Lögrétta

Tölublað

Lögrétta - 14.08.1912, Blaðsíða 3

Lögrétta - 14.08.1912, Blaðsíða 3
LOGRJETTA 159 Lögrjetta kemur út á hverjuti miö- vikudegi og auk þess aukahlöð viö og viö, minst 60 blöö als á ári. Verö: 4 kr. árg. á fslandi, erlendis 5 kr. Gjalddagi 1. júlí. Alþingi. v. Tollniálin. Eins og getið hefur verið hjer í blaðinu, hafa mörg frv. komið fram af þingmanna hálfu um að auka tekj- ur landsjóðs, og hefur þeim verið vísað til nefnda, er kosnar hafa verið í báðum deildum. — Nú hafa þessar nefndir látið uppi álit sín. Neðri-deildar-nefndin (Egg. P., L. H. B., Bj. J. frá Vogi, Pjetur, Jón Ól. og Valtýr með fyrirvara), að undanteknum Birni Kristjánssyni, hall- ast að faktúrutolli, er hún vill nefna vörugjald. Er meiri hl. einhuga á því, að lágur verðtollur á flestar eða allar aðfluttar vörur sje hinn sanngjarnasti tollur, sem á verði lagður, og hann hefur eigi heyrt því mótmælt nema af örfáum. Telur hann að vísu mögu- leika á því, að stela undan þessu gjaldi, en það sje svo með alla tolla. En reynslan hefur sýnt, að öll megin- verslun landsíns er og hefur verið í höndum þeirra manna, er ekki vilja gefa fölsk samvisku- og drengskapar- vottorð. Nefndin telur og það mjög líklegt, að þeir, sem gefa rjettar skýrslur, muni hafa auga á hinum, er grunur leikur á, og sömuleiðis munu eftirlitsmennirnir fljótt venjast á það, að sjá, hvort miklu sje stolið undan. Fáir munu líka vinna svo mikið til tollsvika á lágu gjaldi, að falsa verslunarbækur sínar, svo að þær komi heim við stórfalsaðar fak- túrur, enda varðar það svo þungri hegningu, að fáir mundu vilja á það hætta, því hver sá maður, sem toll svíkur til stórra muna, hefur hangandi hníf yfir höfði sjer. Um toll á vefn- aðarvöru og tilbúnum fatnaði (sem kom frá milliþinganefndinni) er nefnd- in sammála, að sú tillaga þyldi engan samanburð við alment gjald á aðfluttum vörum. Tekjuaukinn nær ekki hálfa leið sem þarf, hrein toll- verndarstefna sje fólgin í frv. og strangt og dýrt eftirlit þyrfti. Björn Kristjánsson rær einn á báti með farmgjaldið sitt gamla. Þykir honum verðtollurinn að öllu leyti óaðgengilegri en farmgjaldið. Telur ýmsa agnúa á fyrirkomulaginu, oft t. d. eigi hægt fyrir kaupmenn að sýna reikninga sína um leið og var- an kemur, og eins væri það miklum erfiðleikum bundið, þegar mörg skip koma með vörur til sama staðarins um sama leyti, að hafa nægilegt eftir- lit með því, að engu sje undan skotið. Endurskoðun tollreikninga missir al- gert þýðingu sína, þegar ekki er hægt að hafa einhvern fastan grund- völl að byggja á, en hann er enginn til, þegar ekki má fara eftir þyngd. eða mæli varanna. Öðru máli sje að gegna um farm- tollinn. Hann á að innheimta sam- kvæmt farmskrá og farmskírteinum, og á farmskrá, að viðlagðri hárri sekt, að fylgja yfir allan farm hvers skips. Farmskráin á að ritast í þrennu lagi. Stjórnarráðið fær þegar eina yfir allan farminn, en tollheimtumað- ur yfir þær vörur, sem inn eru flutt- ar í hans umdæmi. Þetta sje miklu tryggara og eftirlit miklu hægra en með verðtollsfyrirkomulaginu. Þá kemur efri-deildar-nefndin. Hún er lfka klofin. Meiri hlutinn (Stgr. J., Jens P., Sig. Stef. og Stef. Stef.) telur tollálagningu og tollhækkun neyðar- úrræði og vill ekki halda lengra inn á þá braut. En það telur hann eink- ar mikilsvert og jafnvel nauðsynlegt, er til þess kemur, að leggja alment gjald til landsjóðs á verslun og vöru- skifti við útlönd, að það sje hvívetna sem óaðfinnanlegast og jafnaðarfylst og leggist á alla landsbúa sem al- mennast, jafnast og ljettast; og þar telur hún með árgjald af verslun og viðskiftum við útlönd. Af útflultum vörum muni koma um 35 þús. kr. á landbúnaðarvörur, en um 155 þús. kr. á sjávarafurðir. — Minni hlutinn (Þór. J.) er alveg á móti frv. og vill fella það. Telur hann það neyðarúrræði og örþrifaráð, sem ekki þurfi að grípa til og aldrei megi grípa til Engin ástæða að segja það, að þetta gjald komi jafnt niður. Heimilisfeður verða harðast úti, verka- menn og vinnufólk kemst að mestu undan þessum álögum. Tollur af fram- leiðslu lands og sjávar, sem nauðsyn- leg er til lífsframfærslu þjóðinni, sje órjettur, og eigi ekki að eiga sjer stað. En sjávarútvegurinn eigi þó hægra með það en landbúnaðurinn, þar sem um 470 kr. koma á hvern mann, sem stundar eða lifir af sjávar- útvegi, en ekki nema 90 kr. á þá, sem lifa af landbúnaði. Pingiiiannafrumvörp. 42. Um sölu á prestsetrinu Prest- hólum. Flm. Ben Sv. — Landstjórn- inni veitist heimild til að selja Halldóri prófasti Bjarnarsyni jörðina fyrir 4000 kr. 43. Viðauki við tolllög. Flm. Sig- Egg., Einar J., Jós. Bj. — Af hverri smálest af kolum hingað flutt- um greiðist 2 kr. í landsjóð. Lög- in gildi til ársloka 1915. 44 Um afnám VII. kafla f til- skipun 3. febr. 1836 um rjett há- skólans í Kaupmannahöfn til að gefa út íslensk almanök. Flm. Ben. Sv. og Bjarni frá Vogi. 45. Viðaukalög um bann gegn botnvörpuveiðum. Flm. Jens. P., Stgr. J., Ág, Fl., Sig. Egg. — Ef maður, sem ekki hefur verið falin landhelgisgæsla, kemur upp land- helgisbroti, fær hann *Ao hluta af sekt og andvirði upptækra muna, er hinum brotlega er gert að greiða. 46. Um breyting á lögum um rithöfundarjett og prentrjett. Flm. Bjarni Jónsson. — Síðasta málsgr. 2. gr. skal vera svo: Sama rjett hefur og höfundur á alls konar mynd- um og uppdráttum. 47. Um verðlag og 48. Um stimpilgjald flytur Bj. J. frá Vogi (óbreytt frv. milliþinganefnd- arinnar 1907). 49. Um viðauka við 2 gr. laga um aðflutningsbann á áfengi. Flm.: Guðl. Guðm., Jóh. Jóh. Til 1. jan. 1915 getur stjórnarráðið leyft inn- flutning vínfanga þeirra, er það telur þurfa til tfðkanlegrar móttökuvið- hafnar, er landstjórnin eða alþingi gengst fyrir. Frv. þetta var felt í n. d. í gær. 50. Um breyting á lögum um fiskiveiðar á opnum skipum. Flm.: Sig Stef. — Lendingarsjóðsgjald má með samþykki ákveða alt að 2 kr. af hverjum hlut eða 2°/o af hlutar- upphæðinni. 51. Breyting á lögum um bæjar- stjórn í Reykjavík. Flm : Ben. Sv. Borgarstjóri skal kosinn til 6 ára í senn af öllum atkvæðisbærum kjós- endum, sem kosningarrjett eiga til bæjarstjórnar. Kosningin skal vera leynileg. Fyrirspiirnir til ráðlierra. Steinolíunefndin f Nd. (J. Ól., L. H. B„ P. J„ Bj. J„ Bj. Kr„ E. P. og Valtýr) flytur eina svo hljóð- andi: Er það satt, að stjórnarráðið hafi leyft að flytja hingað á höfnina frá útlöndum áfenga drykki, sem geymdir sjeu í skipi hjer á höfninni til afhendingar erlendum skipshöfn- um og það ótollað? Ef svo er, með hverri laga heimild og af hverjum ástæðum er þetta gert? Fyrirspurn þessi kom til umræðu í gær, og var afgreidd með rök- studdri dagskrá: „í því trausti, að landstjórnin líði ekki átölulaust brot á áfengislöggjöf landsins, tekur deildin fyrir næsta mál á dagskrá". Samþ. með 12 atkv. gegn 10. Jásögðu: Ben. Sv„ Bj. J„ Bj. Kr„ Egg. P„ Einar J„ Jón Ól„ L. H. B„ Sig. Sig„ Sk. Th„ Stef. Stef., Valtýr, Þorl. J. — Nei sögðu: Guðl. Guðrn., Halld. St„ H. Hafst., Jóh. Jóh., Jón Jónsson (Rvík.), Jón Magn„ Matth. ÓI„ Ól. Br„ Pjeturog Tr. Bj. — Kr. J. greiddi ekki atkv. Björn Jónsson og Jón frá Múla voru tjarverandi. Aðra fyrirspurn til ráðherra flytur Bjarni Jónsson: Hverjar ráðstafanir hafa verið gerðar til að mæla leiðir á Gilsfirði til Salthólmavíkur og Króksfjarðarness? Er þörf á nýrri fjárveiting? Þriðju fyrirspurnina flytur Valtýr svohljóðandi: Hverjar eru ástæður stjórnarinnar fyrir því að leyfa: að viðskiftaráðanauturinn, þvert ofan í erindisbrjef hans frá 30. júlí 1909 (sbr. brjef stjórnarráðsins til utanríkisráðaneytis Dana frá 17. des. 1909) og skiiyrði síðasta þings fyrir fjárveitingunni til hans (sbr. Alþt. 1911, B. I, 272) bæði með blaða- mensku og þingmensku fáist við póli- tíska starfsemi? að hann dvelji mánuðum saman hjer á landi við önnur launuð störf, en taki þó á sama tíma full laun sem viðskiftaráðanautur? að hann gagnstætt reglu þeirri, sem sett er í brjefi stjórnarráðsins frá 9. mars 1910, telji til aukakostn- aðar (ferðakostnaðar) dagleg útgjöld, (húsnæði, fæði o. s. frv.), þegar hann „heldur kyrru fyrir heima, þ.e þar, sem dvalið er til nokkurra langframa?" Pingsályktnnartillögu flytur Sk. Th„ að neðri deild skori á ráðherra að láta verkfræðing lands- ins athuga lendinguna í Arnardal í Norður-Skagafjarðarsýslu og gera til- lögur um nauðsynlegar umbætur á henni. L H. B. og Jón Magn. flytja þingsályktun, að neðri deild alþingis skori á landsstjórnina, að leggja fyrir næsta þing, ef tiltækilegt reynist, frv. um skipun siglingafróðra manna til aðstoðar hjeraðsdómurum við rann- sókn mála út af sjósköðum og önn- ur dómstörf, er siglingafróðleikur kynni að vera þarflegur til. Lög írá alþingi. 2. Um að landsjóður kaupi einka- símann til Vestmannaeyja og sím- kerfið þar. Landsstjórninni veitt heimild að kaupa einkasímalínuna frá Eystri-Garðsauka tii Vestmanna- eyja og talsímakerfið þar, og er landsstjórninni veitt heimild að taka alt að 45150 kr. lán til þess. 3. Um samþykt um veiði í Drang- ey. Sýslunefnd Skagafjarðarsýslu veitt heimild að gera samþykt þar að lútandi. 4. Um löggilding verslunarstaða. Gjögur við Reykjafjörð í Stranda- sýslu og Skálavík á Langanesi í Norður-Þingeyjarsýslu skulu vera lög- giltir verslunarstaðir. 5. Um breytingu á hafnarlögum fyrir Reykjavíkurkaupstað frá 21. júlí 1911. í hafnarnefnd sitja 5 menn: borgarstjóri, 2 bæjarfulltrúar og 2 utan bæjarstjórnar, annar úr tölu kaupmanna, en hinn úr tölu sjómanna. þingneí'ndii’. Þjóðjarðanefndir (Nd.): St. St. (form.), Tr. Bj„ Pjetur J. (skr.), Ól. Br„ Sig. Sig. Veitinganefnd (Ed.): Sig. Egg., Stgr. J. (skr.), Eir. Br. (form.). Selanefnd (Ed.): E. Br„ J. Jónat., Þór. J. Hafnarfjarðarnefnd (Ed.): Jens P„ Stgr. ]., Bj. Þorl. Nýnefnanefnd (Nd.): Jón Ól. (form), Guðl. Guðm. (skr.), Þorl. J„ Matth. Ól„ Valtýr. Presthólanefnd (Nd.): Ben. Sv„ Guðl. Guðrn., Jóh. Jóh. Úi’ Pverárlilíð. Þverhlíðingar, Hvítsíðingar, Tungnamenn og nokkrir bændur úr nærsveitunum hafa komið sjer upp merkilegri skilarjett, og stendur hún á mel norðan við Helga- vatnsskóginn í Þverárhlíðinni; var áður skamt frá Kvíum í Þvarárhlíð. Almenningurinn og dilkarnir eru úr steinsteypu; eru dilkarnir 23 og kvíslast út frá almenningnum. Auk þess er þar svæði fyrir safnið, girt með gaddavír. Enn fremur liesta- hagi, girtur á sama hátt. Eru girð- ingar þær margar dagsláttur. Það koma lfklega 9—12 þús. fjár í fyrstu göngum í rjett þessa. Útsýni frá rjettinni er fallegt, skógur mót suðri og vestri á sljettlendi og skógarhlíð í norðri, og fjallsýni mikið í suðri. Strax er farið að grænka á mel- unum inni í umgirta svæðinu. Úr Stafholtstungnm. Stafholts- tungnamenn í Miðtungunni hafa girt með gaddavír fyrir tunguna ofantil og er sú girðing löng bæjarleið. Skagafjarðarsýsla er veitt Magn- úsi Guðmundssyni aðstoðarmanni í stjórnarráðinu. Er hann farinn áleið- is norður til þess að taka við em- bættinu, en kemur aftur í næsta mánuði og dæmir þá í gjaldkeramál inu. Hrakningar í jökulíör. Sviss- lendingurinn Hermann Stoll, sem oft hefur verið hjer á ferð í óbygðum, er nýkominn hingað til bæjarins úr einu slfku ferðalagi. Hann var norð- an við Langjökul er kuldakastið og hríðarveðrið kom yfir í byrjun þessa mánaðar. Þar uppírá var grenjandi hríð og mikil snjókoma og gekk honum seint að komast með hesta sína til bygða, náði loks Húsafelli í Borgarfirði á fjórða degi og þá illa til reika, talsvert kalinn á báðum fótum. Á Húsafelli lá hann um kyrt nokkra daga og var vitjað þaðan læknis, en fór svo tii Borgarness og kom hingað í fyrradag. Dáinn er nýlega Björn bóndi Ás- mundsson á Svarfhóli í Borgarfirði, 84 ára að aldri, fæddur 28. janúar 1828. Synir hans eru þeir Guð- mundur sýslumaður Barðstrendinga, Jóhann hreppstjóri á Akranesi og Jón kaupmaður í Borgarnesi. Björn var merkisbóndi og verður hans nán- ar minst síðar. Reykjavík. Sig. P. Sivertsen docent er ný- kominn heim úr ferð austur í Vopna- fjörð, úr kynnisför til fyrv. sóknar- barna sinna. 21. júlí hjeldu Vopn- firðingar honum fjölment samsæti f fundahúsi hreppsins í Vopnafjarðar- kaupstað. Ræður voru margar, en tvö kvæði sungin, og er þetta í öðru þeirra, kveðnu af Gísla Helgasyni á Egilsstöðum: „Sjá, kirkjan, er gnæfir við himininn hátt, hún hljómar og rómar þitt minni; hún sýnir þinn andlega’ áhuga’ og mátt og árvekni í stöðunni þinni. Þú veittir þá forstöðu, er varð henni hlíf, þú vaktir með kaerleika trúmála líf“. Ummælin lúta að því, að ný kirkja var reist í Vopnafjarðarkaupstað fyrir forgöngu Sig. P. Siv. Hann fór land- veg frá Vopnafirði til Eskifjarðar, fór um í Bót í Hróarstungu rjett eftir hinn mikla bruna, kom að Vallanesi og skoðaði byggingar Magnúsar prests, og þótti mjög mikið til þeirra koma. Giiðm. Hamiesson læknir er nýl. kominn heim úr ferð norður í Skaga- fjörð, fór Grímstungnaheiði og Sand norður og gekk upp á Strútinn hjá Kalmanstungu, en suður fór hann sveitir. Fjalla-Eyvindur. Hann var leik- inn fyrra miðvikudagskvöld fyrir fullu húsi. Höfundurinn var þar við og var kallaður fram á leiksviðið í leikslokin og tekið með margföldu, dynjandi lófaklappi. Hann Ijet vel yfir meðferðinni á leiknum yfir höfuð, einkum 3ja þætti, og taldi betur farið með sum atriðin hjer en í Khöfn. En mest þótti honum á vanta að síðasti þáttur væri hjer eins vel sýnd- ur og þar. Til Amei’íku er nýlega farinn síra Magnús Jónsson, er hjer vígðist í sumar, og kvæntist hann rjett áður en hann fór frk. Benediktu Lárus- Lárusdóttur prests Benediktssonar frá Selárdal, er vestur fór með honum. Nýfarinn er og vestur um haf hr. B. Olsen frá Gimli, er verið hefur hjer í sumar. Glímur — samsæti. Glímumennirn- ir, sem frá Stokkhólmi komu, glímdu á íþróttavellinum á mánudagskvöldið og var þar margt áhorfenda. Stjórn Iþróttasambandsins gekst fyrir þessu, og ágóðanum var varið í kostnaðinn af Stokkhólmsförinni. Á eftir var Stokkhólmsförunum boðið til sam- sætis í Iðnaðarmannahúsinu og tók þátt í því á 2. hundrað manns. Axel Tulinius fyrv. sýslumaður bauð menn velkomna, en Guðm. Björnsson land- læknir talaði fyrir heiðursgestunum, og er grein hans hjer fremst í blað- inn aðalefnið úr þeirri ræðu. Þeir A. T. og G. B. eru í stjórn íþróttasam- bandsins. Sigurjón Pjetursson, er Lottcri llriiigsiiis. Þessi númer hafa verið dregin. 1. Nr. 1183. 2. — 17. 3. — 1894. Til sölu »<ór og lítil ílnidarliiis á góð- um stöðum í bænum. Söluverð afar- lágt og borgunarskilmálar góðir. Gisli Þorbjaniarson. verið hafði foringi Stokkhólmsfar- anna í leiðangrinum, þakkaði fyrir þeirra hönd og mælti fyrir minni ís- lands. Síðan talaði Axel Tulinius og svo dr. Valtýr Guðmundsson, báðir um þýðingu íþróttalífsins, en Hall- grímur Benediktsson mintist Jóh. Jó- sefssonar frá Akureyri og áhrifa þeirra, sem hann hefði haft fyrir nokkrum árum til vakningar íþróttalífs í Norð- urlandi. Fanst honum þar afturför síðan Jóhannesar misti við. Verðiaunabikararnir, sem Hallgr. hafði unnið í Stokkhólmi og í Málm- ey, voru til sýnis í veislusalnum. Stokkhólmsbikarinn er stór og mjög failegur. Þessi áletrun er á honum: „Islánsk Glima-Pokal skánkt við Olym- piska spelen í Stockholm 1912 av Islándingar i Danmark". Á hann eru og grafnar myndir af tveimur mönn- um, sem takast á glímutökum. ísaf. prentar upp á laugard. smá- greinina í síðustu Lögr. um gjald- keramálið og segir að sig langi til vita, hvort hún sje frá stjórninni eða Lögr. sjálfri, Það er eins og blaðið vilji eitthvað segja, en þori það ekki fyr en það fær þetta að vita. En hvort er það þá stjórnin eða Lögr. sjalf, sem blaðið vill komast hjá að styggja? Þetta langar Lögr. til að vita, og getur verið að hún segi þá Sigurði frá hinu. Hogi Th. Melsteð sagnfræðing- ur frá Khöfn er hjer nú staddur, kom 11. þ. m„ en fer heimleiðis aft- ur með „BotniU" 21. þ. m. Finnur Jónsson prófessor erný- kominn hingað aftur úr landferð, sem hann fór vestur í Dali og á Snæfells- nes. í ferðinni meiddi hann sig í fæti, vatt fótinn, svo að hann má ekki vera á ferli um stund. En ekki eru það stórvægileg meiðsl. Sr. Rögnvaldur Pjetursson frá Winnipeg er hjer nú staddur, hefur ferðast um Norðurland í sumar og dvalið um tíma í Skagafirði. Þaðan er hann ættaður, systursonur Rögn- valds í Rjettarholti, en fluttist barn að aldri vestur. Með honum er frú hans, Hólmfríður Jónasdóttir, og systir hennar, Matthildur, en þær eru ætt- aðar úr Þingeyjarsýslu. Þau komu í vor til landsins og fóru af skipi í Húsavík nyrðra. Hjer dvelja þau fram í næsta mánuð, en halda þá heimleiðis. Síra Rögnvaldur var áður prestur Únítarasafnaðarins í Winni- peg, en er nú umsjónarmaður ís- lenskra Únítarasafnaða í Kanada. Trúflokkur Únítara er öflugur vest- an hafs, og hann fylla þar margir hinna merkustu manna. Taft Banda- ríkjaforseti hefur lengi verið í stjórn Únítarafjelagsskaparins og er nú heið- ursforseti hans. Jónas Pólsson söngfi’æðingnr frá Winnipeg hjelt hjer píanó-hljómleika í Bárubúð síðastl. laugardagskvöld. Hann hefur verið 12 ár vestra, num- ið þar söngfræði og unnið sjer þar álit. En fyrstu tilsögn hafði hann fengið á Eyrarbakka hjá Jóni Páls- syni nú Landsbankagjaldkera. Jónas er tengdasonur Baldvins Baldvinsson- ar ritstjóra „Heimskringlu". Yfir hljómleikum hans var vel látið og mundu þeir hafa verið meira sóttir, ef á öðrum árstíma hefði verið. Trjcsmiðafjelag Rvíkur hafði skemtidag á sunnudaginn var, fór suður í Hraun og skemti sjer þar um daginn. Kvæði var sungið eftir Jakob Thorarensen, og eru þetta 2 fyrstu erindin: Hneigðin fyrir glaum og gaman glaðan setur fund, fylkir okkur öllum saman ofur-litla stund. — Víst má hvers kyns gleði-glampa grípa höndum tveim, :,: taka skar af lífsins lampa, lýsa’ upp myrkan heim. :,: Ávalt skal að hagleik hlynna, hugsum trútt og rjett. Aldrei miður vönduð vinna vora flekki stjett. Hæsta marksins hugsjón gæti; heita skal á Þór :,: þar til iðn vor eignast sæti inni’ í snildar-kór. Ásg’. Ásgoii’sson etatsrád dáinn. Fregn um andlát hans barst hingað rjett í því er blaðið var að fara í prentun, Hann haíði andast á leið til Khafnar hjeðan frá landi.

x

Lögrétta

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögrétta
https://timarit.is/publication/196

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.