Lögrétta

Tölublað

Lögrétta - 05.06.1912, Blaðsíða 1

Lögrétta - 05.06.1912, Blaðsíða 1
Afgreiðslu- og inuheimtum.: ARINBJ. SVEINBJARNARSON. I JFVtlfcí&Vei£ 41. Talsími 74. LOGRJETTA Rits tj ó r i: PORSTEINN GÍSLASON Pingholtsstræti 17. Talsími 178. M. 30. Reykjnvík 5. jiiní 1913 VII. árg. Hótel Haniburgerhof, þar seni Friðrik kommgur VIII. bjó, er hann andaðist. Friðrik konungur VIII. á dánarbcði í Hamborg. jtfinningarhátíð ijáskóla jslanðs 3. júní 1912 út aj anðláti friðriks konungs VIII. Minningarhátíðin hófst kl. 12 og var haldin í sal neðri deildar alþingis. Var þar fullskipað inni og í hliðar- herbergjunum í kring. Salurinn var allur skrýddur svörtum blæjum. Gegnt forsetastólnum hjekk málverk af Frið- riki konungi VIII, vafið sorgarhjúp. Voru þarna flestir háskólaborgarar bæjarins, með konum sínum og dætr- um, konsúlar og foringjar af „Fálk- anurn", bæjarstjórn Reykjavíkur o. s. frv. Rektor háskólans, B. M. Ólsen prófessor, sat í fersetastólnum. Söng- fjelagið „17. júní„ söng fyrst I. hluta kvæðaflokksins.eftir ritstj. þessablaðs, sem prentaður er á öðrum stað hjer í blaðinu. Síðan las Jón Jónsson do- cent miðhluta kvæðaflokksins. Þar næst flutti rektor háskólans ræðu þá, sem prentuð er hjer á eftir, og að henni lokinni bað hann alla að heiðra minningu Friðriks konungs með því, að standa upp. Að lokum söng söng- flokkurinn þriðja kafla kvæðaflokks- ins. Ræða BJörns M. Ólsens háskólarektors. Háttvirta samkoma! Það er sviplegur atburður, sem hefur kallað oss hingað. Eins og reiðarslag úr heiðskfru lofti kom hingað sú sorgar- fregn að morgni dags 15. f. m. á vængj- um símans, að hinn ástsæli konungur vor Friðrik hinn 8. hefði andast snögg- lega í Hamborg kvöldið áður. Fregnin kom eins og reiðarslag, segi jeg, eigi að eins af því að hún kom svo alsendis á óvart, heldur lfka sjerstaklega af því að vjer bigðum svo miklar framtíðar- vonir á hinum góða konungi vorum, honum sem vjer vissum að bar altaf framtíðarheill þjóðar vorrar firir brjósti. »Enginn veit. hvað átt hefur, fir en mist hefur«, segir máltækið. Alstaðar um alt land hefur þessi harmafregn snortið við- kvæma strengi í hjörtum íslendinga. Háskóli Islands viil einnig sína, að hann, sem á Friðriki konungi svo mikið að þakka, tekur þátt f hinni almennu þjóð- arsorg. Því erum vjer hjer saman komn- ir í dag, og er mjer falið samkvæmt stöðu minni að túlka sorg Háskólans við þetta tækifæri. Jeg finn best til þess sjálfur, hve mjög mig skortir mælsku til að fullnægja þessari skildu minni svo sem vera bæri. Enn jeg vona, að hin háttvirta samkoma taki viliann firir verk- ið og virði á betra veg þau einföldu orð, sem jeg het fram að bera. Hinn frægi rómverski sagnaritari Ta- citus talar á einum stað um jarðarfarir látinna þjóðmæringa hjá hinum fornu Germönum, forleðrum vorum. Hann segir, að þeir linni fljótt gráti og kvein- stöfum eftir hinn látna höfðingja, enn sorgin og söknuðurinn firnist þeim seint; það sje talið konum særaandi að gráta, en karlmönnum að m u n a. Lfk hugsun kemur fram í Færeiingasögu. Þegar sveinarnir Sigmundur Brestisson og Þórir standa ifir líkum feðra sinna, grætur Þórir, enn Sigrnundur segir: »Grátum ekki, munum heldur«. Sama hugsunin liggur og á bak við hið fagra erindi í Hávamálum: Deyr fé. Deyja frændr. Deyr sjáltr it sama, En orðstírr deyr aldrigi, hveim er sér góðan getr, því að orðstírinn lifir í endurminning- unni um hinn látna. í orðum Tacitusar felst, að söknuður hinna fornu Germana eftir látinn höfð- ingja hafi aðallega líst sjer í því, að þeir geimdu trúlega endurminninguna um hann. Þetta tvent, söknuður og end- urminning, er og nákvæmlega samtvinn- að eftir eðli sínu. Vjer söknum, af því að vjer munum, — munum, hver og hvílíkur hinn látni var, og sjerstaklega hver og hvflíkur hann var firir oss. íslendingar hafa ekki verið ættlerar hinna fornu Germana í því að muna. Þjóð vor hefur verið kölluð endurminn- ingarinnar þjóð, og að vjer berum það nafn með rjettu, það sína bókmentir vorar, fornar og nfjar, sjerstaklega sagn- fræðin fslenska, ætlvísin og mannfræðin. Svo blandast þá, einnig við þetta tækifæri, söknuðurinn og eftirsjáin sam- an við endurminninguna um hinn látna konung vorn, endurminninguna um, hver maður hann var, hver hann var firir oss. Þetta gefur mjer tilefni til að drepa í fám orðum á helstu æfiatriði hans, eink- um þau, sem að íslandi vita. Friðrik konungur hinn 8. er fæddur þennan dag firir rjettum 69 árum í »gulu höllinni« í Amalíugötu í Kaupmanna- höfn. Faðir hans, sem síðar varð kon- ungur vor með nafninu Kristján hinn níundi, var þá prins af Glúcksborg, og móðir hans var, sem kunnugt er, Lovísa, kona Kristjáns prins, síðar drotning vor, dóttir Vilhjálms landgreifa af Hessen- Cassel. Þau hjón áttu als 6 börn, þrjá sonu og þrjár dætur, og var Friðrik prins elstur barnanna. Heimilislíf þeirra hjóna var sannkölluð firirmind 1 guðs- ótta og góðum siðum, og Ijetu þau sjer mjög ant um uppeldi barna sinna. Fór svo mikið orð af því heimili, að helstu þjóð- höfðingjar Norðtirálfunnar leituðu sjer þar mægða, og varð ein af dætrum þeirra hjóna Englandsdrotning, enn önn- ur keisaradrotning á Rússlandi, og þegar Grikkir kusu sjer konung 1863, varð Georg (Vilhjálmur), ingri bróðir Friðriks, firir kjöri, og mátti Lovísa drotning með sanni heita konunga-og drotningamóðir, enda var hún hin vitrasta kona. Það gefur að skilja, hvert lán það var firir börnin að vaxa upp á slíku heimili, og það segir sig sjálft, að elsta sininum var veitt hið besta uppeldi, sem kostur var á. Arið 1853 var Kristján prins af Glúcks- borg kjörinn ríkiserfingi eftir Friðrik 7. látinn, og þegar Friðrik konungur dó 10 árum síðar, tók hann ríki með nafn- inu Kristján konungur IX. Sonur hans Friðrik var þá að námi við háskólann í Oxford; gerðist hann þá krónprins, og var kvaddur heim frá náminu og tók sæti í ríkisráði. Upp frá því hafði hann hið besta tækifæri til að kinnast stjórn- arstörfum og búa sig undir lífsstarf sitt, og má fullirða, að hinn fangi tími, sem hann var krónprins, rúm 42 ár, var honum hinn besti reinsluskóli. Ástandið f Danmörku var hið ískiggilegasta, þeg- ar faðir hans tók við ríkjum, þvf að rétt á eftir brautst út ófriðurinn við Prússa og Austurríkismenn, út af her- togadæmunum, sem endaði eins og allir vita. Faðir hans átti um það leiti mjög erviða stöðu, og eins síðar allan þann langa tíma, sem stjórnmáladeilan stóð milli fólksþingsins og landsþingsins. Má geta nærri, að krónprinsinn hefur á þess- um árum safnað dírmætri lífsreinslu, sem kom honum að haldi síðar meir. Jafnframt tókst hann og á hendur ímsar ferðir til útlanda til að kinnast erlend- um þjóðhöfðingjum og utanríkismálum. Við og við kom það og firir, að hann hafði á hendi ríkisstjórn í fjarveru föður síns, meðal annars sumarið 1874, þegar Kristján konungur síndi íslendingum þann sóma að ferðast hingað og príða þúsund ára minningarhátíð vora með návist sinni. I þeirri ferð tók Kristján konungur þá trigð við hina íslensku þjóð, sem aldrei brást síðan. Að sjá landið og kinnast þjóðinni var firir hann sama sem að leggja ástfóstur við hvort- tveggja. Þegar Kristján konungur kom heim aftur til Danmerkur, mintist hann oft Islands og íslendinga af hlíjum hug, í viðræðum við drotningu sfna og börn, og munum vjer síðar sjá merki þess, að af þeim viðræðum meðal annars spratt sá góðvildarhugur til Islands, sem síðar bar svo mikið á hjá Friðriki konungi 8. Árið 1869 hafði Friðrik krónprins gengið að eiga Lovísu, prinsessu af Svf- þjóð og Noregi, einkabarn Karls 15. Svfakonungs. Var sambúð þeirra hin ástúðlegasta og áttu þau saman 8 börn. Elst af þeim er hinn núverandi kon- ungur vor, Kristjan hinn 10, Næstur honum að aldri er hinn núverandi kon- ungur Norðmanna, Hákon 7. (hjet áður prins Karl), þá Lovísa prinsessa, nú dáin, þá Haraldur prins, þá prinsessurn- ar Ingeborg og Thyra, þá Gustav prins og loks prinsessa Dagmar. Kristján konungur 9, andaðist 29. janúar 1906 og tók þá Friðrik konung- ur hinn 8. ríkisstjórn. Var hann þá á þriðja ári um sextugt. Áður enn hann varð konungur hafði hann firstsjeð einn bróður sinn, síðan tvær sistur sínar, og loks næstelsta son sinn taka konung- lega tign. Jeg mun ekki rekja stjórnarferil Frið- riks konungs 1 Danmörku, heldur að eins taka fram 1 örfáum orðum hin allra helstu atriði í ríkisstjórn hans, sem að íslandi vita. Jafnskjótt sem Friðrik konungur hafði tekið konungdóm, hvarflaði hugur hans til Islands. Hann elskaði hina íslensku þegna sína eigi sfður enn hina dönsku. Hann vildi unna oss jafnrjettis við aðra þegna sína til að skipa málum vorum — þar kemur fram hin konunglega rjett- lætistilfinning hans — og hann vildi skapa samúð og bræðraþel og bróður- lega samvinnu milli þeirra þjóða, sem hann átti ifir að ráða — í því lísir sjer manngæska hans og drenglindi. Honum kom til hugar, að beinasti vegurinn til að koma þessu fram mundi vera, að ríkisþingið og alþingi Islendinga kintist hvort öðru. Þá mundi sljettast ifir gaml- ar misklíðir og leiðin að jafnrjettistak- markinu verða auðsóttari. Því Ijet Friðrik konungur það vera eitt sitt firsta verk á konungsstóli að taka höndum saman við Rtkisþing Dana um að bjóða Alþingi Islendinga heim. Alþingi tók að sjálfsögðu þessu virðu- lega boði fegins hendi. Alþingismenn fóru til Danmerkur 1906, og má með sanni segja, að þeim var tekið þar tveim höndum, first og fremst af konungi vor- um og drotningu og konungsættinni, þar næst af ríkisþinginu, og síðast, enn ekki síst, af hinni dönsku bræðraþjóð, sem bar alþingismennina á höndum sjer, hvar sem þeir fóru um landið. I hinni fögru og hjartnæmu ræðu, sem konungur hjelt, þegar hann bauð alþingismenn velkomna hjá sjer að Fredensborg 20. júlí 1906, fórust honum meðal annars þannig orð: »Vjer gefum iður hjermeð konunglegt heitorð vort um það, að þjer skuluð ávalt finna opin eiru hjá oss firir hverju því, sem getur orðið Islandi til eflingar og gagns. Vjer óskum landi voru íslandi blómlegrar og hamingjusamrar framtíðar. Vjer rjettum alþingi íslendinga hönd vora til samvinnu, til þess að þetta geti orðið, og þar með bjóðum vjer iður velkomna«. Eigi vóru síður hjartfólgin skilnaðar- orð konungs, er hann flutti rjett áður enn alþingismenn fóru heim, í veislu þeirri, sem hann hjelt alþingismönnum á Ama- líuborg 28. júlí. Hann gat þess first, hve oft faðir sinn hefði minst hinna fögru daga, er hann dvaldi á íslandi þjóðhátíðarárið, og síndi fram á, hve mikilsvert það væri, að konungur og þjóð fái náin kinni og réttan skiln- ing hvort á öðru. Með þessum orðum gaf konungur berlega f skin, að hann hefði tekið ástina til íslands í arf eftir föður sinn. Þar næst kvaðst hann vona, að alþingismenn heíðu orðið þess varir, hve innilega og hjartanlega komu þeirra hefði verið fagnað af dönsku þjóðinni, — »og jeg fullvissa iður um«, sagði hann, »aðiðurer ekki síður hjartanlega fagnað í dag á þessum stað. Drottningin og jeg bjóðum iður innilega og hjartan- lega velkomna«. Þá ljet hann 1 ljós þá von, að samvistir alþingismanna og rfkis- þingsmanna mundi, sem hann komst að orði, »lagfæra ímis konar misskiln- ing, flitja þessar tvær þjóðir hvora nær annari og hníta bönd, sem aldrei slitni«. Að lokum lísti konungur ifir því, að hann hefði 1 higgju að heimsækja ís- land næsta ár, og vildi feginn hafa með sjer kjörna fulltrúa frá Rlkisþinginu. Jeg hef álitið rjett að minna á þessa kafla úr ræðum konungs vors 1906, af því að þeir sína bæði hinn hlíja góð- vildarhug hans til Islands og tilgang hans með því að bjóða Alþingi heim. Jafnframt höfðu alþingismenn ekki gleimt alvarlegum störfum í hátíða- glaumnum, heldur leitað hófanna hjá ríkisþingsmönnum um undirbúning á níjum sambandslögum milli islands og Danmerkur, samþiktum af þingum beggja landanna, og fengið allgóðar undirtektir. Næsta ár, 1907, heimsótti konungur vor oss, og ríkisþingsmennirnir dönsku, eftir heimboði frá Alþingi íslendinga. Firsta verkið, sem konungur gerði, er hann stje fæti á land 30. júlí 1907, var að undirskrifa brjef um skipun sam- bandslaganefndarinnar. í ræðu, sem hann hjelt sama dag við miðdegisveislu í Barnaskólahúsinu, minnist hann af hrærðu hjarta á þessa merkilegu stjórn- arathöfn og biður guð að sleggja bless- un sfna yfir störf nefndarinnar, svo að nefndarmenn megi finna þær leiðir, er báðar þjóðirnar geti gengið samhentar að starfi bæði f meðlæti og f mótlæti, ef guð vill, að það beri að höndum«. Annars skal jeg ekki fjölirða um þessa ferð konungs og ríkisþingsmannanna. Hún er öllum hjer í fersku minni. Vjer munum allir Ijúfmensku Friðriks kon- ungs og lítillæti við hvern mann. Vjer munum hann á hestbaki, þegar hann þeisti í fararbroddi, eins og hann væri æfður íslenskur reiðmaður. Vjer mun- um þrek hans og þol á ferðalaginu, hve hann var ern og ljettur á sjer, þó að hann hefði þá fjóra um sextugt. Vjer dáðumst að því, hve vel honum tókst að koma fyrir sig orði í hvert sinn, sem hann þurfti að halda ræðu, og að segja einmitt það, sem best átti viðí hvert skifti. í einuorðisagt: Með framkomu sinnilaðaði hann að sjer hjarta hvers Islendings, sem nokkur kinni hafði af honum. Hins vegar er víst, að þessi ferð og viðtök- urnar hjer urðu til að treista enn fastar það ástarband, sem batt Friðrik konung sjálfan við land vort ogþjóð. Það sína best skilnaðarorð konungs, er hann mælti á Seiðisfirði: »Jeg fer nú burt frá Is- landi«, sagði hann, »enn hjarta mitt er fult af þakklátsemi firir þær viðtökur, sem Islendingar hafa veitt mjer, firir þá gestrisni, sem mjer hefur verið sínd. Jeg kann iður mfnar bestu þakkir, og verið þess fullvissir, að jeg altaf mun bera heill Islands og hinnar íslensku þjóðar firir brjósti, bæði í blíðu og stríðu. Það er von mfn og örugg trú, að þessi ferð muni bera góðan ávöxt og verða til gagns og gæfu fyrir ísland«. Næsta vetur sat sambandslaganefndin ifir starfi sínu í Kaupmannahöfn. Árang- urinn af því varð »Uppkastið«, sem svo mikið hefur verið deilt um og er deilt um enn. Samt hygg jeg, að allir, sem satt vilja segja, verði að játa, að ís- lensku nefndarmeunirnir komust þar miklu lengra í samningum sínum firir Islands hönd, enn nokkurn hafði grun- að firirfram. Svo langt hefðu þeir aldrei komist —það er opinbert leindarmál — ef þeir hefðu ekki átt konung að í samningunum. Ræða sú, sem Friðrik konungur hjelt hjer á Kolviðarhóli, sfnir, að hann vildi unna Islandi sjálfstæðrar stöðu sem sjerstöku ríki í sambandi við Ðanmörk. Jeg man vel eftir, hverja eftirtekt það vakti hjá hinum dönsku þingmönnum, þegar konungur við það tækifæri talaði um » b æ ð i r í k i n «. Friðriki konungi auðnaðist ekki að sjá þann árangur af ferð sinni hingað og skipun sambandslaganefndarinnar, sem hann þráði svo mjög og hafði lagt sig svo t líma firir. Hverju það varað kenna, um það tjáir ekki að sakast, enda vil jeg ekki segja neitt á þessum stað, sem ágreiningi geti valdið. Enn um hitt getum vjer víst allir verið sam- dóma að óska þess, að skilnaðarorð þau, sem hinn góði konungur vor tal- aði á Seiðisfirði, megi verða að áhríns- orðum, að starf hans fyrir land vort og þjóð megi bera góðan ávöxt f framtíð- inni og verða til gagns og gæfu firir ísland. Frá 3 hinum sfðustu ríkisárurn kon- ungs skal jeg að eins minna á afskifti hans af Háskóla Islands. Háskólinn á honum tilveru sína að þakka. Það var hann, sem ljet leggja frumvarpið til há- skólalaganna firir Alþingi og staðfesti það síðan sem lög 30. júlí 1909. Hann hefur og staðfest öll önnur lög, sem Há- skólann varða. Sömuleiðis hefur hann skipað alla þá prófessora, sem nú eru við háskólann. Og á stofnunardegi há- skólans 17. júní 1 firra sendi hann oss mjög hlíjar kveðjur og heillaóskir. Orðtak Friðriks konungs var: D o m i- nus mihi adjutor! »Guð sje mfn stoð«. Hann var alla æfi trúrækinn maður. Föðurbróðir Lovísu, drotningar Friðriks konungs, Óskar annar Svíakon- ungur, hafði annað orðtak, sem mjer finst gæti vel átt við sem einkunnarorð á stjórnarstefnu hins látna konungs vors: Heill bræðraþjóða! Hann síndi það í allri stjórn sinni, að hann bar firir brjósti heill þeirra þjóða, sem hann rjeð firir, og ekki sfður heill þeirrar þjóðarinnar, sem var minni máttar. Þetta mjög svo ófullkomna ifirlit ifir allra helstu æfiatriði vors ástsæla kon- ungs, þessi fáu dæmi, valin af handahófi, læt jeg nægja til að sína, hver maður Friðiik konungur var, hver hann var í garð vorn Islendinga, »hver minni vjer höfum til hans hingað tillands«, að jeg taki mjer í munn orð Snorra Sturluson- ar um einn norskan konung. »Grátum ekki, munum heldur«. Þeir, sem hafa reint ástvinamissi, munu og hafa fundið til þess, að endurminningin

x

Lögrétta

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögrétta
https://timarit.is/publication/196

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.