Lögrétta

Tölublað

Lögrétta - 15.05.1912, Blaðsíða 2

Lögrétta - 15.05.1912, Blaðsíða 2
100 LÖGRJETTA Morg’un- kj ólatauin góðu á 0,45 aldrei meira úrval. Verslunin Björn Kristjdnsson. 7ore|jelagið í kröggum. Formannaskifti. Fregnir höfðu borist hingað um það í síðastl. viku, að hr. Th. E. Tulinius væri farinn frá formensku Thorefjelagsins og jafnframt, að fje- lagið ætti örðugt uppdráttar. Lög- hald hafði verið lagt á „Perwie" um tíma áður en hún lagði á stað hing- að síðast. Skipasendingar fjelagsins hingað í vor hafa og verið mjög fjarri rjettu lagi. Frá Khöfn var símað n. þ. m.: „Að því er dagblöðin segja, hefur Thorefjelagið fengið skuldgreiðslu- frest (moratorium) hjá hinum stærri skuldheimtumönnum. Tulinius fer frá formenskunni eftir samkomulagi, en við tekur Hendriksen, sá er áður stóð fyrir íslands ferðum Sameinaða fjelagsins. Búist er við að sam- kepnin við Sam. fjelagið minki". Hendriksen sá, er nú hefur tekið við formensku í Thorefjelaginu, er hjer ýmsum kunnur frá því að hann var í þjónustu Sam. fjel. Nú er hann verslunarfjelagi Dines Peter- sens kaupmanns í Khöfn. Það er nú sagt, að Thorefjelagið vilji losna frá samningnum um ferð- irnar hingað, og fær alþing í sumar þá það mál til meðferðar og má bú- ast við, að það verði að hugsa fyrir nýju fyrirkomulagi á ferðunum. 3talir og Cyrkir. Árás ítala á Dardannellavígi Tyrkja, sem sagt var nýlega frá hjer í blað- inu, vakti mikla athygli og blaða- umtal. Dardanellasundið er dyr að Marmarahafinu, og eiga Tyrkir kast- ala báðumegin sundsins. Yfir 20 ítölsk herskip voru þar úti fyrir. Þetta var rjett eftir miðjan apríl. ítalir segja, að hugsun sín hafi verið, að ginna flota Tyrkja til útrásar. Svo hafi verið byrjað að skjóta frá tveimur virkjunum og hafi þeir þá svarað með skothríð frá skipunum, er stóð yfir 2 kl.st. En Tyrkir segja svo frá á- rásinni, að 18. apríl hafi 24 ítölsk herskip sjest nálægt Lemnosey. Um morguninn kom herskip og tundur- bátur til Samos, og var skotið á her- mannaskála þar í landi. Annað her- skip með tundurbát kom til Rhodos, tók þar tyrkneskt skip, sem fyrir var, og skar sundur frjettaþráðinn. Síðar um daginn komu fram 8 herskip úti fyrir Dardanellasundinu og kl. 11 hófst skothríðin. ítalir skutu 15 skot- um á Oraníukastala, 8 á Koumkale og 12 á Seddil-Bar. Þar fjell I maður og annar særðist, en í hinum vígjunum varð enginn mannskaði, og eigi heldur á skipum ítala. Varð svo ekki meira úr árásinni og skip Itala fjarlægðust aftur. En almenna hræðslu vakti þetta, Sjölin alkunnu, aldrei meir úrval, Cachemirsjöl og frönsk sjöl af ýmsu verði. Verslunin Björn Krisljánsson. og fólk tók að flýja frá ströndunum. Hugðu menn að ítalir ætluðu að setja þarna her á land. En þeir hafa mót- mælt því, að sú hafi verið hugsunin, og segjast engan landher hafa flutt á skipum sínum, er þarna voru. Stjórn j Tyrkja ljet nú það boð út ganga, að Dardanellasundi væri fyrst um sinn lokað fyrir öllum skipaumferðum og kvaðst neydd til þess tiltækis vegna árásar ítala. Það samgönguhaft skap aði, sem nærri má geta, þegar mikil vandræði. Höfnin í Konstantínópel fyltist brátt af skipum, er ekki kom- ust leiðar sinnar, og eins næstu hafnir sunnan við Dardanellasundið. Út af þessu fóru aðrir að blanda sjer í málið, Englendingar, Rússar, Austur- ríkismenn o. fl. Þó stóð lengi svo, að Tyrkir hjeldu sundinu lokuðu. En síðustu útlend blöð segja ákveðið, að samgöngur um það fari aftur að hefj- ast. Árás ítala á Dardanellavígin þykir ekki vel skiljanleg. Það er sagt, að ef þeir hefðu hugsað sjer að brjótast með herskip til Konstantínópel, þá hefði það auðvitað verið gerlegt. En það hefði kostað þá mörg af her- skipum þeirra, að brjótast í gegnum sundið. En með landher er þeim talinn sigurinn mjög tvísýnn. Á sjónum hafa þeir alt ráð Tyrkja í hendi sjer. Eyjar Tyrkja mega heita varnarlausir gegn vel búnum herskip- um, því skotvopnaútbúnaður í köst- ulum Tyrkja þar er svo gamaldags, að sagt er, að hann ætti fremur heima í söfnum en í hernaði ná á tímum. Sumir geta til, að árásin sje gerð í samráði við Rússa, en þó hefur ekkert fram komið, er styrki það. Lfklegast þykir, að fyrir ítöl- um hafi vakað, að blása með þessu að óeirðum á Balkanskaganum, gefa þeim þjóðum, sem þar eiga í höggi við Tyrki, undir fótinn, og knýja stór- veldin til þess að ganga í milli og fá Tyrki til þess að kaupa sjer frið með afsali Tripólis og Kyrenaika. En þótt aldrei nei.na Tyrkjastjórn væri fáanleg til þessa, segja menn að Arabar þar syðra mundu engu síður eftir en áður halda uppi ófriði gegn ítölum. Þing Tyrkja kom saman rjett um það leyti, sem ítölsku herskipin lágu þar úti fyrir. í þingsetningarræðu soldáns var það skýrt tekið fram, að friðurinn skyldi ekki saminn öðru vísi en svo, að Tyrkir hjeldu yfir- ráðum yfir Trípólis. “Times" frá 3. þ. m. segir, að Tyrkjastjórn hafi þá ákveðið að opna sundið að nýju til almennra umferða, en áskilur sjer rjett til þess að loka því aftur, ef nauðsyn krefji. H.ína. Þar hefur verið kyrt sfð- ustu vikurnar. En alt virðist þó vera þar mjög í óvissu enn um það, hvernig nýja lýðveldinu reiði af. Mon- gólar hafa látið ófriðlega, og það hef- ur verið talað um, að úr Mongólíu yrði myndað sjerstakt lýðveldi. Þjóðsamkoman, eða þingið, sem saman var kaliað í Nanking í vor, samþykti stjórnarskrá handa lýðveld- inu og er hún í 56 greinum. Lýð- veldinu er skift í 18 hjeruð. Æsta valdið er hjá þjóðinni. Allir skulu jafnir fyrir lögunum. Kosningarrjett- ur skal vera almennur og herþjón- ustuskylda almenn. Yfir höfuð er stjórnarskráin sniðin eftir fyrirkomu- lagi vesturþjóðanna. Dr. Sun-Yat-Sen átti að verða fyrsti yfirráðherra lýðveldisins, er Yuan-Shi- Kai tók forsetaembættið. Sun-Yat- Sen tók Ifka við yfirráðherraembætt- inu, en afsalaði sjer því aftur eftir stutta stund, kvaðst sjá, að hann væri ekki vel fallinn til þess að gegna því. Hann ráðgerði jafnframt að tak- ast ferð á hendur um alt ríkið til þess að vinna hugmyndum lýðveldis- manna fylgi, og kvaðst meira mundi gagna málinu með því en hinu. Börn hans eru nú komin frá Amerfku heim til hans í Kfna. Rádherra fór utan með „Botnfu" 10. þ. m. Var í Leith í morgun. Tvisttau, tvíbreið, 0,50 — 0,60 — 0,65 0,70 — 0,80, mest úrval í bænum. Verslunin Björn Kristjánsson. Ofriður í IVIexikó. Þar hefur alt verið í uppnámi nú undanfarið, og það svo, að við hefur legið, að stjórn Bandaríkjanna tæki fram í, til þess að skakka leikinn. Seint í apríl hafði Bandaríkjastjórn 10 þús. her- manna við landamærin, og var sá her albúinn til þess að halda inn í Mexikó, ef þurfa þætti, enda hafði stjórninni í Mexikó verið tilkynt, að þetta stæði til. En hún mótmælti og kvað Bandaríkin engan rjett hafa til þess, að blanda sjer þar í innan- lands-óeirðir; sagðist taka að sjer ábyrgð á lífi og eignum útlendinga að svo miklu leyti, sem hægt væri að kretjast þess, en neitaði hins veg- ar, að hægt væri að heimta af sjer slíka ábyrgð í þeim hjeruðum, þar sem uppreisnarliðið hefði yfirhönd. Uppreisn í Marokkó. 18. f. m. varð mikið uppþot í Fez, höfuðborginni í Marokkó. Innlendir herflokkar og borgarar í bænum rjeð- ust á setulið Frakka þar og á höll soldáns, Mulay Hafids. Nokkurt mannfall varð þar, áður uppþotið yrði sefað. Svo var ráðist á Gyð- inga þar í borginni og voru um 50 drepnir, en yfir 30 særðir. Það er sagt, að uppþot þetta hafi verið gert með allmiklum undirbúningi og sje samsæri myndað meðal ættahöfðingj- anna víðsvegar um landið gegn yfir- ráðum Frakka. H.ríteyjar>þingfmenn tekn- ir fastir. Rjett fyrir mánaðamótin síðustu tók enskt herskip þingmenn frá Krítey, sem voru á leið þaðan til Aþenu og ætluðu að taka sæti þar á þinginu samkvæmt umboði kjós- enda sinna, fasta, og er þeim sfðan haldið í gæslu. Þetta vakti uppþot á Krítey, en í Aþenu hefur því verið tekið með stillingu. Stórslys. Gufuskipið „Texas" eyðilagðist af sprengivjel skamt frá Smyrna 30. f. m. Af 139 mönnum, sem á skipinu voru, fórust 68, en aðrir meiddust og særðust. Farþeg- ar voru flestir Armeningar og Grikkir. Skipið var eign amerísks fjelags, sem heldur þarna uppi samgöngum. Riiigköbing- f Jörður í Dan- mörku. Árið 1910 var grafinn skurður úr Ringköbing firði á Jót- landi yfir í hafið. Kostnaðurinn var nokkur hundruð þúsunda kr. og breidd skarðsins upphaflega 50 mtr. En hafið hefur nú vfkkað skurðinn svo, að hann er sagður orðinn 300 mtr. Þetta veldur aftur því, að um stórflóð flæðir svo mikið inn í fjörð- inn, að jarðir eru að eyðileggjast við hann af þeim flóðum. Til að bæta úr þessu fer nú stjórnin danska fram á fjárveitingu hjá þinginu og er á- ætlað að 1 milj. kr. þurfi til þess að koma lagi á alt. Verkfræðingar Dana flestir höfðu verið móti því í fyrstu, að skurðurinn væri gerður, og nú vilja margir Iáta fylla hann upp, en ekki gera við hann, og er þetta orðið allákaft þrætumál í þing- inu. Því mótstöðumenn I. C. Crist- ensens halda því fram, að hann eigi sök á þvf, að skurðurinn var gerður, hafi barið fram f þinginu fjárveitingu til þess fyrir Jótana. En hann ber þetta af sjer, en vill hins vegar láta veita fje til viðgerðar skurðinum. ísland erlendis. Fjalla-Eyvindur. Eins og áður hefur verið skýrt frá hjer í blaðinu, er hann sýndur í fyrsta sinni á Dag- marleikhúsinu í Khöfn nú í kvöid. Norska leikkonan frú Johanne Dyb- wad leikur þar Höllu. Hún var kom- in til Khafnar snemma í apríl. Þá átti tíðindamaður frá „Politiken" við- tal við hana um þá leiki, sem hún ætlaði að eiga þátt í í Khöfn þetta vor. Þar á meðal var „Fjalla-Ey- vindur". — „Þekkið þjer „Fjalla-Ey- vind?" — spurði hún blaðamanninn — „það er hrífandi leikur. Það er skáld- skapur og æfintýraljómi yfir þeim leik". Mannalát. Lögberg frá 18. f. m. segir þessi mannalát hjá íslendingum vestra: 1. f. m. andaðist Benedikt Sigurðsson frá Heiðarseli í N.-Múla- sýslu, 82 ára gamall, en fluttist vest- ur 1889. Sama dag andaðist Tómas Krist- jánsson, ættaður úr Dalasýslu, fædd- ur 1818, en fluttist vestur 1876. 19. mars andaðist Ólafur Ólafsson, ættaður úr Bolungarvík, 72 ára, en fluttist vestur 1893. 29. jan. andaðist Níels Níelsson, áður á Hallbjarnarstöðum á Tjörnesi, nfræður að aldri, en fluttist vestur 1875. Síra Jónas Jónasson. Fjórar þýddar sögur eftir hann eru nýkomnar út á dönsku, þýddar af frú M. Löbner Jörgensen, er líka hefur þýtt „Borgir" Jóns Trausta, eins og Lögr. hefuráður getið um. Sögur J. J., sem þýddar hafa verið, eru: „Brot úr æfisögu" (úr Iðunni), „Eiðurinr.", „Sultur" og „Gletni lífsins". Skáldið Jóh. Jör- gensen hefur ritað formála fyrirbók- inni og mælir þar fram með sögun- um. Þeim er hrósnð í dönskum blöð- um, þar sem Lögr. hefur sjeð á þær minst, meðal annars í ritdómi í „Riget" eftir Albert Gnudtzmann. Samskot eru að safnast hjá Vest- ur-íslendingum handa ekkjum og börnum þeirra, sem hjer hafa druknað í vor, og er mælt fram með þeim í Lögbergi frá 25. f. m. Jón Sigurðsson í Ameríku. Það eru ltkindi til þess, eftir því sem ráða má af Lögb. frá 25. f. m., að lík- neski Jóns Sigurðssonar, er Vestur- íslendingar fengu í haust, sem leið, verði valinn staður í skemtigarði bæj- arins Gimli í Nýja-Islandi. Eru þar færðar ýmsar ástæður, sem virðast gildar og góðar, fyrir því, að minnis- merkið ætti að vera þar fremur en annarstaðar. Próf. Srb. Sveinbjörnsson tón- Skáld, sem verið hefur í Winnipeg og víðar í Canada um hríð, í miklu gengi meðal Vestur-íslendinga fyrir samsöngva, er hann hefur haldið þar, er að kveðja þá og halda heimleiðis aftur seint í apríl. Vestur-íslenskir gestir nokkrir eru væntanlegir hingað í vor, er Lögr. skrifað frá Winnipeg; þar á meðal síra Rögnvaldur Pjetursson. Stóra norræna Minafjelagið hefur síðastl. ár haft í tekjur alls 11 milj. 738,261 kr. Þar af eru 2 milj. 67 þús. kr. eftirstöðvar frá árinu 1910, en 9 milj. hefur fjelagið haft í tekjur á árinu af símum sínum, 116 þús. kr. hefur það haft í rentur og svo eru 532 þús. kr., sem heita: ýmis- legar tekjur. Gjöldin hafa alls verið 3 milj. 393,- 941 kr., þar af 2 milj. 74 þús. kr. starfslaun. Til úthlutunar koma þá 8 milj. 344,320 kr. A síðastl. ára- tug hefur þó upphæðin tvisvar verið enn hærri, en það var á árunum 1904 °g I9°5- Þá var hún nær 10 milj. Hluthafar fá i8°/o, en það sama hafa þeir fengið árlega síðastl. 4 ár. Aður var það stundum nokkru hærra, 1904 24°/o og 1905 20%. Samtals er nú, með þessum i8°/o, skift milli hluthafa 4 milj. 860 þús. kr. 2*/a milj. er geymd næsta ári. Hitt er lagt í varasjóð, nema hvað 45 þús. er skift milli 7 manna, sem eru í stjórn fjelagsins. Varasjóður er nú 42 milj., en hlutafjárhæðin er 27 milj. Kjólatau, feikna úrval. Eitthvað fyrir alla. Verslunin Björn Kristjánsson. Melstaðavprestakall. Um það sækja sr. Árni Jónsson á Skútustöð- um, Jónmundur Halldórsson á Barði, sr. Björn Stefánsson og Jóh. Briem kand theol. Prestakall veitt. Tjörn á Vatns- nesi er veitt sr. Sig. Jóhannessyni aðstoðarpresti þar. Verkfall kvenna í Hafnarflrði. Lögr. hefúr áður sagt frá upptökum þess, en eigi lokum. Því lauk svo, að „kvenfólkið hafði sitt fram að mestu eða öllu leyti", segir „Kvbl.“. Samningar höfðu komist á 11. f. m. „Kvbl." segir, að um iookonursjeu við fiskvinnu í Hafnarfirði og hafi þær allar verið í samtökunum. I landsdóm vorn kosnir nýlega af bæjarstjórn ísafjarðar: Sig. Jóns- son kennari og O. F. Davíðsson verslunarstjóri. Til Noregs segir „Vestri" að farið hafi nýlega tveir fiskimenn af ísafirði, Ingólfur Jónsson og Ólafur Jónsson, ráðnir til 3—6 mánaða af kaupmanni í Haugasundi „til þess að kenna þeim þar að verka Labradorfisk". Bifbátur fórst á ísafjarðardjúpi rjett fyrir síðustu helgi, eign Ásg. Guðbjartssonar á ísafirði. Báturinn rakst á fiskiskútu og brotnaði. Mönn- um bjargað, en báturinn sökk. Silfurbergið í Hvallátri. Lögr. er sagt, að fregnin í síðasta tbl. um silfurbergsfund þar muni vera mark- leysa og flugufregn. Lögr. tók fregn- ina eftir „Þjóðviljanum", en úrLögr. er hún síðan komin í önnur blöð. Steinbítur á útl. markaði. Danskt blað, „Riget", frá 21. apríl, talar um að steinbíturinn hafi alt til þess litla eftirtekt vakið á fisksölu- markaðinum erlendis, en segir, að nú sje ekki ólíklegt, að þetta fari að breytast. Stjórn danska fiskiveiða- fjelagsins gerir nú tilraunir til þess að koma honum inn á sölumarkað- inn, og blaðið hefur það eftir ritara fjelagsins, að von sje um, að þetta muni takast. Alþing kvatt saman. Með opnu konugsbrjefi frá 6 þ. m., sem birt hefur verið í Lögbirtingablaðinu, er alþing kvatt saman til aukafundar 15. júlí sumar, og má eiga setu 6 vikur. Hý uppgötvun. Dönsk blöð hafa skýrt frá því, að H. J. Hanno- ver prófessor í Khöfn hafi fundið ráð til þess að láta venjulega rafmagns- geyma taka við 4—5 sinnum meira afli t.n áður og varðveita það. Hann gerir þetta, segja blöðin, með því, að nota í þá sjerstaka tegund af blýi, sem drekkur í sig vökva um óteljandi smáholur, sem ekki sjást nema í smásjá. Sótt hefur verið um einkaleyfi fyrir uppgötvuninni. Flúnel einl. og röndótt, 0,20 — 0,25 — 0,30 — 0,32 0,34 — °-36 — 0,40 — 0,42 0,45 — 0,48 — 0,52 pau bestu, er til landsins flytjast. Verslunin Björn Kristjánsson.

x

Lögrétta

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögrétta
https://timarit.is/publication/196

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.