Lögrétta

Tölublað

Lögrétta - 03.04.1912, Blaðsíða 4

Lögrétta - 03.04.1912, Blaðsíða 4
66 LOGRJETTA dan$ka smjörlihi cr be5h. Ðiðjiö um \egund\rnar -Sólcy’* M IngóHxir " M Hehla " eóa Jsafold” Smjðrlihið flœ$Y einungi$ f'ru : Oífo Mönsfed h/f. Kaupmannahöfn og/frö$um i Danmðrku. I <3Tý fiomið mikid af nýjum PÁSKAVÖMJM til r Arna Eiríkssonar, Austurstræti 6. Til dæmis: Stubba^irz. Fliincll. Barnapeysur. —Gardínutau, ......— hvít og mÍ8lit, feiknamikið úrval. Chasimir-sjöl, mesta úrval í bænum. Vetrar- og Vorsjöl, eitt af hverjum lit. Rekkjuvoðir. Léreft o. m, fl. Verðið er viðurkent að vera það bezta í bænum. Komið í tíma. Páskarnir nálgast. Reykjavík. Ný mynd í Bíó. Þar var verið að reyna nýkomna mynd í gærkvöld, sem heitir „Herfang mormónans" og er lengsta og stærsta myndin, sem þar hefur verið sýnd, enda er það heil saga. Mormónaprestur er á ferð og tælir stúlku frá góðu heimili til þess að flýja með sjer. Heima á hann konu, sem verður illa við, er hann kemur með þá nýju. Með eldri konunnar hjálp er svo sú nýja frels- uð frá honum. Ýms æfintýri á flótt- anum eru sýnd og eins heima hjá mormonaprestinum. Einnig er sýnd skírn í musteri mormóna í Utha. Mannalát. Dáin er hjer í bæn- um 28. f. m. frú Sigríður Þorkels- dóttir, ekkja síra Þorkels heitins Bjarna- sonar prests á Reynivöllum, en dóttir Þorkels Runólfssonar þurrabúðar- manns hjer í Rvík. Frú Sigríður var fædd 21. jan. 1835, merk kona og vel látin. Aðfaranótt síðastl. sunnudags dó hjer í bænum frk. Laufey Guðmunds- dóttir (Helgasonar frá Reykholti), nál. 25 ára. Um Signrð Breiðfjörð talar Sig- hvatur Grímsson í Iðnaðarmannahús- inu á morgun, eins og auglýst er annarstaðar hjer í blaðinu. Sighvatur man Sigurð og mun hafa frá ýmsu að segja, sem bæði þyki fróðlegt og skemtilegt. Eftirhermnr. Bjarni Björnsson leikari hefur skemt mönnum með því í tvö kvöld í Bárubúð, að herma eftir ýmsum, sem verið hafa hjer á leiksviðinu. Honum tekst þetta all- vel, og aðsókn var mikil. Einnig var þar gamanvísnasöngur o. fl. 100 þús. br. segja þeir, sem best vita, að bærinn misti við það, ef lýsisbræðslunni yrði bolað í burt, eins og um er talað af miklum móði í síðustu ísaf. Útgerðarmenn og sjó- menn eru stólpar bæjarfjelagsins, og bæjarmenn og bæjarstjórn ættu að gera þeirri stjett sem mest til hag- ræðis í stað þess að amast við fram- takssemi hennar. Gjaldkeramálið. Magnús Guð- mundsson kand. jur. hefur verið skip- aður ransóknardómari í gjaldkeramál- inu í stað bæjarfógeta, er bað sig undanþeginn vegna embættisanna. Um mannskaða á íslandi, eink- um druknanir og hugsanleg varnar- ráð við þeim, ætlar Guðmundur land- læknir Björnsson að tala núna um páskana, einhvern daginn, og rennur ágóði af þeim fyrirlestri í samskota- sjóðinn handa ekkjum og börnum þeirra, sem fórust á „Geir". Samskotin. Lögr. heíur tekið á móti 10 kr. í samskotasjóðinn frá Júl. Havsteen amtmanni. Furðnlegt mætti það virðast þeim, sem ókunnugir eru öllum hög- um ísaf. á síðari árum, að hún skuli láta hafa sig til að flytja á eigin ábyrgð aðrar eins greinar og þá, um reikninga Landsbankans, sem um er talað í annari grein hjer í blaðinu, þar sem rangfærðar eru jafnvel tölur úr opinberum reikningum, sem allir eiga aðgang að. Er blaðið fjötrað á skuldaklafa hjá bankastjórunum f verður mörgum að spyrja. Eða hvers vegna lætur það misbrúka sig svo herfilega? Lögr. skal ekki að svo stöddu neinar skýringar á því gefa. En víst er það, að ísaf. flytur hugsunarlaust og dómgreindarlaust hverja vitleysu, sem í hana er fleygt úr þeirri átt. Sögukort fyrir börn og unglinga til notkunar við lestur mannkynssögunnar. Bókav. Guðm. Gamalíelssonar). Er til nokkurstaðar í víðri veröld svo nefnd „siðuð“ þjóð önnur en íslendingar, sem ekki á landabrjef til notkunar í barnaskólum á sínu eigin máli? Er það ekki háborin háðung fyrir okkur, með allan þjóðernisrembinginn og alla kenslumálalöggjöfina, að neyða barnaskólabörn okkar til að not- ast við dönsk landabrjef? Væri okk- ur ekki sæmra að hætta að böglast við landafræðiskenslu. Hvað segir landstjórnin um þetta? Eða kenslumálaráðanauturinn? Hvað segir almenningur um það? eða halda menn að kostnaður slíkrar útgáfu mundi aldrei vinnast upp? Og þó að menn komi nú ekki auga á minkunina, þá væri mönnum þó ætlandi að koma auga á töfina, sem af þessu leiðir. Krakkaskinnin eru að þvælast áfram í landafræði, sem er — að nafninu — á íslensku, en fara svo í landabrjefin og finna þar ekki annað en dónsk nöfn — alt önnur nöfn en eru í bókinni. Þau leita t. d. að Grikklandi, Spáni, Frakklandi eða Svíþjóð, en finna á endanum Grcekenland, Spanien, Frankrig og Sverig — o. s. frv. Hvað skyldu Danir segja um það, ef farið yrði að bjóða börnum þeirra landabrjef á þýsku? Guðmundur Gamalíelsson hefur nú gert ofurlitla tilraun til að ljetta af okkur þessari vansæmd, með því að gefa út ofurlítil sögukort á íslensku. Það lá að, að einhver slíkur maður tæki sig fram um það, sem stjórn- inni bar að gera. Þessi sögukort eru auðvitað ekk- ert frábrugðin venjulegum sögukort- um, sem börnum eru ætluð, að öðru en því, að nöfnin eru íslensk. Og jeg fæ ekki betur sjeð en þau fari prýðilega á pappírnum, ofan á landa- litunum. Og ekki er kostnaðurinn nein lif- andi skelfing, fyrst Guðm. Gamal. getur selt eintakið á 25 aura. Von- andi græðir hann svo á þessu, að hann sjái sjer fært að leggja út í útgáfu stærri landabrjefa með íslensk- um nöfnum. Á kápunni voru prentuð ártöl ýmsra merkra söguviðburða, sem kemur sjer vel fyrir börnin. Annað höfuðhneykslið er það, að í þessum landabrjefum, sem börnun- um er skipað að kaupa og nota, eru 4 eða 5 kort yfir Danmörku, en eitt dæmalaust ljelegt — eða þá ekkert — yfir ísland. Helmingur Ianda- brjefabókarinnar er um Danmörku. Auðvitað, því að hún er ætluð d'ónsk- um börnum. En íslensk börn hafa ekki með meiri fróðleik að gera um Danmörk en önnur lönd. Þau þurfa á fróðleik um ísland að halda. En hann er engan að finna í dönsku kortunum. Morten Hansen hefur bætt úr þessu með korti sínu, sem nú er notað í barnaskólum — og er jafndýrt öll- um dönsku kortunum! Nú hefur sami bóksali (Guðm. Gamal.), gefið út nýjan smá-uppdrátt af íslandi og selur hann á 25 aura. Hann er ekki lagður mörgum lit- um. En hann hefur tvo höfuðkosti fram yfir Hansens. 1) Nýju eld- hraunin eru miklu skýrari. 2) Rit- símalfnan er öli dregin á hann. Annars er fremur hroðvirknislega gengið frá honum. T. d. vantar nafn Heklu. Engin vötn eru á Arn- arvatnsheiði nema Arnarvatn. Eng- in Fiskivötn nema Þórisvatn. Hverf- isfljót, Skeiðará og Hornafjarðarfljót vantar alveg (nema ósana). Fleira slíkt mætti til tína. En í aðaldrátt- um er það glögt og fjöllin yfirleitt skýrt teiknuð. Þetta kort gæti með dálítilli end- urskoðun orðið góður grunnur undir sögulegt og stjórnarlegt kort af ís- landi, sem væri við barna hæfi. Þeir uppdrættir ættu að losa okkur við eitthvað af Danmerkurkortunum í skólabókunum, um leið og nöfnin þar fengju íslenskan búning. Eftir því sem jeg veit best, verð- ur mentaskólinn einnig að notast við landabrjef með útlendum nöfnum, bæði við sögulestur og landafræði. Væri nú ekki vert að styrkja Guðm. Gamalíelsson ríflega af landsfje til þess að gefa út öll þessi landabrjef á íslensku, sem skólarnir þurfa á að halda? G. M. M Ijalatói til iiik Fráfall Ingimundar Guðmunds- SOnar. Hann druknaði í Hvítá 14. f. m., og hefur áður verið skýrt frá láti hans hjer í blaðinu. Líkið fanst í vikunni sem leið og var jarðað að Hvanneyri á laugardag síðastliðinn. Snæfellsnessýsla. Þar er settur sýglumaður Sigurjón Markússon kand. jur. Landhclgisbrot. Franskur botn- vörpungur var tekinn nýlega við veið- ar í landhelgi nálægt Vestmannaeyj- um og sektaður. Hafði verið fullur af fiski, sem að sjálfsögðu hefur verið upptækur. Aug'lýsing’. Skuldabrjef tilheyrandi bændaversl- uninni Einar Markússon & Co. í Ól- afsvík m. a. 800 króna skuldabrjef Hjálmars kaupmanns Sigurðssonar í Stykkishólmi, útg. r5/6 1910, sem jeg samkvæmt dómi hef haldsrjett í, verða seld, ef kaupandi býðst og viðunan- legt tilboð. Engin ábyrgð tekin á greiðslu. Eftir 9. þ. m. mun reynt opinbert uppboð á tjeðum skuldabrjefum; væri því æskilegt að fá tilboð innan þess tíma. Reykjavlk 1. apríl 1912. Einar M. Jönasson yfirrjettarmálafærslum. frá 14. maí verður Lauganes- mjólkin seld í Bankastræti 7. Telefón 193. Góð íbúð. 3 herbergi og eldhús til leigu frá 14. maí. Afgr. vísar á. Cocolith, sem er best innanhúss í stað panels og þolir vatn og eld, útvegar með verksmiðjuverði að viðbættu flutningsgjaldi G. E. J. Guðmundsson bryggiusm. í Reykjavík. Aðalumboðsmaður fyrir sölu á Cocolith til íslands. Jarðerför Laufeyjar Guðmundsdóttur verð- ur á priðjudaginn 9. p. m. Byrjar á heimiii hennar, Laufásvegi 44, kl. II*/* wmmmmmmmm^mmmmmmmmm Dóttir okkar elskuleg Ragna Magnea Jóns- dóttir Skeving andaðist 27. mars. Jarðarfdr- in fer fram frá heimili okkar, Barónsstig 18, laugardag 6. april, kl. 12 á hád. Jón Magnússon. Hólmfríður Pálsdóttir. Alþýðufrœdsla stúdentafjel.: Sigliyatur Grimsson Borgflrðingur flytur erindi um Sigurð Breiðfjörð skáld í Iðnaðarmannahúsinu á skírdag 4. þ. m. kl. 5 síðdegis. Inngangur kostar 10 aura. Oddur Gíslaðon yfirrjettarmálaflutningsmaður, Laufásveg 22. Venjul. heima kl. 11—12 og 4—5. Eggert Claessen yfirrjettarmálaflutnlng8maður. Pósthússtræti 17. Venjulega heima kl. 10—11 og 4—5. Talsími 16. Athygli karlmannanna leiðist að því, að við sendum til allra 3V4 mtr. 135 cmtr. breitt, svart, dökkblátt og grádröfnótt nýtýsku fínullarefni í falleg og sterk föt fyrir aðeins 14 kr. 50 au. Fataefnið send- ist burðargjaldsfrítt með eftirkröfu, og má skila því aftur, ef það er ekki að óskum. Thybo Mölles Klædefabrik, Köbenhavn. Prentsmiðjan Gutenberg 146 K á r t (heldur höndunum á henní fosttlftl).1 Jeg sýni þjer það alt of sjaldan. Jeg gleymi því. Þú verður að segja mjer til, þegar það er eitthvað, sem þú vilt að jeg geri fyrir þig (kyssir hana). Við höf- um lifað saman í sorg og gleði (sieppir henni). Hryggir það þig, að Arnes ætlar niður í bygð? Halla: Þú sást aldrei lækinn, sem jeg fann uppi við Hofsjökul. Hann spratt upp í mosaþúfu og rann í hring; barmarnir voru grænir, en sandauðn umhverfis. — Það var örskamt þaðan, sem hann spratt upp, og þangað, sem hann hvarf niður 1 jörðina. Jeg gat gengið í kring um alt renslið í þrjátíu skrefum. — Mjer virðist mannsæfin líkjast þeim læk. A r n e s (kemur hlaupandi, náfólur — talar í hálfum hljóðum): Það koma menn! K á r i (agndofa): Hvað segirðu? í 147 Halla (gengu að Arnes): Ertu að leika þjer að því að ’hræða okkur? A r n e s : Jeg (segi ’.satt. H al 1a: Þá hafið þið logið — þið)sögðust hafa haft gott útsýni. Kári: Það lá ský sunnan á fjallinu. — Jeg vildi ekki gera þig órólega. A r n e s : Þeir eru rjett á hælunum á okkur. — Þeir skildu hestana eftir fyrir utan hraun- ið. — Þeir eru níu saman. Þið verðið að flýja samstundis. Halla: Jeg flý ekki frá Tótu. ’ Kári: Það þýðir ekki að veita viðnám — við yrðum borin ofurliða. Þú verður að treysta miskunnsemi mannanna. Þarna koma þeir. — Hlauptu 1 guðs nafnil 148 Halla (cr að því komin að hlaupa)v Rödd Björns (grimm)t Takið þið nú bölvaða refinal Halla (hrekkur saman): Það er Björn l (ógurlegt æði myrkvar andliti á henni — hún grípur Tótu — röddin cr hás og ger- breytt). Hvolpinum skulu þeir ekki ná. Tó ta (hrædd og yfirkomin af svefni)í Mammal Halla: Vertu óhrædd. (Grátandí). Jeg skal sýna þjer regnbogann yfir fossinum (hieypur — hverfur niður í gljúfrin). K á r i (hefur 3taðið agndofa — hleypur á eftir heuni): I guðanna bænum —! (Barnsóp heyrist niðri í gljúfrunum). Halla (kemur upp á gljúfrabarminn). K á r i: Hallal Hallal 149 Björn (kemur hlaupandi — hrópar): Flýtið ykkur. Halla (æpir að honurn): Djöfull! (Þegar Kári sjer Björn, trylliet hann — veður að honuttl — vegur hann á loft og fleygir honum óþyrmi* iega — grúflr sig yfir hann og ætlar að kyrkja hatin). Einn af liði Björns (kemur stökkvandi — gtípuf um kverkarttar á Kára): Sleptul K ár i (sleppir Birni — sprettur upp og slítur sig lausan -“ slær manninn flatan). Annar af Iiði Björns (ræðst á Arncs — hrópar): Jeg hef náð einum þeirral A r n e s: Ekki ennþá. (slær hann flatann — hrópar til Kára). Hlauptu upp á jökulinn — mundu eftir Höllul (Fleiri menn koma inn. — Arnes lemur frá sjer sem óður væri). (Kári og Halla hlaupa), } Halla (snýr sjer við á hlaupunum — æpir): Djöfulll tS6 B j ö r n (er sestilr upp — teynir árartgurslaust að standa á jfætur): Hlaupið þið eftir hinum. — Sá, sem nær öðruhvoru þeirra fær fimmtíu ríkis- dali. (Sumir hlaupa — hinir berjast við ArnCs), Arnes (yfirunninn — við Björn)t Veistu hvað þú ertl — Þú ert morð- ingi — þú ofsækir menn eins og óarga dýr. — Þú drapst barn Höllu. B j ö r n : Bindið þið hann. (Þeir hinda Arnes). A r n e s : Hendur mínar eru bundnar — en þær eru ekki ataðar saklausu blóði. Þú sást ekki Höllu koma upp úr gljúfrunum — tómhenta. — En þú verður krafinn til reikningsskapar. — Aldrei framar á æfi þinni muntu líta glaða stund. B j ö r n : Stingið þið upp 1 helvítis kjaftinn á honum. Arn e s: Þú getur varnað mjer máls. — En það

x

Lögrétta

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögrétta
https://timarit.is/publication/196

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.