Lögrétta

Tölublað

Lögrétta - 05.06.1912, Blaðsíða 4

Lögrétta - 05.06.1912, Blaðsíða 4
118 L 0 G R J E T T A 2 björt og góð herbergi, með sjer- eldavjel, þvottahúsi og geymslu, eru til leigu frá x. júní. Lág leiga. Finnið Jóh. Jólianncsson: Laugaveg 19. þingmáíqfunéur. Fimtud. 30. f. m. var þingmála- fundur Vestmannaeyja haldinn f Templarahúsinu þar og hófst kl. 8 síðd. Til fundarins var kvatt af þingmanni Eyjanna, Jóni Magnússyni bæjarfógeta. Fundarstjóri var Sig- urður Sigurfinsson hreppstjóri, en skrifarar Árni fjehirðir Filuppusson og hr. Jes A. Gíslason. Fundurinn var mjög fjölsóttur, svo að þar mun hafa verið saman kominn meginþorri kjósenda Eyjanna. Þingmaðurinn hóf umræður og tók fyrir: 1. Sambandsmálið. Sra Jes A. Gíslason bar upp samhljóða tillögu og samþykt hafði verið á þingmála- fundinum hjer í Rvík. Sig. Lýðs- son lögfræðingur talaði á móti og brá Sjálfstæðismönnum um fráhvarf frá fyrri stefnu, en þingmaðurinn svaraði aftur með ræðu. Var svo tillaga borinn undir atkvæði og sam- þykt með öllum greiddum atkvæðum. 2. Stjórnarskrármálið. Um það bar sr. Jes A. Gíslason einnig fram samhljóða tillögu og samþykt hafði verið hjer í Rvík. Móti mælti Gunn- ar kaupm. Ólafsson og svaraði þing- maðurinn þeim mótbárum. Var til- lagan því næst borin undir atkvæði og samþykt með fjölda atkvæða gegn 2. 3. Skattamálið. Eftirfarandi til- laga samþykt með öllum greiddum atkvæðum: „Fundurinn er mótfall- inn einkasölu á kolum og skorar á þingmanninn að beita sjer fyrir því, að slfkt nái ekki fram að ganga". Þá urðu umræður um Vestmanna- eyjasímann og hóf þær sr. Jes A. Gfslason. Vilja Eyjamenn fá að halda eignarrjetti sínum á símanum fyrst um sinn. Sig. hreppstjóri Sigurfinnsson vildi fá lögbinding prests í sýslunefnd Eyjanna afnumda við næstu presta- skifti og var samþykt tillaga, er fór þvf fram. Ullarverkun. Hinir eiðsvörnu vörumiðlarar, Sim- melhag & Holm, hafa 2. þ. m. skrif- að mjer á þessa leið: „Sökum þess að vjer, frá ýmsum hinna ameríkönsku höfuðkaupenda að fslenskri ull, hofum fengið mjög al- varlegar kvartanir yfir gæðunum og hinum síversnandi þvotti og þar af leiðandi miklu rýrnun á íslenskri vor- ull, leyfum vjer oss nú, áður en sum- arkauptfðin fer í hönd, að vekja at- hygli yðar á, að menn verða vænt- anlega vandlátari hvað snertir ullar- gæðin í ár en áður, og munu verða vandkvæði á að selja hina laklega þvegnu vöru á hinum ameríska mark- aði. Vjer leyfum oss þess vegna fastlega að ráða þeim, sem útskipa ull frá íslandi, til að reyna að sjá um, að bæði þvottur og þurkun á ullinni verði betri en áður“. Af því að ofannefnt brjef hefur þýðingu fyrir marga landsmenn, bið jeg yður, herra ritstjóri, að ljá því rúm í heiðruðu blaði yðar. Vænti jeg þess, að einnig önnur blöð taki upp grein þessa, málefnisins vegna. Virðingarfylst. Khöfn 14. maí 1912. Jakob Gunnlógsson. Hús til sölu á góðum stað f bænum. Menn snúi sjer til Eggerts Claessens yfirdóms- lögmanns. Kolin o() Jón Árnason. Jón Árnason ritstjóri „Templars" send- ir mjer kveðju sína með grein í síðasta tbl. Lögr., og hefur hann óefað skrifað hana sjálfur. — Hann gerir alt, sem ork- an leyfir, til þess að fræða mig um, að hann hafi ekki gefið 1 skyn með grein sinni í „Templar", að hann væri hlynt- ur kolaeinokuninni; en þeir, sem álíta þá fyrirhöfn svara kostnaði, að lesa grein hans í „Templar", sjá afstöðu hans mark- aða í þvf máli, þar sem hann beint held- ur því fram, að andbanningar — sem hann getur aldrei rjettu auga litið — hafi sem slíkir tekið málið upp á sína arma. Og hver mundi svo- trúa þvf, að Jón Árnason vilji ljá nokkru því máli fylgi sitt, sem andbanningar styðja? Hann leggur mikla áherslu á, að jeg hefði getað sparað mjer að gefasjerráð- leggingar, þar sem jeg mætti vita, að hann tæki þær aldrei til greina; þetta er hverju orði sannara, því svo vel mátti jeg þekkja þennan reglubróður að nærsýni og helst til miklu sjálfsáliti til þess, að hann tæki bendingum um það, sem betur mætti fara. Þetta er með- fæddur sjúkdómur, sem aldrei verður læknaður. Svo kemur skottið á greininni og hef- ur sú smíði kostað andlega áreynslu; það er sem jeg sjái Jóns eigin ásjónu, þegar honum finst sinni persónu mis- boðið — á þeirri mynd villist enginn-—; hann ályktar þannig, að mjer muni líða vel í faðmlögum við andbanninga, en bætir því við, að þó muni jeg sjá mínu málefni verulegan hagnað í því, úr því jeg hafi tekið þetta neyðarúrræði. Hjer má fyllilega skilja svo, að jeg hafi þegið mútur af rnótstöðumönnum mínum fyrir liðveislu við þá. Þetta er jafn-illgirnis- lega og klaufalega framsett, og sýnir, að hjá slíkum manni nær stutt færi til botns; eða veit ekki ritstjóri okkar tæringar- veika bindindisblaðs, að þótt jeg hefði viljað selja þau áhrif, sem jeg kynni að hafa, til hagnaðar andbanningum, þá hefðu þeir ekki álitið þess vert að kaupa þau, á meðan „Templar" er undir stjórn Jóns Árnasonar; í öðru lagi ætti þess- um reglu.......að vera kunnugt um, að tilgangur reglunnar er ekki sá, að ausa skömmum og fúkyrðum yfir mót- stöðumennina: miklu fremur að sýna þeim alla sanngirni og benda þeim með hógværð og rökum á þeirra röngu skoð- un á málinu, og í þessari aðferð eiga yfirburðir reglunnar og vinningur að liggja; með þessu móti er hugsanleg leið að færa þá skrefi nær málinu, ef nokk- uð dugir; en þessa bardaga-aðferð kann Jón ekki, og kúpan er of þykk til þess að röksemdir komist inn úr henni. Vel getur svo farið, að þessi deilajóns og mín leiði til þess, að jeg rifji dálítið upp sorgargöngu reglunnar frá því að- flutningsbannið varð að lögum. Sumir af þeim, sem naga mest rótina, sjá ekk- ert nema guðdómlegan morgunbjarma á hverju fjalli; en ekki skyldi mig undra, að þegar þeir vakna og hætta að geispa, ef það þá verður nokkurn tíma, að þeir sæju þoku, þar sem þeir hugðu bjart. Inn í þennan mökk er nauðsyn að skygn- ast og sjá hvað veður þar á bak við. Jóh. Jóhannesson. liátið leiöin í friöi. Það hef- ur verið álitin heilög skylda hvers manns, að raska ekki leiðum fram- liðinna manna, án þess nauðsyn krefði, enda sjaldgæft að slíkt sje gert, og er ekki rjett að láta það óátalið, komi það fyrir. Og nú nýlega hefur eitt leiði hjer í kirkjugarðinum orðið fyrir illri með- ferð. Það er leiði Tyrfings sál. Magn- ússonar skipstjóra. Vorið 1906 plöntuðu þær blóm á leiðið, unnusta hans og systir, og hafa þær hlúð að þeim síðan; voru þau orðin fögur nú og til prýði á leiði hans. En á sunnudaginn, er systir hins látna fór upp í garð til þess að líta eftir leiðinu, var búið að stinga upp öll blómin og flytja í burtu. Þeim, sem hjer eiga hlut að máli, sárnar þessi meðferð á leiðinu, og ætti sá, er gert hefur sig sekan í þessu athæfi, að bæta úr því strax. Þess skal getið, að Bjarni Matthí- asson hringjari sá konu eina gera þetta, en grunaði ekki að hún væri að því í óleyfi. og Hálslín, bæjarins slærsta og besla Ú R VAL. Sturla dónsson. Athygli karlmannaima leiðist að því, að við sendum til allra 3V4 mtr. 135 cmtr. breitt, svart, dökkblátt og grádröfnótt nýtýsku fínullarefni í falleg og sterk föt fyrir aðeins 14 kr. 50 au. Fataefnið send- ist burðargjaldsfrítt með eftirkröfu, Og má skila því aftur, ef það er ekki að óskum. Thybo Nlölles Klædefabrik, KSbenhavn. Stanga- veiðarfæri, ixæði fyrir la\ og silung, nýkomin. Sturla Sónsson. Ivaupið gufuþvottavjelina „Ideal“ frá Dc forenedc Jernstöberiers- Fabrik-Udsalg A/s, Aarlius. Verk- smiðjuverð 20 kr. Sendið mál af þvottapolti yðar, vídd: út á ytri brxin barmanna, ogdýpt: í miðju í þuml. eða cm. Vjelin verður þá send yður um hæl gegn því að þjer gi’eiðið andvirðið -|- farrn- gald hjerumbil 21/* kr., við mót- töku formskýrteinis, í þeim banka sem þjer tiltakið við pöntunina. Vottorð: Jeg hef nxx reynt þvoltavjelina »Ideal« í 8 mánuði og líkar hún prýðisvel. Vinnusparnaður alt að helmingi; en þó munar mestu hve lítið hún slítur þvottinum. Borgar sig á 1—2 árum. Blönduósi 16. april 1912. Jón Jónsson hjeraðslæknir. Jeg hef í’eynt gufuþvottavjelina »Ideal« og líkar hún ágætlega. Hún er einkar hentug og óvand- meðfarin, ljettir vinnuna og leysir verk sitt prýðisvel af hendi, el fyrirsögninni er nákvæmlega fylgt. Reykjavík 28. okt. 1911. Guðlaucj J. Jónsdóttir. Píanó, stórt, nokkuð brúkað, í'æst nú keypt fyrir einar 100 krónnr, hjá Jóh. Jóhannessyni, Laugaveg 19. Sandalar og Sumarskór, stórt úrval. Síuría cJónsson. Eggert Claessen yfirrjettarmálaflutnlng8maður. Pósthússtræti 17. Venjulega heima kl. 10—11 og 4—5. Tal8ími 16. jjpy* Auglýsinyum í „Lög- rjettu“ tekur ritstjórinn við eða prentsmiðjan. hreina úrvals Stjörnu-cacaóðujt, selsl einungis í upphaflegum x/4 pd. pokum, sem eru með firma- nafni og innsigli. S irius Bolinders mótorar í báta og skip eru bestir og traustastír allra mótora, og liafa orðið hlutskarpastir keppinautar á öllum sýningunx, þar sem þeir hafa verið sýndir. Bygging þeirra og samansetning er mjög einföld, — meðferð öll því vandaminni og auðveldari. — I3eir eyða minni olíu en nokkrir aðrir mótorar, og má nota til þeii’ra jarðolíu, óhreinsaða steinolíu eða algenga steinoliu, eflir vild. Þessir mótorar eru tilbúnir ýmist með breytilegum skrúfublöðum (skiftbar propel), sem er venjxxlegast í fiski- bátum, eða með breytilegum möndulsnúningi. Verksmiðjan býr einnig til mótora til notkunar á landi með hagfeldasta fyrirkomulagi. Upplýsingai’, verðlistar o. s. frv. fást hjá oss og hjá umboðsmönnum vorum. Timbnr- og kola-verslunin „Reykjavik“, einkasali fyrir Island. Umboðsmaður vor fyrir Vestfirði er: herra Karl Olgeirsson faktor á ísafirði. J akkar, Hattar og Skálmar, alt waterproof, nýkomið með óheyrt lágu verði. Sturla Jónsson. Fermdur drengur óskast við afgreiðslu í búð í Rvík. Skriflegar umsóknir, með rithönd um- sækjanda .sendist ritstj. „Lögrjettu", merktar „Verslun". Hrífusköft til sölu í Þingholts- stræti 17. Prentsmiðjan Gutenberg. allskoiiar, stærsfa, fjölbreyttasta, besla og ódýrasta úrval bæjarins. Sturla jónsson. Reykjavik Taatar. Torsdag 6. Juni Kl. 8V1 pr. Ville Christiansen. Carl Grotli. (Se Gadeplakaterne). Billetpriser 1,25 — 1 Kr. — 75 0re. Sidste Aftener. Oddup Gíslason yfirrjettarmálaflutningsmaður, Lanfásveg 22. Venjul. heima kl. 11—12 og 4—5.

x

Lögrétta

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögrétta
https://timarit.is/publication/196

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.