Lögrétta

Tölublað

Lögrétta - 08.05.1912, Blaðsíða 4

Lögrétta - 08.05.1912, Blaðsíða 4
98 LÖGRJETT A Jírni SáríKsson, Austurstræti 6. Nýkomið með »Skálholt« og »Sterling« geysistórt úrval af ltjóla- og sviintutaunm, af öllu verði og litum. Þar á meðal mikið af morgunkjólaiaui og fermiugarkjólataui. Ennfremur: Dagtreyjutau, lífefni, tilsniðin, á 1,75 og 1,90. SfjCjlf0 Þetta þurfa allir að skoða, Best að koma i tíma. Reykjavík. Frá útlömlum eru nýkomin: E. Glaessen yfirrjettarmálafl.m. og frú hans, frú f*. Jónassen, Einar Her- mannsson prentari, dr. Helgi Pjet- urss, frú Valgerður Benediktsson, G. Egilsen fyrv. ritstjóri, L. Kaaber kaupm., frk. Júlíana Sveinsdóttir málari o. fl. Frá Winnipeg er nýkominn hing- að Jón Finnbogason kaupmaður og frú hans, og setjast þau hjer að. Hr. J. F. hefur verið nokkur ár vestra og í-ekið þar verslun, en áð- ur hann fór vestur var hann síðast kaupmaður á Reyðarfirði. Nýr íslenskur málari. Frk. Júlí- ana Sveinsdóttir, dóttir Sveins Jóns- sonar trjesmíðameistara hjer í bæn- um, var í vor tekin inn i »Kunst- akademíið« í Khöfn. Hún lærir þar listamálverk. Undirbúningsnám hefur hún fengið í Khöfn síðastl. þrjá vetur. Hún kom heim hing- að með »Sterling« í fyrra dag og dvelur lijer lieima í sumar. Málaferli. Síðastl. mánudagvar dæmt í yfirrjetti mál Páls Einars- sonar borgarstjóra gegn L. H.Bjarna- son prófessor út af meiðyrðum í grein hjer í blaðinu síðastl. sumar. Undirrjettardómur var staðfestur (40 kr. sekt auk málskostnaðar). Veðrið er stöðugt gott. Þó svalt og þurt undanfarna daga, þar til í gær; þá hlýnaði og rigndi lítið eitt. MálverkaKSýning hefur Ásgr. Jóns- son málari nú opna daglega, eins og auglýst er á öðrum stað hjer í blaðinu. Verður hennar nánar getið síðar. Skólar. Úr verslunarskólanum eru nýútskrifuð 20, og úr kennara- skólanum 19. Trúlofuð eru R. N. Braun kaupm. hjer og frk Clarie Richer frá Davos í Sviss. Hr. R. N. Braun er xiýlega kominn heim frá útlöndum. Frá íjátiÉm til Mimíða. Ilvalreki í Grindavík. Nýlega rak í Grindavík ungan búrhval, 18 álna langan, og var hann nýr og óskemdur, er hann rak. En eins dæmi mun það vera hjer á landi, að hvalur þessi hefur ekki verið hirtur, lítur enginn við honum að sögn, og grotnar hann svo niður í fjöruna, þar sem hann liggur. Árekstur á sjó. 30. f. m. varð árekstur í Eyrarbakkaflóanum milli fiskiskútu Duus-verslunar, Hafsteins, og ensks botnvörpungs. Bæði skipin skemdust töluvert. Silfurberg er sagt fundið í ey einni á norðanverðum Breiðafirði, sem Hvallátur heitir. Strand. Frakknesk fiskiskúta hafði nýlega strandað í Herdísarvík. Menn komust af. Mannalát. Hjónin á Stórufellsöxl í Borgarfjarðarsýsla eru bæði nýdáin. Konan, Jórunn Magnúsdóttir, andað- ist 2$. f. m., en bóndinn, Gísli Gísla- son fyrv. sýslunefndarmaður, 5. þ. m. Hrossasýningu á að halda á Sauð- arkróki seint í næsta mánuði. Kostn- að annast sýslunefnd Skagafjarðar og Búnaðarfjelags Islands. Úr Rangárvallasýslu er skrifað 13. apríl: „Veturinn hefur verið ein- muna góður,— elstu menn muna ekki annan slíkan — og heybyrgðir og fjenaðarhöld eru því í góðu lagi. Um bænadagana gerði dálítinn snjó, og var svo í viku hæg landátt með frosti, en á fimtudaginn var kom hláka og hefur síðan verið sunnanátt og hlýtt veður. Engin almenn fyrirtæki eru nú á prjónum hjer um sveitir, en hinsveg- ar starfa menn allmikið að jarðabót- um, og allmargir bændur hafa feng- ið sjer ýms búnaðarverkfæri, svo sem sláttuvjelar, plóga herfi o. fl. Mönn- um er nú farið að skiljast það, að bættar aðferðir við jarðræktina og bætt meðferð á fjenaði eru undir- staða búnaðarframfaranna, og þá fyrst standa búin á föstum grundvelli, þeg- ar heyfengurinn er mestallur af rækt- uðu landi og allar skepnur eru fóðr- aðar svo vel að þær geri fult gagn". Spurt um Rúðuferðir. Lögr. er skrifað: „Ætlar dr. Guðm. Finn bogason ekkert að skrifa um Frakk- landsför sína í fyrra, annað en þessa pistla, sem hann setti í Ingólff Margir Bókmentafjelagsmenn hafa vænst þess, að hann Ijeti Skírni flytja ferðasögu, þar sem hann mætti á hátíðinni sem fulltrúi Bókmentafje- lagsins, en sú von sýnist ætla að verða til skammar. Mætti ekki spyrjast fyrir um þetta í Lögrjettu?" Heimastjórn írlands. Frumvarp Asquiths-stjórnarinnar um heimastjórn írlands er r.ú komið í gegn um fyrstu umræður í neðri málstofu enska þingsins. Með frum- varpinu urðu 360 atkv., en 266 á móti. Lögr. hefur áður skýrt frá aðalat- riðunum í frumvarpinu. Þó hafa nokkrar breytingar orðið á því síð- an. í neðri málstofu írlands eiga að verða 164 þingmenn, þar af 59 frá Ulster. í efri málstofunni sitja 40, og verða þeir í fyrstu tilnefndir af ensku stjórninni, en svo víkja þeir smátt og smátt eftir reglum, sem þar um eru settar, og skipar þá írska stjórnin aðra í þeirra stað. Stjórnarformaður írlands getur hindr- að framgang írskra laga, ef ríkis- stjórnin heimtar, eða þá frestað því, að þau komi 1 framkvæmd. írland á að eiga framvegis 42 fulltrúa í rík- isþinginu í London. Stjórn írlands annast landstjóri með stjórnarráð sjer við hlið. Sameigin- leg mál verða utanríkismál, hermál og almenn skattamál. Tillag rlkissjóðs til írlands á að verða fyrsta árið 550,000 pd. sterl., en lækkarum 50,000 pd. sterl, þar til það er komið niður í 200,000 pd. st. Mótstaðan móti heimastjórninni er enn ákvöf í Ulster. Eldgos í Panama. Eldfjallið Chiriqui, sem er á takmörkum Pan- ama og Costarica, tók að gjósa 5. f. m. og hjelt svo áfram um hríð, dag eftir dag. Mest var gosið 10. apríl. Þá eyddust gersamlega heil Indíána- þorp við rætur fjallsins af hraun- straumum. Fjöldi manna misti lífið. Forsetayal í Randaríkjunum er nú fyrir dyrum. Taft og Roose- velt eru báðir í kjöri. Roosevelt er í fyrirlestraleiðangri og sækir hart fram, en þó er haldið að Taft vei’ði drýgri. Henry Brisson, forseti franska fulltrúaþingsins, andaðist 14. f. m., 76 ára gamall, fæddur 31. júlí 1835. H. Amunilsen. Stórþingið norska samþykti 16. f. m. 136,365 kr. fjárveitingu til norðurheimskauts- farar R. Amundsens. Af þessu eru 36,365 kr. skuld, sem ógoldin var fyrir viðgerð á skipinu „Fram". A ug'lýsing’. Nefnd sú, er í marsmánuði síðast- liðnum gekst fyrir samskotum til eftirlátins skylduliðs druknaðra manna af þilskipinu „Geir" og öðrum fiski- skipum hjer við Faxaflóa á þessu yfirstandandi útgerðartímabili, hefur á fundi sínum 2. þ. m. ályktað, að innkalla samskotalista þá, er útbýtt hefur verið, og eru móttakendur þeirra góðfúslega beðnir að afhenda lista þessa, ásamt samskotum, til herra konsúls Ásgeirs Sigurðssonar í Reykjavík eða herra kaupmanns Aug. Flygenrings í Hafnarfirði dag- ana frá 20. til 31. þ. m. Fyrir hönd og í umboði sam- skotanefndarinnar. Hafnarfirði hinn 6. maí 1912. Magnús Jóiisson, p. t. formaður nefndarinnar. frá 1. okt. n. k, við Flensborg;arskólanii. Kenslugreinar einkum stærð- fræði og eðlisfræði. Hæfileiki til að kenna teiknun, leikfimi og skólaiðnað kemur og til greina. Kenslustundir alt að 30 á víku. Kenslutími sjö mánuðir á ári. Arslaun, 1200 krónur, greiðast með 100 kr. á mánuði hverjum. Umsóknir sjeu kornnar til for- stöðunefndar skólans fyrir 1. ág. næstk. Görðum 1. maí 1912. Jens Pdlsson, p. t. nefndar-formaður. j'lafnbreyting á jörð. Jeg undirskrifaður hef breytt nafni á eignarjörð minni Tóvegg í Keldu- hverfi og nefni hana hjer eftir Brautarholt, og bið jeg aðra að taka upp þetta nafn á þessari jörð. Brautarholti 1 Kelduhverfi 1 jan. 1912. Benedikt Sigurgeirsson. Öllum þeim, er sýndu hluttekningu við jarð- arför Vilhjálms Bjarnarsonar vottum við al- úðar þakkir. FjölskyIdan á Rauðará. Hjer með tilkynnist vandamönnum og vin- um, að minn elskulegi eiginmaður, trjesmiður Guðmundur Magnússon frá Úlfljótsvatni, and- aðist á heimili sinu 3. maí síðastliðinn. Jarðarför hans fer fram á laugardaginn, 18. þ. m., og hefst kl. II f. h., frá heimili hins látna við Hverfisgötu 30 B. Reykjavík 7. maí 1912. Ingveldur J. Pjetursdóttir. jVIálverkasýning Ásgp. Jónssonap er dagl. opin frá kl. 11—6 í Vinaminni. Tvö lierbergi til leigu á Klappar- stíg 20. Útsýn yfir höfnina og Vest- urbæinn. Upplýsingar á Lindar- götu 8 B. Unglingsstúlka, vönduð og stilt, óskast í sumar að líta eftir börn- um. Upplýsingar á Laugaveg 47. Athygli karlmamianna leiðist að því, að við sendum til allra 3V4 mtr- 13 5 cmtr. breitt, svart, dökkblátt og grádröfnótt nýtýsku fínullarefni 1 falleg og sterk föt fyrir aðeins 14 kr. 50 au. Fataefnið send- ist burðargjaldsfrítt með eftirkröfu, og má skila því aftur, ef það er ekki að óskum. Thybo Mölles Klædefabrik, Köbenhavn. Oddup Gíslason yfirrjettarmálaflutningsmaður, Laufásveg 22. Venjul. heima kl. 11—12 og 4—5. Eggert Claessen yflrrjettarmálaflutnlng8maður. Pósthússtræti 17. Venjulega heima kl. 10—11 og 4—5. Talsiml 16. Barnapróf. Börn þau á skólaskyldum aldri, sem notið hafa heima- kensln á þessn skálaári, verða að koma til prófs í barna- skólahúsinu mánudaginn 13. þ. m. kl. 8. f. h. — Ef þeir, sem kent hafa börnunum, óska að prófa börnin sjálfir, verða þeir að koma ásamt börnunum. Reykjavík, 7. maí 1912. Páll Binarsson. Sirius Gonsum Súkkulaði er áreiðanlega nr. 1. Oæiið yðar fyrir efiirlíhin<»iun. Allir þeir gjaldendur bœjarins, sem enn eiga dgoldin gjöid til bœjarsjóðs, eru ámintir um að greiða þau tafar- laust. Gjalddagi var 1. april. tficejarcjjaló/íarinn. Bolinders í báta eru bestir og traustastir allra mótora, og liafa orðið hlutskarpastir keppinautar á öllum sýningum, þar sem þeir hafa verið sýndir. Bygging þeirra og samansetning er mjög einföld, — meðferð öll því vandaminni og auðveldari. — Þeir eyða minni olíu en nokkrir aðrir mótorar, og má nota til þeirra jarðolíu, óhreinsaða steinolíu eða algenga steinoliu, eftir vild. Þessir mótorar eru tilbúnir ýmist með breytilegum skrúfublöðum (skiftbar propel), sem er venjulegast í fiski- bátum, eða með breytilegum möndulsnúningi. Verksmiðjan býr einnig til mótora til notkunar á landi með liagfeldasta fyrirkomulagi. Upplýsingar, verðlistar o. s. frv. fást hjá oss og hjá umboðsmönnum vorum. Jimbur- og kola-verslunin „Rcykjavík“, einkasali fypip Island. Umboðsmaður vor fyrir Vestfirði er: herra Karl Olgeirsson faktor á ísafirði. Prentsmiðjan Gutenberg.

x

Lögrétta

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögrétta
https://timarit.is/publication/196

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.