Lögrétta - 26.06.1912, Side 1
Afgreiðslu- og innheimtum.:
ARINBJ. SVEINBJARNARSON.
LnugaveB 41.
Talsimi 74.
Ri ts tj o ri:
f’ORSTEINN GÍSLASON
Pingholtsstræti 17«
Talsimi 178.
M 33.
Reykjavík 26. jliiií 1912.
VH. árg.
I. O. O. F. 932869.
Þjóðmenjasafnið opið sunnud., þriðjud. og
fimtud. kl. 12—2.
Lækning ók. í læknask. þrd. og fsd. 12—i.
Tannlækning ók. (í Pólthússtr. 14) I. og 3-
md. í mán. 11—i- . . ..
Landakotsspltali opinn f. sjúkravit]. 10 /«
—12 og 4—5.
íslands banki opinn 10—2'/« °S 5V1 7-
Landsbankinn io'/u—2’/»• Bn,k^','v.12 I-
Lagadeild háskólans ók. leiðbeintng I.
og 3. ld. í mán. 7—8 e. m.
Landsbókasafnið opið hv. virkan dag kl.
12—3 og 5—8-
Heilsuhælið opið til heimsókna 12—1.
Lárus Fjeldsted'
Yflppjottapmálaf»rslum»Our.
Læbjargata 2.
Heima kl. 1 1 — 12 og 4—7.
Bækur,
innlendar og erlendar, pappír og allskyns
ritföng kaupa allir í
Bókaversl. Sigfúsar Eymundssonar.
Um friflrik konung VIII.
Það hefur verið sagt, að F riðrik
konungur VIII. væri auðugur. Að
því er „Politiken" segir, hefur þessu
þó ekki verið svo varið. Blaðið
segir, að hann hafi engan arf fengið
eftir föður sinn, Kristján IX,; Valdi-
mar prins hafi fengið alt, sem hann
hafi eftir sig látið. Eftir að hann
varð konungur hafi hann ekki grætt.
Hann hafi haldið hirðina ríkmann-
lega, og hann hafi gefið mjög mikið.
Það sje opinbert leyndarmál, að
orðið hafi að grípa til sjereignar
drotningarinnar. Það, sem konung-
urinn láti eftir sig, muni ekki vera
meira en svo sem 100 þús. kr., ef
eigi sjeu talin húsgögn og því um
líkt. — Alt of mikið hafi líka verið
gert úr auð ekkjudrotningarinnar.
Hann sje hvorki 100 milj. nje 60
milj., eins og sagt hafi verið. Eign-
ir hennar sjeu um 11 milj , og af
rentunum fari nokkur hluti til eftir-
launafólks í Hollandi.
Af jarðeignum í Danmörku á kon-
ungsættin lítið. Friðrik VII. do
barnlaus og fjekk á sinni tíð ríkinu
þær jarðeignir og hallir, er konung-
unum höfðu tilheyrt áður. Hin nýja
konungsætt, sem þá tók við, fjekk
svo aldrei nema nokkurn hluta þeirra
til umráða.
I. C. Christensen flutti stutta ræðu,
er hann tilkynti Fólksþinginu lát
Friðriks konungs. Hann sagði þar,
er hann mintist á, hve hart flokka-
stríðið hefði verið í Danmörku á
stjórnarárum Friðriks konungs, að
hann hafi ekki viljað vera konungur
neins einstaks flokks, heldur jafnt
þeirra allra. Það hefði hann sýnt
bæði í orðum verkum, og um það
gætu allir flokkar þingsins vitnað.
„Það eru margir okkar á meðal",
sagði hann enn fremur, „sem voru
á Fredensborg hinn fagra sumardag,
er konungshjónin höfðu boðið þang-
að til sín bæði danska ríkisþinginu
og alþingi íslendinga. Konungur
sagði hvað eftir annað, að þetta væri
fegursti dagur æfi sinnar, þvf nú
stæði hann mitt á meðal þjóða sinna,
og við fundum, að þessi orð komu
frá hjartanu. Hann elskaði þær tvær
þjóðir, sem hann var konungur yfir,
og það var hjartans ósk hans, a?
stuðla til þess, að andi eindrægninn-
ar fengi yfirhönd hjá báðum".
Forsetakosiiingin í Banda-
rikjunum. Símað er frá Khöfn
21. þ. m.: „Kjörfulltrúafundur Repú-
blikana byrjaður í Chicagó. Óhemju-
læti. Taft virðist yfirsterkari".
í gærkvöld er símað: „Taft for-
setaefni Repúblikana. Roosevelt
Landrækt í Ameríku.
Það er sagt, að ungir menn í Ameríku sækist meira og meira eftir
að komast að landbúnaði. Einkum hefur sú eftirsókn vaxið síðan land-
búnaðurinn fjekk vjelavinnuna í þjónustu sína í stórum stíl. Bæjalífið með
öllum þess glaumi laðar nú ekki hugi ungu kynslóðarinnar til sín eins og
áður. Nú er það, þvert á móti, landvinnan og sveitalífið, sem laðar, og
jykir það gleðilegt tímanna tákn. Síðan vjelarnar komu alment til nota
við jarðræktina er hin harða líkamsvinna í sveitunum horfin úr sögunni.
Vjelarnar vinna nú öll verk, og það er aftur orsök til þess, að stærri og
stærri landflæmi eru lögð undir plóginn. í Bandaríkjunum gengst stjórnin
sjálf fyrir ruðningi og ræktun nýrra landsvæða; berum og gróðurlausutn
eyðimörkum er breytt í glitrandi grasflæmi og kornakra. Þal er sú starf-
semi, sem hefur heillað hugi æskulýðsins í Ameríkn. Þar er ekki kvartað
um að fegurð eyðihjeraðanna hverfi. — í Nevaða í Vestúr-Ameríku er ei'tt
slíkt stórvirki nýlega fullgert. Þar hefur 40 mflna eyðimörk veril ruld,
plægð og vökvuð og undirbúin til ræktunar. Flatarmál þessa landsvæðis
er 110 þús. tn. lands, og eyðimörk þessi hefur áður verið afarill yfirferðar
og orðið að bana bæði mönnum og skepnum. Þar var alveg vatnslaust
áður, en nú er þar nægt vatn og skurðir um svæðið þvert og endilangt. —
Fyrri myndin sýnir það, er verið er að ryðja eyðimörkina með gufuvjel,
en sfðari myndin sýnir vatnsból í eyðimörkinni.
myndar nýjan flokk. Demókratar
vongóðir".
Reykjavík.
Bæjarstjórnin. Fundur 20 júní.
Samþ. að selja Slippfjelaginu lóðar-
ræmu meðfram Slipplóðinni að sunn-
an fyrir kr. 3,20 hvern fermeter.
Samþ. að selja Kn. Zimsen lóðarþrí-
hyrnu við Holtsgötu umhverfis Lýðs-
lind fyrir kr. 1,50 fermeter, og er
sú lóð alls 206 ferm.
Samþ. að greiða hr. Dines Peter-
sen í Khöfn 500 kr. fyrir aðstoð hans
við útvegun hafnarlánssins. Samþ.
að greiða borgarstjóra 500 kr. fyrir
sama, og ennfremur 100 kr. fyrir út-
lagðan ferðakostnað til Kristjaníu.
Samþ. svohljóðandi ályktun frá L.
H. Bjarnason o. fl: „Bæjarstjórnin
ályktar eftir atvikum að greiða verk-
fræðing Krabbe 1000 kr. fyrir að-
stoð hans við undirbúning hafnar-
gerðarinnar".
Samþ. að bæta 7 mönnum á auka-
alþingiskjörskrá, er gildir frá 1. júlí
1912 til 30. júlí 1913.
Ut af umsókn Ámunda Árnasonar
um slátrunarleyfi vakti borgarstjóri
athygli á því, að heimild til að veita
undanþágu frá ákvæðum heilbrigðis-
nefndar um sláturhús væri útrunninn
í árslok 1911. Hefði því ekki verið
heimild til að veita Siggeiri Torfa-
syni kaupm. slátrunarleyfi það, er
bæjarstjórnin samþykti á síðasta fundi.
— Lagði borgarstjóri fram frumvarp
til breytingar á 38. gr. heilbrigðis.
samþyktar og var því vfsað til álita
heilbrigðisnefndar.
Bæjargjaldkera leyft að flytja skrif-
stofu sfna í húsið nr. 5 við Lauga-
veg.
Þessar brunabótavirðingar samþykt-
ar: Hús Páls Magnússonar við Berg-
st.str. 4 kr. 15,608; geymsluhúss Garð-
ars kaupm. Gíslasonar á Frostastaða-
lóð kr. 21350.
Til útlamla eru nýfarin Þórður
Edilonsson læknir í Hafnarfirði og frú
hans, ætla að dvelja í Þýskalandi í
sumar, en koma heim aftur seint í
haust. Tryggvi Þórhallsson kand.
theol. fór til Svfþjóðar og ætlaði að
ferðast þar um og í Noregi. Frk.
Ingibjörg H. Bjarnason skólaforstöðu-
kona og frk. Sigríður Björnsdóttir
eru og nýfarnar til útlanda. Enn-
fremur Oscar Johansen fiðluleikari og
frú hans, alfarin hjeðan.
Iívikmyndaleikhúsið. Jóh. Jó-
hannesson kaupm. er nú orðinn eig-
andi hússins í Aðalstræti, þar sem
kvikmyndasýningarnar eru. Hann
hefur nú gerbreytt þeim sal og inn-
ganginum til hans. Látið mála upp
saiinn og sett í hann nýtt gólf með
hækkandi bekkjaröðum og nýjum,
stoppuðum og vönduðum sætum. Er
þar nú miklu vistlegra en áður var.
Inngangurinn er nú og allur annar en
áður, stór forstofa og vfður gangur
inn með salnum, svo að þrengsli er
ekki að óttast, þótt straumurinn sje
mikill bæði inn og út. Fyrsta sýn-
ingin í þessum nýja sal var síðastl.
fimtudagskvöld og var þá blaðamönn-
um, bæjarstjórn o. fl. boðið þangað.
Annað kvikmyndaleikhús er nú
verið að útbúa í austurendanum á
„Hótel Island", þar sem áður var
veitingasalurinn stóri, og mun eiga
að byrja þar á sýningum innan
skamms.
Frú útlöndnm kom fjöldi manns
með „Ceres" í nótt sem leið. 17
Vestur-íslendingar höfðu verið með
skipinu til landsins, en margt af þeim
farið upp á höfnum norðan lands.
Meðal farþega var Gfsli Brynjólfsson
læknir í Khöfn og Bryde kaupmaður.
Itúðlierra kom heim í nótt með
„Ceres".
Synódus verður haldinn næstk.
föstudag og laugardag í Alþingishús-
inu og hefst kl. 4 sfðd.
Á undan vígir biskup 3 prestaefni
í dómkirkjunni: Jóh. Briem til Mel-
staðar, Magnús Jónsson til Garðar-
safnaðar í Kanada og Pal Sigurðsson
til aðsloðarprests síra Þorv. Jónsson-
ar á ísafirði.
Magnús Jónsson prjedikar.
Hafís.
Hjer á landi eru menn ekki ókunn-
ugir hafísnum. En sá ís er ai öðru
tægi en hinn, sem er á reki meðfram
austurströndum Ameríku og hætta
stendur af fyrir skip, sem þar fara
um. Hinn eiginlegi hafís myndast
þannig, að yfirborð sjávarins frýs. En
sjaldan verður sá ís þykkri en svo
sem 2—2V2 mtr. í sjávarróti brotn-
ar svo þessi ís og hlaðast brotin hvert
oian á annað, en straumar og vindar
reka ísinn saman í fastar breiður,
I er frjósa á vetrum, en liðast sundur
á sumrum. Þess konar fsbreiður eru
það, sem hingað koman norðan að
landinu og fylla stundum flóa og
firði.
Hinn ísinn er jöklar, sem hrapað
hafa af landi í sjóinn, og er hann
miklu stórgerðari. Hjer á norður-
hveli jarðar koma þessir hafjöklar
frá Grænlandi. Kring um suður-
heimskautslöndin er einnig fult af
þeim. En þar er haf í öllum áttum,
svo að sá ís berst nokkurn veginn
jafnt til allra hliða og flýtur jafnt og
stöðugt burt þaðan í stórum flákum.
Norðurheimskautslöndin eru meira
vogskorin, og það er einkum inni í
fjarðarbotnunum á Grænlandi, sem
skriðjöklarnir brotna niður í hafið.
Grænlendingar kalla jöklana eignast
„kálfa", er jakarnir losna frá þeim í
fjörðunum. Þessir „kálfar" byltast
svo um í hafinu, þar til þeir fá á sig
jafnvægi, og fijóta svo burt fyrir
vindum og straumum. Við suður-
skautið eru íseyjarnar stundum 10—
15 kmtr. langar og 35 mtr. háar
ofan sjávar, og er þó aðeins lítill
hluti yfir haffletinum, eitthvað í/8
hluti, eða þar um bil. Grænlands-
jakarnir eru miklu minni ummáls, en
þó oft hærri úr sjó, 100 mtr. og þar
yfir. Sá hæsti, sem mældur hefur
verið, var um 137 mtr.
Tveir straumar bera einkum ísinn
að norðan og suður eftir. Annar fer
suður með austurströnd Grænlands
og flytur hafísinn, sem áður er nefnd-
ur. Hinn kemur norðan Davís-
sundið, milli vesturstrandar Græn-
lands og Baffinlands. Sá straumur
flytur einkum jökla-ísinn frá Græn-
landi, og ber hann suður í höf. Fyrir
sunnan Newfoundland mætir þessi
straumur Golfstraumnum, og þegar
suður í hann kemur, bráðna jöklarnir
smátt og smátt. En þarna verða
þeir á leið skipanna, scm fara milli
Norðurálfunnar og Norður-Ameríku.
Jakinn, sem „Titanic" rakst á, var
suður á móts við Oportó í Portúgal.
Áraskifti eru að því, hve mikið er
um ísrek við austurströnd Ameríku.
Mest af ísnum, sem þar er á sveimi,
er frá ^Vestur-Grænlandi, einkum úr
Diskó-flóanum. Ef austanvindar ganga
að staðaldri á vesturströnd Græn-
lands, losnar þar mikið af ís, en miklu
minna, ef vindar eru vestlægir eða
suðlægir. Þetta gerir muninn. ís-
rekið suður eftir byrjar í mars eða
apríl, og vex venjulega í maf og
júní, en fer þá aftur að minka, og
venjulega er það horfið aftur í ágúst-
mánaðarlok.
I „Grænlandsför" sinni hefur dr.
Helgi Pjeturs lýst ísbrotum þessum
vel og fallega, cins og honum er
lagið.
Frí íjaliatindui til fislimik
Dáinn er 17. maí síðastl. að heim-
ili sínu Oddsstöðum í Lundareykja-
dal Árni hreppstjóri Sveinbjarnar-
son, á 70. aldursári. Hann dó úr
krabbameini í hálsinum. Verður nán-
ar getið síðar.
Laus læknalijeruð. Rangárhjerað
og Hornafjarðarhjerað eru nýlega
auglýst laus, og er umsóknarfrestur
til 10. sept. í haust.
»Fálkinn« er nýlega farinn til Græn
lands, eins og áður hafði verið ákveð-
ið að hann gerði í sumar, og verður
í þeirri ferð fram í ágúst. Á meðan
annast „Heimdallur" hjer strandgæsl-
una. Foringinn þar nú heitir Konow.
llafnarfjavðaiTæknislijeraði þjón-
ar í sumar Konráð Konráðsson kand.
med., í fjarveru hjeraðslæknis.
Skagafjarðarsýsla. Einar Arn-
órsson prófessor hefur tekið aftur um-
sókn sfna um hana.
Odlnn er það blað, sem kaupend-
ur beinlínis græða peninga á að kaupa,
því eftir nokkur missiri gengur hann
kaupum og sölum fyrir hærra verð en
hann kostar upprunalega.
Maíblaðið flytur myndir af síra Jóni
Bjarnasyni og frú hans, og mynd af slra
Friðriki Bergmann. Er það byrjun af
áframhaldandi röð mynda af ýmsum
helstu mönnum Vestur-íslendinga og
greina um þá, sem blaðið hefur verið
sjer úti um. Þá er ný mynd af Friðriki
konungi VIII. Mynd af Hallgrími heitn-
um Melsteð landsbókaverði og mynd af
lestrarsal Landsbókasafnsins meðan það
var í Alþingishúsinu. Kvæði eftir Jakob
Thorarensen og Svein H. Jónsson. Grein
um Magnús sál Eiríksson, „nokkrar end-
urminningar" eftir prófessor Fredr. C.
B. Dahl 1 Khöfn, sem var mikill vinur
M. og honum nákunnugur, og hefur hann
ritað þetta nú, á tfræðisaldri, eftir beiðni
Jóns prófessors Helgasonar.