Lögrétta

Tölublað

Lögrétta - 13.03.1912, Blaðsíða 2

Lögrétta - 13.03.1912, Blaðsíða 2
48 LOGRJETTA Lðgrjetta kemur át á hverjum mið- vikudegt og auk þeas aukablðð við og vlð, minat 60 blðð als & ári. Verð: 4 kr. árg. á íslandt, eriendis 5 kr. Gjalddagi 1. júli. Georg Brandes. Hann varð sjötugur 4. febr. í vetur. Dönsku blöðin frá þeim degi eru mestmegnis um hann. Fjöldi manna ritar þar um verk hans og áhrif, og myndir flytja blöðin af honum frá ýmsum tímum. Nú má heita, að allir sjeu samdóma um, að þakka hon- um æfistarf hans. En um engan mann í Danmörku hafa áður verið eins misjafnir dómar. Hann varð ungur stúdent og tók síðan próf við háskólann í Khöfn í heimspeki og fagurfræði. Nokkru síðar varð hann dr. phil. fyrir ritgerð um franskar bókmentir. Þá ferðað- ist hann erlendis og kynti sjer með mikilli alúð helstu listaverk og bók- mentaverk hinna stærri þjóða. Um þrítugt tók hann svo að flytja fyrir- lestra um þetta við háskólann f Khöfn. Þeir urðu upphaf til þess ófriðar, er síðan stóð um nafn hans í Danmörku í full 30 ár. Hann leiddi inn nýja andlega strauma, sem fóru í bágvið eldri kenningar, gerðist túlkur skoð- ana ýmsra merkra rithöfunda, skálda og heimspekinga, er áður voru eigi kunnir í Danmörku. Og hann gerði þetta með slíku fjöri og krafti, að það hlaut að vekja menn, setja hugi manna í hreyfingu, vekja meðhald og mótstöðu. Meðhaldið kom frá hinum yngri mentamönnum og upp- vaxandi rithöfundum, en mótstaðan auðvitað frá helstu fulltrúum hinna ríkjandi skoðana. Öll stærstu blöð- in rifu niður kenningar Brandesar. Carl Ploug, sem var ritstjóri fyrir „Fædrelandet" og töluvert varkunn- ur hjer á landi á dögum Jóns Sig- urðssonar, var einn af bitrustu óvin- um Brandesar, en blað hans var lengi voldugasta blaðið í Khöfn. Eftir nokkurra missira baráttu sá Brandes sjer ekki fært að vinna sjer rúm meðal danskra rithöfunda, fór úr landi, settist að í Berlín og dvaldi þar 7 ár. Rit þau, sem hann þá samdi, gaf hann út bæði á þýsku og dönsku og hafði þegar unnið sjer mikið álit eigi aðeins meðal þýskra mentamanna heldur og meðal menta- manna hvervetna úti um Evrópu. Hann hafði áður gert sjer miklar vonir um að verða kennari við há- skólann í Khöfn í bókmentum og fagurfræði, og var líka án efa allra manna færastur til þess. Skáldið C. Hauch, sem haft hafði það embætti, gaf honum líka eindregin meðmæli. En við þetta var ekki komandi hjá þeim, sem ráðin höfðu. Þegar Brandes tók að vinna sjer heimsfrægð með ritum sínum, mynd- uðu nokkrir menn í Khöfn fjelag og skutu saman fje til þess að launa honum, ef hann vildi flytjast heim aftur og halda að staðaldri fyrirlestra við háskólann í Khöfn. Voru honum boðin af þessu fjelagi 4000 kr. árs- laun, og tók hann boðinu. Hann var þá um fertugt. Mikla og ákafa mótstöðu vakti hann enn. En fylgifiskar hans urðu fieiri og fleiri. Hann varð foringi nýrrar stefnu í bókmentum Dana, virkileikastefnunnar, og áhrif hans á alt mentalíf Dana urðu afarmikil. Oft dvaldi hann erlendis tíma og tíma og ferðaðist* víða, enda fór og ritfrægð hans erlendis sívaxandi. Skoðanabræður hans heima fyrirkomu upp sterkum og víðlesnum blöðum, er hjeldu á lofti kenningum hans. Einkum kvað þar að blaðinu „Póli- tiken" undir stjórn V. Hörups, er síðar varð ráðherra. í það blað rit- aði Brandes stöðugt. Þegar vinstri menn komust til valda, 1901, varð það eitt af fyrstu verk- um þeirra, að bæta G. B. fyrir þann órjett, sem hann hafði áður orðið fyrir. Honum voru á fjárlögunum veitt 6000 kr. árslaun án þess að nokkrar skyldur væru við þau bundnar. Helstu rit G. B. eru: „Höfuð- straumar í bókmentum 19. aldarinn- ar“, f sex bindum, og kom hið fyrsta út 1872, en hið síðasta 1890. Það er þetta rit, sem mest hefur verið um þrætt. Með þvf byrjaði hann fyrir- lestra sína við háskólann 1872, sem mótstöðuna vöktu gegn honum. En nú er rit þetta talið, bæði í Danmörku og utan Danmerkur, meðal helstu ritdómaverka 19. aldarinnar. Þá eru rit um dönsk og norsk skáld, „Danske Digtere", um eldri skáld dönsk, og „Moderne Gennembrudsmænd", um samtímaskáld norsk og dönsk (Björnson, Ibsen, Drachmann o. fl.), rit um Sören Kierkegaard, annað um Holberg, þriðja um E. Tegnér, rit um enska stjórnmálamanninn Benja- min Disraeli, annað um Ferdinand Lasalle og svo „Mennesker og Vær- ker i nyere Evropæisk Litteratur". Ennfremur mikið rit um Berlínarborg og ferðaminningar frá Póllandi og Rússlandi, hvort um sig stór verk. Annað höfuðverk G. B. er talið rit hans um enska skáldið W. Shake speare í 3 bindum, er komu út 1895 —96. Svo er rit um þýska skáldið H. Heine, annað um H. Ibsen o. fl. Loks kom út safn af ritum hans í 12 stórum bindum á árunum 1899— 1902, og síðan hefur sú útgáfa verið aukin með 6 viðaukabindum. End- urminningar sínar hefur hann ritað í 3 stórum bindum, sem út eru komin fyrir nokkrum árum. Þegar Brandes varð sextugur, var honum sýndur mikill vottur virðing- ar og meðhalds í Danmörku. Ein nú, er hann varð sjötugur, var hann ekki heima, heldur í París, og vildi vera sem mest laus við öll fagnað- arlæti. Brandes hefur haft mikil áhrif hjer á landi, þótt ekki sjeu rit hans þýdd áíslensku. „Verðandi“-mennirnirbáru hjer fram merki hans í skáldskapn- um rjett eftir 1880. Ilolitein-Ledreborg geelli dálnn. Hann dó um síðastl. mán- aðamót, 73 ára gamall. Frá 1872 til 1890 átti hann sæti í danska þinginu og varð einn af foringjum vinstrimanna. Var hann gáfaður maður og mælskur vel. Þegar vinstri menn tóku við stjórn, 1901, vildu þeir fá hann inn í ráðaneytið, en hann neitaði því þá. En er til vand ræða horfði út af ósamlyndi í flokkn- um sumarið 1909, tókst hann á hendur að mynda nýtt ráðaneyti og kom það hervarnarlögunum fram á þinginu. Fór hann frá að því búnu eftir nokkurra vikna stjórn. Hann var kaþólskur og hefur rit- að nokkur ádeilurit gegn kenningum þjóðkirkjunnar. Armauer Hanien dáinn. 12. f. m. andaðist hinn frægi norski læknir Armauer Hansen í Bergen, 70 ára gamall, fæddur 29. júlí 1841. Frægastur er hann fyrir holdsveikis- rannsóknir sínar. Hann fann holds- veikisgerilinn og ruddi til rúms nýrri þekkingu á þeirri veiki. Það er og hans verk, hve holdsveikislækningar eru nú fullkomnar í Noregi og hve mikinn árangur þær hafa borið. Þeg- ar hann tók við því máli 1869, voru holdsveiklingar í Noregi taldir 2653, og árlega bættust við um 180, en 1907 var talan komin niður í 445 og árlega aukningin niður í 19. Frá 1875 hefur Armauer Hansen verið yfirmaður holdsveikramála í Noregi, og til heiðurs við hann var alþjóðamóti holdsveikislækna valinn samkomustaður f Bergen árið 1909. Jarðarför Armauer Hansens var kostuð af ríkinu, eins og jarðarfarir þeirra Ibsens og Björnsons. Frá Kína. Hjer í blaðinu hefur áður í sím- skeytafregnum verið sagt frá hinni endanlegu lýðveldismyndun í Kína. Keisarinn gaf sjálfur út skjal um þá breytingu 12. febrúar. Það er f þremur köflum. Fyrst lýsir keisar- inn því yfir, að Kína skuli framvegis vera lýðveldi. Þar næst felst hann á samningana milii þeirra Juan Shi Kais og Sun Yat Sens um skilyrðin fyrir því, að hann afsali sjer völdum, sem eru meðal annars þau, að hann fái 4 milj. dollara í árlegan lífeyri og að hann verði að titlinum til á- fram yfirhöfuð andlegu stjettarinnar, og skal sá titill arfgengur. Síðast er tilkynning til varakonunganna og landstjóranna um valdaafsalið og hvatriing til þeirra um að halda sem best ró og friði í tíkinu. Það er víst eins dæmi að ríki verði lýðveldi samkværnt fyrirskipun frá sjálfum einvaldanum. í Mánsjúríu eru stöðugar óeirðir. Elisabeth Belgíudrotning er sem stendur hættulega veik. Hún er dóttir Karls hertoga af Bayern, 35 ára gömul. Korika rádaneytíð nýja. Bratlie yfirráðherra fer með varnar- málin, Irgens með utanríkismálin, prófessor Fr. Stang með dómsmálin, Enge þingm. með búnaðarmálin, Fr. Konow þingm. frá Bergen með fjár- málin, fyrv. ríkisráð Liljendahl með kirkjumálin, óðalsþingsforseti Lindvig með verslunarmálin og fyrv. versl- unarmálaráðherra Brænne með verkn- aðarmálin. W. Konow. Eftir ráðaneytaskiftin var fyrv. yfirráðherra W. Konovv kosinn for- seti stórþingsins í stað Bratiies, er áður var það. í Óðalsþinginu var Lindvig áður forseti, en nú var A. Berge kosinn í hans stað. Ráðaneytið er blendingsráðaneyti. í því bæði hægrimenn og menn úr hinum frjálslynda vinstriflokki. Stjórn- in leggur einkum áherslu á það í stefnuskrá sinni, að hún viiji bæta samgöngur, greiða fyrir atvinnumál- um og bæta um fræðslumál. í mál- þjarksþrætunni ætlar hún að vera af- skiftalaus. Willi. Thomsen prófessor í Khöfn varð sjötugur 25. jan í vetur. Hann er einn af frægustu málvísinda- mönnum, sem nú eru uppi. Sjötugs- afmæli hans var minst með mikilli viðhöfn. Meðal annars fjekk hann þá fílsorðuna. Frá þýska þinginu. Hið nýkosna þýska þing kom saman 7. febr. Ræða keisarans víð setningu þess hafði verið mjög róleg og er vel vfir henni látið. En um formannakosningarnar urðu miklar þrætur. Ihalclsmenn lýstu því þegar yfir, að þeir vildu ekkert sæti eiga í stjórn þingsins, ef þangað yrði valinn maður af llokki jafnaðarmanna. Eftir marg- falda kosningu fór svo, að forseti var kosinn úr miðflokknum (Cent- rum). Sá heitir Spahn og hlaut við úrslitakosningu, bundna um hann og l'orsetaefni jafnaðarmanna, Bebel, 196 atkv. En Bebel fjekk 17ö. Fyrsti varaformaður, Scheide- mann, var kosinn úr flokki jafn- aðarmanna, en annar, Pauske, úr »national]ibera]a« flokknum. Þegar Spahn sá, hvernig varaforsetakosn- ingarnar fóru, sagði hann af sjer forsetastöi'funum. Einnig kváðust þeir, er valdir höfðu verið skrif- arar, ekki taka starfið að sjer, og svo neitaði annar vai'aforseti að taka við því starfi, sem honum var ætlað. Jafnaðarmaðurinn Scheidemann hlaut þannig þá upp- hefð, að stýra fyrstu fundunum, því hann hafði ekkert á rnóti kosn- ingu sinni. í þessu stappi stóð nokkra stund. íhaldsmenn voru að brugga það, að íá þinginu frestað i 4 vikur. Þetta varð þó ekki, því 14. febr. náðist loks samkomulag um formannsvalið. Bæði forseti og 2. varaforseti voru kosnir úr hinurn svonelnda »frjálslynda flokki«, Kaempf forseti og Dove 2. varaforseti. Ivaempf var kosinn mcð 193 atkv., en flestir hinir skiluðu auðum seðlum. Svo lauk þeirri þrætu, og þingið tók lil starfa. Myndin, sem hjer fylgir, er frá þýska þinginu meðan Scheide- mann stýrir þar fundi. Hann er sá, sem merktur er með x, efst á myndinni í miðju. liöiimiiiarför fil Girænlaiidi er nú verið að útbúa til næsta sumars í Khöfn. Formaður hennar verður J. P. Koch, einn af þeim, er áður var í Mylius-Erichsens-förinni þar nyrðra fyrir fáum árum. Ráð- gert er, að förin kosti 60 þús. kr. og leggur Carlsbergssjóðurinn fram helming af því fje, en nefnd, sem fyrir þessu gengst, útvegar hinn helm- inginn. Förin á að hefjast 1. júní. Fyrst fara þeir fjelagar hingað til íslands, ætla að fá hjer 15 hesta til fararinnar og fá íslenskan mann með sjer. Þeir ætla að fara yfir Vatna- jökul og reyna þar hestana. I. júlí ráðgera þeir að leggja á stað til Grænlands, og þá líklega frá Akureyri. Með sjer hafa þeir vjel- arbát og hús. Hunda hafa þeir enga. V etrarsetu ætla þeir að ha fa vestanvert á Louise-drotningar-Iandi. Þar kvað vera dýralíf töluvert, hjerar refir og Moskusnaut, og jurtalíf nokkurt. Þetta Iand ætla þeir að kortsetja. 9 af hestunum ætla þeir að slátra þar í haust og hafa þá til fæðu í vetur. 1. maí næsta ár gera þeir ráð fyrir að leggja á stað vestur yfir Græn- land og ná eftir tveggja mánaða ferð til Upernvik. Þessi leið er um 1000 km. Svo ráðgera þeir að vera á vesturströnd Grænlands til haustsins, en koma þá heim aftur með síðustu skipum. — Ef þessi för hepnast, verður það lengsta förin, sem enn hefur verið farin yfir Grænlandsjökl- ana. Á árunum 1901, 1903 og 1904 var Koch kapteinn einn af fyrirlið- um landmælingasveitarinnar hjer á landi. Hann var við mælingar í Skaftafellssýslum sumurin 1903 og 1904. Með honum var þá á ferð- um hans Sigurður Símonarson hjeð- an úr Rvík. Honum hefur kapt. Koch nú skrifað og beðið hann að fara með sjer Grænlandsförina, eða þá að útvega sjer duglegan mann í hana. Vegna heimilisástæðna sinna getur Sigurður ekki farið, og langar þó til þess. En þeir, sem vilja bjóða sig til fararinnar, geta snúið sjer til hans. Hann býr á Barónsstíg 28. Paiiaiiiaskurðurinn. Það er nú byrjað á víggirðingum þar af Bandaríkjastjórn, Kyrrahafsmegin, á eynni Flanenco, sem er þar úti fyrir skurðarmynninu, og sterkar og lang- drægar fallbyssur valdar þangað. Aehrcntlial greifb utanríkis- ráðherra í Austurríki, andaðist 17. f. m. Hann var duglegur maður, og það var hans verk, að Austurríki tók fyrir nokkrum árum frá Tyrkjurn Bosníu og Herzegóvínu.

x

Lögrétta

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögrétta
https://timarit.is/publication/196

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.