og á Hvanneyri að beita hljóð- um sínum rjettilega. Fyrirlestrarnir voru góðiroggagtiT legir og vel tekið eftir. Mikið var og að græða á kvöld- fundunum. Mörg nauðsynjamál bænda þar tekin til meðferðar, svo sem ullarsölumálið, skógræktarmál- ið o. s. frv. Höfðu yngri bændur og bændaefni gott af að hlusta á gömlu bændurna tala af reynsl- unni, — því þarna var saman kom- ið mannval myndarbænda úr ein- hverju blómlegasta hjeraði landsins. Fjör var mikið og kátína á ferð- inni; jók það og á skemtunina, að næstsíðasta daginn komu læknar hjeraðsins og skemti annar þeirra með söngrödd sinni. Aðalgagnið, er jeg liygg að menn hafi af að sækja þetta námsskeið, er, að koma á svona myndarlegt heimili, sjá öll þau fyrirmyndar- húsakynni, bæði fyrir menn og skepnur, sjá búskapinn rekinn af eins miklum myndarskap og hjá 9i Halla (athugul).* Hvað var það, sem þú ætlaðir að tala við mig um? B j ö r n : Við vorum helst til áköf bæði tvö •seinast þegar við töluðumst við. Eigum við að láta það falla í gleymsku? Halla: Er það viðvlkjandi Kára — þetta, sem þú setlar að tala við mig um? B j ö r n : Nei það var viðvíkjandi þjer og mjer. Halla (glöð): Jeg hjelt þá hefðir fengið brjef og sönnun fyrir því, að grunirinn um Kára væri gripinn úr lausu lofti. B j ö r n: Alt bfður síns tíma. Hefurðu talað um það við hann? H alla: Jeg sagði þjer, að jeg mintist ekki á það. Bj örn: Jeg mátti vita það — úr því að hann skólasljóra, sem hefur þó mikið á sinni könnu: er bæði skólastjóri og bústjóri. Mönnum gleymist ekki sú sjón, að iíta Hvanneyri, en það vill bera við, að ræðurnar og heilræðin falli í gleymsku. Svo eru það skemtanirnar og fjörið, sem vikan sú arna setur í fólkið; 'hún er sannkölluð önnur »jólavika«, eða »sæluvika«, eins og Kristleifur bóndi kemst að orði í kvæði sínu. Pað er mikilsvert at- riði, því sketntanir og bjartsýni er nauðsynlegt í lífinu. Óefað verða þessi námsskeið til að auka traust á skólanum og aðsókn. Bændur, er voru á náms- skeiðinu í fyrra vetur, sendu syni sína nú í liaust á skólann. Síðasta kvöldið sýndu skólapilt- ar leiklimi undir stjórn Einars Jóns- sonar ráðsmanns. Fór leikfimin Ijómandi vel fram, voru piltarnir mjög vel samæfðir og mátti furðu kalla, þar sem helmingur þeirra (neðri bekkingar) hafði eigi notið kenslu nema það, sem komið er af vetrinum. — Á leikfimina horfðu um 300 manns og voru allir hrifnir af að sjá svo efnilega og hrausta drengi. Merkisbóndi, er var við staddur, komst svo að orði, er sýn- ingin var úti: »Anægjulegri stund en þessa mun jeg ekki eiga ólif- aða«. — Mikill íþróttaáhugi er í piltum; leikfimi er þar einu sinni á dag; auk þess styrkja þeir lík- ami sína með æfingum Möllers (»Mín aðferð«). Taka þeir allir þátt í henni, gera það á kvöldin áður en þeir ganga til hvílu. Næg eru húsakynni til þessa og í kjall- ara nýja skólahússins eru ágæt baðáhöld, er piltar nota mikið. — Glímuflokk hafa þeir og í miklum blóma. íþróttaáhuginn nær og til kven- fólksins á staðnum. Stúlkurnar þar stunda og leikfimi undir stjórn Einars. Einar er sigldur og lief- ur lært leikfimi og hefur mikinn áhugaáöllum íþróttum. Frá skól- anum munu koma drengir, hraustir á sál og líkama, og þess þarfnast landið okkar framar öllu öðru. Á eftir leikfimi var slegið í dans; var þar hið mesta fjör og gleð- skapur. Dansaðir voru þar síðast svokallaðir sænskir söngdansar, er húsfreyjan á Hvanneyri lærði, þá er hún var í Svíþjóð sumarið 1910. Hefur hún svo kent heimilisfólki sínu dansana og fengið skáldin okkar til að yrkja við lögin; dans- ar þessir eru skemtilegir og fjör- ugir og aðalkosturinn við þá er, að allir taka þátt í þeim. Þetta eru hringdansar. Daginn eftir sunnud. 4. febr. hjeldu allir heim til sín, glaðir og ánægðir. Áður en námsskeiðinu var slitið, útbýtti Páll Jónsson kennari spurn- ingabálki meðal allra bænda, er námsskeiðið sóttu. Á svörunum vill hann byggja innlenda reynslu, 92 er ekki strokinn. — Sýnist þjerjeg vera orðinn ellilegur? Halla (forviða): Mjer sýnist þú altaf vera samur og jafn. Bj ö rn: Jeg var ekki nema tveim árum eldri en bróðir minn. Það var mikill skaði, að hann fjell frá — bæði fyrir þig og mig. Það er nú svo, að maðurinn og konan eru sköpuð hvort öðru til aðstoðar. Halla: Jeg er ekki sorgarklædd. Björn: Það ertu ekki. — En þú syrgir hann samt — svo vel þekki jeg þig. Jeg er ekki blindur. — Jeg sá þú varst honum góð kona. H a 11 a (horfir á hann, þögul og athugul). Bj ö rn. Jeg játa það, að sumt af því, sem þú sagðir seinast þegar við töluðum saman, var sannleikur. En við erum öll breysk. Og síðan móðir mín sáluga dó, hef jeg engan þekt annan en þig, sem hefur BÆKUR, nýkomnar í Bókaverslun Sig. Jónssonar: Eimreiðin XVIII., 1. hefti. Tímarit kaupfjelaganna V., 3. hefti. Nýjar kvöldvökur VI., 1. hefti. er hjálpi honum við kensluna í jarðræktarfræði þar við skólann. Námsskeiðið fór hið allra besta fram, og blessuð tíðin gerði og sitt til; alt hjálpaðist að. Einn á námsskeiðinu. Deilumál í Svípjód. Þar stendur nú yfir hörð stjórn- málarimma út af hervarnamálum. Staaffs-ráðaneytið hefur tekið þá ákvörðun, að fresta byggingu her- skips, sem síðasta þing hafðisam- þykt að byggjast skyldi og veitt fje til. Núverandi þing, eða meiri hluti þess, styður ráðaneytið í þessu. Sven Hedin. En hægrimenn eru æfir og hafa vakið megna æsingu meðal almenn- ings út af málinu, svo að nú eru hafin samskot til þess að útvega fje til skipsbyggingarinnar. Mikla at- hygli hefur vakið pjesi, sem hinn frægi landkönnunarmaður Sven Hedin hefur skrifað um málið: »Ett varningsord«. Þessum pjesa hafa hægri blöðin útbýtt í liálfri miljón eintaka. Höf. varar við Rússum. Hann segir, að sá tími hljóti að koma, að Rússar sjái sig neydda til þess að ná í liöfn fyrir vestan sig, sem ekki sje háð ísa- lögum. Nú sem stendur sje land- ið umlukt frá öllum hliðum. En það hljóti að fara að líða að því, að kröfur komi fram um greiðari aðgang til hafsins, og þá sje bæði Svíþjóð og Noregi hætta búin. Þetta er ástæðan til þess, að Sven Hedin vill styrkja hervarnirnar sem mest. Hann er í pjesanum mjög fjandsamlegur gegn Rússum, en lika harðorður í garð Norðmanna. Kosniiigar|eítur kvcnna í Svíþjöð, Það er nú ákveðið, að Staafif, yfirráðherra Svía, leggi innan skams fyrir þingið lagafrum- varp um kosningarjett kvenna. 93 þorað að segja mjer sína skoðun hrein- skilnislega. Halla: Þú hefur víst sjaldnast spurt um skoð- anir annara. B j ö r n : Má vera, að þú hafir rjett fyrir þjer. En mjer skilst svo, sem það muni vera tvenskonar lund 1 hverjum manni (þcgir). Halla: Hefur þú heyjað vel í sumar? B j ö r n : Þolanlega. — Jeg hef að minsta kosti nóg handa sjálfum mjer. Skilur þú ekki hvað það er, sem jeg vil tala við þig um — eða viltu ekki skilja það? Halla: Þú sagðir það væri mikilsvarðandi mál — annað veit jeg ekki. B j ö r n : Fögur orð eru mjer ótöm; — gætirðu hugsað þjer að verða konan mín? H a 11 a (hlscr). B j ö r n (roðnar): Er það svo hlægilegt? Kveðja til Bændanámsskelðsins á Hvann- eyri 1912. Oss Borgfirðingum brosir við hin bjarta „sæluvika". Vjer setjumst hjer á mentamið, þess mikla djúp að stika, og draga’ úr því hin dýru ráð, sem dugi hölda skara, að bæta hjörð, að laga láð, að lifa, græða, spara. Og margbreytt eru bændastörf, þeir brautir mega ryðja, hin holla fræðsla þeirn er þörf öll þrifaráð að styðja, svo ekki lífs við örlög stríð um of að lýjist bökin, er mikilsvert hjá verkalýð að velja rjettu tökin. Vjer eigum líka öflin mörg, sem undir störfin ljetta. Frá „dýnamiti" bresta björg, svo burt má flytja kletta. Við erðisdrátt hinn efldi jór hið arga þýfi fellir; hvar eggjárn plógsins yfir fór, þar urðu sljettir vellir. Það heljarafl og hitans auð á hjerað vort hið fríða. Þar grúinn hvera gaus og sauð með guiumökkinn stríða, þar mætti víðan vermireit á vegum þeirra ala, og gera frá þeim húsin heit hjá höldum Reykjadala. Og því vjer tryðum, þessi öld svo þrautseig mætti vera, á hverri sprænu hafa völd, margt handarvik að gera, og ljeti okkar löngu nótt þar ljós í húsum gista, sem væru’ í strauma veldi sótt með vjelum töfralista. Þú mentadrótt nú kom og kenn, svo kafni’ ei góður vilji. Oss þykir vert að vera menn, sem viðgang tímans skilji. í hug það festi hver og einn, að hækka í sönnu gildi. Við lærdóm þann sje leiðarsteinn vor ljóssins faðir mildi. Kr. Þ. Ilcrtogiun af Fife dáinn. Hann dó 29. f. m. í Assuain í Austur-Afríku, og er því um kent, að hann hafi veikst, er hann lenti í strandhrakningunum við Marokkó á skipinu »Delhi« í desember í vetur. Hann var mágur Georgs Bretakonugs, fæddur 1849,en kvænt- ur 1889 Lovísu, elstu dóttur Ját- varðar VII. UI. Coiirmont. Jeg vildi mega vekja athygli þeirra manna, er kunna svo mikið í frönsku, að þeir skilja mælt mál, á fyrirlestrum M. Courmont’s á háskólanum um leik- ritaskáld Frakka á 17. öld. Jeg hefði átt að gera þella fyr, en bæði er það tómlæti minu að kenna og þvi, að jeg hef ekki haft tima til að hlusta á hann til þessa. En nú hef jeg gert það og iðrar mig þess ekki. Maðurinn er skýr í máli, talar mjög ljóst og skipulega og hefur næman skilning á því, sem 94 Halla: Þjer getur ekki verið þetta alvara. B j ö rn: Jeg tala af fullri alvöru, — og jeg sje enga ástæðu fyrir þig til þess að efast um það. Jeg er bráðum 48 ára gamall. — En þú ert heldur ekkert barn. Og við erum samboðin hvort öðru. — Ef þú verður konan mín, fmynda jeg mjer að það verði leit á annari eins eign, innan hjeraðs. Halla: Er það til þess að sameina jarðirnar, að við eigum að giftast? B j ö r n : Jeg dreg enga dul á það, að jeg vildi gjarnan að landamerkjagarðurinn hirfi. Hann hefur verið lár fyrri. Faðir minn bjó á báðum jörðunum. En ekki var það þess vegna, að jeg ákvarðaði, að biðja þig að verða konan mfn. Það er ekki gott að maðurinn sje einsamall. — Og þú ert sú eina hjer í sveitinni, sem jeg gæti hugsað mjer að taka mjer fyrir eiginkonu. Þú ert forsjálniskona; — þú ert hraust og kát — og í mínum augum ertu falleg. Hverju svararðu mjer? hann fer með. Þar að auki er svo mikið andlegt verðmæti fólgið í þessum fyrirlestrum, þar sem um öndvegisskáld Frakka er að ræða, að við ættum síst, er búum hjer á hala veraldar, að láta tækifærið ónotað til þess að auðga svolítið anda vorn og víkka sjóndeildar- hringinn. M. Courmont er nú að lýsa einhverju langhelsta leikriti Moliére’s, hræsnaranum Tartufe, og fer honum það mjög vel úr hendi. Þið frönskumenn og Frakkavinir, látið ekki tækifærið ónotað. Fyrir- lestrarnir fara fram á mánudögum og föstudögum kl. 6—7, og kenslu- stofan rúmar um 10—20 manns í viðbót við það, sem er. Ág. Bj. „Mín aðferð'. Spurningar og svör. Hverir eiga að læra æfingar I. P. Mullers? Eru þær eingöngu ætlaðar fyrir iþróttamenn? Nei, nei! Þær eru ætlaðar fólki á öll- um aldri, og ekki síður börnum og gamalmennum en miðaldra fólki. Er mögulegt fyrir ístrubelgi að læra þær? Já. Þeim eru þær einkar nauðsynlegar, því með þeim geta þeir fengið af sjer óeðlilega fitu. Hvað mega börn vera yngst, þeg- ar byrjað er að kenna þeiin? Þriggja til fjögra ára. Eru æfing- arnar líka ætlaðan fyrir kvenfólk? Já. En er mögulegt fyrir það, að læra þær hjá karlmönnum? Já, auðvitað. Eða hvers vegna ættu þær ekki að geta það? Ja—þurfa þærekki að veraklæðlausar við nudd- æfingarnar? Og sussu nei I Þær geta verið alklæddar. En eru æfingarnar ekki fjandierfiðar? Jú, þær geta verið það, en það má líka hafa þær svo ljettar sem vill; verður það að fara eftir slyrkleik hvers einstaklings. Getur heilsulítið fólk þá lfka not- að þær? Já, en við það er notuð önnur kensluaðferð og læknisleyfi þarf það að hafa. Er nokkurt gagn að þessum æf- ingum? Já, á sjúka hafa þær sömu áhrif og læknislyf, en auðvitað verða þær þó eigi notaðar sem læknislyf við hvaða sjúkdómi sem er. Hjá heilbrigðum efla þær þrótt, auka fjör og líkamsfegurð, og sjeu þær notaðar á morgnana um leið og farið er á fætur, hafa menn strax fengið sitt fulla fjör og var- anlegan líkamshita, i stað þess, að vera hálfsofandi og hálfkaldur fram yfir miðjan dag. Guðm. Sigurjónsson. Hjer með tilynnist vinum og vandamönnum, að okkar hjartkæra og yndislega dóttir, Þóra Elisabet, andaðist 14. p. m., og er ákveðið, að jarðanför hennar fari fram föstudaginn 23. þ. m. kl. ll>/2 f. h frá heimili okkar, Vatns- stíg 10. Rvik 20. febr. 1911. Róra Þ. Sigurðardóttir. Ari Þórðarson. 95 Halla: Jeg verð að fá að hugsa málið. Þetta kemur mjer óvænt. Þú skalt fá svar eftir þrjá daga. — Ertu ánægður með það? Björn: Mjer þykir eðlilegt þú viljir hugsa þig um, áður en þú svarar. Okkur hef- ur ekki altaf komið sem best saman. — En nú getur þú ef til vill betur skilið það en áður, að jeg vildi ekki þú hefðir þjóf fyrir ráðsmann. Og þvl miður var grunur minn sannur (lekur inmigiað brjef uPP úr vasanum). Þetta brjef fjekk jeg 1 gær. Halla (tekur brjefið — les). Björn: Jeg get lánað þjer mann til að reka fjeð heim fyrir þig í kvöld — því þú nýt- ur ekki ráðsmannsins lengur. — Það er svo heppilegt, að sýslumaðurinn er hjer í dag. Halla: Jeg held þessu brjefi. Björn: Jeg veit þjer er ekki alvara.

x

Lögrétta

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögrétta
https://timarit.is/publication/196

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.