Lögrétta - 01.05.1912, Blaðsíða 2
92
LOGRJETTA
minsta kosti samtals um 90 milj. pd. sterl. Enskt blað frá 21. f. m. telur
tjónið, sem bæði White Star-línan, ýms ábyrgðarfjelög og einstakir menn
hafi beðið af slysinu, um 3 milj. sterlingspunda eða yfir 54 milj. kr.
ísjakinn, sem fyrir „Titanic" varð, var mjög stór; hafði toppurinn verið
yfir 100 fet yfir sjávarmál. Merkilegt þykir það, hve lítið farþegar urðu
árekstursins varir. Jakinn leið aftur með skipshliðinni og skildi við það án
þess að menn grunaði í fyrstu að nokkur veruleg hætta væri á ferðum.
Þar sem skipið hafði áður fengið aðvörun um, að hafið væri þarna ekki
hreint, er það undarlegt, að farið skyldi vera með svo miklum hraða. En
af því að þetta var fyrsta ferð, þá mun kepnin hafa verið því meiri að
sýna flýti skipsins milli álfanna og vinna því orðstír. Ismay línuforstjóra er
af sumum kent um, að svo hart var farið, en hann neitar, að hann hafi
nokkur afskifti af því haft. Hann er nú kyrsettur í New-York, þar til yfir-
heyrslur um slysið hafa farið fram. Smith skipstjóri fær besta vitnisburð
hja öllum, sem af komust. Ein sagan, sem sögð er af honum, er þessi:
Honum skolaði yfir borð, þegar skipið sökk, og náði hann haldi á ein-
hverju flaki, sem á floti var. Þá sá hann barn í sjónum skamt frá, greip
það, synti með það til eins bátsins og ljet það þar upp. Sá, sem bátnum
stýrði, þekti skipstjóra og ætlaði að taka hann upp í bátinn. „Nei, nei",
svaraði skipstjóri hálfmállaus, synti burt aftur og hvarf.
Skipshöfnin var alls um 900 manns, og björguðust af henni, eins og
áður segir, 210. Farþegar voru yfir 1400 og af þeim bjargast tæp 500,
svo að farist hafa af þeim nokkuð yfir 900. Farþegar voru frá ýmsum
löndum, en flestir þó enskir eða amerfskir. Skipshöfnin var að mestu leyti
frá Southampton, og er því slysið þar tilfinnanlegast, enda segja ensk blöð,
að í heilum götum þar komi þetta slys hart niður svo að segja í hverju
húsi. Byrjað var auðvitað þegar að safna samskotum til þess að bæta úr
tjóninu,
„Titanic" var sjerlega ríkulega út búið skip, skrautíburðurinn afar-
mikill og svo auðvitað öll hugsanleg þægindi, er koma má fyrir í skipum.
Til merkis um það er sýnt hjer á undan á einni myndinni eitt af baðher-
bergjum skipsins.
Sálmurinn, sem getið er um hjer á undan, að hljóðfæraflokkurinn á
„Titanic" hafi sungið, þegar skipið var að sökkva, er til í íslenskri þýð-
ingu eftir síra Matth. Joch.: „Hærra, minn guð, til þín" o. s. frv. („Nearer,
my God, to Thee").
Kola-einkasalan.
Svo sem kunnugt er, hefur sá orðið árangurinn af störfum nefndar
þeirrar, sem skipuð var af síðasta alþingi til að athuga milli þinga, hver
ráð mætti finna til að afla landsjóði aukinna tekna, að hún ræður löggjafar-
valdinu til þess, að lögbjóða einokun á kolum og selja kolaverslunina á
leigu, þannig, að kolin sjeu seld innlendum mönnum við nánar ákveðnu
verði, gegn 1 kr. og 50 aura afgjaldi, er greiðist landsjóði fyrir hvert tonn
af kolum, sem selt er, og að kol þau, er útlendir menn kunni að þurfa að
kaupa hjer á landi, megi einokunarhafi selja við því verði, er honum þókn-
ast, gegn 2 kr. 50 au. afgjaldi til landsjóðs af hverju tonni af kolum, er
þannig seljist.
Út af þessum tillögum milliþinganefndarinnar viljum vjer undirrit-
aðir lýsa því yfir, að ef það er talið nauðsynlegt að afla landsjóði tekna
af kolaversluninni hjer á landi, þá teljum vjer allir æskilegra, og viljum
miklu fremur hlíta því, að lagður verði 1 kr. 50 a. eða 2 kr. tollur á hvert
tonn af kolum, sem flytst hingað til landsins, og að verslunin með kol
verði frjáls framvegis eins og hingað til. Á þann hátt yrði landsjóði aflað
jafnmikilla tekna eins og hann fengi, ef tilögur nefndarinnar um einokun á
kolum næðu fram að ganga, en hins vegar væri þá synt fram hjá öllum
þeim annmörkum, er vjer teljum vera á einokunar-fyrirkomulaginu. Með
þessu móti værí þá einnig girt fyrir það, að útlendingum verði, með aðstoð
laganna, seld kol við hærra verði en öðrum, og þar með afstýrt þeirri
hættu, að oss verði gerð lík skil, eða önnur enn verri, hjá öðrum þjóðum,
er vjer eigum viðskifti við.
pr. pr. Hlutafjel. P. I. Thorsteinsson &. Co.: Hlutafjel. »island«:
Thor Jensen. Jes Zimsen.
Trawlfjel. Bræðurnir Thorsteinsson: pr. Fiskiveiðahlutafjel. »Draupnir«:
P. J. Thorsteinsson, Th. Thorsteinsson. Thor Jensen.
pr, Hlutafjel. »Fram«: Fiskiveiðafjel. »Alliance«:
Eiías Stefánsson. Magnús Magnússon, Gunnar Gunnarsson.
Jes Zimsen. Geir Zoéga. Th. Thorsteinsson. 0. Johnsen & Kaaber.
Pjetur J. Thorsteinsson. B. H. Bjarnason.
J. P. T. Bryde: Hlutafjel. Timbur- & kolaversl. »Reykjavík«:
N. B. Nielsen. T. Fredriksen.
pr. Rich. N. Braun: pr. Verslun Jóns Pórðarsonar: pr. H. P. Duus:
L. Miiller. Pórður L. Jónsson. Jakob Jónsson.
R. P. Levi. Helgi Zoéga. Ben. S. Pórarinsson. Jón Bjarnason.
Egill Jakobsen. Bj. Guðmundsson. Guðjón Sigurðsson. Reinh. Andersen.
Jón Brynjólfsson. Versiunin Björn Kristjánsson: Jóhann Jóhannesson.
Guðm. Ólsen. Jón Björnsson. Siggeir Torfason.
JÓn Helgason. H. S. Hansson. pr. Versl. »Vöggur«: pr. Hlutafjel. »Kveldúlfur«:
Garðar Gíslason. Þórður Bjarnason. Richard Jensen.
Kristján Torfason Agent for Mory & Col. BoufogneS/M:
frá Flateyri. E. Chouillou..
pr. Gufubátsfjel. Faxaflóa: for The scottish lcelandic Fishing Co. Ltd.:
Oddur Gísiason p. t. formaður. Garðar Gíslason. Manager.
Ofanskráð yfirlýsing, sem er skýr and-
mseli á móti einokunarfrumvarpi fjár-
málanefndarinnar, er undirrituð af öllum
þeim kaupmönnum hjer í Reykjavík,
sem hafa haft nokkra kolaverslun siðast-
liðið ár. Ennfremur af öllum þeim út-
gerðarmönnum í Reykjavík, sem nota
kol sem nokkru nemur, og þar að auki
af mörgum kaupmönnum, sem eru hin-
um samdóma, og munu vafalaust fleiri
bætast við seinna, þegar tími vinst til
þess.
Aðalatriðið er, að hjer er um að ræða
alla þá menn, sem ýmist flytja kolin
hingað til Faxaflóa eða nota þau, en
það er mikill meiri hluti þeirra kola, er
flutt eru til landsins, og um helmingur
þeirra kola, sem hagnýtt eru af innlend-
um mönnum, og virðist því augljóst, að
ekki sje það rjettlátt, að hið komandi
alþingi lögleiði kolaeinokunarlögin beint
á móti vilja þeirra manna.
Þessir menn mótmæla einokunarlög-
unum ekki einungis vegna hafts þess,
er þau leggja á verslun innlendra manna,
en einnig vegna þess, að þeir óttast að
aðrar þjóðir, t. d. Englendingar, muni
gjalda okkur líkan greiða í viðskiftum
okkar við þá, eins og fjármálanefndin
hugsar til þeirra, ef frumvarp hennar
fær fram að ganga; en þar í er ákveðið,
að einkasalinn hafi tögl og hagldir eins
og honum þóknast við útlendinga.
Þeir óttast meðal annars, að Englend-
ingar muni þá leggja afarháan innflutn-
ingstoll á alt íslenskt srojör, er þangað er
flutt, en þar er eini markaðuriun fyrir
það, og væri það illa farið, þannig að
eyðileggja smjörsöluna. Þá yrðu líklega
öll rjómabúin að hætta, og væri það
ekki smáhnekkir fyrir landbúnað vorn,
að missa þessa stóru tekjugrein, sem
aðeins 1910 nam 270 þús. kr., og sem
samkvæmt skýrslu Búnaðarfjelagsins
hefur óðskrefa fleygt áfram síðan 1901,
að fyrst fór að bóla á henni.
Meðan alt íslenskt smjör var selt hjer
á landi, munu víst flestir játa, að hæsta
meðalverð aldrei mun hafa verið meira
en 60 aúra pr. pd. En ef nú kæmi til,
að útflutningur yrði að hætta vegna þess,
annaðhvort að innflutningstollurinn i
Englandi yrði svo hár, að ekki
væri hægt að hagnýta þann markað
Iengur, eða vegna annara hindrana,
sem Englendingar mundu leggja í veg
fyrir okkur, er mundu leiða til sömu
vandræða, að eftirleiðis yrði að selja
alt íslenska smjörið í landinu sjálfu, þá
má ganga út frá því vísu, að ekki einu
sinni þetta verð, 60 aura pr. pd., mundi
nást að meðaltali, þar eð framleiðsla
smjörsins hefur vaxið meira en þörf
þjóðarinnar, ekki sfst vegna hinnar sí-
vaxandi notkunar smjörlíkisins.
^rið 1910 voru útflutt til Englands
ca. 300,000 pd. af smjöri, og seldist
hvert pund að meðaltali fyrir 90 aura,
eða alls 270 þús. kr. Þannig eru að
minsta kosti 30 aurar, sem fást mundi
minna fyrir hvert pund, ef selja ætti
innanlands alt íslenska smjörið, sem nú
er flutt út, og verður það samtals 30 X
300,000 = 90,000 kr., sem bændastjett
vor mundi missa af beinum tekjum.
Auk þess sem það smjör, sem nú
er selt innanlands fyrir 70—80 aura pd.,
líka mundi lækka, og mundi það fje
einnig nema talsverðri upphæð, er einnig
lendir á bænduro.
Það er áætlað, að kolasalan til út-
lendinga nú muni nema ca. 40,000 smá-
lestum á ári, og er ætlast til að land-
sjóðstekjur af þeim muni nema 1 kr. pr.
smálest, fram yfir það, sem krafist er af
innlendum mönnum, þar eð fjármála-
nefndin leggur til að einkasalinn greiði
2 kr. 50 a. af hverri smálest, sem seld
er til útlendinga, en 1 kr. 50 a. af
hverri smálest, sem seld er til innlendra
manna, og verður það þannig um 40,000
kr. sem landsjóði mundi áskotnast frá út-
lendingum meir en tiltölulega frá inn-
lendum; með því að lögleiða frumvarp
fjármálanefndarinnar og veita einkaleyfi
til, ekki eingöngu að krefjast 1 kr. meira
af útlendingum, heldur einnig
heimid til að fara með við-
skifti þeirra eins og honum
þóknast, þá getur farið svo, að þær
40,000 kr., sem landsjóði þannig áskotn-
ast, kosti íslenska sveitabændur 90,000
kr. tap á smjöri sínu, og er það beint
tap fyrir landið sjálft 50,000 kr. Þannig
verða þær 40,000 kr., sem landið reikn-
ar sjer í tekjur af hærra tolli á útlend-
inga, beint teknar af íslenskra baenda fje.
Sömuleiðis er Englendingum 1 lófa
lagið, ef þeir vilja hefna sín fyrir góða
meðferð á fiskiflota sínum, er þeim er
fyrirhuguð í einokunarfrumvarpinu, að
tolla allan þann fisk, er okkar floti ár-
lega færir þeim, segjum t. d. með einu
sterlingspundi á smálestina, sem ekki er
hátt áætlað, ef á annað borð yrði tollað.
Fiskur sá, nýr og saltaður, sem hjer
er um að ræða, mun nema sem stendur
um 3000 smálestum á ári, og yrði þá
skaði af tolli þessum fyrir ísl. útgerðar-
menn og kaupmenn 3000 £ eða ca.
55,000 kr. árlega.
Slíkt tap fyrir íslenska flotann yrði að
sjálfsögðu mjög tilfinnanlegt, og þó er
engin vissa fyrir, að þessi tollur ekki
yrði 2—3 sinnum hærri, og er þá ger-
samlega fyrirbygt, að íslendingar geti
hagnýtt sjer þann markað.
Þegar íslensku skipin koma með farma
sína til Englands, er greitt fyrir þeim
eins og væru þau innlend þar. Þau fá
að nota hinar ágætu skipakvíar, bæði
þar sem fiskurinn er seldur, og einnig
þar sem skipin eru sett til hreinsunar
og viðgerðar, fyrir sama gjald og inn-
lendir menn greiða, og sem nú sem
stendur aðeins er smáræði. Við fáum
að nota húsakynni þeirra við fiskiskipa-
kvíarnar endurgjaldslaust. Fiskur vor
er látinn þar á land og seldur án nokk-
urs innflutningsgjalds. Hjer eiga Eng-
lendingar hægt með að leggja á okkur
þau gjöld, að skipum vorum verði mjög
örðugt, ef ekki ómögulegt, að nota þau
hlunnindi, sem þau hingað til hafa haft.
Fjármálanefndin mun ef til vill hugsa
sem svo, og ráðleggja okkur, að leita
annara landa með sölu á smjöri voru
og fiski. En hætt er við að þau ráð
muni reynast álíka holl Lokaráð og ein-
okunarfrumvarpið í heild sinni mun reyn-
ast fyrir land og lýð.
Við allir, sem ritað höfum nöfn okk-
ar undir yfirlýsingu þessa, höldum því
fyrir konur og karla, mjög ódýrar
og góðar.
Síuría Sónsson.
fram, að bæði tekjur landsjóðs og vel-
ferð Iandsbúa verði betur gætt með því
að tolla kolin í stað þess að selja út-
lendingum verslunina á leigu, og mun
jeg sfðar, er tími vinst, ítarlega færa
sönnur á það, samhliða því, að jeg
einnig skal athuga þetta mikla Völundar-
smíði nefndarinnar — einokunarfrum-
varpið — nánar.
Tekið mun verða eftir því, að undir
mótmælabrjefið vantar nafn eins mikils-
metins manns, formanns kaupmannafje-
Iagsins í Reykjavík, ræðismanns Breta,
framkvæmdarstjóra fyrir firmanu Cop-
land & Berry 1908 Ltd., herra kaupm.
Asgeir Sigurðsson. Flestir munu hafa
búist við að sjá nafn hans þar efst á
blaði, þar honum sem formanni Kaup-
mannafjelagsins ber að vera á verði
fyrir því, að ekki sje ráðist á verslunar-
frelsi landsins — sem breskum konsúl,
að gæta hagsmuna þeirrar þjóðar, sem
hann er ræðismaður fyrir —, sem for-
stjóra firmans C. &B. að gæta hagsmuna
þess. (Það firma rekur hjer kolaverslun).
Hví vildi þessi maður ekki fylgja oss
að málum með mótmælin? Vill hann
sjálfur skýra frá því, til þess að drepa
niður þær kviksögur, sem þegar eru
komnar á loft hjer í bænum; eða getur
nefndin gefið skýringar um þetta.
Hvorutveggja verður tekið með bestu
þökkum.
Thor Jensen.
Umferðir yfir Holtavörðuheiði.
Davíð bóndi Stefánsson í Forna-
hvammi hefur talið vegfarendur yfir
Holtavörðuheiði árið 1911, og varð
útkoman þessi:
Janúar 20, febrúar 39, mars 61,
apríl 142, maí 137, júní 165, júlí
260, ágúst 252, september 390,
október 130, nóvember 32, desem-
ber 21. Samtals 1649.
Til samanburðar má minna á, að
samkvæmt Lögr. V. árg. 55. tbl.
fóru 12660 menn yfir Hellisheiði á
einu ári (1. nóv. 1909 til 31. okt.
1910). Gaman væri að fleiri vildu
hafa tölu á vegfarendum yfir fjall-
vegi hjá sjer, og láta mig vita.
Jón Þorláksson.
Jóhann Sigurjónsson. „Fjalla-
Eyvindur" verður leikinn á Dagmar-
Ieikhúsinu í Khöfn í fyrsta sinn 15.
þ. m. — „Bóndinn á Hrauni" er ný-
lega kominn út hjá Gyldendals-bóka-
verslun og tekinn til sýningar í Kngl.
leikhúsinu í Khöfn, segir blaðið
„Riget", flytur ritdóm um leikritið
og hrósar því.
171
Kári:
Þú ert svo sorgbitin. Jeg hjelt þjer
þætti vænt um að jeg fór ekki.
Halla
(stendur upp):
Hefðir þú faðmað mig að þjer og sagt
mjer að þjer þætti vænt um mig, þójeg
sje orðin ljót og þrátt fyrir alla mína
eymd, þá hefði jeg orðið glöð. — En
það gerðir þú ekki.
K á r i:
Þú veist þó, að jeg hætti við ferðina
þín vegna.
Halla:
Ertu viss um það? Varstu ekki hrædd-
ur við að gera þig sekan í nýjumglæp?
— Þú hefur víst hugsað meira um hinn
mikla dómara en um mig.
Kári:
Jeg hef orðið fyrir dómi mannanna —
þess vegna hugsa jeg svó oft um þann
mikla og óendanlega dóm.
H a 11 a:
Þú/vegur gjörðir þínar gagnvart mjer
á vogarskálar veru, sem þú ekki þekkir.
Það er rangt. Jeg vil enga samvisku
5vuritu-
Kjólatau,
fleiri hundruð tegundir.
Sturla jónsson.
Ffíí [jallÉii til Minik
Búnaðarsamband Austurlands.
Ráðanautaskifti eru að verða þar.
Ben. Kristjánsson fer frá, en Ben.
Blöndal tekur við. Jafnframt er ráða-
nautsstaðan sameinuð kennarastöð-
unni við Eiðaskólann, segir „Austri".
Trúlofanir: Frk. Anna Stefáns-
dóttir konsúls Jónssonar og Ottó
kaupm. Vathne á Seyðisfirði. Frk.
Sigfríð Konráðsdóttir kaupm. Hjálm-
arssonar í Mjóafirði og Páll Guttorms-
son bankaritari á Seyðisfirði.
Húsbrunar. 14. f. m. brunnu í
Keflavík verslunarhús, og þar inni
talsvert af vörum, eign Vilhj. Kr.
Hákonarsonar, hvorttveggja vátrygt.
Aðfaranótt 16. f. m. brann íbúðar-
hús á Borg í Skötufirði.
Aðfaranótt 27. f. m. brunnu til
kaldra kola á Akureyri 4 af húsum
O. Tuliniusar. Vörur höfðu verið
geymdar í einu þeirra. I einu var
afgreiðsla Thorefjelagsins. Tvö húsin
voru fjós og hlaða.
Sími til Hríseyjar í Eyjaíirði.
Árskógshreppur í Eyjafirði hefur feng-
ið heimild til 3000 kr. lántöku til þess
að koma Hrísey í símasamband.
óspakseyri í Strandasýslu hefur
Metúsalem Jóhannesson á Akureyri
keypt af fyrv. sýslumanni Marínó
Hafstein, og segir „Gjallarh-, að hann
ætli að reka þaðan verslun og fiski-
veiðar í stórum stíl".
Reykjavík.
Síðastl. laugardagskvöld var ó-
vanalega góða skemtun að fá í Iðn-
aðarmannahúsinu. Þar söng sænsk
leikkona, frú Ingibjörg Johansen, alls-
konar þjóðvísur af mikilíi list, röddin
hrein og hljómfögur, og efni vísn-
anna meðhöndlað sem góðri leikkonu
sæmir. Þá spilaði fiðluleikarinn Óskar
Johansen nokkur sænsk þjóðlög, vel
að vanda. Því næst voru sýndir
nokkrir þjóðdansar, sjerlega fallegir
og fjörugir; það voru 9 manns, sem
dönsuðu alls. Allir, sem stigu dans-
inn, voru klæddir litskrúðugum þjóð-
búningum. Það var regluleg unun
að horfa á þessa gömlu þjóðdansa,
og væri óskandi að frú Johansen vildi
halda áfram að kenna svona dansa
hjer og gefa almenningi tækifæri til
að sjá þá við og við.
Það var auðheyrt, að áhorfendurnir
skemtu sjer; jeg man ekki eftir að
172
hafa okkar á milli. Þú verður að vera
mjer, eftir þínu eðli, illur eða góður. —
Þú veist ekki, hvort þinn mikli dómari
kærir sig um það, sem þú kallar góð-
verk. Honum þykir ef til vill vænna
um illverkin. Hvernig hefur honum far-
ist við mig? Þú gætir ekki verið mis-
kunnarlausari við þinn versta óvin. Hvers
vegna finn jeg til hungurs, fyrst jeg fæ
ekki mat? — Jeg hef ekki óskað þess,
að jeg fæddist í heiminn. Jeg heíði síst
af öllu kosið að vera manneskja. Jeg
hefði fremur kosið að vera sandurinn,
sem þyrlast tilgangslaust um öræfin. Ef
nokkur guð er til, er hann vondur. —■
En það er enginn guð.
Kári:
Þú æsir sjálfa þig. Þú ættir að auð-
mýkja þig og biðja guð um að hjálpa
okkur. — Án hans erum við duft og
aska.
Halla:
Jeg óska engrar meðaumkunar. Hrópa
þú á hjálp. (Hteðnisiega) Jeg er viss um, að
hann heyrir til þín — eigi hann ekki
annríkt við að losa um einhvern jökul-