Lögrétta

Tölublað

Lögrétta - 15.05.1912, Blaðsíða 3

Lögrétta - 15.05.1912, Blaðsíða 3
L0GRJETTA 101 ^DömuRíceéi, Klæði og Ensk vaðmál, haldgóð — ódýr. Verslunin Björn Kristjánsson. Svar til hreppstjóra 15. Jíjarnarsonar í Gröf. Seinlega gengur með svörin, þeg- ar ráðist er að norðlenskum sveita- mönnum í sunnanblöðum. Blöðin fáum við hjer norður mánaðargömul, og aðrir tveir mánuðir hljóta oft að líða áður en svörin birtast. — Þann- ig er póstgöngum landsins háttað. Hr. hreppstjóri Björn Bjarnarson í Gröf hefur gert okkur norðlensku bændunum, sem suður fórum sum- arið 1910, aðför mikla í Lögrjettu. Sjerstaklega leggur hann að okkur, höfundum Bændafararinnar, og að þeirri bók. Erum við því knúðir til andsvara. Fyrri hlutinn af grein B. B. á víst að heita ritdómur. Þeim kafla telj- um við enga þörf til að svara orði til orðs. Nægir þar að benda á rit- dóma um bókina í öðrum blöðum, þar sem rjett er frá skýrt og eigi af bræði talað. Nokkur atriði eru þó þannig vax- in, að við látum þeim eigi ósvarað — einkum þar sem ráðist er að ferðamönnunum sjálfum. B. B. verður ott málótt um æsku okkar. — Vildi helst engan telja ferðahæfan yngri en þrítugan. Veit B. B. þá eigi það, sem allir aðrir vita, að námsgáfa manna, eftir- tekt og minni er skarpast fyrir þrf- tugsaldur? Og er ekki æskumönn- um einmitt þarfast að fá tækifæri að kynnast íslenskum fyrirmyndarbænd- um, áður en þeir stofna bú sjálfir? Um það erum við, og sennilega flestir aðrir, fastlega sannfærðir. Þau ummæli okkar, að það hafi verið sjerstaklega heppilegt að meiri hluti ferðamannanna var ungur, standa óhrakin og verður þeim ekkihnekt, því að þau eru í samræmi við það, sem viðurkent er í öllum greinum, sem sje: að ljettast er að læra meðan maðurinn er ungur, og að undirbún- ingurinn til að leysa lífsstarfið vel af höndum, á að vera gerður áður en starfið er hafið. Það er ekki okkar sök, að hreppstjóranum virðist þetta ekki ljóst, og honum sjálfum verst, að gera það að blaðamáli. En B. B. rökstyður þetta „a:sku“- hjal sitt aðallega með því, að við höfum ekki verið þeir „greindar- menn“, að förin gæti haft nokkra „hagfærilega þýðingu". Ekki vantar kurteisina! — En þó hann muni vit- maður, djúpsær, þarf hann eigi að ætla sjer þá dul, að hann hafi ran- sakað „hjörtu og nýru“ okkar norð- anmanna, með hornauga því, sem hann hefur gefið för okkar. Þá fæst B. B. mjög um það, hve bók okkar sje teygð á langinn „með fjölmælgi og orðalengingum utan við efni fararinnar". Þetta er ekki rök- stutt hjá honum, og ber hann því við, að eigi sje rúm til þess. En fyrst hann fór að rita um bókina, lá honum nær að sanna ummæli sín en að teygja úr ritdómi sínum með „fjöl- Peysur, fyrir unga og gamla, af ýmsum litum, úr ull og bómull. Verslunin Björn Krisijdnsson. Frú Guðrún Björns- dóttir fyrv. bæjarfull- trúi fór alfarin hjeðan úr bænum 9. þ. m. og sest að norður á Sig- urðarstöðum á Sljettu hjá Rúti Jónssyni tengdasyni sínum og Marenu dóttur sinni. Frú Guðrún hefur haft hjer mikil afskifti af ýms- um bæjarmálum og unnið sjer vinsældir margra. Hún var 4 ár í bæjarstjórn Reykja- vfkur. Lesendum Lög- rjettu er hún kunnug af mörgum greinum, sem hún hefur ritað hjer í blaðið. Aðal forgöngu hafði hún í stofnun afmælissjóðs H. Hafsteins, semætl- aður er til styrktar ís- lenskum konum, er nám stunda við há- skólann hjer í bænum. mælgi" og „umsigslætti", eins og hann gerir. Sumstaðar snýr hann hreint og beint út úr ljósu máli. Dæmi þessa er klausan um Sand- vatn. Hún upplýsir ekki um neitt, en sannar það, sem við sögðum: að vatnið hefur minkað fyrir sand, því að aðrenslið, þegar „snjóa leysir á hinu víðáttumikla landi, sem að því hallur", ber með sjer sand, sem krepp- ir að vatninu. Vatnið var mórautt af möld, sem í það rauk af landi, og gruggi, sem öldugangurinn rótaði upp frá botni. Þetta er þýðingarlítið; en það sýnir hinn góða vilja höfundar- ins. Engin þörf var á prjedikun þeirri, sem B. B. flytur um ræktun engja af sjávarflóðum, því að hann játar þó, að sjávarflóðin rækti engin. Hann er að reyna að slá um sig með þekk- ingaryfirburðum sínum, en kemur þar bara með alþekt efni. Hvaða gagn yrði engjum hjer á landi af hinu írjóefnaríka innfjarðavatni, ef sjávar- fióðin flyttu þeim ekki efnin? í bók- inni er því rjett að orði komist, alveg á sama hátt og sagt er, að bændur rækti tún sín, af því að þeir flytja, og láta flytja, þeim áburðinn. Eng- inn heldur því þó fram, að bændurn- ir sjeu sjálfir áburðurinn — nema kannske Björn. Það, sem B. B. segir um hlöðu- byggingar á Suðurlandi, kemur ekk- ert við bók okkar, enda segist hann ekkert geta dæmt um það, sem þar er sagt. En þarna kemur hann að fróðleik sínum um, hvenær þær bygg- ingar hófust í Borgarfirði. Þessi mað- ur ætlar víst að kenna bæði okkur og öðrum að halda sjer við efnið — en þakka mætti hann nú fyrir að vera orðinn ungur sjálfur, ef hann gæti þá lært og haldið heilræði þau, sem hann vill kenna. Okkur dettur ekki í hug að fara að eltast við öll atriðin í ritdómi B. B. Hann ber það með sjer, að hann er saminn með þeim tilgangi, að smána bókina og höfunda hennarsjer- staklega, og ferðafjelagana alla í heild. Þetta er því enginn dómur, heldur hrein og bein árás, sem kem- ur til af því, að hann er persónu- lega gramur yfir nokkrum atriðum í bókinni. Þeim var eðlilegt að hann svaraði, ef hann hefði getað; en að láta gremjuna bitna á bókinni allri og ferðafjelögunum, er Birni verst sjálfum, því að hver skynsamur og sanngjarn maður sjer og finnur óvild- ina út úr allri ritsmíð Bjarnar, óvild- ina, sem gerir ritdóminn að mark- leysu. í bókinni er hvergi skrumað af sauðfjárrækt Þingeyinga. Hægt að færa til dæmi, sem sýna meiri fram- för en bókin getur um. En þar sem B. B. segir, að „kunnugt sje, að sauð- fjárkynbætur þeirra sjeu að verða þeim að vandræðum", þá lýsum við yfir, að það er ósatt mál, hver sem það segir. — Sauðfjárræktin hefur aldrei staðið betur hjer í sýslu en einmitt nú. Þá bregður Björn okkur um, að hafa beitt engi á Hofmanna- fleti. „Engi Þingvalla" nefndum við blettinn, þar sem við áðum, af því okkur skildist svo á Sigurði, farstjóra okkar, að þar væri st'óku sinnum slegið af ýmsum Þingvellingum, en bletturinn væri annars í afrjett. Við forðuðumst alstaðar á ferðinni allan ágang við engjar og tún og vissum ekki að við breyttum hjer út af regl- unni. En hafi þetta verið slægjur frá Hrauntúni, biðjum við bóndann þar afsökunar, en aldrei hreppstjórann í Gröf — vitum enda eigi til að hann hafi neitt umboð til að rekast í þessu, eða telja það eftir. „Norðlingaflöt" var skírð svo af Halldóri á Kárastöðum, en eigi okk- ur. Hittir því skop B. B. eigi þá, sem til er ætlast. Á fleiri en einum stað fer B. B. háðulegum orðum um dvöl okkar á Þingvöllum, og það, að við kusum heldur að njóta þar nokkurra stunda í sameiningu en þiggja heimboð hans, og fórum þannig hjá því að sjá blett ræktaðan taði langferðahesta, sem í haga voru keyptir, en hafðir til áburðarauka búandanum. Enginn sannur íslendingur má þola það öðrum, að það sje láð innlend- um mönnum, að þeir helga Þingvöll- um og minningum þeirra helming einnar nætur, einu sinni á æfinni. Og sannarlega sýnast þeir menn eigi færir til að vera leiðtogar þjóðar sinnar, sem er dvöl, slík sem okkar á Þingvöllum, óskiljanleg eða skop- leg. Skal svo eigi farið fleiri orðum um þann órækju-hugsunarhátt. Alt, sem sagt er um búskap á Sela- læk, og eins á flestöllum öðrum bæj- um Sunnanlands, er tekið eftir skrif- aðri skýrslu bændanna sjálfra. Hyggj- um við að hreppstjórinn í Gröf vaxi naumast upp úr einkennisfötum sín- um fyrir það, þótt hann væni sunn- lenska bændur þess, að hafa gefið okkur falskar skýrslur. Við viljum eigi eyða meira rúmi til að svara ritdómi B. B. Hann fár- ast um bláþræðina í frásögn okkar. En marga mun þó undra, hve mag- urt það er, sem hann hefur fram að færa orðum sínum til stuðnings, enda þótt hann gangi gegnum alla bókina og víki öllu til verra vegar. — Með öðru móti gat hann heldur ekki teygt lopa sinn, og er því ljett að leiða það hjá sjer. Engum er uppbygg- ing að útúrsnúningum. (Nl.). Hófundar „ Bcendafararinnar “ W. T. Stead, hinn frægi enski blaðamaður, sem fórst á „Titanic", var liðlega sextugur að aldri, fædd- ur 1849. Hann var prestssonur, fjekst í æsku við verslun í Newcastle og varð þar rússneskur konsúll. En 1871 varð hann ritstjóri í Darlington, og var upp frá því stöðugt við blaða- mensku. Frá 1883—89 var hann aðalritstjóri blaðsins Pall Mall Gazette í London, og er sagt, að hann hafi tekið upp aðra aðferð en áður var tíðkuð þar í ýmsu, nýungafrásögn o. fl., er önnur ensk blöð tóku svo smátt og smátt eftir, og einnig er sagt, að hann hafi fyrstur innleitt myndir í ensk dagblöð. Nokkur flugrit, er hann gaf þá út, höfðu og mikil áhrif. Fyrir eitt þeirra, um kvennasöluna í Lundúnum, var hann dæmdur í 3ja mánaða fungelsi, en bókin varð samt orsök til nýrrar löggjafar um þetta efni. Síðar stofnaði hann tíma- ritið „Review of Reviews" og varð það mjög víðlesið og áhrifaríkt, eins og kunnugt er, og er það enn. Á síðari árum var Stead mjög víð- förull. Hann fór til Ítalíu og skrif- aði bók um páfann. Hann fór til Ameríku til þess að kynnast lífi miljónamannanna þar, og hann fór til Rússlands til þess að kynnast byltingunni þar. 1903 vakti bók hans: „Ef Kristur kæmi til Chi- cago", mikla athygli. Yfir höfuð var hann alstaðar þar, sem eitthvað mikið var um að vera. Á síðustu árum var hann andatrúarmaður og ritaði „ósjálf- rátt". Hann stofnaði þá andaskrif- stofu í London, „skrifstofu Júlíu", er átti að vera sambandsliður milli anda- heimsins og mannheimsins, og gátu menn fengið að tala þar við fram- liðna kunningja. Þaðan flutti enskt blað einu sinni langt viðtal við anda Gladstones um stjórnmálaþrætu, sem þá var uppi í Englandi. Þessi starf- sem gerði Stead hálf spaugilegan í ýmsra augum sfðari árin. Stead var í Khöfn, er dr. Cook kom þangað úr norðurheimskautsför sinni fyrir nokkrum missirum. Danskt blað, sem annars minnist Steads mjög lofsamlega, getur þess, að dr. Cook hafi ekki getað hreyft sig svo, að Stead væri ekki við hlið hans. Hann mætti óboðinn, segir blaðið, í veisl- um þeim, sem Cook voru haldnar, og settist umyrðalaust við hlið hans áður gestgjafarnir gætu komið við nokkrum mótmælum. Stead var mannvinur mikill og hinn besti drengur, svo að bæði meðhalds- menn og mótstöðumenn minnast hans látins með einróma lofi. Slys á bifrelð. Það vildi til fyrir skömmu hjá Oportó í Portúgal, að stýri bilaði á bifreið, sem var á ferð og full af fólki. Þetta var uppi á hæð og þaut vagninn ofan hæðina stjórnlaus og rakst þar á annan vagn, fullan af fólki. Báðir vagnarnir ultu um koll. 9 menn biðu bana, og 7 meiddust svo, að tvísýnt var talið um líf þeirra. Slys á Níl. Fyrir skömmu vildi það slys til á Nílfljótinu í Egyfta- landi, að gufubát með mörgum far- þegum hvolfdi í miklum straumi. Björg kom undir eins frá skipum, sem nálæg voru, en þó fórust um 50 manns. cTboerfafnaéur karla, kvenna og barna, af öllu verði, við allra hæfi. Verslunin Björn Kristjúnsson. Fornmenjar. Amerískir forn- fræðingar hafa verið að grafa upp rústir borgarinnar Sardes í Litlu-Asíu, þar sem Krösus konungur rfkti í fyrndinni. Þeir hafa fundið þar rústir af súlnahöll mikilli og skamt frá henni af stóru musteri, sem þeir þykj- ast sjá, að bygt hafi verið á 4. öld f. Kr. Skamt frá Sardes hafa þeir fundið grafreit, og eru grafirnar höggnar inn í berg, en stórir steinar fyrir grafarmunnunum. Þeir hafaskoð- að um 200 af þessum gröfum. Á einum steininum, sem lokað var með, hafa þeir fundið letur, en ekki tekist að þýða það enn. Á eynni Korfu hafa nýlega fund- ist merkilegar fornmenjar. Það eru rústir af forngrísku húsi, frá 6. öld fyrir Krist, að því er menn halda. Lftur út fyrir, að það hafi hrunið í bruna, en að auðugur maður hafi búið þar. Máluð ker hafa fundist þar með áritunum. Meðfram veggjum eru þrep eða skákir og stórt ker er þar fast í gólfinu, er menn geta eigi skilið, til hvers hafi verið notað. Dr. Cook. Hann á í skaðabóta- máli við blaðið „New-York Times", heimtar af því 100 þús. dollara fyrir það, að blaðið birti símskeyti með langri og háðulegri frásögn um mót- tökuna í Khöfn í fyrra, að kastað hefði verið í doktorinn fúleggjum eftir fyrirlestur hans o. s. frv. Þó er sagt, að mál þetta nái ekki fyrir rjett fyr en að 2 árum liðnum. Flóð í Ameríku. Snemma í apríl í vor hljóp ákafur vöxtur í Missi- sippífljótið í Norður-Ameríku og gerði stórtjón. Fjöldi manna flýði bústaði sína og húsin eyðilögðust meira og minna. Karlmannafatnaðir Og fataefni, afmælt í einn klæðnað af hverri gerð. Hvergi eins miklar byrgðir. Ferming-arföt, stórt úrval, óvanalega lágt verð. Reiðjakkar, ágætir. Ha Jissoi. Tilræði við Taft forseta. Ný- lega kom þýskur maður, M. Winter að nafni, inn í „hvíta húsið" í Was- hington, hafði langan hníf opinn í hendi og gerði boð fyrir Taft for- seta. Þjónunum þótti maðurinn ískyggilegur og vörðu honum inn- göngu, er hann stefndi að skrifstofu- dyrum forsetans, en hann otaði hnífn- um í ákafa og var hinn óðasti. Þó tókst að lokum að handsama hann. Hann var geðveikur og var þegar fluttur á geðveikrahæli. Ljereft einbr. og tvíbr. velunnin og endingargóð. Verslunin Björn Kristjdnsson.

x

Lögrétta

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögrétta
https://timarit.is/publication/196

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.