Lögrétta - 28.02.1912, Blaðsíða 1
Aígreiðslu- og innheimtura.:
arinbj. sveinbjarnarson.
IjEtuuaveg 41.
Talsiml 74.
Rltatjóri:
MRSTEINN G t SLA80N
Pingholtsstræti 17»
Talsími 178.
M 11-
Reykjnvík 28. íehrúar 1912.
VII. A»-sr.
1W Rýming'arútsalan
hjá Árna Eirikssyni,
I3f" me® 1®—400/o a.fa*lsetti, endar fyrstu dagana af marsmánuði.
1 Stór útsala.
Allskonar vefnaðarvara verður seld með afar-
^ lágu verði. Einnig fatnaður, «1*0-
@ (atnaður, li*il*«líii o. fl.
® gCT ÍO—400/o af«l*itt«iT*.
^ Areidanlega, bezia útsöluverd i bœnum.
5 Sturla Jóusson.
^ Laugaveg 1.
©
I. O. O. F. 93319
—1 1 1 1 ^wgaegegBe
Þjóðmenjisafnið opið sunnud., þriðjud. og
fimtud. kl. 12—2.
Lækning ók. í læknask. þrd. og fsd. 12—I.
Tannlækning ók. (í Pólthússtr. 14) 1. og 3.
md. ( mán. 11—1.
Landakotsspftali opinn f. sjókravitj. 10*/•
— 12 og 4-5.
Islands banki opinn 10—21/. og 5*/«—7.
Landshankinn 101/,—2■/«. Bnkstj. við 12—I.
Lagadeild háskólans ók. leiöbeining 1.
og 3. Id. ( man. 7—8 e. m.
Landsbókasafniö opiö hv. virkan dag kl.
T 2—t nw 5—8.
Heilsuhælið opið til heimsókna 12—I.
Lárus Fjeldsted,
Yflrrjettarmálafœrslumaöur.
Lækjargat.a 2.
Heima kl. 11 —12 og 4—7.
€inkaverstun með kol.
Lögr. hefur enn átt tal við hinn
sama mann og áður um kolasölu-
einkaleyfið, sem um var talað i
síðasta blaði, og eru ummæli hans
á þessa leið:
»Þess var getið í siðasta blaði,
að fjármálanefndin teldi svo til,
að landsjóður mundi fá liðug
300,000 kr. í tekjur á fjárhags-
timabilinu, ef einkaleyfi væri gefið
til kolaverslunar; þetta þarf að
skýra dálílið nánar. Eftir upp-
lýsingum, sem nefndin hefur afl-
að sjer, má telja víst, að um 80,000
tons af kolum verði flutt til íslands
árlega og seld þar. Þar af eru
40,000 tons, eða helmingurinn
seldur til innlendrar notkunar, til
innlendra fiskiskipa og póstskipa,
sem sigla eftir fastri áætlun, en
hinn helmingurinn er seldnr til
útlendra botnvörpuskipa. Ágóði
kolasölumanna af innlendu versl-
uninni er mjög litill, því bæði
þurfa þeir að láta flytja kolin í
land og hafa þar allajafna nokkrar
birgðir af þeim, en altur á móti
er ágóðinn af kolaverslun til út-
lendra skipa talsverður, því bæði
munu kol til þeirra vera seld
nokkru dýrar en innanlands, og
auk þess taka þau kolin viðskips-
hlið, eða úr »húlk«, og sparast þá
landflutningur alveg. Það er því
alveg auðsætt, að leyfishafi getur
borgað hærra gjald af þeim kol-
um, sem hann selur til útlendra
skipa, en hinum, sem seld eru til
innlendrar notkunar, og er því
svo áskilið af nefndinni, að hann
borgi í landsjóð 1 krónu 50 aura
af hverju tonni af kolum, seld-
um til innlendrar notkunar, en 2
krónur 50 aura af þeim, sem seld
eru til útlendra skipa, eða upp
og ofan 2 kr. á tonnið, og gefur
það i landsjóð, miðað við sölu á
80,000 tonum, 160 þús. kr. á ári,
eða 320,000 á fjárhagstímabilinu,
án þess einn eyrir sje tekinn úr
vasa íslendinga.
Verðlag á kolum til innlendrar
notkunar er fast ákveðið, þannig,
að til grundvallar er lagt fast-
ákveðið verð, lægst 20 kr. tonnið
á bestu hötnum landsins og í
kaupstöðunurn, en hæðst 25 kr.
á þeim allra óaðgengilegustu höfn-
um, og svo þar á milli 21 kr. og
22 kr., en þetta verð getur hækk-
að eftir því sem innkaupsverð
eða flutningskaup vottanlega hækk-
ar, hafi hækkunin staðið vissan
tíma, og nemur alls 1 sh„ en
lækkar þá lika að sama skapi
aftur með sömu skilyrðum. Verði
á kolum til útlendra skipa ræður
leyfishafi. Sumir kunna nú að
óttast, að hann setji það svo hátt,
að hann fæli útlend skip frá sjer
og við það minki tekjur lands-
sjóðs, eða þá, að hann geri sjer t
þjóðamun, hlynni að sínum
landsmönnum, en selji öðrum
þjóðum kolin miklu dýrara. Um
fyrra atriðið er það að segja, að
leyfishafi er kolasölumaður, og
það er f hans hag, að selja sem
mest af kolum, og þá einkum til
þeirra, sem hann hefur mestan
hag af, en það er einmitt sala til
útlendra skipa. Það er því harla
ólíklegt, að hann færi að selja
kolin svo dýrt, að skipin sæju
sjer hag í því að fara til Færeyja
eða enda lengra til að afla sjer
kola. Hann verður því blátt á-
fram að setja það verð á kolin,
sem ekki er hærra en svo, að
það borgi sig ekki fyrir skipin að
sækja þau til Færeyja. En menn
þekkja þá illa breska kaupmenn,
ef menn hugsa, að þeir sjái ekki
sinn hag, og þar með landsins i
hjer um ræddum viðskiptum.
Hið síðara atriðið er þess eðlis,
að heldur mætti það óttast, en
fyrir það er girt með beinum á-
kvæðum f samningnum sjálfum.
Eins og áður hefurverið drepið
á, hafa kol verið oft og einatt
litt fáanleg á ýmsum höfnum
landsins. Þetta ætti ekki að geta
komið fyrir eftirleiðis, þvi leyfis-
hafi er skyldur lil að hafa jafnan
nægar birgðir á ýmsum höfnum,
alls 36 að tölu; og sjerstaklega á
hann að birgja svo upp á haust-
in þær hafnir, sem hættast er við,
að tepst geti sigling til af is, að
nægi fram á næsta sumar. Ef
samningur er rofinn, er hann
skyldur að bæta fyrir það, og
hafa til geymslu í banka hjer, all-
stóra upphæð, er gripa má til, ef
um skaðabætur er að ræða. Leyf-
ishafi er skyldur til að hafa að-
alskrifstofu og varnarþing í Reykja-
vik i öllum málum, er snerta kola-
verslunina, en í flestum tilfellum
má þó leggja málið í gerð. Þar
eð leyfishafi borgar svo hátt gjald
f landssjóð, er hann auðvitað
laus við allar opinberar kvaðir
og gjöld, og verður að fá fulla
tryggingu fyrir þvi, að rjettindi
hans verði eigi fyrir borð borin.
Að öllu yfirveguðu kveðst nefnd-
in telja víst, að svo sje gengið
frá samningnum, að rjettur lslands
og landsmanna sje algerlega trygð-
ur, og að von sje um, að enginn
innlendur maður, sem nú hefur
kolasölu að aðalstarfi, þurfi að
kvíða fyrir því, að verða fyrir at-
vinnumissi, þó kolasalan verði
þannig bundin, og hafa þeir þó
engan lagalegan rjett til neinnar
verndar á atvinnu sinni gagnvart
hag og heill Iandsins«.
6 menn farait.
Nú um helgina komu inn þessi
fiskiskip: »Sæborg« og »Hafsteinn«,
frá Duus-verslun; »Haffari«, frá
Görðunum; »Sjana«, frá Edinborg-
arverslun og »Greta« og »Langa-
nes«, frá h/f P. J. Thorsteinsson.
Skipin höfðu verið að veiðum
sunnan við land, á Selvogsbanka.
En aðfaranótt föstudagsinn varþar
gríðarhvast austanveður og ljetu
þau drifa undan. Þá misli »Haf-
fari« 1 mann og »Langanes« 5.
En öll eru þessi skip, sem inn
komu, meira eða minna brotin og
skemd, nema »Langanes«.
Maðurinn, sem frá »Haffara«
fórst, heitir Þórður Erlendsson,
giftur fyrir fjórum árum Sigríði
Ólafsdóttur, er mist hafði fyrra
mann sinn í sjóinn á »Soffíu Whit-
ley«, er fórst við Mýrarnar í mann-
skaðaveðrunum 1906.
Þeir 5, sem af »Langanesi« fór-
ust, voru:
1. Jón Pálsson úr Rvík (Grettis-
götu 46), sonur síra Páls Pálsson-
ar, sem síðast var prestur í Þing-
múla í Skriðdal, 28 ára gamall,
kvæntur og átti börn.
2. Sigurgeir Ólaísson frá Bjarna-
borg í Reykjavík, kvænlur og átti
1 barn.
3. Guðjón Jónsson frá Ána-
naustum i Reykjavík, ekkjumaður,
er misti konu sína siðastl. vetur,
en átti 1 barn.
4. Sigurður Jónsson frá Syðra-
velli í Gaulverjabæjarsókn, ókvænt-
ur.
5. Kristján Magnússon frá Pat-
reksfirði, ókvæntur.
Þeir voru 7 á þilfari á »Langa-
nesi« að hagræða seglum, er alda
reið framan yfir skipið og tók þá
6 út. Einn hjelt um kaðal og
komst upp í skipið aftur.
Afli er sagður góður. »Haffari«
hafði fengið 7000, »Langanes 6000
o. s. frv.
frá £anðsbankanum.
Ný ransókn.
Varlega skyldu menn fara í það,
að trúa miklu af þeim sögum,
sem nú ganga frá Landsbankan-
um og spretta i sifellu upp nýjar
og nýjar. Úl af ransókninni, sem
skipuð var um áramótin og falin
þeim Þorsteini Þorsteinssyni að-
stoðarmanni í stjórnarráðinu og
Gisla Sveinssyni málaflm., kvað
ráðherra upp þann úrskurð, að
ekki væri ástæða til frekari að-
gerða gegn gjaldkeranum, en
brýndi jafnframt fyrir bankastjórn-
inni, að bókfærslan yrði gleggri
framvegis og eftirlit meira en áð-
ur hefði verið.
Bankastjórarnir komu þá fram
með nýjar ákærur gegn gjaldkera,
samskonar og hinar fyrri, frá ár-
inu 1910. Ráðherra fjekk þær
endurskoðendum bankans til yfir-
lits, en fullkomna ransókn á þeim
munu þeir ekki hafa getað gert
nema með atarlöngum tíma, eins
og skiljanlegt er.
Gjaldkeri hefur óskað, að tull-
komin ransókn verði látin fram
fara á bókfærslu sinni frá þeim
tima, er hætt var að hafa eftirlit
með forvaxtareikningi hans, en
það var frá 1. júli 1909.
Stjórnarráðið hefur svo í dag
skipað þá Halldór Danielsson yfir-
dómara og E. Schou bankastjóra
»til þess að ransaka forvaxtareikn-
ing gjaldkerans frá 1. júlí 1909 til
1. sept. 1911'), svo og önnur atriði,
er standa í nánu sambandi við
þetta, svo sem hve mikið starí
hefur verið lagt á hann, hvort
hann hafi fengið nægilega aðstoð
til að framkvæma starfið og hvern-
ig eftirliti hafi verið varið at banka-
stjórnarinnar hálfu. Nefndinni
heimilast aðgangur að bókum og
i) Þá hefst ransókn þeirra Þ. Þ. og
G. Sv,
skjölum bankans, eftir því sem
nauðsyn krefur til ransóknarinn-
ar, og bankastjórar og starfsmean
bankans skulu skyldir að gefa
þeim allar upplýsingar lútandi að
ransókninni, sem nefndarmenn
kunna að æskja«.
Jafnframt því, sem gjaldkerinn
hefur æskt eftir ransókn, hefur
hann sótt um lausn frá starfi sínu
um tveggja mánaða tima með
ráði læknis sins, prófessors Guð-
mundar Magnússonar, og segir
læknirinn í vottorðinu, er um-
sókninni fylgdi, að hann sje lið-
andi af vatnssýki og hjartaveilu.
Lausnin hefur verið veitt og hr.
Guðmundur Loftsson bankaritari
hefur verið settur til að gegna
starfinu á ábyrgð gjaldkera.
Enga dóma er hægt að fella
um þetta mál fyr en ransókn
þeirri er lokið, sem nú er stofnað
til. En geta má þess, að gjald-
kerinn hefur haft ákaflega mikil
störf á hendi í bankanum, svo að
skiljanlegt væri, að sjúkleiki hans
stafaði af langvarandi ofþrevtu.
Hann hefur fastlega neitað í svör-
um sínum upp á ákærur banka-
stjóronna, að nokkuð væri svik-
samlegt í bókfærslu ainni, en
kveðst hins vegar fús til að bæta
það, ef eitthvað finnist, sem átölu-
vert sje og vangá sinni verði um
kent.
Val ráðherra á mönnum til ran-
sóknarinnar virðist vera mjög
heppilegt.
Ceresarstranðið.
Símskeyti fjekk afgreiðsla Sam.
gufuskipafjelagsins á mánudag, er
skýrði frá, að farþegar og póstur
úr »Ceres« ælti að flytjast til Lieth
og kæmi svo hingað með »Sterling«,
en hennar er von 6. mars. Sagt
var þá og, að björgunarskip væri
farið að fást við að losa »Ceres«.
í morgun kom aftur skeyti til
afgreiðslumannsins, og segir þar,
að ekkert sje enn afráðið um
sendingar á vörum úr skipinu.
Aftur á móti hefur kaupmaður
hjer í bænum fengið simskeyti, er
segir, að vörurnar komi 9. mars.
Vínber,
ágæt,
— 25 aura puudið, —
hjá
Jes Zimsen.
Frl QalkliÉm lil ijskimik
Vjelarbátur fórst hjer úti í fló-
anum 14. þ. m. Hann var á leið
trá ísafirði til Vestmannaeyja og
varð lekur, svo að honum varð
með naumindum haldið á floti.
Náðu bátsmenn i botnvörpung, sem
bjargaði þeim og flutti þá til Kefla-
víkur, en báturinn sökk, Þeir vorti
6 á bátnum, formaður Friðrik
M. Hansson, allir frá ísafn ði. Bát-
urinn var eign Jóhanns Pjeturs-
sonar á ísafirði.
Dáinn er nýlega í Hafnarfirði
sonur Ágústs kaupmanns Flygen-
rings, Ólafur Haukur að nafni, 10
ára gamall. Banameinið heilabólga.
Reykjavík.
5 húnvetnskir bændnr komu
suður hingað í kynnisferð síðastl.
sunnudag: JónasBjörnsson á Marð-
arnúpi, bróðir Guðmundar land-
læknis, Jón Guðmundsson á Torfa-
læk, Sigurður Erlendsson á Beina-
keldu, Guðm.Guðmundsson áStóru-
borg ogGuðm. Sigurðsson í Kringlu.
Þeir höfðu farið til Hvanneyrar í
Borgarfirði og dvalið þar einn dag
um kyrt, svo til Borgarness og
komu hingað með flóabátnum.
Öndvegistið segja þeir fyrir norðan.
Kfora, sein mfli^ rr mn
4alad, er nýlega komin fram frá
Einari Jónassyni malaflutnings-
manni gegn Birni bankastjóra
Kristjánssyni nm rangan fram-
burð tyrir rjetti, og hefur kærand-
inn sagt Lögr., að bankastjórinn
hafi staðfest þennan framburð
með eiði. Kærandinn hetur sent
kæruna stjórnarráðinu, en frek-
ara veit Lögr. ekki um það mál.