Lögrétta

Tölublað

Lögrétta - 03.04.1912, Blaðsíða 2

Lögrétta - 03.04.1912, Blaðsíða 2
64 L0GRJETTA V ef naðar vöruverslun I Th. Thorsteinsson I Vöndnð vara. lllg'ólfslivoli. I.ágí verð. I Herraverslun Th. Thorsteinsson&C o I^ágt verð. Ilafiiarstræti 4. Töuduð vara. Um ájengisbannið eftir Sigurjón Friðjónsson. (Niðurl.).----- Enn hefur þeirri mátbáru verið hreyft gegn bannlögunum—ogjafn- vel hvað mest nú í seinni tíð — að Iandsjóður mætti eigi missa þær tekj ur, sem hann hefur af víninu, nema honum sje aflað annara tekna í stað- inn, sem líklegast yrðu ennþá tilfinn- anlegri og óvinsælli. Að landsjóður þurfi eitthvað í skarð vínfangatolls- ins, er vafalaust; og ólíklegt er það eigi, að þau gjöld, sem koma í stað- inn, verði óvinsæl, þvi svo mun oft- ast vera um nýjar áiögur. En á hinn bóginn ætti það að vera ljóst, að órjettlátara og ómannúðlegra gjald en vínfangatollinn er tæplega hægt að hugsa sjer. Mikill hluti hans hlýt- ur ætíð að lenda á mönnum, sem mjög nálgast það að vera ósjálfbjarga veslingar, bæði vegna drykkjuskapar- ástríðu, sem orðin er þeim að ofur- efli, og þar af leiðandi fátæktar. Að rýja þessháttar menn til almennings þarfa, er þó sannarlega að ráðast á garðinn, þar sem hann er lægstur; og einskis góðs manns rjettlætis- og mannúðar-tilfinning mundi þola slíkt, ef það va.*ri eigi vafið og falið í um- búðum óbeins gjalds. Ekki er held- ur úr vegi að opna augu þjóðarinnar fyrir því — bæði í þessu máli og öðrum — að mikið má til mikils vinna. Sje þjóðinni það alvarlegt áhugamál, að rjetta sig úr kreppunni og vesaldómnum, verður henni að skiljast, að til þess þarf hún eitthvað á sig að leggja. Nú eru í ráði og undirbúningi breytingar á skattamála- löggjöfinni, og er eigi vanþörf á að þjóðin hugsi meira um þau efni en verið hefur, og sjerstaklega, hvort nú sje eigi tími til að efla beina skatta, sem ætíð verða í rjettara hlut- falli við gjaldþolið. A meðan ekki er ráðið fram úr skattamálunum, svo að til frambúðar sje, er engin frá- gangssök að færa vínfangatollinn yfir á kaffið og sykurinn. Það er fyrir- hafnarminst. Og þó tollur á kaffi og sykri sje engan veginn rjettlátur, kem- ur hann miklu jafnar niður og rjett- látlegar en vínfangatollur. Hugsanlegt er, að þó að útrýma megi víndrykkju með bannlögum, og þó að hjegómlegt sje og lítilmann- legt að láta málið stranda á vínfanga- tollinum, þá fylgi þó banninu ein- hverjir þeir annmarkar, sem vegi á móti vinningnum og jafnvel meira. Þegar um þessa hlið málsins er að ræða, er það persónufrelsið, sem sjer- staklega kemur til greina. I sumra manna augum er áfengisbannið svo ótæk skerðing á persónufrelsi, að það, út af fyrir sig, er fullkomin gagn- ástæða. í orði kveðnu kannast þó flestir við, að einstaklingsfrelsið hljóti að takmarkast, þar sem heill alrnenn- ings er í húfi. En um það, hvar og hvernig markalínan skuli liggja, er og verður líklega lengi ágreiningur. í raun og veru er það strax töluvert kreddukent, að halda því fram, að nokkur slík f 'óst og óhreyfanleg lína sje til. Hitt verður að álítast eðli- legra, að merkin sjeu færanleg eftir þróunarstigum mannsins — auk þess að engum manni verður eignuð sú alskygni, að hann geti sagt með vissu, að þarna sje rjetta línan og hvergi annarstaðar. — Þegar talað er um takmörk eða merkjalínu þjóð- fjelagsvalds og persónufrelsis, vitna menn mjög oft í Stuart Mill, er skýr- ast þykir hafa ritað um þetta efni. Svo sem kunnugt er, heldur Mill því fram, að einstaklingnum beri frelsi til allra þeirra athafna, sem eingöngu varða sjálfan hann; og yfirvaldsrjett- ur þjóðfjelagsins komi þá fyrst til, þegar gengið er nærri samskonar Nýjar vörur. Álnavara, Tau í kjóla, kápur, morgunkjóla, svuntur, blúsur o. fl. Ljereft best í bænum. Flannelette frá 0,21—0,58. Gardínutau, mikið úrval. Fóðurtau alls konar. Leggingar og bönd á nærföt, kjóla og svuntur. Silki í kjóla, blúsur. Svuntusilki. Silkibönd, stórt úrval. Sjöl, stór, frá 7,50—48,00. Svört Kasimirsjöl. Langsjöl og höfuðsjöl. Millipils frá 2,10—24,00. Regnkápur, 13,90—2900, aliar saumaðar. Kápur, Hattar, Hattprjónar, Svuntur kvenna og barna. Drengjapeysur. Prjónavörur allskonur. Borðteppi. Dívanteppi. Gólfteppi. Saumavj el ar. Smávara allskonar o. m. m.'fl. nýtt í Vefnaðarvöruverslun Th. Thorsleinsson Ingólfshvoli. I rjetti annara einstaklinga. Mill virð- ist hafa viljað takmarka vald þjóð- fjelagsins sem mest við hið eiginlega lögregluvald, eins og hin forna „frels- is“ („liberala1') stefna yfirleitt. Þetta kemur fram bæði í vínbannsmálinu — sem hann talar mikið um — og eins í orðum hans um samkepni í atvinnumálum. Um það segir hann meðal annars: „Mannfjelagið viður- kennir ekki, að þeir, sem verða undir í viðkepni, eigi nokkurn löglegan eða siðferðislegan rjett á skaðabótum fyrir slfk óhagræði", og eftir hans skoðun virðist þjóðfjelagið ekki eiga að sker- ast í leikinn, nema beitt sje „falsi, prettum eða ofbeldi", — þ. e. sem lögregluvald. 1 þessu er fullkomið samræmi af Mills hálfu. En þó merkja- lína hans sje skýrt bókuð og dregin með samkvæmni, er hún harla óskýr þegar út í lífið kemur; því vanalega er mjög erfitt að ákveða hvar eða hvenær athöfn einstaklings hættir að varða eingöngu sjálfan hann. Þess ber líka að gæta, að „frelsis“stefnan kom fram sem frákast gegn nauð- ungarvöldum fortíðarinnar, og sá því ljósar ókosti en kosti yfirvaldsstarf- semi yfirleitt. Og enn má benda á það, að hún stefndi — sjálfri sjer óafvitaudi —* beint í hinn gamla hnefarjett, eins og framanrituð orð Mills um rjettarskort lítilmagnans til „skaðabóta" nógsamlega benda til. Þetta er nú hin „frjálsa" sam- kepni farin að sýna mjög ljóst í atvinnumálum: að í voru spilta mann- fjelagi er „frelsið" einatt, í reynd• inni, aðeins rjettur hinna sterkari, ójyrirleitnari og samviskulausari, til að troða þá veikari og samvisku- samari undir fótum. Fyrir skilning á þessu eru nú stjórnarvöld ýmsra landa — og þó einkum þeir stjórn- málaflokkar, sem nú þykja fram- sæknastir, jafnaðarmenn og gjörbreyt- endur — tekin að snúast við at- vinnumálum á öðrum grundvelli: grundvelli mannúðarinnar, sem heimt- ar takmarkanir á einstakiingsfrelsinu og yfirgangsrjettinum; ekki einungis á þann hátt, að hegnt sje fyrir af- brot eftir á, heldur einnig, og ennþá fremur þannig, að girt sje fyrir, eftir þvf, sem hægt er að gera með lóg- um, að áníðsla lítilmagnans geti átt sjer stað. Til þessarar stefnu má t. d. telja bannlög gegn næturvinnu kvenfólks og barna í verksmiðjum og mjög löngum og ströngum vinnu- tíma yfirleitt — lög, er fullkomlega skerða ^valfrelsiðv. og það stundum á báða bóga. — j nautnamálum geng- ur stefnan eðlilega í sömu átt, þó þar sje annars konar forgöngumenn. Það er engin ástæða til að ætla ein- staklingsfrelsið helgara í þeim efnum en í atvinnumálum; og einnig í nautnamálunum — sjerstaklega vín- drykkjumálinu — gengur „frelsið" einkum yfir lítilmagnana: kvenfólkið og æskulýðinn. Á þessu yrði að lík- indum breyting, að því er kvenfólkið snertir, þegar það fær hið eftirþráða, lögformlega jafnrjetti við karimenn- ina; en hvort sú breyting yrði vin- sæl hjá karlmönnunum, eða heppileg fyrir þjóðina, er annað mál. Líkleg- ast er, að drykkjuskapur í landinu tvöfaldaðist með tímanum — að öðr- um ástæðum jöfnum — og spillingar- hættan að sama skapi og meira. Eða hví skyldi eigi kvenfólkið nota jafn- rjetti og frelsi til vfndrykkju eins og karlmennirnir, ef almenn vínnautn á sjer stað á annað borð? Sumir menn halda, að sómatilfinning kvenfólks- ins sje svo sterk yfirleitt, að á þessu sje engin hætta. En þeim sjest yfir það, að sú sómatilfinnig, sem nú heldur kvenfólkinu frá víninu, er að miklu Ieyti sprottin af þeirri sjer- stöðu, sem yfirgangur karlmannanna, þjóðfjelagsvenjur og almenningsálit hafa markað þeim um langan aldur; og að af jafnrjetti kynjanna hlýturað leiða breyting á þessu öllu, og sóma- tilfinningin að haga sjer eftir því, er stundir líða. Það er engin skynsam- leg ástæða til fyrir því, að drykkju- skapur sómi konu ver en karlmanni; slíkt er aðeins tilfinningamál, og tilfinningarnar breytast með ástæð- unum. Að minni hyggju hlýt- ur af jafnrjetti karla og kvenna óhjákvæmilega að leiða það, að kven- fólkið haldi sig til jafns við karlmenn- ina í öllum þeim greinum, þar sem sjereðli þeirra er eigi til fyrirstöðu, og ekki síst í nautnalífinu. Og ef vjer fáum almennan kvenfólks-drykkju- skap í viðbót við drykkjuskap karl- mannanna — hverning fer þá fyrir æskulýðnum, fyrir framtíðarþjóðinní ? Það, sem dýpst liggur í þessu máli — eins og öllum málum — er þó ekki nein „skoðun" eða hugsana- keðja, heldur er það lífshvótin sjálf í einni eða annari mynd. Allar hugs- aðar reglur, línur og takmörk, svigna fyrir, þar sem lífið á hlut að máli. Eins og sá er kemst í lífsháska, stend- ur sjaldnast lengi hugsandi yfir því, hvað rjettast sje að gera, heldur firrist háskann eftir ósjálfráðri eðlishvöt, eins lætur sú þjóð, sem í vanda er stödd, eigi heftast eða leiðast aðal- lega af hugsuðuni reglum, heldur leið- ist sterkast af eðlishvötum. í vín- bannsmálinu er það lífshvötin i gervi umhyggjunnar fyrir hinu gróandi lifi, sem liggur dýpst og dregur sterkast og lengst: Jeg trúi ekki drekkandi manni fyrir uppeldi míns eigin barns; ekki drekkandi kynslóð fyrir uppeldi vaxandi kynslóðar. Þetta er undir- aldan; sú undiralda, sem vjer vonum að málinu skili til hafnar, þegar hinn rjetti tími kemur — og að sá tíntí sje þegar nærri. Kv«iirje<tiiidiii í EiiRlaiiflí. Frá Khöfn er símað 29. f. m., að frumvarpið um að veita konum kosn- ingarjett hafi verið felt í neðri mál- stofunni. Enginn efi er á því, að enskar konur hafa spilt fyrir sjer hjá þing- inu með hinum miklu hamförum, sem á þeim hafa verið, uppþotum í þing- húsinu hvað eftir annað og á fund- um til og frá. Nú að síðustu hefur kveðið meir að þeim látum en nokkru sinni áður. Nýjar vörur. /Vlf'j itriíiAii- mjög mikið úrval, gott snið og frágangur, frá 15 kr. til 50 kr. Drengjuföt af öllum stærðum. Regnþjettar kápur mjög vandaðar. Hálsbindi og Slaufnr. Manschettskyrtur. Hálslín. Axlabönd 0,45—4,75. Vasaklútar, Silkiklrttar og m. m. fl. nýtt. Hattar harðir og linir og enskar iirtfur koma með s/s Sterling í næstu viku í Herraverslun Th. Thorsteinsson 4’ Co. Hafnarstr. 4. jMjölknrmálið. Þeim hefur orðið töluvert um það sumurn mjólkur-framleiðendunum hjer, þegar stjórnarráðið staðfesti reglu- gerð þá fyrir mjólkursölu, er bæjar- stjórnin samþykti nýlega. Einhver „B. B.“ skrifar um hana langa endi- leysu í „Reykjavíkina" 23. þ. m., og Vigfús í Engey aðra í „ísafold" 27. þ. m. Þeim mjólkur-framleiðendum, sem ekki hugsa um annað en að fá pen- inga fyrir mjólk sína, hversu Ijeleg sem hún er og illa með hana farið, er þessi reglugerð „þyrnir í augum", en hinir, sem vilja vanda mjólk sína, mega vera þakklátir fyrir hana, því með henni fá þeir tryggingu fyrir því, að vonda mjólkin spilli ekki þeirra mjólk. Mjer hefði nú fundist viðfeldnast fyrir mjólkur-framleiðendur, að taka vel á móti reglugerðinni, og að þeir reyndu til að átta sig á því, hvað cðlilegt það er, að bæjarbúum sje trygður sá rjettur, að þeir fái ósvikna mjólk fyrir peninga sína. „B B." segir, að reglugerðinþröngvi kosti mjólkursalanna, því umsókn þeirra eigi að fylgja dýralæknisvott- orð, til þess að þeir geti fengið leyfi til þess að selja mjólk. Það er á valdi mjólkursalans, hvort hann tekur að sjer þann kostnað, eða hann lætur mjólkurframleiðendur bera hann. Væri jeg mjólkursali og „B. B.“ beiddi mig að selja mjólk fyrir sig, þá mundi jeg segja honum, að hann yrði að láta mjer í tje dýra- læknisvottorð um það, sem reglu- gerðin tekur fram, og vildi hann ekki gera það, þá fengi hann ekki að selja mjólk sína hjer, ef allir, sem hann beiddi fyrir mjólkina, svöruðu honum eins. Jeg held, að það yrði ekki mjög tilfinnanlegur kostnaður fyrir mjólkur-framleiðendur, þó þeir þyrftu að kosta ferð dýralæknis einu sinni áári; hann yrði ekki marga daga að fara á milli þeirra, og í staðinn fengju þeir ýmsar góðar leið- beiningar þeim til gagns. „B. B.“ segir, að sumir hneykslist á c-Iið I. gr. í reglugerðinni, og virð- ist honum auðsætt, að allir megi kalla mjólk sína „barnamjólk"; hann auðsjáanlega skilur ekki þetta ákvæði reglugerðarinnar. C-liður 1. gr., um „barnamjólk", er settur til þcss að leitast fyrir um, hvort einhverjir vilji ekki sjá bæn- um fyrir heilnæmri mjólk handa ung- bcrnum. Eins og nú er, þá er víð- ast helt saman mjólk frá ýmsum heimilum, án tillits til aldurs kúnna eða fóðrunar þeirra, og mjólk úr geld- mjólka kúm er sett saman við mjólk úr nýbærum. Afleiðingin af þessu verð- ur sú, að ungbörn þola ekki mjóik- ina. Meðan jeg var mjólkursali, seldi jeg mjólk fyrir frú Guðlaugu íHrólfs- skála, og var þá oft komið til mín að biðja mig um mjólk handa veik- um börnum af þeirri mjólk, því hún var álitin svo holl. Landlæknirinn hefur kvartað yfir þessu, og álítur hann, að óhollusta mjólkurinnar stafi af of miklu kraftfóðri, sem kúnum sje gefið, og vill hann að „barna- mjólkur“-kýrnar sjeu mestmegnis fóðr- aðar með töðu og að þær sjeu 4— 12 ára gamlar. Fleiri ströng ákvæði yrðu sett fyrir sölu á „barnamjólk", en þetta ætti að vera nægilegt til að koma „B. B." í skilning um það, að allir geta ekki fengið Ieyfi til að kalla mjólk sína „barnamjólk". Þeir ættu að vita það, „B. B.“ og Vigfús, að ekki er þörf á því, að setja í reglugerð hvað má, þegar skýrt er tekið fram, hvað ekki má. 2. gr. reglug. ákveður fitulágmark í nýmjólk 3,25%; minni fitu má ný- mjólk ekki hafa. Þar með er ekki bannað að selja fituminni mjólk fyrir eitthvert verð. Þetta fitulágmark nýmjólkur var sett með hliðsjón af fjósprófum þeim, sem fram fóru hjer í bænum og ná- grenninu í fyrra vetur og vor á 300 kúm. Á tímabilinu frá 17. mars til 30. maí voru 200 kýr prófaðar og reyndist meðalfita í mjólkiuni 3,50%, en 100 kýr voru prófaðar eftir 16. júní og reyndist meðalfitan í þeirri mjólk 3,98°/o. Það sýndist því ekki ósanngjarnt.aðsetja lágmarkið 3,250/0. Þá vill „B. B.“ fá leyfi til þess að selja súra mjólk. Það yrði víst erfitt fyrir bæjarbúa að losna við að kaupa súru mjólkina, ef sala á henni væri leyfð, því súrinn í mjólkinni hjer er eitt aðalmeinið. það eru fá heimili, sem kunna að hirða svo mjólkur- ílátin, að mjólkin sje ekki orðin súr, eða með „tappakeim", ef hún er geymd frá morgninum til kvöldsins. Það sjá nú allir, hvaða tjón það er fyrir kaupendur að geta ekki geymt mjólk sína eftir dægrið án þess að eiga á hættu að hún verði ónýt. Það er nokkru öðru máli að gegna með sýru; hún á að vera súr, en mjólk- ina er hverjum kaupanda í lófa lagið að sýra, ef hann vill; en jeg þekki það ekki, að eftirspurn sje eftir súrri mjólkl Torskildar hafa 4. og 5. gr, orðið „B. B., og sýnist þó ekki að þær geti valdið tvímælum. Mjólkur- flutningi úr nærsveitunum er svo hagað, að full þörf er á því crðin, að hann verði þrifalegri. Mjólkur- brúsarnir eru fluttir í opnum vögn- um eða á hestum. Þegar blautt er um og vond færð, þá eru brúsarnir ein forarleðja að utan, af því sem skvettist upp í vagnana af veginum. Það er því oft ómögulegt að taka lokin af án þess að óhreinka mjólk- ina; brúsalokin eru svo íöst á, að þarf karlmannsátak til þess að ná þeim af. Og hvað heldur svo lok- unum svona föstum? Það eru Ijerefts- tuskur, mórauðar af óþvotti, auðsjá- anlega rifnar niður úr gömlum fötum til þess að þjetta lokin með. Upp í þessar tuskur hefur svo mjólkin verið að skvettast í 2—3 kl.tíma eða þann tíma, sem verið er að flytja hana til bæjarins. Þetta sparar togleðurhringana, en ekki sparar það brúsana, því að þeir verða langt um fyr ónýtir fyrir þessa illu meðferð á þeim. Jeg held að það sje með mjólkina hjerna eins og tíundasvikin og hor-

x

Lögrétta

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögrétta
https://timarit.is/publication/196

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.