Lögrétta

Tölublað

Lögrétta - 15.05.1912, Blaðsíða 1

Lögrétta - 15.05.1912, Blaðsíða 1
Afgreiðslu- og innheimtum.: ARINBJ. SVEINBJARNARSON. I ífvutravf'i' -4-1. Taisimi 74 Rits t j ó ri: f’ORSTEINN GÍSLASON Pingholtsstræti 17. Talsími 178. M 26. Reykjnvík 15. maí 1913. VII. Til vinstri handar á myndinni sjest hús White-Star línunnar í London og blaktir yfir því flagg fjelagsins f hálfri stöng, því myndin er tekin skömmu eftir að þangað frjettist um „Titanic"-slysið. Hægra megin efst sjest inn í skrifstofu fjelagsins, þegar fólk er að troðast þar inn og spyrja fregna af slysinu, en fyrir neðan sjest fólksþyrpingin úti fyrir húsinu á götunni. cxerðamenit! Þegar þið komið til Reykjavíkur og þurfið á Faínadi eða Veíiiaðarvöru að halda, þá lítið inn í 119' Austurstræti 1. '9H íJar er mikið úrval af: Karlmanna- og unglinga-fatnaði, Ferða- jökknrn, Stormfötuni og llöttum, mjög þægil. á ferðalögum. Begnkápnr, Olíukápur, (síðkápur), allar stærðir. Olíuföt, handa konum og körlum. Ullarpeysur. Nærföt, úr ull, bóniull og ljerefti. Af Vefiiaðarvörn má nefna: Alklæði og dömuklæði, 11. tegundir. Reiðfatatau, viðurkent ágætt; Morgunkjóia- og Dagtreyju-tau, Tvisttau, Flonell og Ljercft o. m. íl. Þið sparið tíma og peninga við að versla í AUSTURS T R Æ T I 1. Virðingarfylst. Ásg. G. Gunnlaugsson # Co. Wii i Staiaff til sfili. t*ar eð jeg hef afráðið að taka að mjer slöðu, er mjer hefur boðist erlendis, hætli jegverslunum mínum á Hofs- ós og Sauðárkrók, og eru húseignir mínar á báðum þess- um stöðum, ásamt flskhúsum á Selvík og fleiri stöðum á Skaganum, lil sölu, sem og verslunaráhöld, bátar og bryggjur. Sláturhús eru á Sauðárkrók og Hofsós. 011 húsin eru í ágætu standi. Nánari upplýsingar gefnar þeim er þess óska. Sauðárkrók 1. mai 1912. T j. Popp. I. O. O. F. 93539- Þjóðmenjasafnið opið sunnud., þriðjud. og fimtud. kl. 12-— 2. Lækning ók. ( læknask. þrd. og fsd. 12—1. Tannlækning ók. (( Pólthússtr. 14) T. og 3. md. í mán. 11—1. Landakotsspítali opinn f. sjákravitj. io‘/» — 12 og 4—5. Islands banki opinn io—21/. og 51/.—7- Landsbankinn io1/.—21/.. Bnksti. við 12—1. Lagadeild háskólans ók. leiðbeining 1. og 3. Id. í mán. 7—8 e. m. Landsbókasafnið opið hv. virkan dag kl. 12—3 og 5—8. Heilsuhælið opið til heimsókna 12—1. Lárus Fjeldsted* Y flprjettarmálafwrslumaður. Lækjargata 2. Heima kl. 1 I —12 og 4—7. Bækur, innlendar og erlendar, pappír og allskyos ritföng katipa allir í Bókavsrsl. Sigfúsar Eymundssonar. Jitanic-slysið. Yfirheyrslurnar í Ameríku út af slysinu hafa farið fram í Washing- ton og er það nefnd, skipuð af Sena- tinu, sem annast þær. Síðustu fregn- ir í útlendum blöðum segja, að Is- may línuforstjóri hafi verið yfirheyrð- ur, ætlað síðan aftur til New-York, en verið bannað það af nefndinni. Um annan mann, einn af yfirmönn- unum frá Titanic, er það sagt, að er honum hafði verið stefnt til þess að mæta fyrir nefndinni, ljet hann á sjer skilja, að hann hefði það að engu, en færi ferða sinna heim til Englands, þegar sjer sýndist. Nefndin ljet þá taka hann og flytja til Washington. Farþegar á skipinu „Bremen", sem fór um þar sem „Titanic" strandaði skömmu eftir að slysið vildi til, segj- ast hafa sjeð mörg lík á floti. Sund- beltin hjeldu þeim uppi. Meðal lík- anna sáu þeir konu, sem hjelt barni í fanginu, og mann og konu í faðm- lögum. Eitt skip hafði bjargað 225 líkum. Gufuskipið „Californian" hafði verið fast í ís hjer um bil 20 mílur frá „Titanic", þegar slysið vildi til. Kl. io1/^ á sunnudagskvöldið hafði það lent inn í ísbreiðu og þegar stöðvað vjelarnar. Það hreyfði sig svo ekki fyr en í dögun daginn eftir, og fyrst, er leið á morguninn, frjettist þangað um slysið. Það er haft eftir skip- stjóranum, að ef hann hefði vitað um slysið undir eins, hefði hann get- að bjargað ölluin. Einn af þeim, sem af komust og yfirheyrður hefur verið, er 2. stýri- maður af „Titanic". Hann segir, að daginn, sem skipið fórst, hafi það þrisvar fengið loftskeyta-aðvaranir um, að ís væri í nánd. Hann hafði verið á stjórnpalli um daginn, og er hann vjek þaðan og annar tók við, kveðst hann hafa aðvarað hann. Kl. 8 um kvöldið hafði skipstjóri verið uppi á stjórnpalli, talað um að kalt væri og ís sjálfsagt nálægur. Þó var ferðin eigi minkuð. Kl. 9 20 hafði skip- stjóri farið ofan og beðið varðmann- inn að gera sjer þegar aðvart, ef nokkuð kæmi fyrir, sem honum þætti ísjár vert. Kl. IO hafði I. stýri- maður komið upp á stjórnpallinn, og var hann þar, er slysið vildi til, reyndi að vinda við skipinu til hliðar, er að jakanum kom, og varð það til þess, að skipið neri hliðinni í jakabrúnina um leið og það skreið fram hjá, og risti hún það á hol, eins og áður hefur verið frá sagt. 1. stýrimaður hjet Mardoch. Það er sagt, að hann hafi skotið sig, og mun hann hafa gefið sjer sök á slysinu. Um skipstjórann hefur það verið borið, að hann hafi staðið á stjórn- pallinum þar til sjór tók þar upp og ekki tekið á sig björgunarbelti. En er sjór fjell upp á stjórnpallinn, stökk hann yfir borð. Áður hrópaði hann þaðan til skipsmanna: „Þið hafið gert skyldu ykkar. Jeg heimta ekki meira af ykkur. Nú má hver um sig reyna að bjarga lífi sínu". Einhverjir af skipsmönnum á „Tita- nic" hafa borið það, að kviknað hafi í kolarúmi þar, og hafi sá eldur eigi orðið slöktur fyr en það var tæmt. Þetta var gert daginn fyrir - árekstur- inn. En er sjór og íshröngl komst inn í skipið, Ijetu veggir auða kola- rúmsins undan, af því að ekkert var þar inni fyrir, er styrkti mótstöðuna. 1 Englandi er látið illa yfir Sen- atsnefndar-yfirheyrslunum. Þaðer sagt, að ásakanirnar, sem fram hafa verið bornar gegn Ismay línustjóra sje ástæðulausar. 2. þ. m. er hann kom- inn aftur til New-York og er veikur, undir læknis hendi. <Jarós/íjaífiinn. Skemdir ausianf‘jalls. Þeir Einar Jónsson alþm. á Vestri- Geldingalæk og Jón Einarsson bóndi í Gunnarsholti á Rangárvöllum eru hjer staddir og hefur Lögr. fengið hjá þeim lýsingu á slysum, sem orð- ið hafa þar eystra af jarðskjálftanutn 6. þ. m. Þeir segja, að á 7 heimilum búi fólk í tjöldum. Á nokkrum fleiri eru kýr úti vegna þess, að fjós hafa hrunið. Þessi 7 býli eru: Næfurholt, Síl- hagi, Bolholt, Kot, Dagverðarnes, Gunnarsholt og Foss. A öllum þessum bæjum eru bað- stofur ýmist hrundar, eða þá svo skektar og skemdar, að fólk þorir ekki að hafast við í þeim. Sama hyggja þeir vera um Haukadal, að þar sje ekki búið í húsum. í Gunn- arsholti eru 12 hús hrunin. Mjög mikið hefur og hrunið á þess- um bæjum: Galtalæk, Leirubakka, Vatnagarði, Kaldbak, Þingskálum, Heiði, Eystri-Geldingalæk, Reyðar- vatni, Minna-Hofi, Stokkalæk, Keld- um, Þorleifsstöðum, Rauðnefsstöðum. Inn á milli eru þó bæir, sem ekki hreyfðist einn steinn í, þótt hús sjeu þar ekki vænni en á öðrum bæjum, þar sem hrundi. Er það þá undir- staðan, sem þar kemur til greina. Milli Eystri- og Vestri-Geldingalækja er ekki nema lítill spölur, svo að túnin ná saman. A Vestri-Geldinga- læk hrundi þó ekkert, en mikið á hinum, eins og áður segir. Vestri- Geldingalækur stendur á Klöpp, en hinn bærinn á hraunjaðri. Slys á mönnum hafa ekki orðið nema í Næfurholti. Þar varð kona Ófeigs bónda Jónssonar undir sperru- kjálka og lærbrotnaði, eins og áður er sagt, en barnið, sem rotaðist, var ungbarn, sem hún hjelt á. Slys á gripum hafa orðið þau, að kýr fórst í Næfurholti og nautgripur á Heiði. í Næfurholti fórst og hund- ur undir húsunum og tveir kettir. Bærinn þar kvað vera alveg í klessu. Jarðsprunga mikil hefur komið ná lægt Næfurholti, bæði breið og djúp. Sógðu frásögumenn Lögr., að farið hefði verið yfir hana á jarðbrú, en það talin glæfraför. Vörður á sönd- um þar eystra hafa alstaðar haldið sjer, sögðu þeir, þótt grjótveggir hryndu við bæi. Timburhús hafa lítt eða ekki skemst og eigi heldur steinsteypuveggir. Þeir fóru á stað að austan á laug- ardag. Til þess tíma höfðu á hverju dægri fundist einhverjar jarðhreyf- ingar þar eystra. í gær átti Lögr. símtal við Björg- vin sýslumann á Efra-Hvoli. Hann sagði, að hreyfingin hefði fundist austur í Álftaver, en eigi lengra aust- ur á bóginn. í Fljótshlíð höfðu orðið nokkrar skemdir á húsum, eink- um í miðri sveitinni. í Tungu hafði baðstofa hrunið. Undir Vestur-Eyja- fjöllum hafði hristingurinn verið mik- ill, hrunið víða úr hömrum, og eitt- hvað skemst af útihúsum í Eyvind- arholti og Syðstumörk. En lang- mest var hreyfingin upp í sýslunni meðfrani fjallrrótunum. Aukasýslufundur var boðaður í Rangárvallasýslu næstkomandi föstu- dag til þess að taka ákvarðanir um, hvað gera skyldi útaf slysunum. Sjálfsagt er, að hlaupið verði drengi- Iega undir bagga með þeim, sem fyrir tjóni hafa orðið og styrktar þurfa til þess að bæta úr því. K. Aiuuiidgcu ætlar að koma heim til Kristjaníu í haust og halda þar fyrirlestur um suðurför sína í byrjun septembermánaðar. Svo ætl- ar hann að flytja fyrirlestra víðar, í Berlín 10. október, og ef til vill í Khöfn. BÍÓ. Þar verða engar sýningar í kvöld, vegna fráfalls konungsins. Reykjavík. líæjavstjórnin. Fundur 18. apríl. Samþykt að taka tilboði Sveins J. Einarssonar um salernahreinsun fyrir 9 aura, þ. e. um kr..4,70 árlega fyrir hvert salerni. Eftirfarandi gjaldskrá var samþykt fyrir eigendur salerna: Fyrir salerni notuð af 4—10 mönn- um greiðist á ári 5 kr, fyrir salerni notuð af 3 mönnum eða færri 3 kr. 50 au., fyrir salerni notuð af 11 —15 j mönnum 7 kr. 50 au. Bæjarstjórn getur þó veitt undanþágu fyrir þau salerni, er standa á túnum eigenda. Gjaldið heimtast fyrsta sinn 1. okt. þ. á. fyrir missirið frá 1. júlí til 31. des. Hreinsun fer fram vikulega. Samþ. að fela umsjón baðhússins Kr. Ó. Þorgrímssyni bæjarfulltrúa til næsta nýárs fyrir 200 kr. þóknun pr. a. (eða 8/i2 hluta af þeirri upp- hæð). Erindi frá kennurum barnaskólans un launahækkun svarað neitandi. Fundur 20. apríl. Samþ. með 13. atkv. að taka tilboði dönsku og ís- lensku bankanna um lán til hafnar- gerðar. Tilboð frá Englandi fjekk 2 atkv. Dönsku bankarnir 4, Privat- bankinn, Landmandsbankinn, Han- delsbankinn og Kbh, Laane- og Disconto banki, lána allir 800 þús. kr. og ísl. bankarnir hvor um sig 200 þús. kr. Jafnframt lýsti bæjarstjórn- in yfir því, að hún kýs heldur að taka lánið með g6°/o af ákvæðis- verði og endurborgun al pari, heldur en með 97% og endurborgun með 103%. Fundur 2. maí. Samþ. að leigja H. P. Duus-verslun hluta af Stóra- selstúni, en felt að leigja henni Eiðs- granda og lóðarspildu við Melstaðar- bletti. Leigan sje 200 kr. á ári fyrstu 10 árin. Kosnir í nefnd til að íhuga erindi frá frú M. Zoega um breyting á á- kvæðum lögreglusamþ. um lokun veitingahúsa: KI. Jónsson, Þorl., H. Hafliðas. Rætt um skilmála íyrir útboði á hafnarbyggingunni og þeir samþyktir. Þessar brunab.v. samþ.: Hús frú C. Jónassen við Þingh.str. 10,017 kr.; Tr. Arnas. við Njálsg. 3994 kr.; fiskgeymsluhús h/f Alliance við Mýr- arg. 6300 kr., fiskþvottahús sama fjel. 4890 kr. L. Kaaber kaupm. er nýorðinn konsúll Belgja hjer á landi í stað Gunnars Einarssonar. Dr. G. Finnbogason hefur fengið frakkneska heiðursmerkið Officier d’ Academie. Danskir leikarar, hinir sömu sem hjer voru í fyrra, Fr. Boesen og fje- lagar hans, koma hingað aftur í júnf. Hafa leigt leikhúsið hjer frá miðjum júnímánuði og eitthvað fram eftir; koma kring um land, og ætla að leika á Seyðisfirði, Akureyri og Isa- firði áður þeir koma hingað. Djónaband. 10. þ. m. giftust hjcr í bænum Árni Benediktsson versl- unarmaður og frk. Kristrún Hall- grímsson. Grraliani White slasast. 8. apríl í vor fjell niður loftfar, sem hann var í ásamt tveimur farþegum, og meidd- ust allir mikið, G. W. var mesti flugmaður Englands. Danskt og Enskt skip rekast á. Danska gufuskipið „Arabien", eign Austur-Asfufjelagsins, rakst seint í apríl á enskt gufuskip „Cambric" ná- lægt Honkong í Kína og skemdust bæði nokkuð, en danska skipið þó mcira.

x

Lögrétta

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögrétta
https://timarit.is/publication/196

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.