Lögrétta

Tölublað

Lögrétta - 08.05.1912, Blaðsíða 3

Lögrétta - 08.05.1912, Blaðsíða 3
L0GRJETTA 97 Frá laudssímanum. Starfræksla landssímans 1911. T e k j u r: .............. 27082.53 .............. 14602.78 ....... 6330.30 Símskeyti innanlands . — til útlanda. — frá útlöndum Símasamtöl........... Áframhaldsgjald ... Talsímanotendagjald, einkaleyflsgjald 0. fl. ... Aðrar tekjur ................................. Tekjur alls ... G j ö 1 d: Laun starfsmanna (hjer eru með talin laun landssímastjórans, þókn- un til landsstöðva, laun til sendi- boða 0. fl.) ....................... 32980.17 Viðhald símanna ....................... 9106.71 Eyðublöð, prentkostnaður, ritföngo.fl. 3428.84 Önnur gjöld............................ 11746.34 kr. kr. kr. 48015.61 63532.00 111547.61 5936.84 105610.77 — 8765.31 — 4033.93 kr. 118410.01 (101768.31)* Árið 1910. Tekjuafgangur ... Reykjavík 19/. kr. kr. 57262.06 (56129.09)* (45639.22)* 61147.95 4 1912. Halldórsson var heilbrigðisfulltrúi, sýndi hann mjög mikinn dugnað við það, að koma mjólkursölunni í betra horf en áður var, enda batnaði hún mikið meðan hann var heilbrigðis- fulltrúi; það voru stofnaðar stórar mjólkurbúðir, og óþrifalegustu stað- irnir lögðust niður; en þó gat hann ekki komið því til leiðar, að flutn- ingur væri bættur; það þarf sterk- ara vald til að buga gamlan vana. Að umtal hefur orðið um reglug. er því að kenna, að mjólkurframleiðend- ur risu gegn henni, að líkindum af því að fitulágmarkið í nýmjólk var fært upp. Mjer finst það sómi fyrir B. B., að honum sje hnýtt aftan í Dan. í Braut- arholti og þess vegna ætla jeg að gera það. B. B. hefur nú í annað sinn, síðan mjólkurreglugerðin var samþykt, opnað sitt andans forðabúr og gefið „Reykjavíkinni" málsverð, og er synd að segja um hana, að hún sje matvönd. B. B. hefur orðið viðkvæmt í meðvitundinni, þegar hann las grein mína f Lögr., og hygst að svala sjer með því að setja hana í samband við „Grasa-Guddu", en brestur þó einurð til þess að líkja mjer við hana. En ef B. B. heldur það, að hann með því kasti skugga á mig, þá skjátlast honum; það fer fyrir honum, eins og nöfnu hans, frú B. B , með brjefið hennar; hann verð- ur þolandinn, en ekki jeg, í þessari viðureign. Alit hans hefur ekki vax- ið við að taka penna í þetta sinn. Þessi grein hans er sama jórtrið eins og er í fyrri greininni, og er því óþarft að svara henni á ný. — Það er eins og fitumagnið í nýmjólkinni sje viðkvæmasti depillinn í reglu- gerðinni fyrir B. B.; hann er enn að klifa á því, að ekkert standi í henni um það, hvort ekki megi selja ný- mjólk með lægra fitumagni með -»ný- mjólkurverdi“(!). Jeg skal því á ný segja honum, að hann þarf ekki að draga lengur að „birta það fyrir kúnni" sinni, að enga nýmjólk má hann selja með nýmjólkurverði nema þá, sem hefur 3,250/0 fitu. Jeg efast ekkert um það, að kýrin hans gefur honum svona feita mjólk, ef hann vandar henni betur fóðrið en „Reykja- víkinni". Að síðustu skal jeg geta þess, að jeg mun ekki svara þeim Dan. og B. B., aftur og mega þeir hafa ánægj- una af því, ef þeir vilja, að hafa síð- ast orðið. Rvík 18. apríl 1912. Guðrím Bj'órnsdótíir. Hestar stafa. Prófessor G. Brandes vakti fyrir skömmu i dönsku blaði eftirtekt á nýútkomnu þýsku riti um vit dýr- anna, og eru hjer tekin upp aðalat- riðin úr þessari grein hans. Árið 1904 var mikið talað í Þýska- landi um hest einn, sem kallaður var „Hans spaki". Eigandinn var gam- all stærðfræðiskennari og hafði kent hesti sínum ýmislegt, sem virtist benda á, að meira vit væri til hjá hestinum en menn alment eigna dýr- um. Hesturinn lærði að telja, reikna og lesa, og þekti bæði menn, dýr og hluti af myndum. Hann svaraði á sinn hátt spurningum, sem munn- lega var beint til hans. Umtal um þetta varð svo mikið, að prússneska stjórnin Ijet skipa nefnd vísindamanna til þess að ransaka málið, og var for- stöðumaður sálfræðisransóknastofnun- arinnar við háskólann í Berlín þar aðalmaðurinn. Eftir nokkurra vikna ransokn ljet nefndin uppi álit sitt og drap með því á svipstundu alla þá frægð, sem hesturinn hafði náð. Nefndin áleit, að í raun og veru gæti hann hvorki reiknað nje skilið spurn- ingar, en að „svör hans stöfuðu frá ósjálfráðum hreyfingum hjá spyrjend- unum; að þeir óafvitandi gæfu hest- inum merki, sem hann svo færi eftir í svörunum". Aðdáunin, sem spaki Hans hafði áður notið, snerist nú upp í það, að hann var hafður að skotspæni fyrir fyndni og spaugsyrði. Ekki misti samt eigandinn trúna á gáfur hestsins. En maðurinn dó fáum árum síðar, og hesturinn varð annars eign. Það var nú farið að fást við hann á ný af manni, sem ekkert haíði við það fengist áður, og brátt fór orð af því, að nefndin hefði skilist illa við ransóknarstarfið. Hest- urinn svaraði spurningum eins, þótt bundið væri fyrir augu hans, svo að nú var það auðsjeð, að skýring nefnd- arinnar á svörum hans gat ekki rjett verið. Nú er nýkomin út bók á þýsku, sem heitir „Denkende Tiere" (Leip- zig 1912), eftir Karl Krall, og hefur hann í mörg ár fengist við að ran- saka vit dýranna. Hann hefur gert ransóknir á tveimur arabiskum hest- . um, sem heita Múhamed og Zarif. Skýrir hann frá, hvernig hann hafi kent þeim bæði að telja og reikna. Þeir hafi lært bæði samlagning og frádrátt, síðan margföldun og deil- ingu, og loks rótarútdrátt. Einingar tákna þeir með því að stappa með hægra fæti, tugi með því að stappa með vinstra fæti. Þeir geta jafnvel reiknað dæmi eins og þessi (2X2) X (3+4)=, eða(2-j-i) X (io-f-2)=. Múhameð var við tilraun gefið dæmið: X 48 = 46. Hvað er X? Hann gaf merki með báðum fótum og svar- aði rjett: 96. Svo hafa og báðir hestarnir lært að þekkja liti. Einnig hefur þeim verið kend stöfun og lestur. Þeim voru sýndir bókstafirnir og nöfn þeirra greinilega höfð upp fyrir þeim. Svo voru þeir látnir mynda orð sjálfir úr bókstöfunum, með því að benda á einstaka stafi. Þær tilraunir þykja mjög merkilegar. Þegar þeim var sýnd mynd af hesti (á þýsku Pferd) og sagt að finna stafina, stöf- uðu þeir ekki Pferd, heldur Ferd, og þurfti oft að endurtaka fyrir þeim að staf vantaði, áður þeir loks bentu á P. H-hljóðið áttu þeir altaf bágt með og feldu helst þann staf burtu, stöfuðu út í staðinn fyrir Hut (hattur), als fyrir Hals (háls) o. s. frv. Stöfunarvillur hestanna sýndu ljós- lega sjálfstæða hugsun. Krall kallaði t. d.: „Zarifl Þessi maður heitir Hess; stafaðu nafnið hans? Zarif svaraði: S. Orðið Pferd hafa hest- aruir skrifað á yfir 50 vegu. Pferd varð að fárd, fárt, ferd, fert, feerd, frd, frt o. s. frv. Brot (brauð) stöf- uðu þeir: brot, bbrot, brud, brut, pbrot, bros o. s. frv. Zucker (sykur) varð: Zuker, Zucher, Zugker, sucr o. s. frv. Múhameð stafaði nafnið sitt: muha- med, muhhamed, inuamátt, muhmed. Zarif stafaði nafn húsbónda síns: Kral, Kkral, Krgal, Kaaal og Kalll. í fyrstu höfðu hestarnir stafað rjett bæði fornafn og eftirnafn: Karl Krall. En seinna fóru þeir að fella úr og stöfuðu nafnið Karl með Krl. Þeir vildu þá láta K gilda sama sem Ka. Krall sýndi hestunum mynd af Þýska- landskeisara og sagði: Kaiser. Báðir hestarnir stöfuðu orðið eins: Keisr. Nafnið Schopenhauer gátu þeir ekki stafað eftir hljóðinu. Zarif stafaði fyrst: sobnd. Þegar honum var sagt, að þetta væri vitlaust, reyndi hann hann aftur og stafaði: ndauer. Mú- hameð var þá látinn reyna og staf- aði: schobndvn. Hestarnir hafa reynt að líkja eftir hljóðum mannsraddarinnar, en geta ekki. Þegar verið var að reyna Mú- hameð í þessu, stafaði hann sjálf- krafa þessa setningu: ig hb. Kein gud sdim (ich habe keine gute Stimme = jeg hef ekki góða rödd). Krall spurði Múhameð, því hann opn- aði ekki munninn. Múhameð staf- aði: Weil kan nigd (af því að jeg get ekki). Krall sagði við Múhameð: Því segirðu mjer þetta ekki með munninum? Zarif stafaði: weil ig kein stime hbe. Afll vlö l/ofotcn í loregi hefur verið meiri í ár en áður munu dæmi til. Nú er vertíð þar nýlega lokið, og er aflinn þar sagður alls 58 milj. þorska. í fyrra var aflinn þar 31 milj., svo að af því má sjá, að aukningin er mikil, — Líklega leiðir þessi mikli afli við Noreg til verðlækkunar á íslenskum fiski. fyrirspara 09 svör. Lögr. fjekk fyrirspurn um það, hvað liði rili því um rjettarstöðu Islands, sem fje er veitt lil á fjár- lögum 1910—1911, 15. gr. 14. 1., og fyrv. ráðherra B. J. liafði falið þeiin Einari Arnórssyni prófessor og Jóni Þorkelssyni skjalaverði að semja. Þessa fyrirspurn sýndi Lögr. öðrum þeirra og hefur síðan fengið frá þeim eftirfarandi grein: Björn Jónsson fal okkur snemma ársins 1910 að semja og gefa út ofannefnt rit, án þess að við hefð- um sótt um það. Setti hann okk- ur til þess tæpan ársfrest, bæði til samningar og útgáfu ritsins. Þessi tími var fyrirsjáanlega mikils til of stuttur — enda reyndist hann svo —, því að bæði höfðum við þá bundist heitorðum um ýms önn- ur ritstörf — auk þess sem kenslu- störf annars okkar hlutu að krefja alhnikils tima — og svo er efni þessa rits svo vaxið, að viða þarf til þess úr mörgum áttum, bæði úr prentuðum heimildum og óprent- uðum, enda þótti okkur og sem minstu máli skifli, hvort ritið kæmi út nokkrum mánuðum fyr eða síðar. Lengdi og Björn Jónsson frestinn um 4 mánuði, frá 1. jan. 1911 til 30. apr. s. á. Þegar hjer (30. apr, 1911) var komið, hafði Kristján Jónsson tekið ráðherradóm. Var og engin fyrirstaða þá frá lians hendi á því, að frestast mætti útkoma ritsins til jóla 1911. Þóttumst við og þess vissir, að þá mundi ritið fullbúið. En svo henti annan okkar það ó- liapp, að hann tók augnveiki, og hefur mestan tímann síðan í nóvem- ber f. á. orðið að vera undir læknis liendi, og nær ekkert getað aðhafst, nema lesið prófarkir af 12—13 arka bók, löngu áður ritaðri, og rækt daglega kenslustörf sín. Veitti Kristján Jónsson ennfremur leyfl til þess með brjefi 22. des. f. á., að útgáfa ofannefnds rits mætti nú frestast til aprílloka þ. á. En af framantöldum ástæðum, sem okkur verður væntanlega ekki sök á gefin — af öðrum en Kristjáni Jónssyni ráðherra — fórum við þess á leit með brjefi 29. apr. þ. á., að frest- urinn yrði framlengdur þar til í júni næstkomandi, og greindum ástæðurnar til þess (augnveiki þess af okkur, sem aðallega átti að semja ritið). Ráðherra skrif- ar okkur þá brjef, dags. 3. þ. m., neitar með öllu frestinum og kveð- ur fjárveitinguna fallna niður. Er því máli þar með lokið að sinni. Þess skal getið, að við liöfum hvorki fengið nje farið fram á það, að okkur yrði greiddur einn eyrir af fjenu, fyr en ritið væri alt út komið á prenti. Þurfti ráðherra því ekki að taka svona þvert í þetta mál af því, að nokkur hætta væri fyrir landsjóð á því, að hann misti fjárins, ef við fullnægðum ekki sett- um skilyrðum. Ráðstöfun ráðherra hin síðasta sýnist og nógu hispurs- laus, þar sem lionum væntanlega er kunnugt, að allmikið verk hefir verið lagt í að safna til ritsins og semja það, þótt ekki ynnist fullur timi eða færi yrði til þess að gefa það út fyrir lok síðastl. mánaðar. Ef ráðherra hefði nú alls ekki viljað útkomu ritsins, þá hefði hann ekki heldur átta að veita nokkurn frest nokkurn tíma fram yfir þann, er fyrirrennari hans hafði veitt. Til þess hafði hann jafn formlegan rjett sem til þess að stöðva útkomu ritsins nú. Og þá hefði enginn getað sagt, að neins káks hefði kent eða hálfvelgju í gerðum hans í þessu efni. Það hefði og verið rjettara gagnvart okkur, því að þá hefði engin kvöð framar hvílt á okkur til að vinna að ritinu og við hefðum þá getað óskiftir snúið okkur að öðru. í stað þess framlengir ráð- herra fyrst frestinn, en setur svo syn fyrir frekari framlengingu, rjett þegar alt er búið. Okkur er óskilj- anlegt, á hverju það stóð, hvort ritið kæmi út í april þ. á. eða í júní—júlí næstk. Við hyggjum lika, að allir, sem vit hafa á, muni vera að einu máli um það atriði. En ráðherra hefur haft sínar ástæð- ur og skulum við leiða það lijá okkur, að mæla þar fleiri orðum um. Reykjavík, 6. maí 1812. Einar Arnórsson, Jón Porkelsson. . * •í* A t h s. Lögr. mintist og á fyrirspurn- ina, sem frá segir hjer á undan, við ráð- herra. Sagði hann, að fjárlögum síðastl. fjárhagstímabils hefði verið lokað síðasta apríl, ekkert yrði út borgað eftir þeim síðar, og væri þetta samkvæmt eldri venju. Fje til útgáfu rits þessa yrði því, ef það ætti að fást úr þessu, að veitast á aukafjárlögum. R i t s t j. Brjef úr Árnessýslu. 15. apríl 1912. Veturinnóvenjugóður til þessa. Gamlir menn segja engu síður góðan vetur 1846 —47; en flest fólk er yngra en svo, að sá vetur sje því í minni. Frost eða snjóar hafa ekki verið teljandi í vetur, en stormar hafa stundum komið og nú slðast í fyrri nótt afarsnörp hryna af út- suðri. Er ekki tilspurt um afleiðingar hennar. Og enn má segja um veturinn: »Kominn en ekki liðinn«, því í dag er norðankafald og snjólegt útlit. Líkur eru til að hjer hefði orðið afla- vertíð, ef gæftir hefðu verið góðar með- an fiskurinn var hjer við landið. £n þær voru hagalega stirðar, oftast steflt á tvær hættur«, er róið var; þó aflaðist von betur. Nú segja menn fiskinn far- inn; önnur ganga getur þó komið bráðum. Alment hefur heilbrigði fólks verið góð í vetur. Og slys hafa hjer eigi orðið. Samt hafa læknarnir oftast haft nóg að gera, því sjerstakir kvillar, sem vanalega sstinga sjer niður«, hafa ekki verið í sjaldgæfara lagi í vetur. Nýdáinn er á Grafarbakka í Ytri- Hrepp Þorsteinn Eiríksson, sem lengi bjó í Haukholtum þar í hreppi og var þar fæddur og uppalinn. Hann var nú rúml. hálf-áttræður og kominn til dóttur sinnar, sem býr með manni sínum á Grafarbakka. — Faðir Þorsteins sál. var Eirfkur bóndi í Haukholtum Jónsson, bóndi þar, og Valgerðar Eiríksdóttur frá Bolholti. — Móðir Þorsteins sál. var Guðrún Helgadóttir, bónda í Sólheim- um, Eiríkssonar frá Bolholti. Voru for- eldrar Þorsteins þannig systkinabörn. — Kona hans var Guðrún Loftsdóttir bónda f Austurhlíð, Eiríkssonar hreppstjóra á Reykjum og Guðrúnar Kolbeinsdóttur prests í Miðdal. Börn þeirra Þorsteins eru mörg og efnileg. — Þorsteinn sál. var gervilegur maður, fríður sýnum og vel vaxinn, greindur vel, glaðlyndur og stiltur, búhöldur góður, ósjerhlffinn í fjelagsskap, vildi hvervetna korna fram til góðs og varð hverjum manni því kærari sem hann kyntist honum betur. x. t Svar til Isafoldar. Út af miður sæmilegri árás blaðsins ísafoldar á mig í 28. tölubl. þ. á., leyfi jeg mjer að biðja yður, herra ritstjóri Lögrjettu, um upptöku á grein þessari i yðar heiðraða blað. Eins og yður er kunnugt, hef jeg beð* ið yður að birta í blaði yðar gögn þau, er jeg lagði til grundvallar 1 fyrirspurn minni til stjórnarráðsins um rjettarskýrslú Björns Kristjánssonar bankastjóra, og vænti jeg, að þjer við tækifæri verðið við þessu, svo almenningi gefist færi á að sjá, hvort sakir þær, er jeg hef til- fært, sjeu tómur heilaspuni minn, eða að stjórnarráðinu aðeins ekki hafi virst nægar sannanir liggja fyrir. Viðvfkjandi málum þeim, er ísafold talar um, viljeg geta þess, að 1910 dæmdi bæjarfógeti Reykjavíkur mjer 236 krónur til greiðslu frá Landsbankanum, sem ógreiddum inn- heimtulaunum,enlandsyfirrjetturinn sýkn- aði Landsbankann. Við tækifæri mun jeg birta þann dóm til fyrirmyndar ís- lensku rjettarfari, en þar sem jeg hef feng- ið hæstarjettarmálafærslumanni skjölin í hendur til álits og áfrýjunar, þykir rojer rjett að bíða álits hans. Meðal annars býst jeg við, að núverandi bæjarfógeti f skaðabótamáli mínu hafi lagt dóm landsyfirrjettarins til grundvallar og sýkn- un Landsbankans því bygð á svipuðum grundvelli; en nú er máli þessu áfrýjað til landsyfirrjettarins, því fram hjá hon- um verður ekkí komist, og í meiðyrða- málinu er einnig þeim dómi áfrýjað, og finnist Isafold, að bankinn verji fje lands- manna vel á þann hátt að moka utan- og innan lands stórfje f málafærslumenn til þess að knjesetja mann, er með fjöl- skyldu verður að hafa ofan af fyrir sjer með almennings trausti, þá virðist mjer að bankinn ætti að breyta nafni, jafn- framt þvf, sem tilgangi hans er breytt, svo menn vissu hvaða stofnun það er, sem þeir skifta við. — Hælumst minst í máli, metumst heldur at val feldan. Einar M. Jónasson. ..Itóndi í Árnesþiug;Þ< ritar frjettakafla í Lögr. 28. febr. þ. á. En hann fer þar með ýms ósannindi gagn- vart blaðinu „Su5urland“ á Eyrar- bakka, sem vjer sjáum oss nauðsyn- legt að mótmæla. Biðjum vjer því Lögr. fyrir eftirfylgjandi leiðrjettingu: „Bóndi" getur þess í upphafi b-jef- kaflans, að blaðið „Suðurl." flytji ekki „neina brjefkafla úr sýslunni, ncma þá einhliða". Þetta er ósatt. „Suðurl." hefur engum bijefkafla eða grein neitað um upptöku í blaðið af pólitiskum ástæðum. En svo munu helst verða skilin þessi orð „Bónda", að það hafi blaðið gett. Enda hafa menn af öllum flokkum hjer eystra skrifað í blaðið og stutt það. „Bóndi" segir að „Suðurl." hafi fyrir kosningarnar í haust haft „land sjóðslaunaðan mann í þjónustu sinni. Þetta er tilhæfulaust með öllu, og er „Bónda" hjer ómögulegtað færa sönn- ur á mál sitt. Blaðið hafði þá eng- an stuðning frá „landsjóðslaunuðum manni", hvorki á einn eður annan hátt. Hafi einhver landsjóðslaunaður maður þá starfað að undirbúningi kosninga hjer, hefur það með öllu verið blaðinu „Suðurl." óviðkom- andi. Þriðja ósannindaklausan í þessum brjefkafla, er vjer viljum leiðrjetta, er sú, að blaðið „Suðurl". hafi beðið stóran „hnekki" fyrir framkomu sína við kosningarnar, sjerstaklega í ná- grenninu. Þetta eru svo rakalaus ó- sannindi, að hitt má rniklu fremur segja með sanni, að blaðinu hafi stór- um aukist vinsældir síðustu missirin, engar úrsagnir borist, en margir bætst við af öllum (eða báðum) stjórnmála- flokkum. Þetta mun stjórn Prentfjelagsins ganga auðveldara að sanna, heldur en „Bónda" sína sögu. Eyrarbakka íS/3 1912. I stjórn Frentfjelagsins: Jjh Helgason, Guðtn. Þorðvarðarson, Guðm. Jónsson. /

x

Lögrétta

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögrétta
https://timarit.is/publication/196

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.