Lögrétta - 14.08.1912, Blaðsíða 2
158
LOGRJETTA
cö
CLLZTJ
r i <D
cz=> >
<"~"i 'Cj
C=J
<6 oj
M <D CTJ bC
C/3 cJ d
> 1 . * ■ö
j—r-i c a ro <d
C ■ i M &
bc O Fö3 >
1-4 . _ ro
fO
f=J c fO cð 0
CLZ) 0 CZ3 'B ‘s
»-> M cð ,u<
fO C/3 CtJ
2 X
QD
t;
c
C
43
2*
o
.c
'cj
C/3
CtJ
b£
C
rt
w
ÍM
c
-4-<
tn
B
o
s
cö
o
o
00
I
o
<2
cn
c
ca
'S *
§ _Q
G JD
CXÖ
p=j
CTZ3
W3
4*
oj
Þ4
CÖ
S3
fO
o
>
rC
»4
rt
bfi
o
c
►»
Cfl
fO
c
ccí
c
tbc
’>
C/3
'S
E
o
vO
VO
CO
o~
CC
cj
’bc
C
<L)
oj
bc
oj
M
OJ
oJ
S
'CJ
M
M
03
8
N 'B
1 bC bC ;Q
8 M
'O M
C
»4 CtJ C/3
44 C ro
S <D
M t/3 s
'C 43 »-T 0
cj oj
eJ fO rt r-| no >H n <D
CtJ C O C s sJ s <D C/3
’HT :o H-i CtJ
Ph Q U
iWálíræði lianda börnum oílir
Fimi .Joiissoii er nýlega komin út. Það
er lítið kver, vel útgefið, prentað með skýru
og fallegu letri á vandaðan pappír, innbundið
í sterka kápu og kostar eina 25 aura.
Aðalkosturinn við þetta kver er sá, að
í því er eigi sagt meira en það, sem hvert
íslenskt barn ætti að vita um móðurmál vort.
Kver þetta er því hin Ijettasta málfræði, sem
enn hefur komið út á íslensku. Það bætir
úr brýnni þörf, því að litla og auðvelda mál-
fræði handa
börnum og
unglingum hef-
ur vantað.
Þessi málfræði
er svo stutt,
að öll börn
ættu að geta
fengið þann
litla tíma, er til
þess þarf, að
nema þau und-
irstöðu-atriði í móðurmálinu, sem kver þetta
kennir. Það er hka kostur við kverið, að
það er lagað til samtals milli kennara og
barna um helstu atriði og orðflokka máls-
ins. — Kverið fæst hjá skólastjóra Morten
Hansen. ___________
Roosevelt forsetaefni. Símað er
frá Khöfn 9. þ. m., að Roosevelt hafi ein-
róma verið kjörinn forsetaefni af flokki þeim,
sem klofnaði út úr repúblikanska flokknum.
Innkaupin i
Edinborg
auka gleði —
minka sorg.
€inar Jffikkelsen.
Þeir Einar Mikkelsen og Iversen
komu heim til Khafnar 1. þ. m. og
var tekið þar með miklum fögnuði.
Meðal annars fengu þeir hvor um
sig verðleikamedalíuna í gulli, en.
norski skipstjórinn, sem bjargaðiþeim,
fjekk sömu medalíu í silfri. Hann
heitir Paul Lillenæs, frá Álasundi í
Noregi. Þangað komu þeir Mikkel-
sen fyrst, 27. júlí, og þaðan kömu
frá þeim þær símfregnir, sem áður
hafa borist hingað. Foreldrar Mikk-
elsens eru bæði á lífi í Khöfn, og er
faðir hans forstöðumaður handavinnu-
skóla. Iversen var vjelamaður á skipi
Mikkelsens.
Mikkelsen lagði á stað í norður-
förina sumarið 1909. 6. ág. fór skip
hans „Alabama" frá Patreksfirði.
„Fálkinn" hjálpaði því áleiðis til 66.
st. n. br. 25. ág. kastaði skipið akk-
erum við eyna Shannon austan við
Grænland, og 25. sept. hjeldu þeir
Mikkelsen í leiðangur inn á land-
ísinn. En ransóknir þeirra urðu litl-
ar það haust. Einn þeirra fjelaga
varð mjög veikur. Sneru þeir aftur
til Shannon-eynnar og höfðu þar vetr-
arsetu. 3. mars 1910 hjeldu þeir
aftur inn á landísinn. Þar skildust
þeir Mikkelsen og Iversen frá fjelög-
um sínum 10 apríl á 77.30 st. n. br.
Hjeldu þeir Mikkelsen norður til Dan-
merkurfjarðarins, er skerst inn norð-
an í Grænland til suðurs, en hinir
hjeldu austur til strandar og svo suð-
ur á Shannon. En þegar þangað
kom, var skip þeirra brotið í ísnum.
27. júlí um sumarið kom skipið „17.
júní" til Shannon og með því lögðu
ijelagar Mikkelsens á stað heimleiðis,
eftir umtali, 31. júlí 1910 og komu
heim seint í ágúst. En vistaforða
höfðu þeir lagt fyrir bæði í Danmerk-
urhöfn, á Shannon og við Bass-Rock,
er síðar kom þeim Mikkelsen að góðu.
Þeir Mikkelsen og Iversen höfðu
með sjer sleða og hunda og vistir til
100 daga, er þeir skildust við fje-
laga sína. Ráðagerðin var, ef þeir
ekki fyndu skýrslur Mylius-Eriksens,
þar sem þeir væntu þeirra, að halda
þá, ef svo vildi verkast, vestur yfir
Grænland að norðan og til Cap York
á vesturströndinni, og þaðan var svo
eins vel búist við þeim. En vorið
1911 komu engar fregnir af þeim
fjelögum og voru þá norsk veiðiskip,
er leiðir áttu þar vestur í íshafið,
beðin að leita eftir þeim á Shannon-
eynni og við Bass Rock. En ísalög
voru svo mikil við Austur-Grænland
í fyrra sumar, að ekki komst nema eitt
af þessum skipum inn til Bass-Rock, en
skipverjar á því urðu einskis varir um
þá Mikkelsen. Og nú frjettist einnig,
að þeir hefðu ekki komið vestur
yfir, til Cap York. Var það þá flestra
trú, að þeir Mikkelsen hefðu farist.
En af ferðum þeirra er það að
segja, að þeir hjeldu norður til Dan-
merkurfjarðarins. Ferðin var erfið
vegna stórra sprunga í landísnum og
komust þeir oft í lífsháska á leiðinni.
En þar við Danmerkurfjörðinn fundu
þeir skýrslur frá Mylius-Erichsen, og
þar með höfðu þeir náð aðaltakmarki
fararinnar.
29. maí 1910 hjeldu þeir suður á
leið aftur og fóru þá austar en áður,
með ströndum fram. Sú leið varð
þeim miklu erfiðari en norðurförin.
Hundarnir drápust einn eftir annan,
og þá síðustu urðu þeir að drepa
sjer til matar. Loks komu þeir suður
til Danmerkurhafnar og fundu þar
19. september vistaforðann, sem fje-
lagar þeirra höfðu skilið þar eftir, og
bjargaði hann lífi þeirra. 29. nóvem-
ber komu þeir til Shannon, en gátu
eigi búist við að hitta þar skip svo
seint á árinu, hjeldu til Bass-Rock
og voru þar um veturinn.
17. júlí í sumar kom loks veiði-
skipið „Söblomsten" til Bass-Rock og
frelsaði þá. „Við vorum þá orðnir
vonlausir um, að okkur yrði heim-
komu auðið", segja þeir.
Skipstjórinn, Paul Lillenæs, skýrir
svo frá, að fyrsta merkið um manna-
veru þarna, sem hann varð var við,
hafi verið spýta, sem rekin var niður
og í skorið ártalið 1912. Þetta merki
kom þeim til að fara að leita, og
loks fundu þeir lítinn kofa. Þeir
börðu á dyrnar og þá komu þeir M.
og í. út nær alsnaktir og höfðu fyrir
sjer byssur með bógana uppi, albúnir
til að skjóta. Þeir hjeldu að rándýr
væru komin að kofanum.
Ekki höfðu þeir Mikkelsen haldið
kyrru fyrir allan tímann, sem þeir
dvöldu þarna við Bass-Rock, heldur
í sífellu verið á ferðum fram og aftur,
ýmist til Shannon eða til baka aftur
til Bass-Rock. Tilraun gerðu þeir og
til þess að ná suður til mannabygða
eftir austurströnd Grænlands, en það
er löng leið, til Angmagsalik, sem
er eina bygðin á Austurströndinni.
Þeir komust meir en hálfa leiðina,
en urðu þá að snúa aftur norður.
Inn á landísinn hafa þeir og farið
langar leiðir og komist þar í 15,000
feta hæð.
Vestan við Danmerkurfjörðinn, sem
áður er nefndur, heitir Sjálandssljetta
(Sjællandss’etten) og þar fundu þeir
fyrstu menjarnar eftir Mylius-Erichsen,
í vörðu, sem þar var hlaðin. Þar fyrir
norðan heitir Sumarvangur (Sommer-
pladsen), og þar fundu þeir enn
aðrar skýrslur frá M. E. Svo hjeldu
þeir austur yfir fjarðarmynnið og
heitir þar fyrst Erik Heniu’s land,
þá Amdrups land, þá Holms land.
Önnur örnefni, sem nefnd eru þar
norður frá, eru Ingólfsfjörður, Malle-
múkfjall og Hovgaardsey nokkru
sunnar. Þar fyrir sunnan er Lamberts-
iand, og er þetta alt í Norðaustur-
horni Grænlands. Af skýrslum M.-E.,
sem fundust við Danmerkurfjörðinn,
sást, að hann hafði farið þaðan 12
sept. 1907 og ætlað suður með
austurströndinni til Danmerkurhafnar.
Ilann hafði þá sleða og 7 hunda, og
bæði hann og fjelagar hans voru þá
hraustir og heilbrigðir. Önnur skýrsl-
an náði yfir tímabilið frá 28. maí til
8. ág. 1907 og segir þar frá ýmsu
merkilegu um ferðina þar fyrir norðan,
meðal annars nýjum ransóknum í
Peary-sundinu, er breyta eldri skoð-
unum á því, sýna, að Pearyland er
ekki ey, heldur áfast við Grænland.
Fyrri skýrslu M.-E., á Sjálandssljett-
unni, fundi þeir Mikkelsen 22. maí
1910, á 81,25 st. n.br. Hin fanst
nokkru norðar.
Á suðurleiðinni þoldu þeir Mikkel-
sen miklar þrautir. Þá fjekk Mikkel-
sen skyrbjúg og var svo veikur, að
Iversen varð að aka honum um stund.
Bæði í Aindrups landi og við Malle-
múkfjall fundu þeir vistir, sem lagð-
ar höfðu verið þar til geymslu handa
þeim M -E, og fjelögum hans, en
þær voru ósnertar á báðum stöðun-
um.
Um landið við botn Danmerkur-
fjarðarins segja þeir Mikkelsen, að
þar sje mikill gróður, grasið álnar-
hátt og mikið af lyngi. Margt var
þar af hjerum og moskurdýrum. Til
dæmis um það, hve ríkt sje þar dýra-
lífið, segja þeir, að þeir hafi talið
3—400 refi yfirhræumtveggja moskus-
uxa, sem þeir skutu rjett eftir að
þeir komu niður að firðinum. Ulfar
eru þar og margir. Sýnishorn af
jurtaríkinu þar, er þeir tóku með
sjer, mistu þeir á suðurleiðinni.
Nú í sumar segja þeir Mikkelsen
að ís hafi verið með minsta móti við
Austur-Grænland og hafið milli Græn-
lands og íslands íslaust með öllu.
Hann hefur verið spurður, hvað
hann haldi um ferð Kocks kapteins
vestur yfir Grænland, og kvaðst
Mikkelsen halda að ferðin væri ekki
fær með hesta vegna þess, hve jök-
ullinn sje sprunginn.
Sólin. Allir munu hafa tekið
eftir því, hve solskinið hefur verið
dauft um tíma, þótt ekki sje skýað,
og altaf eins og þykt mistur f lofti.
Þetta er svo víðar um lönd, og er
það tilgáta vísindamanna, að það stafi
af miklum eldgosum, er verið hafa í
Ameríku, og sje það mistur frá þeim,
sem fylli gufuhvolfið.
frá Ólympiuleikunum.
Stokkhólmi, 18. júlí 1912.
Mánudaginn 15. þ. m. komu ísl.
glímumennirnir aftur fram á sjónar-
sviðið og skyldu nú keppa um bikar-
inn, er getið var um síðast.
Nú stóð betur á en hið fyrra skiftið.
Það var kl. 3 e. h. og sa;ti mikið
til upptekin af áhorfendum, eða á að
giska um 20,000 manns. Sól skein
í heiði og var hitinn talsvert þving-
andi, eins og altaf hefur verið hjer
það sem af er þessum mánuði. Aðr-
ar íþróttir voru sýndar jafnhliða, svo
sem ávalt ella, t. d. vegleysuhlaup
með leiksviðið að endamörkum, en
það dró ekki tilfinnanlega athygli
manna frá glímunni.
Strax, er fríða sveitin fámenna kom
fram, var henni fagnað með fjörugu
lófaklappi. Og það var ekkert þaul-
æft þjóðræknisklapp þeirra, sem ávalt
láta klappið og „bravóið" dynja fyrir
mönnum af sama þjóðerni, þó þeir
í rauninni geri sjer eða þjóð sinni
ekkert til frægðar annað en það, að
vera til. Þetta klapp var aðeins frá
þeim, sem hrifnir voru. Jeg hafði
augun hjá mjer — það er víst, mjer
skjátlaðist ekki, þetta klapp kom frá
fleiri meyjahöndum en nokkur annar
fagnaðarvellandi í þessu síólgandi
Stadion. Og jeg furða mig ekkert
á því; jeg held að ekkert hafi blind-
að mig, og mjer virtist þessi sveit
fegurri en nokkur önnur. Og hefði
jeg verið mjúkhent meyja, — já . . .
Þeir glímdu vel, eins og vænta
mátti, en af nokkuð miklu kappi
sumir. Dómari var Halldór Hansen
og glímdi hann því ekki. Hallgr.
Benediktsson varð hlutskarpastur og
hlaut því að verðlaunum bikarinn
veglega. Og þegar það var kallað
upp, dundi við lófaklappið sigurveg-
aranum til virðingar.
Að því búnu hjelt sveitin út aftur,
með merkið1) ísland fyrir sjer, eins
og áður, og glumdi þá alt Stadion
af klappi, bersýnilega einungis til
þeirra, því annað var ekki að gerast
í þann svipinn.
Samlanda munu þeir ekki hafa
haft nema einn að áhorfanda. í fyrra
skiftið, er þeir sýndu sig og fátt manna
var viðstatt, hefði ef til vill mátt
heyra að hann ljet sjer nokkuð ant
um þessa menn, jafnvel kom öðrum
á stað með að klappa, þegar fallega
var glímt. Nú bar minna á því, af
því fleira var um manninn, enda
klappaði hann af heitum fögnuði yfir
fögnuðinum, sem löndum hans var
sýndur og íþrótt þeirra. Það er svo
sjaldan, sem íslendingar fá að finna
til þess hita.
Glímumennirnir fóru hjeðan í gær
til Málmeyjar; fara heim með „Botníu"
3. ágúst.
Það eru margs konar íþróttir, sem
sýndar eru við þessa alþjóða-kapp-
leika, en margar þeirra eru svo, að
þær draga ekkert að sjer athygli á-
horfenda. Aftur eru sumar, sem
hleypa öllu í bál; það eru sjerstak-
lega hlaup og sund, og raunar margar
fleiri. Finni einn, H. Kolehmainen,
hefur getið sjer mikinn orðstír fyrir
hlaup við þetta mót. Hann hefur
hlotið ekki færri en þrenn fyrstu
verðlaun fyrir hláup, á 10,000 metr-
um, 5,000 m. og á vegleysuhlaupi
(terránglopning), og altaf borið langt
af keppinautum sínum, og sömuleiðis
af fyrri heimsmeisturum.
Einna veglegastur sigur þykir
það, að vinna í Maraþónshlaupinu
(40,000 mtr.). Það var hlaupið sunnu-
daginn 14. júlí. Beiskjuhiti var þá,
eins og oftar, sem gerði það að verk-
um, að allmargir gáfust upp, þar á
meðal frægir hlauparar sænskir og
finskir, — gátu ekki aíborið hitann.
Einn hlaupari varð hitanum að bráð,
Portúgalii; hann sýktist og dó strax
nóttina eftir. Sigurvegarinn að þessu
sinni varð Mc Arthur frá Bandarlkj-
um Suður-Afríku, lögregluþjónn það-
an, að sögn. Annar varð Gitsham,
frá sama landi, þriðji Strobine, frá
Ameriku. Þessir heitu-landa-búarmunu
hafa þolað hitann best, og hefur það
1) Merkið var spjald með áletruninni
»ísland«, en ekki fálkanum, eins og
sagt var áður af misgáningi. Afturámóti
báru þeir hvítt og blátt fálkamerki á
bróstinu.
eflaust ráðið miklu um úrslitin. Þeir,
sem þóttust bera skyn á þessi hlaup,
spáðu ekki góðu fyrir Mc. Arthur,
þessi sláni mundi víst aldrei ná mark-
inu. Og þess má geta um hann, að
tvisvar áður ætlaði hann að keppa
í Maraþónhlaupi á alþjóðamóti, en
í bæði skiftin snerist eitthvað svo
fyrir, að hann gat það ekki. Nú
loks fjekk hann að þreyta hlaupið,
og það varð með þessum árangri.
Fyrstur hinna 70 þáttakenda kom
hann inn úr hliðum byggingarinnar,
þar sem maður einn var viðbúinn
með sigursveiginn að klæða hann
með, og svo hljóp hann með sínum
löngu, nú endurfjörguðu skrefum
kringum völlinn, fram með áhorfenda-
bekkjunum, og nærri æðislegt fagn-
aðaróp dundi hvervetna yfir hann,
uns hann var borinn á gullstól inn
í búningsherbergið.
Yfirleitt er mjög vel látið af þessu
leikmóti. Sjerstaklega hefur það
sýnt ljósan vöxt og viðgang íþrótt-
anna víða um heim. Verðlaun fjellu
svo sem hjer segir (1. verðl. = 3 st.,
2. verðl. — 2 st., 3 verðl. — 1 st.)
Vinninga- 1. 2. 3-
stig alls verðl. verðl. verðl
Svíþjóð . . . 133 23 24 16
Ameríka . . . 129 25 17 20
England . . . 76 10 15 l6
Finnland . . 52 9 8 6
Þýskaland . . 47 5 13 6
Frakkland . . 32 7 4 3
Danmörk . . 19 1 6 4
Ungverjaland 16 3 2 3
Suður-Afrika 16 4 2 11
Noregur . . . 16 3 2 3
Kanada . . . 13 3 2
Ítalía .... 13 3 I 2
Astralía . . . 13 2 2 3
Belgía .... 11 2 I 3
Austurríki . . 6 n 2 2
Rússland . . 6 n 2 2
Grikkland . . 4 I n 1
Holland . . . 3 „ n 3
Átta lönd, sem þátt tóku í leik
unum, fengu engin verðlaun: Japan,
Chili, Tyrkland, Serbía, Bæheimur,
Monaco og ísland. Frá þessum 8
löndum hafa menn ekki áður tekið
þátt í alþjóðakappleikum, og sama
er að segja um Rússa. A.
Tyrkland.
Nýja stjórnin þar vill í sem flestu
brjóta í bág við stjórnarstefnu Ung-
tyrkjaflokksins. Eitt fyrsta verk
hennar var að náða um 130 fyrv.
ráðherra og embættismenn frá dög-
um Abdúl Hamids, er Ungtyrkir
höfðu ýmist hnept í fangelsi eða rekið
í útlegð. Það er og sagt, að hún
ætli að láta að kröfum Albana, eða
reyna að gera þá ánægða, en ófrið-
urinn þar hefur mjög magnast og
hafa reikandi óeirðarflokkar frá Búl-
garíu einnig komið fram í þeirri við-
ureign og gert her Tyrkja erfiðara
fyrir.
Síðustu fregnir segja frá uppreisn
á eynni Íkaríu, sem Grikkir byggja
að miklu leyti. Söfnuðir Múhameðs-
trúarmanna þar í eynni höfðu verið
reknir á skip og fluttir til lands. Síð-
an drógu Eyjarbúar upp grísk flögg
og lýstu hátíðlega yfir því, að eyjan
gengi undir Grikkland.
Jarðskjálftar í Tyrklandi.
Símað er frá Khöfn í morgun: „Á-
kafir jarðskjálftar í Tyrklandi, Fjöldi
manna dánir og særðir. 50 þúsund
húsviltir".
Háinaslys í Þýskalandi.
Símað er frá Khöfn 9. þ. m., að 107
manns hafi farist við námaslys í
bænum Bochum í Westfalen á Þýska-
landi. Bochum er bær með 80 þús.
íbúa.
Óveður gerði víða tjón í Dan-
mörku, Suður-Svíþjóð og Norður-
Þýskalandi, 28. og 29. f. m. Úti
um hjeruðin í Danmörku urðu víða
skaðar af eldi, kviknaði í bæjum,
bæði á eyjunum og á Jótlandi. Lík-
ir skaðar urðu í Suður-Svíþjóð og á
Norður-Þýskalandi. — Annars var
júlímánuður óvenjulega heitur í Dan-
mörku.