Lögrétta - 14.08.1912, Blaðsíða 4
160
LÖGRJETTA
prófessor p[etchniko||
hefur vakið athygli með kenningum
sínum um það, að menn geti aukið
mjög aldur sinn með því að breyta
um fæðu, jeta minna en gerist og
því nær eingöngu jurtafæði og mjólk-
urmat, finna ráð til vörnunar allri
rotnun í þörmunum og neita sjer um
neytslu skaðvænna efna, áfengis, tó-
baks o. s. frv. Til þess að eyða
rotnun í þörmunum hefur hann fundið
upp gerla, er hann lætur menn jeta
og eiga að drepa þar rotnunargerl-
ana. Kenning hans er, að Iíkaminn
slitni fyrir tímann af skaðvænum
efnum, sem myndast úr fæðunni í
meltingarfærunum. Nú síðast hefur
hann komið fram með þá kenningu,
að best sje að taka úr börnunum
þegar í stað mestallan ristilinn, telur
hann óþarfan og enda skaðlegan.
Kenningar þessar hafa enn eigi unnið
sjer fylgi vísindamanna, þótt prófess-
or Metchnikoff sje hins vegar mikils
metinn vísindamaður. Hann er for-
maður Pasteurstofnunarinnar í París,
hefur lengi dvalið í París, en er Rússi
að ætt.
Heimastjórn írlands. Frum-
varpið um heimastjórn írlands er enn
á leiðinni í enska þinginu, og verður
samþykt þess þar ef til vill frestað
um sinn, þótt enginn vafi virðist á,
að það nái fram að ganga. — En í
Ulster fara æsingarnar gegn því altaf
vaxandi. Kaþólskir menn verða þar
fyrir versta ójöfnuði á öllum sviðum
frá hinum, sem eru mótmælendatrúar.
Ulster er, eins og kunnugt er, eini
hluti írlands þar sem mótmælenda-
trúin er í meiri hluta fyrir kaþólsk-
unni, og æsingin þar gegn heima-
stjórnarlögunum er einmitt bygð á
því, að með þeim fái kaþólskir menn
yfirráðin í landinu og beiti þeim til
kúgunar við hina. Kaþólskum mönn-
um kvað nú varla vært sumstaðar í
samvinnu við hina, af því að þeir
kaþólsku eru fylgjandi heimastjórnar-
frumvarpinu. Hefur svo ramt að
þessu kveðið á hinni miklu skipa-
smíðastöð „Hasland & Wolff", þar
sem meðal annars „Titanic" var smíð-
uð, að síðustu fregnir segja liggja
við sjálft að loka verði verkstöðinni,
en verkamenn kvað vera þar yfir io
þúsund og eru mótmælendatrúarmenn
þar miklu fjölmennari. Þessar æs-
Ingar eru kendar stjórnmálamönnum
íhaldsflokksins, og þar fremstum í
flokki sir Edvard Carson.
É
Peninga-boðskapur.
Gamalt timbur
til eldsneytis, vel þurt, hef jeg til sölu; stór stafli í einu lagi, ef vil).
Jóh. Jóliaiinessoii, Laugaveg 19.
5tórt 2ja mariria rúm
óskast keypt strax.
Jóli. Jóliaimesson, Laugaveg 19.
f
BRÚKAÐAR BÆKUR
og HÚSMUNI
kaupi jeg framvegis, eins og að undanförnu, fyrir peninga.
J ó li. J ó li a 1111 e s s o 11,
Laugaveg 19.
Hjölhestar.
Brúkaða hjólhesta, karla og kvenna, kaupi jeg frá þessum
degi til nóvemberloka næstk. Þeir verða samstundis borgaðir
með peningum.
Jóli. Jóliaiinesson, Laugaveg 19.
Byggíngarlóðír.
Nokkrar byggingarlóðir, hvar sem eru í bænum, vil jeg
kaupa, og borga þær að öllu leyti með peningum.
J ó Ii. Jóhannesson,
Laugaveg 19.
,Skandia‘
r j ■
Viðurkendur besti mótor í fiskibáta, er smíðaður í Lysekils mekaniska
verkstads Aktiebolag, sem er stærst mótoraverksmiðja á Norðurlöndum.
Einkasali fyrir ísland og Færeyjar.
Jakob Gunnlögsson
Köbenhavn K.
Miklar birgðir af
allskonar TIMBRI
hefur h|f Timbur- og
kolaversl. „Reykjavík“.
Verslunar- og íbúðarhíis
á Reyðarfirði, ásamt bryggju, er til sölu eða leigu, alt í góðu standi. Þar
sem Fagradalsbrautin er nú í þann veginn að vera fullgerð, er hjer álitlegur
staður til verslunar. Lysthafendur eru beðnir að snúa sjer til undirritaðs.
Jakob Gunnlögsson.
Köbenhavn, K.
„Titanic“-slysið. Enska ransókn-
arnefndin, sem Mersey lávarður var
formaður í, hefur nú fyrir nokkru
látið uppi álit um slysið. Hún kenn-
Ír því um, að skipið hafi farið með
meiri ferð en vera hefði átt. Nefnd-
in átelur og það, að gufuskipið
„Californian" skyldi ekki koma til
hjálpar, telur að það hefði getað
komist gegnum ísinn og ef til vill
þá bjargið öllum farþegum af „Ti-
tanic". Nefndin vill að búið sje
betur en áður um vatnsheldu rúmin,
sem vera eiga í þessum stóru far-
þegaskipum, og telur, að verslunar-
ráðaneytið ætti að hafa eftirlit með
byggingum skipa og samþykkja áætl-
anir, sem þau eru bygð eftir. Svo
eigi fjöldi björgunarbáta ekki að mið-
ast við tonnatölu skipa, heldur við
farþegatöluna, sem þau mega flytja.
Svo vill nefndin að alþjóðaþing verði
háð, sem ræði útbúning skipa yfir
höfuð og almennar reglur, sem sett-
ar verði um ýmislegt, er snertirsigl-
ingar.
Eggert Claessen
yflrrjettarmálaflutnlngsmaður.
Pósthásstræti 17. Venjulega heima kl. 10—11
og 4—5. Tal8imi 16.
Konan mín, Ólína Hólmfríður Klemensdóttir,
sem andaðist á Landakotsspítalanum hinn 9.
p. m., verður jörðuð frá Frikirkjunni næst-
komandi föstudag 16. þ. m. kl. 12 á hádegi.
Reykjavík I2/s 1912.
Guðlaugur Ingimundarson.
Auglýsingum í „Lög-
rjettU“ tekur ritstjórinn við
eða prentsmiðjan.
Umsóknir
um tímakenslu við barna- og ung-
lingaskólann á Isafirði næsta skólaár,
sendist skólanefndinni þar fyrir 16.
sept. næstkomandi. — Borgun er 75
aurar um tímann.
Isafirði 9. ágúst 1912.
Þorvaldur Jóussou.
Oddur Gíslason
yfirrjettarmálaflutningsmaður,
Laufásveg 22.
Venjul. heima kl. II—12 og 4—5.
Bætt úr húsnæðisleysinu.
Jeg undirskrifaðnr hef húseign til sölu í Vesturbæn-
um nú þegar; húsinu fylgja 1200 □ al. af lóð og mikil
útihús. Eignin er virt á rúmar 7000 krónur, en fæst nú af
sjerstökum ástæðum fyrir aðeins 5500 krónur. Útborg-
un aðeins 000 krónur við afsal. Húsið verður ekki leist
O
strax, efkanpandinn skyldi vilja flytja í það sjálfur. Petta
er einstakt tækifæri, sem mikill hagnaður er að sinna.
Finnið mig hið íljótasta.
Jóh. Jóhartne55on,
Laugaveg 19.
Bolinders mótorar
í báta og skip
eru bestir og traustastir allra mótora, og hafa orðið
hlutskarpastir keppinautar á öllum sýningum, þar sem
þeir hafa verið sýndir.
Bygging þeirra og samansetning er mjög einföld, —
meðferð öll því vandaminni og auðveldari. — Þeir eyða
minni olíu en nokkrir aðrir mótorar, og má nota til þeirra
jarðolíu, óhreinsaða steinolíu eða algenga steinolíu, eftir
vild. Þessir mótorar eru tilbúnir ýmist með breytilegum
skrúfublöðum (skiftbar propel), sem er venjulegast í fiski-
bálum, eða með breytilegum möndulsnúningi.
Verksmiðjan býr einnig til mótora til notkunar á
landi með bagfeldasta fyrirkomulagi.
Upplýsingar, verðlistar o. s. frv. fást bjá oss og já
umboðsmönnum vorum.
Jimbur- og kola-verslunin „Reykjavík"
oinkasali fyrii* Island.
Umboðsmaður vor fyrir Vestfirði er:
herra Karl Olgeirsson faktor á ísafirði.
„Hólar"
fara frá Kaupmannahöfn 5.
septbr. beint til Austur- cg,
N orður-landsins.
ytjgreiðsla hins Sam. gujusktpajjelags.
I
Undirritaðir bafa tekið að sjer aðalútsölu hjer á
landi á svonefndum
Hexamótorum
og Peiita-mótoriim tilbúnum af verkfræðingafirmainu
Frits Eghell í Stokkhólmi.
Mótorar þessir eru með öllum nútímaendurbótum.
Þeir eru sterkir og einfaldir, eyða lítilli olíu og brenna
hverskonar olíu.
Verðið er töluvert lægra en á hinum algengustu —
því miður úreltu — mótortegundum, sem mest eru not-
aðar hjer á landi.
Þeir, sem ætla sjer að eignast nýjan mótor, ættu að
leita sjer upplýsinga um þessa, áður en þeir afgjöi'a kaup
við aðra. Enginn mótor hefur íleiri kosti en Ilexa-mót-
op; um það er hægt að íá fullkomnar upplýsingar hjá
ytug. flygenring, og Ijolger Debell,
Hafnarfirði. Reykjavík.
I
I
Prentsmiðjan Gutenberg.