Lögrétta

Tölublað

Lögrétta - 14.08.1912, Blaðsíða 1

Lögrétta - 14.08.1912, Blaðsíða 1
Afgreiðslu- og innheimtum.: ARINBJ. SVEINBJARNARSON. l.auiínvGK 41. Talsimi 74. Ri ts tj o ri: PORSTEINN 6ÍSLAS0N Pingholtsstræti 17. Talsimi 178. M 41. Reykjavík 14. ágúst 1913. VII. árg. Coopers fjárbaölyf drepur áreiðanlega kláðamaur og útrýmir allskonar óþrif- um — bætir og eykur ullina. Pað borgar sig vel að baða úr því. Pantið í tíma hjá G. Gíslason Hay Ijtd. Reykjavík eða Leitli. I. O. O. F. 931689. KB 13. 9. 8. 31. 9. G. Þjóðmenjasafnið opið virka daga kl. 12—2. Lækning ók. ( Iæknask. þrd. og fsd. 12—1. Tannlækning ók. (í Pólthósstr. 14) 1. og 3. md. ( mán. 11—1. Landakotsspítali opinn f. sjúkravitj. io’/. —12 og 4—5. Islands banki opinn 10—21/* og S1/.—7. Landsbankinn io1/.—21/., Bnkstj. við 12—1. Landsbókasafnið opið hv. virkan dag kl. 12—3 og 5—8 Heilsuhælið opið til heimsókna 12—I. Lárus Fjeldsted. Y flrrj ettarmálafœrslumaOur. Lækjargata 2. Heima kl. 1 1 — 12 og 4—7. Bækur, innlendar og erlendar, pappír og allskyns ritföng kaupa allir í Bókaversl. Sigfúsar Eymundssonar. Ólympiufararnir komnir heim. Ferðasaga þeirra. Róstur Tið Dani. Þeir komu allir heim á laugardags- kvöld, nema Halldór Hansen; hann varð eftir í Höfn vegna lasleika; er hans von innan skams. Fimm komu á Bothníu, þeir Axel Kristjánsson, Guðm. Kr. Guðmundsson, Kári Arn- grímsson, Magnús Tómasson og Sig- urjón Pjetursson. Hallgrímur Bene- diktsson og Jón Halldórsson komu litlu síðar á Vestu; höfðu farið kring um land. Ferðin út. Þeir fóru hjeðan á Bothníu X 3. júní — allir nema Sigurjón Pjetursson og Jón Halldórsson, sem voru farnir áður. Hinir 6 komu til Khafnar 22. júní; þar dvöldu þeir í 3 daga. Siðan hjeldu þeir til Stokkhólms allir átta og einir síns liðs, urðu ekki Dönum samferða; komu þeir til Stokkhólms 25. júní og fengu þar gott og ódýrt húsnæði, sem Jeikstjórnin sænska hafði útvegað þeim. í Stokkliólnii. íþróttamennirnir dvöldu í Stokk- hólmi frá 25. júní til 17. júlí. Það var ekki fyr en 6. júlí að leik- mótið hófst með viðhafnarmikilli há- tíðagöngu inn á leikvöllinn. Landar okkar sátu ekki um kyrt; þeir hlupu og glímdu á hverjum degi °g bJuggu sig sem best undir Stokk- hólmsglímuna. Glímurnar. Tveim dögum eftir að þeir komu til Stokkhólms, glfmdu þeir til sýnis í fárra manna viðurvist; en þar voru margir helstu mennirnir úr yfirstjórn leikanna og gast þeim svo vel að glímumönnunum, að blöðin höfðu þegar orð á því, að glíman íslenska mundi vekja mikla eftirtekt á leik- mótinu. Þeir komu nú 2var fram á leikvöll- inn. í fyrra sinn glímdu þeir sunnudag- inn 7. júlí, að kveldi dags, kl. 7V2, og var þá fáment á sjónarpöllum; en öllum viðstöddum fanst mikið um þessa íslensku íþrótt og var því af- ráðið að glíma aftur (sbr. grein frá frjettaritara Lögrjettu í Stokkhólmi í 37. tbl.); skyldi þá glíma um bikar- inn, sem landar okkar f Danmörku höfðu gefið fyrir forgöngu Svein- bjarnar Sveinbjörnssonar í Árósum. Þessi kappglíma var háð mánudag- inn 15. júlí og er henni lýst hjer í blaðinu í frjettabrjefi frá Stokk- hólmi. Halldór Hansen hafði meiðst á fæti í fyrra sinni, gat ekki glímt og var nú dómari og með honum tveir aðrir íþróttameun, annar sænskur, hinn enskur. Hallgrímur varð hlutskarp- astur og hlaut bikarinn. Grísk-rómversk glímn. Sigurjón Pjetursson er lítt vanur þessari glímu, sannnefndur viðvaning- ur á við keppinauta sína, alla þaul- vana. Hann var einn af 50. En svo fóru leikar, að hann stóð uppi einn af níu ; þá fjell hann fyrir ung- verskum manni og var það slysa- bylta. Hann fjell við ágætan orðstír. Danirnir í þeim flokki voru allir falln- ir í valinn á undan honum. Einn dagin, sem mest var glímt, átti Sig- urjón við finskan glfmumann, Wik- lund að nafni, og stóð þeirra viður- eign 1V2 klukkustund; segja sænsk blöð, að það hafi verið lang-tilkomu- mesta glíman þann dag. Hlaup. Jón Halldórsson þreytti hlaup á skeiði, sem var 100 stikur; þar hlupu 5 í hóp og varð Jón þriðji maður í sínum hóp og mátti því hætta við svo búið. Við það má vel una. Hann var líka viðvaningur, eins og Sigur- jón, og kepti við sjer vanari menn. Stjórn íþróttasambandsins bjóst ald- rei við því, að hann mundi bera sig- ur úr býtum. En hlaup er ágæt Iþrótt og miklu vandameiri en alment er haldið. Og það hefur komið í ljós undanfarin ár, að þessi íþrótt á prýðisvel við okkar hæfi. Jón Hall- dórsson var sendur til að sjá og læra. Er síst að vita, nema svo geti farið leikar — einhvern tíma — að við hlaupum af okkur alla keppinauta. Þegar Halldór hafði meitt sig, kom Jón í hans stað; hann er óvanur glímum, en svo limamjúkur — segja fjelagar hans — að engan grunaði að hann væri viðvaningur. Glímt í Múlmey. Málmeyingar höfðu stórt íþrótta- mót heima hjá sjer á eftir Ölymplu- leikunum. Þeir buðu til sín mörg- um útlendum íþróttamönnum og þar á meðal löndum okkar. Fóru þeir til Málmeyjar 17. júlí og dvöldu þar í 3 daga í hinum mesta fagnaði sjer að kostnaðarlausu. Þar glímdu þeir 3var og hlutu einróma lof. Þar fengu þeir verðlaun, 3 silfurbikara; hlaut Hallgrímur 1. verðlaun, Sigurjón önn- ur, en þriðju Guðmundur Kristinn. Svíar vilja ólmir læra íslenska glímu. Strákarnir í Málmey voru farnir að glíma á hverjum gatnamót- um. — Þarna í Málmey glímdi Sig- urjón grísk-rómverska glímu við sjer þyngri menn og bar sigur heim; hann vann þar önnur verðlaun. Heiin ú leið. Frá Málmey hjeldu þeir nú til Khafnar 22. júlí og dvöldu þar nokkra daga. Hallgrímur og Jón fóru þaðan 27. júlí, hinir 3. ág. Þeir glímdu ekki í Khöfn. Þess var ekki beiðst og þeir buðu það ekki. Dómar um glímurnar og glímu- mennina. Hingað hefur borist allmikið af sænskum blöðum. Þau lúka öll miklu lofsorði á íslendingana, segja, að þeir sjeu gervilegir menn og þreklegir, fríðir sýnum og vel vaxnir, hvatlegir og prúðmannlegir. íslensku glímuna töldu allir mjög fagra og veglega íþrótt og margir höfðu orð á því, að hún bæri Iangt af grísk-rómversku glímunni. Einn enskur íþróttamaður segist hafa horft á, er þeir glímdu í fyrra sinn — um kvöldið; hann telur glím- una þá fegurstu íþrótt, er hann hafi sjeð á leikmótinu; segir hann líka, að þessir ungu íslendingar hafi verið svo íturvaxnir og limamjúkir, að sjer hafi þótt — þarna í rökkrinu — sem hann sæi Forngrikki að leikum. Sigurjón Pjetursson samdi lýsingu á glímunni; verður sá leiðarvísir gef- inn út í Stokkhólmi með mörgum myndum. Svíar vilja læra íslenska glímu; þeim er það alvara. Glímur verður vafalaust innan skamms al- heimsfþrótt. Sunúurþyklíja íslendinga ogDana. Fróðleg sag-a. Sigurjón Pjetursson ogr Fritz Hausen. Frjettaritari „Lögr.“ hefur skýrt irá þessari misklíð (36. tbl.— 17. júlí), en þar er ekki nema hálfsögð sagan. Það er upphaf sögunnar, að Sig- urjón skrifaði Ólympíu-nefndinni í Stokkhólmi í haust, sem leið, og fór þess á Ieit, að íslensk fþróttafjelög fengju að senda menn til leikanna. Svíar svöruðu á þá leið, að þeir gætu ekki átt við okkur, af því að við værum ekki sjálfstætt ríki og ætt- um engan löghelgaðan fána — við yrðum að leita til dönsku leiknefnd- arinnar, og hún að flytja okkar mál. Sigurjón sá nú fram á það—hann er ekki stjórnmálamaður — að til þess að eitthvað ynnist á, var um að gera, að allir íslenskir íþróttamenn gengju í eina fylkingu og legðust allir á eitt. Gekst hann þá fyrir því, að stofnað var íþróttasamband íslands. Var nú þjarkað alllengi við sambandsstjórn danskra íþróttamanna. Varð það loks að sættum, að: 1. landar okkar skyldu fá ættjarðarheitið (ísland) aftan við nöfn sfn á leikendaskránni (ekki Danmörk); 2. þeir skyldu ganga sjer í hóp inn á leikvöllinn — ekki inn á milli Dana — og bera fyrir sjer merkisstöng með nafnspjaldi, er á væri letrað: „ísland"; 3. þeir mættu hafa íslenska liti á búningi sínum og merki landsins (fálka). Meira varð ekki heimtað, lengra varð ekki komist, við þetta varð að una. Skömmu eftir áramót hafði Sigur- jón farið utan og hafði sambands- stjórnin hjer gert hann að fulltrúa sínum. Þeir Dr. Valtýr Guðmunds- son og Jón Krabbe skrifstofustjóri urðu honum að miklu liði, og fyrir þeirra tilstilli fengust þessi úrslit. Jón Krabbe hefur stöðugt verið Sigurjóni hinn þarfasti maður í þessari spaugi- legu dansk-íslensku glímu. Rjett áður en farið var til Svíþjóð- ar fær Sigurjón Krabbe fyrir sig til að finna innanríkisráðherrann danska — til frekustu fullvissu, og lýsir þessi ráðherra yfir því skriflega, að ekkert geti verið því til hindrunar að Is- lendingarnir hafi merki með áskrift- inni „ísland" (sbr. Lögr. 17. júlí) og gangi sjer, eins og t. d. Finnar. Þegar til Stokkhólms kemur, finn- ur Sigurjón Olympíu-stjórnina þar og skýrir frá málavöxtum. En Svíar vita þá ekki neitt. Er nú sfmað til dönsku leiknefndarinnar og Krabbe, og koma þá svör, er staðfesta fram- burð Sigurjóns. Þótti honum nú sem sínum málum væri komið í gott efni. Nú leið og beið þangað til 6 júlí. Þá áttu allar þjóðir að fylkja sjer í skrúðgöngu inn á Ieikvöllinn. Hafði verið útbýtt skrá yfir þessa þjóða- fylkingu; skyldi Belgfa vera í hægra fylkingararmi, þá Chili, þá Danmörk, þá ísland, þá Frakkland o. s. frv. En þegar til kom og leggja skyldi á stað, heimtar Fritz Hansen, for- ingi Dana, að landar okkar skuli ganga inni í miðri dönsku fylking- ur.ni, en ekki í hóp sjer á eftir Dön- um. Sigurjón snerist önugur við, kvað þetta rangindi og samningsrof; varð mikil háreysti út úr þessu; spurði Hansen íslendingana, hvort þeir vildu neita því, að þeir væru danskir, en það kváðust þeir gera og tóku þvert fyrir, sögðust lúta Dana- konungi, en ekki dönskum íþrótta- mönnum. Sigurjón náði nú í sænska leikstjórann, en það kom fyrir eitt; hann vildi, eins og gengur, síður móðga þann máttugri, og sagði, að Danir yrðu að ráða. Þá tóku ís- lendingarnir það til bragðs, að fara hvergi og gengu burt úr fylkingunni. Upp frá því höfðu þeir ekkert með Dani að sýsla. Glímudagana gengu þeir fram undir merki sínu, fánalaus- ir og óáreittir. Og Sigurjón var síð- an kallaður á fundi og honum boðið í veislur með öðrum þjóðaforingjum. Skömmu síðar en þetta gerðist, fer Hansen og kærir Sigurjón fyrir sendiherra Dana í Stokkhólmi, finn- ur það til saka meðal annars, að hann og landar hans hafi neitað að fylgjast með Dönum og ganga undir danska fánanum. Var kæran send til utanríkisráðherrans í Höfn. Mikið þótti nú við liggj?.. Sigurjón ljet hart mæta hörðu; skrifaði hann Jóni Krabbe skrifstofu- stjóra og kærði Fr. Hansen fyrir of- stopa, yfirgang og rangindi; sagði, eins og satt var, að hann hefði ald- rei neitað að ganga á eftir Dönum og danska fánanum, og enda sagt Fr. Hansen, að honum væri frjálst að reisa upp danska ríkisfánann fram- undan íslendingum inni á leikvellin- um. En því hefði hann neitað, að íslendingar væru danskir, og við það kvaðst hann standa. Heimtaði hann, að Fr. Hansen fengi ávítur fyrir at- ferli sitt. Ut úr þessu rifrildi hafði orðið all- mikill blaðaþytur. Því nær öll sænsk blöð drógu taum íslendinga. Sum dönsk blöð þutu upp á nef sjer og kváðu mál til komið að Danir færu að segja íslendingum til siðanna. „Politiken" sneri þó allri sökinni á landa sína (sbr. Lögr. 24. júlí). Og það er sannfrjett, aðleikslokin urðu þau, að Fr. Hansen varð óþokk- aður í Höfn af öllurn betri mönnum og mikils megandi fyrir þennan of- stopa sinn. Sigurjón „fjell, en hjelt velli". Hjer lýkur þessari sögu. Hún er harla fróðleg. Hann á þakkir skilið af okkur herra Fritz Hansen. Þessi Stokkhólmsrimma er mátu- legur snoppungur á þá íslendinga, sem vilja halda áfram að ganga í stöðulaga-haftinu. Og við hinir, sem viljum losna úr haftinu, við sjáum þarna letrað með stórum stöfum meginatriðið í sam- bandsmálinu: Okkur vantar, að Island verði sjerstakt ríki og fái það táknað með íslenskum ríkisfána. Stokkhólmsfararnir okkar, þeir eiga líka þakkir skilið, af öðru tægi, okk- ar innilegustu og bestu þakkir, því að þeir hafa verið þjóðinni til mikils sóma. Þeir voru einir 8 og þó farn- aðist þeim vel, af því að þeir hjeldu allir saman sem einn maður og vör- uðust allan innbyrðis flokkadrátt. Þeir voru bara átta, en hjer erum við áttatíu þúsund, og hvað ætli gæti ekki unnist í sjálfstæðisbaráttunni, ef við hættum að stæla um bannsetta smámunina og legðumst allir á eitt. Það er eins og þessi Stokkhólms- för bendi á okkur, hvflík flón við sjeum, að standa einlægt í sömu spor- um og vera að hnakkrífast um það, hvað við eigum að fara langt í næsta sjálfstæðisáfanga. Það er eins og 'kallað sje til okkar, hvílfk börn við erum, að leggja ekki allir upp í einni fylkingu, einráðnir f því að skiljast aldrei hver við annan, og fara blátt áfram eins og heilvita menn, svo langt sem komist verður með heilu og höldnu. G. B. Eldsvoði í Noregi. 30. júlf brunnu stórar pappírsverksmiðjur hjá Drammen í Noregi. Tjónið talið I */a milj. kr.

x

Lögrétta

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögrétta
https://timarit.is/publication/196

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.