Lögrétta

Tölublað

Lögrétta - 08.05.1912, Blaðsíða 1

Lögrétta - 08.05.1912, Blaðsíða 1
Afgreiðslu- og innheimtum.: ARINBJ. SVEINBJARNAR80N. Liaugaveíí 41. Talsimi 74. Ri ts tj ó r i: ÞORSTEINN GÍSLASON Pingholtsstræti 17. Talsimi 178. M 24. Reykjavík 8. maí 1913. VII. árg. I. O. O. F. 93539- Þjóðmenjasafnið opið sunnud., þriðjud. og fimtud. kl. 12—2. Lækning ók. f læknask. þrd. og fsd. 12 I. Tannlækning ók. (í Pólthússtr. 14) 1. og 3. md. ( mán. 11—I. Landakotsspítali opinn f. sjúkravitj. io1/’ —12 og 4—5. íslands banki opinn 10—21/. og 57*—7- Landsbankinn io1/.—2V*. Bnkstj. við 12—1. Lagadeild háskólans ók. leiðbeining 1. og 3. ld. ( mán. 7—8 e. m. Landsbókasafnið opiö hv. virkan dag kl. 12—3 og 5—8. Heilsuhælið opið til heimsókna 12—1. Lárus Fjeldsted' Yflppjettarmálafæpslumaður. Lækjargata 2. Heima kl. 1 1 — 12 og 4—7. •X arðskj íilíii 6- insi í. Kl. um 6 á inánudagskvöldið 6. þ. m. fanst hjer í Reykjavík allsnögg- ur jarðskjálftakippur. Titringurinn stóð yfir l/2—3/4 mín., en ekki var hann svo mikill, að skemdir yrðu á nokkru. í g.ner átti Lögr. tal við Björgvin sýslumann Vigíússon á Etra-Hvoli í Rangárvallasýslu. Hann sagði hrist- ing þar hafa verið mikinn. Hengi- lampi fjell niður þar í stofunni og brotnaði. Móhraukar, sem upp var hlaðið þar skamt frá, hrundu allir um koll. Kvenmaður var að brynna kúm við lind þar í túninu, og varð lindin öll gruggug við hristinginn, en kýrn- ar urðu óðar af hræðslu. Einnig fældist hestur, sem þar var í túninu. Frá Næfurholti, sem er efsti bær í Rangárvallasýslu og nærri Heklu, sagði sýslumaður verri frjettir. Þar hrundi bærinn og kona lærbrotnaði. Heyrst hafði og, að barn hefði slas- ast eða farist, en fullvissu um það hafði sýslumaður ekki fengið. Fleiri slík slys hafði hann ekki frjett um, svo að vonandi er ekki mikið um þau. Tveir smærri kippir höfðu fundist þar eystra aðfaranótt þriðjudagsins, en þó ekki stærri en svo, að þeir vöktu ekki þá, sem sváfu. Sýslumanni virtist hreyfingin vera frá austri til vesturs. Ekki kvaðst hann hafa orðið var við sprungur í steinsteypuveggjum. En úr hlöðnum veggjum höfðu steinar hrunið. Bjarni Þorkelsson bátasmiður kom í gærkvöld frá Eyrarbakka. Hann segist hafa verið að raða smíðatól- um sínum niður í koffort og kassa, er hann „heyrði þyt, eða öllu held- ur þungan dyn, sem kom frá há- austri til landnorðurs, og að augna- bliki liðnu hefst smíðaskúrinn og hús- ið upp norðanmegin og ljek á reiði- skjálfi, er varði um það bil fulla mfn- útu", og lagði hann sig allan við að komast eftir, hvaðan jarðbylgjan kæmi. Um kvöldið kl. 11 varð hann aftur var við hreyfing, sem kom úr sömu átt og hin fyrri. Eftir mönn- um, sem voru úti á víðavangi þarna eystra, meðan á jarðskjálftanum stóð, segir Bjarni, að varla hafi verið stætt. Manni mætti hann, sem verið hafði á leið niður Kambana um kl. 10 í gærmorgun, og þóttist þá hafa fundið þar titring. Enn eru sagðar þessar fregnir að austan : Á Brekku í Holtum hrundi fjós og eitthvað af bæjarhúsum. Á Ægissíðu tvö útihús. í Garðsauka eitthvað af útihúsum. Skörð hrundu í túngarða á Selfossi. Á Kirkjubæ á Rangárvöllum skektist íbúðarhús. í Vestmannaeyjum hafði hristing- urinn verið mikill. Síðustu fregnir að austan segja, að hrunið hafi bæjarhús bæði í Vatna- görðum og á Galtalæk, en þeir bæir eru báðir nálægt Næfurholti. Einnig er sagt, að á öllum bæjum í Hvol- hrepp hafi einhverjar skemdir orðið, nema Dufþekju. — Barnið í Næfur- holti, sem um er getið hjer á undan, er sagt dáið. Jarðskjálftamælirinn sýndi kippi við og við í 20 mínútur. Stefna jarð- skjálftans var frá suðri til norðurs. Kola-einkasalan. I. Herra ritstjóri! Má jeg biðja yður um að ljá eftirfarandi línum rúm í blaði yðar. Herra kaupmaður Thor Jensen hefur í síðasta tölubl. Lögr. beint að mjer þeirri spurningu, hvers vegna jeg hafi ekki viljað undir- skrifa mótmæla-yfirlýsingu þá gegn kola-einkasölunni, sem liann og nokkrir aðrir kaupmenn hafa búið lil og látið birta í blöðunum. Jafn- vel þó mjer beri engin skylda til þess að gera hr. Th. Jensen grein fyrir skoðun minni í þessu máli, þá skal jeg þó svara spurningu hans. Svar mitt í fám orðum er þetta: Jeg skrifaði ekki undir mót- mælin vegna þess, að jeg í öllum aðalatriðunum aðhyllist stefnu fjár- málanefndarinnar í þessu máli. Jeg álít að þessi leið, samningsleiðin, sje sú heppilegasta fyrir alla hlut- aðeigendur. Fyrir landsjóð er það greiður og kostnaðarlítill vegur til að auka tekjur sínar, og fyrir lands- menn verða kolin ekki dýrari en þau myndu verða með því fyrir- komulagi á sölunni, sem nú er, og ódýrari en þau myndu verða, væri innflutningstollur lagðnr á þau. Kaupmenn missa verslun einnar vörutegundar, en sem kaupmaður kýs jeg það heldur en að sætta mig við alment farmgjald, sem lík- legt er að annars mundi verða lagt á allskonar vöru. Engar þær að- finslur að samningnum, sem jeg hef heyrt getið um, eru svo mikil- vægar, að ekki megi ráða bót á, áður en gengið er frá samningnum að fullu. Um það, hvernig jeg gegni eða eigi að gegna störfum minum sem breskur ræðismaður, ætla jeg ekki ekki að deila við hr. Jensen. Það er mál, sem engan varðar nema mig og bresku stjórnina. Umhyggju hr. Jensens fyrir hag firmans Copland & Berrie (1908) Ldt. skil jeg ekki; hingað til hefur hann og hans fjelag ekki borið vel- ferð okkar fjelags sjerstaklega fyrir brjósti. Kviksögur ýmsar lref jeg heyrt, sem og hvaðan þær sjeu sprotnar, en þar sem þær eru ósannar að öllu, læt jeg þær sem vind um eju-- um þjóta. Asgeir Sigurðsson. II. Par eð jeg lief lieyrt ýmsar sög- ur um afskifti mín af kola-einka- sölumálinu, álít jcg rjett að jeg skýri frá því opinberlega, hver þau eru. Á meðan fjármálanefndin hjelt fundi sína síðastl. sumar, var jeg aí nefndinni beðinn að benda á áreiðanlegt kolaverslunarfjelag, sem tekið gæti að sjer að byrgja landið með kolum samkvæmt samningi, ýmsum skilmálum bundnum þar að lútandi. Jeg fann lil þeirrar ábyrgðar, sem á mjer hvildi, því að mínu áliti varð það verslunar- hús, sem jeg mælti með, ekki að- eins að vera mjög öflugt fjelag fjárliagslega og versla í mjög slór- um stíl, heldur ætti einnig forstöðu- maður þess að vera ráðvandur og sanngjarn maður. tísrðamann! Þegar þið komið til lleykjavíkur og þurfið á Fatnaði eða Fefnaðarvöru að halda, þá lítið inn í ■W' Austurstræti 1. Þar er mikið úrval af: Kavlmanna- og unglinga-fatnaði, Ferða- jfikkuni, Stormfötum og Höttum, mjög þægil. á ferðalögum. Regnkápur, Olíukápur, (síðkápur), allar stærðir. Olíuföt, handa konum og körlum. Ullarpeysur. Nærföt úr ull, bómull og ljerefti. Af Vefnaðarvöru má nefna: Alklæði og (lömuklæði, fl. tegundir. Reiðfatatau, viðurkent ágætt; Jlorgunkjóla- og Dagtreyju-tau, Tvisttau, Flonell og Ljereft, o. m. fl. Þið sparið tíma og peninga við að versla í AUSTURSTRÆTI 1. Virðingarfylst. Ásg. G. Gunnlaugsson & Co. Mid í SlajÉI tll sh. Þar cð jeg hef afráðið að taka að mjer stöðn, er mjer hefur boðisl erlendis, hætti jeg vershmum mínum á Hofs- ós og Sauðárkrók, og eru húseignir mínar á báðum þess- um stöðum, ásamt fiskhúsum á Selvík og fleiri stöðum á Skagauum, til sölu, sem og verslunaráhöld, bátar og bryggjur. Sláturhús eru á Sauðárkrók og Hofsós. 011 húsin eru í ágætu standi. Nánari upplýsingar gefnar þeim er þess óska. Sauðárkrók 1. maí 1912. L. Popp. Af þeim verslunarhúsum, sem mjer eru kunn, þá var fjelagið, sem jeg mælti með, nfl. Jas. Mc. Kelvie & Co., Edinburgh, það lang- líklegasta til að uppfylla öll þau skilyrði, sem sett voru. Hr. Mc. Kelvie var mjer persónulega kunn- ur, þar sem hann er einn af stjórn- endur firmans Copland & Berrie (1908) Ltd. Jeg vil Ioks taka það fram, að þó að lierra Mc. Kelvie sje einn af stjórendum firmans Copland & Berrie, eins og hann er í stjórn margra annara fjelaga, þá hefur firmað Copland & Berrie engin af- skifti af þessu máli á neinn liátt. Reykjavík, 7. maí 1912. Geo. Copland. Ferðasaga. Eflir dr. Helga Pjelurss. 17. Það er auðvitað margt verra. Eins og t. a. m., að sjá börn sín gráta, ef eitthvað verulegt amarað þeim, eða vita — en jeg sleppi því. En altaf þykir mjer skrambi leilt að sjá prentvillur í ritgerðum min- um, og finst það nokkurs konar rógur og álygar á mig. En mjer er mikið áhugamál, að menn haldi, að jeg sje vel pennafær. Að lesa og skrifa er þær íþróttir, sem jeg hef lagt mesta rækt við, og þar sem jeg hygg mjer fáa snjallari. Jeg veit, að það er nokkur áhætta að skrifa svona og geri það einmitt þess vegna. Og hvergi biðst jeg hlífðar, fari jeg með rangt mál. En hvað prentvillurnar snertir, þá veit jeg að prenturunum er nokk- ur afsökun. Því að mjer hættir við stundum að láta pennann rata götu sína. Ymsar prentvillur eru í greinum mínum í Lögrjettu 2. nóv. og var mjer verst við þá, sem breytir svo máli, að það er eins og jeg sje að hrósa I. P. Míiller fyrir það, sem jeg álít slæman galla á honum og varla sæmandi svo vitr- um manni; en það er, að honum hættir við að gera of lítiðúrsumu þvi, sem virðist ógagnleg vísindi. En þó ekki væri annað, þá er það upphaf að því, að fyrirlíta öll vís- indi, og væru þá mennirnir illa farnir. Vísindin miða til að efla sannleilcsástina, en þess þarf svo mjög með; öll lygi og allur mis- skilningur leiðir á endanum til ills. Mjer er illa við að sjá á sumum vísindamönnum, að þeim finst þeir nærri því þurfa að biðja afsökun- ar á því, að þeir fáist ekki við eilthvað fjevænlegra, og hafa ekki nóg yfirlit til þess að sjá, hvað þeir eru einstaklega vel komnir að sínum vanalegu litlu verkalaunum. Mjer kemur til hugar maður, sem hjet Jónas Hallgrimsson, sem svalt á íslandi og í Kaupmannahöfn og fór oftast á mis við það, sem hann þráði mest og vænlegast hefði verið til að efla lxann, okkur, sem síðar lifum, til gagns og gleði, á sama tíma, sem ýmsir misyndis- menn og mörsugir þjóðarinnar nutu þess, sem landið hafði best fram að bjóða. Af dagbókum Jón- asar og brjefum má sjá, að það eru engar ýkjur, að hann hefur soltið stundum í Kaupmanna- höfn, ekki getað fengið sjer að borða. En ekki þurfti mikið að skína á þennan söngfugl, til þess að hann kvakaði svo, að ennþá er unun að. Þegar hann var í Sorö, virðisthann hafakynstfríðri danskri stúlku. Ástin fær hann til þess, sem honum er ekki eiginlegt, að skrifa dönsku í dagbók sína. »Min hvide, min dejlige Hind«, kallar hann þessa stúlku. En kossavís- urnar yndislegu, sem víst eru frá þeim tíma, eru á íslensku, eins og kunnugt er. Vonandi, að hann hafi komist svo langt, að kyssa hindina sína. Ástleysið var Jqnasi svo erfitt. Og það varhans eigin- lega banamein. Eins og skiljan- legt er: í slíkum mönnum er lífs- þráin svo sterk. Og dauðinn er svo erfiður og öll drög til hans. En ástin er lind lífsins. Tilraun til að sigrast á dauðanum. Seint verður sá skaði bættur, að engin íslensk stúlka skyldi bera gæfu til að fá Jónas Hallgrimsson til að lofsyngja ást og kvenfegurð. Eins og hann gat lofsungið. Land- ið sá hann í allri sinni fegurð, ís- lenskan kvenmann aldrei. Það er hægt að sjá það af kvæðum hans. Gunnarshólmi er þar, og fleira, sem varla fyrnist. En bestu kvæð- in vantar. Því að kærari er mey en mæri. Hvað mey er annars fagurt orð. Það er svo mikil ást í því. Og mikill er sá ójöfnuðnr, að vilja taka það af konu, þó að hún hafi unt manni faðmlags. Það minnir á, hvað oft þver ástin, þeg- ar það er fengið. Og er slíkt jþó vanþakklæti, ef menn hafa sjest svolítið fyrir áður en þess var far- ið á leit. Mjer er stundum að koma í hug, hvort muni vera sljó- skygnara og kúgaðra frá því sem vel var íslenskt, karlar eða konur á íslandi. Jeg held nærri því, að það sje kvenfólkið. Og ills viti er það, að heyra má konur telja mönnum það til hróss, að þeir sjeu svarthærðir, og það þó hárið sje raunar ekkinema dökkjarpt, og mönnunum því gert rangt til. Það er þessu skyldara en menn halda, hvað hárprýðin liefur horfið ís- lensku kvenfólki, sem fyrrum gat hulið sig í hárinu sumt, þó að þar komi auðvilað líka til ólti og hat- ur á lofti og ljósi. Alnarlangt hár og þaðan meira er nú víst ekki til á íslandi, nema þar sem hár- fegurð hefur legið fastast í ætt- kvísluni. Og meiri hárprýði má nú sjá annarstaðar, en svo var víst ekki áður, þegar sólskin var meira á íslandi og betur notað og heitar var elskað og frjálsar. Því að slíkt fer auðvitað eftir lífsafli, og hver efast um, að það hafi verið meira áður á íslandi. Og svo var ekki ástin svívirt í lieiðni, eins og síðar varð. »Glögt jeg skil hví Geitskór vildi geyma svo hið dýra þing—«, segir Jónas. Svo mjög sem jeg dáist að Jónasi, þá held jeg samt, að þarna liafi hann ekki skilið eins glögt og hann hjelt. Þó þori jeg ekki að fullyrða, að jeg geri hon- um ekki rangt til. Hann var svo gamansamur innanum og þagði yfir rnörgu, sem hann vissi. Þessi kapítuli átti að vera um prentvillur. En mjer rann fljótt reiðin, og þá fór á þessa leið. Jeg vona, að það verði fyrirgefið. Aug. Sti'indberg er mikið veik- ur, segja útl. blöð. A. J. Balfour, enski stjórnmála- foringinn, sem til skamrns tíma hefur haft forustu íhaldsflokksins, ætlar að taka við kennaraembætti við háskólann í Glasgow, sem hon- nm hefur verið boðið. Hann ætl- ar að kenna þar heimspeki. Sýningin í Kristjaníu 1914. Norska þingið hefur veitt til henn- ar milj. kr.

x

Lögrétta

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögrétta
https://timarit.is/publication/196

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.