Lögrétta

Tölublað

Lögrétta - 05.06.1912, Blaðsíða 3

Lögrétta - 05.06.1912, Blaðsíða 3
LÖGRJETTA 117 jarðar|ör friðriks konnngs Vlll. Myndin er tekin, er líkfylgdin fer fram hjá Amalíuborg. Tölurnar á myndinni sýna: Friðrik krónprins (i), konunginn (2) og Knút prins (3). Lík konungs hafði, eins og venja er til, verið frammi á sorgarbeði fyrir jarðarförina, og sótti þangað hinn mesti mannfjöidi. En jarðarförin hófst í Slotskirkjunni kl. ii1/* þann 24. maí með mikilli viðhöfn. Fenger prófastur flutti þar ræðuna. Síðan var líkið flutt til Hróarskeldu, dómkirkj- an þar opnuð kl. 12 og síðan beðið líkfylgdarinnar frá Khöfn. 1 dómkirkj- unni flutti Paulli prestur ræðu. Við jarðarförina var saman komið alt nánasta ættfólk Friðriks kon- ungs og Lovísu drotningar. Fjórir konungar voru þar við, bræðurnir Krist- ján X. og Hákon VII. Noregskonungur með Maud drotningu og Ólafkrón- prins, Georg Grikkjakonungur og Gustav Svíakonungur. Systur Friðriks konungs, ekkjudrotningarnar frá Englandi og Rússlandi, voru þar. Fyrir Þýskalandskeisara var sonur hans Vilhjálmur krónprins með Cecilie krón- prinsessu, fyrir Englandskonung Arthur hertogi af Connaught, bróðir Ját- varðs VII, fyrir Rússakeisara bróðir hans Mikael stórfursti, fyrir Frakklands hönd Pichon utanríkisráðherra og svo fulltrúar annara rfkja f Norðurálfu og margt fleira stórmenni. Þess er getið, að þarna við jarðarförina hittust þeir í fyrsta sinn eftir skilnað Noregs og Svíþjóðar Gustav konungur og Hákon konungur VII. Gerðu þeir hvor öðrum heimsókn í Kaupmannahöfn. n « 1*1 • V Ifr * v V öoiigijelagið li. jiim syngur í íöstuda^inu 7. þ. 111., lil. 9 síðdegis.1 Nánar íi gfötunum. selur lang ódýrast og best: iængnrdúk, fiðurheldan, 0,90, 1,00, 1,10, 1,20, 1,40, 1,50. Fiðurlielt ljereft, 0,34, 0,40. Hvít Ijerefí, 0,18, 0,23, 0,25, 0,28, 0,30, 0,32, 0,36, 0,45. Í.1ÖL, afar stórt úrval, frá 8,00—25,00. ipöiisk Sjiil 11,00, Caeliemirsjöl, nvört og misl. ivartar silkisvuniur, 5,50, 7,50, 10,50, 12,50. Iijómandi fallegt misl. svuniiiefiiatau. Drengjafrakkar, Telpukápiir. Jóhanni Sigurjónssyni megi auðnast að uppfylla þær vonir, sem hann hefur gefið með þessu merkilega skáldriti sínu. Það er ánægja, að fá eins ágætt rit eftir íslending í þess- ari þvættings- og leirburðar-tfð. Khöfn 23. mai 1912. Bogi Th. Melsíed. Reykjavík. Trúlofuð eru Böðvar Kristjánsson kennari við Mentaskólann, sonur Kr. Jónssonar ráðherra, og frk. Guðrún Thorsteinsson, dóttir Th. Thorstein- sons kaupm. Söngfjel. 17. júní heldur söng- skemtun næstk. föstudagskvöld, eins og auglýst er á öðrnm stað hjer í blaðinu, og verður það hin síðasta hjer á þessu ári. Þ'jelagið ráðgerir að fara kring um land í sumar og syngja í helstu kaup- stöðunum. Dönsku leikendurnlr, hr. C. Groth og frk. V. Christiansen, hafa leikið hjer 3 kvöld og leika í síðasta sinn annað kvöld, eins og auglýst er á öðrum stað hjer í blaðinu. Það eru ýmsir smáleikir, flestir eftir vel þekta höfunda, sem þau hafa sýnt, og bæði leika þau vel. Frá átlönduin kom „Botnia" síð- astl. sunnudag. Meðal farþega voru: Friðrik Jónsson kaupmaður, Ásgeir Asgeirsson etatsráð, Bjarni Jónsson viðskiftaráðanaut.ur; ennfremur 18 ís- lendingar frá Ameríku í skemtiför hingað, og er í þeim hópi, eftir upp- talningu „Lögbergs", þetta fólk: Mr. og Mrs. G. P. Thordarson og dóttir 6 ára, Mr. og Mrs. Jónas Pálsson og dóttir 4 ára, Baldur Olsen og Mrs. Plansína Olsen, móðir hans, Mr. og Mrs. Sigfús Pálsson, Miss Konkordía Johnson og Sigurður Jóhannesson skáld, öll frá Winnipeg. Ennfremur Jóhannes Davíðsson, kona hans og tengdamóðir, Mrs. Jóhanna Eliasson, Mrs. Margrjet Stephensen, Mrs. Ran- veig Thorkelson. Mrs. H. Olson er norðlensk, frænka Þórhalls biskups Bjarnarsonar. Baldur, sonur hennar, er á háskóla vestra og hefur í vor staðist prót sitt þar með ágætiseinkunn, eini Islendingurinn, sem hana hefur fengið við háskóla þar þetta vor, segir „Lögberg". Frk. Herdís Mattliíasdóttlr skálds Jochumssonar frá Akureyri er hjer nú stödd og ætlar að syngja og leika á hljóðfæri í Bárubúð næstk. laugar- dagskvöld. Dáinn er í fyrra kvöld hjer í bæn- um Hannes Hansson, áður póstur, mjög hniginn að aldri og síðast blind- ur. Synir hans eru Hans, sem póst- ur varð eftir föður sinn, Árni, skip- stjóri, og Hannes, sjómaður. Dr. Helgi Pjeturss hjelt síðastl. sunnudag fyrirlestur „um landslag" uppi við Skólavörðu fyrir Alþýðu- fræðslu stúdenta, lýsti jarðlagamynd- unum hjer í kring, og voru margir áheyrendur. Hjeraðslæknir var skipaður í Reykjavík 29. f. m. Jón Hj. Sig- urðsson, áður settur. Próf á liáskólanuin standa nú yfir. Taka 3 guðfræðispróf, 5 lög- fræðispróf, 3 síðari hluta læknaprófs og 4 fyrri hluta. Heimspekispróf taka 11. Prófdómendur eru: Þórh. Bjarnar- son biskup og síra Bj. Jónsson í guð- fræði, E. Briem skrifstofustjóri og Jón Magnússon bæjarfógeti í lögfræði, og Guðmundur Björnsson landlæknir í læknisfræði. Við heimspekisprófið er enginn prófdómari. Kolaeinokunin og Spánartollurinn. Herra ritstjóri! Jeg gat þess á Þingmálafundinum hjer 27. þ. m., að óttast mundi mega, að Spánverjar sviftu oss tollívilnun þeirri, er oss var gerð með danska og spænska samn- ingnum 9 nóv. 1894, ef kolaeinok- unin gengi fram. Áður en nefndur samningur gekk í gildi, voru 23 pe- setar greiddir f toll af hverjum 200 pundum fiskjar, er fluttist til Spánar, en með samningnum var tollurinn lœkkadur um 5 peseta. Hver peseti jafngildir 72 aur. og nam tollhækk- unin þannig 5 kr. 75 aur. á slcpd. hverju. Mjer er sagt, að 100,000 skpd. flytjist nú árlega til Spánar af fiski vorum, og ræki að því, að Spán- verjar sviftu oss tolliækkuninni, þá þýddi það 575,000 kr. árlegt tap fyrir íslendinga. Þessi athugasemd hefur fallið úr hinni prentuðu ræðu.fyrir vangá mína, og bið jeg yður því að flytja hana nú sjer á parti, þó með þeim við- auka, að eftir því sem síðasta „Ægi" segist frá, mun liggja nær að telja útfluttan fisk til Spánar 50 þúsund skpd. en 100 þús. skpd, og næmi hið árlega beina tap þá ekki nema 287,500 kr. 31- maí 1912. Virðingarfylst. Lárus H. Bjarnason. Sambanðsmálið. Blað I. C. Christensens, „Tiden", flytur eftiifarandi grein 24. f. m.: „tslenska þjóðin hefur, eftir því sem aldirnar liðu, smátt og smátt fengið einhvern keim af jarðeldanáttúru lands- ins. Landið er rólegt og kalt til að sjá. Jöklar þekja fjöllin, en innra fyrir ríkir eldur, og áður en varir brýtst hann fram og gerir stóra bylt- ingu. Það gengur áþekt þessu í íslensku stjórnmálunum. Huldir eldar brjót- ast fram, þegar minst varið. F'lokk- arnir rofna og klofna, og nýir flokk- ar og flokkabrot myndast. Nýlega hefur átt sjer stað ný ís- lensk stjórnmálasambræðsla, þarsem nokkur hluti Heimastjórnarmanna hefur sameinað sig nokkrum hluta Sjálfstæðisflokksins um nýja stefnu- skrá í hinu svonefnda dansk-íslenska sambandsmáli. Það virðist svo sem nú sjeu það þeir fyrv. ráðherrarnir Hafstein og Björn Jónsson, sem tekið hafa höndum saman. Hver áhrif þetta muni hafa á inn- anlandsstjórnmál íslands, þorum vjer ekkert um að segja. Ef til vill er það fyrirsögn um fall núverandi ráð- herra og framkomu hr. Hafsteins á ný, og ef til vill verður það orsök til nýrrar flokksmyndunar á alþingi. Alt þetta skulum vjer leiða hjá oss. En þar á móti sjáum vjer ekki, að stefnuskrá sambræðslunnar geti breytt nokkru um afstöðuna til Danmerkur, því stefnuskráin virðist sú, að krefj- ast enn víðtækari tillátssemi frá Dan- merkur hálfu, en dansk-íslenska nefnd- aruppkastið frá 1908 hafði að bjóða, og um nýja tillátssemi getur að vorri hyggju ekki verið að tala. Menn verða að minnast þess, að skilyrðin fyrir hinum dönsku íviln- unum 1908 voru skýr og ákveðin, þau, að með þær skyldu tslendingar tjá sig ánægða, svo framvegis gæti komist á friður og ró í hinu íslenska stjórnarfarsmáli um afstöðuna til Dan- merkur. Það var og álit manna, að með þessu væri vegur opnaður til ávaxtasams stjórnmálastarfs heima fyrir á íslandi til eflingar þjóðmenn- ingar og framfara í landinu. En íslendingar vildu annað þá. Við alþingiskosningarnar kom gos. Meðhaldsmenn nefndaruppkastsins biðu mikinn ósigur, og alþingið sam- þykti alt annað en menn höfðu orðið ásáttir um 1908. Þar með var nefnd- aruppkastið í raun og veru drepið, og það getur ekki gagnað, þótt menn nú, eptir nýtt gos þar norður frá, reyni að blása lífi í líkið. Það er dautt, og íslendingum mun eigi takast, að gera það, sem orðið er, að engu. Vjer höfum sjeð, að vorum miklu ívilnunum hefur verið varpað í nasir OSS. Hvernig er þá hægt að hugsa sjer, að vjer eftir það sjeum fúsir á að gera nú nýjar og enn meirif Nei. Upp á slíka skilmála getum vjer auðvitað ekki samið. Eigi að semja nú, þá verður málið að takast upp alveg að nýju, þ. e. a. s. á grund- velli laganna frá 1871 um stöðu ís- lands í ríkinu. Þar með sje þó auðvitað ekki sagt, að ný meðferð málsins mundi verða gagnslaus, eða að slík samningaum- leitun mundi mæta neitun hjer, ef hún kæmi fram frá íslendingum. Alls ekki. En það verður að segjast skýrt, að hjer óskar enginn eftir samninga- gerð, sem síðan sje kollvarpað af öðrum eins gosum og þeim, sem nefndaruppkastið frá 1908 varð fyrir. Ekki tjáir íslendingum heldur að hugsa sjer, að þeir komist fram um krókavegi, eins og þann, sem þeir hjeldu inn á með ríkisráðsákvæðis- breytingunni. Vjer viðurkennum, að íslendingar sjeu þjóð, og að þeir sem þjóð eigi að hafa fullkomna sjálfstjórn í öllum sjermálum sínum, en við heimtum, að fyrirkomulagi sameiginlegra mála vorra sje skipað með skýlausum og heiðarlegum samningum frá beggja hálfu. Vjer viljum, að það fyrirkomu- lag, sem valið verður, verði skýrt og ótvírætt fyrir báða málsaðila í sam- bandinu, og að það verði samþykt undirhyggjulaust frá báðum hliðum. Hafi eitthvað verið óljóst 1908, þá viljum vjer hafa það skyrt í hinum væntanlega nýja samningi, efíslend- ingar æskja hans, en þeirra er það, að koma þá fram með slíkar óskir. Eftir þá reynslu, sem vjer höfum fengið, langar víst engan mann lijer til þess að byrja á nýjan Ieik. Vjer munum allir, hverjar óskir ís- lendingar báru fram, þegar alþingið var hjer í heimsókn. Vjer munum, hverjar óskir sá maðurinn, sem lengst fór, Skúli Thoroddsen, settiþáfram í „Politiken". Vjer urðum við öllum þeim óskum, og meira til, en feng- um aðeins skömm fyrir. Vjer viljum ekki eiga undir slíku oftar. Ef vjer eigum nú að fara að semja aftur á ný, þá verðum vjer að hafa vissu fyrir, að andspænis okkur sje eitthvað ann- að en endurtekning viðburðanna frá 1908 og það, sem þar fór á eftir. Nú geta íslendingar sagt, að þá varði ekkert um, hvað vjer segjum. I. C. sje ekki annað en einstaklingur, og það sje ekki hans skoðun, sem alt velti á. Nei, víst er það satt. En þó er- um vjer sannfærðir um, að eins og vjer mælum í þessu máli, svo mæla vinir íslendinga í Danmörku. Þeir eru þúsundir, sem eru miður velviljaðir en vjer málstað íslendinga. Því er nú miður. En þetta er sannleikur, og íslendingum er sjálfum um að kenna. Framhjá þessu mega þeir ekki líta, er þeir taka sambandsmálið til yfirvegunar nú í hinu nýja þingi". Prestskosning er nýlega um garð gengin á Melstað og var cand. theol. Jóhann Briem kosinn með 116 atkv. af 206, er gild voru. Umboðsnmður Arnarstapa- og Skógarstranda-umboðs er Jón Proppé verslunarstjóri f ÓlafSvík settur í stað síra J. Ó. Magnússonar í Ögri, er um lausn hafði sótt. Síra J. Ó. M. er nú kominn áleiðis til Ameríku, í kynnisför. Læknalijeruð. 29. f. m. var Gunn- laugur Þorsteinsson læknaskólakandí- dat skipaður læknir í Þingeyrarhjer- aði. Ól. Ó. Lárusyni lækni er ekki veitt Fljótsdalslæknishjerað, eins og áður hefur staðið hjer í blaðinu, heldur hefur hann verið settur til að þjóna því ásamt Hróarstunguhjeraði. Eim vorkfall í Englandi. Símað er frá Khöfn 31. f. m.: »Hafn- arverkmenn í Lundúnum hafa gert verkfall og er hafnarverkfall um alt land í undirbúningi*. Hinningarrit uni Steingr. Tliorsteinsson, er I. C. Poestion hefur ritað á þýsku og koma átti út í fyrra, er Stgr. Th. varð áttræður, er nú nýkomið út, vönduð bók, 152 bls. 8vo, með þýðingum af mörgum helstu kvæðum skáldsins. Úr dönskum blöðum. Þar er töluvert ritað um sambands- sáttamálið hjer. Hefur K. Berlín prófessor ritað um það í »Riget« og gerir þar, eins og oftar, harðar árásir á Heimastj.flokkinn, einkum H. Hafstein. Mun I C Christensen að einhverju leyti byggja á þeim greinum það, sem hann ritaí í »Tiden« og þýtt er á öðrum stað hjer í blaðinu. Vill Ber- lín láta svo út líta, sem Heimastjórn- armenn hafi nú tekið upp stefnuskrá Sjálfstæðismanna í sambandsmálinu. »Politiken« segir aftur á móti, að Sjálfst.flokkurinn hafi gefið alt upp. »Beriingatíðindi« skýra rjett frá mál- inu, að svo miklu leyti sem það er enn kunnugt. Misling'ar. I fyrra dag veikt- ist einn af kyndurunum á „Botníu", er kom hingað á sunnud., af mis- lingum, og hefur hann verið settur hjer í sóttgæsluhúsið. Farþegar af skipinu voru komnir út um alt, þeg- ar það vitnaðist, að mislingar væru þarna, en hjeraðslæknirinn hefur reynt að ná í þá, og segjast þeir allir, sem hann hefur til náð, hafa háft mis- linga áður. nema ein stúlka, sem er á leið til ísafjarðar. Sama er um skipsmenn, að þeir hafa allir áður haft mislinga. Óeirðirnar í Jiarokbó, sem frá hefur verið skýrt hjer í blaðinu, eru aftur að magnast. Frá Khöfn er símað 31. f. m.: »Marokkó er í uppreisnarbáli. Frökkum hætt". Sögufjelagið. Það hefur tekið að sjer útgáfu Al- þingisbókanna, er síðasta alþing veitti fje til, og er fyrsta hefti komið út og byrjar með árinu 1570. Utgáfan er mjög vönduð og pappírinn óvenju- lega góður. Þetta hefti kostar 4 kr. 50 a., en fjelagar Sögufjelagsins fá það fyrir árgjald sitt, auk annara bóka, sem eru í ár, framhald af sög- um Hólabiskupa, eftir Jón prófast í Hítardal Halldórsson, og æfisögu Gísla Konráðssonar eftir sjálfan hann. Nýir fjelagar fá alt, sem fjelagið hef- ur gefið út frá öndverðu, fyrir 25 kr., en það eru þessi rit: Morðbrjefa- bæklingar Guðbrands biskups, Bisk- upasögur Jóns Halldórssonar, Aldar- farsbók Páls lögmanns Vídalíns, Tyrkjaránið á íslandi 1627, Guðfræð- ingatal eftir Hannes Þorsteinsson, Prestaskólamenn eftir Jóhann Krist- jánsson, Lögfræðingatal eftir Klemens Jónsson og Upphaf af æfisögu Gísla Konráðssonar. Ennfremur fá nýir fjelagar fyrst um sinn æfisögu Jóns Skálholtsrektors Þorkelssonar og Skrá yfir Landskjalasafnið 3 hefti. Þetta eru alls rúmar 300 arkir. Nýir fje- lagar gefi sig fram við formann fje- lagsins Jón landskjalavörð Þorkels- son, eða gjaldkera Klemens landritara Jónsson. SRamfiför barnastúknanna verður sunnudaginn 9. júní. Lagt af stað frá G.-T.-hús- inu kl. 10 árd. Reyktur lax, steinbítur, upsi, ísa og smáfiskur, fæst keypt í íshúsinu og Bankastræti 10.

x

Lögrétta

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögrétta
https://timarit.is/publication/196

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.