Lögrétta

Tölublað

Lögrétta - 08.05.1912, Blaðsíða 2

Lögrétta - 08.05.1912, Blaðsíða 2
96 LOGRJETTA Lógrjetta kemur át á hverjum miö- vikudegi og auk þess aukablöö við og við, minst 60 blöö als á ári. Verð: 4 kr. árg. á íslandi, erlendis 5 kr. Gjalddagi 1. júlí. Dm aðskilBaö ríkis og kirkjo. Eftir Sigurbjörn Á. Gíslason. (Að mestu samkvæmt fyrirlestri í „Fram“ 23. mars þ. á.). II. (Frh.). En æskilegasta teldi jeg þriðju leiðina: Safnaðafjelögin nýju fengju kirkjuhúsin þegar í stað við aðskiln- aðinn en að ríkið afhenti mestalt andvirði annara kirkjueigna lúterskri fríkirkju vor á meðal, þegar hún væri búin að koma föstu skipulagi á hjá sjer, og það væri sýnilegt, að hún tæki í rauninni við afþjóðkirkj- unni að halda uppi kristindómi í landinu Þá gæti hún hæglega stofn- að sjer prestaskóla og styrkt fátæka útkjálkasöfnuði til að halda prest og kirkju. Alþingi gæti fastsett, hvað margra ára frest fríkirkjan skyldi fá til að koma föstu skipulagi á hjá sjer. — 5 ár væru t. d. sanngjarn frestur. Og sömuleiðis gæti ríkið haldið eftir hlutfallslega miklu af kirkjufjenu, sem sinni eign, eftir því hve mikill hluti landsmanna væri þá utan lútersku fríkirkjunnar. Að líkindum svara einhverjir, að það væri harla óvið- eigar.di að láta söfnuðina vera styrk- lausa af þessum umræddu vöxtum fyrstu 5 árin eftir aðskiinaðinn, byrj- unarárin, sem venjulega sjeu erfiðust; en jeg ætla að þeir erfiðleikar, sem af því stöfuðu, væru næsta heppi- legir fyrir söfnuðinum; þá gæti best komið í Ijós hverjum væri full al- vara að taka að sjer skyldu kristinna frísafnaða. Fjárhagserfiðleikarniryrðu heldur ekki svo afarmiklir, þar sem söfnuðir vildu hafa sama prest áfram, því að einmitt þessi árin hefðu prest- arnir full biðlaun frá rfkinu. Frest- urinn yrði og hentugur til að sýna áhuga eða áhugaleysi presta, launin hefðu þeir sömu og áður en engin trúmálaskylduverk, og kæmi því í Ijós, hve margir þeirra vildu gjörast sjálfboðaliðar í kristindómsins þarfir. Fresturinn yrði því næsta heppileg- ur reynslu- og hreinsunar-tími bæði fyrir presta og söfnuði, auk þess Sem ríkið eða landssjóður fengi upp- bót með vöxtunum fyrir biðlaunin. Hitt mundi sannast, að færi rfkið um aldur og æfi að skifta sjer af öllum trúmálafjelögum landsmanna, sem ættu þó að nafninu til að vera frjáls og óháð, þá yrði það bæði trúmálum og þjóðmálum til óheilla. III. Það má vel vera, að ýmsir hugsi, þegar hjer er komið: Er nokkur ástæða til að fjölyrða svo mjög um þessa hlið málsins; ætli það sje ekki best að halda því, sem vjer höfum, og láta þjóðkirkjuna standa áfram óhaggaða; hún getur lafað eins og hún hefur gert, og hver veit nema seinna fari að blása byrlega fyrir henni f En þegar um það er að ræða, hvort aðskilnaður sje æskileg- legur eða ekki, þá verður trúarlega hliðin aðalhlið málsins, og það enda bæði hjá þeim, sem kallaðir eru trú- aðir og vantrúaðir. Andstæðingar kristindómsins, og andstæðingar trúarbragðanna yfirleitt, ef þeir eru nokkrir í raun og veru, trúa því flestir, að kristindómurinn muni hrynja til grunna á voru landi, ef ríkið hættir að leggja fram fje til kirkjumála, og eru þeir þannig ein- dregnir aðskiinaðarmenn, af trúarleg* um ástæðum. Kristindómsvinir allmargir treysta því á hinn bóginn, að deyfðin og áhugaleysið, sem því nær öllum kem- ur saman um, að hvíli yfir íslensk- um söfnuðum, muni smáhverfa, þeg- ar 'hienn fara að ráða því algerlega sjálfir, hvaða þátt þeir taki í trúmál- um. Vitanlega er oft minst á, til að styðja aðskilnaðarmálið, livað þjóð- kirkjufyrirkomulagið sje ósanngjarnt gagnvart öllum þeim, er hafna trú þjóðkirkjunnar; og er það ekkert smá-atriði. Oss mundi þykja sæmi- lega ósanngjarnt, ef vjer ættum heima í Róm, eða Miklagarði, ef tekinn væri þar af oss skattur til að styðja með páfatrú eða Múhameðstrú. En aðalástæðan er nú samt þetta: Vjer treystum því, aðskilnaðarmenn- irnir, að trúmálaskoðunum vorum sje betur borgið eítir aðskilnaðinn. Andstæðingar aðskilnaðarins hafna honum sömuleiðis aðaliega af tfúar- legum ástæðum. Þeir eru til — en fáir munu þeir vera — er segja sem svo: „Trúar- ástandið í landinu er ágætt, eins og það er. Raunar hugsar þorri manna ekkert um þessi trúmál, á meðan sæmilega gengur, og það er ekkert að því að finna. Til hvers er fyrir fólk að vera að grufla út í þess hátt- ar? En samt lifir trúarneisti hjá fólkinu. Því þegar í raunir rekur, gerast flestir guðhræddir, að minsta kosti alt kvenfólk; það hefur ein- hvern styrk af því; og er það gott og blessað. Færi aftur á hinn bóg- inn að myndast hjer fríkirkja í stað þjóðkirkjunnar, yrði trúaráhuginn al- mennari, og hann mundi vekja deilur og ofsa, sem ekki yrði nema til bölvunar". Það er auðheyrt á tali slíkra manna, að þeir hafa lítið kynt sjer sálarlíf fólks þess, sem í raunir ratar. Væru þeir því kunnugir, mundu þeir tala fátt um „styrk og gleði trúarinnar" hjá þeim, sem aldrei hafa sint trú- málum fyr en sorgin hryndir upp hurðum. Og ef þeir skyldu ofurlítið eðli lifandi kristindóms, mundu þeir vita, að hann veldur öðru íremur en deilum og ofsa. Sumir kristindómsvinir eru svo svartsýnir, að þeir halda að alt kristnihald hjá þjóð vorri far alveg út um þúfur, ef þjóðkirkjuböndin eru slitin, og eru því andstæðingar að- skilnaðarins. Fáum mun raunar koma í hug, að svo færi um alt land, en þeir óttast, að strjálbygð og einkum ókirkjuræk- in hjeruð mundu alveg leggja árar í bát, ekki kæra sig neitt um presta og kirkjur, eftir aðskilnaðinn. — En þó svo færi einhverstaðar, sje jeg ekki, að það væri nein afturför frá því sem nú er í þeim hjeruðum. Er ekki miklu betra bæði frá trúarlegu og siðferðilegu sjónarmiði, að það komi í ljós, hvaða menn sjeu svo sneiddir öllum trúaráhuga, heldur en þeir haldi, m. k. sjáifir, að alt sje í sæmilegu lagi meðan ríkið sendir þeim presta og knýr þá með lögtakshótun til að borga þeimf-------Raunar held jeg að „neyðin mundi kenna naktri konu að spinna", og að margur, sem nú er kærulaus um trúmál, færi að hugsa sig um, þegar að því ræki að börn hans ælust upp í fullum heiðindómi, ef hann hugsaði ekki sjálfur um að bæta neitt úr því. Flestir þeirra manna, sem vinna að því af alefli, að koma algerðu losi á allar kenningar þjóðkirkjunnar, og smeygja heilmiklu af únítaratrú og algyðistrú inn í kirkjuna, undir yfir- varpi vísindanna, eru ákveðnir and- stæðingar aðskilnaðarins bæði hjer á landi og annarstaðar. Þeir búast við því, og það líklega ekki að ástæðu- lausu, að hver fríkirkja mundi fljót- lega afsegja, að launaðir starfsmenn hennar rjeðust gegn samþyktri stefnu- skrá hennar. Enda væri það ekki svo óeðlilegt; naumast mundi nokk- ur maður t. d. lá Goodtemplarafje- laginu eða stjórnmálaflokkunum, þótt þeir höfnuðu fljótlega þeim starfs- mönnum, sem færu að ráðast á stefnu- skrá ljelagsins, eða flokksins. Það er eins og ný-guðfræðingar vorir hafi eitthvert hugboð um, að flokkur þeirra yrði ekki sjerlega fjöl- mennur eða framlögugjarn eftir að- skilnaðinn; þorra íslenskra safnaða mundi þykja kenningar þeirra full- mikið ljettmeti til að lifa og deyja við. Raunar segja þeir þetta ekki bein- línis, en tala margt um hitt, hvað ægilegt það verði, þegar allskonar ómentaðir ofsatrúarmenn, erlendir og innlendir, fari að vaða yfir landið, eftir aðskilnaðinn. Sannleikurinn er nú samt sá, að áhugalítil þjóðkirkja hefur míklu minni varnir gagnvart aðkomnum, annar- legum trúboðum, helduren hvermeðal fríkirkja, því að í fríkirkjusöfnuðunum er svo miklu meiri hvöt til að halda hópinn en í þjóðkirkju; ogífríkirkju koma aðvaranir gagnvart annarlegu trúboði frá þorra safnaðarfólksins, en í þjóðkirkju oftast nær frá prestin- um einum, ef hann þá hefur dáð og rænu til þess. Ofsatrúaróttinn er og ástæðulítill. — Islendingum er annað tamara en að fara of langt í trúarefnum, og samkepni safnaðarfjelaganna er besta trygging'n fyrir sæmilegri mentun fríkirkjupresta. Allur þorri íslend- inga mundi kunna því illa nú orðið, að andlegir leiðtogar þeirra væru ómentaðir menn; enda mundi reynsl- an fljótt sýna, að það dygði ekki yfirleitt til langframa, þótt hitt sje satt, að einstaka maður, þótt ekki sje skólagenginn, geti verið miklu meiri og betri áhrifamaður í trúar- efnum en þorri þeirra manna, er ein- hvern veginn hafa komist í gegnum skólaprófin; enda er synd að segja, að mikla almenna mentun þurfi til að ná lökustu einkunnunum við þau próf. Sumir óttast og afleiðingarnar af því, að öll kristindómsfræðsla hverfi úr skólunum við aðskilnaðinn. En bæði er það, að harla lílil trygging er fyrir því, eins og nú er komið, að trúarbragðakensla í skólunum verði til að efla kristindóm barnanna, og eftir aðskilnaðinn mundi áreiðanlega koma ýmsir sjálfboðaliðar í flestöll- um söfnuðum, er tækju að sjer það starf, með sunnudagaskólum. Þá mundu og prestarnir og heimilin ekki vanrækja eins kristindómskensluna og nú er víða orðið, þar sem allri áhyggj- unniíþeim efnum er varpað á barna- kennarana. Þeir kannast við það, eindregnustu andstæðingar kristindómsins, með ákveðnustu kristindómsvinunum, að það sje „andlegt drep" fyrir þjóð- ina, að hafa andlega leiðtoga, sem „tvístíga í trúmálum" og aka þar seglum eftir erlendum „vísindavind- um“. Vjer segjum að vísu ekki allir, að „þjóðkirkja okkar sje að verða andlegur svarti-dauði þessa lands", en hitt erum vjer sammála um, sem viljum hafa „hreinar línur" í trúmál- um, að hún sje í þann veginn að verða áþekk varningsbúð, þar sem menn eru knúðir til, með þvingunar- lögum, að kaupa vörur, sem mörg- um kaupendum virðist stundum svikn- ar og skemdar; og þess háttar þving- unarverslun er harðla ólíkleg til að glæða trú eða göfga siðferði lands- manna. Vjer treystum því samt, kristin- dómsvinirnir, að úr rúsrum þjóðkirkj- unnar muni rísa fríkirkja, þar sem verði miklu meiri samvinna milli presta og safnaða, miklu meira gagn að prestunum og miklu meira afl til að gagnsýra þjóðlíf vort, til sannra þjóðþrifa, en nú er í þjóðkirkjunni. Kappglíma í ,Dan‘ Og Sigurjón Pjetursson. Kappafjelagid „Dan", helsta afl- raunafjelagið í Kaupmannahöfn, háði grísk-rómverska kappglímu 21. apríl, og bauð hinum bestu glímumönnum frá Finnnlandi, Málmey og Gautborg, að taka þátt f henni. 3 Finnar komu og 2 Svíar. Sigurjón Pjeturs- son tók einnig þátt í kappglfmu þess- ari. Hann þreytir nú glímur við kappana í „Dan" og fær hann hvergi betri kost á að æfa sig undir Stokk- hólmsförini en í því fjelagi. í kappglímunni tóku þátt 12 menn alls og var þeim skift í þrjá flokka eftir þyngd. Sigurjóni var skipað í þyngsta flokkinn, af því að hann vegur 82V2 kg., — en það er á takmörkunum milli miðflokksins, sem hann er vanur að glíma í, og þyngsta flokksins, — og eigi síst af því, að hann hafði reynst næstur hinum besta í undirbúningsglímunni í „Dan"; en það er eigi von að hann geti felt hina mestu kappa, sem eru miklu þyngri en hann. Sigurjón glímdi fyrst við sænskan mann frá Gautaborg Echmann að nafni. Þeir skildu að sljettu, en Echmann virtist þó heldur sterkari eða æfðari í þesskonar glímu. Síðan glímdi A. M. Jensen, hraust- asti glímumaðurinn í Dan, og Finn- Iendingurinn Salila. Þeir voru þyngstir og þreknastir og einnig sterkastir allra glímumannanna, og vann hvorugur á öðrum. Þá reyndu þeir með sjer Salila og Sigurjón og fjell Sigurjón heldur fljótt, því að Salila náði hryggspennu á honum, en þó snerist Sigurj. aðdá- anlega vel undan falli í fyrsta sinn. Þá glímdu þeir Jensen og Eck- mann; sótti Jensen í ákafa og var eins og hann vildi hefna Sigurjóns; en Svíinn varðist vel, en fjell þó að lokum. Þá glímdu þeir Jensen og Salíla aftur og fjell Jensen; var þá eigi að undra, þótt Salíla hefði borið af Sigurjóni. Fyrir skömmu hafði Jén- sen felt Salíla í glímu í Helsingja- fossi. í ljettasta flokknum vann finskur maður, Bruce, en danskur maður, Harald Christensen, í miðflokknum. Sigurjón Pjetursson glímdi við Jóta fyrir skömmu í Árósum og vann þar sigur og fjekk bikar í laun. Hann er eðlilega eigi eins æfður í grísk-rómverskri glímu eins og sumir glímumenn í útlöndum, en vel láta menn í „Dan" af honum. Ef Sigur- jón glímir í miðþyngdarflokkinum, er góð von um að hann verði einn af hinum fremstu glímumönnum í þeim flokki. En íþróttafjelögin á íslandi þurfa að styrkja hann svo, að hann geti æft sig eins og hann þarf fyrir ólympska fþróttamótið. Jeg er sann- færður um að hann verður þá ís- landi til sóma í Stokkhólmi í sumar, þótt eigi hafi hann enn afl á við risana. Bogi Th. Melsted. „Mjólkurmálið“. í Lögrjettu frá 17. apríl er grein eftir Daníel Daníelsson í Brautarholti, sem hann nefnir „Frú G. Björnsdótt- ir og mjólkurreglugerðin". Þessa fyrirsögn liggur næst að skilja svo, að Dan. álíti að mjólkurreglugerðin sje efur mig eina. En jeg get frætt hann um það, að þó jeg hafi geng- ist fyrir því að fá þessa reglugerð samda og samþykta, og eigi sjálf mörg nýmæli í henni, þá er sumt í henni, sem jeg hefði óskað að væri öðru vísi. Það, sem virðist hafa losað um málbeinið á Dan., er svar mitt til þeirra B. B. og Vigfúsar í Engey, sem runnu fyrsta gönuskeiðið út af reglugerðinni. Hann byrjar aðfinn- ing sína á því, sem jeg segi þar um hirðing mjólkurílátanna, og segir að þar, sem hann þekki til, sje hirð- ing þeirra svo vel af hendi leyst að mjólkin þurfi ekki að verða súr, og bætir svo við þeirri fullyrðing, að það sjeu þeir staðir, sem jeg hafi aldrei selt mjólk frá. Hvað veit Dan. um það, frá hvaða heimilum jeg hef selt mjólkf Og því tilnefnir hann ekki þau heimili, þar sem hann hefur staðið yfir hreingerningu mjólk- úríiátaf Veit hann það ekki, að mjólkurílát geta verið hrein, þó þau sjeu ekki nægilega þvegin til þess, að þau sýri ekki mjólkina? Reykjavík- urbúar geta best dæmt um það, hvort það er ekki satt að mjólkin, sem þeir kaupa, sje oft súr, og jeg get betur dæmt um það en Dan, hvað alment má finna þetta að mjólk- inni, þar sem jeg hef verið 9 ár mjólkursali hjer og því haft tækifæri til að kynna mjer þennan atvinnu- rekstur. Næsta aðfinning hans er uffl óhreinindin, sem jeg segi að sje á brúsunum, og telst honum svo til, að mjólkurframleiðendur borgi svo fyrir mjólkursöluna, að vænta mætti að þurka væri til, svo þurka mætti utan af brúsunum; hann veit það ekki, að þetta er ómögulegt, því þegar brús- arnir verða óhreinir utan, þá fara óhreinindin inn í falsið milli loksins og brúsans, og þaðan nást þau ekki með þurku. Það vita allir hjer, að brautin, sem Dan. flytur sína mjólk eftir, er sjórinn, og því kemur ekki vagnflutningur til greiha með hans rnjólk. Þá eru tuskurnar, sem not- aðar eru til að þjetta lokin, sem hon- um verður skrjafdrjúgast um. Þetta er, eins og annað hjá honum, sprott- ið af þekkingarleysi hans og mis- skilningi á grein minni. Jeg minnist aðerns á þá brúsa, sem þarf að þjetta lok á, að til þess sjeu notaðar tusk- ur> Ofí þa<5 er ómótmælanlegur sann- leiki, að þeir, sem þurfa að þjetta lokin, nota til þess tuskur, eða prent- pappír, að einum mjólkuframleiðanda undanskildum; það er St. B. Jónsson á Reykjum; hann þjettir lokin með togleðurhringjum, og hefði það verið fylsta ástæða fyrir hann að bera af sjer, því ekki vissi hann, að það var af vangá fyrir mjer, að þetta fjell úr, þegar jeg skrifaði greinina. Togleðurhringar er það eina, sem er nothæft til að þjetta með brúsalok- in; en þremenningarnir virðast ekki þekkja þá. Á flestum brúsum falla lokin svo vel, að mjólkin skvettist ekki upp úr þeim; þannig voru t. d. aliir brúsarnir, sem Viðtyjarmjólkin var flutt í, þegar jeg seldi hana. En það ættu allir að hafa togleðurhringa um brúsalokin, því þeir verja brúsa- fölsin fyrir óhreinindum, og væri það engu síður nauðsynlegt fyrir bændur, sem senda rjóma til smjörgerðar á rjómabúin, en mjólkurframleiðendur hjer í nærsveitunum. Daníel kastar því fram, að jeg hafi ekki þorað að gera þetta að blaða- máli, af ótta fyrir því, að jegmisti kaupendur; en hann er jafn ókunn- ugur þessu eins og öðru, sem hann skrifar um þetta málefni. Jeg hef aldrei látið eigin hagsmuni hefta mál- frelsi mitt, og mun aldrei gera það. I Lögr. 6. maí 1908 skrifaði jeg grein um mjólkursöluna hjer í bæn- um, og þegar jeg varð bæjarfulltrúi hjer, þá hreyfði jeg því í bæjarstjórn- inni, að nauðsynlegt væri, að mjólk- ursalan kæmist í betra horf en hún væri í, án tillits til þess, hvortafþví leiddi fyrir mig, að jeg misti atvinnu mína sem mjólkursali. Jeg set því hjer kafla úr tjeðri grein: „ .. Það, sem gerir mjólkurmarkaðinum hjer mestan hnekki, er það, hve mjólkin frá sumum stöðum er fitulítil og oft súr. Það er ekki von að vel gangi að selja mjólkurpottinn á 20 aura, sem ekki gefur meira en 15 —16 aura, ef hann er að skilinn,*) og það þó rjómapotturinn sje reikn- aður á 1 kr., en svo Ijeleg er sum mjólk, sem nú flytst til bæjarins. Mjólkurframleiðendum verður að skilj- ast það, að þeir skaða mest sjálfa sig, ef þeir láta selja hjer ljelega ný- mjólk; það er um þá vöru eins og aðra, að sje hún góð, þá selst hún betur. Jeg hef reynslu fyrir mjer í þessu, hvað mjólkursölu snertir, því þegar jeg tók við Viðeyjarmjólk til útsölu, var hún ekki í áliti og seld- ist illa fyrst; en þegar jeg slepti henni, þá var hún álitin besta mjólk hjer, enda seldist hún eftir því vel. Jeg set hjer á eftir skýrslu yfir sölu hennar þau ár, sem jeg seldi hana, til sönnunar mínu máli: Frá r!io '03—l/io '04 selt fyrir kr. 7942,00 — z/io '04—Vi° '05 -- — — 9367,00 -- Vio’05—'/io '06 — • - -- 11513,00 — Vi°’o6—Á’°7 — — — 9062,00“. Það, sem spilti fyrir sölu á Við- eyjarmjólkinni, þegar jeg seldi hana, var súrinn, en Eggert Briem var haf- inn yfir það, að misvirða við mig, þó jeg fyndi að því við hann, heldur bað hann mig að útvega sjer stúlku, sem kynni að hirða mjólkurílát. Það gerði jeg, en eftir það kom engin umkvörtun tii mín yfir súr í mjólk- inni.—Þessi stúlka hafði tkki lært íláta-hirðingu hjá Iandanum, sem enga aðfinslu þolir, og hjakkar því altaf í sama farinu, heldur hjá útlendingi, sem settist að hjer í bænum og tók það fyrir, að framleiða mjólk til sölu. Það hefði verið ávinningur fyrir mjólk- urframleiðsluna hjer, ef hans hefði notið lengur við; hann seidi hjer ágæta mjólk fyrir 15 aura pottinn, en ólán- ið var, að hann hröklaðist hjeðan með líkum ummerkjum eins og rjúp- an, sem leitaði griðarstaðar „í kjöltu konunnar í dalnum". Dan. heldur, að reglug. hafi verið óþörf, af því að Reykvíkingar hafi heilbrigðisfulitrúa, sem geti haft eftir- lit með mjólkursölunni. Meðan Júlfus *) Skilvindan sagði eftir. G. B. /

x

Lögrétta

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögrétta
https://timarit.is/publication/196

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.