Lögrétta

Tölublað

Lögrétta - 03.04.1912, Blaðsíða 1

Lögrétta - 03.04.1912, Blaðsíða 1
Afgreiðslu- og innheimtum.: ARINBJ. SVEINBJARNARSON. Lftugaveg 41. Talsimi 74. LOGRJETTA Ri ts t j ó r i: PORSTEINN GÍSLASON Pinglioltsstræti 17« Talsimi 178. M 18. Reykjavík 3. apríl 1912 VII. árg. Við undirritaðir tökum að okkur að útvega mönnum nú þegar gaddavír og stólpa, og annað girðingaefni í stærri og minni kaupum. Og viljum við því ráðleggja mönnum, að leita upplýsinga hjá okkur áður en þeir festa kaup annarstaðar. Menn gefi sig fram sem fyrst við annan hvorn okkar. Reykjavík 2. apríl 1912. Kristófep Slgurðsson | Páll Magnússon } I. O. O. F. 933299- Þjóðmenjasafnið opið sunnud., þriðjud. og fimtud. kl. 12—2. Lækning ók. í læknask. þrd. og fsd. 12—1. Tannlækning ók. (í Pólthússtr. 14) 1. og 3. md. í mán. 11—1. Landakotsspftali opinn f. sjúkravitj. io‘/» —12 og 4—5. Islands banki opinn 10—21/* og 5y*—7- Landsbankinn io1/.—21/*- Bnkstj. við 12—1. Lagadeild háskólans ók. leiðbeining 1. og 3. ld. í mán. 7—8 e. m. Landsbókasafnið opið hv. virkan dag kl. 12—3 og 5—8. Heilsuhælið opið til heimsókna 12—1. Lárus Fjeldsted, Y flrrj ettarmálafæpslum«Oup. Lækjargata 2. Heima kl. 11 — 12 og 4—7. Simskeyti jrá konungi, meðtekið 2. apríl. I Anledning af det sörgelige Bud- skab om Fiskekutteren »Geirs« Forlis, hvorved 27 Fiskere har fundet deres Död, beder jeg dem overfor de efterladte, at udtale min hjerteligste Deltagelse. Hvis Ind- samling foregaar önsker jeg at gde mit Bidrag. Frederik R. [Á íslensku: Vegna hinna hryggi- legn fregna um það, að fiskiskipið „Geir" hafi farist og þar druknað 27 fiskimenn, bið jeg yður að tjá hin- um eftirlátnu hjartanlega hluttekning mína; sje samskotum safnað, óska jeg að leggja fram minn skerf]. Þetta símskeyti hans Hans Hát. konungsins gjörist hjer með öllum hlutaðeigendum kunnugt. Ilristján Jónsson. . Nú í dag hefur ráðherra aftur fengið símskeyti frá konungi oggefurhann, og drotningin, til samskotanna 2000 krónur. Slys yí9 Landeyjar, 6 Færeyingar drnkna. Fyrir skömmu strandaði færeysk skúta við Landeyjasand. Hafði verið á fiski þar úti fyrir, en haf var órótt og bar aldan skipið á land. Allir komust skipverjar lifandi af. En önn- ur færeysk skúta, sem skamt var frá, sendi upp bát með 6 mönnum til hjálpar og fórust þeir allir í brim- garðinum. Björgunarskipið „Geir" fór hjeðan austur til þess að reyna að ná skút- unni út, en það reyndist ógerlegt. BókinentafjclagiA, Margir eru illa ánægðir með lista þann, sem ísaf. birti nýlega fyrir einhverja og átti að vera leiðbeining um kosning í stjórn Bókmentafjelagsins. Lögr. fann að þeim lista í síðasta tbl. Síð- an hafa henni borist tilmæli um það frá fundi, sem rætt hafði þetta mál, að hún birti samkomulag það, sem þar hefði orðið, en það var, að alls engin ástæða væri til að skifta um alla, sem nú eru í stjórn, heldur væri heppilegra að sumir þeirra að minsta kosti yrðu endurkosnir. En ef menn vildu skifta um, þá benti fundurinn ú þessa þrjá nýja menn til kosn- 'ngar: ^gúst Bjarnason prófessor, Guðniund Björnsson landlækni, — . • Guðmund Finnbogason. eir Guðmundarnir báðir eru einnig a ísta þeimi sem jsaf_ birti. Og Logr. vill bæta þvf við, að Einar prófessor Arnórsson, sem líka er þar a listanum, væri, að hennar áliti, vel valinn í stjórn fjelagsins. fjársajn fanðsbankans í Danmörku. 830 þúsundirnar. Skilja bankastjórar Landsbankans ekki sína eigin reikninga? Dæmalausar vitlcysur í ísaf. Varla getur efi á því leikið, að það sje bankastjóri I.andsbankans, B. Kr., sem svarar Lögr. í síðasta (21.) tb). ísaf. Hann er enn að reyna að mæla því bót, að Landsbankinn hafði yfir 800 þús. kr. innistand- andi í dönskum banka um síðastl. áramót. Honum sárnar það, að Lögr. skuli vita, hve mikið Landsbankinn hafi haft í sjóði um nýjár, ásamt fleiru, og getur þess til, að enginn annar en Halldór Jónsson hafi getað upp- lýst Lögr. um þetta. En fræða mætti hann á þvf, að tölurnar í greininni í 16. tbl. Lögr. eru teknar úr svargrein sjálfra banka- stjóranna í 16. tbl. ísaf. og svo úr reikningi Landsbankans frá 1910. Annars mætti svo virðast, sem banka- stjóranum kæmi það harla lítið við, hvaðan Lögr. fær upplýsingar, úr því að hann verður að játa, að þær upplýsingar, sem hún hefur fram að færa, sjeu allar rjettar. Bankinn er ekki hans eign, heldur landsbúa yfir höfuð, og hann á að standa þeim reikningsskap á því, hvernig bankan- um er stjórnað. Hann hefur er.gan rjett til að halda því leyndu fyrir almenningi, hvernig hag bankans sje varið, og gefi hann blekkjandi upp- lýsingar um það, þá má hann vita, að slíkt ætti ekki að vera með öllu hættulaust fyrir hann, enda þótt hjer sje ekki um að ræða skýrslur til al- þingis, heldur upplýsingar til blaða og almennings. Þegar Landsbankinn liggur með í sjóði 31. des. 1910 um 230 þús. kr., var með fullum líkum hægt að bú- ast við, að bankinn mundi hafa í sjóði 31. des. 1911 um 200 þús. kr., enda hefur bankastjórinn ekki þorað að þræta fyrir það. Annars er afareinkennileg þvæla ísaf. um nauðsynina á því fyrir bankann, að liggja með heila miljón któna í sjóði við síðustu áramót, og svo tilraunirnar til að fóðra slíkt athæfi með ýmsum spádómum um þörf á fje úti í Danmörku um nýárið. Hvers vegna er bankastjórinn ekki svo hreinskilinn, að upplýsa rjett og satt um það, hve mikil gjöld og hve miklar tekjur hafi greiðst úr við- skiftareikningi Landsbankans hjá Landmandsbankanum í Khöfn og í hann t. d. í janúarmánuði 1912? Með því móti og engu öðru gat hann sannað peningaþörfina þar. En þessar upplýsingar hefur hann ekki þorað að gefa, heldur býr hann til í þess stað áætlun út í loftið, sem Lögr. hefur sýnt fram á, að ekki nær nokkurri átt. Ekki þurfti þess í ársbyrjun 1910 nje 1911, að láta liggja iooþús. kr. hjá Landmandsbankanum til þess að innleysa seðla þar frá janúarmánuði þau árin. Því upplýsir bankastjór- inn ekki, hve mikið innleyst var í janúar 1912? Það er aðalatriðið, og það hlýtur hann að vita í marsmán- uði 1912, þegar hann er að basla við vörn sína. En þetta lætur hann ekki uppi og ber það vott um, að hann telji heppilegra fyrir málstað sinn að þegja um það. Svona eru vamir bankastjórans. Þær eru þvæla út í loftið, en varast að koma með hinar sönnu og rjettu tölur úr viðskiftareikningi Land- Amtmannsstíg 4. Talsíml 270. tannlæknir. Próf frá tannlæknaskólannm í Kliöfn. Viðtalstími kl. 10—2 virka daga. (Á öðrum tímum eftir ástæðum). NB. Síðari viðtalstímanum, sem ver- ið hefur (4—6) er slept vegna vax- andi anna við tannatilbúning, bæði handa innanbæjarmönnum og að- komufólki, (sjerstakl. á vissum tímum t. d. vor og haust). mandsbankans fyrir janúar 1912, sem einar geta sannað þetta mál, og það, að þær tölur eru ekki birtar, gefur fulla heimild til að áifta, að ástæð- an fyrir því sje sú, að þær tölur mundu sanna, að bankastjórinn og ísaf. hafi rangt fyrir sjer. Höf. ísaf.greinarinnar ætti að vita og skilja, að janúarmánuður getur ekki verið stór útborganamánuður, að innlausnum vaxtabrjefa og vaxta- miða frá teknum, því að þá er lítið um verslun og útgerð þilskipa ekki byrjuð. Lögrjetta upplýsti það, í 16. tbl., að eftir bankareikningnum i9iohefði Landsbankinn borgað út það ár fyrir Landmandsbankann yfir 3 milj. kr., en Landmandsbankinn ekki nema rúmar 2 milj. kr. fyrir Landsbank- ann. Höf. greinarinnar í 21. tbl. ísaf., sem mun vera B. Kr. sjálfur, segir um þetta, að sú frásögn sje „þvert á móti því, sem stendur— algerlega haft hausavíxl á rjettu og röngu", og setur upp dæmi út af þessu. Hverjum manni, sem hefuríhönd- um reikning Landsbankans 1910, og skilur hann, hlýtur að blöskra óskammfeilni eða vitleysa blaðsins og greinarhöfundarins. Hjer getur ekki verið nema um tvent að ræða: ann- aðhvort skilur höfundurinn ekki banka- reikninginn, eða hann segir víssvit- andi ósatt. Hver, sem hefur stjórnartíðindin frá 1911, fletti upp bls. 137 (B-deild). Þar stendur útgjaldamegin í banka- reikningnum: „4. útborganir í reikningi Land- mandsbankans í Kaupmannahöfn 3078354.82, sem þýðir, að Lands- bankinn hefur útborgad fyrir Land- mandsbankann þessa fjárhæð á þessu ári. Og á bls. næst á undan (136) stendur tekjumegin: „7. Innborgað í reikning Land- mandsbankans í Kaupmannahöfn 2250938.97, sem þýðir það, að Land- mandsbankinn hefur útborgað fyrir Lándsbankann þessa fjárupphæð á þessu ári. Mismunurinn á þessum tveimur upp- hæðum er kr. 827415.85, sem Lands- bankinn hefur borgað meira fyrir Landmandsbankann 1910, heldur en Landsbankinn fjekk innborgað til sín frá Landmandsbankanum. Og það þýðir aftur, að Landsbankinn hefur árið 1910 minkað skuld sína við Landmandsbankann um þessar kr. 827415.85. Enda sjest það líka, að í efnahagsreikningi Landsbankans árið 1909 er skuldin við Landmands- bankann talin (Stj.tíð 1910 bls. 150) kr. 986,138.75 en í efnahagsreikningi 1910 (Stj.tíð 1911, bls. 143) er skuldin talin..................— 158,72290 Mismunur kr. 827,415.85 einmitt sú tala, er sýnir hvað Lands- bankinn lækkaði skuld sína með því, að borga þessari upphæð meira út fyrir Landmandsbankann, heldur en Landmandsbankinn borgaði það ár út fyrir hann. Er nú bankastj. B. Kr. svo illa að sjer f reikningsfærslu, að hann sje ' ekki fær um að skilja þettaf Eða er höf. ísaf. greinarinnar gegn betri vitund að bera helber ósannindi á borð fyrir almenningf Annaðhvort er hjer um að ræða alveg einstaka, frámunalega fáfræði, eða þá útrúlegt hirðuleysi um það, hvað satt er og rjett. Af öllu þessu er það Ijóst og bert, að síðan í árslok 1909 hafa banka- stjórar Landsbankans minkað veltu* fje hans um altað 2 miljónumkr.; þeir hafa 1910 minkað skuldina við Land- mandsbankann um kr. 827,415.85 1911 borgað afgang skuldarinnar ... — 158,722.90 og eiga þar til góða um..................— 830,000.00 Þessar samtals kr. 1816,138.75, eðanærri2milj. kr., hafa bankastjórarn- ir tekið útúr viðskiftaveltu bankans og afhent Landmandsbankanum í Khöfn, eða dregið þær undan notkun ísend- inga. En alt þetta sýnir ljóslega, að síst er það ofsagt, að það „gangi glæpi næst“ að stýra banka á þennan hátt í landi, sem er jafn þurfandi fyrir peninga og ísland er nú. Sjálfshólið um „skylduræknina" og „samviskusemina" í bankastjórninni hefur mörgum þótt í meira lagi væmið. En ekki verður það geðslegra, er á eftir fer annað eins og þetta, sem hjer hefur verið gert að umtalsefni. Og trúa mega þeir því, núverandi framkvæmdarstjórar Landsbankans, að allur þorri íslensku þjóðarinnar er af 2 ára reynslu orðinn sannfærð- ur um það, að það er til stórtjóns fyrir land og lýð, hvernig banka- stjórnin fer þeim úr höndum. Farnir að skaminast lín — loksins. ísaf. flytur grein á laugard., sem ber þess vott að að- standendur hennar, einhverjir að minsta kosti, sjeu nú loksins farnir að finna til þess, að árásirnar á gjald- kera Landsbankans, meðan ransókn fer fram í máli hans, sjeu ekki sem sæmilegastar. Nú er blaðið farið að mótmæla því, að þær hafi átt sjer stað, farið að bera af sjer og afsaka sig. Blaðið afsakar sig meðal annars með þvf, að Lögr. hafi farið eins að í silfurbergsmálinu. Auðvitað væri það allrar virðingar vert, ef tsaf. reyndi að taka sjer Lögr. til fyrir- myndar í sem flestum greinum. En henni skjátlast, ef hún hyggur að hægt sje að bera saman framkomu hennar í gjaldkeramálinu og Lögr. f silfurbergsmálinu, enda fer að jafnaði svo, að sá, sem reynir að stæla, nær göllunum og engu öðru. Ef ísaf. hefði látið sjer nægja að flytja skjöl þau um gjaldkeramálið, sem fyrir lágu í stjórnarráðinu, upp- lýsingarnar frá þeim, sem ransakað höfðu málið, þá hefði hún komið fram f gjaldkeramálinu alveg eins og Lögr. í silfurbergsmálinu, og þá hefði engin ástæða verið til þess að víta framkomu hennar. ísaf. tekur það fram með breyttu letri, að Lögr. hafi tekið silfurbergs- málið fyrir „áður en kæra var fram komin". Þarna er munurinn. Það, sem ísaf. og hennar lið er vítt fyrir, er einmitt það, að halda fram árás- um í gjaldkeramálinu meðan verið er að ransaka kæru, sem „fram er komin". Greinar Lögr. í silfurbergs- málinu voru bygðar á ransókn al- þingis og skjökim þeim, sem stjóm- arráðið hafði lagt fram til þeirra ransókna. Og svo var mönnunum, sem að var beinst, sjálfum leyft að halda uppi vörn fyrir sig i blaðinu. Eftir að það varð kunnugt, að kæra væri fram komin í silfurbergsmálinu, hefur Lögr. ekki um það skrifað ann- að en stuttar frjettaklausur einu sinni eða tvisvar, sem skýrðu frá úrslitun- um hjá stjórnarráðinu. Þetta er harla ólíkt framkomu ísaf. í gjaldkeramálinu. Annars vill Lögr. ráða þeim, silf urbergskumpánahópnum öllum saman, til þess að tala sem minst um það mál. Ransókn alþingis á því er enn eftir og málið er svo vaxið, að það ætti, eitt með öðru, að verða lands- dómsmál á hendur Birni Jónssyni. Má vera, að Lögr. minnist á það frá þeirri hlið einhverntíma bráðlega. Á málið gegn J H. Jónssyni ætti ísaf. ekki heldur að minnast, því svo illa fórst óaldarmönnum við hann út úr því máli, að Lögr. varð loks til þess að taka svari hans. Vinna byrjar aftur. Símað er frá Khöfn 29. f. m.: „Frumvarp um lágmark á verk- kaupi samþykt og orðið að lögum. Þar segir að menn, sera kvaddir skulu til gerðar, skuli ákveða lág- markið í einstökum hjeruðum. At- kvæðagreiðslu námuverkmanna verð- ur væntanlega lokið á miðvikudag 3. apríl. Góðar horfur á sættum. Frá Englandi var símað til versl- unar hjer í bænum á mánudaginn, 1. þ. m., að útlit væri fyrir að vinna yrði byrjuð í þessari viku. Dánargjöf. Kennarar og skólapiltar á Hvann- eyri hafa sent mjer dánargjöf til Heilsuhælisins, hundrað krónur, til minningar um Ingimund heitinn frænda minn. Jeg kann þeim inni- legar þakkir fyrir það vináttumerki. G. Björnsson. Leiðrjetting. Nafn formannsNorð- urlandafiskisýningarinnar í Khöfn er misprentað í síðasta tbl., á að vera: Johs Schmidt.

x

Lögrétta

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögrétta
https://timarit.is/publication/196

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.