Lögrétta

Issue

Lögrétta - 10.07.1912, Page 1

Lögrétta - 10.07.1912, Page 1
Afgreiðslu- og innheimtum.: ARIN8J. SVEINBJARNARSON. I .auti<ive« 41. Talsiml 74. Ritstjori: PORSTEINN GÍSLASON Pingholtsstrœti 17. Talsimi 178. M :5jT>. Reykjavík ÍO. jtílí 191S. ■VII. áry. J árnbrautar sly sið í Svíþjóð. Hjer í blaðinu hefur áður verið skýrt frá járnbrautarslysi í Svíþjóð 16 f. m , en myndin, sem hjer fylgir og sýnir vagnarústirnar, er tek- in skömmu eftir að slysið átti sjer stað. Nætur- hraðlestin, sem fer frá Malmö til Stokkhólms, rakst á aðra vagnlest, er hjelt kyrru fyrir á járnbrautarstöðinni í Malmslátt. Þetta var kl. S um morguninn. Orsökin var sú, að rangt hafði veriö skift um spor og er sökin hjá einum brautarþjóninum þar á stöðinni í Mamslátt. Það var flutningalest, sem fyrir var, en farþega- vagnar í hinni, sem að kom. Við áreksturinn brotnuðu vagnarnir og einn byltist yfir annan, og svo kviknaði í gasi í einum farþegavagnin- um og alt stóð í björtu báli. Herlið kom til hjálpar við björgunina. II menn fórust þegar, en yfir 20 meiddust meira og minna. Síðari fregnir segja 20 hafa látið lífið. Þeir, sem fór- ust, voru sumir sænskir, sumir danskir. Slysíð vildi til á afm’ælisdegi Gustafs Svíakcnungs. Dóttir Aug. Strindbergs, er þarna fórst, eins og áður hefur verið frá sagt, var leikkonan Greta v. Philip, og var maður hennar, v. Ph. læknir, einnig með lestinni, en komst lífs af, og þó sagt að hann hafi viijað íyrirfara sjer, er hann vissi konu sína dána. Þau voru á heimleið úr ferð, er þau fóru til útlanda eftir lát Strindbergs. 1. O. O. F. 93579 Þjóðmenjasafnið opið sunnud., þriðjud. og fimtud. kl. 12—2. Lækning ók. f læknask. þrd. og fsd. 12—x. Tannlækning ók. (f Pólthásstr. 14) 1. og 3. md. 1 mán. 11—1. Landakotsspftali opinn f. sjúkravitj. lo'/i —12 og 4—5. Islands banki opinn 10—272 og 5y*—7. Landsbankinn io1/*—2’/»- Bnkstj. við 12—1. Landsbókasafnið opið hv. virkan dag k). 12—3 og 5—8 Heilsuhælið opið til heimsókna 12—1. Lrárus Fjeldsted, Yflrpjettarm&lafœrslumaður. Lækjargatft 2. Hoíma kl. 1 1 — 12 og 4—7. Bœkur, innlendar og erlendar, pappír og allskyns ritföng kattpa allir í Bókaversl. Sigfusar Eymundssonar. Jæjajyrirkomulag eftir tíuðjón Samiíelsson húsagcrðarlistnema. Bæjafyrirkomulag er eitt mesta á- hugamál nútímans. Við íslendingar höfum til þessa tíma lítið gefið okkur að þessu máli, og er það náttúrlegt. Bæir okkar eru bæði fáir og smáir, og fólk hugs- ar því, að það gildi einu, hvernig þeim sje fyrir komið. Máltækið segir: „F.kki er ráð néma í tíma sje tekið'L Jeg held að við ættum að fara að veita þessu máli meiri athygli en við höfum gert. Okkur ætti að lærast það af því, hvað aðrar þjóðir hafa orðið að borga dýrt hirðuleysi sitt í þessu atriði, að bíða ekki oflengi. Flestir munu nú vera komnir á þá skoðun, að til þess að bær geti þrifist, verði bæjarfyrirkomulagið að vera ákveðið. Land það, sem bær- inn stendur á, er ekki jarðarhluti, sem maður getur reist hús sín á án þess að hugsa íyrir framtíðinni. Um leið og húsaskipunin er ákveðin, er verðgildi lóðanna og heilbrigðisfyrir- komulag bæjarins einnig ákveðið. Iínski rithöfundurinn, Sir K. Unwin, hefur sagt í riti sínu um bæjafyrir- komulag: „Lyndiseinkunn bæjarbúa myndast að miklu leyti af bæjarfyr- irkomulaginu og húsunum". Þetta er ef til vill mikið sagt. En það er sannreynt, að því óhagganlegra sem bæjarfyrirkomulagið er og því óvist- legri sem húsakynnin eru — þess ruddalegra er fólkið, þess ósiðaðri eru unglingarnir og þess óhreinni eru börnin. Glaðlyndi suðurlandabúa er án efa komið af því, hvað náttúran er fal- leg, og hvað hinir gömlu bæir þeirra eru fallegir og í góðu samræmi við náttúruna. Camillo Litte segir í „Der Stádtebau": „Bær, sem hefur gott fyrirkomulag, töfrar manná lík- an hátt og hinn fagri sönghljómur". Bæjafyrirkomulagið á mikinn þátt í heiibrigði og þrifnaði bæjabúa. Þetta kemur fram á margan hátt. í þröngutn og dimmum götum er ó- þrilnaður ætíð meiri en í breiðum og björtum. Sömuleiðis þar sem hin auðu svæði bæjanna eru falleg og þeim vel fyrir komið, ginna þau fólkið út í sólskinið og hið hreina loft. Margur myndi annars verða heima í húsum sínum, sem ef til vill oft eru dimm og óheilnæm. Sjúkrahús eru bygð, og mikil fjárupphæð er látin á ári hverju til þess að bæta lieilbrigðisá- standið. Þetta er náttúrlega mjög gott. Mundi ekki líka vera heppi- legt, að verja dálitlu til þess að bæta húsakynnin, og um leið bæjarfyrir- komulagiðf í húsunum lifir fjöldi fólks helming æfi sinnar, og í bæj- unum alt sitt líf. Englendingar hafa sjerstaklega gert mikið til að bæta þetta tvent. Þeir segja líka, að það eigi óefað ekki lítinn þátt ísjúkleika mannanna, hvað hinum tveimur fyr- nefndu atriðum sje ábótavant. J. Stúbben segir í „Handbuch des Stádtebaues": „Til þess að ein- staklingnum geti liðið vel, verður hann að geta notið fegurðar náttúr- unnar. Það getur hann því að eins, að hann sjái hana koma fram í hlut- um þeim, sem hann umgengst. Eitt af því stórkostlegasta í því atriði er bæjarfyrirkomulagið". Jeg ætla með grein minni að gefa nokkrar upplýsingar um aðalatriðin í bæjafyrirkomulagi, í von um, að þær geti ef til vill komið að nokkr- um notum. Okkar fegurstu draumar í lífinu eru oft ferðaendurminningar. Fal- legir bæjahlutar, minnismerki og torg. Þegar við höfum sjeð þessa staði, sem okkur hafa þótt svo fallegir, spyrjum við okkur sjálf: „Hvað hef- ur það verið, sem gerði þessa staði svo fallega?" Oft munum við finna þetta. Og það eigum við að nota okkur til þess að fá okkar bæjafyrir- komulag fallegt. Þetta er ekki svo að skilja, að sama fyrirkomulagið eigi alsstaðar jafnvel við. Þvert á mótil j Það, sem er mjög fallegt á einum stað, getur verið mjög ljótt á öðrum. Landslag og bæjafyrirkomulagið verð- ur að vera í sem bestu samræmi hvort við annað. í hverju sem er verður listin ætíð hjákátleg og óvið- kunnanleg, ef hún fylgir ekki því náttúrlega. Þó er það margt, sem reynslan hefur sýnt, að alstaðar á vel við, og um það ætla jeg að gefa upplýsingar. Margir halda ef til vill, að bæir okkar sjeu svo litlir, að það taki ekki að hugsa um að hafa gott fyrirkomu- lag í þeim. Þessu fer fjærri. — I Englandi eru bæir með 600—1200 íbúum, og þeim er svo vel fyrir komið, að fáir stórir bæir eru eins fallegir. Flestir bæir eiga lika fyrir sjer að vaxa, og þess vegna ætti að hugsa um gott bæjafyrirkomulag sem fyrst; reynslan hefur sýnt, að það er það ódýrasta fyrir bæina. Myndun bæjafyrirkomulags er í því fólgið: 1. Að fastsetja allar aðalumferð- argötur á þann hátt, að þær sjeu sem stytstar og hægastar. Til þess að geta ákveðið þessar götur, verður maður að gera sjer áætlun um það, hvað bærinn muni stækka á vissum ára- fjölda. Vanalega eru tekin 50—70 ár. Einnig verður þá um leið að ákveða, hvar flestar búðir skuli vera, hvar vörugeymsluhús, verksmiðjur og fiskþurkunarsvæði (ef þau eru f bæn- um) skuli vera. Þetta sfðasta atriði mun að eins koma fyrir í stærri bæj- unum. 2. Að ákveða, hvar opinberar byggingar skuli vera. 3. Hvar auð svæði skuli vera. 4. Að síðustu leggur maður aðr- ar götur eftir því, sem best hentar. Götur. Til skamms tíma álitu menn, að beinar götur væru þær bestu og fallegustu. Þessi hugmynd er upprunalega komin frá Amerfku. Þar myndaðist hún af því, að hinir stóru bæir uxu upp á mjög stuttum tíma. Lóðir urðu f háu verði, og þess vegna varð að nota þær sem best; það varð með því móti að skifta þeim f ferhyrninga. Þessi aðferð er bæði ljót og óhaganleg, þó hún hafi víða verið brúkuð. Beinar götur eru mjög tilbreyting- arlausar, og kemur það mest af því, að húsin, sem við þær standa, sjást svo illa; þau sjást ekki fyr en mað- ur stendur beint fyrir framan þau. Öðru máli er að gegna, þegar göt- ur eru bognar. Þá sjást þau í fjar- lægð, og fjarsýnið (perspektivet) er oft mjög fallegt. Götur ættu helst aldrei að vera beinar á lengri vegi en IOOO metr- um; sjeu þær lengri, þreytist maður að líta eftir þeim. Eins ber sjerstak- lega að gæta, að láta götur aldrei enda eða beygjast til hliðar án þess að hús eða minningarmerki standi fyrir endanum eða beygingunni. Götum má líkja við ganga í hús- um; hvorttveggja er til þess, að kom- ast frá einum stað í annan. Við kvörtum oft undan því, að gustur komi gegnum gangana, þegar úti- hurðin er opnuð, og við lokum henni svo fljótt sem við getum. Á sama hátt er með göturnar; við óskum eftir, að sem minstur gustur sje í þeim; hann verður aðeins minkaður á þann hátt, að hafa þær bognar. Jeg hef heyrt marga taþi um það, hvað þeim finnist hlýrra að ganga göt- ur þær, sem „Strykið" gengur í gegn- um, en flestar aðrar götur í Kaup- mannahöfn. Þetta kemur af því, að götur þær, sem „Strykið" gengur í gegnum, eru bognar, svo vindurinn getur ekki komist eftir þeim. í bein- um götum eru vindstrokur algengar, sem þyrla rykinu upp á sumrum og snjónum á vetrum. Oft hef jeg líka heyrt fólk, sem býr við langar, bein- ar götur, kvarta undan því, hvað þar sje næðingasámt. Á sfðustu árum hafa verið mjög skiftar skoðanir manna um það, hvað breiðar götur skuli vera. Um alda- mótin 1900 og laust þar fyrir, höfðu menn þá skoðun, að best væri að hafa götur svo breiðar sem hægt væri, enda myndaðist þá mörg gat- an (Boulevard), sem var 50—60 m. á breidd. Nú eru götur að mjókka aftur; og í litlum bæjum ættu götur að minsta kosti ekki að vera breið- ari en þörf gerist. Það er ekki svo að skilja, að jeg vilji hafa götur mjög mjóar. Þvert á móti. — En mjög breiðar götur eru dýrar og erfitt að halda þeim við. Eftir mínu áliti þyrftu fáar götur í hinum minni bæj- um að vera yfir 15 álnir, og í hin- um stærri bæjum þyrftu aðalumferð- argöturnar að vera 20—25 álnir. Við allar aðalgötur verða að vera gangstígar (Fortov), sem væru 10— 15 cm. hærri en akvegurinn. Best er að akvegurinn sje ávalur og halli út til beggja hliða. Hlutfallið á milli gangstíganna og akvegsins finst af eftirfarandi dæmi. Ef öll gatan hef- ur breiddina s, akvegurinn breiddina f og hver gangstígur breiddina b, þá er hlutfallið: Sett upp í tölur: s = 15 álnir. b = V = 31 f = f ’ 15=9- b == 3 álnir; f = 9 álnir. Mjög mikil hindrun fyrir alla um- ferð eru hornin, sem götur mynda, þegar þær skerast hver yfir aðra í beinni línu. Það er beinlínis hætta að þurfa að ganga fyrir slíkt horn. Þeir Islendingar, sem hafa verið í Kaupmannahöfn, hafa vfst oft sjeð, hversu erfitt það hefur verið, bæði fyrir fólk og vagna, að komast áfram á horninu á Östergade og Köbmager- gade. Þó umferðin hjer sje ekki eins mikil og þar, er hlutfallið það sama. Mikla bót má ráða á þessu með því móti, að láta götur aldrei skerast, eða fara hvora yfir aðra, í beinni línu, held ur að láta að eins aðra götuna ganga beint áfram. Hinni götunni verður að koma fyrir á þann hátt, þeg- ar hún hefur skorist í beinu götuna, að láta framhald hennar þá frá hinni hlið þeirrar götu byrja 30—40 áln- um til hliðar. Á þennan hátt verð- ur umferðin betri og hægari. Gatan verður meira innilukt, gefur betra skjól fyrir vindum, og einnig fallegri. Ef nauðsyn ber til að hafa ein- hverja götu beina á löngum vegi, t. d. ef landslagi er svoleiðis háttað, iná gera hana fallegri með því móti, að hafa hana misbreiða, og láta ekki götuhliðarnar liggja samhliða. Á þennan hátt verður gatan tilbreyti- legri og húsin, sem við hana standa, sjást miklu betur. Þetta fyrirkomulag hefur á síðari árum náð miklum framgangi. í bæn- um Múnchen á Þýskalandi, sem er talinn með fallegustu bæjum, hafa tvær mjög stórar götur verið gerðar með þessu fyrirkomulagi, og hafa þær þótt mjög fallegar. Englending- ar hafa líka mikið brúkað þessa að- ferð í hinum minni bæjum. Þegar gatan er misbreið, má ak- vegurinn ekki fylgja götuhliðunum, heldur verður hann að vera jafnbreið- ur gegnum alla götuna. Misbreiður akvegur hindrar umferðina og getur oft orðið að slysi. Þessu verður best fyrir komið á þann hátt, að láta gang- stígana fylgja bugðunum á götunni, og hafa svo t. d. grasbletti á milli akvegsins og þeirra, þar sem gatan beygist út. Húsin geta svo annað- hvort staðið svo lítið upp frá göt- unni og þá í beinni línu, en helst ættu þau að fylgja beygingum göt- unnar. Einnig má gera götur tilbreytileg- ar með þvf móti, að láta nokkuð af húsunum standa dálítið upp frá þeim. Fyrir framan þessi hús mætti svo hafa grasbietti, og skrýða þá með blómstrum. Yfirleitt ættu menn hjer að hugsa um, að hafa vingjarnlegra kringum hús sín, heldur en gert er. Það þarf ekki að kosta svo mikið, að hafa t. d. grasblett og skifta hon- um í reiti með mjóum gangstígum. 1 þessum reitum mætti svo gróðursetja ýms blóm t. d. „baldursbrá", „mjað- jurt" o. s. frv., og þetta myndi geta litið mjög vel út. (Frh.). Haraldur prius. Það er talað um í Danmörku, hver nú muni gegna ríkisstjórn, er svo ber undir, að konungur verður fjar- verandi, því krónprinsinn er barn að aldri. Nú í ár er ekki ráðgert neitt ferðalag af konungi erlendis. En svo taka við hinar venjulegu heim- sóknir við konungahirðirnar úti um Evrópu, sem hver nýr konungur gerir. Þykir þá líklegast, að Har- aldur prins, bróðir konungsins, komi ( hans stað. Haraldur prins var hjer í för með föður sínuro sumarið 1907.

x

Lögrétta

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Lögrétta
https://timarit.is/publication/196

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.